Jæja, það styttist í leikinn gegn Everton um helgina. Þetta verður stutt færsla hjá mér en ég rak augun í þrjár athyglisverðar greinar áðan sem mig langaði til að benda ykkur á og gefa ykkur mitt álit á þeim:
Momo Sissoko er heill heilsu og verður með á laugardag. Þegar ég las þetta sá ég David Moyes fyrir mér … grátandi … í símann við Tomas Gravesen: “Hvar ertu þegar ég þarfnast þín?!?”
Fowler gæti byrjað inná á laugardaginn. Sem meikar fullkomið sens fyrir mér, þar sem Crouch og Bellamy eru að spila tvo heila leiki með sínum landsliðum og Kuyt er einnig á ferð og flugi með hollenska landsliðinu, auk þess sem hann er kannski enn aðeins of nýr fyrir nágrannaslaginn. Gæti Rafa byrjað með Fowler einan frammi samt? Ég efa það, hann gæti valið einn af hinum þremur til að byrja með honum. En ef Fowler byrjar inná veit ég hver er líklegastur í heimi til að skora mark á laugardaginn … 😉
Og að lokum, aulafrétt vikunnar. Ég ætla ekkert að tjá mig um hana, set hana bara hér inn nákvæmlega eins og hún birtist í Liverpool Echo í dag:
McFADDEN IS SCOTLAND’S STEVEN GERRARD!
FORMER Everton and Scotland captain John Collins thinks McFadden is Scotland’s answer to Steven Gerrard.
He enthused: “James has great self-belief. He wants the ball all the time, even when his team is struggling.”
“Sometimes he can overdo his solo stuff, but when it comes off, it is a great weapon for a team to have. He’s also not afraid to shoot.”
“He is more psychologically equipped to go and destroy opponents when he plays for Scotland.”
“He gives Scotland something that England have in Steven Gerrard.”
Mitt álit á þessari frétt: :laugh:
Jæja, landsleikurinn við Dani er að byrja og Agger er í vörninni hjá þeim. Vonum að hann verði maður leiksins og sleppi ómeiddur úr þessum annars slæma tapleik Dana. Áfram Ísland!!!
Það er húmor í sumum. Þetta er í raun bara dæmi um gúrkutíðina sem er á meðan landsleikjavitleysan dynur á okkur, einhverjir vilja skrifa eitthvað en hafa ekkert nema vitleysu að segja. En McFadden = Gerrard….ég meina….Diana Prinsessa heitin var betri í fótbolta en McFadden!
Er þetta ekki bara merki um það hve mikið rusl landslið Skotar eru með……:wink:
Að bera þessa tvo menn saman er eins og bera saman kíví og…… melónu ! Það er EKKERT sameiginlegt með þeim fyrir utan það kannski að þeir spila á miðjunni….
Leikinn um helgina verðum við að vinna ef við ætlum að vera með í titilbaráttu í vetur. Megum þá bara einfaldlega ekki við að tapa stigum gegn Everton. Við erum með miklu betra lið. Klárt að margir eru eitthvað þreyttir eftir landsleiki en að mínu mati er ekki rétt að taka mikla sénsa með þennan leik. Vil því sjá allavega Bellamy eða Crouch frammi. Fowler gæti byrjað með öðrum þeirra. Rafa má ekki gera sömu mistök og gegn Sheff Utd í liðsuppstillingu. 7 stig eftir 3 leiki er í lagi en 4-5 stig væri bara ekki nógu gott. Að mínu mati eigum við að vinna Everton – við erum bara með miklu sterkara lið.
Það fyndnasta við þetta eru samt ástæðurnar sem eru gefnar fyrir því af hverju hann er hinn skoski Gerrard:
* Hann hefur sjálfstraust.
* Hann vill fá boltann, líka þegar liðið er að tapa.
* Hann getur átt til að sóla of mikið, en þegar það tekst er það fínt.
* Hann er ekki hræddur við að skjóta.
* Hann hefur líkamlegan styrk.
Ef við skoðum þessar ástæður nánar þá kemur bersýnilega í ljós að allt þetta á við mig sem knattspyrnumann. Þannig að ég lýsi því hér með yfir að ég er hinn íslenski Steven Gerrard! :tongue: En í alvöru, að láta eins og þessir fimm ofantöldu eiginleikar séu það eina sem þarf til að verða ‘hinn næsti Steven Gerrard’ er bara móðgun við manninn sjálfan.