Það var alltaf klárt að við værum að fara að naga neglur, naglabönd, jakkaermar og hvað annað lauslegt áður en að þetta tímabil myndi klárast og það var sko sannarlega á ferðinni í dag á Carrow Road.
Við urðum að bregðast við því að Jordan Henderson er kominn í þriggja leikja bann og úr varð að Rodgers ákvað að halda sig við demantinn sinn og færa Sterling upp á topp. Svona var liðið:
Johnson – Skrtel – Sakho – Flanagan
Lucas – Coutinho – Gerrard (c) – Allen
Sterling – Suarez
Á bekknum: Jones, Toure, Agger, Cissokho, Moses, Alberto, Aspas
Næ ekki að hlaða inn tactics borðinu en Gerrard var aftastur með Lucas og Allen fyrir framan sig og Coutinho uppi á topp með Sterling og Suarez fremsta.
Ég gladdist mjög að sjá uppstillingu Norwich, þeir stilltu líka upp í demantsmiðju og pressuðu strax frá byrjun. Eitthvað sem er alveg dásamlegt að sjá gegn okkar mönnum, enda komumst við í 0-2 á ellefu mínútum auk þess sem Ruddy þurfti að hafa sig allan við að verja frá Joe Allen.
Fyrsta markið kom á 4.mínútu þegar Raheem Sterling ákvað bara að negla boltanum upp í hornið af 20 metrum á meðan flestallir í vörn Norwich voru í því að horfa á Luis Suarez. Frábært mark í alla staði. Eftir 11 mínútur var svo forystan aukin um helming. Flanno gerði mjög vel í að koma boltanum upp völlinn og á Sterling sem stakk innfyrir vörnina. Luis Suarez losaði sig við hafsent með flottri líkamssveigju og skoraði í fjærhornið. Hans mark númer 30 í vetur og mark númer 44 á útivelli hjá drengjunum, sem er enn eitt félagsmetið.
Þarna áttaði stjóri Norwich sig á að hans menn myndu ekkert ráða við að spila á þennan hátt. Hann fór að spila 4-4-1-1 og lét kantmennina og framherjana pressa okkar lið hátt. Mér fannst miðjan vera mjög lengi að átta sig á þessu öllu, sérstaklega vantaði það að fá hlaup eins og þau sem Hendo vanalega býður uppá til að hjálpa varnarmönnunum að losa pressuna og því komu langir kaflar þar sem trukkarnir okkar dúndruðu boltanum bara fram og þar var lítil vinnsla á litlu mönnunum. Það var þó án þess að mikil hætta skapaðist, mér fannst liðið batna þegar á leið og bara sáttur að fá þá inn með tveggja marka forystu.
Brendan brást við leikaðferð Norwich í hálfleik.
Fór úr demantinum í 4-5-1/4-3-3
Johnson – Skrtel – Sakho – Flanagan
Gerrard (c)
Sterling Lucas – Allen – Coutinho
Suarez
Klárlega til að reyna að auðvelda bakvörðunum að losa pressuna. Sem tókst ekki, Norwich var komið með blóð á tennurnar en þrátt fyrir að vera um 70% með boltann virtust þeir ekki ná að skapa mikið.
Ég skrifaði pistil fyrir nokkru um það að nú myndi mikið ráðast af fjölda mistaka okkar manna undir pressu. Á 54.mínútu sáum við stór mistök. Mignolet karlinn ákvað að vaða út í teiginn í fyrirgjöf sem Skrtel hefði nú sennilega stangað frá. Hann hitti ekki boltann betur en svo að slá hann til Gary Hooper sem þakkaði pent fyrir sig, minnkaði muninn og kveikti heldur betur í vellinum. Game on!
Suarez fékk fínt færi stuttu seinni til að auka muninn á ný en skaut rétt framhjá, Norwich hélt áfram að pressa, en á 62.mínútu vann Sterling boltann á okkar vallarhelmingi, tók 50 metra sprett og skoraði með skoti sem hafði góða viðkomu í Johnny Howson og í boga yfir Ruddy.
Game over surely?
Onei, ekki svo gott. Við áttum mjög erfitt uppdráttar í leiknum og á 77.mínútu skoruðu heimamenn. Þar var að verki Robert Snodgrass með skalla sem hann átti aldrei að fá svo frían. Sakho fékk boltann yfir sig og Flanno bara sneri baki í manninn sem skallaði í fjær. 2-3 og allt snarvitlaust.
Adams stjóri heimamanna henti inn öðrum senter, okkar maður brást við með Moses og Agger og stillti upp þriðja leikkerfinu, núna 5-3-2:
Johnson – Skrtel – Agger – Sakho – Flanagan
Lucas -Gerrard (c) – Sterling
Moses – Suarez
Þegar hér var komið sögu voru okkar menn einfaldlega hættir að sækja og neglurnar hrundu af í salnum sem ég horfði á leikinn í allavega. Hins vegar náðum við meira að höndla boltann þarna og báðar innáskiptingarnar virkuðu ágætlega, drengirnir tveir þorðu að fá boltann og spila honum, auk þess sem Agger karlinn var með kjaftinn vel opinn sýndist mér. Norwich náði ekki að skapa sér mörg færi, við getum þakkað dómara leiksins fyrir að flauta ekki á Sakho karlinn þegar hann braut klaufalega af sér á vítateigslínunni og Mignolet fyrir að verja einn skalla.
Lucas Leiva fékk svo færi til að klára leikinn í uppbótartímanum en varnarmenn þeirra gulu komu í veg fyrir það. Eftir fjögurra mínútna uppbótartíma gall lokaflautið og 800 kílóa sekkur datt af mínum öxlum allavega, sigur gegn Norwich.
Fimm stiga forysta í alla vega eina viku, orðið klárt að við munum leika í Meistaradeildinni næsta árið þar sem við verðum aldrei neðar en í þriðja sæti deildarinnar og draumurinn verður stærri og sterkari.
Samantekt liðs og leiks
Þetta var sko ekki neitt annað en taktískt stríð. Frábært fyrsta kortérið vann hann fyrir okkur og það var örugglega að hluta til vegna uppstillingar heimamanna sem voru ansi ævintýragjarnir.
Síðustu 75 mínúturnar áttum við í miklu basli. Þar kom að mínu viti það stærst til að ef litið er framhjá varnarlínunni og Gerrard voru mjög fáir að vinna í því að losa pressu og fá boltann. Joe Allen reyndi þó og Lucas átti kafla. Það er lykilatriði þegar á þig er pressað að allt liðið taki þátt í að losa pressuna og það gekk ekki vel. Það varð svo alltof oft til þess að varnarmennirnir tóku rangar ákvarðanir, voru alltof lengi með boltann og dúllandi honum á milli. Sérstaklega auglýsti ég eftir Luis Suarez í seinni hálfleik til að vinna þá vinnu að berjast uppi á topp til að halda blöðrunni betur.
Skrtel bar af í varnarleiknum, Johnson og Flanno áttu báðir erfitt lengst af Sakho gerir nokkur mistök í leik, en slapp með það. Gerrard skilaði sínu og Allen átti ágæta innkomu, Lucas er ekki vanur að vera svona ofarlega allan leikinn, Coutinho átti jafn dapran dag í dag og frábæran síðast. Suarez skorar alltaf gegn Norwich og er fyrsti LFC leikmaðurinn tl að skora 30 mörk eftir stofnun Úrvalsdeildarinnar. En hann átti erfiðan seinni hálfleik fannst mér.
Agger og Moses komu flott inn í þennan leik en bestur fannst mér Raheem Sterling án nokkurs vafa. Tvö frábær mörk og ódrepandi duglegur í öllum sínum aðgerðum. Hann hefur verið ótrúlegur síðustu vikur, megi svo vera áfram.
Leikur margra mistaka og erfiðisvinnu gegn spræku liði kanarífuglanna að baki.
Það eina sem þurfti að gerast í dag var að ná þremur stigum
Það tókst og fyrir það fá allir þeir þrettán leikmenn og þjálfarateymið hæstu einkunn frá mér. Næst er það Chelsea, sigur þar mun tryggja okkur a.m.k. annað sætið í þessari deild og ramma vel inn síðustu mögulegu skrefin.
Við sáum það sama á okkar liði og sást hjá City á miðvikudaginn og Chelsea í dag. Þrungandi spennu í líkama leikmanna sem vita alltof vel hvað er í húfi. Ólíkt hinum liðunum tveimur þá skiluðu okkar menn öllum stigunum.
Það krakkar mínir….eru merki MEISTARALIÐA!!!
YES, YES, YES!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Champions leage sæti í höfn og engin fucking forkeppni!!
Veit samt ekki með ykkur, en ég vil meira 🙂
Vantar neglur, en það er bara SVOOO MIKIÐ ÞESS VIRÐI 🙂 YNDISLEG 3 stig í páskagjöf, PRICELESS ! ! !
Ég held að menn hafi tekið ræðuna hans Gerrard aðeins of bókstaflega eftir síðasta leik.
„WE GO TO NORWICH. EXACTLY THE SAME!“
Hjartsláttartruflanir og svimi!!!
Ég er búinn að komast að því hver munurinn á Januzaj og Sterling er. Januzaj er einn af efnilegri mönnum deildarinnar, þegar Sterling er einn af betri mönnum deildarinnar.
Ég vona að heppnin sem fylgdi okkur í þessum leik sé meistaraheppni!
Verðum að spila betur á móti Chelsea ef við ætlum ekki að tapa þeim leik.
Taugarnar eru að segja til sýn.
Viðsnúningur.
20 apríl 2013 !
Staðan:
1 MU 81 stig
2 M City 68 stig
…………..
7 Liverpool 51 stig (20 stiga munur)
20. apríl 2014! Staðan (fyrir leiki dagsins):
1 Liverpool 77 stig
……..
7 MU 57 stig (20 stiga munur)
Viðsnúningur 40 stig !!!
Spurningar? Einhver? Eitthvað óljóst? Nei, ég hélt ekki !
Meirihattar…job done! 3 stig og 3 leikir eftir. Er ad segja tad her og nu, ef Liverpool tapar ekki fyrir Chelsea tha verdur lidid meistari.
Skrítið að skora 3 mörk í leik þar sem við vorum á hælunum allan tíman,
Sterling LANG besti maðurinn á vellinum í dag.
fiskur #7 81-51=30
en frábær en mjög erfið 3 stig
Gjohnson áberandi lélegastur á vellinum.
Lucas þjáðist af minnisleysi um leið og hann steig yfir miðjulínuna.
Suarez lætur allt fara í taugarnar á sér.
Sakho er með svo langar lappir að hann réð ekkert við þær.
Allen og Sterling voru góðir í dag.
Passar alls ekki að hafa Lucas, Allen og Gerrard saman á miðjunni.
Veit einhver um opið apotek í Kópavogi? Ég er búinn með mánaðarskammt af sprengitöflum.
Frábær sigur í dag.. Maður leiksins allan daginn Sterling – þvílík yfirferð, þvílík einbeiting, þvílíkt keppnisskap… þvílíkur leikmaður.
Tvennt sem mig langar að koma aðeins inn á.
1. Það er verið að setja út á Sakho, hann sé ekki með góðar sendingar, seinn og undarlegar hreyfingar.. Mig langar að benda á að hann er LJÓSÁRUM á undan því sem Skrtel var að gera þegar Brendan tók við liðinu. Gefum Sakho tíma og Brendan möguleika á að slípa þetta granít.. hann á eftir að verða rosalegur!
2. Hvert komment á eftir öðru um að vilja fá Reina aftur í stað Mignolet. Í alvöru? Er búið að gleyma því hvernig Reina var að spila á köflum? Ég var harður Reina aðdáandi en það var ekki hægt að verja margt af því sem hann var að gera síðustu tvö tímabil hjá okkur. Vissulega betri ákvarðanir og betri í markteig en við þurfum líka að gera okkur grein fyrir því að Reina spilaði ALDREI undir þeirri pressu sem Mignolet er að spila undir í deildinni um þessar mundir. Hann er ungur, hann geirir mistök en hann á líka inn á milli algjörar „save the day“ vörslur…
Við unnum leikinn – frábær leikur, alveg eins og þeir eiga að vera
On we go!! Let us dream!
Héðan af, er mér sama hvernig fótbolta við spilum, hverjir eru góðir og hverjir eru lélegir, hver lokastaðan er og hvaða dómarinn gerir… svo lengi sem við fáum 3 stig.
Sunderland maður leiksins, svo Sterling. Takk Rafa, fyrir að kaupa hann.
5 stiga forskot, 3 leikir eftir. Ef við vinnum Chelsea, eiga þeir ekki möguleika á titlinum lengur – þvílíkur sigur fyrir knattspyrnuna sem það yrði. Koma svo WBA á mánudaginn!
Annars nokkuð fínir fótboltaleikir eftir í dag, spurning um að prófa að horfa á fótbolta án þess að fá hjartaáfall. Preview af FA cup final og Manu v Everton.
Hvernig er hægt að leggja þetta á mann. Röddin farin, maður hálf klökkur og á síðan að mæta í eitthvað páskaboð á eftir. Enginn maður í það. Síðan er vika í næsta leik. Hvaða grín er það.
Það er allavega ekki ofsögum sagt að það sé spennandi að vera Liverpool aðdáandi.
Ætli félagi minn sem á miða á síðasta leikinn: Liv-New og á einmitt afmæli þá en hann verður 40 ára 11 maí. Ætli hann hafi bara ekki rétt fyrir sér að hann fái bikarinn í afmælisgjöf á síðustu stundu. Væri svo týpískt 😉
Sælir félagar
Það er magnað að vera Liverpoolmaður.
það er magnað að eiga leikmann eins og Sterling
Það er magnað að fá að horfa á liðið sitt bæta stöðu sína jafnt og þétt
Það er magnað að vera enn eina vikuna í efsta sæti
Það er magnað að vinna 11 leiki í röð
Það er magnað hvað það er magnað að magnast allur upp í hverjum leik
Það er magnað að vera komin með tvo fingur á dolluna hans Gerrard’s
Það er magnað þetta líf
Það er nú þannig
YNWA
Þá er Liverpool búið að skora í 22 hálfleikjum í röð.
September 2013
“Í fyrsta sinn í spám okkar höfum við ekki trú á því að okkar lið nái meistaradeildarsæti, aðeins einn okkar hefur trú á því og það dugar víst ekki. Enda hafa svosem okkar spár ekki dugað til árangurs hingað til. Við förum uppfyrir Everton og vinnum Tottenham í harðri baráttu um 5.sætið ef okkar spá nær fram að ganga, en við viljum líka sjá cup-run svo að við fáum nú eitthvað af fótboltaleikjum til að horfa á eftir áramót. Ef við náum að styrkja okkur verulega í janúarglugganum gæti þetta þó breyst því við höfum á því trú að þessi góða byrjun okkar í vetur verði eitthvað áfram. En ekki Champions League á næsta ári, því miður.” (Kop.is)
Apríl 2014
Liverpool með fimm stiga forystu í efsta sæti – búið að tryggja sér sæti í riðlakeppni meistaradeildarinnar……
Er gérsamlega búinn, það er altof erfitt að vera númer 1. Lyggur við að ég vilji bara 7 sætið aftur, engar áhyggjur þar
Þetta var með lélegri leikjum okkar manna á tímabilinu, en fengum 3 stig sem skipta öllu máli. Rogers þarf að kaupa betri markmann fyrir næsta tímabil eða setja Mignolet í æfingabúðir eða fá Reina aftur!!!!!!!!!!!!!!!
Næsti leikur er á móti olítunnuunum og þá verður gaman hahahahaha.
ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!
Frábært að fá 3 stig!!
Frammistaða Lucas er hins vegar áhyggjuefni.
YNWA!!
Greiðsla 4 af (vonandi) 8:
http://i.imgur.com/UgYnRxI.png
Bráðum fer maður að búa til Pavlovsk tengsl milli spennulosunar og millifærslna, þetta verður sjálfsagt stórt vandamál síðar á lífsleiðinni. En hverjum er ekki sama á meðan Liverpool er að vinna.
Gaman að 3ja sætið sé í höfn, upphaflega markmiðinu náð þegar 3 umferðir eru eftir. Ég ætla ekki að fagna neinu öðru fyrr en það er tryggt, og kannski rétt að minna á að EF City vinnur sína leiki þá er forskotið á 2. sætið bara 3 stig. Þetta er hins vegar rosalega stórt ef, og engin ástæða til að láta það skyggja á fögnuðinn í dag. Þetta var enn eitt dæmið um það að liðið var ekki að sýna sinn besta leik en vann samt.
Held að liðið sakni bæði Henderson, og líka Sturridge á góðum degi. En á móti er Sterling að sýna þvílíka frammistöðu.
Verður gaman að sjá hver fær tækifærið á bekknum á móti Chelsea, fyrst Moses verður að víkja. Verður Sturridge klár á bekkinn? Held að liðið þarfnist hans.
Þú ert að gera eithvað rétt þegar þessi mannvitsbrekka hefur þetta um málið að segja.
“Piers Morgan ?@piersmorgan 21m
Now we can’t mathematically win, I want Liverpool to do it. For the 96, Gerrard, and a dynamic young manager creating thrilling football.”
Gleði gleði……. Það er gaman á vera liverpool maður þessa dagana. Hugur minn er hjá Gylfa Sig. sem valdi ekki rétt lið. Hann hefði spilað þennan leik í dag hef ég trú á. Við erum að fara að horfa á okkar menn í Mistaradeild næsta vetur.
#1 það verður engin helvítis rúta, það verður langferðabíll!!!
Skil ekki þetta diss a lucas leiva mer fannst hann mjög góður i þessum leik horfið aftur á fyrstu 15-20 minuturnar. Hann vann boltann trekk í trekk framarlega á vellinum og eins og við vitum flest að það er mjög mikilvægt að vinna boltann þar og sérstaklega með eldfljóta menn i sókninni
En góður sigur það var kominn taugatitringur i menn i seinni hálfleik og er það bara eðlilegt
Og King Kolo Toure á möguleika á að verða fyrsti leikmaðurinn í sögunni til þess að vinna deildina með 3 liðum.
“Bráðum fer maður að búa til Pavlovsk tengsl milli spennulosunar og millifærslna, þetta verður sjálfsagt stórt vandamál síðar á lífsleiðinni. En hverjum er ekki sama á meðan Liverpool er að vinna.”
; )
Ekki var þetta fallegt en þetta hafðist í dag. 3-2 sigur og 3 stig og það er eina sem skiptir máli. Við byrjuðum leikinn frábærlega(ekkert nýtt þar) og virtumst ætla að ganga frá þeim, fullt af plássi til að spila og tvö mörk. Eftir þetta þá kom smá pressa á okkur en ekkert til þess að stressa sig yfir.
Síðarihálfleikur var ömurlegur. Norwitch náðu að skora og maður fékk sömu tilfiningu og gegn Man City að þetta væri bara spurning um hvenær þeir jafna en það gerðist ekki við komust aftur í þægilega stöðu með smá heppnismarki (en við tökum það) en aftur hleyptum við þeim í leikinn og voru síðustu mín ótrúlega stressandi.
Mignolet 5 – Skelfileg misstök frá honum í fyrsta markinu og spurning hvort að hann sé nokkuð rétti maðurinn í verkið.
Flanagan 8 -baráttan og tæklingarnar voru til fyrir myndar
Skrtel 9 – En og aftur kóngurinn og var frábær
Sakho 6 – sterkur varnarlega en klaufi með boltan.
Glen 5 – átti lélegan leik í dag. Tapaði boltanum klaufalega og þeir komust nokkrum sinnum bakkvið hann í dag.
Gerrard 6 – rólegur leikur hjá fyrirliðan sem virkaði meiddur en er rosalega mikilvægur.
Allen 8 – frábær leikur hjá honum. Vann boltan oft, skilaði honum vel frá sér og hlaup úr sér lungun
Lucas 6 – góð vinnsla en maður er orðinn þreyttur á klaufalegum brotum.
Coutinho 6 – flottur í fyrihálfleik en sást ekki í þeim síðari.
Sterling 9 – frábær leikur hjá stráknum. Áræðin með hraða og þeir áttu í basli með kappan.
Suarez 8 – flottur leikur hjá kappanum. Alltaf hættulegur, skoraði flott mark og hefði átt að fá stoðsendingu þegar Lucas klúðraði.
Moses 6 -átti fína inná komu.
Vill minna fólk á að ef við töpum fyrir Chelsea þá eru Man City komnir með pálman í hendurnar og þurfa bara að klára sína leiki. Svo við fögnum engu strax.
Flottur sigur sterling frabaer en va hvad markmadur okkar er ekki med thetta og Lucas uffff haegir svo a leik okkar . Allen godur lika. Geggjad ad vinna svona leiki afram liverpool
Massa gódur sigur.Sterling og Skertl bestir hjà mér. Mér fannst Sahko eiga ì basli med stadsetningar og oft eiga erfitt med ad skila bolta. Lucas og Allen med góda innkomu, en söknudum Henderson.
Koma svo taka Chelski næst med trompi!
Alveg merkilegt er það með Lucas að hans sérsvið á að vera að vinna boltann, hann gerði það nokkrum sinnum vel á fyrsta korterinu, en svo sprakk hann, það fór viðrinislega illa í taugarnar á mér að sjá hann jogga rólega til baka eins og hann nennti ekki að bakka, virtist ekki alveg vera með sitt hlutverk á hreinu, hægði á uppspilinu og svo þær fáránlega heimsku ákvarðanir hans, eins og þegar Sterling var með boltann og Olsson á eftir sér, þá ákveður Lucas bara að keyra Olsson niður og Norwich fékk aukaspyrnu, hvað í andskotanum er það?
Nenni ekki að eyða fleiri orðum í Lucas, man enginn eftir mikilvægustu vörslu leiksins? Hjá Mignolet frá Van Wolfswinkel.. Ég er viss um að Reina hefði ekki varið það!
Við verðum að girða okkur í brók fyrir Chelsea, COME ON YOU REDS!
Það var vitað að þetta yrði erfiður leikur, eigum í meira ströggli með “minni” liðin en þau stóru. Vorum flottir í fyrri hálfleik en slökuðum of mikið á í þeim síðari. Heilt yfir góður sigur og 3 stig sem skiptir öllu máli.
Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við vinnum með einu marki þannig að ég spái frekar auðveldum 4-1 sigri á Chelski á sunnudag. Hef pínu áhyggjur af Mignolet en treysti þjálfarateyminu til að skóla hann til. Þá hef ég áhyggjur af Johnson sem er búinn að vera frekar slakur í mörgum undanförnum leikjum og er ekki beint að réttlæta nýjan samning með spilamennsku sinni.
Þetta er að gerast gott fólk – YNWA
Verð rólegur eftir næst leik , það er að segja ef hann fer vel 🙂
Enn mín tilfinning er sú að það sem þarf að falla með okku fellur með okkur svo á S G það svo sannarlega skilið að lyfta þessum bikar 11 mai 🙂
Mikilvægur sigur… Mikil Vægur Sigur!!!
Nenni ekki að lesa dómadags spár um hina og þessa leikmenn. Sakho og Lucas ný komnir úr meiðslum og gera það sem þeir geta fyrir liðið í efsta sæti.
Tók svo enginn eftir brotinu á Mignolet nema ég? Þessi durtur sem kemur á ferðinni fer með sólann í lærið á Mignolet, mér er sama hvað er í gangi hjá boltanum og hvor náði í hann fyrst. Sóli í læri er alltaf brot! Skora á menn að skoða þetta aftur áður en þeir fara að drulla yfir markmanninn okkar sem ásamt hinum hefir skilað okkur á toppinn.
Sjáum hamingjuna í þessu félagar! Nú byrjar eftirvæntingin fyrir næstu helgi.
Svona út af umræðum um hvernig menn stóðu sig:
Tekið af Daily mail:
Lucas Leiva – This was a game when reliable characters were required and that is exactly what the Brazilian is; should have scored in injury time – 7
Steven Gerrard – The level of pressure and expectancy on him is huge but Liverpools captain is thriving; some of his passing was majestic – 8
Joe Allen – Came in for the suspended Jordan Henderson and provided similar energy levels; unlucky not to score, made some good tackle – 7.5
Raheem Sterling – Mesmerising performance of speed and skill; scored two goals, one left his boot like an Exocet missile, and terrorised Norwich’s defence – 9
Luis Suarez – Mixed bag from the Uruguay striker, some moments of genius and a great goal but other parts of his game were erratic – 7.5
Read more: http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2608850/PLAYER-RATINGS-Sterling-Gerrard-shine-Liverpool-Snodgrass-impresses-Canaries.html#ixzz2zQzUPRxZ
Follow us: @MailOnline on Twitter | DailyMail on Facebook
Er ekki kominn tími til að hætta að tala Sakho niður. Það eru flestir að tala um að hann sé klaufi með boltann og geti ekki komið honum frá sér???
Einu sinni í leiknum missti hann boltann klaufalega frá sér, það var þegar hann fékk frekar erfiða sendingu frá samherja og um leið og hann fékk boltann voru 2 andstæðingar komnir í pressu, klaufalegt já.
EN….. næstum allar aðrar sendingar frá honum rata beint í tærnar á samherja já ef ekki bara allar, og þetta eru ekki einhverjar háar sendingar sem samherjinn þarf að taka niður, þetta eru öruggar sendingar með jörðu beint á samherja. Skoðið þetta og þá sjáið þið hvað ég er að tala um. Hann lítur klaufalega út já, eins og flækjufótur en hann skilar boltanum.
Gaman ef einhver (ég er ekki nógu góður í því) að finna einhverja stastistík varðandi heppnaðar sendingar hjá honum í deildinni. Man að í fyrstu leikjunum sem hann spilaði var hann með yfir 90% heppnaðar sendingar.
Hef sjaldan verið jafn snarbilaður að horfa á einn fótboltaleik…. 🙂 Þvílíkt og annað eins.. Það er bara hver leikur úrslitaleikur…. Spái því að þetta verði barátta fram í síðasta leik þar sem við gætum þurft að vinna Newcastle með fjögra til fimm marka mun til að láta drauminn rætast!!! Þá er spurning um hafa skyndihjálparlið tiltækt og/eða teymi af geðdeildinni með tilbúna spennitreyju!! 😛
En í dag áttu Norwich menn alveg skilið jafntefli sem segir bara hvað þessi deild í ár er óútreiknaleg og hrikalega erfið. Það voru nokkrir í okkar liði með frammistöðu sem var ekki góð… sérstaklega var ég ósáttur við annan bakvörðinn okkar sem virtist bara vera með buxurnar á hælunum allan leikinn!
En Fowler minn eini allur…. fallegastur og æðislegastur…. Hugsið ykkur… Man City leikurinn var STÓR…… Hvað með næsta heimaleik… 🙂 Hvers fxxxxxx STÓR er hann…. 🙂 Þetta er svo sannarlega “Poetry in motion” Núna tekur enn ein vikan við sem maður getur ekki hugsað um annað en Liverpool og hangið á BBC og starað á töflun klukkutímum saman… og ég sam þarf að vera að lesa undir próf!!!!!! Biðin eftir næsta leik verður óbærileg! 🙁 🙂
YNWA
Ég get ekki 3 svona leiki í viðbót
Sterling er betri en enginn
Everton þarf að vinna á eftir, svo þeir verði enn í CL séns þegar þeir fá City í heimsókn
Skýrslan komin.
#MakeUsDream
Skítsama um einhver misstök í þessum leik – það gera allir misstök og við gerðum færri en Norwich í dag. Svo ég vitni í skýrsluna:
“Það eina sem þurfti að gerast í dag var að ná þremur stigum”!!!
Chelsea næstir, 1-0, 4-0, 3-2, 6-5.. mér er sama, bara meðan við náum í 3 stig.
Munið þið þegar við vorum að fylgjast með öðru auganu með leikjum hjá Arsenal, Everton, Tottenham og United, af því að það voru liðin sem voru í baráttunni um sömu sætin og Liverpool? Mig rámar eitthvað í að það hafi verið þannig einhverntímann.
Ninni #37
Las einhversstaðar að sakho se með um 92% heppnaðar sendingar
Úfff…þetta hafðist þótt tæpt væri það. Aðalsmerki þessa liðs er orðið karakterinn og það að klára leiki sem þeir hefðu í fyrra og hitteðfyrra tapað stigum í. Þetta lið er bara svo hrikalega stútfullt af sjálfstrausti að það hálfa væri eflaust nóg til að vinna titilinn.
Leikurinn var mjög kaflaskiptur eins og síðustu leikir, ég átti von á Liverpool hrikalega grimmum út í seinni hálfleik en það gekk ekki eftir. Þeir voru ekki með sömu stjórn á þessum leik og flestum af síðustu leikjum. Hvort spennan sé að fara með þá eða vöntun á Henderson og Sturridge veit ég ekki, en þrátt fyrir þetta vannst leikurinn.
Norwich spiluðu góðan fótbolta í dag og áttu kannski meira skilið út úr leiknum. Liverpool átti í erfiðleikum með að losa pressuna þeirra og það er kórrétt útskýring hjá Magga að það var aðallega við miðjumenn og framherja að sakast, þeir náðu ekki réttum hlaupum til að auðvelt væri að losa boltann út úr vörninni. Þetta er lykilatriði til að höndla pressu.
Það er ekki hægt að skilja við þennan leik án þess að minnast á Young Raheem Sterling. Hann átti frábæran leik í dag og í raun meira og minna frá áramótum. Ég vildi lána hann síðasta haust, uuu…sorrý með það. Maður getur ekki alltaf haft rétt fyrir sér.
Framhaldið…vá. Leikurinn á sunnudaginn verður sá rosalegasti ever. Anfield Road á eftir að syngja Chelsea ofan í grasið og Mourinho á ekki eftir að vita hvort hann sé að koma eða fara. Okkar menn eiga eftir að valta yfir Chelsea á fyrstu mínútunum og knattspyrnuheimurinn mun fagna. Þetta verður hörkuspenna allt til loka leiks en síðan verður titillinn nokkurn veginn orðinn okkar. Neglur munu fjúka, axlir verða stífar og lófar verða sveittir en gleðin í leikslok verður ósvikin. Notum vikuna í að undirbúa þetta, sendum jákvæða strauma út í veröldina því jörðin snýst núna í kringum Liverpool Football Club.
Munið þið þegar að Christian Poulsen var spilandi fyrir Liverpool?
Var alltaf ljóst að þetta yrði töluvert erfiðara en síðustu ár á móti Norwich. Þeir eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.
EN…
Mignolet verður að gera betur í fyrsta markinu og Johnson var arfaslakur í dag og fyrir minn smekk eru þetta orðnir allt of margir leikir í vetur sem hann er hreint út sagt lélegur í. Þ.e.a.s. ef maður miðar við að hann sé að fá greitt á bilinu 80-100 þúsund pund á viku (sem sagan segir).
HINSVEGAR….
Er það alltaf góðs viti fyrir lið þegar þau detta niður í leikjum eins og við erum búnir að gera svolítið undanfarið en vinna samt. Það hefur hingað til verið kallaður meistarabragur – megi það halda lengi lengi áfram!
ManCity gerir jafntefli við WBA á morgun
Liverpool vinnur Chelsea kl.16 næstu helgi
ManCity gerir jafntefli við Crystal Palace næstu helgi sem klárast kl.18
Ef að þetta gerist að þá er Liverpool búið að vinna titilinn kl:18:04 og við farnir á fyllerí, vildi bara láta ykkur vita af þessu ef þið vissuð ekki hvernig þetta virkar 😉
Velkominn aftur Þriðjudags og Miðvikudagskvöld næsta haust…….
#37
Samkvæmt Squawka heppnuðust 50 af 52 eða 96% af sendingum hjá Sakho.
Sigurhátíð sæl og blíð!
Vá hvað ég hlakka til að vera á Anfield eftir viku og upplifa þennan frábæra völl í svakalegum leik.
Make us dream!
Klukkan hvað byrjar match of the day og er hægt að sjá þáttinn beint á netinu? En guð minn almáttugur hvað þetta lítur vel út þegar 3 leikir eru eftir! Anfield mun skoppa eftir viku.
Ef sterling startar ekki í Brasilíu þá borða èg skóinn minn.
Ég tel næsta helgi vera crunch weekend. Við fáum Chelski heim og City sækir Palace heim. Sigur gegn Chelski og miðað við hvernig Palace eru að spilla þá er ég vonast eftir jafntefli gegn City.
Annars varðandi Sakto þá skiptir ekki máli ef sendingar hjá Sakto sé 99% ef hann heldur áfram missa boltan svona hættulega. Betri negla útaf eða fram ef þú ert lentir i óvænta pressu og finnur ekki samherja. Mignolet þarf líka fara vera meira commanding í boxinu.
Eg hafði sett Agger inná fjótlega eftir þriðja mark okkar og farið i 5-3-2 og þéttað vörnina fyrr. Að lokum þá var Skrtel, Sterling og Allen bestir i dag.
In Rodgers we trust.
In Sunderland we trust.
Stórkostlegur sigur, stórkostlegt lið, stókostlegur þjálfari og allir þeir sem koma að þessu verkefni okkar.
Mér er alveg drullusama þótt sumir leikmenn liðsins hafi ekki átt stjörnuleik í dag, sigurinn var það mikilvægasta og hann náðist.
Núna er meistaradeildarsætið tryggt og ÁN forkeppni en við viljum meira enda komnir með blóðbragðið.
Leikurinn á mót chel$kí verður ROSALEGUR!!
Þetta verður erfitt sumar fyrir Spurs … Targetin sem við munum horfa á í sumar hafa engan áhuga á að spila í Europa League þegar þau geta spilað í Champions League…
Miðan við allt sem undan er gengið á þessu tímabili þá var við hæfi að ég skyldi fá málshátinn í páskaegginu í morgun “Vonin hefur vakið marga.”
Hef ekki orðið mikið var við Reina-til-baka-umræðu (ég elskaði Reina) en eru menn að gleyma hversu oft Mignolet hefur varið í undanförnum leikjum frábærlega og tryggt okkur mikilvæg stig? Flest af þessum mörkum má skrifa á varnarlínuna.
Til hamingju með frábæran sigur enn og aftur LFC-vinir nær og fjær, þetta er enn í okkar höndum!
#MakeUsDream
Sælir drengir.
Ég hef hrifist mjög af því sem hann Daníel hefur verið að gera. (sjá komment 22 og tengil http://i.imgur.com/UgYnRxI.png )
Hvernig væri nú ef að við tækjum okkur saman og heitum á að ef liðið vinnur titlinn reyni þetta litla samfélag sem hér er eða allir sem vilja og leggja þennann 2000 kall inná eitthvað verðugt málefni.
Þetta gæti orðið alveg djöfull flott hjá okkur og í leiðinni góð leið til þess að vekja enn meiri athygli á þessari frábæru síðu. Hverjir eru game? Sorry ef þetta flokkast sem þráðrán.
Hvað getur maður sagt? það eru 3 tímar síðan leik ég er enn með Hjartað á milljón. Það er skrítinn tilfinning sem er byrjuð að magnast upp í maganum og farin að hafa áhrif á líf mitt. Þetta lið veitir mér svo mikla gleði og hamingju þessa daganna að ég hef ekki upplifað svona skemmtilegar tilfinningaflækjur tengt fótbolta í mörg ár… Enn ég gæti vanist þessu 🙂
Eina Sem mér langar að ræða um þennan leik….. Sterling….Sterling……Sterling
Hvað er að frétta af þessum Geimstein? Þvílíkar framfarir í vetur og þvílíkur leikmaður sem hann er orðin. Að horfa á hann spila þessa daganna er algjörlega magnað 19 ára Gutti að gera eitthvað sem eldri leikmenn hefðu bugast undan pressu eða álagi. markið á móti City er eitt af flottari mörkum tímabilsins. Hvernig hann fíflaði þessa dýru vörn algjörlega upp úr skónum. Fyrra markið var af dýrari gerðinni. þvílík negla. Seinna markið var frábært hjá honum….. Hann er bara orðinn einn af mínum uppháldsleikmönnum með þessum framistöðum sínum eftir áramót. Aldrei átti ég von á hann myndi springa svona svakalega út.
Til hamingju Poolarar Við erum með eitt skemmtilegasta lið í evrópu og það verður ekki tekið af okkur 🙂
Hér krakkar mínir er snillingur og það úr hópi stuðningsmanna Everton, þetta er eiginlega of gott og líklega ansi gaman fyrir Everton menn
Sæl öll.
Sigur er sigur hvernig svo sem hann verður til. Sigur er alltaf fallegur fyrir þann sem sigrar. Eitt mark skilar alveg jafn mörgum stigum og 6 mörk. Ég er SVO glöð að ég ætla ekki einu sinni að reyna að lýsa því, það eru einfaldlega ekki til nógu mörg jákvæð lýsingarorði í Íslensku til að það sé hægt.
Ég er hins vegar búin að panta mér ásetningu á gerfinöglum og svo pantaði ég hárkollu fyrir næsta leik. Sem betur fer verð ég að vinna þegar sá leikur fer fram og þar sem ég vinn í apóteki mun ég hafa greiðan aðgang að sprengitöflum,róandi og blóðþrýstingslækkandi lyfjum. Minn betri helmingur mun senda mér sms um gang leiksins þannig að ég get fylgst með.Ég mun verða beintengd við blóðþrýstingsmæli og treysti því að lyfjafræðingur á vakt kunni endurlífgun ( best að kanna það bara strax).
Ef það var ætlun Liverpool að hressa upp á hjarta stuðningsmanna sinna þennan vetur þá er það að takast, ekki náðum við 4. sætinu þannig að það markmið er úr sögunni.
Ekki ætla ég að dæma einhver einn leikmann eða gefa þeim einkunn, ég sit eða hleyp um heima hjá mér og sé leikinn á 50 tommu skjá og vafaatriðin sé ég endursýnd ég get ekki séð það sem þeir sjá og því ekki sagt hvernig á að bregðast við þegar þú hefur engan tíma til að skoða endursýningar eða kanna málið. Þeir unnu og þeir gerðu það allir sem lið ekki bara einn einstaklingur. Partur af því að vera í góðu liði er að geta stokkið inn þegar liðsfélagi þinn gerir mistök , ef það gerist í þínu liði þá ertu í góðu liði með fínan þjálfara sem veit hvað hann er að gera.
Rauðklæddu stríðsmennirnir kunna þetta og bjarga hverjir öðrum þegar mistök eru gerð og þess vegna meðal annars eru þeir í 1.SÆTI og eiga í fyrsta sinn á 25 árum möguleika á að verða Englandsmeistarar það er liðsheildin,gleðin,fótboltakunnátta og góður þjálfari sem skapa það.
Niðurstaða dagsins ; Fallegur sigur sem þýðir ein vika enn í spennu og óþreyju, sem þýðir að vonin lifir í viku enn og þá er hitt alveg í lagi.
Þangað til næst
YNWA
ef að við værum með pepe reina í markinu væri titillinn í höfn
Ég trúi því varla að menn séu að tala um Pepe Reina. Sami Pepe Reina og var ekki skárri í úthlaupunum en Mignolet. Og mikið verri á línunni. Mikið er minnið stutt hjá mönnum, Reina var flottur en algjör meðalmaður orðinn undir lokin.
Mignolet er búinn að bjarga svo fáránlega mörgum stigum fyrir okkur í vetur, að það er með hreinum ólíkindum að menn séu að heimta Reina til baka. Mann sem var með svo góða vörn fyrir framan sig að hann hætti að verja skot, varði enginn víti og var almennt slappur.
Það hefur klárlega orðið uppfærsla í markvörslu Liverpool á þessu tímabili miðað við getu Reina frá árinu 2011.
Allt er á réttri leið þrátt fyrir strögglið í dag, megum ekki gleyma því að liðið er mjög ungt þannig að ef heldur fram sem horfir þá verða menn eins og Flanagan, Sakho, Allen, Henderson, Coutinho , Sterling og Sturridge á toppi ferils síns eftir um það bil fimm ár (2019) og að auki höfum við menn eins og Ibe, Ilori, Wisdom o.fl. sem eiga sjálfsagt eftir að koma inn. Framtíðin er björt.
Sterling átti frábæran dag í dag og Skrtel er að verða minn uppáhalds leikmaður, mér finnst ómaklega vegið að mönnum eins og Sakho, Allen og Lucas sem mér fannst heilt yfir eiga ágætan leik allir. Það var helst að maður staldri við Mignolet, það þarf að þrífa tyggjóið af sólunum hjá honum.
Og varðandi Pavlovsku tengslin, þá er ég ekki frá því að púlsinn rjúki orðið upp bara við það að sjá rauðklætt fólk.
Gleðilega páska og höfum þennan málshátt í huga: Sjaldan verður Chelsea til fagnaðar.
Er ég sá eini sem bíður spenntur eftir tölfræðigaurnum með nýjasta tölfræðilíkanið?
Orðinn eins og Mourinho með samsæriskenningar á lofti hægri vinstri. Það getur ekki verið eðlilegt hve mikið þetta Liverpool lið reynir á hjartað í manni helgi eftir helgi. Ef maður hefði vitað þetta hefði maður óskað eftir hjartastuðtæki í jólagjöf, bara til að vera safe.
En vá hvað þetta er gaman.
Farinn að hallast að því að við missum 3 stig á leiðinni en vinnum svo City á markatölu í loka leik. Bara svona til að endanlega tryggja að hjartað gefist upp því þeir hafa prófað mest allt annað á mann til þessa.
Tveir slökustu menn vallarins voru Johnson og Lucas. Lucas gaf bara boltann í átt að eigin marki og hægði alltaf á öllu spili. Johonson mætti bara ekkert í leikinn og hringsnérist meira og minna bara í hringi um sjálfan sig. Suarez missti bara alltaf boltann þegar gefið var á hann. Shako slakur og alltof stressaður alltaf. Og Moses er bara ekki í úrvaldsdeildarklassa. Að öðru leyti fínn leikur. 🙂
3 stig gerdum tad sem gera turfti. Finnst sumir herna ad bera saman gamla reina( 3-4 arum sidan) vid nuverandi mann I burinu. Gengur ekki upp . Var buinn ad dala töluvert , samt einn af bestu markmönnum sem vid höfum átt
Litla liðið í Liverpool flengdi litla liðið í Manchester
Það kom áhugavert innlegg á Liverpool sub-reddit-ið, ég týndi því að sjálfsögðu um hæl, en það sýndi í stuttu máli hvernig möguleg stigasöfnun hjá 3 efstu liðunum lítur út miðað við ýmiskonar samsetningar af sigrum (W), jafnteflum (D) og töpum (L):
Liverpool:
WWW 89
DWW 87
LWW 86
DDW 85
LDW 84
LLW 83
Chelsea:
WWW 84
DWW 82
LWW 81
DDW 80
City:
WWWWW: 86
DWWWW: 84
LWWWW: 83
DDWWW: 82
Þetta sýnir bara mjög vel að þó svo þetta sé fjarri því að vera unnið, og að liðið okkar verður að halda fullri einbeitingu og dampi í næstu þrem leikjum, þá mega olíuliðin tvö alls ekki við því að misstíga sig. Engin eldflaugavísindi hér að baki svosem, en áhugavert engu að síður.
Er ég sá eini sem vill sjá Lloris keyptann næsta sumar ?
Lang besti markvörðurinn í deildinni ásamt Cech !
UPPFÆRT!
Viðsnúningur !!
Apríl 2013 eftir 35 umferðir!
Staðan:
1 MU 85 stig
…………..
7 Liverpool 54 stig (31 stigs munur)
20. apríl 2014 eftir 35 umferðir! Staðan:
1 Liverpool 80 stig (35 leikir)
……..
7 MU 57 stig (34 leikir) (23 stiga munur)
Viðsnúningur ? Ég held nú það !!!!!!!
Sælir aftur félagar
Mér finnst áhugavert það sem Carlito #59 er að stinga upp á. Ef af verður er ég með.
Það er nú þannig.
YNWA
gæti einhver hent leiknum inn þegar hann kemur í heild sinni
Ánægður með þig Sigkarl eins alltaf, það er nú þannig.
Einnig komnir 34 þumlar svo einhver hlýtur áhuginn að vera. Spurning hvort síðuhaldarar (síðumeistarar) væru viljugir til að leggja hönd á plóg og henda upp færslu þar sem menn gætu skráð sig eða eitthvað slíkt??
hvernar er MOTD sýnt í kvöld??
Carlito (#59) – ég tek undir þetta með þér. Ég hef séð framtak Daníels (#22) og hrifist af því. Við setjum færslu í loftið í lokaviku tímabilsins þar sem við fjöllum um þetta og hvetjum þá sem vilja til að taka undir með Daníel. Líklega munum við bjóða fólki að heita á liðið í ummælum við þá færslu og standa svo við það ef titillinn kemur í hús í lokaumferðinni.
Frábær hugmynd. Við förum lengra með þetta en bíðum fram í lokavikuna svo við séum ekki að lofa upp í ermina á okkur. 😉
#59 ég er game
Þótt ótrúlegt sé þá getum við verið orðnir meistarar eftir næstu helgi.
Hver hefði trúað því.
YNWL. 😀
Glæsilegt, gerir loka takmarkið hvað þá meira spennandi ef fleiri njóta góðs af.
Hlakka bara til.
Thetta er buid ad spilast otrulega vel fyrir okkar menn sidustu daga. Chelsea eru varla med i barattunni lengur og hljota ad leggja allt i solurnar i champions league a tridjudaginn thegar okkar menn eru i gufu og heita pottinum. Eden Hazard er meiddur og Chelsea frekar osannfaerandi ekki med hann innanbords.
Vid erum einfaldlega mun sigurstranglegri heldur en their a sunnudaginn. Sakna samt Hendersons.
Carlito ég er með!
You´ll Never Walk Alone er okkar mottó og þetta er fín leið til að sýna það í verki.
Bingó!
ég er til í allt og 2000 kall eru minnstu áhyggjur mínar þessa dagana:)En varðandi Mignolet þá tel ég að hann eigi eftir að þróast meira næstu árin en Pepe Reina með fullri virðingu fyrir honum.
Og ef út í það er farið þá er Þetta með yngstu liðunum í deildinni í bullandi framför eru efstir í deildinni og eiga helling inni er einhver til í að klípa mig?
Það er bara SVO gaman að vera stuðningsmaður Liverpool FC í dag 🙂
Mér líst rosalega vel á að vera með áheit. Gaman ef það væri hægt að gera skoðanakönnun svo hægt væri að kjósa á milli 3-4ra valmöguleika.
Snilldarhugmynd með áheit.
Þessar vikur eru erfiðar, eiginlega allt frá Sunderland leiknum hef ég verið stressaður. Mér líður eins og ég sé að horfa á Istanbul 2005 en munurinn sá að leikurinn stendur yfir í 6 vikur – það reynir frekar mikið á og ég á erfitt með að hugsa ekki um þetta öllum stundum. Þetta er bara íþrótt, skiptir ekki máli og allt það en af hverju líður manni þá svona?
Njótum sigursins í dag then we go again!
Þvílík sendingargeta hjá mínum manni Sakho. Það getur bara ekki verið að þeir sem eru að rakka manninn niður horfi á sömu leiki og ég. Gef þeim þó að hann á 1-3 mistök (aðallega vondar tæklingar) í leik en Brendan verður ekki lengi að slípa þau af honum. Annars er ég nokkuð viss um að hann sé með hæsta sendingarhlutfallið á vellinum í hvert sinn sem hann spilar.
The football genius
MOTD að byrja eftir 13 mínútur, linkur: http://www.filmon.com/tv/bbc-one
Finnst þetta frbær hugmynd hja Carlito! Ég er svo sannarlega með!
En þeir sem vilja horfa á MOTD geta horft á það í gegnum Filmon en þar má finna BBC One.
Hægt er að downloada filmon á öllum helstu tækjum svo sem símum eða spjaldtölvum sem innihalda Android, ios eða Windows. Hægt er líka að downloada frekar þægilegu viðmóti á Windows 8 stýrikerfinu fyrir PC.
Ef þetta hentar ekki má líka alltaf horfa á þetta hér: http://www.filmon.com/tv/bbc-one
Að leiknum sjálfum. Þetta var frábær byrjun en á sama tíma lögðumst við of langt niður. Þessi hápressa Norwich var að valda okkur vandræðum og Rodgers verður að vera tilbúin slíkri pressu frá öðrum liðum því þetta var að virka ágætlega. En við fengum jafn mörg stig frá þessum leik og 5-1 rústi gegn Arsenal.
Að lokuim langar mig að lýsa yfir miklu stolti útaf Raheem litla Sterling. Þvílíkur leikmaður sem þessi drengur er orðinn! Eins leiðinlegt og það var að við náðum ekki að landa Konoplyanka þá þori ég að fullyrða að hefði hann komið til Liverpool þá væri Raheem ekki búinn að fá þennan séns! Stundum þurfa leikmenn (og sérstaklega ungir leikmenn) tíma og traust frá þjálfaranum. Munið það áður en þið ákveðið að slátra næsta leikmann þegar hann hefur kannski ekki átt sinn besta leik.
#MakeUsDream #ThisDoesNotSlip #YNWA
afhverju eru allir hérna að seygja að þetta hafi verið mistök hjá mignolet hann sparkar greinilega í hann kemur á fullu gasi og þeir lenda saman.
http://fotbolti.net/news/20-04-2014/myndband-hooper-skoradi-eftir-mistok-mignolet
Þetta er líklega eitt versta lag diskósögunnar en stundum stundum snúast hlutirnir í höndunum á manni.
https://www.youtube.com/watch?v=3mXfcMbF8Lo
Spáði rétt fyrir þessum leik. En nú mun þetta lag hljóma aftur um fields of Anfield road!
champions league theme song
https://www.youtube.com/watch?v=0Qqd6T_A9LY
spurt er um lið: þetta lið hefur á þessu tímabili tapað tvöfalt gegn hinu liðinu í sömu borg og tvöfalt gegn báðum liðunum í Liverpool og samtals í þeim leikjum skorað eitt mark gegn fjórtán. Nýlega varð það ljóst að þetta lið nær tæplega Evrópusæti nema í þeirri Evrópukeppni sem er í huga aðdáenda þeirra B-Evrópukeppni.
Ég er sko til í áheit Barnadeildin er svo verðugt verkefni. En miðað við stöðuna á okkur stuðningsmönnunum væri hjartadeildin kannski réttari deild. Við hjónin erum búin að heita á Strandarkirkjur í vetur og hétum henni 10.000kr ef titillinn yrði okkar en það yrði okkur sannur heiður að fá að ganga með stuðningsmönnunum og gefa góðu málefni góða upphæð ef draumur okkar rætist.
Þá sýnum við hinum hvað það þýðir að ganga aldrei einn.
Þangað til næst
YNWA
Maður er sko tilbúinn í að gefa áheiti og verða það 2400 kr . 100 kr fyrir hvert ár sem maður þurfti að bíða eftir titlinum( ef hann skilar sér í hús á þessu ári).
Frábær hugmynd að vera með áheit og ég er svo sannarlega til í að styrkja eitthvað gott málefni.
ynwa
Ég er með í áheitum snillingar, áfram Liverpool!
Frábær hugmynd með áheitin. Ég vil taka þátt í því ef það er sett á dagskrá
YNWA
Frábær dagur, frábær vetur en nóg eftir samt. Mér finnst allt í lagi að finna að hinum og þessum annað slagið. Mér finnst við bara alls ekki hafa efni á því núna. Við erum á toppnum og hvað gerir maður þá. Maður staldrar við og horfir yfir fjöllin blá, maður nýtur augnabliksins og horfir niður hlíðarnar. Hverjir eru í bröttu hlíðunum í dag og eru meira að segja að fjarlægast frá tindnum ?
Já við erum í “topp” málum og mér er alveg sama um smá mistök. Sigur vannst, risasigur !
Að lokum þá vil ég þakka Roy Hodgson fyrir það að hafa keypt Poulsen á sínum tíma, Poulsen sýndi mönnum það að ef þeir standa sig ekki hjá LFC þá geta þeir hypjað sér annað 🙂
Frábær 3 stig komin í hús. Sýnum yfirvegun og öndum rólega. Bara 3 leikir eftir!
https://imgflip.com/i/89tgg
Þvílíkur leikur hjá Raheem Sterling! Vá: https://www.youtube.com/watch?v=mo6O2700M7k
Fólk er mikið að tala um markmenn og að fá Reina aftur og svoleiðis. Ekkert skrítið því Mignolet var ekki traustvekjandi í þessum leik. Ég ákvað því að fara í smá statrúnk og skoðaði Reina á síðasta tímabili vs. Mignolet á þessu tímabili. Datt svo í að skoða fleiri markmenn og endaði á því að taka screenshot af samanburði á markmönnum víðsvegar að. Í linknum má sjá samanburð á Howard, Szczesny, Cech, Diego Lopez, De Gea, Reina (12-13) og svo Mignolet.
Kalt mat. Okkar maður er fínn miðað við þá bestu. Lopez er bestur. Howard bestur í ensku deildinni. Makes sense? Væri gaman að taka saman hvað Mignolet splæst oft í rándýra vörslu í stöðunni 0-0 eða 1-1 eða á öðrum crucial tíma í leik og skoða það í samanburði við aðra.
https://drive.google.com/file/d/0Bx08mLtJ0JebSVVXOFRSMW5BMUE/edit?usp=sharing
Gott kvöld og gleðilega páska.
Ég ætlaði að bíða með spá fram yfir City-leikinn annað kvöld. En ef menn kalla eftir spá reynir maður að standa fyrir sínu.
Satt að segja er ég sjálfur orðinn frekar leiður á þessum spám og sé minna og minna gildi í þeim, vegna þess að nú er svo auðvelt að sjá leiktíðina á enda. Mögulegar útkomur eru orðnar fáar svo að nálgun Daníels #71 er kannski orðin nær lagi. Við sjáum öll að þessi vika hefði vart getað farið betur, við sjáum öll hvað sigur gegn Chelsea færir okkur, við höldum áfram að trúa og erum farin að sjá líka.
En svo athugaði ég hvað líkönin sögðu og … boj ó boj hvað er fullnægjandi að sjá hvers konar yfirburði okkar menn hafa haft eftir áramót:
Líkan 1 (heima og úti – öll leiktíðin)
1. Liverpool 87 stig
2. City 82 stig
3. Chelsea 81 stig
—
Líkan 2 (heima og úti – 2014)
1. Liverpool 89 stig
2. Chelsea 81 stig
3. City 81 stig
Sjáið þið þetta? Liverpool er búið að vera svo gott eftir áramót að líkanið treystir sér ekki til neins annars en að spá fullu húsi stiga í síðustu þremur leikjunum! (Reyndar er nákvæm tala 88,25 stig.)
—
Líkan 3 („sigurstranglegra liðið“ vinnur)
1. Liverpool 89 stig
2. City 83 stig
3. Chelsea 81 stig
—
Ég ætla ekki að fullyrða neitt en varðandi áheitasöfnunina ætti Kristján Atli að minnsta kosti að gera ráð fyrir þeim möguleika að titillinn sé tryggður fyrir lokaumferðina af því að (bíddu, leyf mér að gá, jú) ÖLL líkönin gera ráð fyrir því.
Ég, eins og margir hérna, get varla hugsað þessa hugsun til enda en ef réttlætið sigrar fær Mourinho EKKERT stig í næstu umferð eftir skítleg ummæli í gær. Ef það gerðist þýddi það að Chelsea væri úr sögunni í baráttunni um enska meistaratitilinn og það væri hvorki Mike Dean né Riley að kenna.
Andi, ég hef ákveðið næstu ósk mína. Ég óska þess að sunnudagurinn 27. apríl sé runninn upp og klukkan sé að skríða yfir 13.
Hér eru að detta inn MOTD linkar fyrir ykkur sem sáuð þáttinn ekki í beinni: http://www.reddit.com/r/footballhighlights/comments/23jt9h/request_bbc_match_of_the_day_2_20apr14/
Af hverju tölum við ekki bara um Liverpool liðið sem vann Norwich, í staðin fyrir að lasta hinn og þennan leikmann í liðinu ? LIÐIÐ vann leikinn, Það geta ekki allir 11 verið bestir í hverju leik, þetta er ekki Championship manager með svindli ! !
LIVERPOOL VANN, reynum nú að gleðjast 🙂 ef ekki núna, þá hvenær ?
Á margan hátt mjög góður leikur en þó leiðinlegt að leka þessum tveimur mörkum í netið. (En hvenær hefur það stoppað okkur?)
Vil ekki missa mig úr fagnaðarlátum ennþá, virkilega mikilvægur leikur gegn Chelsea í næstu umferð og síðan útileikur gegn sjóðandi heitu liði hans Tony Pulis þar á eftir. Svona án djóks, það ætti banna honum að þjálfa lið, hvað þá að vinna 5 leiki í röð.
Við erum reyndar búnir að vinna þá 11 í röð, sem er alveg fínt
Og það verður gaman að sjá Sterling á HM í sumar.
Ramires líklega í fjögurra leikja bann(greinilega mun verra að bíta í hönd en að kýla í andlit) og svo þessi feiti aðstoðarmaður motormouth, hvað var hann að þenja sig?
http://www.mirror.co.uk/sport/football/news/chelsea-face-three-fa-charges-3437433#.U1Q-Q4_b-JE.twitter
jæja fer næsti leikur ekki að byrja
Skil samt ekki afhverju Aspas kom ekki bara inn í kerfið fyrir Sturridge.
Sæl verið þið félagar og til hamingju með flottan sigur í gær.
Verð að viðurkenna að við að lesa ummælin við leikskýrsluna skar það svoldið í augu að menn væru að setja útá sendingatækni Sakhos því þó groddaralegur sé, hefur mér alltaf fundist hann skila honum vel og örugglega frá sér…
Ninni innti eftir tölfræði um sendingahlutfall hans en allt slíkt er hægt að nálgast á opinberu heimasíðunni: http://www.liverpoolfc.com/statistics/player-comparison
Samkvæmt henni er hann með 92 % sendingahlutfall í 786 heppnuðum sendingum. Ef við berum hann saman við félaga sinn úr vörninni í gær, Martin Skrtel er hann með 90,3 % (ótrúlegt miðað við undanfarin ár) en með um helmingi fleiri heppnaðar sendingar eða 1560, enda leikið rúmlega helmingi fleiri mínútur.
Ef við hinsvegar lítum á Daniel Agger, sem oft hefur verið hrósað sem góðum sendingarmanni, þá hafa þeir Sakho spilað jafn mikið (DA 30 mín fleiri) en sendingahlutfall Aggers talsvert lægra eða 88,2 % með 721 heppnaða sendingu.
Ég held mig því við minn fyrri skilning að Sakho sé ágætlega öruggur á bolta, þó hann geri stöku mistök einsog allir… Mér hefur líka alltaf fundist það undarlegt að fólk komi hér inn og lýsi því yfir hverjir því þótti vera lélegir, klikka svo út með að restin hafi verið allt í lagi en koma með lítið annað í umræðuna. Þá er nú líklega betra heima setið en af stað farið…
Þakka Magga annars fyrir flotta leikskýrslu. Finnst hann einmitt ná að lýsa vel þeirri taktísku skák sem stjórarnir þreyttu í þessum leik og verð ég að hrósa Adams og hans mönnum fyrir mjög flottann leik. Hnúturinn í maganum á mér var orðinn vel þéttur undir leikslok…
Match of the day 2
http://www.footballorgin.com/2014/04/premier-league-2013-2014-bbc-match-of_5500.html
Minni á góðgerðarleikinn, byrjar 13:00 að íslenskum held ég – er á lfc.tv.
Mér finnst þetta mjög þarft innlegg hjá Sverri #115. Það er mjög leiðinlegt að horfa upp á fólk koma hér inn og hella sér yfir einstaka leikmenn nokkrum mínútum eftir sigurleik, þegar liðið okkar er í miðju stríði um stóra titilinn. Mér finnst að þeir sömu ættu að taka stjórann okkar, Brendan Rodgers, sér til fyrirmyndar. Ef maður hlustar á hann fyrir og eftir leiki þá segir hann aldrei neitt neikvætt um nokkurn mann, ekki einu sinni Jose Mourinho þegar það liggur í augum uppi að hann hefur látið eins og fífl. Brendan talar alltaf á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, jafnvel þótt honum finnist örugglega hægt að laga þúsund hluti hjá liðinu, dómurunum og öðrum.
Með þessu er ég ekki að meina að alls ekki megi gagnrýna liðið eða leikmenn. Uppbyggileg gagnrýni sem gerir það sem henni er ætlað, þ.e. að rýna til gagns, er að sjálfsögðu eitthvað sem enginn á að forðast sem vill bæta sig en þetta er oft spurning um stað og stund. Núna er liðið okkar, leikmennirnir okkar, í miðju stríði sem reynir mikið á taugarnar og það má alveg búast við að einhverjir þeirra eigi mjög erfitt með að höndla þá pressu sem þeir eru nú undir. Sumir leikmannanna eru meira að segja að reyna að aðlagast nýju hlutverki í liðinu nú á erfiðasta hluta tímabilsins, t.d. Lucas Leiva. Gleymum ekki að það eru bara 3 orrustur eftir í stríðinu, og sennilega þær 3 mikilvægustu ef stríðið á að vinnast. Það sem liðið þarf ekki á þessari stundu er neikvæð umræða og skítkast út í einstaka leikmenn.
Við skulum heldur ekki gleyma því að ef menn eru óánægðir með einstaka leikmenn og vilja fá aðra í staðinn þá hefur slík umræða enga þýðingu á þessum tímapunkti, því það er ekki opið fyrir félagaskipti. Mignolet verður því markvörður okkar síðustu 3 leikina en ekki Reina eða einhver annar. Þetta er útkljáð mál á þessari stundu. Ég legg því til að við hættum að henda fram gagnrýni sem gerir ekkert gagn (á mannamáli: skítkast) og stöndum þétt á bakvið leikmennina og liðið sem við elskum. Stöndum öll saman og sendum þeim jákvæða strauma því þeir ætla sér að vinna stríðið og koma heim með dolluna 11. maí!
Góðgerðaleikurinn er að bryja núna er sýndur online a lfc.tv og a BT sport
Heyr heyr GummiB #118. Orð í tíma töluð.
hef verið að skoða ýmis met í enska boltanum síðan nafninu á efstu deild var breytt í úrvalsdeild. Arsenal á metið yfir flesta sigurleiki í röð eða 14. Ef Liverpool skorar þrjú mörk gegn Crystal Palace þá bætir liðið útivallarmet í flestum skoruðum mörkum sem manutd á. Liverpool færi þá í 48 mörk en metið er 47.
Lélegasti árangur meistaraliðs er 7. sæti sem Blackburn náði 1995 – 96.
Kop.is er snilldarsíða og sú besta á sínu sviði þótt víða væri leitað. Mér er það hinsvegar mjög til efs að leikmenn Úrvalsdeildarinnar í Bretlandi hafi einhverntíman og muni einhverntíman lesa þessa síðu. Ég held að það sé jákvætt að fólk fái aðeins að pæla í hlutunum svo lengi sem það er gert með siðuðum hætti.
Það er held ég ljóst að veiki hlekkur liðsins er varnarleikurinn og markvarslan. Það er svo aftur önnur pæling hversu mikið er hægt að skella skuldinni á einhverja einstaklinga og hversu mikið þetta er leikkerfi liðsins sem býður upp á þetta. Mignolet langt frá því að sannfæra mig um að hann sé rétti maðurinn í verkið.
Ætla að vera ósamála #118
Ég held að allir hérna styðja liverpool í blíðu og stríðu og þótt að einhverjum finnst Mignolet ekki standa sig eða Sakho ekki góður sendingarmaður þá er allt í lagið að segja það.
Þótt að þeir sem finnast Mignolet ekki standa sig þá er ég viss um að þeir óska honu alls hins besta og vonar að hann standi sig í hverjum leik.
Undanfarinn ár hefur liðið ekki verið að standa sig vel og hafa menn bæði hér og á öðrum spjallborðum verðið duglegir að gagnrína liðið, leikmenn, þjálfara o.sfrv og eiga menn alveg rétt á því.
Í dag þegar menn eru að benda að Sakho er dálítið ótraustur með sendingar, Mignolet ekki góður í úthlaupum og svo hafa menn lítið annað að segja það segjir manni að liðið er að brilla. Því að það er varla hægt að gagnrína neitt annað í liðinu. Stjórinn er að breyttast í legend fyrir framan okkur , Sterling er farinn úr efnilegur í frábær, Gerrard er frábær í nýri stöðu, Sturridge skorar, Surarez skorar og skorar, Coutinho skapandi, Henderson/Allen hlaupa úr sér lungum, Skrtel er tröll í markinum, Flanagan er eins og Liverpool aðdáandi að spila og Glen er búinn að koma smá stöðuleika í hægribakvörðinn.
Menn verða að hrósa þegar við á og er nóg af því að taka og það er líka allt í lagi að benda á það sem betur á má fara . Því að þótt liðið er ekki að standa sig frábærlega þá má alltaf gera betur.
Ég er 100% viss um að Rodgers er að skoða í dag hvað mátti gera betur gegn Norwitch þótt að liðið vann leikinn. Afhverju hleyptum við þeim inní leikinn? Hverning misstum við tökinn á miðjuni? Hverning hjálpum við Mignolet að koma af línuni? o.sfrv.
Því að það er það sem góðir stjórar gera. Eru ángæðir með liðið og úrslitinn en vita að til þess að taka framfarir þá þarf að finna veikleika og laga þá.
Áfram Liverpool í gegnum súrt og sært en við sem stuðningsmenn eigum fullan rétt á að hrósa og gangrína liðið þegar við á því að við förum í þessa rússibanaferð með liðinu ár eftir ár og þótt að við séum ekki alltaf samála hvort öðrum þá mega menn koma með sína skoðun. Annars væri ekkert gaman af fótbolta ef það má ekki aðeins ræða hann fram og tilbaka.
Svo að það sé 100% þá treysti ég Rodgers og strákunum og vona að þeir haldi áfram að láta okkur dreyma.
“Það er held ég ljóst að veiki hlekkur liðsins er varnarleikurinn og markvarslan. Það er svo aftur önnur pæling hversu mikið er hægt að skella skuldinni á einhverja einstaklinga og hversu mikið þetta er leikkerfi liðsins sem býður upp á þetta. Mignolet langt frá því að sannfæra mig um að hann sé rétti maðurinn í verkið.”
Þetta er ekki flókið ef þú vilt góðan markvörð og góða vörn þá spilar þú leiðinlegan bolta eins og Mourhino.
Ef þú vilt spila skemmtilegan botla með mörgum mörkum þá þarftu að skilja vörnina og markmanninn eftir berskjaldaðann.
Ef þetta á að vera uppbyggilegt hættið þá að drulla yfir leikmenn í vörn og marki og segið að það þurfi meira jafnvægi milli varnar og sóknar.
En hvað þýðir það? Færri mörk.
1-0 í hálfleik í 96-góðgerðarleiknum
Fowler með mark heimamanna
Afhverju fékk Mr Moyes bara sex ára samning. Lélegt !
En nú eru uppi háar raddir að karlinn verði rekinn. Þó ég vildi glaður sjá hann þarna áfram við stjórnvölinn þá er með ólíkindum hvað hann hefur staðið sig illa með þetta lið. Held varla að það hefði verið möguleiki að gera verri hluti. Og það sem mér finnst í raun ótrúlegra er hversu linir fjölmiðlar hafa verið við hann á þessu tímabili sem og stuðningsmenn ManU.
Öll þessi rök um aldur liðsins, “transition” tímabil osfr er algjört bull og með ólíkindum að fólk sé að gleypa við þessari steypu. Þú tekur við Meistaraliði, eyðir einum 70 milljónum punda og endar sennilega í 7. sæti í deildinni. Hörmung.
Vona að þeir ráði Giggs í staðinn ; )
Pakkað á Anfield, vel gert.
Moyes búinn að vinna fleiri bikara á einu ári með Utd en á 11 með Everton… og þeir ætla að reka hann! Þvílíkur skandall.
Var það ekki bara þannig að Ferguson náði miklu meir út úr þessum mannskap en eðlilegt gat talist,sjáum t.d. menn eins og Wes Brown og John O´shea,voru ágætir hjá júnæted en geta ekki blautan hjá Sunderland núna og hafa ekki getað neitt frá því að þeir fóru frá Fergie og það væri hægt að taka fleir,cleverley,wellbeck valencia o.fl. sem verða seint taldir knattspyrnumenn á heimsmælikvarða en Ferguson náði að láta líta þannig út,stundum alla vega.
sorgarfréttir, ef sannar eru, frá Manchester. Moyes er akkúrat rétti maðurinn fyrir Júnæted. Ömurlegt, ömurlegt ef þeir láta hann fara. Maðurinn er búinn að skila liðinu bikar á sínu fyrsta ári með liðið!
In Moyes we trust (not)
http://grantland.com/the-triangle/the-borini-conspiracy-the-loaned-out-striker-the-penalty-shot-and-liverpools-10-year-plot-to-win-the-premier-league/?
menn eru að orða m.a. Diego Simone og Jurgen Klopp við djöflana, hvers vegna ættu þeir að taka við liði sem verður ekki í meistaradeildinni á næsta tímabili? Væri skref niður á við hjá þeim
Mér finnst flott að styrkja verðug málefni, og tek ofan fyrir þessu skemmtilega framtaki Daníels á millifærslum.. Langar samt til að leggja til að ef LIVERPOOL verður meistari í ár verði KOP.is málefni hópstyrkja lesenda þessarar síðu..
Það er magnað starf sem Kop.is vinna hér fyrir okkur hin í hverri viku á þessarri síðu, og ég fullyrði amk fyrir mitt leiti er ég að fá margfallt út úr þessarri tilitbaráttu og vonum, með lestri á þessari síðu!
To sum up.. Ég heiti 2000kr á Kop.is ef LFC verður meistari 2014.
Takk fyrir mig YNWA!!
getur einhver sagt mér hvaða lið fara í evrópudeild er það 5 og 6 eða 5-7 ?
semsagt hull og arsenal bókaðir
Er ekki Man Utd að losa sig við Moyes til að stela landsliðsþjálfara Englnads eftir HM í sumar. Hræddur um það. Gæti þessvegna verið búið að semja um það nú þegar.
Ég held að menn séu að misskilja þetta með Moyes.
Auðvitað er hann ekki rétti maðurinn fyrir Manchester United.
Hann er rétti maðurinn fyrir öll hin liðin í deildinni til að stýra því félagi!
Annars held ég að við ættum að fagna lágt yfir þessu heillaspori ManU – því ef þeir fá núna Luis van Gaal, þá verður næsta tímabil eitthvað
Og þar sem ég hef lítið látið sjá mig á þessum vettvangi undanfarið, þá vil ég taka fram hversu ánægður ég er með okkar menn!! Ég hef bara verið orðlaus yfir spilamennskunni og meistaratöktunum 🙂
Áfram Liverpool!!
Homer, ertu þá hættur að kalla Rodgers “nutcase” ?
ef eg væri stjóri a heimsmælikvarða eins og klopp eda fleiri kallar þa fyndist mer an djoks meira spennandi að taka við united i sumar eftir eyðilegginguna fra moyes heldur en að taka við meistaraliðinu hans Ferguson í fyrra.
ef klopp hefði tekið við í fyrra og skilað titlinum i hus núna i vor hefði engum þótt það eitthvað rosa merkilegt enda maðurinn með meistaralið i höndunum en að taka við united nuna eftir þetta ömurlega timabil þeirra ætti að vera meira spennandi fyrir þessa kalla. sennilega aðeins minni pressa lika að taka við líði sem endar i 7 sæti heldur en að taka við meistaraliðinu hans Ferguson…
þvi miður fyrir okkur púllara þa er man utd stórklúbbur og þeir verða enn taldir stórklúbbur i sumar eftir þetta tímabil þeirra. man utd kemur til baka og þeir munu liklega ekki lata bjoða ser annað timabil utan topp 4 en þetta eina sem nu er að líða. eg vona að man utd verði i veseni með að fa frábæra leikmenn i sumar eins og okkar menn hafa þurft að lenda í en gleymum þvi ekki að það er alveg hægt að fa stóra bita utan meistaradeildar eins og city gerði a sínum tima bara ef menn eru til i að borga risalaun, eg hef tru a að man utd muni verða til i að borga risalaun i sumar til að geta komið af krafti og barist um efstu sætin a nyjan leik…
njótum þess núna að hafa fengið að sja man utd drulla a sig i heilt ár þvi eg hef ekki nokkra tru a að þeir muni lata þetta astand vara mikið lengur því miður…
gleðjumst yfir okkar monnum nuna og hvetjum þa til að nyta sensinn sem þeir eru komnir i til að klara þessa langþráðu dollu sem við allir þráum svo heitt..
Það er búið að orða alla sterkustu bitana sem eru á lausu við MU síðustu daga,
það verða allir þjálfarar í heiminum orðaðir við þá á næstuni.
Það kemur Liverpool lítið við, við erum með lið sem er og verður með í kringum 80stig næstu tímabil. Það verður bara gaman að berjast við djöflana um 1 sætið næsta tímabil ef þeir ná að rétta sig af. Ég er samt ekkert viss um það sama hver fær starfið hjá þeim það er vinna framundan þarna þessi klúbbur er ekki United eins og staðan er í dag…
Ohh….var með smá von í hjarta að City myndi misstíga í þessum leik á móti westbrom…en nei ekkert svo gott….komnir í 2:0 eftir 9 mínútur
Mögulega, Hafliðason.
Mögulega 🙂
Homer
3-1 fyrir City. þessi wba vörn ekki að fara gera mikið gegn þeim…. 🙁
3-1 fyrir City. þessi wba vörn ekki að fara gera mikið gegn þeim…. 🙁
Podcast ?
Sæl og blessuð.
Jæja, allir búnir að fá fréttirnar? Unnum Norwich 2-3. Þetta var nokkuð spennandi lengst af, þó maður hafi vonast eftir óspennandi yfirburðum. Var orðinn svartsýnn um tíma en svo skammast maður sín fyrir vantraustið…
Er að góna með öðru á MC vs. WBA og þetta er nú ekki kraftmikið. Áhorfendur þögulir og þeir fölbláu virðast fremur með hugann við HM í Brasilíu en PL á Englandi. Fljótir að pikka þeim hnöttótta frá eigin löppum yfir á samherja er tásur VesturborgarAlbínóanna nálgast. Orð dagsins er því vonleysi og uppgjöf.
Gaman að þessu.
Podcast upptökur eru að fara hefjast
Við höfum tryggt okkur meistaradeildarsæti sem er algerlega frábært. Það er samt langur vegur frá að titillinn sé í höfn. Hef enn töluverðar áhyggjur af City. Ef við töpum t.d. fyrir Chelsea eða Palace þá mun City hirða titlinn. Þeir eru með talsvert betri markatölu en við og munu bæta hana enn meira kvöld. Djöfull er samt leiðinlegt að horfa á hversu andlausir WBA eru í þessum leik. Eru þeir ekki að berjast fyrir lífi sínu í deildinni??
Hef enga trú á að City munu misstíga sig meira á þessu tímabili, þ.e. þeir munu klára sína leiki.
Við þurfum því 7 stig í 3 leikjum. Leikurinn á móti Chelsea verður drulluerfiður því þeir mæta tiltölulega afslappaðir í þann leik, ekki mikil pressa á þeim. Anfield-fakorinn mun vonandi hjálpa okkur yfir þann hjalla.
Þessi vika verður hrikalega lengi að líða!
ótrúlegt að sjá WBA 3-1 undir og allir menn fyrir aftan miðju og eru svo hægir upp
lýsendur skilja ekkert í afhverju þeir taka ekki séns í leiknum. En ef maður skoðar stigatöfluna eru þeir 3 stigum frá falli en með góða markatölu miðað við hin liðinn ætli það sé ekki hugsunin núna halda 3 stigum og betri markatölu
David Silva meiddur. Er ég ljótur að vonast til þess að hann verði frá í 4-5 vikur?
Já
Eigum við ekki bara að fagna svona meiðslum í hljóði ef menn vilja gera svo. Þetta leit ekki vel út.
🙂 ég hugsaði það sama Svavar, vissulega ljótt en á maður ekki að afsaka sig með því að segja að maður hugsi ekki rökrétt í þessu stressi í 1 titilin í 24ár……
Já, leit mjög illa út en 4-5 vikur hljómar mun betur en 6 mánuðir. Vil sjá Silva á HM!
WBA eru ekki einu sinni að reyna. Norwich gáfu allt í þetta gegn okkur, verðskulda að halda sér uppi fyrir slíkt. Sunderland líka af augljósum ástæðum. Megi það vera WBA, Fulham og Cardiff sem falla og Cardiff mega hirða neðsta sætið.
Tel að Everton taki amk 2 stig af City…
🙂 City er að vinna 3-1 og eru að berjast um sigur í deildini og helmingur stuðningsmanna farin af vellinum nokkrum mínútum áður en leik er lokið………………. úff bláustuðningsmenn….
#154 þú ert ansi bjartsýnn.
Everton tapar á móti Southampton á útivelli um næstu helgi á meðan Arsenal burstar Newcastle á Emirates. Draumurinn um 4. sætið verður því búinn þegar Everton fær City í heimsókn.
Haldið þið í alvöru að Everton fari að gera okkur einhvern greiða með því að leggja sig extra mikið fram á móti City undir þessum kringumstæðum? Í Alvöru?
Nei, félagar. Liverpool þarf eingöngu að treysta á sjálfan sig og klára sitt prógram. Við skulum ekki fara að stóla á að önnur lið hjálpi okkur á lokasprettinum.
Djöfull vona ég að WBA falli. Frammistaða þeirra í leiknum á móti City áðan var til skammar.
Skammarlegt að sjá stuðningsmenn Man City eða réttara sagt að sjá þá ekki.
Liðið er rosalega vel skipað, spila flottan fótbolta og eru í meistarabaráttu og þeir ná ekki að fylla þennan litla völl.
Þegar ég sá D.Silva meiðast kom smá púki í mig en ég henti honum strax af öxlini. Ég óska engum þess að meiðast og hvað þá svona stórkostlegum leikmanni.
Segjum sem svo að liverpool tapar fyrir Chelsea og vinni hinna tvo leikina en Man City klára sitt og verða meistara. Þá er erfitt að vera reiður út í liverpool sem hefur þá unnið 13 leiki af síðustu 14. Þetta yrði martröð fyrir okkur en það væri samt svo erfitt að vera fúll útí liðið fyrir þetta frábæra tímabil sem þeir hafa verið að bjóða okkur uppá.
Ég vill ekki að lykilmenn Man City fara að meiðast til þess að við vinnum titilinn. Ég vill að mitt lið einfaldlega klárar sitt verkefni og sé ekki að pæla í Man City.
Liverpool vs Chelsea/ Palace vs Liverpool og Palace vs City/ Everton vs City munu ráða hverning þetta tímabil endar.
Man City verða að vinna báða þessa leiki en ég er á því að liverpool þarf 4 stig úr okkar tveimur leikjum.
Haldið áfram að láta okkur dreyma Liverpool.
Talandi um púka á öxlinni, þá eru púkar á báðum öxlunum í mínu tilfelli en maður reynir sitt besta til að þagga niður í þeim.
Og hvaði fallbaráttuna varðar þá vona ég innilega að Sunderland haldi sér uppi sem og Norwich, ég vil endilega að Suarez fái að spreyta sig gegn þeim sem oftast þannig að WBA, Cardiff og Fulham mega fara niður.
Breaking News: “Moyes er að fara að leiða Framsókn í Reykjavík”
En best að blanda ekki leiðinlegri manjú pólitík í gleði okkar Liverpool manna
Ég er stútfullur af trú að við getum klárað þetta verkefni og þurfum ekki að treysta á önnur lið.
KOMA SVO!
Kannski er ég bjartsýnn #156 þegar ég segi að Everton taki stig af City en mér fannst það raunhæft þegar ég setti það fram. Það munar 5 stigum á liðunum og 2 sætum, Everton hefur fengið á sig jafn mörg mörk og City (skorað miklu færri náttúrlega), og tapað jafn mörgum (gert fleiri jafntefli). Everton verður náttúrlega á heimavelli, og berjast eins og ljón…það hvort þeir mögulega hjálpi Liv truflar ekkert…
Annars er ég auðvitað sammála því að Liv á að klára sitt og ekki stóla á aðra..
Ég treysti Liverpool fullkomlega til að klára sitt… En maður reynir að spá í stöðuna
og staðan í næstu umferð er svona:
Chelsea hefur væntanlega flogið út í gær til spánar og mun spila erfiðan leik gegn A.Madrid og væntanlega fljúga heim á Miðvikudegi og byrja undirbúning fyrir leikinn eftir þann leik, þeir munu svo þurfa ferðast til Liverpool og spila við þá á útivelli.
Þetta hljómar ekkert voðalega spennandi en við verðum vonandi í þeirra sporum á næsta tímabili 🙂
Liverpool er að fara mæta Chelsea kl 13:00 á Sunnudegi.
Man City mun ferðast til London og mæta svo Crystal Palace kl 15 sama dag.
Það verður mjög sálfræðilega sterkt að taka Chelsea heima fyrir City leikinn og traga úr þeim smá von fyrir leikinn gegn Palace…………
Við ætlum að klára þetta sjálfir alla leik!
Vitið þið hvort það sé einhverstaðar hægt að horfa á monday night football?
Rosalega er maður smeykur um að við missum af þessum titli á markatölu eins og ManU þar síðast. Hrikalega yrði það svekkjandi.
L1:
1. Liverpool 87
2. City 83
3. Chelsea 81
L2:
1. Liverpool 89
2. City 83
3. Chelsea 81
L3:
1. Liverpool 89
2. City 83
3. Chelsea 81
Ekkert svona svartsýnishjal. Við erum að fara að taka titilinn og ekkert rugl.
Klárum þetta sjálfir. Þetta er bara skrifað í skýin og á ennið hans Gerrards.
Mér finnst skrytid ad sja menn tala um ad Mignolet se verri en Reina…
Sjalfur er eg markmadur svo eg veit hvad eg er ad tala um i thessum malum. Mignolet er godur markmadur sem getur og HEFUR verid Game Winner fyrir okkur. En eins og hver einasti markmadur í heiminum ( fyrir utan kanski Manuel Neuer, virdist enga veikleika hafa sa gaur) hefur hann veikleika i vissum thattum markvörslu. I hans tilfelli eru thad fyrirgjafir og ad koma ut i boxid. Eins og flestir sau a moti baedi City og Norwich tha a hann erfitt med ad koma ut og kyla eda gripa fyrirgjafir. thad er okostur vissulega og er eg ekkert ad skafa utan af thvi. en hann hefur tölvuert fleiri kosti heldur en okosti! til daemis er hann med godann fot og hittir oftar en ekki nakvaemlega a thann stad sem hann aetlar ad skjota/senda. hann er virkilega godur i einn a einn eins og menn hafa sed yfir motid, thad er enginn ad fara segja mer annad.. hann er virkilega acrobatic og er ad verja otrulegustu skot fyrir utan teig! af tvi sem eg hef sed tha virdist vera ad hann se med mjog godann talanda og stjornar varnarlinuni vel. og ad lokum tha er hann godur i ad verja viti sem er mikill kostur.
Vonandi ad eg hafi kanski sannfaert nokkra sem hofdu ranghugmyndir um Adalmarkmann LFC.
P.S sidan ma ekki gleyma ad Simon Mignolet er ekki nema 26 ara og er thad vel ungt fyrir adalmarkmann i storlidi.
YNWA!!