Southampton 0 Liverpool 3

Ég segi þara eins og Travelling Kop söng í seinni hálfleik: “and now you’re gonna believe us…”

Algjörlega frábær útisigur í mjög erfiðum leik á útivelli, þrjú stig til viðbótar í safnið og Liverpool er núna í öðru sæti þökk sé þéttu prógrammi hjá Man City.

Liverpool hefur ansi oft misstigið sig í nákvæmlega þessum leikjum.

Liðið sem Rodgers stillti upp (til að byrja með) var svona:

Mignolet

Flanagan – Agger – Skrtel – Johnson

Gerrard(c)
Allen – Coutinho

Henderson – Suarez – Sturridge

Bekkur: Jones, Toure, Cissokho, Moses, Aspas, Sterling, Teixeira

Sama lið og vann Swansea nema Joe Allen kom inn til að þétta miðjuna og Raheem Sterling var settur á bekkinn, ekki Coutinho eins og flestir bjuggust við. Johnson hélt áfram í vinstri bakverði.

Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega og Daniel Sturridge sýndi af sér sjaldséða óeigingirni þegar hann reyndi að senda á Suarez þegar hann var kominn einn í gegn en Fonte í vörn Southampton komst á milli. Sturridge með boltann á vinstri löppinni hefði átt að skjóta sjálfur í þessu færi.

Suarez náði þó að gera betur í næstu tilraun á 17. mínútu er hann fékk glæsilega gjöf frá varnarmönnum Southampton. Fonte fékk boltann í sig frá samherja og þaðan barst hann beint fyrir fætur Suarez sem kláraði færið af öryggi í netið. Hrægammamark par excellance.

Þar með hefur hann skorað gegn ölluð liðum sem hann hefur mætt í ensku Úrvalsdeildinni, og þetta var hans hundraðasti leikur! Hann er búinn að skora 62 mörk í 100 leikjum. Torres var með 63 mörk í Meistaradeildar-Liverpool. Fowler var líka með 62 mörk í 100 leikjum en var búinn að ná því 20 ára.

Eftir markið fylgdu leikmenn Liverpool leiðinlegu handriti alveg út í hið ítrasta. Bökkuðu og nánast biðu eftir að heimamenn myndu jafna. Lallana virtist ætla að gera það á 32. mínútu en skot hans fór í stöngina. Hroðalegur varnarleikur þar hjá okkar mönnum.

Southampton hélt áfram að pressa og pressa og miðja okkar manna var bara ekki með og sendingar hittu aldrei á samherja í góðri pressu heimamanna. Lambert hefði t.a.m. átt að jafna á 43. mínútu er hann komst í frábært færi inni á markteig en Mignolet varði frábærlega frá honum. Afskaplega mikilvæg varsla þar og rétt rúmlega það.

Staðan í hálfleik 0-1 og Liverpool mátti þakka fyrir það, slökuðu full mikið á eftir að hafa komist yfir.

Coutinho var tekinn af velli eftir 55 mínútur og inná kom Raheem Sterling. Brasilíumaðurinn var afskaplega slappur í þessum leik og skiptingin kom ekki á óvart.

Raheem Sterling var ekkert að flækja þetta og skoraði í sinni fyrstu snertingu eftir sendingu frá Suarez. Markið á 58. mínútu og létti alveg hroðalega á pressunni sem var búin að vera á okkar mönnum.

Bæði markið og skiptingin var það sem þurfti og leikurinn bæði róaðist eftir þetta og okkar menn náðu mun betur tökum á miðjunni.

Liverpool átti öll færin í lokin og hefðu getað skorað þriðja markið mun fyrr en þeir gerðu. Það kom eftir að Suarez komst í einn á einn gegn Fonte sem braut á honum og Gerrard hefði ekkert getað verið mikið öruggari á punktinum. Lokatölur því 0-3.

FRÁBÆR ÚTISIGUR

Maður leiksins: Eins og oft áður er engin keppni um mann leiksins, það var einn maður sem skildi liðin að í dag og hann var í aðalhlutverki í öllum mörkunum. Luis Suarez er núna markahæstur í deildinni, hann er með flestar stoðsendingarnar líka og til að bæta ofan á það fékk hann víti líka. Ef einhver er á því að hann sé ekki maður leiksins í dag er það einfaldlega rangt metið hjá viðkomandi. Munum bara að njóta meðan við höfum svona snilling í okkar röðum.

Vörnin náði sjaldséðu hreinu laki þó ekki hafi það verið sannfærandi, frábært fyrir því og gefur vonandi gott boost fyrir framhaldið, þó ekki væri nema bara að endurtaka það í næsta leik. Skrtel var mjög góður reyndar og Agger mikið skárri en í síðasta leik. Flanagan var ágætur en þó í miklu basli gegn Shaw, Lallana og Rodriguez sem sóttu töluvert á hann. Johnson var síðan alls ekki sannfærandi í vinstri bakverðinum, það verður bara að segjast.

Eini sem var virkilega slakur í dag var Coutinho, hann fann sig alls ekki og skiptingin á honum gerði útslagið í dag. Ekkert mikið meira um það að segja eða hægt að lesa í þetta, stundum er þetta bara svona en Allen er klárlega kominn inn og veitir honum mjög mikla samkeppni, það er gott mál.

Henderson var ekki góður í fyrri hálfleik en mun skárri í seinni og hefði átt að skora a.m.k. eitt mark. Gerrard var í tómu basli varnarlega í fyrri hálfleik og fékk ekki nógu mikla hjálp frá félögum sínum. Lallana var reyndar alveg frábær á köflum en heilt yfir leikinn kemst Gerrard ágætlega frá þessu. Allen var einna skástur hjá okkur á miðjunni, eða jafnastur. Steady sjöa fyrir þennan leik.

Sturridge fékk ekki að byrja upp á topp eins og undanfarið og náði ekki að skora 9. deildarleikinn í röð. Hann var ekkert lélegur en hann hefur verið mun betri líka. Það er fjandi gott að hafa þrjá leikmenn í þessum klassa í sókninni hjá okkur.

Innkoma Sterling var síðan frábær, hann hentaði betur taktískt og náði að skora í sinni fyrstu snertingu. Fengi mann leiksins ef hægt væri að horfa framhjá Suarez, sem er ekki hægt.

Tökum svo ekkert af heimamönnum, þetta er eitt besta lið sem við höfum mætt í vetur.

103 Comments

  1. “Goggurinn” sem var að drulla yfir Allen eftir fyrri hálfleik í fyrri færslu… gangi þér vel að ná skítuga sokknum úr hálsinum á þér….. svona gera ekki alvöru stuðningsmenn Liverpool… PUNKTUR!

  2. Maður þarf nú að fara að átta sig að við erum í bullandi séns í deildinni.

  3. Næsti bikarleikur takk.

    Og þá er ég ekki að tala um leikinn á morgun.

  4. Segi eins besti ferðaher í heimi!

    WE ARE LIVERPOOL LALALALA….WE ARE LIVERPOOL LALALALALA.

    Frábær, nei STÓRKOSTLEGUR útisigur gegn gríðarsterku liði. Höfum nú fínan tíma til að safna öllum vopnum okkar fyrir næsta leik…

    Dásamlegur vígsludagur á #TeamCissokho treyjunni að baki….hann fær pottþétt mínútur bráðum minn maður…

    WE ARE LIVERPOOL!

  5. Afskaplega góður útisigur að baki á mjög erfiðum útivelli.
    Breytingin á liðinu skilaði sér í góðri vinnslu og já klárlega einum mesta solid leik sem ég hef séð lengi.
    Var einhver að spá í hvort við næðum 4 sæti, núna ætla ég að bjóða upp á að ná 2 sæti og það sé runnið okkar. Og munið að búrið var líka hreint.

    YNWA!

  6. Vil bara vekja athygli á því að Allen stóð sig virkilega vel í seinni hálfleik. Ánægður með kappann.

  7. SNILLD! Hver einasti sigur það sem lifir tímabils er gulls ígildi.

    Þetta Southampton lið er ekkert slor, það bossa það fá lið. Það versta sem þeir höfðu gert heima til þessa á tímabilinu var 2-3 gegn Aston Villa og Tottenham og 0-3 gegn Chelsea. Þessi sigur var sko ekkert slor, hvernig sem á það er litið.

  8. Úff hvað ég átti ekki taugar í þetta í stöðunni 0-1 en þeir héldu áfram og kláruðu þetta erfiða lið og héldu hreinu, otrúlegt en satt.
    Núna fáum við Sakho og Lucas inn og það setur meiri pressu á hina að halda sér á tánum.

    2 sætið er okkar og núna þarf að halda áfram að setja pressu á Chelsea og City.

  9. Virkilega heilsteyptur sigur og flottur seinni hálfleikur. Tad voru jardadar nokkrar grýlur í dag… 🙂

  10. Þetta Southamton lið var virkilega gott og spilað skemmtilegan bolt. Því var það virkilega sætt að vinna þennan leik. Sérstaklega fannst mér gaman að sjá Glen Johnson í þessum leik, spilaði virkilega vel og hafði gaman af þessu. Minn maður leiksins.

  11. Frábært!!!!!!!!!!!!!! Rogers er að búa til snilldar Liverpool-lið. Svona mann vantaði okkur!!!! En við megum ekki fara fram úr okkur eins og við höfum alltaf gert 4. sæti væri frábært.

    YNWA

  12. Frábær sigur gegn sterku liði Saints. Fyrihálfleikurinn var ekki fallegur og við í tómum vandræðum en BRENDAN RODGERS fór eiginlega á kostum í hálfleik og væri ég til að sjá þessa ræðu sýnda hægt.

    Hann sá hvar vandræðinn voru og ákvað að láta Allen og Henderson alveg út á kannt í varnarhlutverkinu og Couthinho/Sterling neðar á völlinn. Allen og Henderson beindu kanntmönummum/bakkvörðum inná miðsvæðið og þar var góð færsla á liverpool liðunu og datt eiginlega broddurinn úr liði andstæðingana sem höfðu farið trekk í trekk upp kanntinn í fyrihálfleik.

    Mignolet 8 þurfti ekki að taka marga vörslur en bjargaði okkur glæsilega undir lok fyrirhálfleiks og viti menn hann fór af marklínuni í þessum leik – vel gert drengur

    Glen 7 – flottur leikur hjá stráknum. Vantaði greinilega leikæfingu í síðasta leik og var allt annað að sjá hann í kvöld en það er samt að trufla hann sóknarlega að spila röngu meginn.

    Skrtel 9 – stórkostlegur leikur hjá kappanum sem þreyf skítin eftir okkur og var eins og klettur í vörninni

    Agger 7 – var ekki alveg með í fyrihálfleik en virkilega flottur í síðari.

    Flanagan 8 – frábær leikur hjá þessum strák sem var góður varnarlega og átti nokkrar rispur sóknarlega

    Gerrard 8 – eftir skelfilegan fyrirhálfleik þá átti hann frábæran seinni hálfleik og kórónaði góða framistöðu með frábæri vítaspyrnu

    Henderson 8 – vinnudýrið okkar var frábær og nýttist vel í þessum leik

    Joe Allen 8 – átti frábæran leik hjá okkur. Var vinnudýr, vann boltan trekk í trekk og skilaði honum vel frá sér( skora á þann sem kommentaði í hálfleik númer 34 að fara að sápa á sér munninn og þrífa drulluna á bakkinu)

    Coutinho 5 – var ekki að finna sig í þessum leik hvorki í vörn né sókn

    Sturridge 7 var hættulegur í þessum leik og hefði átt að skora

    Suarez 9 skoraði, gaf stoðsendingu og fiskaði víta. Vann vel fyrir liðið og þeir réðu ekkert við hann.

    Sterling 8 – frábær innákoma og kom á óvart að Rodgers lét hann ekki á kanntinn en þetta svínvirkaði.

    Aspas – spilaði líti en var á fullu og vill ég frekar sjá hann koma inná en hin lata Moses.

    Það er erfitt að velja mann leiksins . Suarez var flottur í dag, Gerrard átti frábæran síðarihálfleik, vinnudýrinn okkar (Henderson og Allen) að vinna fyrir kaupinnu, Skrtel var eins og Klettur og Mignolet með stórkostlega markvörslu og kom út úr teignum
    En ég ætla að velja

    Brendan Rodgers 10 – liðið í tjóni í fyrihálfleik þrátt fyrir að vera yfir og viti menn, karlinn einfaldlega lagaði vandamálið í hálfleik, lét Sterling ekki á kanntinn og til þess að pressa varnarlínu Southampton og hann skorar strax. Frábært að sjá þjálfara bregðast svona vel við og ná að drepa andstæðingana.

  13. Frááábææææært!

    Gríðarlega mikilvægur sigur gegn mjög sterku liði. Þetta voru risa, risa, risa 3 stig!

    Suarez maður leiksins, engin spurning! Vörnin átti frábæran leik sem er mjöööög kærkomin tilbreyting 🙂

    Fannst Allen vinna sig inn í leikinn og þegar upp var staðið einn af bestu mönnum vallarins. Þetta var baráttusigur og við höfðum líka heppnina með okkur í þessum leik, sbr. stangarskotið í fyrri hálfleik. Gaman að heyra stuðningsmennina syngja fyrir BR. Hann á það svo sannarlega skilið! Bara algerlega frábært! 🙂 Skiptingin Coutinho – Sterling snemma í seinni hálfleik var Masterclass!

    Nú fá leikmenn tveggja vikna pásu til að jafna sig. Fáum væntanlega bæði Sakho og Lucas inn fyrir risaleikinn á móti Man. Utd. Það verður rosalegur leikur og væri frábært að ná þar a.m.k. einu stigi!.

  14. Sælir félagar

    Þegar við erum komnir í annað sæti og eigum heimaleik við liðið fyrir ofan okkur er framtíðin björt. Eftir þennan leik við sterkan andstæðing og yfirburðasigur á honum er ekki ástæða til að nagga út í einstaka leikmenn eða fjasa um mistök einstakra leikmanna á einhverju augnabliki. Nú ríkir gleðin ein og 8000 manns á Austurvelli í dag. Allt horfir til betri vegar oggaman að vera til.

    Það er nú þannig

    YNWA

  15. Frábær sigur á erfiðum útivelli.
    Er líka gríðarlega ánægður með viðtöl eftir leik þar sem mann tala bara um næsta leik og eru ekki að svara neinu varðandi titilvonir. Greinilega vel fókuseraðir á verkefnið og ætla bara að teka einn leik í einu.
    Þannig á það að vera og sjá svo hverju það skilar í maí.

  16. Frábær sigur gegn hörku vel spilandi liði. Lallana og Shaw myndu sóma sig vel í Liverpool. Setja þá á innkaukpalistann.

  17. Ég er ekki viss um að það sé réttlátt að segja í skýrslunni að Flanagan og Johnson hafi verið slakir í fyrri hálfleik. Oft voru þeir einir á móti tveimur.

  18. Frábært og langt umfram væntingar.
    En hvers vegna spilar LFC ekki næst fyrr en 16 mars ? Og 3 útileikir í röð?

  19. Glen Johnson í þessum leik, spilaði virkilega vel og hafði gaman af þessu. Minn maður leiksins.

    Haha ég þarf líklega að horfa á þennan leik aftur, fannst hann alls ekki sannfærandi í dag, var kannski full harður í skýrslu en það fer rosalega í taugarnar á mér að hafa hann vinstramegin.

  20. Frábær úrslit. Ég gat miður aðeins horft á fyrstu 20 min því ég var boðinn i mat hjá ættingum. Annars mér fannst sjá að Liverpool voru spilla 4-4-2 diamond leikaðferðina en ekki vanalega 4-3-3 eða 4-2-3-1. kannski vitleysa í mér. Voru ekki S&S báðir frammí?

  21. Spiluðum ekki vel i þessum leik að minu mati en unnum samt “sannfærandi”, meistaraheppni??

    Eigum að bjoða i þennan Shaw i sumar, honum langar örugglega að spila i meistaradeildinni!

    Og siðast en ekki sist……. erum 14 stigum a undan Moyes Utd! SÆÆÆTTTT ! 🙂

  22. Sat í afmæli með tveim gallhörðum United mönnum og einum Arsenal dúdda sem var vægast sagt vængbrotinn eftir úrslit þeirra í dag. Gat bara ekki setið á mér og öskraði þrisvar eins hátt og böndin leyfa. Mér var skemmt..þeir settu sig hljóða

  23. Skemmtileg samhverfa fólgin í því að Liverpool er búið að skora 73 mörk og vinir okkar í manchesthair utd 37

  24. Coutinho verður frábær á mót Man U enda er skiptist hann á að vera lélegur og góður.

    Flottur sigur í dag og vá hvað það verður gaman ef við verðum áfram í bullandi toppbaráttu þegar GUÐ kemur að kíkja á okkur almúgan 🙂

  25. Það er eitt í viðbót. Maður er alltaf fljótur að láta dómara heyra það þegar þeir eru að standa sig illa, missta tökinn á leikjum eða drulla á sig í stórum atriðum en dómarinn í dag var frábær. Hann leyfði leiknum að fljóta allan tíman og var ekki að stoppa leikinn vegna smábrota. Einhverjir dómarar hefðu flautað í hvert skipti sem einhver lá í grasinu, ef þetta var ekki alvöru brot þá lét dómarinn einfaldlega leikinn halda áfram.

    Ein af ástæðum fyrir hraðanum í leiknum er dómaranum að þakka.

  26. Er ekki að ná því hvað Gerrard segir í myndskeiðinu hérna að ofan.
    Einhver með texta?

  27. If teams want to play 2v2 against these two, Sturridge and Suarez. All the best.

    Gott stöff.

  28. Úff núna er maður allt í einu farinn að sjá glitta í meistaradeildina og það er ekki leiðinlegt. Hinn welski Messi stóð sig bara vel í dag! En það sem var kannski jafn mikilvægt og sigurinn var það að við héldum hreinu, gríðarlega mikilvægt uppá sjálfstraustið hjá þarna öftustu fjórum í komandi leikjum og Sakho að stíga upp úr meiðslum bara allt á fullu swingi. Gaman að sjá Aspas fá mínútur en vill sjá hann spila aðeins meira, oftar inná með hann.

    YNWA

  29. islogi, fyrir löngu. Í dag er 25 ára afmæli bjórsins á Íslandi. Sigur Liverpool, 2. sætið og 25 ára afmæli afnáms forræðishyggju er tilefni að opna einn ískaldan. Skál félagi.

  30. Frábært. Mér langar að segja eitthvað af viti en mér finnst þetta tímabil algjörlega klikkað þannig að það er oft erfitt. ÞETTA ERU SÖMU MENN OG Á SÍÐASTA TÍMABILI. WTF. Eina raunverulega ástæðan sem ég finn fyrir því að við erum í MEISTARATITILSBARÁTTU (aftur WTF) er Rodgers. Hugsið ykkur til dæmis ef við hefðum fengið Willian (sem mér finnst frábær) hefði Sterling sprungið út sem einn allra efnilegasti leikmaður Evrópu? Og væri einhver hér tilbúin að skipta á þeim tveimur í dag? Ég tala fyrir mig allavega þegar ég segi að Brendan hefur mitt traust á næstunni.

  31. Nr. 46

    Já ég held að staða Sterling væri ekki öðruvísi en hún er enda var ekki lítið reynt að kaupa Konoplyanka í janúar sem spilar sömu stöðu og Willian þó ólíkir séu. Það er ennþá verið að reyna kaupa mann í þessa stöðu. Bæði til að styrkja liðið sem og breiddina.

    Annars eru Willian og Konoplyanka meira vinstramegin á meðan Sterling er meira hægramegin. Mínútum Coutinho hefði frekar fækkað held ég, sérstaklega sem kantmaður.

  32. Suaréz > 100 leikir í dag, skorar og motm
    Sterling > 50 leikir í dag og skorar
    svona á að gera þetta 🙂

  33. Ég tek undir með isloga og félögum, opna einn kaldann og segi SKÁL!

  34. Næstu fjóra leiki verð ég staddur á Hawaii. Vitið þið um góðan stað á Honalulu?

  35. nr. 47
    Satt. þ.e.a.s í theoríunni. Þegar við vorum að reyna að fá Willian var Sterling ekki sá leikmaður fyrir okkur og hann er í dag. Þar að auki virðist lítið þýða fyrir okkur að ákveða stöður fyrir menn eins og þessi leikur í dag virðist sýna okkur. Þar að auki hef ég má alveg færa rök fyrir því að okkar jójó maður Cotinho hafi sýnt a.m.k. jafn mikið og rándýr Ösil hefur gert hingað til og hjálpað töluvert í mikilvægum leikjum sem nýr maður hefði jafnvel ekki gert. Með öðrum orðum er ég að ímynda mér hvernig nýjir leikmenn hefðu gert hlutina verri án þess að við hefðum einu sinni vitað það.

  36. Þessi 4.sætisbarátta er orðin ansi falleg
    Næstu 3 deildarleikir
    Spurs …….. Cardiff, Chelsea, Arsenal….. (Benfica í EuropaLeague þarna á milli)
    Arsenal……. Spurs, Chelsea, Man City….. (og þá búnir að spila við Bayern og Everton í bikar)
    Everton……. Cardiff, Swansea, Fulham …..(Arsenal í bikar á milli)
    Man U……… WBA, Liverpool, West Ham …..(Olympiakos þarna á milli)

    Man U eru bara hreinlega out í baráttunni, þurfa nánast að vinna alla leiki. Hefur nokkur maður einlæga trú á Everton í 4.sætið?

    Svo eru nokkrir stórir leikir eftir þessar þrjár umferðir. (United-City og Liv-Spurs). Svo að í lok mars að þá sýnist mér að það verði nokkuð borðleggjandi hvaða lið verða í top4. Sérstaklea fyrir Tottenham. Og ég trúi ekki öðru en að það sé nokkuð slegið fyrir okkur. Það er bara ekki hægt að tala um jinx eða að fara fram úr sér. Nú á bara að setja fullan focus á toppsætið, leikjaálagið hjá keppinautunum bíður upp á mikla galdra.

  37. Við hefðum átt að mæta Sunderland næstu helgi 10.mars í mánudagsleik en honum var frestað vegna þess að Sunderland eru komnir í 8 liða úrslit FA.Cup og eru að spila við Neverton í staðin. Leikurinn var færður til Miðvikudagsins 26 mars. Þannig að við fáum engan Liverpool leik í tvær vikur en leikmenn fá góðan undirbúning fyrir old trafford.

  38. Nr. 53

    Nákvæmlega, eitthvað eru eigendur Liverpool og þjálfarateymi að gera rétt þrátt fyrir að við kannski sjáum það ekki alltaf (þegar leikmannaglugginn er opinn). Ég fór annars yfir þetta í vikunni hérna http://www.kop.is/2014/02/25/00.28.50/

    Liverpool hefur aldrei verið með fleiri stig eftir 28 leiki síðan nafninu var breytt í EPL. Það er vonlaust að vita hvort það væri raunin hefði einhver af Willian, Mkhitaryan eða Costa komið. Eða þá Konoplyanka. Held að þeir hefðu ekkert veikt liðið en vonlaust að fullyrða hvaða áhrif þeir hefðu haft. Chelsea bjóst t.a.m. líklega við meiru þegar þeir keyptu Torres.

    Talandi um það þá er hérna besta tíst dagsins, sérstaklega fyrir þá sem froðufella sem mest yfir þeim aur sem fór í Carroll

  39. Flottur sigur gegn sterku Southampton liði. Hugsa sér, við höfum ekki unnið á þessum velli síðan 2003, og þá skoraði Emile nokkur Heskey sigurmarkið…

    En flottur sigur í erfiðum leik þar sem flott markvarsla Mignolet í lok fyrri hálfleiks var lykillinn, segi ég. Varði glæsilega og hélt liðinu á floti á þeim tíma. En við áttum seinni hálfleik (eftir erfiðan fyrri hálfleik) og sigurinn sanngjarn þegar upp var staðið.

    Simon Mignolet – 8. Gerði það sem góðir markverðir gera, hélt fókus og varði þegar á þurfti að halda.

    John Flanagan – 6. Missti kantmanninn/bakvörðinn hjá Southampton of oft fram hjá sér að mínu mati. Var seinn í gang en óx eftir því sem leið á leikinn.

    Martin Skrtel – 7. Flottur leikur hjá besta varnarmanni Liverpool í dag.

    Daniel Agger – 8. Tróð sokk ofan í marga eftir Swansea leikinn. Las leikinn gríðarlega vel, þetta er leikmaður sem verður aldrei “sterka” týpan í vörninni en hefur flottan leikskilning og boltatækni…

    Glen Johnson – 7. Átti erfitt framan af leik en varnarlega (aldrei þessu vant) flottur. Okkar besti vinstri bakvörður Liverpool í dag…

    Steven Gerrard-8. Klínan upp í skeytin kom honum úr 7 upp í 8… Eins og allt liðið átti hann í erfiðleikum í fyrri hálfleik en steig upp í seinni hálfleik og heilt yfir flottur leikur hjá kafeininum …

    Jordan Henderson -6. Hef séð hann betri en skilaði sínu ágætlega í dag.

    Joe Allen – 6. “Fætingur” út í eitt, var flottur þegar hann kom inn á í Swansea leiknum og hélt sínum leik. Átti það þó til að dvelja of lengi á boltanum og sendingarnar ekki í lagi…

    Coutihno – 4. Ekki hans dagur. Aldrei þessu vant kom hann boltanum illa frá sér og það vantaði svolítið upp á grimmdina og baráttuna.

    Daniel Sturridge – 8. Þó hann hafi ekki skorað var hann flottur í dag. Með staðsetningum sínum og hlaupum gefur hann Suarez það pláss sem hann þarf. Þvílíkt tvíeyki…

    Luis Suares – 9. MAÐUR LEIKSINS. Aldrei spurning, eitt mark, ein stoðsending og eitt víti = 0-3. Þetta er maðurinn sem lét hlutina gerast hjá Liverpool í dag. Besti leikmaður félagsins og besti leikmaður úrvalsdeildarinnar.

    Raheem Sterling – 8. Ekki annað hægt miðað við innkomuna.

    Við unnum Southampton á útivelli, eina liðið af toppliðunum sem hafði farið með 3 stig þaðan var Chelsea…og við héldum hreinu!

    Nú fæ ég hálsríg…

    Brilljant

  40. Mignolet, Rodgers og Sterling fá mitt atkvæði að þessu sinni! Fyrir utan auðvitað besta mann deildarinnar HR. Suarez! Rokk og ról fellow poolarar 🙂

  41. Djöfull var þetta góður sigur…..

    Djöfull er Suarez góður……. ekki minna en 100 milljónir punda EF hann verðu seldur.

    Djöfull er Glen Johnson ekki góður, en kemst samt vel frá varnarhlutverkinu, en illa frá vængmanshlutverkinu og illa frá sóknarhlutverkinu.

    Kaupa Lallana, ekki spurning.

    Æ, Æ, voðalega ertu mistækur Coutinho, en samt í sama flokki og GJ.
    Held það vanti á þig 2-3 kíló af vöðvum.

    Svo ég stami nú, Djöfull var þetta góður sigur,….. góður sigur, ……góður sigur.

  42. Smávegis um Suárez.

    Mannfýlan (í besta Sveppa skilningi) er búin að spila 23 leiki í deildinni og skora í þeim 24 mörk. Hann er ennfremur ekki að taka vítin, sem hann sækir nota bene að mestu leyti sjálfur. Það væru allt að 6 mörk í viðbót.

    Maðurinn er með flestar stoðsendingar í deildinni og í 2. eða 3. sæti í að skapa flest færi. Hann leysir hverja þá stöðu sem stjórinn krefst af honum af elju og ósérhlífni og það á pari við bestu leikmenn heims. Hann er frábær í að spila félaga sína upp, skapa sér færi upp úr engu (og skora mörk úr engu). Ef ég hef einhvern tíma séð “match winner”, á hugtakið við um hann.

    Nú veit ég ekki hversu lengi við Liverpool aðdáendur munum njóta þeirra forréttinda að fá að horfa á LS7 klæðast rauðu treyjunni, en ég vil hvetja ykkur til að njóta hvers augnabliks, því þau eru öll sérstök. Við höfum séð það góða og það slæma, en þessu nafni munu rauðir aldrei gleyma.

    Ég keypti mér tvær Liverpool treyjur í vikunni sem leið, eina 2012-13 sem fær Carragher (flott að eiga hann á kveðjuárinu) og 2013-14 sem fær Suárez.

    Ég hef áður sagt að ég hafi aldrei séð leikmann gera jafnmikið fyrir lið sitt síðan ég byrjaði að fylgjast með fótbolta. Það eru kannski smávegis ýkjur, þar sem ég sá jú marga leiki á HM í Mexíkó ’86…

  43. Sveittur allan fyrri hálfleik, þrátt fyrir að vera 0-1 yfir þá var gott lið southamton að pressa okkur gríðarlega og markið lág í loftinu hjá þeim. Við stóðumst pressuna og bara yndislegt að fá annað mark okkar 🙂 Var að vona að Sturridge skoraði í þessum leik líka , en tek 3 stig alla daga þarna. YNDISLEG TILFINNING ! ! ! Nú fáum við gott hlé, og það er bara að vona að tilgangslaust landsleikjahlé skili okkur öllum leikmönnum tilbaka helium.

    Næst er það “theater of nightmares”

  44. Frábær leikur hjá okkar mönnum og gríðarlega mikilvæg þrjú stig.
    Til lukku öll 🙂

  45. Ja hjarna hér, liðið verður bara betra og betra með hverjum leik, þannig á það að vera og verður þannig. Get ekki annað en brosað og í svefni líka.

  46. Nú veit ég vel að Suarez fiskaði vítið eftir að Sturridge var farinn af velli en mér fannst það samt skrýtið í stöðunni 0-2 að taka Sturridge útaf en ekki Suarez fyrir Aspas þar sem að það var nýbúið að strauja Suarez niður og hann haltraði lengi vel á eftir en Sturridge var sprækur.

  47. Ég elska Liverpool !!! Hef fylgst lengi vel með þeim og þó að ég sé einungis 22 ára þá hef ég fylgst með þeim í 14 ár og ég get alveg sagt það að það hefur ekki verið jafn spennandi og skemmtilegt og núna! Það eru góðir hlutir að gerast. Ójá!

  48. Hver þarf bjór þessa dagana þegar maður hefur Liverpool? Áhrifin leyna sér ekki 😉

  49. Þessi sigur kom mér sjálfum ekkert á óvart enda hef ég hrikalega mikla trú á þessu liði okkar og auðvitað á BR sem er orðinn einn af þeim heitustu í bransanum. Gera langtímasamning við manninn STRAX!!

    Sigurinn var stórkostlegur og statementið er afar einfalt, LFC mun grípa í titilinn ef það mun glitta í hann, það er algjörlega á hreinu, enda ef fólk spáir í því, hvaða lið er að spila betri fótbolta í deildinni í dag og á síðustu mánuðum? Skítt með sloppy varnarvinnu á meðan við erum að hirða stigin þrjú en það er bara tímaspursmál því BR mun laga þessa hluti með sínum mönnum og sinni hugmyndafræði.

    Það verða breytingar á hópnum í sumar og Fowler hjálpi andstæðingum okkar þegar liðið okkar verður loksins orðið eins og hugur BR vill að það verði.

    Þvílíkar framfarir, þvílíkt hugarfar og þvílíkur metnaður hjá okkar liði. Svona á þetta að vera og mun verða undir stjórn BR.

  50. Mikilvægi stjórans sést best á því að eftir að Moyes tók við af Ferguson, getur ónefnt lið ekki neitt. Stjórinn gerir meðalleikmenn góða og góða leikmenn stórkostlega. En mest um vert er að hann gerir gott lið stórkostlegt. Það er stjóraeffektinn.

  51. Nú eru c.a. 2 vikur þangað til við spilum við Man U. Leikurinn eftir það er við Cardiff þar sem Fowler verður með okkur að horfa á. Verður ekki hent inn podcasti fyrir þessa leiki og til að stytta okkur stundirnar á þessari löngu bið eftir næsta leik?

  52. Eitt það besta sem við getum tekið út úr þessum leik er það að við héldum lakinu hreinu, Vanalega þegar við erum að taka lið með 3-4 mörkum þá kemur ákveðið kæruleysi yfir okkur og andstæðingurinn nær að leka einu marki inn. Ég er rosalega ánægður með varnarvinnuna okkar í seinni hálfleik og þetta var í heildina séð topp leikur á topp liði sem við höfum undanfarið átt í miklu basli við..

    Gegn Sunderland, Crystal Palace, WBA, Norwich, West Ham, Cardiff og Arsenal erum við að vinna nokkuð sannfærandi sigra þangað til að við fáum á okkur þetta klaufa mark upp úr algjöru kæruleysi, satt að segja bjóst ég einnig við því í dag en svo gerðist ekki, sem er bara helvíti fínt, meira svona!

  53. Nr. 77 Fói
    Það er podcast eftir rúmlega viku, 10.mars eða fyrir United leikinn.

    Nr. 70 Bond
    Ég held að ég hafi aldrei séð Suarez í mynd án bolta án þess að vera eitthvað aðeins haltur eða þreyttari en Henchoz, bekkurinn var með ástandið á honum 100% á hreinu.

  54. Borini var að koma Sunderland yfir gegn City i úrslitaleik deildarbikarins

  55. snilld ef það væri hægt að henda í podcast og fá Fowler til að vera með í því. kannski ekki miklar líkur en væri gaman að fá GUÐ í svona góðar umræður

  56. HUGE sigur

    Fyrri hálfleikur var pínu basl og maður var verulega stressaður nokkrum sinnum, Lallana var illviðráðanlegur.

    Í seinni hálfleik fannst mér hinsvegar liv dominera alveg á vellinum og southampton fékk að gera nkvl það sem liv leyfði þeim að gera. Mér fannst boltameðferðing og varnarvinnan til fyrirmyndar í seinni hálfleik og klárlega eitthvað til að byggja á.

    Allen fannst mér ósannfærandi og hálf tíndur í fyrri hálfleik en í þeim seinni var allt annað að sjá til hans og hann var fremstur í flokki að stýra hraðanum og spilinu okkar. Ég er mjög hrifinn að hafa allen í byrjunarliðinu en það er vissulega erfitt að pikka hvaða leikmann á að taka út í staðinn. Coutinho býður upp á svo ótreiknanlega snilld í sendingargetu að það er óverjandi fyrir andstæðinginn en stundum eru hlutirnir bara alls ekki að ganga upp hjá honum.

    Ég hef tekið eftir því að sumir hrósa GJ fyrir góða frammistöðu, vissulega hélt liðið hreinu og því fá allir varnarmennirnir hrós fyrir en hann var að mér fannst mjög takmarkað þátttakandi í sóknarleiknum og það sem verra var þá fannst mér hann missa boltann eða koma honum illa frá sér úr vörninni. Mér fannst hann ekki lélegur en hann er alls ekki að sannfæra mig um að hann eigi inni nýjan samning með þessari spilamennsku.

    En ótrúlega sáttur með þessi frábæru úrslit, spilamennskan í seinni hálfleik var taktískt séð alveg brillijant. Stórkostlegar áherslubreytingar hjá BR.

    YNWA

  57. Djöfull er ég ánægður að hafa tekið Súra út úr fantasy liðinu mínu.
    Þessi voodoo áhrif eru alveg að virka. Adebayor ætti héðan í frá að vera alveg í frosti þar sem ég setti hann inn í staðinn.

  58. Ok.

    Tíu leikir, 30 stig eftir. Við erum með 59 stig. Við gætum náð mest 89 stigum. Chelsea og Man City geta mest fengið 93. Stig.

    89 stig tryggja okkur titilinn. Það eru litlar líkur á því að við náum að vinna alla leikina sem við eigum eftir.

    Við eigum fimm leiki á heimavelli og fimm leiki á útivelli eftir. Vinningslíkur á heimavelli eru tæplega 88% og vinningslíkur á útvelli eru 52%. Miðað við gengi í vetur eigum við að fá 13 stig á heimavelli og 8 stig á útivelli. Við endum þá með 80 stig.

    Mín spá er eftirfarandi 4 sigra á heimavelli og 1 jafntefli. Útivöllur er 2 sigrar 2 jafntefli og 1 tapleikur. 80 stig.

    Við eigum ekki möguleika á titlinum.

  59. Þetta lítur ágætlega út. Ég er persónulega hræddari við heimaleikina sem við eigum eftir heldur en útileikina.

    Heimaleikirnir eru gegn Sunderland, Tottenham, Man City, Chelsea og Newcastle .. 2 gríðarlega sterk lið og 3 lið sem hafa stundum reynst okkur erfiður ljár í þúfu.

    Útleikirnir eru aftur á móti gegn tiltölulega auðveldum mótherjum, Man Utd, Cardiff, Norwich, West Ham og Crystal Palace.

    Ekkert lið hefur hins vegar fengið 3 stig fyrir óspilaðann leik – og því ber að varast bjartsýnispár. Rodgers virðist vera að nálgast þetta mót með “næsta leik” í huga … aðrir leikir skipta engu máli fyrr en sá næsti er unninn…

  60. Ég vona að BR og strákarnir séu að hugsa það sem flestir eru að hugsa hérna að við séum að fara taka titilinn. Höldum okkur við að við þurfum að sigra næsta leik, bæta okkur og sjáum hvert það tekur okkur!

  61. Jæja núna þarf Tottenham bara að gera jafntefli eða tapa fyrir Cardiff og þá erum við lausir við þá í baráttunni um fjórða sætið….eða kannski á ég að segja að þá verði Arsenal lausir við þá í baráttunni um fjórða sætið 🙂

  62. Við erum langt í frá að vera gulltryggðir með 4 sæti það er ofmikið eftir af tímabilunu.

    Er að horfa á Tottenham – Cardiff og verð að segja samt að mér finnst Tottenham liðið ekki verið að spila merkilegan fótbolta á meðan að Cardiff eru stórhættulegir með tvo drullufljóta frami og verða Skrtel/Agger/Sakho að veraa vel á verði gegn Bellamy og Fraizer Campel eftir 3 vikur.

    p.s Aron Einar Gunnars virkar eins og að hann sé 10 kg of þungur og er í engu standi til þess að spila fótbolta.

  63. Þetta er alveg merkilegt með Tottenham. Þeir eru núna 6 stigum á eftir okkur, og ca 34 mörkum.

    Þeir eru semsagt með 53 stig, og 4 mörk í plús.

    Ótrúlegt og svolítið pirrandi.

  64. Þetta Tottenham lið er alveg stórhættulegt og er okkar helsti keppinautur um 4.sæti.

    Við erum ánægðir þegar við spilum illa og náum í þrjú stig en oftast erum við vel að sigrinum komnir.
    Tottenham er eiginlega andstæðan þeir spila oftast illa en ná samt í þrjústig og er það undantekning þegar þeir spila vel og fá 3 stig.

    en Mars mánuður ræður því hvort að Tottenham ætlar að keppa við okkur um þetta sæti allt til enda. Því að þeir eiga erfitt prógram eftir
    Chelsea úti
    Arsenal heima
    Southampton heima
    Liverpool úti

    Ég veit að það eru ekki til léttir leikir í deildinni en eftir þetta er frekkar auðvelt prógram eftir hjá Tottenham.

    Á sama tíma og Tottenham fá þessa leiki þá eru þetta okkar leikir í mars
    Man utd úti
    Cardiff úti
    Sunderland heima
    Tottenham heima

    Ef við náum að auka forskotið á Tottenham í næstu fjórum leikjum í 7 – 9 stig þá fer þetta að líta vel út hjá okkur.

  65. Miðað við spilamennsku liðsins þá á Tottenham ekki skilið að vera á efri hluta töflunna, en samt eru þeir þarna!

  66. Mér líður eins og barni að bíða eftir jólunum. Það er svo langt í næsta leik – engan smá leik 🙂
    Mér og fleiri “gallhörðum” til mikillar gleði og sáluhjálpar er til kop.is
    Mikið rosalega eru búnir að vera flottir pistlar hér í vetur, barið er komið nokkuð hátt 🙂 þið eruð flottastir !!!

    Vonandi verður þéttara leikjaprógram næsta vetur.

  67. Madur lifandi djofull Elska ég tennan klúbb. Ef tad er ekki hættu ad Stefan á dolluna núna ta er tad aldrei

    YNWA

  68. United stuðningsmenn fagna pottþétt í kvöld. Sigur City í deildarbikarnum þýðir það að 6. sætið gefur sæti í EURO-league. Þeir eiga raunhæfan möguleika á að ná því sæti. Þeir hljóta að vera himinlifandi yfir því að hafa að einhverju að keppa þetta seasonið!

  69. Frábær sigur í gær. Maður er farinn að leyfa sér að trúa á að Rodgers sé bara með þetta. Að geta komið liði með þessa vörn og gloppótta miðju í toppbaráttuna á Englandi er ansi vel að verki staðið.

    Afsakið þráðránið en þetta er ansi mögnuð tilkynning frá eiganda Liverpool varðandi Suarez og 40m punda tilboðið frá Arsenal. Menn voru ekkert lítið vissir hér um að það væri engin klásúla í samningnum hans. Henry fór greinilega bara í störukeppni við Wenger og co. og vann hands down. Rokk og ról!
    http://www.101greatgoals.com/blog/liverpools-john-henry-admits-luis-suarez-had-a-40m-buyout-clause-gambled-on-arsenal-not-taking-lfc-to-court/?

  70. Góður sigur hjá okkar mönnum á frábæru liði dýrlingana. Eigandinn fær 1000 plús fyrir hvað hann gerði í sumar miðað við þráðránið hjá 98. Erum heppnir að hafa loks alvöru kalla(og konur þarf að fylgja með til að kynjakvótinn verði réttur) sem eru við stjórvöldin hjá okkur. En hvílík dýrð var þessi leikur. Horfði á leikinn aldrei þessu vant á Spot hjá Árna vini mínum. Hoppaði hæð mína í loft upp þegar Sterling skoraði (182 á hæð). Er búinn að vera Liverpool aðdándi frá vöggu og verð til grafar. Skrifað í skýin að The winner is Liverpool Lfc. Eigum síðasta leik á móti Newcastle sem gæti verið sá stærsti af öllum. Einn leikur í einu. Takk greinaskrifar fyrir að halda okkur stuðningmönnum á tánum með frábærar upphitanir,greiningar og síðan ekki síðst yfirlit yfir sigrana að leik loknum. Lifið heil með Liverpool í hjarta.

  71. Smá tölfræðiinnslag.

    Þegar tíu leikir eru enn eftir af tímabilinu vantar okkur aðeins einn sigur til að bæta stigafjöldann síðan á síðasta tímabili. Við höfum þegar skorað tveimur mörkum meira en allt tímabilið í fyrra og fengið á okkur átta mörkum minna. Ef þau undur og stórmerki gerast að við förum að halda oftar hreinu er ennþá séns að fá á okkur færri mörk á þessu tímabili en því síðasta.

    Að lokum, Suarez og Sturridge hafa saman skorað 42 deildarmörk á tímabilinu. Aðeins fjögur lið fyrir utan Liverpool hafa skorað fleiri mörk!

  72. GUÐ GEFI MÉR ÆÐRULEYSI
    TIL AÐ SÆTTA MIG VIÐ ÞAÐ SEM BRENDAN HEFUR GERT
    KJARK TIL AÐ TRÚA ÞVÍ SEM BRENDAN ÆTLAR AÐ GERA
    OG VIT TIL AÐ HALDA KJAFTI Á MEÐAN

  73. Afskaplega fyndið að fylgjast með umræðunni um enska landsliðið þessa dagana, þar sem Hodgson virðist ætla að nota Liverpool sem e.k. fyrirmynd að leikstíl og nýta kjarnann úr því liði (Sturridge, Gerrard, Henderson, Sterling og Johnson). Segir auðvitað mikið um hversu góðum árangri Rodgers er að ná með liðið, en að sama skapi grátbroslegt þegar maður hugsar til þess að Hodgson ber ábyrgð á einu skelfilegasta tímabili (blessunarlega stuttu) í sögu liðsins á síðari árum.

Liðið gegn Southampton

Leikmenn í útláni