Man U á morgun!

Jæja… Man U á morgun. Þetta er að mínu mati næst stærsti leikurinn á tímabilinu á eftir leiknum gegn saman liði á Anfield. Þeir hafa alltaf verið liðið sem ég hef talið erkióvin númer eitt, á undan Everton, og þeir eru auðvitað á undan Chelsea þrátt fyrir að ég hati það félag líklega meira.

Það þekkja allir ríginn á milli þessara félaga sem eru ekki nema í hálftíma akstursfjarlægð frá hvort öðru. Það andar köldu á milli þessara risa í enska boltanum og ljóst er að leikurinn á morgun verður magnaður.

Man U hefur unnið helmingi fleiri leiki í deildinni en við, sex talsins, eru í efsta sæti átta stigum fyrir ofan Liverpool. Sigur þeirra á morgun þýðir að munurinn á liðunum eru ellefu stig sem þýðir að við getum endanlega gleymt Englandsmeistaratitlinum í ár.

Síðasti sigurleikur okkar á útivelli var á síðasta tímabili. Það var í lokaleiknum gegn Portsmouth. Við höfum tapað fyrir Chelsea, Everton og Bolton í síðustu þremur útileikjum, án þess að skora mark og nú eru 290 mínútur siðan við skoruðum á útivelli.

Leikurinn verður líka sérstakur fyrir mig. Kærastan mín er harður stuðningsmaður Man U. Ég veit… úfff…… hún er samt sem betur fer ekki svona stuðningsmaður sem heldur með þeim af því stóri bróður hennar heldur með þeim eða af því ákveðinn Portúgali ?er svo myndarlegur.?

Nei, hún er brjáluð! Á góðan hátt… hún veit allt um sögu liðsins, hefur farið út á leik og hefur svo sannarlega skoðanir á öllu í kringum félagið. Það er hugsanlegt að hún elski félagið sitt meira en ég elska félagið mitt. Nei ok, við skulum aðeins róa okkur á sleggjunum, en þið skiljið hvað ég meina.

Hún er hrædd fyrir leikinn. Ég bauð upp á veðmál sem tengdist treyjunum okkar en hún þverneitaði. Ég held samt að ég sé hræddari en hún… ég hef ótrúlega litla trú á því að við munum vinna þennan leik, því miður. Það skal tekið fram að hún mun fara heim áður en leikurinn hefst á sunnudaginn, það er ekki fræðilegur möguleiki að við getum horft á leikinn saman.

Man U hefur verið að spila vel á tímabilinu á meðan við höfum ekki náð okkur almennilega í gang. Okkur hefur gengið ömurlega á útivöllum, andstæðingar okkar eru mjög sterkir á heimavelli. Það er allt á móti okkur en það er kannski bara af hinu góða?

Ég veit það ekki. Hvað sem líður hlakka ég til að sjá leikinn, mann hlakkar alltaf til þegar liðið manns er að fara að spila. Vá hvað ég á samt eftir að vera stressaður….

Þessi leikur skiptir svo ótrúlega miklu máli að það er ekki fyndið. Ekki bara fyrir Liverpool, félagið okkar, heldur munu allir Púllarar eiga erfiðan mánudag ef liðið tapar. Já og erfiða viku. Og svo framvegis….

Ég held að leikurinn á morgun muni vinnast á miðjunni. Ég er kannski ekkert að finna upp hjólið en þetta er það sem ég held. Ég vona innilega að Steven Gerrard, sem spilar sinn 350. leik fyrir Liverpool á morgun, verði inni á miðri miðjunni. Það er þó líklega borin von þar sem Momo Sissoko þrífst á svona miðjuhnoðs leikjum. Hvað sem líður er ég á því að Gerrard verði að eiga góðan leik ef við ætlum okkur ekki að tapa…

Ég ætla að spá byrjunarliðinu svona:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise

Gerrard – Sissoko – Alonso – Aurelio

Bellamy – Crouch

BEKKUR: Dudek, Agger, Warnock, Pennant, Kuyt.

Það þarf svosem ekki að rökstyðja þetta, það er hvort sem er ólíklegt að þetta sé rétt… Kristján benti á góða punkta hvað Crouch varðaði á gær

Mín spá: Þrátt fyrir að ég sé kannski ekki bjartsýnn er ég ekkert að fara að spá okkur tapi í þessum leik. Ég ætla að spá þessu 0-0 jafntefli, í leik fárra marktækifærra. Semsagt, frekar leiðinlegum leik…. Vonum svo að ég hafi rétt fyrir mér og Crouchy hirði td öll stigin þrjú í leiknum.

YNWA

21 Comments

  1. Pæling hvort að hann hafi ekki verið að hvíla Kuyt í vikunni, svo hann yrði örugglega heill og góður fyrir leikinn á morgun. Ég ætla að spá því, þar sem Kuyt er nú einu sinni mun betri, bara í fótbolta, þótt Crouch haldi bolta kannski betur á meðan liðið færir sig framar.

    Síðan vona ég nú innilega að Agger byrji, en ekki Hyypia, sé Agger heill. Þó svo að Hyypia hafi verið ágætur gegn Bordeaux, þá hefur hann annars verið slakur þegar hann hefur spilað. Ef maður lítur á flest mörkin sem Liverpool hafa fengið á sig þegar hann er í vörninni, þá má oftast rekja þau til einhverra mistaka Hyypia.

    En það er alveg mögulegt að stela stigi af Man Utd núna. Þeir eru ekki jafn góðir og fólk vill meina. Eru búnir að vera svo lánsamir að byrja tímabilið á því að keppa við frekar lélega mótherja.

    Það er bara helst að vona að Wayne Rooney verði ekki frábær og hann var gegn Wigan 🙂

  2. Ætla bara að halda áfram í mínu bölsýniskasti og segja að þessi leikur tapist. Það gekk svo vel síðast.. 😉

  3. þettað með hyypia er ekki alveg rétt finst mér þó svo að megi rekja mörk(ath rekja)til hans þá hafa reina&carr gert mörg mistök(skorað sjálfsmörk og ekki gripið boltan) og þarf ekki að rekja þau,hyypia skilar bolta mjög vel frá sér í flestum tilfellum en ég er sammála að agger má spila oftar og þá á kostnað hyypia eða carr en LIV VINNUR :biggrin:

  4. ég vona að fann fari bara í 4-5-1 með xabi momo og SG á miðjunni og garcia á hægri, aðallega vegna þess að það virkaði fínt í fyrra og þetta 4-4-2 er ekki alveg að ganga í augnablikinu á útivelli.

    EEEENNNNN ég trúi því að Rafa veit best

  5. Frábær upphitun, Hjalti hinn þjáði! :laugh: Ég hef nú oft gert konuna mína fúla með fótboltaglápi (hún er hlutlaus og skilur ekki hvernig ég nenni þessu) en þú ert í talsvert verri málum. Ef við vinnum á morgun veit ég allavega um einn Íslending sem ekki stundar kynlíf fram að mánaðarmótum … :tongue:

    En aftur að leiknum. Eins og þú segir, þá er gjörsamlega allt á móti okkur í tölfræðinni fyrir þennan leik. Allt. Það er á svona stundum sem ég sakna Danny Murphy óstjórnlega mikið. Hver veit nema hinn “Nýji Danny Murphy” stígi upp á morgun og tilkynni sig? Aurelio tekur aukaspyrnurnar frá vinstri, kannski er hann maðurinn til að stela þessu fyrir okkur?

    En já. Í ljósi þess að við töpum alltaf á útivelli fyrir hinum þremur stóru væri ég himinlifandi með hundleiðinlegt, markalaust jafntefli á morgun. Vona bara svo innilega að þessi leikur tapist ekki.

    Come on you Reds!

  6. Þetta verður barnaleikur fyrir United. Þeir eru því miður bara betri á öllum sviðum. Eini maðurinn hjá okkur sem kæmist í liðið hjá þeim væri Gerrard 🙁

    Vona að þetta verði allavega ekki niðurlægjandi fyrir okkur

  7. Bull, þessar rimmur eru óháðar stöðu liðanna í deildinni á hverjum tíma.

  8. Jesus bobby – ertu að grínast? Viltu sem sagt meina að Nemanja Vidic gæti haldið Jamie Carragher og Daniel Agger fyrir utan liðið? Að John O’Shea, Michael Carrick og Paul Scholes gætu haldið Xabi Alonso og Momo Sissoko í varaliðinu? Að þeir hefðu nákvæmlega engin not fyrir Crouch, Bellamy og Kuyt?

    Að Riise, Gonzalez og Aurelio kæmust alls ekki í liðið af því að Park Ji-Sung og Ryan gamli Giggs eru ómissandi?

    Vá … það er eins og við séum ekki einu sinni að tala um sömu íþróttagreinina. Ég er ósammála þér, vægast sagt … :laugh:

  9. Leikurinn ræðst algjörlega á því hvernig Rafa ætlar að stilla upp liðinu. Kuyt er orðinn mikilvægur hlekkur í framlínunni og ég væri til í að sjá 4-5-1:

    –Kuyt

    —-Bellamy-Garcia

    Alonso—-Gerrard—-Mómó

    Riise—Hyypia—Carragher—Finnan

    Ég vil sjá Bellamy og Garcia tengja saman sóknina og miðjuna og gefa Gerrard leyfi upp völlinn með Alonso ðg Mómó að éta upp allt fyrir aftan og vörnin álíka traust og venjulega.

    Eitthvað finnst mér eins og Rafa sé á því að taka sénsa en samt ekki.

  10. hvað er að ykkur LIV hefur ráðið gang mála í flestum leikjum en þeir ná ekki að skora framherjar þurfa að skjóta að marki en ekki gefa hann aftur Ian skaut og skaut og 20%rataði inn enda markaskorari LIV þetta kemur á morgun LIV vinnur :laugh:

  11. Held að það sé alveg klárt að við erum ekki með slakari hóp en Man U. Þeir eru hins vegar á siglingu en við ekki. Við eigum ekki að fara í þennan leik með það fyrir augum að jafntefli séu góð úrslit. Við eigum ALLTAF að hugsa um sigur gegn Man U. Held að sú sælutilfinnging sem maður upplifir við sigur gegn erkfifjendunum slái flest annað út. Við tökum þennan leik á morgun og ekkert kjaftæði!! 0-1 og Alonso með sigurmarkið.

  12. Spurning samt með Aurelio á kantinum, hann er góður leikmaður, en er samt á sínu fyrsta tímabili í ensku deildinni. Hefur ekki alltaf verið of góður, þá sérstaklega varnarlega séð og það er nokkuð öruggt að við þurfum að verjast vel.

    Held að Zenden komi inn á vinstri kantinn, hann er með meiri reynslu af leikjum í ensku deildinni og það er það sem við þurfum á móti “manstu eftir united”.

    Þess vegna held ég líka að Hyypia verði í vörninni en ekki Agger, bara spurning um reynslu í svona stórleikjum.

  13. er voðalega spenntur get ekki sofið, hvað meinar rooney skemmtilegast að vinna liv? hann hefur aldrei unnið LIV ekki með m u eða everton hvað er að þessum blaðamönnum eða þá rooney sjá þeir ekki bullið eða er ég ruglaður?fer ég með rugl??

  14. verð að segja ykkur einn,bjarni fel var beðinn að giska á LIV & M U, Bjarni:liv vinnur en ég held að mu taki þettað,blaðamaður: þettað er ekki hægt Bjrni:jú jú LIV & M U eru ekki að keppa saman PS er ennþá vakandi :laugh:

  15. Einsi kaldi: Rooney skoraði nú um daginn gegn liverpool í 1-0 sigra þeirra.

  16. Godan dag kæru félagar.

    Ég er næstum viss ad LIVERPOOL muni koma á óvart í dag, med hørku og krafti munum vid sigra.

  17. halló liv hefur ekki splað við mu á þessu tímabili nema að það hafi verið á þínu tímabili JESUS(ÁRIÐ 0)

Föstudagsmolar

Liðið komið – Crouch á bekknum!