Þá er það Meistaradeildin. Á morgun mun lið frá ISTANBUL heimsækja okkur í öðrum leik riðlakeppninnar. Það er alltaf viss fiðringur sem fer um mann þegar kemur að leikjum í Meistaradeild Evrópu. Það er alltaf viss stemmning í kringum þessa leiki og mér finnst hreinlega magnað oft á tíðum hvað þeir eru frábrugðnir venjulegum deildarleikjum. Galatasaray eru engin auðveld bráð, þrátt fyrir að hafa verið í neðsta styrkleikaflokki í drættinum í riðlana.
Heimaleikir í Meistaradeildinni eru afar mikilvægir, til að eiga góða möguleika á að vinna riðilinn, þá þurfa menn helst að vinna alla sína 3 heimaleiki í riðlakeppninni. Þetta er sá fyrsti og mikið lifandis skelfing væri gott að fá 3 stig í hús. Ég er í rauninni bara bjartsýnn á leikinn. Við höfum verið að spila sannfærandi á heimavelli og ég hef þá trú að liðið sé að smella í gang, og í rauninni sé það komið í gang. Ég veit nánast akkúrat ekki neitt um mótherjana að þessu sinni, enda fylgist ákaflega lítið með Tyrknesku deildinni. Faryd Mondragón er ennþá markvörður hjá þeim og var hann okkur afar erfiður þegar við mættum þessu liði síðast. Hann er núna nokkrum árum eldri og vonandi slappari, því hann var frábær hérna fyrir nokkrum árum síðan. Á mála hjá þeim er Rigobert Song. Það er töffari dauðans sem einu sinni lék hjá okkur, var aldrei nálægt því að verða einhver “legend” en skemmtilegur og litríkur karakter. Væri alveg til í að sjá hann á vellinum á nýjan leik. Hasan Sas er einnig leikmaður sem maður kannast við, en það hefur farið lítið fyrir honum undanfarin ár og maður veit í rauninni lítið um það hvort hann sé á sama standard og hann var á sínum tíma. Tveir leikmenn sem maður man eftir úr ensku deildinni spila með þeim, þeir Hakan Sukur og Junichi Inamoto. Einnig er Sasa Ilic nokkuð þekktur. En eins og áður sagði, þá er þetta lið nokkuð óþekkt stærð fyrir okkur, en það er nokkuð víst að Rafa hefur útvegað sé nægar upplýsingar um þá.
Þá að okkar liði. Það virðist sem að Harry Kewell sé sá eini sem er pottþétt frá vegna meiðsla, og sér ekki enn fyrir endan á meiðslagöngu hans. Maður fer hreinlega að hætta að telja hann upp þegar maður er að spá í því hverjir geti spilað og hverjir ekki. Það að aðeins einn leikmaður sé meiddur gerir það bara enn erfiðara að spá fyrir um uppstillingu liðsins. Ég vænti þess þó að Rafa komi til með að stilla upp sterku liði, því það er svo hrikalega mikilvægt að landa sigri á heimavelli. Ég held hreinlega að það eina sem er pottþétt er að Finnan byrjar sem hægri bakvörður og Reina verður í markinu. Allt annað er ómögulegt að spá fyrir um. Meira að segja Carra er ekki lengur pottþéttur með sæti í byrjunarliðinu, og fyrir nokkrum mánuðum síðan, þá var það hreinlega ekki inni í myndinni.
Persónulega vil ég sjá þá Bellamy og Kuyt byrja saman í framlínunni þriðja leikinn í röð. Þeir virðast vera að ná æ betur saman og myndi ég telja það mikilvægt að þróa samstarf þeirra enn meira. Xabi Alonso er að mínum dómi lykillinn að því að liðið er byrjað að spila mun betur, hann var lengi í gang en er svo sannarlega búinn að finna start hnappinn á sér. Þó svo að maður vilji sjá Stevie á miðri miðjunni, þá sé ég bara ekki Rafa taka þá Xabi og Momo út ef þeir eru heilir fyrir svona mikilvæga leiki. Þeir virðast ná einstaklega vel saman á miðjunni og Stevie hefur svo fengið frjálsari rullu er sóknarleik varðar. Ég ætla því að giska á það að Rafa geri aðeins tvær breytingar á liðinu. Agger mun víkja fyrir Carra og Gonzalez mun víkja fyrir Luis. Ég byggi það mat mitt á reynslunni fyrst og fremst. Luis hefur ætíð spilað vel í Meistaradeildinni, og þeir Carra og Sami þekkja hvorn annan út í gegn. Það er reyndar svolítið hart fyrir Agger, þar sem hann hefur verið einn albesti leikmaður okkar á tímabilinu, en ég býst samt við að hann verði hvíldur í þessum leik og komi svo strax inn í byrjunarliðið í næsta deildarleik. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þá á ég einnig alveg eins von á því að Crouch byrji þennan leik, þó ég voni að hinir tveir haldi áfram sínu striki. Ég ætla því að skipta um skoðun og segja að 3 breytingar verði gerðar á liðinu. Liðið verður því svona að mínum dómi (c.a. 0,5% líkur á að þetta sé rétt hjá mér):
Finnan-Carragher-Hyypiä-Riise
Gerrard-Sissoko-Xabi-Garcia
Crouch-Kuyt
Ég spái svo bekknum svona: Dudek, Agger, Zenden, Gonzalez, Pennant, Aurelio, Bellamy
Þrátt fyrir 18 manna hóp, þá eru menn eins og Fowler, Paletta, Warnock og Kewell fyrir utan liðið. Þetta kallar maður breidd.
Ég ætla mér að spá því að við vinnum þennan leik 2-0. Við höldum hreinu 3 leikinn í röð og það er nákvæmlega það sem er að leggja grunninn að áframhaldandi velgengni. Crouch kemur sterkur inn og skorar eitt mark og Luis heldur uppteknum hætti í Meistaradeildinni og setur eina bombu. Við erum komnir á skrið og Galatasaray mun ekki stoppa það í þetta skiptið.
Steini þú meinar væntanlega 3. leikinn í röð, er það ekki? :blush:
Ég held að þú sért að skjóta á rétt byrjunarlið. Nokkuð viss um að Crouch kemur inn aftur.
Nei, man ekki eftir neinum leik á milli PSV og Newcastle 😉
Takk fyrir ábendinguna, verður leiðrétt hér með. Djöfull getur maður verið fljótur að þurrka vondar minningar út úr skammtímaminninu. :biggrin:
Það er greinilegt að Rafa er sammála þér SStein. Í viðtali á official síðunni segir hann:
Það virðist því vera nokkuð ljóst að Harry Kewell er ekki mikið inni í plönunum hjá Benitez.
Auðvitað er Kewell inn í plönum Rafa. Annað væri bara vitleysa. Ætli Rafa eigi ekki bara við þá sem ekki eru meiddir til langs tíma.
Ég væri til í að sjá Carrager, Hyppia og Agger alla byrja inn á. Annars vona ég að Rafa haldi sig við sömu liðsuppstillingu og á móti Newcastle. Þó mætti Riise alveg byrja inn á.
Áfram Liverpool!
Hössi, á Carragher semsagt að vera í hægri bakverði bara??? Ekki er öll vitleysan eins… langt í það að Rafa setji Carra í hægri bakk “bara upp á flippið” :biggrin2:
Nema þú viljir að hann fari að breyta úr kerfinu sem hann spilar alltaf, 4-4-2, í að spila 5-3-2.
–Reina-
—-CarragherAggerHyypia
—Finnan-Riise—
—-AlonsoGerrardSisssoko
-Crouch—-Kuyt–
Hjalti – ekkert flipp í gangi.
Ég væri alveg til í að sjá Carrager í hægri bakverðinum. Hann stóð sig mjög vel í þeirri stöðu með enska landsliðinu að mínu mati. Þarf ekki líka að hvíla Finnan af og til þó mér hafi fundist hann hafa verið fínn það sem búið er af tímabilinu. Fannst hann reyndar vera að gefa eftir í varnarleiknum á móti Everton og Tottenham á meðan Hyypia var að koma sterkur til baka.
Ég væri alveg til í að sjá Rafa stilla meira upp 3-5-2. Finnst við hafa mannskap í það núna. Virkaði líka vel á móti Tottenham í síðasta leik.
Annars vill ég að sama lið og byrjaði á móti Newcastle fái að spila sem mest + Riise kannski. Vona a.m.k. að Rafa breyti ekki miklu í næstu leikjum.
Áfram Liverpool!
Hössi, núna er ég ekki sammála þér. Það að setja Carragher í bakvörðinn er eitthvað sem ég vil alls ekki. Það er nóg að Steven Gerrard sé ekki að spila í sinni bestu stöðu. Við skulum ekki fara að láta besta miðvörð heims gera það líka.
Það að setja Carra í bakvörðinn er eins og að setja Hössa Þórhalls á kanntinn, ég er ekki hlynntur svoleiðis. Lykilmenn liða eiga að vera í sínum stöðum.
Svo ég segi mína skoðun þá vil ég 4-5-1 og ekkert annað. Við erum með 3 bestu miðjumenn sem til eru að mínu mati (þá spilandi saman – veit ekki um betri miðju) og finnst mér fáránlegt að fórna einum þeirra út eða láta einn þeirra spila annars staðar á vellinum. Ef maður er með öfluga miðju í 4-5-1 þá er það kerfi enginn varnarbolti – heldur gríðarlega gott kerfi sem nýtist gríðarlega varnarlega og einnig sóknarlegar þar sem það lítur út eins og 4-3-3.
Kv.
Stefán – þú hefur greinilega gott vit á fótbolta :wink:.
Ég tel reyndar að það sama eigi við um Gerrard og Carrager. Báðir bestir á miðjunni en þar sem tveir aðrir heimsklassa eru þar einnig þá þurfa þeir oft að færa sig til.
Ég reyndar væri alveg til í að sjá liðið spila 4-3-3 en ég er ekki viss um að ég vilji breyta miklu um þessar mundir því mér finnst liðið vera að spila helv. vel.
Það er alltaf sorglegt þegar heimsklassa leikmenn leikmenn eins og Carrager, Gerrard og Hössi Þórhalls. þurfa að fórna sér fyrir liðsheildina. Ég er heldur ekki hlynntur þannig tilfæringum. Lykilmenn eiga svo sannarlega að vera í sínum stöðum. 🙂
Áfram KA
Kuyt og Bellamy hafa byrjað saman frammi síðustu fjóra leiki á móti PSV, Chelsea, Newcastle og Tottenham svo ef þeir byrja á morgun þá yrði það sá fimmti.
Svona held ég að liðið verði:
Reina
Finnan Hyypia Carragher Aurelio
Gerrard Alonso Sissoko García
Fowler Crouch
Með þetta lið vinnst leikurinn 2-0 og García og Fowler með mörkin.
æi þetta kom eitthvað vitlaust út
:laugh: Ég hef greinilega verið að flýta mér ansi hreint hressilega, var hreinlega ekki að fletta neinu upp heldur gerði eins og ég hélt að hlutirnir væru. Best að grúska betur næst, takk fyrir ábendinguna Snorri.
Er leikurinn okkar óruglaður í kvöld, veit það einhver?
Byrjunarliðið í kvöld verður svona:
Markm: Reina
Vörn: Finnan – Carrager – Agger – Aurelio
Miðja: Gerrard – Zenden – Zabi – Pennant
Sókn: Crouch – Bellamy
Bekkur: Kuyt – Hyppia – Dudek – Gonzales – Fowler
Rise – Sissoko.
_______________________________________
Okkar menn sigra þennan leik 3-0 Mörkin
Gerrard 1 og Crouch 2
___________________________________
Áfram Liverpool
Liverpool byrjar svona:
Reina
Finnan Carragher Agger Aurelio
Gerrard Alonso Gonzales Riise
Kuyt Bellamy
Leikurinn fer síðan 3 0 Kuyt með 2 og Bellamy 1