Stutt í næsta leik, maður gleðst eiginlega stanslaust og stöðugt yfir því eins og liðið er að spila.
Töluverðar vangaveltur eru um liðsskipan mótherja okkar enda þeir á leið að spila við Bayern í Meistaradeildinni í miðri næstu viku. Margir telja líklegt að þeir muni hvíla leikmenn á sunnudaginn, Cazorla virðist veikur og búið að afskrifa hann, Wilshere og Sagna segja margir að verði á bekk en í staðinn fái Jenkinson, Bendtner og mögulega aðrir minni spámenn leik.
Rodgers hélt blaðamannafund í dag og gerði ljóst að markmið Liverpool FC er að vinna FA bikarinn og það er bara fínt mál. Það er vika í leik gegn Swansea og þar væri alveg mögulegt að stilla upp varaliði þar sem að stuðningsgengi frá Kop.is gargar inn þrjú stigin þar. Fyrir utan það að það gerir ekkert nema að byggja upp sjálfstraust liðs að vinna leiki.
En Arsenal eru engir muggar, það skulum við átta okkur á og það er hörkuleikur framundan.
Fyrirsögn þessa opna þráðs kemur þó frá öðrum þætti viðtalsins þar sem Rodgers er spurður út í orðaslag Mourinho og Wenger.
Ég sagði Amen held ég átta sinnum á meðan ég hlustaði á hann tala um það að þessar munnæfingar hefðu ekkert að segja og ekki nokkur ástæða til að bregðast við þeim. Fótboltaþjálfari vinnur leiki með því að stjórna æfingum, velja rétta menn og upplegg. Þegar þeir fara í svona fyrirsagnaleit þá eru þeir að sinna einhverju allt öðru en sinni vinnu og það gleður mig mjög að okkar maður taki ekki þátt í að upphefja sig sjálfan en einbeiti sér að vinnunni sinni.
Annars er frekar rólegt og fólki frjálst að ræða um hvað sem er um klúbbinn í þessum þræði.
Getur einhver svarað því henær Jose Enrique er væntanlegur aftur ?
Skv physioroom.com stendur no return date.
Ég er einmitt að velta því fyrir mér hvort Rauði herinn sé þá kominn með Rauðu hundana! Smá chihuahua brandari 🙂 En þeir geta nú bæði gelt og bitið frá sér þeir litlu. En lykilatriði hjá BR er að halda spennustiginu niðri og halda áfram þessu frábæra starfi að tryggja liðinu 4. sætið. Í lok apríl er hægt að fara að tala um væntingar til þess að gera eitthvað meira og stærra ef það verður enn í sigtinu! Fínt að nota þenna FA Cup leik til að vinna á Emirates, það hefur bara gerst einu sinni áður, árið 2012 í deildinni og því tímabært að ná öðrum sigri þar.
Myndi nú Segja að lykilatriðid fyrir BR fyrir þennann leik væri að setja Toure á tréverkið:)
Ég fíla Toure. Vonandi byrjar hann á sunnudaginn.
Smá pæling.
Wenger, geðþekki vinur okkar er að detta í 18. árið sem stjóri hjá Arsenal. Frábær stjóri er það fyrsta sem manni dettur í hug. En á þessum tæpu 18 árum er hann aðeins búinn að skila 3 meistaratitlum. “aðeins 3 titlum” er kannski ekki hugtak sem Púllarar ættu að fara frjálslega með, en myndum við vera ánægðir fyrirfram ef við vissum að á næstu 18 árum myndi Rodgers skila sama og Wenger?
Hann hefur skilað góðu verki, miðað við fjármagn. En hefur hann vantað fjármagn í gegnum tíðina, eða hefur hann einfaldlega veðjað á ranga, og e.t.v. of unga hesta og ekki viljað eyða pening?
djofull hef eg gaman af þessu orðastriði hja þeim félögum og salfræðiruglinu i Mourinho…
æðislegt að okkar maður taki ekki þatt i þessu ..
eg vil jafntefli a sunnudag og bjoða Arsenal uppa aðra kennslustund i knattspyrnufræðum a anfield i aukaleiknum !!!
Ég vill bara spyrja Toure “hatara”. Hverjir vöru í vörn Liverpool þegar við unnum þá 5-1 ! ! ! ! á Anfield ???? ANYONE ????
Sáttur með að Rodgers sé að leggja áherslu á FA Cup. Ef við sláum út Arsenal eru 8 liða úrslit framundan svo 1 leikur í Wembley í semi final.
Yrði draumur í dós að vinna FA cup og ná eitthvað af efstu 4 sætunum því ofar því betra! 🙂
Ég held að maður þarf ekki að vera hatari þótt að manni finnst Toure ekki nógu góður.
Ég fíla Toure sem persónu, hann kemur með leikreynslu og þekkingu á leiknum sem er gott fyrir liðið. Hann er baráttu hundur sem leggur sig alltaf 100% fram fyrir liðið og það smitar út frá sér. Þegar maður er að leita að kostum hans og þeir tengjast öðrum hlutum en eru inná vellinum þá veit maður að þessi leikmaður á í vandræðum.
Ókostir hans eru að hann er hægur , skelfilegur á boltan og mistök koma reglulega frá honum.
Mér finnst hann vera búinn að hjálpa okkur á þessu tímabili þar sem Sakho og Agger eru búnir að vera meiddir og ég er viss um að hann er frábær liðsfélagi og flottur inní klefanum sem er mikilvægt liði með fullt af ungum leikmönum.
En aldrei nokkur tíman myndi ég velja Toure fram yfir Skrtel, Agger eða Skakho.
Er ég Toure ” HATARI” af því að mér finnst aðrir leikmenn liðsins skári kostur?
Aðrir veðra að dæma um það en ég er ekki bara að dæma hann útfrá WBA gjöfini og sjálfsmarkinu gegn Fulham. Þegar lið andstæðingana gerir grín af honum í miðjum leik því að hann lélegur með boltan þá er það ekki gott.
Toure var flottur leikmaður með Arsenal uppá sitt besta, þar hafði hann líka meiri hraða til að bjóða uppá og meiri kraft. Ólíkt leikmönnum eins og Carragher og Hyypia sem voru alltaf hægir og urðu svo einfaldlega hægari þegar þeir fóru að eldast. Þá var Toure aðeins léttari á sér og hafði hraða og á núna í erfiðleikjum með að spila án hans og virkar hálf klunnalegur út á vellinum og maður er alltaf stressaður þegar hann er með boltan.
7# Höddi B
Komust arsenal nokkuð upp að vörninni til að valda usla 🙂
Það hatar enginn Toure hérna. þvílíkur gleðigjafi;) Arsenal leiknum segiru jú en ég sá líka færið sem hann klúðraði á óskiljanlegan hátt.:) og þessi 4 skipti sem Arsenal komst yfir miðju í leiknum.En þessi mörk sem hann hefur gefið eru ekki skrautleg þau eru ævintýralega léleg. Hehe hver skorar sjálsmark þegar hann er að reyna hreinsa í innkast. Töpuðum 2 dýrmætum stigum á wba sem skrifast alfarið á hann og ég er líka til í að gefa honum bæði mörkin á móti Fulham ég meina það hlýtur bara að taka menn á taugum sem eru með honum í vörninni hvað þá Mignolet greyið skelfur eins hrísla af stressi við tilhugsunina um hverju hann taki upp á næst.Mest hissa á að pressann sé ekki farinn að bendla hann við veðmálabrask. En að öllu gríni slepptu þá höfum við ekki efni á að vera gefa svona skítamörk leik eftir leik vorum heppnir á móti Fulham en sterkari lið höfum við ekki efni á að gefa svona forgjöf og halda að við komumst upp með það
Meulensteen er fokinn, Felix Magath tekur við Fulham. Liverpool farnir að sjá um human resources í deildinni í ár, að er virðist.
Eru það þá ekki Holloway, André Villas-Boas, Mackay og Meulensteen?
Rosalega eru Tottenham að hala inn af stigum, þeir gætu orðið stórhættulegir upp á 4. sætið ef svo fer að ekkert topp 3 lið misstígi sig. Þeir eru búnir að halda alveg í við okkur í góðri stigasöfnunartörn LFC frá áramótum (17 af 21, 5-2-0). Á sama tímabili eru Tottenham með 16 af 21 (5-1-1). Auk þess hafa þeir örugglega unnið svona 8-10 tæpa baráttuleiki í vetur, leiki á borð við Stoke hjá okkur í haust og Fulham í vikunni. Fjárans útsöluvítin sem þeir voru að fá í haust! Hérna eru annars þokkalegar líkur á að við náum að hrista þá aðeins af okkur:
8. mars Chelsea – Tottenham
16. mars Tottenham – Arsenal
23. mars Tottenham – Southampton
30. mars Liverpool – Tottenham
Prógrammið hjá þeim í lokaumferðunum er nefnilega fremur þægilegt miðað við flest önnur lið í efri hlutanum:
12. apríl WBA – Tottenham
19. apríl Tottenham – Fulham
26. apríl Stoke – Tottenham
3. maí West Ham – Tottenham
11. maí Tottenham – Aston Villa
Auðvitað eru Stoke og West Ham úti ekkert grín, en með hliðsjón af þessu væri samt ansi gott að ná svona 2 leikja buffer (a.m.k. 6 stiga mun, helst meira + markatalan góða) fyrir lokatörnina. Einnig væri frábært ef t.d. Arsenal tækju smá dýfu, það myndi róa taugarnar umtalsvert.
Annað sem ætti að vinna með okkur í þessu er augljóslega enginn Evrópubolti og góðir leikmenn að koma til baka af meiðslalistanum. Þvílíkur hasar sem framundan er!
Við þetta má bæta að LFC er með 0.8 stig út úr hverju skoruðu marki, en Tottenham hvorki meira né minna en 1.39. Fáránleg uppskera og segir svolítið um hvað þeir hafa verið heppnir á köflum.
Nei kæru vinir, enda eru “hatarar” innan gæsalappa hjá mér 🙂 arsenal komust alveg að vörninni, Gerrard gerði mistök þar, og sem betur fer kostuðu þau okkur ekki neitt.
Málið með Kolo er að hann átti alltaf að vera fjórði eða fimmti kostur hjá okkur í miðverði, en hann hefur þurft að standa vaktina hjá okkur undanfarið vegna meiðsla varnarmanna okkar.
Hugarfar hans og hvað hann virðist vera mótiveraður er til fyrirmyndar og mikið vildi ég að hann gæti gefið Moses 10% af því, ekki veitir af.
Kolo er svekktastur sjálfur yfir þeim mistökum sem hann hefur gert í síðustu tveimur útileikjum, fleiri varnarmenn hafa samt gert mistök, þarf að minna menn á það hérna ? Mikið er samt gott að hafa haft hann frekar en Kelly eða einhvern annan í þessari stöðu meðan við erum í meiðslavandræðum.
Áfram LIVERPOOL
Hvað er að frétta af Wisdom? Er hann að geta e-ð hjá ‘man ekki’ ? Hafði nú alltaf mesta trú á honum af ungu varnarmönnunum.
Jón, #16, hann er hjá Derby, held að hann sé að standa sig ágætlega.
Ég er einmitt búinn að vera hugsa nákvæmlega það sama og Eyjólfur í kommenti 13 og 14 og langaði svo að setja fleiri en eitt “like” á kommenti
Fyrir þá sem eru ekki að fíla King Kolo Toure þá mæli ég sterklega með að horfa á þetta http://www.youtube.com/watch?v=Z0q7nNyiqH8
KoloToure #19,
Kolo er frábær karakter, mikill leiðtogi og eðal að hafa hann sem squad player. Hann er í besta falli fjórði miðvörður á blað og ég er sammála því að oft er gagnrýni á hann helst til óvægin. Hann leggur sig 100% fram, svo mikið er víst.
Pælið samt í því, Carragher hættir og við fáum inn bæði einn efnilegasta unga miðvörð heims OG margreyndan jálk sem hefur unnið fjölda titla, en er kominn yfir sitt léttasta skeið. Var hægt að leysa það eitthvað betur? Auðvitað ergir maður sig yfir mistökunum, sér í lagi gegn WBA, en Kolo er Liverpool maður og ég styð hann 100%. Hvers virði væri You’ll Never Walk Alone annars?
Þetta myndband er snilld, frábært moment. 🙂
Eyjolfur #20
Aðeins að verja hann þá voru menn að tala um að þetta hafi verið með betri kaupum sumarsins eftir nokkra leiki í deildinni ég er sannfærður um það að hann er búinn að eiga fleiri mjög góða leiki heldur en slæma og það eru í raun bara örfáir leikir sem hann er ekki búinn að spila vel. ég viðurkenni það allveg að ég blótaði honum helling eftir sjálfsmarkið á móti Fulham og það kom ekki bros á mig þegar hann felldi phil dowd fyrr en eftir leik. svo meiddist hann einhverntíman er það ekki og þá söknuðum við hans helling. svo má ekki gleyma því að hann leysti hægri bakvarðastöðuna vel að mínu mati þegar þurfti að fylla uppí hana nema kannski þegar brendan ákvað að spila með alla sína miðverði. svo ég vill segja að hann sé búinn að eiga bara fínt season og sérstaklega þar sem hann kostaði ekki neitt. 🙂
KoloToure #21,
Jamm, ég er í grunninn alveg sammála þessu. Ég bjóst ekki við að karlinn myndi spila mikið í vetur. Fyrir tímabilið voru þó allir fremur svartsýnir yfir Skrtel eftir “skrautlegar” frammistöður undir lokin á síðsta tímabili. Svona er bara fótboltinn, 1-2 touch geta verið munurinn á hetju og Skúrki og meiðslamálin eru óútreiknanleg.
Ég er a.m.k. mjög ánægður með að við höfum tryggt okkur krafta KT fyrir þetta tímabil. Annars værum við alls ekki í góðum málum með miðvarðastöðurnar núna!
Spennandi leikur framundan, en þar sem þetta er opinn þráður þá langaði mig að pósta hérna…http://www.youtube.com/watch?v=VIjZ-waklJo…Vel gerðir heimildarmyndaþættir um nágrannaslagi og þarna er Liverpool-Everton (4-0 muniði, varð að koma því á framfæri) leiknum gerð góð skil…
Eyjolfur #22
sammala þer með skrtel hélt að hann myndi fara í sumar en sá hefur stimplad sig inn sem algjor lykilmadur
http://smegma.skjalfti.is:666/kop.is/A%20crossing%20masterclass%20by%20the%20champions%20(HD).mp4
Ef þetta virkar ekki hjá einhverjum er hér directory listing sem ætti að bjóða upp á hægrismell og “save target as” eða svipað: http://smegma.skjalfti.is:666/kop.is/
Þetta er btw myndbandið sem talað var um í síðasta podcasti, var á Youtube með titlinum “A crossing masterclass by the champions”, spilað á ca 1.5x hraða með Yakety Sax undir. Þetta er svo fyndið að maður nánast tárast! 80+ fyrirgjafir, flestar hörmulegar, á rúmlega 3 mínútum. Þetta spilast í VLC og öllum nútímanlegum media spilurum, 720p h.264 skrá.
Annar hluti þessa brandara er að sjá hvernig gengur að hýsa svona skrá á fartölvunni minni! Er á fínni tengingu, svo það ætti ekki að vera neitt mál. Gefið mér endilega thumbs up ef þið downloadaið þessu, en ég skal svo birta niðurstöður um fjölda downloada úr log skrám vefþjónsins eftir 1-2 daga. 🙂
Vonandi var ég ekki of fífldjarfur á 4. bjór, þetta á alveg að ganga! 🙂
Og já, ég gerði þetta því myndbandinu var eytt vegna höfundarréttarkvabbs frá FA! Það finnst ekki lengur á Youtube. :/
Hvar horfi ég á leikinn á akureyri ef ég vill sitja með fellow poolurum?
Eðlileg viðbrögð – botninn hjá Meulensteen var að ná aðeins jafntefli á Old Trafford.
Viðar, Sportvitinn við Strandgötu (við Eimskip) er LFC-staðurinn á Akureyri.
Sæl öll og blessuð.
Nú er ólgan farin að gera vart við sig djúpt í iðrum. Uppbókuð yfirvitundin kannast í fyrstu ekki við hvað veldur en sú sem býr þar undir veit sínu viti og það gera þau líka sem hér sitja.
Seint verður of mikið gert úr þýðingu þessa leiks. Ófarir á Furstavelli gætu skellt okkur snarlega á jörðina og þurrkað í byssupúðri. Sigur myndi á hinn bóginn auka okkur enn kraft og ásmegin og senn standa þeir í röðum, efnispiltarnir úr Evrópu og S-Ameríku sem eiga engan draum heitari en að fá að starfa undir stjórn BR. Sumarið verður þá heldur betur tíminn. Sjálfir myndur byssudrengir leggjast í dróma og enda neðar í stigangangi á lokadegi móts.
Svo ég komi mér nú að efninu þá hlýt ég að spyrja vegna fjölskylduaðstæðna á morgun: Hvar er nú hægt að horfa á leikinn austur í Mosó?
Hlakka til upphitunar!
@30 Hvíti riddarinn hjá Krónunni er best staðurinn
Þa’ð er verið að orða okkur við þetta kvikindi (Luis Muriel) og ég tel hann mun betri kost en Aspas.. þannig að ég vona að hann komi í sumar.. 🙂 njótið http://www.youtube.com/watch?v=PQmzu5ZEepY
Nú vonar maður að Chelsea, City og Arsenal gangi sem allra best í öllum keppnum. ( nema auðvitað Arsenal í bikarnum ) Því lengur sem þessi lið eru inní FA og CL því betra fyrir okkur.
Best væri að fá jafntefli hjá Chelsea og City í dag, það þýðir auka leikur fyrir bæði lið. Svo vonar maður að þau fara öll í gegnum leikina sína í Meistaradeild og dragist svo helst saman í næstu umferð. Tottenham og Everton mega svo endilega fara sem lengst í Evrópudeildinni mín vegna.
Nú horfir maður bara fram á veginn í deildinni, og hættur að stara í baksýnisspegilinn.
Veit einhver hvar púlarar koma saman til að sjá leiki í Akureyri ?
Rúnar nr. 34
Kíktu á þetta: https://www.facebook.com/sportvitinn