Liverpool 4 – Spurs 0

Skulum horfa á hana þessa um stund elskurnar mínar!!!
Skulum horfa á hana þessa um stund elskurnar mínar!!!

Eftir úrslit gærdagsins var staðan einföld.

Það voru 7 leikir eftir og ef að Liverpool vinnur þá alla þá munum við vinna 19.meistaratitilinn í sögu félagsins. Ég veit að í gegnum árin höfum við lítið vilja velta þeim möguleika fyrir okkur fyrr en þá þegar tvær mínútur væru eftir í síðasta leik tímabilsins, en það er einfaldlega ekki hægt lengur.

Aldrei síðan við unnum titilinn síðast höfum við átt svona lið og svona stöðu eins og við horfum fram á og það var því afar fróðlegt að sjá hvernig okkar menn myndu bregðast við þessari staðreynd.

Fyrsta prófið um “pressu” sögðu margir og shit hvað við stóðumst það elskurnar mínar!!!

Svona var liðinu stillt upp:

Mignolet
Johnson – Skrtel – Agger – Flanagan
Sterling – Gerrard – Henderson – Coutinho
Suarez – Sturridge

Bekkur: Jones, Allen, Aspas, Sakho, Lucas, Cissokho, Moses

Var ekki viss fyrir leik hvort við værum í rauninni að stilla upp 4-4-2 en það vorum við svo sannarlega að gera. Coutinho leysti inn á miðju á meðan Sterling hélt breidd og við keyrðum á Spurs.

Þessi leikur kláraðist eftir 80 sekúndur. Við unnum boltann á hápressu, fórum upp hægri vænginn þar sem Johnson hljóp utan á Sterling og fékk boltann. Sendingin inn í teiginn var með jörðinni frá Glen og þar kom Younes Kaboul og skoraði fyrir okkur. Stemmingin á vellinum var töluverð en þarna sprakk allt.

Ég vill svo bara draga leikinn stutt saman, Dawson átti fáranlega sending á 25.mínútu til baka sem Luis Suarez át og kom okkur í 2-0. Þannig var í hálfleik og í þeim seinni skoraði Coutinho á mínútu 55 með frábæru skoti utan teigs og Henderson skoraði mark númer 4 úr aukaspyrnu.

Hugo Lloris var langbestur Tottenhammanna og bjargaði þeim frá stærra tapi í dag!

Liðið lék frábærlega sem heild og ég átti erfitt með að velja mann leiksins, fannst stubbarnir okkar bestir, Coutinho tapar naumlega fyrir Raheem Sterling sem ég vel mann leiksins í dag.

En mig langar til að ræða hér aðeins tvö lykilatriði í Death by football sem við urðum vitni að hér í dag og er ástæða þess að við látum okkur öll dreyma um dásemdir vorsins.

Hápressa

Let´s just face it. EKKERT lið virðist lengur ráða við það þegar okkar menn setja upp þessa gríðarlegu pressu frá fyrstu mínútu. Við unnum boltann eftir 8 sekúndur í dag og fórum upp og skoruðum. Næstu 30 mínúturnar lokuðum við á Spurs mjög framarlega og þeir dúndruðu boltanum meira og minna í innkast eða varnarmennirnir okkar fengu boltann á silfurfati.

Síðasta kortérið í fyrri hálfleik finnst mér Rodgers leggja þannig upp að við höldum boltanum, sækjum ekki á mörgum mönnum og linum aðeins pressuna. Það sem mér hefur fundist gerast þegar líður á veturinn er að við ráðum stöðugt betur við þennan hluta, við gefum ekki mörg færi á okkur og stöðugt fleiri eru farnir að þora að biðja um boltann á þessum tíma. Á móti pressum við þó þegar að boltinn lendir einn-á-einn eins og gerðist þegar Sterling hirti hann af Kaboul og Lloris bjargaði ótrúlega frá Suarez. Þá vorum við 3 gegn 6.

Svo hefst seinni hálfleikur og sama pressa byrjar. Í dag settum við mark númer 3, settum númer 2 á Sunderland á þessum tíma…rákum Spurs til baka og þeir áttu ekki breik. Það er svakalegt afrek í raun, óháð því hvað okkur finnst um kaupverð og slíkt þá voru margir flinkir menn í hvítu treyjunum en þessi magnaða vinnusemi allra okkar manna stútaði öllum hugmyndum Spurs um sóknarleik (urðu tómir í augunum eins og vanaðir hestar, tilvitnun í Gunnar á Völlum frá árshátíð LFC-klúbbsins á laugardaginn) og hafa sent stress niður bak þeirra sem eiga eftir að mæta á Anfield.

Boltalaus hlaup og “þríhyrningurinn”

Við pressum boltalaust út um allan völl. En það er ekki nóg.

Ein stærsta breytingin sem ég sé milli ára á þessum leikmannahóp eru hin GRÍÐARLEGU boltalausu hlaup alls liðsins. Við tölum oft um Hendo og Allen en mér finnst við í raun bara geta talað um allt liðið í dag í þessu tilliti. Suarez kemur djúpt, bakverðir leysa inn, markmaðurinn er hiklaust með í spilinu og svona getum við lengi haldið áfram.

Töluvert var talað um tiki-taka þegar Rodgers tók við en núna þegar kjarninn í því spili öllu er að verða augljós virðast færri hugsa um það. Grunnhugsun tiki-taka er að allan tímann þegar þú ert með boltann áttu að hafa minnst tvo möguleika að senda á, og ef þú átt möguleika á sendingu sem annar getur stjórnað og nýtt sér þá tekurðu hana í stað þess að dúndra frá þér.

Skoðið mark númer þrjú. Sjáið hvað við gerum í uppbyggingu þess marks. Það gerist eiginlega allt á okkar varnarþriðjungi þar sem varnarmenn og markmaður hafa þolinmæði í að senda boltann á milli sín og svo velur Flanno rétta tímann til að fara upp með boltann og senda á Coutinho sem klárar.

Held að posession okkar í þessum leik hafi verið 61 – 39 sem eru frábærar tölur. Tottenham voru semsagt inni í reitnum.

Þegar þetta tvennt kemur saman, hápressa með boltalausum hlaupum sem skila einföldum sendingum þá þarftu bara að eiga beittan sóknarleik til að verða með magnað lið.

Og shit erum við með það. Þessi ofboðslegu keyrsluhlaup sóknarlínunnar allrar er martröð fyrir varnir. Suarez, Sturridge og Sterling svo fullir hroka og sjálfstrausts að þeir hafa alltaf trú á því að þeir fari framhjá heilu liði. Coutinho hefur verið magnaður að koma sjálfum sér og senda í eyður, Hendo veit af Gerrard fyrir aftan sig og þorir að keyra inn í teiginn.

Enda vorum við að skora mark númer 89 í dag sem er það langmesta í okkar sögu síðan EPL var stofnsett.

Við vorum í dag að skora a.m.k. 4 mörk í 11.sinn í vetur sem er met í Úrvalsdeildinni. Eins og lítur út núna eigum við séns á að slá markamet deildarinnar, sem er 106 mörk sem Chelsea náði víst.

Suarez sló í dag EPL-met Fowler og hefur 6 leiki til að komast a.m.k. hæsta deildarmarkatímabili Ian Rush. Það er alvöru.

Ég er viss um að við fáum alls konar flotta tölfræði um okkar menn á næstu dögum sem kallar fram enn meira bros því liðið er að ná að draga fram hrikalega margt flott úr sínum leik annað en sigra, mörk og stoðsendingar.

Svona tölfræði fylgir meistaraliðum krakkar!!!

Ég veit okkur finnst erfitt að trúa, en guð minn góður hvað við skulum njóta þess að liðið okkar er efst 1.apríl á deildartímabili. Njótum þess í botn.

Fyrir þá sem trúa á forlögin hefur það einu sinni gerst áður að Liverpool datt úr toppsæti og annan í jólum en hafði náð því fyrst aftur 1.apríl. Það var á tímabilinu 1963 – 1964 og við urðum meistarar.

Úrslitin gegn Arsenal þann vetur???

Það fór víst 5-1!

Njótum…

Now you’re gonna believe us…..we’re gonna win the league”

JÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!!!

133 Comments

  1. Vissuð þið að Liverpool er á toppnum, og það eru 6 umferðir eftir?

  2. Skil ekkert í Gumma Ben, var alltaf að tala um að totthenham hefðu fengið alltof fá stig út úr leikjunum á móti liðunum fyrir ofan sig, en hann minntist aldrei á Liverpool, þeir hafa ekki fengið neitt stig frá liðunum fyrir ofan sig. Skrítið ?

    Annars góður sigur
    YNWA

  3. AWWWWWWWW, SÆLA ! ! Þvílíkir yfirburðir frá fyrstu mínútu til 93 mín. 🙂

  4. Samtals 9-0
    Níu fokking núll.

    Jæja Herra Sherwood, hvernig gekk sálfræðitrixið?

  5. Ég þarf að klípa mig! Er varla að trúa þessum fáránlegu yfirburðum okkar manna á smurfs í dag!

    Þvílíkt lið, þvílíkur þjálfari, þvílíkt rönn!!

  6. Er það venjulegt að maður taki svona stórsigrum sem sjálfsögðum hlut?

  7. Þessi sigur er í einu orði frábær. Svartsýnustu menn (M.a. ég) voru handvissir um að þessi myndi tapast. ALLIR sem fylgjast með fótbolta voru vissir um að Liverpool myndi vinna þennan leik. Við gátum nýtt okkur að Chelsea og City töpuðu stigum og komist á toppinn og Tottenham hafa ekkert getað á móti stóru liðunum. Allt bennti til þess að Liverpool ætti að vinna. Því væri það classic Liverpool að tapa leiknum.

    En þetta fór eins og best var á kosið. Við skoruðum fjögur og erum nú bara þrem mörkum fyrir neðan city í markatölu. Við héldum hreinu, sem er frábært og náðum að nýta mistök Chelsea og City og erum komnir á toppinn. Þessi helgi er 100% success!

  8. Ragnar 28.03.2014 at 17:33
    Ég hef bara ekki trú á að tottenham séu að fara taka okkur á Anfield. Við kjöldrógum þá á þeirra heimavelli.
    Jú er nokkuð viss um að þeir komi dýrvitlausir til að hefna sín en þeir eru mættir í virkið og það verður ekkert auðvelt fyrir þá.
    ég spái að Suarez fari á kostum í þessum leik og við vinnum 4-1.

    Ég var of gjafmildur í þeirra garð greinilega.

  9. Nýr stórhætturlegur drykkjuleikur á ferð sem felur í sér að drekka mikið magn áfengis á mjög skömmum tíma: Einn drykkur eftir hvert Liverpool mark.

  10. Haha Verði þér að góðu Gylfi Sigurðsson utd stuðningsmaður. Líklegasta versta ákvörðun á hans ferli að hafa farið yfir í Tottenham í staðinn fyrir Liverpool. Í hvað fóru annars þessi 100 milljón pund? það var eins og að við værum að spila við lið úr neðri deildunum.

  11. Sælir félagar

    Ég er sáttur við liðið mitt
    Ég er helsáttur við að LFC situr á toppnum í ensku deildinni
    Ég er sáttur við framlag hvers einasta leikmanns í dag
    Ég er sáttur við BR og tel að Bjarni Guðjóns skuldi honum afsökunarbeiðni
    Ég er sáttur við að það eru nokkuð margir fleiri sem þurfa að éta illa lyktandi sokk vegna frammistöðu BR og liðsins á leiktíðinn
    Ég er sáttur við að halda með besta liði á Englandi og þar að auki því liði sem spilar skemmtilegasta fótbolta í Evrópu og þó víðar væri leitað.
    Ég er sáttur

    Það er nú þannig

    YNWA

  12. Þetta var bara arfaslakt, hefðu átt að klára þennan leik 7-0 hið minnsta.

  13. Hvernig væri nú að prenta út samninginn hans Rodgers og fá blekið á ?

  14. Það verður að gefa Tottenham að þeir hafa bætt sig á milli leikja. Þeir láku bara 4 mörkum og það á Anfield. Eitthvað eru þeir að gera rétt 🙂

  15. 30. mars 1964 ……. 3-1 og Liverpool á toppinn, meistarar um vorið. Nú, 50 árum síðar, 4-0 og Rauði Herinn á toppinn.

    Er það að fara gerast??

  16. Frábær sigur og eiginlega aldrei spurning.

    Ég vill samt minna menn á að fara ekki ofhátt upp. Það er alltof mikið eftir og leikir gegn gríðarlega sterkum liðum eins og Man city og Chelsea eftir svo að við verðum að anda rólega.
    West Ham leikurinn verður mjög erfiður því að þeir pakka í vörn, tefja og beita föstum leikatriðum allan leikinn.
    Að komast beint í meistaradeildina væri algjör snilld og frábært tímabil hjá okkur en við höldum áfram að dreyma.

    Mignolet 7 – mjög solid í dag en þurfti ekki mikið að gera
    Flanagan 8 – flottur varnarlega og átti frábær tilþrif þegar hann lagði boltan á Coutinho í 3 markinu
    Skrtel 10 – gæti ekki hrósað honum meira, gerði allt rétt í dag.
    Agger 9 – frábær í dag
    Glen 9 – þetta er frábær leikur fyrir Glen þegar lið koma á Anfield að sækja og nýti hann sér það vel
    Gerrard 8 – stóð sig vel
    Henderson 8 – hlaupin frábær, skoraði (hefði átt að skora annað) og var flottur
    Coutinho 9 – virkilega flottur í dag og skoraði flott mark og var mjög ógnandi
    Sterlin 9 – hraðin og áræðninn hans gerðu það að verkum að Tottenham réði ekkert við hann
    Sturridge 8 – flottur leikur þar sem hann ógnaði með hraða og leikni og sáust skjálfandi hné þegar hann fékk boltan
    Suarez 10 – algjör snillingur. Á fullu allan leikinn skoraði flott mark og var í sér klassa þarna inná.

    6.leikir eftir og þetta hefur verið frábært tímabil og vona ég að við náum að halda áfram að láta drauma rætast.
    Þvílík framför á einu liði á einu ári hef ég aldrei orðið vitni af og er Mignolet eini nýjileikmaðurinn sem er ekki í aukahlutverki.

    YNWA

  17. Snjallt hjá BR að taka Gerrard útaf. Er hann þá kominn fyrir horn í spjaldasöfnuninni?

  18. Fallegasta knattspyrnulið veraldar. Strákar og stelpur kop.is,
    Ég elska ykkur öll :’)

    [img]http://giant.gfycat.com/GrippingFlakyDoe.gif[/img]

    [img]http://i.imgur.com/UYyZAJn.jpg[/img]

  19. Bara jessssss á ekki til orð hversu góðir þeir eru. 🙂

  20. Þvílík unun að horfa á Liverpool-liðið leik eftir leik. Nú er ég farinn að trúa draumnum sem við erum búnir að dreyma í yfir 20 ár að verða meistarar!!!!!!!!!!!!!!!

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  21. Það voru auðvitað ekki hærri laun sem gerðu útslagið hjá Gylfa Sig. Það var planið hjá Tottenham. Hann sér líka ekkert eftir því að hafa hafnað eina manninum sem hefur gefið honum traust og spilatíma í sinni bestu stöðu og reyndi að fá hann til liðs sem er svo miklu stærra en Tottenham að það er ekki hægt að líkja þeim saman. Magnað plan það.

    Algjörlega geðveikur sigur, gerist svo djarfur að benda á pistil eftir sjálfan mig frá því í gær http://www.kop.is/2014/03/29/01.01.55/. Tim Sherwood er ekkert annað en slæm Mini Me útgáfa af Harry Redknapp og spilaði þennan leik fullkomlega upp í hendurnar á Liverpool. Hann sagði fyrir leik að hann hefði í raun ekki gefið Liverpool það mikinn gaum í vetur og hann sannað það með þessu byrjunarliði sínu. Sótti á Liverpool og voila, Liverpool skoraði fjögur mörk.

  22. Yfir mig ánægður í dag!!!
    En Sherwood hefur valdið mér smá hugarangri hélt hann gæti verið ungur og efnilegur stjóri en hann er bara svo langt frá því, hann talaði um fyrir leikinn að pressan væri á Liverpool og þeir hefðu högtað gegn sunderland og okkar menn væru ekki að höndla pressuna, Sunderland hélt okkar mönnum vissulega niðri enda voru 10 til 11 menn bakvið boltan þegar Liverpool sótti okey hvað gerði Sherwood þá hann ætlar að spila sóknarbolta á Anfield í stað þess að læra af Gus Poyet, hann er semsagt clueless.
    Hvað um það frábær helgi fyrir alla Poolara maður þorir varla að láta sig að dreyma en hvað sem verður frábært season við erum aftur komnir í toppbaráttu og vel rúmlega það.

  23. #15 Bjarni Guðjóns er marg oft buinn að segja í messunni að Brendan hafi troðið illlega upp í hann. Síðast í síðasta þætti.
    Djöfull voru samt Liverpool góðir í dag, en það er kannski orðið venjulegt.
    Hvað er met Liverpool yfir flesta sigurleiki í röð? Veit það einhver?

  24. Djöfull elskar Suarez að skora, þvílík innlifun í fagnaðarlátunum.

  25. Besti vinur minn til margra ára var með leik dagsins á hreinu, “Tottenham átti alveg séns svo byrjaði leikurinn”

  26. Mér finnst alltof margir gera lítið úr stórkostlegum leik Liverpool með því að segja að Tottenham hafi verið lélegir. LIVERPOOL bara gjörsamlega yfirspilaði þá svo mikið að það var á tíma vandræðalegt að horfa á Tottenham reyna að spila. 🙂

    Þvílíkir yfirburðir ! ! ! DEATH BY FOOTBALL ! !

  27. Ætli Gylfa hafi fundist það gaman að vera í eltingarleik í 93 mínútur í dag?

  28. Á annari mínútu ákvað Liverpool að máta efsta sætið, síðan fór vel um þá þar.

  29. Flottur leikur. Spilaðist algjörlega upp fyrir okkur. í raun aldrei í hættu þessu leikur. Fannst eins og Liverpool spilaði bara á 50-60% getu. Engin leikmaður sem var lélegur hjá okkur og frekar að það hafi allir verið samstíga. Sterling þó með 2 magnaðar sendingar á Suarez og var að spila einn flottasta leik sem ég hef séð með honum, Sama má segja með Flanagan.

    Enn þvílikur munur á þessum liðum í dag. Fyrir tímabilið þá var maður hugsa hvort Tottenham væri búin að kaupa sér topp 4 til framtíðar. Held að ég hafi aldrei séð eins lélegt og dýrt lið eins og þetta Tottenham er að spila í dag. EF að Gylfi segist ekki sjá eftir því að hafa farið til Liverpool Þá er hann ansi góður lygari. Suarez-Sturridge heitasta framherjapar í enska boltanum…. Ekki nóg með að vera heitasta heldur langbesta framherjaparið í mörg ár. Hvort ætli sé skemmtilegra að spila boltanum á jörðinna í fætur Suarez eða Soldado? Eða gefa háan bolta á Adebayor. Spilamennskan er svo mikið svart og hvítt hjá Liverpool og Tottenham að það er ekki hægt að bera þetta saman plús Liverpool hafa skorað 88 mörk Tottenham 40 mörk.

    Enn frábær leikur…. Toppsætið er okkar. Toppsætið er okkar að verja út leiktíðinna. Þetta er í okkar höndum eins og er 😀

  30. Ég keyrði spálíkönin mín aftur eftir leiki helgarinnar hjá toppliðunum. Í þetta sinn fær Arsenal ekki að vera með:

    Líkan 1
    (Forsendur: Gengi á heimavelli og útivöllum alla leiktíðina)
    Lokastaða:

    1. City 86 stig

    2. Liverpool 84 stig

    3. Chelsea 82 stig

    Líkan 2
    (Forsendur: Gengi á heimavelli og útivöllum árið 2014)
    Lokastaða:

    1. Liverpool 87 stig

    2. City 86 stig

    3. Chelsea 83 stig

    Líkan 3
    (Forsendur: „sigurstranglegra“ liðið vinnur alla leiki sem eftir eru)
    Lokastaða:

    1. Liverpool 89 stig

    2. City 85 stig

    3. Chelsea 84 stig

    Líkan 2 hefur snúist okkar mönnum í vil. Talsvert hlutfall örlaga þeirra mun ráðast þegar Toure-bræður munu berjast en ég horfi líka til leiks City-manna 3. maí. Á Goodison gætu góðir grannar gert greiða þrátt fyrir ofstuðlun.

  31. Apr 6 16:00 BST West Ham United v Liverpool Upton Park Premier League
    Apr 13 13:37 BST Liverpool v Manchester City Anfield Premier League
    Apr 20 12:00 BST Norwich City v Liverpool Carrow Road Premier League
    Apr 27 14:05 BST Liverpool v Chelsea Anfield Premier League
    May 3 15:00 BST Crystal Palace v Liverpool Selhurst Park Premier League
    May 11 15:00 BST Liverpool v Newcastle United Anfield Premier League

  32. Orti hæku af þessu tilefni:

    Rauður er litur ársins
    Glæstur draumur lifnar við
    Risinn er vaknaður

  33. Það er ekki annað hægt en að fylgjast hugfanginn með. Elska þetta lið!

  34. Tókuð þið eftir því að sherwood stóð aldrei upp úr sætinu sínu.
    Sýndi leiknum aldrei áhuga. OG var að spjalla í gsm símann sinn í eitt skiptið.

  35. Mig skortir orð… 🙂 Guttinn minn segir að við verðum meistarar!! Hver er ég að rengja það! 🙂 Hver og einn einasti leikur frá og með þessum verður leikur lífs þeirra sem að honum koma.. Það var einhvernveginn alveg á kristaltæru í dag frá fyrstu sekúndu að Tottenham voru ALDREI að fara að ganga frá Anfield með einhver stig í farteskinu. Bara ekki möguleiki! Koma svo Liverpool… Thank you for letting us dream…. Það eru bara forréttindi að fá að standa á bak við þetta magnaða sóknarlið sem er eins og ljóðlist í sköpun… Poetry in Motion .. 🙂
    YNWA

  36. Sælir meistarar.

    Ég er mikill United maður en ég óska ykkur samt sem áður góðs gengis í deildinni. Rodgers er búinn að búa til frábært lið án þess að eyða eins og City og Chelsea. Tek hatt minn ofan fyrir honum. Vonandi fáum við Roberto Martinez á Trafford. Hann á margt sameiginlegt með Rodgers.

    Ég tek líka hatt minn ofan fyrir ykkur stuðningsmönnum Liverpool. Gegnið í gegnum ýmislegt en alltaf staðið þétt við bakið á ykkar mönnum. Vonandi fáið þið það sem þið eigið skilið í lok tímabils, Englands meistaratitilinn.

    Það var svo sem ekkert meira, vildi bara óska ykkur til hamingju með frábæran árangur á tímabilinu. Án nokkurs vafa skemmtilegasta liðið í ensku í dag.

  37. Við spiluðum reyndar 4-3-3 í dag með Sterling frammi og Coutinho á miðjunni (EKki að það skipti máli, eru allir útum allan völl að vinna á fullu).

    Markametið í deildinni er síðan 103 mörk og miðað við að við höldum okkur í 2.75 mörk í leik að meðaltali endum við með 104.5 mörk. Að sama skapi vantar okkur 8 mörk til að jafna flest mörk á útivelli á einu tímabili (efast um að við náum flest mörk á heimavelli, vantar 20 þar eftir daginn).

    Fyrir þá sem velta fyrir sér spjöldum þá er markið hækkað í 15 á öðrum sunnudegi í apríl þannig að Gerrard er ekki safe ennþá.

    Að sama skapa veit maður ekkert hvernig maður á að hegða sér. Á maður á stökkva á hypelestina eða ekki. Liðið er allavega spila nógu vel árið 2014 til að maður er farinn að trúa.

  38. Yndislegt! á maður að dirfast til að láta sig dreyma….Já held það bara 😀 YNWA

  39. [img]https://fbcdn-sphotos-c-a.akamaihd.net/hphotos-ak-frc1/t1.0-9/10013775_539039236216623_2133897906_n.jpg[/img]

    Make us dream mr. Rodgers

  40. Meiriháttar frábært og algjörlega dóminerandi leikur frá upphafi til enda. Spursararnir sem horfðu á leikinn með mér voru heldur betur ósáttir með sitt lið og sumir hverjir höfðu ekki þolinmæði til þess að klára leikinn …

    Ég var dálítið smeikur þegar ég sá Gung-hó leikaðferðina hans Rodgers en ég er algjörlega búinn að taka kallinn í það mikla sátt að ég gagnrýni ekki lengur liðsvalið hans. En eins og vanalega var hann alveg með þetta og hrikalega gaman að sjá þá snúa við vörninni hjá Spurs gjörsamlega í tætlur í fyrri hálfleik. Og eins og Maggi lýsir þessu þá hægðu okkar menn á tempóinu og kláruðu leikinn álgjörlega án fyrirhafnar.

    Nú er bara að halda áfram, taka leik fyrir leik, gera það algjörlega besta sem er í hverri stöðu og við sjáum þegar maí nálgast hvort einhverjir draumar rætast. Meistaradeildinn var stóri draumurinn fyrir upphaf tímabilsins er búin að rætast og svo er að sjá hvar þetta endar.

    Fyrir mér er 11 maí besti dagur ársins og búinn að vera það síðastliðin 43 ár, og í þau 36 ár síðan ég sá fyrsta leikinn í svarthvítu. Mikið væri gaman að fagna fleiru en bara næsta ári þann dag á þessu ári.

  41. Eitt sem ég var að rekast á er hvað við erum spjalda”fáir” það sem af er, okkar spjaldahæsti maður er Steven Gerrard með 7gul (og má ekki fá gult í næstu 2 leikjum því annars fer hann í tveggja leikja bann).
    Það munar djöfull mikið að hann Súri okkar er búinn að þroskast eins og banani í sólarljósi.
    Bara Cardiff er spjaldminna en við, það munar miklu að vera ekki að elta boltann allann leikinn, tækla til að ná honum og verða pirraður.
    Ég man eftir ákveðnum kantmanni fyrir nokkrum árum sem um jól átti 10 af 20gulu spjöldum liðsins og eina rauða spjaldið.
    http://espnfc.com/stats/discipline/_/league/eng.1/barclays-premier-league?cc=5739

  42. Maður er orðlaus!! Klökkur af stolti. Gráti næst af gleði. Stórkostlegur árangur Liverpool í vetur miðað við mannskap. Ef maður leyfir sér að hugsa…EF liðið vinnur næstu 2 leiki í deildinni eru þeir með titilinn í hendi sér!!!!!!!! Ég trúi þessu varla. En tveir góðir leikir í viðbót og liðið er með titilinn í hendi sér!!!!!!!! Ég bið til Guðs á kvöldin, ég bið til Fowlers og sanngirnisguðanna um að láta draum okkar rætast. Koma svo drengir!!! Fullkomnið kraftaverkið og kláraði þetta dæmi!!! Við eigum það skilið

  43. Ég gefst upp. Ég er hættur að telja upp einhverjar hættur fyrir Liverpool leiki vegna þess að við höfum lent í þeim áður. Þetta lið nennir því ekki og hefur ekki áhuga á að detta í þessa normal tölfræði eins og fyrri Liverpool lið. Þetta lið heldur bara áfram og segir BANG 1-0 BANG 2-0 BANG o.s.frv.

    Ég ætla bara að halda kjafti og njóta enda er þetta lið eins og fallegt málverk. Góðir gestir, hallaður þér aftur í sófanum með gott rauðvín, horfðu og njóttu!!!!

  44. Ætla að leiðrétta hér að ofan.

    Gerrard er með 9 spjöld, ef hann hefði fengið 10 spjöld fyrir 2.apríl hefði hann farið í tveggja leikja bann.

    Það gerðist ekki, næsta skref eru 15 spjöld fyrir lok tímabilsins, svo basically má hann fá gult spjald í öllum leikjum sem eftir eru til vors og þá fá bannið bara á næsta ári…annars skulum við bara halda áfram að dreyma…

  45. Maggi, ertu alveg 100% viss? Einhver talaði um annan sunnudag í apríl sem næsta þröskuld?

  46. Þetta var auðveldara en ég bjóst við. Bjóst reyndar ekki við miklu frá spurs því mér finnst stjórinn alveg úti á túni, er svo ekki með þetta greyið Sherwood og spilaði leikinn alveg uppí fæturna á okkar mönnum. Nákvæmlega ekkert í gangi hjá spurs, andleysi yfir línuna og enginn liðsandi. Held að Sherwood sé svona berjast berjast berjast stjóri og vona það besta. Í dag gleymdi hann reyndar berjast berjast berjast en vonaði það besta…… Semsagt létt og laggott á algjöru sultu liði spurs með hörmungar stjóra. Og að endingu, mikið er ég feginn að við keyptum ekki Eriksen, þvílík sparidúkka pilturinn sá…….

    In Brendan we trust.
    YNWA

  47. Okkar maður hló að tottenham í dag. Yndislegur hann Rodgers okkar.

    [img]http://giant.gfycat.com/IdleRequiredAssassinbug.gif[/img]

  48. Gróa á Leiti tala nú um að Sherwood hafi lent í slagsmálum við leikmann/leikmenn í klefanum eftir leik og það sé búið að reka hann.

    Liverpool, the destroyer of teams and their managers 😛

  49. Frábært sigur hjá okkar mönnum!

    Eitt sem mig langar að koma að vegna umræðunar um Gylfa Sigurðsson.
    Vissulega reyndi Liverpool að kaupa Gylfa, en hálfu ári síðar fengum við til liðs við okkur leikmann sem er bæði yngri og mun betri, Coutinho.

    Að mínu mati hefur Gylfi ekkert að gera í top4 lið á Englandi, hann er bara einfaldlega ekki nógu góður. Skortir hraða, þor og ákveðni. T.a.m. er Eriksen mun betri leikmaður og það hefur sannast á þessu tímabili.

    Liverpool eru bara að synda í mun stærri tjörn í dag en að vera að reyna við leikmann sem kemur boltanum vart á samherja í 90 mínútur og ógnar nánast ekkert.

  50. Afhverju erum við að fagna núna ? City á 2 leiki til góða og þeir munu vinna þá og við því í 2.sæti. City getur hæglega komið á Anfield og spilað uppá jafntefli. Svo klára þeir leikina sína. Við skulum ekki opna kampavínið í dag kæru félagar.

  51. Óþarfi að rakka Gylfa svona mikið, ein af hetjum okkar Íslendinga á síðasta ári 🙂

  52. Var einhver að opna kampavín Nesi?
    Menn og konur eru einfaldlega að njóta stundarinnar og að láta sig dreyma í leiðinni, og það má alveg 😉

  53. Flott frammistaða, vorum betri á öllum sviðum og uppleggið virkaði fullkomlega. Leikmenn Tottenham sáu aldrei til sólar meðan leikmenn Livepool voru hver öðrum betri og spiluðu af krafti og ástríðu.

    Sterling er í dauðafæri á að verða heimsklassa leikmaður, virkar nú sem fullþroskaður knattspyrnumaður strax á 20. aldursári. Hann og Coutinho voru eins og dósahnífar í dag. Flanagan átti stórleik og það er allt annað að sjá Johnson, nú þegar hann virðist ganga heill til skógar. Flott utanhlaup hjá honum í fyrsta markinu. Sterling var hins vegar svo góður að það var nánast óhugnanlegt og hann er vel að maður leiksins nafnbótinni kominn.

    Ég sé engin merki um að mörkin hætti að flæða, svo framhaldið veltur að verulegu leyti á vörninni og Gerrard. Þeir leikmenn eru allir með risastórt Liverpool hjarta og enginn mun leggja sig meira fram í lokatörninni en SG, það er alveg ljóst.

    Að lokum – ætli Hodgson hafi vit á að nota þessa miðju og sókn á HM? Þarf “bara” að skipta út Suárez (Rooney) og Coutinho (þar koma fleiri til greina). Örugglega mikið vænlegra til árangurs en einhver samtíningur.

  54. Rétt hjá þér Daníel. Gerrard má ekki fá gult á móti WH þá fer hann í tveggja leikja bann. En frábær leikur og maður lætur sig dreyma 🙂

  55. Nesi Cool #69 leikur nr 2 héðan í frá er á móti city, vinnist hann…tja, þá er ekki víst að city fari í 1.

  56. Glæsileg helgi – njótum hennar vegna verðleika okkar manna. Þvlík vinnsla og óeigingjörn hlaup

    Við vildum fá Gylfa á sínum tíma en hann kaus að fara annað. Kannski var það raung ákvörðun hjá honum. Það er hans mál en við skulum ekki núa honum nasir með þá ákvörðun. BR þurti þá að leita annarra leiða. Mér sýnist vel hafa tekist.

    Rýnum til gagns!

  57. Fyrir þetta tímabil hljómaði mín bjartsýnasta spá upp á bullandi baráttu um 4 sætið og allt annað yrði stór plús.

    Í dag er rík ástæða til þessa að fagna, við erum á toppnum, erum á stað sem fáir Poolarar höfðu trú að við yrðum á þetta tímabil og ofan á það erum við spila fáránlega skemmtilegan bolta.

    Ég ætla sko barasta að trúa á að við getum klárað þetta, ég ætla að fagna, ég ætla að gleðjast og ég ætla að vera jákvæður, bjartsýnn og ég vona að ég geti opnað kampavín oft títt næsta mánuðinn vel fram á sumarið.

    Þetta er í okkur höndum eða eins og vitleysingurinn Charlton Heston sagði einu sinni (stílfært): “……..come and pry it from our cold dead hands”

    Við erum Liverpool, við trúum!!

  58. Stjáni Guð. 67. Þeir voru 11 tottenham mennirnir sem voru löðrungaðir í dag, en það var ekki sálfræðitryllirinn Tim sem sá um það.
    #Theycame4nothing

  59. Hehehe tekið af síðunni spurs.is rétt fyrir leik.

    Eru menn ekkert byrjaðir á trashtalk-inu við Liverpool félagana? Við fáum loks tækifæri til að svara fyrir 0-5 tapið á WHL. Ef við horfum 1 leik aftur í tímann þá erum við á fínu rönni, og þrátt fyrir að þeir séu að skora 3,5 mörk að meðaltali í leik í síðustu 6 leikjum og töpuðu síðast á heimavelli 21. sept 2013 þá eru möguleikar þeirra ansi takmarkaðir gegn feikisterku liði Spurs…..

  60. Athyglisvert….Var að horfa á MOTD á BBC og þar segir Tim Sherwood að ástæðan fyrir því að hann sat upp í stúku en var ekki niður á velli er sú að hann vildi sjá leikinn ,,betur” til þess að getað LÆRT… Og hann sagðist hafa lært helling haha!…

  61. Kommon, afhverju eru sumir sem æpa á aðra um að “halda sig á jörðinni” City á leiki til gôða og blabla.. og hvað..!?

    Í dag er ástæða til að gleðjast, .. og ef ekki?? tja þá er það bara eins og að gleðjast ekki á brúðkaupsdaginn sinn afþví að einhver tölfræði segir að hjónabandið gæti endað í skilnaði einn daginn??

    Njótið augnabliksins! YNWA

  62. Maggi, allar síður sem ég fer inná segja að Steven sé með 7gul spjöld, er talið saman spjöld fyrir deild og bikar í þessum 9 stykkjum?

  63. Sé að ég hef lesið vitlaust, las þetta sem 2nd April en ekki annar sunnudagur í apríl.

    Þýðir semsagt að Gerrard þarf að sitja á strák sínum lengur, en þá það. Hann veit hvað hann þarf að varast og vonandi mennirnir í kringum hann líka!

  64. Það yljaði mér í hjartarótum að sjá Suarez benda og benda á Henderson þegar allir fóru að fagna markinu með Suarez. Suarez hefði auðveldlega getað eignað sér þetta mark og stytt biðina í markakóngstitilinn en honum þykir vænna um liðsfélaga sina!

    YNWA

  65. Skysport segjir 9.gul spjöld og Rodgers segjist hafa rætt við Gerrard um að passa sig að fá ekki spjald svo að hann verður að passa sig gegn West Ham og Man City.

    Það er alltaf gaman af vera Liverpool maður því að við erum svo miklu miklu meira en bara einhvern fótboltaklúbbur. Það er sagan, hörmungar, sigrar og ósigrar sem hafa gert okkur að þessu stórveldi og eiginlega fótboltafjölskyldu.

    Undanfarinn ár hefur slæmt gengi gert manni lífið leit en alltaf styður maður klúbbinn sinn og núna þegar vel gengur þá ætlar maður að njóta þess og það getur engin stöðvað mann í því.

    YNWA

  66. Skemmtileg athugasemd við match reportið hjá goal.com:

    “Every Liverpool performance make me tingle with happiness …….i’m an arsenal supporter…..but the way Liverpool play their hearts out each game trying to prove all the critics wrong and with an absolutely marvelous crowd cheering them on just makes me so want to see them do well….i really really really hope they win the league for all the heart,spirit and character they have shown…..punching above their weight and yet coming out so strong….Liverpool exemplify the word ‘heart’,…….and have much more substance and spirit to their play than most teams…..go on liverpool ….win the league…..you are the hope of the neautrals……the hope that spirit can prevail over filthy oil money!…..go win it!”

  67. Emmet Kennedy @Emmet_Kennedy
    How dare Tim Sherwood punch Dawson. That’s outrageous behaviour. It’s not like Dawson can defend himself… Ba-Dum-Tish #THFC #LFC #

  68. Þetta lið er bara algjörlega frábært á að horfa. Hvort sem við munum ná að landa titlinum eða ekki (við munum landa honum!) þá er þetta tímabil búið að vera algjör draumur og fram úr þeim væntingum sem maður hafði í byrjun.
    Virkilega gaman að sjá hvernig allt liðið er að berjast um allan völl. Ungu strákarnir að spila eins og reynsluboltar sem hræðast ekki neitt og að sjá Sterling þarna undir lokin þegar hann skýldi boltanum fyrir Dembele (held að það hafi verið hann), sér tvöfalt stærri mann án þess að hafa nokkuð fyrir því. Magnað!

    p.s. náið ykkur í filmon.tv appið til að sjá MOTD beint á BBC og reyndar aðrar opnar rásir í UK. Reyndar var varla horfandi á það í kvöld með Lawrenson, sem reyndi m.a. að þakka Mourinho, hversu góður Rodgers er í taktíkinni..

  69. …. og svo átti ég að sjá um matinn, fór á “take away” pantaði og borgaði og fékk pöntunarnúmer ………. NR 01 !!!!
    Klárlega sign/omen/fyrirboði/forlög/örlög/vísbending/….. !!!

  70. Hélt því alltaf fram að sálfræði sé mikilvægari í fótbolta en hæfileikar, maður getur eytt peningum í nýja leikmenn sem eru metnir vegna hæfileika, en skitið svo á sig þegar maður uppgötvar að hugarfarið getur maður ekki keypt.

  71. Gaman að því að þetta er Liverpool liðið sem Tim Sherwood talaði um sem “One man team”… lítum á mörkin og fleira úr leiknum:

    Glen Johnson leggur upp mark sem Kaboul setur í markið
    Michael Dawson leggur upp mark sem Luis Suarez skorar
    John Flanagan leggur upp mark sem Coutinho skorar
    Luis Suarez vinnur aukaspyrnu sem Jordan Henderson skorar úr
    Þar að auki stjórar Steven Gerrardspilinu frá A til Ö og Martin Skrtel og Daniel Agger eru 100% öruggir í vörninni og eiga flott varnarblokk og Simon Mignolet á flottar markvörslur.

    Góð greining herra Sherwood 🙂 Þetta hlýtur að vera skilgreiningin á “One man team”.

  72. Og afsakið ég gleymdi að nefna að Raheem Sterling var maður leiksins 🙂 og eini maðurinn úr byrjunarliðinu sem ég er þá ekki búinn að nefna er Daniel Sturridge sem átti kannski ekki besta leik sinn en er búinn að setja 20 mörk á tímabilinu. Þetta hlýtur að vera “One man team” 🙂

  73. Afsakið fjöldapóstið en mér finnst gaman að vekja athygli á fyrsta markinu. Tottenham byrjar með boltan og eftir 4 sekúndur erum við búnir að vinna boltann. Á tuttugustu sekúndu komst Tottenham í snertingu við boltann en eru búnir að tapa honum 3 sekúndum síðar. Næsta skipti sem þeir snerta boltann er þegar Younes Kaboul setur hann í eigið mark. Þetta er æðislegt “death by football” á 97 sekúndum 🙂

  74. Liverpool hefur skorað 20% af þeim mörkum sem Tottenham hefur fengið á sig.

  75. Stórkostlegur leikur. Aldrei hefði ég trúað að þetta lið gæti unnið 8 leiki í röð. En fyrst þeir eru byrjaðir þá er allt eins gott að taka 6 í viðbót. Meistaradeildarsætið svo gottt sem tryggt en viljum við ekki eitthvað meira ef það býðst?

  76. Dásemdin ein.

    En það er fleira sameiginlegt með þessu tímabili og 1963-64 (fyrsta sinn sem Shankly vann deildina): “In Suárez and Sturridge, Liverpool have two players to score 20 league goals or more in a season for the first time since Ian St John and Roger Hunt 50 years ago. Shankly’s championship breakthrough also featured 1-0 and 3-0 wins over Manchester United and, on this day half a century ago, Liverpool beat Tottenham at Anfield to go top of the table.”

    Þetta er skrifað í skýin, félagar. Svo einfalt er það.

  77. Ég er sammála því að Gylfi Sig eigi alla virðingu skylda en þetta er samt smá skemmtilegt (tekið af Guardian):

    Tim Sherwood made one change to the Tottenham team that beat Southampton 3-2 last week, bringing Gylfi Sigurdsson, who got Spurs’ late winner that day, in for Mousa Dembélé. The Iceland international had the chance to join Liverpool from Swansea in the summer of 2012 prior to opting for Spurs. The decision made sense at the time but two years on Tottenham and Sigurdsson find themselves in a state of uncertainty while Liverpool are soaring. Here the 24-year-old laboured in a central-midfield position, barely able to get close to the buzzing, confidence-brimming players in red around him, and as he chased shadows Sigurdsson may well have mused on what could have been.

  78. Þegar ég sá uppstillinguna hjá Spurs fyrir leik sá ég Gerrard fyrir mér – “All the best”.

  79. Vantar smá að laga í skýrslunni… possession 71-39 = 110%

    En hólý mólý hvað er gaman að sjá gengi liðsins!

  80. Guardiola: “I’m happy Liverpool are coming back because they are awesome. It’ll be good for the Champions League next season.”

  81. #112 – ef að þetta yrði – kræst! ég myndi setjaf stað landssöfnun upp í kaupverðið. hann er leftbakkinn í ellefu manna heimsliðið mitt. hrikalega flottur. hrikalega!

  82. Gary Neville á Monday Night Football… 🙂

    “And when asked if he was looking forward to working on the April 13 showdown for Sky Sports, the former Manchester United full-back replied: “Liverpool v Man City for the title? It’s like having a choice of two blokes to nick your wife…”

  83. Við poolarar óskum auðvitað Guðlaugi alls hins bezta í lífinu. Hitti á hann og mömmu hans í Árhúsum (já þetta heitir Árhús 🙂 þegar hann var að skrifa undir hjá AGF og þótti þetta heldur betur merkilegt því ég þekkti ekkert til hans frá Íslenska boltanum og stuttu seinna var hann kominn til LFC. Núna á hann bara eftir að spila með Dortmund til að fullkomna þrennuna fyrir mér 🙂

  84. For ad hugsa ef Brendan tekur Fergusoninn a tetta og verdur stjorinn naestu 30 arin. Okei, enska landslidid bankar abyggilega nokkrum sinnum a hurdina en madur hefur varla sed enskan stjora koma svona a sjonarsvidid adur. Hann er einfaldega bjargvaettur enska fotboltans. Held ad vid eigum eftir ad sja helling af copycats nuna hvernig hann fer ad tessu.

    Mer personulega fannst ekkert varid i Swansea og 4-3-3 kerfid hans med fljota kantmenn. En hja Liverpool eru svo miklu betri fotboltamenn og tad virdist illvidradanlegt ad stodva tetta.

    Afsaka textann

  85. Sælar elskurnar.

    Ekki leiðinlegtnúna, seiseinei.

    Hvað hann heitir nú aftur, þjálfari Þrándheims, sat á bekknum til að “læra” í stað þess að góla og garga á hliðarlínunni eins og honum bar að gera. Harla sjálfhverf afstaða hjá manni sem á ekki mikla framtíð fyrir sér með þessu liði. Hvað um það, punkturinn er þessi: okkar menn geta lært mikið af óförum þeirra svarthvítu.

    100 millj. punda innkaup gerðu lítið fyrir Þrándheim. Það hlýtur að vera áminning til BR og félaga að velta því ekki einu sinni fyrir sér að selja nafna fyrir einhverjar stjarnfræðilegar upphæðir til þess að geta svo skokkað um rekkana með innkaupakerruna og fyllt hana af and- og sálarlausum málaliðum. Best að gleyma öllum slíkum vangaveltum. Byggja á því sem við eigum, nýta aurana fyrir CL til að kaupa tvo eldsnögga og skapandi fúllbakka og halda svo áfram að dekstra mannskapinn okkar og bæta það sem við eigum. Þeir eiga það ekki skilið að vera hent út úr liðinu fyrir einhverjar brilljantínstjörnur.

    Við sjáum líka að bekkurinn er ekki eins gisinn og hann hefur oft virst vera. Ekki amalegt að geta sett inn vinnuhesta eins og Allen og Lucas. Sakho er ósár en óhreyfður (eins og við börmuðum okkur vegna fjarveru hans hér fyrir skömmu). Lánsdrengirnir koma svo aftur reynslunni ríkari og með blóðslefuna lekandi niður skoltana – hungraðir í að fá að ganga inn í hringinn með þessum sigurvegurum. Þetta er ekki svo slæmt, eftir allt. Auðvitað verður leikjaálagið meira nú þegar CL bætist við prógrammið og vafalaust verður sami stemmarinn í gangi í bikarnum sem þýðir fleiri leiki þar. En best er að fara varlega í innkaupin og glata ekki balansinum í liðinu. Það sýna ófarir Þrándheimsmanna okkur.

    Sálir verða hvorki seldar né keyptar hvað sem líður viðskiptum Sæmundar og kölska.

    Nú taka við tveir erfiðir leikir og sá fyrri verður svínslega erfiður. Í hann þarf allt annað mændsett heldur en í rimmunum við þessi fyrrum stórlið sem við höfum unnið svo fallega. West ham á eftir að verða ólseigt í munni. Sú tugga verður seinmelt og gömlu púlararnir í purpurakápunum eiga ekki eftir að gefa neitt eftir. Miðborgarliðið frá Manchester verður svo auðvitað líka stór prófsteinn. Hef samt sem áður ekki eins miklar áhyggjur af þeim leik og tuddunum hans Stóra-Sáms. Söngvarnir á Anfield eiga eftir að mýkja beinin í lattelepjandi miðbæjarrottunum ljósbláu, og vonandi verða þeir eins stirðfættir og Kabúl, Dawson og félagar að Sigurðssyni ógleymdum (karlanginn!).

    En ég óttast hið versta á sunnudaginn kemur þegar okkar bíður gestaþrautun þunga með 11 varnarmönnum og tröllvöxnum framherjum sem fá himinháar sendingar af eigin vallarhelmingi.

    Ætla að leyfa angistinni að leika um taugakerfið, alveg þangað til sannleikurinn birtist upplýstur á stigatöflunni. Hef gert það hingað til.

  86. 118 við skulum nú ekki fara gera Rodgers að Englending þegar hann fæddist í Norður-Írlandi 🙂

  87. @120: og ekki bara einhvern Íslending, heldur þann sem var á bekknum í landsliðinu!

  88. Ég er alltaf að skoða töfluna og næstu leiki. Þetta hefur ekkert breyst í dag og í gær. Þetta hlýtur að heita eitthvað ? Toppvandamál ?

  89. Í fyrsta skipti í langan tíma finnst mér eins og það skipti ekki lengur miklu máli hvaða leikmenn við fáum í næsta glugga – Brendan er búinn að leggja grunn að einhverju stórkostlegu sem snýst ekki einungis um gæði leikmanna eða leikkerfi, heldur eitthvað miklu stærra – sýn á leikinn – viðhorf í leiknum sem leikmenn laga sig að – samheldni – einingu – NÝTT TÍMABIL Í SÖGU KLÚBBSINS ÞAR SEM LIVERPOOL NÆR NÝJUM OG GÖMLUM HÆÐUM! YNWA

  90. Sælir félagar!

    Vitið þið um síðu þar sem ég get horft á þáttinn með Carra og Neville systurinni á Sky?

  91. Við skulum ekki missa okkur í bjartsýninni, við höfum til dæmis ekki unnið leik gegn liðum fyrir ofan okkur í deildinni.

  92. Og það sem verra er er að öll þau stig sem við höfum tapað er á móti liðum fyrir neðan okkur

  93. Mikið er ég feginn að smurfs eyddu öllum þessum 100 milljónum punda í sumar og eru auk þess að yfirborga launapakka hægri og vinstri.

    Þetta er það sem ég vonaðist svo mikið til og hef haft mikla trú á hjá FSG og Brendan Rodgers. Með framtíðarsýn, alvöru þjálfara og stjórnendum að þá er hægt að gera stórkostlega hluti. Meira að segja með örþunnan hóp leikmanna sem er þriðji yngsti í PL, að meðaltali.

    Nú er bara spurningin, getum við haldið þessu momentum áfram? Svarið er klárlega JÁ en það þarf ekki mikið til að svona sigurganga stöðvist, einn slakur leikur, óheppni eða súperleikur hjá einstaka mótherjum. Hins vegar hef ég bullandi og baulandi trú á strákunum okkar og þeir tækla aðstæðurnar hárrétt. Taka einn leik í einu, minnka pressuna á sjálfa sig og njóta þess að vinna saman og hafa gaman að.

    Þetta eru stórkostlegir tímar hjá okkur!

    Mikið hrikalega væri ég til í eitt stykki hlaðvarp núna! 🙂

  94. Þegar Gary Neville var spurður um hvort hann vildi að man city eða Liverpool myndu vinna titilinn þá svaraði hann því að það væri eins og að velja á milli tveggja gaura til að hoppa á konuna sína.

  95. @ 126

    Það er auðvita ekki hægt að vinna liðinn fyrir ofan okkur þegar við erum á TOPPNUM.

  96. Það er mögnuð skemmtun að sjá sitt lið spila svona skemmtilegan bolta. Ég þakka fyrir það fyrst og fremst. Nú sést hvað hlutur eins og sjáflstraust er magnað. Menn bara vita þó þeir lendi 1-0 undir á útivelli að þeir vinna leikinn. Ég vona að þetta haldi áfram. Við skulum njóta þess að vera á toppnum og vonandi heldur það áfram. Það skiptir samt engu hver er á toppnum núna ef það endar öðruvísi, man engin eftir því þegar tímabilið er búið. Þannig að allt þarf að ganga upp. Meiðsli, áframhaldandi sigrar á heimavelli gegn City og Chelsea verða ekki auðsóttir en með svona frammistöðu getum við sigrað þessi lið þó þau séu sterkari á pappírunum fyrir mótið. Sú er ekki aldeilis staðan alltí einu núna! Það sem er svo frábært er að menn eru rólegir yfir þessu. Rogers tekur 1 leik í einu sama á hverju bjátar og hann hefur aldeilis farið fram úr björtustu vonum á svona stuttum tíma!

    Höldum í vonina og trúum. Ég trúi en förum ekki framúr sjálfum okkur með yfirlýsingar. Tökum þetta leik fyrir leik og fögnum í lokin 🙂

Byrjunarliðið mætt

Aprílgabbið!