Reading á morgun (uppfært)

Eftir vonbrigði helgarinnar líður sem betur fer ekki á löngu þar til við fáum tækifæri til að rétta úr kútnum. Við mætum Reading í enska deildabikarnum annað kvöld. Því miður veit ég ekki hvort að hægt sé að sjá leikinn einhversstaðar, veit það einhver?

Allavega, það er ekki laust við að ákveðin þynnka sé enn í manni eftir helgina. Leikurinn var skelfilegur en í raun má segja að það verði ekki sama lið sem fái að bæta sig þar sem Rafa mun eflaust geta fuuuullt af breytingum á byrjunarliðinu.

Ég veit ekki með þessa keppni, held reyndar að hún sé bara fínt tækifæri fyrir minni spámenn, í það minnsta til að byrja með. Okkar mönnum hefur gengið vel í þessari keppni undanfarin fimm ár. Liverpool vann þennan bikar árið 2001, Blackburn 2002, Liverpool aftur 2003 eftir sigur gegn Man U í úrslitaleik, Middlesbrough 2004 og svo Chelsea í fyrra eftir sigur gegn okkur. Þrír úrslitaleikir, tveir sigrar á fimm árum.

Við getum alveg talað illa um Reading, þeir eru nýliðar í deildinni og virðast ekki vera með neitt gríðarlega sterkan hóp, en það breytir ekki þeirri sorglegu staðreynd að þeir eru fyrir ofan okkur í deildinni. Eins og liðið okkar hefur verið að spila á tímabilinu er hreinlega ekki hægt að útiloka neitt, auk þess sem þetta er auðvitað bikarkeppni. Já og fótbolti.

Hjá Reading eru tveir íslendingar sem munu að öllum líkindum spila saman í miðvarðarstöðunni á morgun, þeir Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson.

En hvaða breytingar gerir Rafa? Förum yfir þetta…

Markið: Ég held að það sé ekki spurning um að Dudek fái sénsinn núna. Reina hefur verið óstöðugur og Dudek á skilið að fá tækifæri til að sanna sig. Það er ekki laust við að maður sé farinn að vorkenna kallinum aðeins… Vona að við sjáum hann í liðinu.

Vinstri bakvörður: Ætli Warnock fái ekki sénsinn bara? Finnst það líklegt..

Hægri bakvörður: Eigum við einhvern annan en Finnan? (uppfært – Já, Lee Peltier!)

Miðverðir: Agger kemur væntanlega aftur inn eftir meiðsli og ég vona að Paletta fái að spreyta sig. Hlakka mikið til að sjá hvað býr í þeim nagla….

Hægri kantur: Pennant er líklegur til að spila þarna. Ég væri reyndar til í að sjá Paul Anderson, í það minnsta sem varamann.

Vinstri kantur: Hef ekki hugmynd… Gonzalez byrjaði gegn Man U, Aurelio kemur til greina líka… (Uppfært – Hvorugir koma reyndar til greina 🙂 – Luis Garcia?)

Miðjan: Ætli Gerrard og Xabi fái ekki frí og Momo verði á miðjunni ásamt Zenden?

Sókn: Ég vil klárlega sjá Fowler inni. Spurning hver ætti að vera með honum… Crouch fékk ekki tækifæri í byrjunarliðinu um helgina, en það er spurning hvort Rafa horfi ekki til leiksins gegn Aston Villa, sjái að Crouch og Kuyt eigi að byrja saman þar og velji þar af leiðandi Fowler og Bellamy? Maður spyr sig.. (uppfært – Bellamy verður ekki með, spái að Crouch fái tækifærið)

Samkvæmt þessu gæti byrjunarliðið mitt litið svona út, mjög uppfært frá því þetta kom upphaflega inn 🙂

Reina

Peltier – Agger – Paletta – Warnock

Pennant – Sissoko – Zenden – Luis Garcia

Crouch – Fowler

Bekkurinn: Hmmmmm…..

Mín spá: Ég skal ekki segja…. ég held að við vinnum þennan leik, en ég hef svosem haldið það áður. Ég ætla að spá okkur 2-0 sigri, Fowler setur annað og einhver ungur gutti kemur af bekknum og setur hitt.


UPPFÆRT (hþh)
Fréttir hrönnuðust síðan inn um leikinn á opinbera síðuna í dag, eftir að ég skrifaði upphitunina. Þar staðfesti Benítez að Fowler byrji leikinn, auk þess sem Finnan, Alonso, Gerrard og Hyypia yrði gefið frí, eins og ég bjóst við, fyrir utan Finnan. Lee Peltier kemur inn í byrjunarliðið í hans stað, auk þess sem Warnock, Agger og Paletta byrja allir inná að mér sýnist.

Craig Bellamy, Mark Gonzalez og Fabio Aurelio verða ekki með auk þess sem Dudek er í banni. David Martin verður á bekknum í hans stað.

23 Comments

  1. Hvernig var það fékk Dudek ekki 5 leikja bann??
    Og var Bellamy ekki að meiða sig í upphitun fyrir United leikinn?? Og var Guð ekki í einhverju bakveseni?

    Annars er ég sammála því að gaman væri að sjá Anderson fá að spreyta sig og Paletta.

    Spurning að fá Jóhann Inga til að taka liðið í sálfræðimeðferð ef illa fer í bikarnum :biggrin2:

  2. Mér þætti gaman að prufa Warnock á vinstri kantinum og hafa Aurelio fyrir aftan hann. Spurning hvort Lee Peltier verði ekki í hægri bak í stað Finnan. Verst maður getur hvergi séð leikinn! 🙁

  3. Ég er reyndar ekki sannfærður um að Rafa stilli upp hálfgerðu B-liði í þessum leik, bæði af því að hann er undir mikilli pressu vegna þessa róteringa sinna og vegna þess að liðinu veitir ekki af að nota þennan leik til að ná upp smá sjálfstrausti og komast í gang aftur.

    Carra og Bellamy missa líklega af þessum leik vegna meiðsla og þá er ég ekki viss um að Fowler verði orðinn heill. Er Dudek í banni eða ekki? Veit það ekki nákvæmlega, en ef hann er frá spilar Reina, annars spilar sá pólski pottþétt.

    Mín spá fyrir byrjunarlið:

    Reina/Dudek
    Finnan – Agger – Hyypiä – Warnock
    Pennant – Gerrard – Zenden – Aurelio
    Kuyt – Crouch/Fowler

    Vonandi vinnum við bara þennan leik, alveg sama hvernig. Bara vinna, koma liðinu á beinu brautina ekki seinna en strax í gær …

  4. Ansi skemmtilegt lag sem Man Utd stuðningsmenn sungu um Gerrard á sunnudaginn:

    Steve Gerrard, Gerrard
    He kisses the badge on his chest
    Then puts in a transfer request
    Steve Gerrard, Gerrard

    :biggrin: :biggrin: :biggrin:

  5. Er ekki bara málið að við stillum upp okkar sterkasta liði og að menn fái tækifæri til að spila sig saman sem lið.

    Það er svo langt frá því að þetta sé öruggur sigur. Reading hafa svo sannarlega sýnt að þeir séu reiðubúnir í baráttu og slagsmál á meðan okkar leikmenn hafa sýnt eitthvað allt annað.

    Ég held líka að það sé best fyrir þá sem töpuðu leiknum á sunnudaginn að fá annan séns til að bæta fyrir þann ósigur.

    Áfram Liverpool!

  6. Dudek er í banni – fékk 5 leikja bann fyrir að rífa kjaft við einn hjá litla örverpinu í varaliðsleik.

    Breyta ekki neinu í þessum leik og fá gott flæði í leik okkar manna EÐA breyta öllu og láta engan sem spilaði síðasta deildarleik spila núna !

    Gæti þá litið svona út;
    Anderson – Darby, Paletta, Agger, Warnock – Hammill, Peltier, Guthrie, Zenden – Lindfield og Ouchy frammi ef Guðinn er enn meiddur)!

    Nú er bara spurningin hvort að liðið komi manni aftur á óvart og skíti á sig……. :confused:

    YNWA

    p.s. mér fannst skrýtið en hélt virkilega að áhangendur Liverpool á leiknum hefðu náð syngja svona hátt til heiðurs fyrirliðanum….. Gott að sjá húmorinn í þessu svona eftir á :biggrin:

  7. Já, nema að þessi færsla hér kom talsvert á undan fréttinni á liverpoolfc.tv.

  8. Benni Jón – fréttin sem þú vísar í birtist eftir að Hjalti setti upphitunina hérna inn. Hann uppfærði upphitunina eins og skot um leið og nýju fréttirnar höfðu borist. 😉

  9. Núhh….jæja, breytir svo sem ekki öllu. Ég las hérna eitthvað um daginn eftir hann þar sem hann var ekki með staðreindirnar alveg á hreinu. Svo gerðist það aftur núna. Vildi bara svona benda honum góðfúslega á þetta 🙂

    Hvort að færslan kom á eftir þessari frétt eða ekki, þá eru búnar að vera pælingar um liðsvalið fyrir leikinn og ágiskun Hjalta var langt frá því að vera í samræmi við þær. Mér fannst sem sagt eins og þessi pistill væri skrifaður eftir hans höfði, en ekki með hliðsjón af því sem er að gerast.

    …fyrir utan það að það er auðvitað óafsakanlegt að þekkja ekki “stór” nöfn úr varaliðinu eins og Lee Peltier :tongue:

  10. Er þetta ekki bara bloggsíða um liverpool? Eru menn ekki farnir að gera full miklar væntingar til síðunnar ?? Ég vil samt taka fram að hún er alger snilld og er inni í tvöfalda net rúntinum á hverjum degi…

  11. Benni Jón farðu bara ekki að grenja yfir þessu, þú hlýtur að komast yfir þetta.

  12. Gunnar, ég get fullvissað þig um að Benni Jón grenjar aldrei

    … fyrir framan aðra en Thierry Henry bangsann sinn. :laugh: :tongue:

  13. Heyrðu, alveg rólegir. Þegar menn hafa skrifað hingað inn hafa menn nú alltaf tékkað á svona hlutum, mér fannst eins og Hjalti hefði klikkað á því núna. No big deal, en vildi bara benda honum á þetta.

    Hvað eru síðan svona gæjar eins og þessi Gunnar að reyna tala niður til manns…piff!!! Hlægilegur í besta falli :rolleyes:

    …en ég náði ekki alveg Thierry Henry djókinu Kristján, mátt útskýra það :tongue:

  14. Benni Jón ég var að tala niður til þín vegna þess að þú varst að reyna að setja þig á háan hest gagnvart pistlahöfundum þessarar síðu, svona “besserwisser” sem er týpa sem ég þoli ekki.

    Gerðu þér grein fyrir því núna, en ekki á morgun, að þetta er ekki síða sem þrífst á einhverskonar áskrift lesenda hennar heldur einungis af áhuga þeirra og dugnaði sem að henni koma. Þeir sem að síðunni koma vinna ekki við það að uppfæra hana heldur gera það í frítíma sínum og því gefst ekki alltaf kostur til 100% heimildaöflunar, það skilja flestir en ekki allir(þú)eins og dæmin sanna.

    Það er auðvelt að sitja í makindum og þiggja þessar kræsingar sem bornar eru á borð ókeypis fyrir þig og mig og gagnrýna allt sem á hana er skrifað en það er bara ekki okkar hlutverk. Ef þessi síða verður úr hófi illa skrifuð og með staðreyndavillur í miklu mæli þá er einfaldlega valkostur þinn og minn að hætta að skoða síðuna.

    Skilur þú þessar meiningar mínar Benni Jón?

  15. Jájá vinur, ég skil alveg hvað þú ert að fara. Ég veit nákæmlega hvernig þessi síða virkar, hef sjálfur skrifað færslur hérna inn þegar Einar og Kristján voru fjarverandi. En það breytir því ekki að þeir félagar hafa sett upp ákveðinn standard hérna og þegar menn klikka lítillega, þá hlítur að vera í góðu lagi að benda á það. Þetta var ekkert illa meint á Hjalta eða neitt svoleiðis, engin persónuleg árás, bara benda honum á að kannski hefði verið ráð að taka smá “netrúnt” áður en hann skrifaði.

    En ég nenni ekki að ræða svona mál áfram, snúum okkur að því sem meira máli skiptir, Liverpool.

    …og btw, ég bíð ennþá eftir Thierry Henry bangsa útskýringunni Kristján 😉 :tongue:

  16. Ég var bara að reyna að henda gríni í áttina að ykkur Gunnari áður en þið færuð að æsa ykkur … virðist ekki hafa tekist. 😉

  17. Benni, eins og bent hefur verið á, þá skrifaði ég þessa upphitun ÁÐUR en þessar fréttir komu inn á opinberu síðuna! Ég uppfærði svo færsluna, EFTIR að þær komu inn þegar ég hafði tíma til þess…. Ég kíkti á opinberu síðuna áður en ég skrifaði þetta, auk þess að kíkja á BBC til að athuga hvort einhverjar upplýsingar væru þar.

    ok? 🙂

  18. Ég hef reyndar aldrei skilið hvernig menn þykjast sjá það út frá rituðu máli hvort einhver er æstur eða ekki(kannski mætti sjá það út frá ásláttarvillum eða almennum fljótfærnisvillum en því er ekki að skipta hér).

    Ég er langt frá því að vera æstur, var aðeins að útskýra fyrir Benna Jóni hvernig mér finnst að menn ættu að haga sér inni á svona vefmiðlum.

    Nenni annars ekki að ræða þetta meira en ég vona að þetta hafi einhver áhrif á þá sem eru með svipaðan hugsanagang og Benni Jón.

    Ef að menn hafa svona þörf fyrir leiðréttingar þá vænti ég þess að hægt sé að senda pistlahöfundum persónulegan póst á þeirra e-mail en ekki að slá sig hér inni á commentunum til riddara.

  19. Ekkert mál Hjalti minn, enda var þetta ekkert illa meint, meira bara svona saklaus ábending. Þegar ég las þetta voru nefnilega allar þessar fréttir komnar inn og því benti ég á þetta…þó svo að Garon eða Gunnar blogglögga haldi fram að það sé ófyrirgefanlegt.

    En veistu það Garon eða Gunnar, ég sé bara ekkert að því að benda mönnum á ef manni finnst eitthvað mætti betur fara. Finnst í raun hálf kjánalegt að halda öðru fram…svo framarlega sem það er ekki gert með leiðindum. Veit heldur ekki alveg hver þú ert að þykjast getað ákveðið hvort leyfilegt sé að benda mönnum á svona hluti eða ekki. Ég get mér þess til að þú hafir tekið eftir broskallinum í fyrsta póstinum hjá mér og þar af leiðandi hefðir þú getað áttað þig á að þetta var ekki illa meint…en hey, hvað veit ég um hvað þú getur og getur ekki….

  20. Benni Jón:
    En veistu það Garon eða Gunnar, ég sé bara ekkert að því að benda mönnum á ef manni finnst eitthvað mætti betur fara.
    Akkúrat það sem ég var að reyna að fá í gegn með því að segja það við þig sem ég sagði. Láttu þér þetta þá að kenningu verða, það er ekkert meira þreytandi en einhverjar sjálfskipaðar leiðréttingalöggur.

    Annars nenni ég ekki að ræða þetta frekar.

  21. Benni Jón:

    En veistu það Garon eða Gunnar, ég sé bara ekkert að því að benda mönnum á ef manni finnst eitthvað mætti betur fara.

    Akkúrat það sem ég var að reyna að fá í gegn með því að segja það við þig sem ég sagði. Láttu þér þetta þá að kenningu verða, það er ekkert meira þreytandi en einhverjar sjálfskipaðar leiðréttingalöggur.

    Annars nenni ég ekki að ræða þetta frekar.

Smásól í niðamyrkri …

Liðið gegn Villa komið!