Það er ekki löng pása sem menn fá á milli leikja núna, sem er að mínum dómi afar gott mál. Tottenham koma í heimsókn á Anfield á morgun, og nú þarf að fylgja eftir góðum leik gegn Newcastle. Það er afar mikilvægt að koma sér á gott “rönn” með þessum heimaleikjum sem verið er að spila þessa dagana, minnka bilið í liðin fyrir ofan okkur og vonast til að hin liðin fari að tapa stigum. Ég var viss um það fyrir tímabilið að titilbaráttan yrði mun jafnari en síðustu ár, og það virðist allt benda til þess þar sem liðin hafa öll verið að tapa stigum núna í upphafi móts. Það er gríðarlega mikilvægt að vinna nánast alla heimaleiki sem í boði eru og ef menn spila svipað og á miðvikudaginn, þá er ég ekki í neinum vafa með að sigur okkar manna verður niðurstaðan úr leiknum.
Vandamálið hefur verið að framherjar okkar hafa ekki verið að nýta færin sín. Það leit allt út fyrir það að það yrði einmitt staðan í síðasta leik, við yfirspiluðum Newcastle en náðum ekki að koma okkur í þægilega stöðu í leiknum fyrr en langt var liðið á hann. Sá sigur ætti þó að geta virkað sem vítamín sprauta á liðið og hleypa auknu sjálfstrausti í framherjana. Kuyt er búinn að brjóta ísinn, og það væri ekkert slæmt ef þetta væri það sem opnaði flóðgáttir marka hjá honum. Ég hef verið gríðarlega ánægður með byrjunina hjá honum, virkilega skemmtilegur leikmaður og eflaust hræðilegt fyrir varnarmenn að eiga við hann. Ég vonast til að sjá hann byrja næsta leik líka, í rauninni vonast ég til að sjá sem minnst breytt byrjunarlið.
Tottenham hafa valdið stuðningsmönnum sínum miklum vonbrigðum í byrjun tímabilsins. Þeir bjuggu til miklar væntingar með góðu spili og árangri á síðasta tímabili og bjuggust menn við þeim enn sterkari núna. Það hefur þó ekki verið að ganga eftir og má eiginlega búast við þeim alveg brjáluðum til leiks á morgun. Þeir eru með sterkt lið og að mínum dómi engin spurning um að þeir séu með eitt af 5 bestu liðum deildarinnar. Þetta hefur þó ekki verið að falla fyrir þá og vonandi byrjar það ekkert á morgun. Berbatov er víst ennþá meiddur, sem og Lennon og í morgun sá maður að Martin Jol var að senda skilaboð til Danny Murphy og hvetja hann til dáða fyrir leikinn. Ég hef ávallt borið mikla virðingu fyrir super Dan og vonast ég til þess að hann nái að festa sig í sessi hjá Spurs. Hann má samt alveg eiga rólegan dag gegn okkur, takk. Það er sem sagt ekki mikið um meiðsli hjá þeim, þannig að þeir koma með afar sterkt lið til leiks.
Sama sagan áfram hjá okkar mönnum. Aðeins tveir meiddir sem vitað er um. Það kom mörgum á óvart þegar Pennant var ekki einu sinni í hópnum síðast, en það verður að segjast að Rafa veðjaði rétt og setti Garcia í liðið. Það er langt síðan maður hefur séð litla Luis jafn sprækan. Stóra málið var samt að sjá “gamla” góða Xabi á ný í góðu formi. Hann er alla jafna lengi í gang á haustin, en miðað við síðustu tvo leiki, þá er hann að komast í sitt besta form. Hann og Momo á miðjunni eru hreinlega okkar sterkasta uppstilling. Ruglið í kringum það að Rafa sé að festa Stevie á öðrum hvorum kantinum er eitthvað sem ég er alveg hættur að skilja. Hver maður sem horfir á leiki Liverpool ætti að sjá það að Stevie hefur afskaplega litlar varnarskildur og í rauninni fær að spila þar sem hann vill. Það er besta staða Stevie G. Það hreinlega má ekki festa hann um og of í einhverju fyrirfram ákveðnu hlutverki. Hann þarf að geta farið kanta á milli og inn á miðju. Hann hefur ekki verið í sínu besta formi, en hann er klárlega að spila þá stöðu sem hann getur notið sín best í. Rafa hefur ekki verið þekktur fyrir að setja inn óbreytt lið, en ég ligg á bæn núna um að hann breyti akkúrat engu í uppstillingunni. Líkurnar á því eru engar, en það eru hvort sem er engar líkur á að giska á rétt lið hjá honum. Ég ætla því að voga mér að giska á sama byrjunarlið og síðast:
Finnan-Carragher-Agger-Aurelio
Gerrard-Sissoko-Xabi-Garcia
Bellamy-Kuyt
Mér finnst helst að það gæti komið til að Rafa myndi henda Gonzalez inn í liðið í þessum leik, en ég er hreinlega ekki viss um það þá hvern hann tæki út. Þannig að ég er hættur við að giska á þá breytingu. Daniel Agger er sá leikmaður sem hefur hrifið mig mest af öllum á þessu tímabili. Ég hreinlega hlakka til að sjá drenginn spila og man ég hreinlega ekki eftir jafn “impressive” innkomu hjá varnarmanni Liverpool, hvað þá svona ungum strák.´
Bekkurinn: Dudek, Hyypia, Gonzalez, Pennant og Crouch
Ég held áfram að vera bjartsýnn og spái því að við vinnum þennan leik 2-0. Reina heldur áfram hreinu og Kuyt mun setja mark í öðrum leiknum í röð. Ég ætla að spá því að Luis bæti svo við marki. Ef við náum að vinna þennan leik sannfærandi, þá er ég þess fullviss að við séum búnir að snúa við blaðinu og tímabilið því komið á fullt. Það er í sjálfu sér enginn teljandi munur í toppliðin, allavega ekkert óyfirstíganlegt. Við erum jú ennþá bara að tala um fyrstu leiki tímabilsins sem mun verða langt og strangt. Koma svo…
Smá viðbót:
Pennant var víst smávægilega meiddur á miðvikudaginn og því ekki með. Staðan á honum verður tekin á morgun og kemur þá í ljós hvort hann er leikfær eða ekki.
tek undir þetta, nema með byrjunarliðið ég er ekki sáttur við garcia þarna ég vil fara að sjá meira af Gonzalez.
Garcia sem var að spila alla sundur og saman í seinasta leik?
það getur bara ekki staðist að hann verði með sama lið og í síðasta leik… hefur ekki gerst lengi svo þetta verður ekki svona hehe
Xabi skorar beint úr markspyrnu og allt verður vitlaust :tongue: og svo rífur Stevie G netið með trademark fleyg frá miðju. 2-0 og málið dautt. 😉
En pointið er Kristján, að það eru hvort sem engar líkur á að giska á rétt lið og því sama byrjunarlið og síðast álíka ólíklegt 😉
Varðandi Garcia, þá er ég ekki sammála Kalla. Af hverju að taka Garcia út ef hann spilar jafn vel og hann gerði í síðasta leik? Fannst þér sem sagt Garcia ekki vera ógnandi síðast, eða bara líkar þér almennt ekki við hann sem leikmann?
Sammála þér að ég vilji sjá meira af Gonzalez, en á meðan liðið spilar vel og vinnur, þá er mér nokk sama hver spilar.
Úff, mikið ferlega var gott að sjá að okkar menn unnu Newcastle. Ég kveikti strax á BBC þegar ég vaknaði í gær og þar kom neðst:
**Xabi Alonso…**
og ég hugsaði með mér: Fokk, hann er meiddur
**…scores from his own half as Liverpool beat Newcastle.**
🙂
Alger snilld. Ég ætla að reyna að finna einhvern bar í Phnom Penh, sem sýnir leikinn. Verst að Kambódíumenn eru ekki jafn fótboltaglaðir og Tælendingar.
Jibbí Jei!
Ég er búinn að finna barinn: [Gym Sport Bar](http://www.gymbarcambodia.com/), sem er með “GIANT MEGA SCREEN” og “Explosive new satellite technology” og er “The ONLY True Sports Bar in the Kingdom of CAMBODIA”
Guð blessi þig, Gym Sport Bar!!
Ég las það einhversstaðar að Rafa hefur ekki haft sama byrjunarlið í 93 leikjum i röð þannig að líkurnar eru afar litlar.
Það kæmi ekki á óvart að Crouch kæmi inn fyrir Bellamy og Fowler myndi koma á bekkinn. Garcia átti frábæran leik gegn Newc. og hlýtur að halda stöðunni sinni.
Spurning hvort Warnock komi inn fyrir Aurelio og þá hugsa ég að Gonzalez detti úr hópnum.
Anyways er þetta leikur sem við verðum að vinna og ég hugsa að Kyut setji 2 og Gerrard 1. S.s. 3-0 sigur.
:smile:Góður leikur að mestu síðast þó mér finnist að hafi mátt vera meiri grimd í okkar mönnum sem virtust á tímabili vera sáttir við 1 – 0 á heimavelli. Góður pistill og umræða en mér finnst að RB verði, og ég segi það einu sinni enn, verði að fara að ákveða endanlega hvaða hóp hann ætlar að hafa sem kjarna liðsins. Og svo skipta þeim út sem ekki eru í þeim kjarna þegar þeir eiga slaka leiki en láta þá annars halda stöðu sinni. Ég er sammála því að Consales má fara að sjást meira en meðan Garcia er að spila vel á hann að vera inni. Ég vara við of mikilli bjartsýni í leiknum við Tottenham. Þeir eru með þrusulið og eru alltaf hættulegir. Ennþá eru ákveðnir veikleikar í vörninni hjá okkur og því getur allt gerst. Því miður. En vonum hið besta og að okkar menn fari að verða það stöðugir í rásinni að ekkert geti brotið þá á bak aftur 😉
Ég held að þetta sé sigurformúlan. Sissoko leikur fyrir framan vörnina og gefur bakvörðunum því meira rými til að sækja. Á meðan hafa Garcia og Gerrard frjálsara hlutverk.
Sama lið takk!
Áfram Liverpool!
Garcia var virkilega góður í síðasta leik og því finnst mér fullkomnlega eðlilegt að hann byrji aftur. Hann er kannski ekki týpískur vinstri-kantmaður en þegar hann nær sér á strik er hann yfirleitt með bestu mönnum vallarins. Leyfa honum hiklaust að spila. Annars vona ég bara að Rafa haldi sig loksins við sama byrjunarliðið. Þurfum að fá stöðugleika í þetta og leikinn á morgun verðum við að vinna. Hef reyndar fulla trúa á því.
Held að eina breytingin verði Crouch f. Bellamy! Kallinn orðinn hungraður á bekknum og setur eitt kvikindi, kuyt með 2.
3 breytingar hjá Rafa, Hyypia, Riise og Gonzalez inn í liðið en mér finnst þetta nú vera full mikið frá sigurliði og ég verð að setja ? við að fá Hyypia inn á móti Keane og Defoe sem geta nú báðir hreyft sig ágætlega hratt.