Liverpool – Swansea 4-3

Ef þú ert fótboltaáhugamaður og vilt umfram allt horfa á skemmtilega leiki. Þá horfir þú á alla leiki Liverpool. Það er bara þannig.

Liverpool með Kop.is í broddi fylkingar tóku á móti Swansea mönnum á Anfield í dag og var leikurinn hin besta skemmtun, en jafnframt hættulegur heilsunni ef þú ert hjartveikur Liverpool stuðningsmaður.

Þrjár breytingar voru gerðar á liði Liverpool frá því í tapleiknum gegn Arsenal. Mignolet, Glen Johnson og Henderson komu inn á kostnað Jones, Cissokho og Allen. Virkilega gott uppá endasprettinn að fá Glen Johnson aftur inn!

Liverpool liðið leit sem sagt svona út:

Mignolet
Johnson – Skrtel – Agger – Flanagan
Henderson – Gerrard – Coutinho
Suarez – Sturridge – Sterling

Á meðan Swansea stillti þessu liði upp:

Vorm
Rangel – Flores – Williams – Taylor
de Guzman – Britton – Shelvey
Dyer – Bony – Routledge

Öll toppliðin sigruðu sína leiki í gær og Tottenham átti seinni leik dagsins, það var því hrikalega mikilvægt að vinna þennan leik!

Fyrri hálfleikur

Það tók Sturridge þrjár mínútur að bæta upp fyrir klúðrin gegn Arsenal um síðustu helgi. Rangel missti boltann á vondum stað og Sterling brunaði upp völlinn, sendi frábæran utanfótarbolta innfyrir á Sturridge, sem fór framhjá Vorm, sem kom á móti, og skoraði í tómt markið! 1-0.

Næstu tíu mínútur gerðist nú ekki mikið, við vorum að missa boltann oft á vondum stað, spila boltanum illa úr vörninni og Swansea að pressa vel, án þess að skapa sér eitthvað færi þó sem heitið getur. Bony virtist ekki vera í miklum vandræðum að taka á móti boltum með Agger eða Skrtel í bakinu og spila honum frá sér. Shelvey átti jú frábæran bolta inn á teiginn á 13 mínútu en Bony rétt missti af honum.

Swansea menn voru sífellt að finna Jonjo á milli miðju og vítateigs og manni leist ekkert á blikuna. En það var svo Liverpool sem skoraði aftur á 20 mínútu. Suarez sendi háan bolta á Sturridge sem náði honum ekki langt frá hornfánanum hægra meginn. Tók skærin og lék á Taylor, lagði boltann á Henderson sem var rétt fyrir utan teig. Henderson lagði boltann svo upp í hornið vinstra meginn, frábært mark og óverjandi fyrir Vorm í marki Swansea.

Jonjo vildi ekki vera síðri og smellti honum örfáum mínútum síðar, sláin inn rétt fyrir utan vítateig. Óverjandi fyrir Mignolet. Fagnaði ekki og var klappað lof í lófa af báðum settum stuðningsmanna. 3 mörk eftir rétt rúmar 20 mínútur, 2-1.

Það var svo örfáum mínútum síðar sem að Swansea jafnaði. Fyrst var dæmd aukaspyrna á Skrtel, fyrir að sparka til Jonjo, liggjandi, eftir að boltinn var farinn. Aukaspyrnan kom inná teig þar sem að Bony var aleinn, skallaði boltann í öxlina á Skrtel og þaðan inn, líklega fær Bony markið þar sem mér fannst skallinn stefna að markinu. En who cares, staðan 2-2.

Að missa niður tveggja marka forystu á rétt rúmum sex mínútum á heimavelli er einfaldlega bannað. Það á ekki að vera hægt! Þessi varnarleikur liðsins er svo slakur að maður á varla lýsingarorð fyrir það. Bony, þeirra langbesti skallamaður, var ódekkaður á vítapunktinum í föstu leikatriði. Voru þeir svona uppteknir af því að passa Dyer? Ótrúlegt.

Ég þurfti nánast að fletta því upp eftir hálftímaleik hvort að Suarez væri ekki örugglega með. Ég heyrði jú nafn hans þegar boltinn barst vinstra meginn í teiginn. Kom þá ekki líka þessi fáránlega góða sending inn á markteiginn þar sem að Sturridge skoraði annað mark sitt, þetta sinn með skalla, staðan 3-2…. þrjú tvö … fimm mörk eftir 35 mínútna leik. Ótrúlegar tölur, eða eins og menn kalla það, Liverpool leikur.

Á 42 mínútu sá maður kannski svolítið vel ástæðuna fyrir því að Liverpool fær á sig svona mörg mörk. Liverpool var að sækja, missti boltann í vítateig Swansea og þeir sóttu á okkur. Svæðið, frá vítateig Swansea að varnarmönnum okkar, sem voru s.a. á miðjunni, var covera-að af einu manni. Gerrard. Allt í einu var þetta 3 á 3, restin var nánast öll inní vítateig Swansea. Þetta var á 42 mínútu leiksins þegar við erum yfir í leiknum. Ekki þeirri nítugustu og þriðju í bikarnum og Liverpool undir. Sturlun. Það þarf líka að spila vörn í þessu kerfi þó að andstæðingurinn sé ekki eins sexy og Arsenal eða Everton! Gerrard var þarna að covera fyrir alla miðjumennina og annan bakvörðinn.

Coutinho reyndi svo að láta Swansea jafna í uppbótartíma þegar mjög einföld pressa á miðju vallarins virkaði hjá Swansea, og þeir voru 3 á 3 aftur. Henderson fannst þetta rosa sniðugt og ákvað að reyna eitthvað svipað. Sendi 20 metra þversendingu á Swansea mann, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Liverpool manna þá tókst ekki að láta Swansea jafna, vantaði þó ekki viljann!

Ótrúlegum 45 mínútum lokið, eiginlega því betur fer. Hafði ekki taugar í meira nema að fá smá pásu til að ná andanum. Ég hef sagt þetta áður, að vera Liverpool aðdáandi er rússíbanaferð og það var eitthvað þarna í hálfleik sem sagði mér að þetta væri sko ekki búið.

Síðari hálfeikur

Sú tilfinning reyndist rétt. Bony fékk vítaspyrnu á 46 mínútu eftir að Skrtel hélt honum í teignum. Ég sá þetta nú ekkert alltof vel, sjónarhornið sem var boðið uppá var lélegt. En Skrtel er auðvitað búinn að stefna að þessu í nokkra mánuði, það tókst sem sagt að lokum. Kemur eflaust engum á óvart nema honum sjálfum ef marka má svipbrigði hans. Aðdragandinn var meira en lítið klaufalegur, Liverpool vann boltann á vinstri vængnum, held það hafi verið Sturridge sem svo datt með boltann aftur og Dyer náði honum, sendi fyrir og úr því kom vítið. Skrtel var í þokkabót á gulu spjaldi og getum við talist heppnir að hann hafi ekki fokið útaf. Bony tók vítið sjálfur og jafnaði metin, 3-3.

Suarez var næstum búinn að koma okkur aftur yfir tveimur mínútum síðar. Þegar Sturridge sendi fínan bolta innfyrir á Suarez, sem lét Vorm verja frá sér. Heitur Suarez hefði skorað þarna. Dauðafæri. Tvö mörk á fyrstu 5 mínútum síðari hálfleiks hefði ekki komið manni neitt á óvart.

Þetta sló okkur svolítið útaf laginu. De Guzman skaut rétt framhjá úr aukaspyrnu og svo varði Mignolet vel frá Routledge sem var við það að sleppa einn í gegn eftir hælsendingu Bony og Skrtel spilaði hann réttstæðan. En Glen gerði vel að trufla hann.

Allen kom inná á 57 mínútu fyrir Sterling (og átti flottan leik). Ég skildi skiptinguna, þ.e. að fjölga á miðjunni, en hefði líkelga frekar tekið Coutinho útaf (sem varla sást í síðari hálfleik). Agger fór svo útaf á 62 mínútu í stað Kolo. Meiddur? Lélegur? Kannski bæði. Þarna í millitíðinni áttu við fínt færi þegar Allen vann boltann á miðjunni og sendi á Sturridge sem var að komast einn í gegn, Williams hljóp hann þó uppi og náði að koma sér fyrir skotið. Suarez átti svo fínt færi eftir hornspyrnuna í kjölfarið en boltinn fór rétt yfir.

Tveimur mínútum síðar ætlaði Skrtel að láta skjaldbökubolta, sem varla dreif inní teig, fara og láta Mignolet taka hann. Hann gerði það að lokum en var þá nánast kominn út úr teignum, og sést í endursýningunni að boltinn skoppar í hendina á Mignolet fyrir utan teig. Klaufaskapurinn hrikalegur. Hálf vandræðilegt á köflum. Þetta var klaufalegt hjá Skrtel, á því er enginn vafi, en guð minn góður Mignolet. Þú verður að vera á tánum, bæði með þessa bolta sem og að hirða svona eins og eina fyrirgjöf annað slagið væri vel þegið. Sbr annað markið hjá Fulham.

Suarez vildi fá víti á 66 mínútu þegar hann var að taka snúning inní teig Swansea, en fékk ekki. Það var snerting, spurning hvort hann var ekki búinn að missa boltann og hvort að snertingin hafi verið nægjanleg. Ég verð að sjá betra sjónarhorn til að geta gert upp hug minn.

Á 73 mínútu hoppaði ég hæð mína og öskraði sem villtur maður. Gerrard átti frábæran bolta á Suarez, sem tók hann á bringuna, lék framhjá varnarmanni Swansea og skaut í Williams, þaðan fór boltinn til Henderson sem kom á ferðinni og skaut í fyrsta, Vorm varði en af því að þetta var Henderson þá náði hann sjálfur frákastinu og skoraði, 4-3. Ekki margir sem hefðu fylgt þessu eftir, en Henderson er einn þeirra. Annað mark hans í leiknum!

Moses kom inn í stað Sturridge á 78 mínútu. Og Kop.is ferðalangar fengu draum sinn uppfylltan þegar David nokkur Ngog kom inn hjá Swansea, en þeir keyptu frakkann í janúar frá Bolton. En samt, í alvöru talað, Sturridge út eftir 2 mörk og stoðsendingu í stað Suarez sem var klárlega ekki að eiga sinn besta leik og virkaði kaldur og þreyttur. Mér fannst það frekar skrítið svo ekki sé meira sagt.

Það gerðist lítið næstu mínúturnar, eða þar til á 88 mínútu þegar að Gerrard skaut í innanverða stöngina eftir að skotið hafði haft viðkomu í varnarmanni Swansea, en inn fór boltinn ekki. Við náðum frákastinu og Gerrard fékk hann aftur að lokum í miðjum teignum en Vorm varði skot hans. Hefðum getað klárað leikinn þarna! Við tóku því stressandi fimm mínútur þar sem að Liverpool reyndi að landa stigunum þremur. Það hófst og guð minn góður hvað þetta var erfið fæðing!

Þrjú stig, sjö mörk. Typical Liverpool leikur.

Lokaorð

Það er kannski óþarfi að halda áfram að telja leikina þetta tímabilið þar sem við fáum 2+ mörk á okkur. Þannig var það í dag og í þetta sinn, eins og svo oft áður, náði sóknin að skora þessi 3+ mörk sem við oft þurfum til þess að klára leiki. Swansea var fyrir þennan leik búið að skora 33 mörk í 26 leikjum. Auðvitað urðu þeir að skora þrjú stykki á Anfield og þar af tvö mörk á einhverjum sex mínútum. En hvað gerir maður þá? Jú, maður skorar bara meira. Þetta var einmitt svoleiðis leikur að liðið sem skoraði meira vann (höfundarréttur KAR). Þvílík sturlun og þvílík skemmtun sem þetta Liverpool lið er. Að hugsa sér að fyrir rétt rúmum þremur árum var Roy Hodgson á hliðarlínunni og Poulsen inná vellinum. Og að horfa á Liverpool leik var drep drep leiðinlegt. Ef Agger var tekinn útaf bara vegna Bony og slakrar frammistöðu þá óttast ég um framtíð hans á Anfield. En varnarleikurinn skrifast að sjálfsögðu á allt liðið. En við erum þar fyrir utan auðvitað að gera alltof mikið af einstaklingsmistökum. Skrtel gaf í dag víti og aukaspyrnuna sem leiddi til annað marks Swansea, svo sem ágætis dagsverk.

Þetta var HRIKALEGA mikilvægur sigur. Chelsea marði þrjú stig í gær með marki í uppbótartíma. Við mörðum þrjú stig í þessum leik þrátt fyrir að spila ekki vel. Lið með karakter vinna leiki sem þennan og Fulham leikinn fyrir rúmlega 10 dögum síðan. En það er samt hellingur til að hafa áhyggjur af. Við getum ekki alltaf verið að fá þessi 2+ mörk á okkur í leik. Og að skipta sífellt um miðverði er ekki lausnin. Þegar þú stillir liðinu svona upp, og varnarvinnan frá miðju og sókn er ekki betri en þetta, þá færðu einfaldlega helling af mörkum á þig. Það er enginn miðvörður þarna úti sem lagar það. Varnarvinnan er vinna allrar liðsheildarinnar og það er engin tilviljun að okkar besta varnarvinna þetta tímabilið er líklega í leikjunum gegn Everton og Arsenal þar sem að þau fá varla færi og hefðu ekki skorað ef ekki væri fyrir vítaspyrnuna sem Gerrard gaf Arsenal. Þar var jú liðsheildin að virka og menn hlupu úr sér lungun. Þeir nenna því ekki alveg jafnmikið gegn WBA, Fulham, Aston Villa og nú Swansea.

Ég trúi því og treysti að það verði unnið í þessu. Og á meðan við höldum áfram að skora 3 mörk+ í leik þá er erfitt að kvarta.

Slakur leikur af okkar hálfu, en þrjú stig. Ótrúlega mikilvægt og ég er hrikalega sáttur með að Liverpool geti í dag unnið ljótt (ef það er á annað borð hægt). Það hefur liðið klikkað á síðasta áratuginn eða svo.

Eflaust velja margir menn leiksins í þeim Henderson og Sturridge. Ég ætla að velja Sturridge sem mann leiksins, Hendo fær annaðsætið. Afhverju? Ég held að Sturridge fái ekki það lof sem hann á skilið. Maðurinn er kominn með 30 deildarmörk í 34 leikjum. Þrjátíu. Þrír, núll. Samt fær hann brotabrot af athygli Suarez og er skipt útaf í hverjum leik á meðan Suarez spilar áfram, eins og í dag, sama hvernig frammistaðan hans er. Til að undirstrika hve óheppinn hann er þá var Suarez valinn leikmaður mánaðarins hjá LFC í janúar. En Sturridge er núna búinn að skora í 8 deildarleikjum í röð. Við hefðum tapað stigum gegn Swansea, Stoke og Fulham ef ekki væri fyrir hann, hið minnsta. Ég vil bara þakka Chelsea enn og aftur fyrir þennan strák, þvílíkur leikmaður.

Endum þetta á jákvæðu nótunum:

Liverpool hefur aldrei, frá stofnun EPL, verið með þetta mörg stig (56) eftir 27 leiki.

Markahæstu leikmenn deildarinnar eru Suarez (23) og Sturridge (18). En Suarez missti af fyrstu fimm leikjunum og Sturridge verið frá í átta leikjum sökum meiðsla.

Gerrard og Suarez eru efstir í stoðsendingartölfræðinni þetta tímabilið, báðir með 9 stoðsendingar.

Liverpool er búið að skora 70 mörk í 27 deildarleikjum. Bara Real Madrid hefur skorað fleiri (71).

YNWA

85 Comments

  1. Mikið djöfull var gott að vinna þetta.

    Loksins kom peysutogið í bakið á Skrtel félaga okkar, líklegt að dómarar séu farnir að fylgjast betur með honum eftir umræðuna undanfarnar vikur.

    Annars var Henderson minn maður leiksins, þó að enginn hafi staðið neitt svakalega uppúr.

  2. Djöfull sáttur með 3.stig en samt eitthvað pirraður eins og eftir súrt jafntefli. Hefðum ekki unnið ef Jonjo Shelvey hefði ekki verið skipt út í hálfleik.

  3. Gerrard verður að átta sig á að hann er varnarmaður, hann á að vera fyrir aftan boltan þegar við sækjum tilbúinn að verjast ef við missum boltan og hinir sækja hratt. Hann sem DM verður að taka betri ákvarðanir og halda einbeitingu alltaf ! Og bara flestir í liðinnu eru ekkert að ná að halda einbeitingu í 90 mín,,, það verður að breytast tala nú ekki um ef við förum í meistardeildina að ári…

  4. Frábær skýrsla, tek ofan fyrir henni. Ég er orðlaus eftir þennan leik og kem ekki neinu frá mér. Hvað er að frétta ? en HUGE 3 punktar í hús !

  5. vááá…….risa, risa, risa 3 stig!

    Alls ekki góður leikur en við unnum samt…..again! Það er karakter í liðinu en mér fannst þeir rosalega taugaveiklaður, sérstaklega vörnin.

    Hef lengi haft efasemdir um Skrtel-Agger comboið og þær efasemdir minnkuðu ekki eftir þennan leik.

    Nokkrir punktar varðandi leikinn að öðru leyti:

    1) Joe Allen var frábær eftir að hann kom inn á. Coutinho átti ekki góðan dag, sérstaklega ekki varnarlega.

    2) Henderson……er á góðri leið með að vera legend hjá okkur! Rosalega hefur sá leikmaður vaxið og er algerlega einn af fyrstu mönnum á “teamsheet”.

    3) Suarez, algerlega skugginn af sjálfum sér…….en samt gríðarlega mikilvægur og lagði autvitað upp 3. markið.

    4) Sturridge algerlega frábær og ég skildi vel skiptinguna hjá BR, enda var hann gersamlega búinn á því. Algerlega frábær leikmaður.

    5) Algerlega æðislegt að vinna þennan leik en spila samt illa. Vörnin VERÐUR að fara að lagast ef ekki á illa að fara.

    6) Áfram Norwich!!

  6. Tók þetta af fotbolti.net
    Simon Mignolet – 6 ( Alls ekki meir )
    Glen Johnson – 4 (Sammála)
    Daniel Agger – 6 ( Vó kannski )
    Martin Skrtel – 4 ( Alls ekki meir )
    John Flanagan – 5 ( Fannst hann alveg fínn 6-7 )
    Steven Gerrard – 5 ( höfum séð Kapteininn betri enn í dag )
    Coutinho – 5 ( Hvar var hann )
    Jordan Henderson – 8 ( Flottastur að mínu mati )
    Raheem Sterling – 7 ( Veit ekki )
    Luis Suarez – 7 ( Suarez er alltaf með þetta, óvenju rólegur og smá pirraður í dag.)
    Daniel Sturridge – 8 ( Ekki síðri en Henderson í dag )

  7. Það er nokkuð augljóst að það vantar jafnvægi í Liverpool liðið og í einhverjum skilningi hafa framfarir Sterling og ótrúleg skilvirkni Sturridge gert það að verkum að Rodgers er í pattstöðu þegar hann stillir upp liðinu (þ.e. Suarez, Sturridge, Sterling og Coutinho allir inni). Þetta getur gengið frábærlega, þ.e. þegar allir okkar menn eru í banastuði og andstæðingurinn kemur hálfslappur inn, en hitt gerist jafn oft (og of oft), að leikur sem við ættum að geta kontrólerað vel og unnið þægilega verður að einhverri slögg-fest þar sem höggin eru látin dynja sitt á hvað án sýnilegrar varnarvinnu. Og það er til lengdar hættulegt.

    Við höfum ekki efni á að tapa neinum óþarfa stigum ef við ætlum að hanga á fjórða sætinu og halda draumnum um að vera með í titilbaráttunni lifandi. Þess vegna ætla ég að spá því að Rodgers átti sig, taki Coutinho út fyrir Allen í næstu útileikjum, við skiptum niður um einn gír sóknarlega en upp um tvo varnarlega og förum að vinna leiki 2-0, 3-1 og jafnvel 1-0.

    Ég vona að Agger og Johnson hafi einfaldlega verið rygðaðir í dag og muni koma sterkari til leiks strax í næsta leik. Þá er aldrei að vita nema mars-mánuður komi okkur í stöðu sem ég fullyrði að enginn hefði látið sig dreyma um fyrir tímabilið.

  8. Sælir félagar

    Það á ekki af manni að ganga sem stuðningmaður okkar ástkæra félags Liverpool. Það er boðið uppá allt sem tilfinningaskalinn ræður við og gott betur. Þetta er auðvitað skemmtilegt þegar það endar vel en maður veit að þetta á eftir að enda illa ef ekki verður breyting á.

    Það er náttúrulega ekki í lagi ef sókn liðsins verður að skora 3 til 5 mörk til að leikir vinnist. Það verður einfaldlega að gera þær endurbætur á vörninni sem til þarf. Það er heldur ekki boðlegt að miðjumenn sem eru að leika einn leik í viku séu á skokkinu í varnartilburðum sínum. Það er einfaldlega krafa að með haldi einbeitingu og að vinnuframleg manna sé algert í hverjum leik.

    Ég vonaði að BR skrúfaði hausinn á liðið í hálfleiksræðu sinni því kæruleisið og einbeitingarleysið skein af mönnum í fyrri hálfleik og end fengu menn á sig jöfnunarmörk sem ekki er neinu alvöruliði boðleg. Þega menn hafa hvílt sig í viku er krafan einfaldlega þessi á hvern einasta leikmann. Þú leggur þig allan fram og heldur fullkominni einbeitingu í þessar 90+ mínútur sem leikurinn stendur. Annars getur þú verið annarstaðar.

    En við getum andað léttar eftir þessa þeysireið um tilfinningaskalann. Sókninni tókst að bjarga vörninni í enn eitt skiptið og það heldur okkur á floti.

    Það er nú þannig

    YNWA

  9. Sorry Suarez með 7 er bara ekki málið í dag. Jú hann átti 1 stoðsendingu en allt annað var lélegt sendingar útá túni og alls ekki með. Til allrahamingju erum við með leikmenn eins og Sturridge og Henderson. Suarez má alveg fara troða sokk uppí eitthverja samt.

    Sturridge og Henderson erfitt að segja en eg vel Sturridge sem mann leiksins 2 mörk og stoðsending tekin útaf fyrir moses er brosleg skipting sérstaklega þar sem Suarez var frosinn í dag.

  10. Er þetta ekki bara að verða alveg eins með Mignolet og Reina?

    Á ekki vörslu í heilum leik? (þá er ég að meina boltar sem eru á leiðinni á markið)

    Eiga menn einhverja tölfræði yfir þetta?

  11. Ertu þá að tala um óverjandi skot shelvey í slána inn eða Sjálfsmarkið hja skrtl eða vítið ? skil þig ekki alveg.

  12. Ben #11.

    Mignolet bjargaði líklega tveimur mörkum. Í fyrri hálfleik varði hann fast skot Bony í horn. Í þeim síðari varði hann frá Routledge sem var að sleppa einn í gegn.

    Annars fannst mér hann lítið geta gert við mörkunum. Óverjandi frá Jonjo, breytti stefnu af Skrtel í marki #2 og svo víti.

  13. afhverju er okkar markmaður svo rosalega frosinn á linunni alltaf ? hræddur eða hvað?…annars það sem þarf að verslsa í sumar er vörn eins og hún leggur sig…..miðverði og bakverði…djöfuls………sem skíta uppá bak leik eftir leik…………..

  14. Frábær sigur sem tók á taugar.

    Mér fannst vinnan hjá Suarez afskaplega nauðsynleg því ógnunin af honum býður alltaf upp á tækifæri fyrir aðra. Hann þyrfti jú að fara að skora, bara til að önnur lið kúki á sig af hræðslu með þeirri viðbót, en mér finnst frábært að skora 4-5 mörk í leikjum þar sem Suarez skorar ekkert. Sturridge var flottur en hann á það til að hringla of mikið með boltann og missa af sendingartækifærum og mögulega flottum marktækifærum í kjölfarið. Hann var alls ekki gallalaus í dag. Gerrard var ekki góður fyrr en síðustu 10-15 mínúturnar fannst mér. Þá var komin barátta. Allen átti f-ing frábæra innkomu. Henderson var minn maður leiksins í dag. Hiklaust.

  15. OK, Mignolet var tæpur þarna úti á vítateigslínunni, en voru önnur atvik sem hann gat eitthvað gert í? Fyrsta markið var negla í þverslá og inn, í öðru markinu breytti boltinn um stefnu, og svo var það vítið í þriðja markinu, hann valdi rétt horn en skotið var fast og úti við stöng.

    Held að óöryggi í honum skrifist nú fyrst á fremst á almennt óöryggi með vörnina í heild sinni. Sást vel hvað allir voru óöruggir þegar Toure fékk boltann. Þetta smitast út um allt.

  16. Miklu flottara að vinn 4-3 frekar en 1-0 !
    Totaal voetbal – Ajax
    Ekki flókið: skoar fleiri mörk en við fáum áokkur. Út á það gengur leikurinn!

  17. Ekki endilega leikurinn í dag, mikið af mistökum í öftustu 4.

    En svona almennt, hvernig markvarslan var hjá Reina í % vs. hvernig hún hefur verið hjá Mignolet….

  18. Ég vil bara segja að skýrsluhöfundur sagði allt sem ég vildi segja og gott betur. Það er ótrúlegt Eyþór minn að þú getir verið kominn með fullkomna leikskýrslu og greiningu svo stuttu eftir leik. Mér langar bara að þakka fyrir mig.

  19. Bíð spenntur eftir kommentum frá koppurum sem voru á Anfield. Þvílík skemmtun sem þetta var. Eftir 20 mínútur átti ég alveg eins von á þægilegum stórsigri en eins og menn koma inn á hér að ofan þá var varnarleikur liðsins lengst úti á túni. Ég held við verðum að átta okkur á því hversu mikið við söknum Lucas Leiva. Jafnvægið er ekkert og þetta er bara algjör gung-ho spilamennska.

    Steven Gerrard ræður illa við varnarhlutann af stöðunni en er algjör meistari í að stýra spilinu þegar við erum með boltann. Jonjo Shelvey var búinn að fá tvo skotsénsa áður en hann setti fyrsta markið og það skrifast að töluverðu leyti á Gerrard.

    Mér fannst þessi aukaspyrna á Skrtel heldur ódýr og vítið raunar líka. En það hlaut að koma að því að það yrði dæmt á hann. Það má líka skamma Mignolet fyrir að koma ekki út í þessa bolta, það er eins og það sé ekkert samtal í öftustu línu og maður sér Skrtel skammast töluvert í Mignolet fyrir að koma ekki út og hirða bolta.

    Suarez er síðan bara í lægð. Hann má alveg hvíla einstöku sinnum þegar hlutirnir ganga ekki upp hjá honum. Í síðustu leikjum hefur hann alveg fengið færi en ekki nýtt þau. Nú er bara að vona að þessi lægð hans vari stutt í viðbót, við þurfum að fá hann aftur inn sem markaskorara. Við erum samt búnir að skora heilan helling af mörkum í markaþurrð hans þannig að það er kannski ekkert til að hafa áhyggjur af. Coutinho og Henderson farnir að hitta rammann, þannig að sóknarógnin kemur víðar nú en fyrir nokkrum vikum. En Coutinho sást samt lítið eftir að hann var settur út á kantinn.

    Henderson og Sturridge eru síðan algjörlega frábærir. Allen kom líka mjög sterkur inn og maður er nú öllu rólegri með Agger í vörninni heldur en Toure. Johnson á síðan eftir að styrkja þetta verulega hjá okkur á lokasprettinum.

    Það verður mjög erfiður leikur á næstu helgi. Vonum að Rodgers nái að þétta varnarleikinn fyrir þann leik. Kannski væri réttast að setja Suarez eða Coutinho á bekkinn og hafa Allen inni? Hef samt ekki trú á því að Rodgers geri það.

  20. úff hjartað i mér er rett að róast núna.. þetta var erfitt, þetta var ogeðslegt, við attum sennileg ekki skilið að vinna em við unnum samt og það er svo yndislega fallegt.. þetta er að detta með okkur i vetur. í fyrra hefðum við hvorki unnið Fulham ne þennan swansea leik en i ar er karakter og vilji i liðinu til að klara þessa leiki, a sama tima er td united búið að taka okkar stöðu og ítrekað klúðra þvi að taka 3 stig.. ÞETTA ER SVO YNDISLEGT..

    EG ÓSKAÐI eftir þvi i stöðunni 3-3 að einhver myndi pikka i kristjan atla og biðja hann að yfirgefa vollinn og fórna ser fyrir 3 stig, eg ætla að leyfa mer að halda að jann hafi gert það og þvi segi eg TAKK KRISTJAN ATLI þu reddaðir þessum 3 stigum i dag og i guðanna bænum faðu þer einn hrímkaldan öl a bierkeller i kvold og lattu steina splæsa honum a þig !!!!!!

    Sturridge er yndislegur og eg elska að eiga viðskipti við chelsea !!! gerum meira af þvi 😉

    youll never walk alone !!!!

  21. Sá þetta á bbc, fyndið 🙂

    Imagine how many goals Liverpool’s attack would score against Liverpool’s defence?

  22. Risa stór 3 stig í leik sem allajafna vinnst ekki með svona spilamennsku. Skýrslan er góð og ég tek undir allt sem Nr. 7 Whelan segir. Það er galið hversu oft liðið fær á sig tvö mörk eða meira í leik og það kostar okkur of mikið af stigum. Meiðsli og endalaust rót á varnarlínunni skýra þetta að stórum hluta held ég en eins er jafnvægið á miðjunni alls ekki gott og stöðugleikinn milli leikja nánast enginn og hefur ekki verið allt þetta tímabil.

    Engu að síður er Liverpool núna með 56 stig eftir 27 umferðir sem er meira en Liverpool hefur náð síðan 1990/91. Síðast þegar Liverpool vann titilinn var liðið ekki með svona mörg stig eftir 27 umferðir. Þetta segir auðvitað ekkert og samkeppnin er meiri núna en sýnir þó að hugsanlega er eitthvað spennandi í gangi á Anfield.

    Ferðalangarnir í hópferð kop.is hafa verið í banastuði um helgina og líklega var þessi leikur alls ekkert leiðinlegur, hjálpi mér. Þau skemmtu sér vonandi betur en ég, fyrir mér var þetta meira erfitt á að horfa heldur en skemmtilegt svona lengst af. 4-3 baráttusigur í hörkuleik er þó alltaf skemmtilegra (eftirá) heldur en öruggur 2-0 sigur án tíðinda.

    Eina vonda við þetta er að fulltrúar #TeamCissokho voru illa sviknir af Rodgers í dag.

    Tek fyrir hvern leikmann fyrir sig.

    Simon Mignolet – 4,5. / Svona frammistaða fær mann til að sakna Reina. Mignolet virkar alveg gríðarlega svifaseinn markmaður og arfaslakur í fótunum. Hann var heppinn að fá ekki rautt loksins þegar hann drullaðist af línunni til að hirða boltann í teignum og fór með hann út úr boxinu. Það er stundum eins og hann hafi verið hælaður niður við marklínuna og ég tók undir hvert orð hjá Skrtel þegar hann skammaði hann hressilega fyrir að koma ekki út. Gegn W.B.A. leiddi þetta af sér fullkomlega óþarft innkast og sókn sem þeir náðu að jafna úr. Þar fyrir utan fékk hann á sig þrjú mörk og hefur núna fengið á sig 35 mörk í deildinni. Góð byrjun hans hjá Liverpool endist ekki endalaust.

    Glen Johnson – 4 / Ég hef ekki farið leynt með það hversu mikið ég þoli ekki þegar hann er látinn spila vinstri bakvörð og þessi frammistaða í dag sýndi mér ekki að hann sé neitt betri en Cissokho í þessari stöðu. Hann er mikið betri sem hægri bakvörður og á að spila þar. Hann virkaði mjög ryðgaður í dag, eða bara eins og hann var áður en hann meiddist. Vonandi kemur hann líkari sjálfum sér í næsta leik en þetta í dag var alls ekki nógu gott. Sóknarlega skapaði hann afar lítið og varnarlega fór of mikið í gegnum hann. Hvað þeir voru að baksa áður en Swansea fékk vítið skil ég ekki.

    Daniel Agger – 5 / Það er gott að fá Agger til baka en hann var líka ryðgaður í dag og átti eins og alltaf ekki roð í stóra sterka sóknarmann andstæðinganna. Þetta var allt of auðvelt hjá Bony í dag og ef Agger er ekki meiddur þá segir það margt um hans leik að hann var tekinn útaf fyrir Toure í seinni hálfleik þrátt fyrir að Skrtel sem var að spila ennþá verr var á einu og hálfu gulu spjaldi.

    Martin Skrtel – 3,5 / Þetta var bara afhroð í dag. Leikur sem hann vill gleyma eins og skot. Sökudólgur í allt og mörgum varnarmistökum okkar manna og fór fyrir varnarlínu sem var enganvegin í sync-i.

    Vill Skrtel allt það besta hjá okkur og líklega hefur hann verið okkar besti varnarmaður í vetur en þetta fékk mig til að hlæja upphátt

    “Form is temporary, lack of class is permanent. #Skrtel”

    Aukaspyrnan í öðru marki Swansea kemur eftir kæruleysi og klaufaskap Skrtel sem toppaði það með því að “skora” markið fyrir þá líka. Hann virðist svo vera eini varnarmaðurinn í EPL þetta tímabilið sem gerist sekur um peysutog og það kom í bakið á honum í dag. Virkaði andskotann ekkert reyndar en hann fékk loksins þá refsingu sem við höfum óttast í allann vetur. Líklega heppni að hann fékk ekki seinna gula líka fyrst hann var að dæma á þetta. Vítið reyndar alveg næg refsing.

    John Flanagan – 6 / Kom best frá þessum leik af varnarlínunni okkar. Hann er ekkert verri varnarlega en Johnson og hefði því að mínu mati mátt vera í vinstramegin frekar enda jafn gagnslaus sóknarlega hvorumegin sem hann er. Það var kraftur og barátta í honum í lokin líka sem var gott að sjá.

    Steven Gerrard – 5 / Swansea var búið að vinna heimavinnuna með Gerrard fyrir leik og fyrirliðinn virtist ekki alveg vera að nenna varnarleiknum í dag. Sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Swansea ógnaði mikið úr svæðinu fyrir aftan Gerrard og Shelvey virtist vera með allt á hreinu. Sóknarlega var Gerrard flottur og sendingar hans eru magnaðar en varnarlega var hann ekki í stuði í dag. Hjálpaði honum helling að fá Allen inn í seinni hálfleik.

    Coutinho – 4 / Hann var bara nánast ekki með í dag. Hann virðist eiga annan hvern leik góðan og þetta var klárlega hinn leikurinn. Hann er stundum farþegi varnarlega og átti mjög erfitt í dag. Sóknarlega var ekki heldur mikið í gangi hjá honum, bjóst við að hann væri pottþétt að fara útaf þegar Sterling var tekinn af velli.

    Jordan Henderson – 8 / Réði úrslitum í dag og það yrði frábært ef hann næði að bæta mörkum við sinn leik, hann hefur algjörlega alla burði til að geta það og núna eftir 100 leiki hjá Liverpool er hann líklega búinn að taka út þroska til að stíga þetta skref. Fyrra markið var frábært hjá honum, hann hefur dreift þessum skotum um alla stúkuna hingað til og seinna markið var gott dæmi um hversu duglegur hann er. Varnarlega var miðjan þó ekki að gera merkilega hluti í dag, hann þó skástur og það gerir það að verkum að hann nær ekki maður leiksins titlinum í dag.

    Raheem Sterling – 7 / Frábær fyrsta korterið og stoðsendingin í fyrsta markinu er ein sú besta á þessu tímabili. Hvarf svo eftir það en var að vinna vel. Skil ekki alveg afhverju hann var tekinn útaf frekar en t.d. Coutinho.

    Luis Suarez – 6 / Slæmur dagur hjá Suarez er betri en hjá flestum öðrum. Suarez getur gert mann geðveikan úr pirringi og brjálaðan af fögnuði á sömu mínútunni. Hann var svolítið líkur sjálfum sér fyrir 2 árum og þetta var ekki alveg að falla með honum í dag frekar en undanfarið. Hann virkaði alveg búinn á því undir lokinn sem er áhyggjuefni. Engu að síður skapaði hann þriðja markið. Á mjög stóran þátt í því fjórða og hefði ef allt væri eðlilegt átt að fá víti líka. Það er Suarez á slæmum degi.

    Daniel Sturridge – 9 / Okkar besti maður í dag og þ.a.l. maður leiksins án vafa. Skoraði tvö mörk sem hreinlega á bara að duga heima gegn Swansea. Þar að auki var undirbúningurinn að marki Henderson frábær hjá Sturridge. Drengurinn er algjörlega sjóðandi um þessar mundir. Hvað Rodgers var að spá þegar hann tók hann aftur útaf á þrennu er erfitt að segja, er hann að sýna honum hver ræður og að það er enginn stærri en liðið á Anfield? Hann hefði vissulega getað sent á Suarez í einni sókn og hann er afar eigingjarn oft á tíðum.

    Suarez er á móti alltaf pirraður hvort eð er og ef þú spyrð mig átti Sturridge meira skilið að reyna við þrennuna í dag heldur en að láta Suarez klára þennan leik í því standi sem hann var í undir lokin. Umræða um þetta væri töluvert háværari hefðum við ekki náð að sigla þessu í höfn í dag.

    Kolo Toure – 7 / Það höfðu allir áhyggjur þegar hann kom inná í dag en hann réð betur við Bony en Agger var að gera og kom örlítilli ró á vörnina undir lokin. Ef ekkert er að Agger hefði ég tekið Skrtel frekar útaf í dag þar sem hann var á spjaldi og að spila mjög illa en þetta blessaðist sem betur fer.

    Joe Allen – 6,5 / Fín innkoma hjá honum. Sammála Whelan með að hann fær líklega mun fleiri mínútur í síðustu leikjum tímabilsins. Þetta er strákur sem gæti ennþá alveg orðið nothæfur leikmaður.

    Hvað um það, Liverpool vann, það skiptir öllu máli.

  23. ég skil stundum ekki þessa hagnaðarreglu, þegar að ég held Cutnio var feldur, vinstamegin við teiginn í úrvals stöðu en boltinn skoppaði til Johnosn við hornfánan þá sá dómarinn það en beitti hagnaðarreglunni, hvaða hagnaður er það að hafa boltann við hornfánan í stað þess að fá aukaspyrnu á stað sem það er 50 50 að Suares skori. ég held það ætti ekki að kalla þetta hagnaðarreglu ef eina markmiðið er að halda boltanum í leik, það þarf að vera klár hagnaður.

    þetta er svipað og að dæma ekki víti þegar sóknamaður er feldur en annar maður sama liðs nær frákastinu við miðlínuna.

    flottur leikur samt spáði 5 3 en ég get ekki séð að liðið á skilið mikið af gagnríninni hér. vissulega var vörnin sennilega að spila mattador frekar en leikinn en þess utan var liðið finnt.

  24. Gríðarlega mikilvægur sigur í ljósi þess að Tottenham var að tapa sínum leik nú rétt í þessu!

  25. Stórkostlegir hlutir eru að gerast kæra fólk! 6 stiga gap á milli okkar og fimmta sætisins. Þetta er ALGJÖRLEGA í okkar höndum núna!!

  26. Það er minni munur 4dja uppí 1sta sæti heldur en 5 í það 4dja 😀

  27. Tottenham að sýna hversu mikil og tilgangslaus orkusuga Europa League er? Held að þetta sé ekki þeirra fyrsta tap eftir að hafa spilað í henni í sömu viku. Ef eitthvað er hefði Norwich átt að vinna þetta af meira öryggi.

    Öll liðin sem þeir eru að keppa við unnu í þessari umferð nema Everton. Eitthvað finnst mér við kannst við þannig umferðir.

    Liverpool hefur verið á eftir Spurs undanfarin ár meðan við erum að jafna okkur á Hicks og Gillett, vonandi eru svona umferðir að skila okkur aftur upp fyrir þá. Ekki verra að fara uppfyrir Everton og United í leiðinni. Núna eru 6-11 stig í þessi lið og eitt auka ef við tökum markatöluna með í reikninginn.

    Sigurmark Henderson varð ekkert minna mikilvægt við þessi úrslit, það er svo svakalega stutt á milli í toppbaráttunni.

  28. jahérna, góður sunnudagur varð frábær. Norwich var að vinna Spurs verðskuldað 1 – 0.

    Þetta season er farið að líta aldeilis frábærlega út á pappír. Við erum 6 stigum á undan liðinu sem er í 5. sæti! 6 stigum!!! OG við eigum eftir að mæta þeim á Anfield!

    Ég er samt algerlega niðri á jörðinni enn. Þessi varnarleikur hjá okkur er ekki upp á marga fiska. Var að horfa á Liverpoolfc.tv áðan og Jason McAteer var að benda á að miðjan var að gefa allt of mikið pláss og lið eins og Chelsea og City hefðu refsað okkur grimmilega í þessum leik.

    Eigum mjög erfiðan útileik á næsta leik á móti liði sem við töpuðum fyrir á Anfield fyrr á tímabilinu. Það er því miður lágmark 7 til 10 dagar í Sakho og því nokkuð ljóst að hann mun ekki spila um næstu helgi. Af hverju ekki að prófa að spila með 5 menn á miðjunni í næsta leik og fórna Suarez eða Sturridge? Hafa annan þeirra bara tilbúinn á bekknum og henda honum inn á ef á þarf að halda?

    Verður líka mjög fróðlegt að sjá hvernig hann stillir upp vörninni á móti Southampton. Er sammála Babu með að Johnson er á vitlausum kanti. Setjum nýju “költ” hetjuna Cissokho aftur í liðið og fórnum Flanagan.

    Horfði á allan Spurs-leikinn áðan og fannst þeir ekki sannfærandi. Ótrúlegt hvað þeir eru búnir að ná samt að safna stigum.

  29. Frábær leikur, menn spiluðu á fullu gasi og ætluðu sér að vinna leikinn. 3 stig!
    Varðandi frammistöðuna þá þýðir víst lítið að pæla í varnarleiknum, uppleggið er að skora og fer 75% af liðinu upp í sóknina til að skora. Þeir sem eftir sitja voru ekki í stuði í dag.
    1-markið hjá Swansea var grín. Dyer gefur 5 metra sendingu á sjálfan sig fyrir framan vítateiginn og enginn er í honum og gefur síðan á Shelvey sem var bara ekkert dekkaður í leiknum yfir höfuð.
    2-markið – Johnson byrjaði að dekka Bony og er alveg eins hægt að gefa mark eins og að láta hann dekka.
    3-markið – einhver klaufaskapur vinstra megin enn eina ferðina og Skrtel í ruglinu.

    Menn leyfa mönnum að skjóta hægri vinstri á markið okkar og gefa fyrirgjafir. Það er fórnarkostnaðurinn við að sækja og skora öll þessi mörk.

    Ég er að fíla þetta en þetta var fullmikið af því góða í dag. Frábær sigur samt sem áður!

  30. Sæl og blessuð.

    Þetta fór allt vel að lokum og nú töpuðu Spurs fyrir Norwich sem er alveg hreint dásamlegt. Fjórða sætið nokkuð stabílt sem er kærkomin tilbreyting. Megum þakka fyrir leikjaálag þeirra Svanavatnsmanna sem hvíldu sitt besta fólk sem var hið besta mál.

    “Stigin tvö” eru enn óglötuð og nú hefur fólk nægan tíma fyrir hvíld, teygjur og töflufundi þangað til næst. Það er eins gott að við spilum betur í rimmunni gegn Syðribæ en þeir eru til alls líklegir og finn ég nú þegar fyrir fótaóeirð í aðdraganda þess leiks. Hriplek vörnin á eftir að stytta ævi 70 milljóna aðdáenda liðsins okkar um sem nemur íbúafjölda í litlu íslensku sjávarplássi. Hvað er hægt að leggja á okkur?

    Þetta verður að skoða frá grunni. Sjálfur hefði ég kosið Síssókó fremur en Jónsson. Hann hefur vaxið jafnt og þétt og hefur sýnt flott tilþrif í vörninni þrátt fyrir að vera álkulegur í sókninni. Hvað Aggerinn varðar, þá var það eins og köld vatnsgusa að hann skyldi tekin af velli og Túre blessaður fenginn í hans stað. Skrtel er auðvitað ólíkindatól, stundum frábær en stundum herfilegur. Ég tek samt undir það sem fram kemur í þessari annars góðu skýrslu að lykilatriði er að allt liðið spili með í vörn og sókn. Með því móti má loka fyrir dauðu svæðin. Stóru sigrarnir í vetur eru skólabókardæmi um árangur þess skipulags.

    Stóra trompið er enn í óvirku ástandi. Það er ótrúlegt að eiga nafna inni á markaskoraralistanum. Ef hann kemst í gang bresta flóðgáttir og við horfum upp á eitthvað stórkostlegt gerast. Vonandi verður raunin sú á laugardaginn.

  31. Jæja ekki var þetta vel spilaður fótbolti hjá Liverpool í dag en skemmtanagildið vantaði ekki s.s ef maður vill sjá skelfilegan varnarleik og 7 mörk.

    Við náðum eiginlega aldrei vald á þessum leik nema í einhverjar 10 mín þegar staðan var 3-3 og 25 mín eftir. Þá fórum við að halda boltanum betur og láta þá baka alveg aftur. Svo skoruðum við og þá var komið að okkur að leggjast aftarlega.

    Mignolet 4 – alveg skelfilegur. Getur maðurinn aldrei drullast af helvítist línuni. Það gerðist 5 sinnum í leiknum þar sem varnamenn liverpool voru að skýla boltanum og vonast eftir því að Mignolet kæmi út og tæki boltan en hann var alveg frosinn og skömmuðu Skrtel og Gerrard hann í tvö skipti. Svo loksins þegar hann kom út og átti að dúndra boltanum í burtu þá var hann heppinn að fá ekki dæmt á sig hendi.

    Glen 5 – sókndjarfasti bakkvörðurinn okkar en varnarleikurinn ekki merkilegur. Gef honum það að þetta er fyrsti leikurinn í langan tíma.

    Agger 4 – gjörsamlega skelfilegur. Virtist alltaf vera á röngum stað og þótt að Skrtel var lélegur í dag þá var hann að minsta kosti að fara uppí boltana.

    Skrtel 4 – þetta var hans lélegasti leikur á tímabilinu en mér fannst hann ekki skilið að fá á sig aukaspyrnuna og vítið í þessum leik.

    Flannagan 5 – ekki hans besti leikur en síðustu 10 mín þá var gaman að sjá hann vinna boltan trekk í trekk en fyrstu 80 mín þá var hann bara lala og gleymdi hann sér tvisvar illa og opnaðist kannturinn hans.

    Gerrard 5 – hefur verið góður undanfarið en þetta var ekki merkilegur leikur hjá honum og virtist hann dálítið einmanna þarna á miðjuni því oft var hann eini liverpool maðurinn á því svæði

    Henderson 7 – þegar hann skorar tvö mörk og þá er það stórkostlegt afrekk en úta vellinum þá var hann ekki eins góður og undanfarið. Missti boltan og var ekki að vinna hans eins oft og áður.

    Coutinho 4 – Er hann búinn að týna vinnuframlaginu varnarlega sem var svo frábært gegn Arsenal um daginn. Gerði ekkert sóknarlega og spilaði engan vörn.

    Sterling 5 – byrjaði vel en týndist svo alveg

    Sturridge 7 – tvö flott mörk en flott hjá Rodgers að taka hann útaf. Vinnuframlagið var ekki til staðar og hann var orðinn alltof eigingjarn með boltan. Fékk hann í fætur og reyndi þrisvar í síðarhálfleik að leika á manninn sinn í staðinn fyrir að láta Suarez, Henderson eða Coutinho fá boltan en þeir voru að hlaupa í kringum hann og í betri stöðu.

    Suarez 6 – ekki hans besti leikur en var ógnandi og lagði upp flott mark.

    Joe Allen 8 – kom eins og orkubolti inná völlinn. Vann boltan nokkrum sinnum spilaði boltanum vel frá sér og lagði upp færi.

    Moses 4 – virkaði áhugalaus og vona ég að þetta hafi verið hans síðasti leikur

    Toure 6 – gerði lítið af sér en var þó allavega í stöðuni og með í baráttuni í leiknum annað en Agger. Hann getur samt ekki verið með boltan annað en Agger.

    Maður leiksins er Henderson en það er afþví að Allen spilaði ekki eins mikið og Sturridge fór út í ruglið í síðarihálfleik.

    Eina sem skiptir samt máli eru 3 stig og að Everton og Tottenham töpuðu sínum leikjum.

    p.s ótrúlegt að sjá þetta Tottenham lið spila. virka andlausir og hugmyndasnauðir með fullt af flottum körlum en hafa samt verið að ná í fullt af stigum í vetur.

  32. taka a moti southampton bara 5-3-2

    johnson -agger – skrtel – toure – flanagan
    gerrard – henderson – allen

    suarz og sturridge

    vera með þa baða uppa topp en ekki annan a kantinum… nota vinnslu allenn og henderson a miðjunni , eiga svo coutinho og sterling ferska a bekknum …

    eg vil sja sturridhe og suarez saman uppi a topp .. þurfum að fara koma suarez aftur i gang hvað markaskorun varðar.

  33. Ég skil ekki þessa gagnrýni hjá Babu á skirtel í öðru markinu, jú hann braut klaufalega af sér en Agger átti að dekka Bony og gerði það bara alls ekki.
    Og í sambandi við Suarez þá fynnst mér menn annsi fljótir að gleyma þó að hann skori ekki í 4 leikjum í röð þá átti hann þátt í bæði 3 og 4 markinu og verður okkur gulls í gyldi þegar endirinn nálgast,
    menn að tala um að setja hann á bekkinn í næsta leik eru menn á sýru.
    Suarez hefur fært sig mikið meira á kantinn heldur en Sturrigde og skilar meiri varnavinnu heldur en Sturrigde en ekki miskilja mig því mér finnst Sturrigde algjörlega frábær.
    Og þessi skipting að taka Sturrigde út og halda Suarez inná á algjörlega rétt á sér út af varnarvinnu og pressu.

  34. 3stig en margt þarf að laga hjá okkar mönnum. Varnarleikur liðsins skelfilegur í dag.
    Hvað um það, Tottenham tapaði og við að ná smá forskoti í baráttunni um 4 sætið og enn með í titilbaráttu. Get því ekki annað enn verið sáttur með daginn.

    Áfram svo.

  35. flottir sigrar í síðustu 2 leikjum. En við getum ekki treyst á að liðið okkar skori 2-4 mörk í næsta leik sem er á móti Southampton. Vörnin verður að eiga stórleik í næsta leik og halda hreinu eða leka ekki inn 1-2 mörkum.

  36. Ekki góður leikur hjá okkur en meðan chelsea vinnur 1-0 á +90. min í sínum “slæmu leikjum”, gerum við þetta amk með stæl. Henderson var frábær í dag, minn maður leiksins. Sturridge þar á eftir. Sending hjá Sterling í fyrra markinu var bara c/p af Gerrard sendingunni gegn Fulham, með svipuðum aðdraganda. Stoðsending tímabilsins contender hjá báðum.

    Komnir yfir M.City í markaskorun og trónum þar á toppnum. Keppnin um markahæsta leikmann tímabilsins er algjörlega á milli tveggja manna úr okkar liði, eitthvað sem hefur aldrei gerst áður. Jafnframt erum við með 2 af efstu mönnum í stoðsendingum í Gerrard og Suarez (reyndar er einhver fitubolla þarna líka en stórefa að einhver sem spilar fyrir hans lið vinni einhverja keppni í ár). Alveg ótrúlegt hvað sóknarleikur liðsins er góður.

    Varnarleikurinn er hinsvegar jafn slæmur og sóknarleikurinn er góður. Mér leið betur þegar Tottenham voru í sókn gegn Norwich (sem ég studdi í þeim leik) en þegar Swansea voru í sókn gegn okkur, það segir sitt. Við þurfum að kaupa 3 byrjunarliðsmenn í þessa vörn í sumar enda Sakho eini varnarmaðurinn okkar sem virðist eitthvað geta (og mikið hlakkar mig til þegar hann snýr aftur). Klaufaskapurinn sem er í gangi þarna er ótrúlegur á köflum. Mignolet þarf líka að fara að sýna meira, það er ekki nóg að vera góður shotstopper. Mér finnst þó skárra að hafa solid markmann sem gerir ekkert auka en góðan sweeper og dreifara, tæpan í loftinu og gjarn á klaufamistök markmann sem við höfðum í Reina undir lokin. Ég er einfaldlega kominn með nóg af svona klaufarugli. Það virðist vera það sem fellur Liverpool vörnina oftar en ekki. Ef það er ekki sundbolti, þá er það sjálfsmark eða peysutog eða e-ð enn verra. Lucas hefur ekki verið jafngóður eftir 2 langvarandi meiðsli, Gerrard virðist eiga off og on daga til skiptis í þessari stöðu. Við þurfum sennilega nýjan mann hér líka. Bara algjört overhaul á öllum varnarstöðum.

    Næstu 6 leikir hjá tottenham eru Dnipro(H), Cardiff(H), Chelsea(Ú), Arsenal(H),Southampton(H) og Liverpool(Ú). Við getum aukið þetta forskot í næstu umferðum því Tottenham eru að fara að tapa mikið af stigum. Moyes verður enn að fagna 2-0 sigrinum gegn Palace þegar tímabilinu líkur og fattar þá að rest tapaðist, engar áhyggjur hér. Everton… meh. Við skulum bara fara horfa upp á við.

  37. Byrja á því að þakka Norwich fyrir að vinna Spurs-stórkostlegt alveg. Eins verð ég að segja að ég var gríðarlega sáttur við 3 stig eftir mjög slakan leik Liverpool í dag. Lélegustu leikmenn Liverpool eins og oft áður að mínu mati Agger og Skrtel sem eru ALLS EKKI nógu góðir miðverðir til að koma Liverpool í hæstu hæðir. Ég skil ekki hvers vegna menn sjá þetta ekki. Ef horft er til baka síðustu 3 ár eða svo þá er tölfræðin og tilþrif þeirra bræðra langt frá því að vera boðleg toppliði. Þetta er álíka áberandi vitlaust og að Barcelona kaupi ekki hafsenta (spilandi með Mascherano, Adriano eða Song sem miðverði!!!) Satt best að segja myndi ég ekki gráta það neitt þótt Agger, Skrtel og Glen Johnson yrðu allir seldir í vor. Það verður að fara að spila á Sakho og jafnvel Kelly í miðverði því þetta er engan veginn boðlegt það sem maður sér helgi eftir helgi. Swansea voru nýbúnir að spila erfiðan leik á sama liði í uefa league og þreyttir eftir hann en Liverpool NENNTI ekki að pressa að hlaupa sér til hita. Þar fór fremstur í flokki Coutinho sem átti AFLEITAN dag að mínu mati og of oft sem hann týnist í leikjum. Jákvætt við leikinn voru 3 stig, góður Sturridge, góð innkoma Allen (sem var eini maðurinn sem nennti að hreyfa sig í leiknum og mörkin frá Henderson. Liverpool verður að spila miklu betur en þetta ef við ætlum í 1.-4.sæti og ég hef illan bifur á 4.sætinu því ekki kæmi manni það á óvart þótt Man Utd ynni CL og tækji þannig CL sætið góða. Verðum að horfa upp fyrir okkur og reyna að komast yfir Arsenal alla vega..

  38. Ég er á því að Skrtel hafi verið okkar langbesti varnamaður á þessari leiktíð. Já hann hefur verið að láta skjóta í sig og inn.
    Hann er líkamlega sterkur og er oftar en ekki eins og kóngur í ríki sínu í loftinu, hann hefur nokkrum sinnum bjargað á línu og var mjög duglegur í upphafi tímabilsins að hreinsa skítin eftir samherjana sína með frábærum tæklingum.
    Svo má ekki gleyma því að hann hefur líka verið að skora nokkur mörk á tímabilinu.

    Skrtel er búinn að þurfa að spila mikið með Toure á þessu tímabili og er það örugglega rosaleg stressandi vinna. Svo hefur hann þurft að vera með Agger í nokkra leiki(hann er annars alltaf meiddur) og er Agger búinn að vera í ruglinu á þessu tímabili varnarlega séð.

    Bakverðir liverpool hafa verið meirihlutan Cissokho sem er skelfilegur og Flanagan sem hefur reyndar verið nokkuð solid og Glen ” ég spila ekki vörn” Johnson.

    Fyrir aftan Skrtel er Mignolet sem vill ekki fara af línuni og lætur hann miðverðina oftar en ekki í slæma stöðu því að þeir þurfa að kljást við bolta sem eru c.a meter frá markinu.
    Ég er 100% viss um að við værum búnir að fá á okkur enþá færi mörk ef við værum með Loris eða Vorm í markinu(fyrir utan það að maður myndi ekki fá hjartaáfal þegar þeir væri með boltan á fótunum).

    Skrtel er að vinna við erfiðar aðstæður en heilt yfir hefur hann átt frábært tímabil og hefur Carragher og Rodgers hrósað honum á þessu tímabili.

  39. Baddi #42

    Agger var ekki að dekka Bony í 2. markinu, það var Johnson. Ef þið lítið aftur á þetta þá ýtir Bony hressilega í G. Johnson rétt áður en spyrnan er tekin og það er eins og að Johnson ákveði að fara bara að dekka næsta mann sem honum var ýtt til. Ótrúleg varnarvinna og í raun ótrúlegt að ryðgaður Johnson sé látinn dekka Bony.

    Einnig var það Sterling sem steig á boltann og missti hann í 3. markinu þeirra og gaf færi á þessai fyrirgjöf. Og Sigueina #40 “Agger 4 – gjörsamlega skelfilegur. Virtist alltaf vera á röngum stað og þótt að Skrtel var lélegur í dag þá var hann að minsta kosti að fara uppí boltana.”
    Agger var allavega á réttum stað í þessari fyrirgjöf og ef Skrtel hefði ekki verið á eftir Bony og teikað hann í þokkabót þá hefði ekkert orðið úr þessu. Þannig að ég er ekki sammála um að Agger hafi verið mun verri en Skrtel.

    Annars er magnað að hafa aukið bilið í 4. sætið og haldið bilinu í 1. sætið með þessari spilamennsku. Það verður að stoppa upp í holurnar sem fyrst og þá getum við fyrst talað um að verða einhverjir contenders um titil.

  40. Það eru svona sigrar, 2-3 gegn Fulham og 4-3 í dag sem skera úr um hvort við verðum í CL að ári eða ekki. 6 stig núna í 5.sætið og 4 í toppinn

    YNWA

  41. já þetta var nettur rússíbani….. ég get ekki alveg tekið undir að þetta hafi verið skemmtilegur leikur… er eiginlega sammála babú… þetta var bara frekar pirrandi að sjá hvernig spilamennsan hjá liðinu var… swansea sem er í 12 sæti í deildinni og var að spila við napoli í vikunni voru bara hreinlega að pakka liverpool saman á köflum og klaufalegt er það nú að geta ekki klárað lið sem átti að vera búið að í fyrri hálfleik…. en hafðist þó með góðum einstaklingsframtökum.

    vörnin var öll slöpp með tölu… en merkilegt nokk að þetta var sigurleikur og maður getur verið sáttur með það.

    ljótu sigrarnir gefa víst líka 3 stig 🙂

  42. Að mínu viti eru ummæli Sigueina nr: 47 frábær, góð greining á þeim vinnuaðstæðum sem okkar langbesti varnarmaður í vetur er að glíma við. Hann tekur auðvitað sína slæmu leiki eins og aðrir auk þess eiga vandamálin sem hann þarf að glíma við oft uppruna sinn hjá öðrum leikmönnum liðsins.

  43. Sorry, en ég er ekki að skilja umræðuna hérna um Migonlet í markinu. Vera kann að hann hafi átt einhverjar gloríur í vetur og kostað okkur stig, en ef ég man rétt þá vinna lið leiki og lið tapa leikjum.

    En ef við víkjum að leiknum í dag þá var hann ekki gera neitt rangt í mörkunum:

    1. Fæ ekki séð að nokkur markamaður hefði varið skotið frá Shelvey.

    2. Ekki fæ ég heldur séð að við hann sé að sakast með annað markið sem breytir um stefnu af Skrtel. Langur vegur að hann hafi átt að fara út í þennan bolta.

    3. Og ekki er almennt hægt að ætlast til þess að markmenn verji víti. Það er bara bónus og hann fór alltjent í rétt horn, en vítið var vel tekið og af þeim gæðum að svona boltar fara inn í 99% tilfella.

    Það sem er vandamál Mignolet er að hann hefur sárasjaldan spilað með sömu varnarmennina fyrir framan sig í allan vetur. Þetta er ekkert “rocketscience” að vörn og markvarðsla haldast í hendur.

    Er stundum ekki að skilja þetta mentalitet okkar Liverpoolmanna að geta ekki glaðst fölsvkalaust yfir sigri heldur að þurfa að einblína á einhver mistök, sem að þessu sinni voru ekki Mignolet að kenna.

    Held að þetta sé reyndar einhvert íslendingasyndróm, að ef vel gengur þá hljóti það að þýða að von sé á einhverjum hörmungum. Samanber, sjaldan er ein báran stök, lognið á undan storminum, það eigi eftir að koma páskahret og so on. Við virðum eiga erftitt með að gleðjast í núinu.

  44. Skil vel að Suarez sé orðin lúinn, sjá hvernig er sparkað í hann trekk í trekk. Eins gott að hann hefur viku á milli leikja. Held að hann sé bólgin og blár eftir hvern leik. Það var rautt spjald einu sinni í leiknum þegar varnamaður Swansea fór með hnéð aftan í lærið á honum. Ég var hissa að hann gat gengið eftir það. Tilgangurinn var aðeins einn eins og oft áður..stoppa Suarez með öllum ráðum.

  45. Það að það sé styttra í toppinn en 5. sætið eru hin stóru tíðindi og leggur næstu línur.
    Næsti leikur verður gífurlega erfiður og þurfum við að galdra eitthvað sérstakt fram.

    Það var frábært að sjá hvað Allen kom ákafur inn. Það þarf að skutla honum inn til að styðja við Gerrard sem var allt of mikið út úr stöðu í dag. En hver á að fara út í staðinn? Kúturinn að öllum líkindum. Lykillinn á móti Southampton er að loka betur svæðum og beita banvænum skyndisóknum.
    Djöfull er gaman að þessu 🙂
    YNWA

  46. – 3 stig
    – helstu keppinautar um fjórða sætið tapa sínum leik
    – enginn meiddist (a.m.k. ekki svo frést hafi)
    – Skrtel fékk loksins á sig vítið sem við erum búin að bíða eftir, varð þó ekki til þess að liðið tapaði stigum. Hann passar sig vonandi meira í næstu leikjum.
    – Shelvey skoraði glæsilegt mark á Anfield, og uppskar lófatak hérumbil allra á vellinum, en virtist hálf skammast sín fyrir. Agalega krúttlegt.
    – adrenalín framleiðsla fylgismanna Liverpool sjaldan verið jafn öflug.

  47. Einhver á Twitter lýsti þessu best, ef vörn og sókn Liverpool væru bílar, væri það Ferrari að darga hjólhýsi.

    Hlakka hrikalega til ferðaskýrslunar
    YNWA

  48. Frábær sigur, sérstaklega ánægður með Henderson.

    En ég sé eftir Shelvey. Væri ekki betra að hafa hann í staðinn fyrir Alberto?

    En ég fyrirgef Rodgers smá mistök 🙂

    Hann er að standa sig frábærlega.

  49. Menn geta gagnrýnt varnarleikinn endalaust. Innkoma Glen var ekki til fyrirmyndar enda er hann eiginlega bara slakur varnarmaður. Hann er mjög góður bakvörður en í gungho leikkerfinu þar sem spilað er með 4 sóknarmenn þá mun hann alltaf lenda í one on one stöðu varnarlega með mikið pláss og mér líst ekkert á það…Flanagan fram yfir hann allan daginn. Aðrir menn Skrtel, Agger, Toure, þessir snillingar virðast gera sínar skitur ansi reglulega. Við spilum mjög framarlega þar sem þeir fá litla hjálp og vörnin okkar virðist ekki vera betri heldur en þetta ein og sér.

    Það er ekki fyrr en að Gerrard, miðjan og kantmennirnir skila sér almennilega tilbaka og spila vörn sem við náum að loka á hin liðin. Í dag voru menn mjög værukærir svo ekki sé meira sagt og eiginlega bara fyndið að sjá 5-6 Liverpool menn inn í vítateig Swansea trekk í trekk til að klára sóknirnar.

    Skipulagið var gjörsamlega fáránlegt og eiginlega bara vanmat í gangi en liðið ætlaði sér samt að vinna leikinn allan daginn og menn hlupu úr sér lungun. Maður sá það að flestir inn á vellinum voru gjörsamlega sprungnir í lokin.

    Gríðarlega góður sigur eftir mjög svo slakan leik. Frábær skemmtun náttúrulega og ekki kvartar maður yfir 4 mörkum og 4.sætinu!

  50. Ég velti því oft fyrir mér eftir leiki Liverpool í vetur hvernig þeir geti betur þétt hjá sér vörnina og það er allavegana nánast búið að spila öllum varnarmönnum sem eru á skrá hjá klúbbnum og þannig að ekki fæ ég beint út að það sé hægt að sakast við einhvern einn. Síðan horfi ég á árangurinn og pæli hvort þetta sé ekki bara eðlileg afleiðing af þeim sóknarbolta sem er spilaður og því í raun verði maður að vera raunsær og átta sig á því að til þess að þétta vörnina þarf að minnka sóknina? En þegar árangurinn hingað til í vetur er skoðaður þá er ekki sérlega spennandi að breyta um taktít. Þessi taktík í dag hefur komið okkur í mjög spennandi aðstæður hvað 4 sætið varðar og það sem mér þykir enn merkilegra er að við erum svo nálægt bestu liðum deildarinnar að manni hefði aldrei svo mikið sem þorað að vona slíkt í sumar. Það munu koma jafnteflis og tapleikir þar sem sóknarmennirnir ná ekki að spila jafnvel og þeir gerðu t.d. í dag. En þetta er langhlaup og ég er bara alveg til í að sjá hvert þessi taktík skilar okkur í vor.

    Fyrir utan 4 frábær mörk í dag þá tek ég þessa jákvæðu punkta með mér: 1) Allen kom inná og skipti virkilega máli. Hann vann ítrekað boltann af Swansea og kom með hann hratt upp og skapaði færi fyrir samherja ásamt því að dreifa boltanum vel og koma með yfirvegun í spilið þegar þess þurfti. Ég er handviss um að það væri heilmikil not fyrir hann ef hann kemst í almennilegt leikform og helst heill ásamt því að leikjaálagið hjá liv verði meira en það hefur verið í vetur. 2) Toure kom inn í vörnina og náði aðeins og fá menn til þess að vera yfirvegaðari. Þarna var akkúrat tímapunktur til þess að nýta hans reynslu. Flott ákv hjá BR þó svo að ég skilji líka vissulega spurningar manna við hvort Skrtel hefði ekki átt að fara í staðinn á bekkinn. 3) Við héldum síðustu 20 min og héngum á markinu okkar. Sýndum þroska með því að hægja aðeins á okkur og sigldum sigrinum heim.

    Vonbrigði voru að sjá hversu illa Johnson gekk, ég hef ekki verið mjög hrifinn af honum og þegar ég horfi á tölfræði hans hjá liv þá get ég bara ekki tekið undir það að hann sé einhver sérstakur sóknarbakvörður. Varnarlega séð er hann miðlungsleikmaður í besta falli að mínu mati. Í dag finnst mér frekar að liv ætti að nota bakverði sem eru sterkari varnarlega en sóknarlega og því tel ég hann ekkert endilega fyrsta nafn á blað í bakvarðarstöðum. Hann er vissulega mjög reynslumikill og ákaflega flinnkur með boltann en mér hefur ekki fundist það skila sér alveg nægjanlega í vetur og fyrri vetur ef út í það er farið. Ástæðan fyrir því að ég tek hann sérstaklega fyrir er sú að hann er einn reynslumesti og launahæsti leikmaður liðsins og því eðlilegt að gerðar séu meiri kröfur til slíkra manna.

    Eftir að úrslit helgarinnar liggja fyrir er maður hinsvegar rosalega sáttur og það er hverju orði sannara að 4 sætið er okkar að tapa m.v. stöðuna í dag. Það er geggjað að sjá hungrið í leikmönnum og menn eru óhræddir við að senda tóninn ef samherji gerir eitthvað vanhugsað, slíkt er gott upp að vissu marki.

    Næsta helgi verður gríðarlega erfiður leikur, vonandi ná okkar menn að hvílast vel þangað til og koma einbeittir til leiks því ekki veitir af.

  51. Allen var feldur á síðustu minutum þessa leiks rétt fyrir utan teig í stöðu sem Suarez hafði svona 50 50 möguleika á að skora úr aukaspyrnu, en dómarinn lét leikin halda áfram með hagnaðarreglunni, hagnaðurinn var að ná boltanum við hornfánan með varnamann í bakinu. eg veit ekki með ykkur en mat mitt á hagnaði á broti er eitthvað öruvísi en mat þessa dómara.

  52. Alexander #60,

    Hárrétt með Allen, hann kom geysilega sterkur inn og vann boltann ítrekað + þvingaði fram lélegar sendingar. Auðvitað eru svo varnarbrestirnir að einhverju leyti vegna þess hve sóknarsinnað liðið er. Meðan sóknin er nógu góð til að ná því einfalda markmiði leiksins að skora fleiri mörk en andstæðingurinn kvartar maður ekki sáran. 🙂

    Ótrúlegir þessir sigrar á Fulham og Swansea. Ekkert lið getur alltaf átt góðan leik og oft skilur það sauðina frá höfrunum að geta klárað þessa klafsleiki. Frábær karakter.

    Nú er styttra í 1. sætið en 5. Maður hefði aldeilis þegið það fyrir fram.

  53. Djöfulli er Geðveikt að halda með LFC í dag – var á Englum alheimsins :-). En LFC mönnum fer fækkandi, því miður eru þessir hjartveiku óðum að týna tölunni 🙂
    En Geðveikur sigur í dag, það er bara þannig.
    YNWA

  54. Þrjú stig duga á frábærri helgi í keppni um fjórða sætið en vondri um sætin ofar.

    Meira síðar…

  55. þetta er spurning viljum við vera lið sem vinnur 1-0 eða 4-3 ? þetta virðist alltaf haldast í hendur samanber ac milan og inter í gamla daga Hollenska tríóið á móti því þýska og svo man jún og man ekki hverjir voru að berjast við þá en cole og yorke skoruðu að vild, leikir fóru oft 4-3……
    Ef þú ert að skora mikið af mörkum þá virðist eins og það bitni á vörninni…… ég vill að við verslum topp varnarmenn í sumar því að við erum alltaf að fara að skora mörk með þessa leikmenn….. aðal áhersla á varnarmenn en auðvitað þarf lík að laga breiddina
    Ps. ég held að Salah sjái eftir að hafa ekki farið til okkar frekar en að verma bekkinn hjá Chelski.money

  56. Í fyrra tók liðið stórstígum framförum í markaskorun. Skoraði 71 mark sem er 21 marki meira en liðið skoraði á tímablinu þar á undan (undir stjórn Dalglish).

    Þetta tímabil hefur liðið þegar skorað 70 mörk (mest allra) og enn eru 11 leikir til að bæta við þá tölu.

    Merkilegt að þetta tímabil fór markaskorunin rólega af stað. Án Suarez skoraði liðið 6 mörk í 5 deildarleikjum.
    Eftir endurkomu þess úruguayska hefur liðið skorað 2,67 deildarmörk að meðaltali í leik!

  57. Eftir endurkomu þess úruguayska hefur liðið skorað 2,67 deildarmörk að meðaltali í leik!

    Þetta er algjörlega út úr kortinu fáránlegt! Hvað þá eins og núna þegar hann hefur lítið sem ekkert skorað nokkra leiki í röð.

    Smíða annars færslu í vikunni um vörnina hjá okkur og rótið á henni. Er búinn að taka saman byrjunarliðið (vörn) í hverjum leik og þar er hægt að finna einhvern hluta ástæðunnar að stöðugleikinn varnarlega er nákvæmlega enginn.

  58. afglapi og Babu #66-7,

    Suárez er einmitt að gera alveg HELLING í svona 90% leikjanna sem hann spilar, óháð því hvort honum takist að skora. Framlag hans til LFC á þessu tímabili er með því besta hjá nokkrum leikmanni sem ég hef séð síðan ég byrjaði að fylgjast með fótbolta. Að hafa svo annan hágæðastriker í hópnum er bara snilld!

  59. Að vera Liverpool stuðningsmaður í dag er æðislegt. Brendan Rodgers er klárlega á réttri leið með þetta lið, hvar sem við endum í deildinni. Ég ætla nú að vera með báðar fæturna á jörðunni og ef mér væri boðið meistardeildarsæti þá tæki ég það. Þó að möguleikarnir séu alveg fyrir hendi að gera betur en það, jafnvel vinna deildina. En það sem mig langar að benda á eru nokkrir leikir.

    Liv-Stoke 1-0
    Villa-Liv 1-0
    Swa-Liv 2-2
    Eve- Liv 3-3
    Sto – Liv 3-5
    Ful – Liv 2-3
    Liv – Swa 4-3

    Að mínu mati eru þetta leikir sem við hefðum alltaf tapað eða gert jafntefli í fyrra eða lengra síðan. Það er alveg augljóst að Rodgers er á réttri leið og með góðum stuðning frá eigendum þá eru allir vegir færir.
    Nú er bara fyrir Liverpool að taka einn leik í einu og lengja bilið frá fimmta og uppí fjórða.

  60. horfið á match of the day þeir fóru yfir drullu leikmannan okkar þetta var meira og minna allt einstaklingsmistök hja skrtel og kolo og agger… ekkert frá shako .. þessir fyrrnefndu eru bara ekki nægilega góðir til að starta hja okkur..

    guð hjálpi okkur ef við komumst i meistaraadeildina með svona vörn og varna menn það verður einhver niðurlægingin

  61. þetta eru auðvitað 64 mörk sem liðið hefur skorað í þeim 22 deildarleikjum sem Suarez hefur leikið og það gera auðvitað 2,91 mark að meðaltali í leik en ekki 2,67 eins og ég reiknaði vitlaust í færslu #66.

    2-0 tapleikurinn gegn Arsenal er eini deildarleikurinn sem liðið hefur ekki skorað í.

  62. afglapi #73,

    Og liðið hefur ekki gert eitt einasta 0-0 jafntefli í vetur. Þvílíkt skemmtanagildi. 🙂

  63. #73. liðið tapaði 0:1 á heimavelli gegn Southampton þannig að það eru tveir leikir þar sem liðið hefur ekki skorað.

  64. Við erum enn í baráttunni um titilinn og það besta er að enginn gerir ráð fyrir okkur þar – Mogginn í dag segir til dæmis að Sturridge hafi séð til þess að toppliðin séu ekki laus við Liverpool. Þar á bæ eru menn greinilega að bíða eftir að hin svokölluðu topplið (sem að þeirra mati eru Arsenal, Man. city og Chelsea) slíti sig frá Liverpool. Þeir hafa heldur ekki áttað sig almennilega á því að forskot Liverpool á Tottenham sem er í fimmta sæti er nú sex stig.

    Ég veit ekki með ykkur en ég tel Liverpool ekkert síður til toppliðanna en hin þrjú og reyndar ef við skoðum leikjaprógrammið fram undan erum við ekkert ólíklegir núna til að vinna titilinn, hin liðin þrjú eru enn í baráttunni í Meistaradeildinni, bikarnum og jafnvel deildarbikarnum og við eigum Chelsea og Man. city enn eftir heima. Svo má ekki gleyma að við erum með miklu betra markahlutfall en bæði Chelsea og Arsenal þannig að ef við lendum á pari við þau stigalega þá höfum við forskot. En auðvitað er það kostur ef aðrir reikna ekki með okkur.

    Og eitt í viðbót, Steve Gerrard mun verða ótrúlega drjúgur þessa síðustu ellefu leiki. Hann hefur unnið alla titla sem í boði eru fyrir Liverpool NEMA DEILDINA, hann hefur orðið Evrópumeistari, Evrópumeistari félagsliða, bikarmeistari, deildarbikarmeistari, unnið góðgerðarskjöldinn og Stórbikar Evrópu en aldrei orðið Englandsmeistari. Hann er á síðustu metrunum og veit að kannski er þessi möguleiki ekki til staðar eftir eitt ár eða tvö, hann verður því rosalegur þessa ellefu leiki.

    Á morgun ætla ég að horfa á Olympiakos vinna manutd. og eftir það verð ég orðinn tiltölulega rólegur, því það eina sem nú getur mögulega haldið fyrir mér vöku er að manutd. verði Evrópumeistari og því væri gott að kæfa þann möguleika strax í sextán liða úrslitunum.

    Amen

  65. Brendan var með flott svar á blaðamannafundinum eftir leik þegar hann fékk spurningu um skiptinguna á Agger/Toure.
    Þá spurði blaðamaður um hvort það hefði verið gert til að ráða betur framlínu Swansea og þá um leið Bony.
    Svarið var einfalt frá stjóra “hvað skoruðu þeir (Swansea) mikið eftir að Toure kom inn á ”
    Kýr skýrt 🙂

    Áfram Liverpool.

  66. Svo er auðvitað önnur keppni sem að við erum í eða réttara sagt 2 leikmenn Liverpool og það er hver verður markakóngur ensku deildarinnar.
    Suarez er með 23 mörk en Sturridge með 18 stk og þar af leiðandi 10 í seinustu 8 leikjum og jafnaði í gær metið hans Nistelrooy frá því 2000-2001 og getur því átt þetta met ef hann skorar i næsta leik.

    En ætli það hafi nokkrun tímann komið fyrir áður að 2 leikmenn úr sama liðinu séu að berjast um markakóngstitilinn í deildinni ?

  67. Tek þessa slæmu frammistöðu Suarez alveg á mig. Gerði þau leiðu mistök að setja hann í fantasy liðið mitt um miðjan janúar og hann hefur slömpað síðan.

    En ég er búinn að leiðrétta þessi mistök núna. Súri er kominn úr liðinu og Adebayor inn í staðinn.

    Ég geri mitt fyrir Liverpool, hvað gerir þú!! 🙂

  68. Ég veit ekki hvaða mjöð GUDERIAN var að sötra á í Skorradal en bara gott ef menn eru glaðir á góðri stundu og á góðum stað sem Skorradalur er.

    En ég vil vinsamlega biðja hann um að koma betur undirbúinn til leiks næstu helgar. Það eru ellefu leikir eftir og þá þýðir ekki glamra lagið góða óundirbúinn á úkúlelel eða hvað nú hljóðfærið heitir. Það má líkja því við að mæta í óreimuðum takkaskónum, númeri of stórum og ætla að setja´nn í vinkilinn.

    En nú er mánudagur, hjartsláttur loks eðlilegur og blóðþrýstingur ok. Þetta hafðist.

  69. Ég er sammála mönnum með að við þurfum að njóta þess að lifa í núinu. Ég er samt svo mikil taugahrúga þessa dagana. Mitt á milli þess að hallast að því að við vinnum deildina horfi ég á leikjaprógrammið sem við eigum eftir og græt. Að tapa fyrir fyrir Manu, City, Chelsea og Tottenham er hlutur sem gæti auðveldlega gerst. En svo gætum við líka unnið þetta allt og flengt deldina. Ég veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta.

    Ég er 26 ára gamall. Síðast þegar Liverpool hafði svona mörg stig eftir 27 leiki var ég þriggja ára. Svo spenntur. Hræddur. Stressaður. Glaður. Örvæntingafullur. Ræð ekkert við þessar tilfinningar. Mig vantar bara einhvern til að klappa mér á bakið og segja mér að þetta verði allt í lagi.

  70. Eins frábær tilfinning og þetta er að vera 6 stigum frá 5. sætinu þá er ég mjög stressaður um að missa þetta niður. Næstu leikir verða ekki grín. Við eigum Southampton úti sem hafa verið mjög góðir og við kynntumst því á Anfield. Ef við myndum tapa stigum þar þá geta hin liðin saxað forskotið aftur í 3 stig. Svo förum við til OT og þá getur Tottenham jafnað okkur á stigum, Everton minkað í 2 stig og United í 5 stig. Svo ferðumst við til Cardiff eftir það og þá höfum við alls ekki efni á að misstíga okkur neitt. Eins og sést þá getur þetta breyst mjög fljótt.

    Við getum líka komið á óvart og kannski fengið 4-6 stig úr næstum tveimur leikjum og Tottenham tapað og þá má segja að við séum komnir með 9 fingur á fjórða sætið. Það getur en allt gerst og ég er langt frá því vera öruggur og ætla halda áfram að vera svartsýnn. Það hefur virkað best.

Liðið gegn Swansea

Vorum við að sjá taugaóstyrk um helgina?