Boro á morgun

Jæja, long time no hear. Er heimtur úr ferðalaga helju og þeir ykkar sem hélduð að þið væruð lausir við mig, sorry.

Sjöundi útileikur tímabilsins hjá okkur í deildinni verður háður á morgun á velli sem ekki hefur verið í miklu uppáhaldi síðustu árin. Við unnum þarna síðast í deildinni í mars árið 2002. Við höfum einungis einu sinni unnið þar síðan árið 1998. 2 jafntefli, einn sigur og 4 töp síðan þá. Ekki gott mál og ekki hjálpar það til þegar maður hugsar til þess að við höfum tapað síðustu 5 útileikjum okkar og í rauninni aðeins fengið eitt stig á útivelli á þessari leiktíð í deildinni. Það sem meira er að við höfum aðeins skorað 1 mark í þessum leikjum. Robbie Fowler úr víti í upphafsleiknum. Þetta er hreint út sagt ferlega slakt. Ef einhvern tíman hefur verið tími til að snúa þessari þróun við þá er það á morgun.

Fyrir leikinn gegn Arsenal, þá sátum ég og félagi minn og horfðum á lokamínúturnar í leik Reading og Tottenham. Leiðinlegt að segja frá þessu í rauninni, en samtalið var einhvern veginn svona:

SSteinn: “Ég er ekki frá því að Spurs sé mesta jójó lið deildarinnar”
Félagi: “Horfir þú ekkert á okkar lið kallinn minn, talandi um jójó”
SSteinn: “Nei, alls ekki sammála. Í rauninni erum við ákaflega stöðugir. Vinnum heima og töpum úti”

Því miður er þetta bara staðreynd. Maður reynir stundum að hugga sig við það að þeir útileikir sem búnir eru og við höfum tapað, eru gegn Chelsea, Manchester United, Arsenal, Everton og Bolton. Það skiptir þó engu máli, við töpuðum þessum fjárans leikjum og erum bara alls ekkert í góðum málum. Við hreinlega VERÐUM að vinna Boro á morgun, nó matter vott.

Boro hafa ekki verið að gera neinar rósir undanfarið. Þeir unnu frækinn sigur á Chelsea, en afskaplega lítið hefur gengið upp hjá þeim síðan. Þeir sigrar sem þeir hafa verið að hala inn eru allir á heimavelli. Það er því alveg ljóst að þeir eru erfiðir heim að sækja. Hjá þeim eru þeir Stewart Downing og Lee Cattermole tæpir, og þar að auki eru Tony McMahon, Mark Viduka, Chris Riggott, Malcolm Christie og Ugo Ehiogu allir meiddir. Þeirra hættulegusti maður verður að teljast vera Yakubu í framlínunni. Svona stilltu þeir upp sigurliðinu gegn West Ham um síðustu helgi:

Schwarzer

Davies-Woodgate-Pogatetz-Taylor

Morrison-Cattermole-Boateng-Downing

Rochemback

Yakubu

Mér að vitandi eru engin ný tíðindi af meiðslamálum okkar manna. Luis Garcia er talinn tæpur fyrir leikinn, annars eru það þeir Momo og Kewell sem verða pottþétt fjarverandi. Það er að mínu mati nokkuð ljóst að Boro munu bakka og leyfa okkur að hafa boltann talsvert. Vonandi fara okkar menn að skilja það að menn geta ekki leyft sér að taka heilt korter í að byggja upp sókn. Við verðum að setja meiri hraða í sóknaruppbyggingar. Stevie G hefur farið mikinn undanfarið í fjölmiðlum og sagt frá því að líklega fái hann nú loksins tækifæri inn á miðjunni. Að mínum dómi skiptir engu máli hvar hann spilar á vellinum, ef hann ætlar að sýna annað eins áhugaleysi eins og hann sýndi á köflum í leiknum gegn Arsenal, þá munu menn bara ekki spila vel. Maður getur fyrirgefið mönnum að eiga off dag og hlutirnir ganga ekki upp, en það er annað þegar maður sér menn jogga um hálf áhugalausa. Það sást nokkrum sinnum um síðustu helgi og vonandi á maður aldrei eftir að sjá slíkt aftur, hvað þá frá fyrirliðanum okkar.

Ég held að Rafa haldi áfram að reyna þá Crouch og Kuyt saman frammi. Bellamy verður þá nokkurs konar “wildcard” á bekknum. Ef ekkert gengur, þá vil ég samt sjá hann fyrr inná en maður hefur oft séð hann áður. Ég vil líka sjá Agger taka sína stöðu í vörninni við hlið Carra. Spilið er að dreifast svo miklu betur út frá honum heldur en löngu boltarnir frá Sami. Fyrst Stevie á að fara inn á miðjuna, þá hlýtur Pennant að fá að byrja á kantinum. Mér hefur fundist menn hafa gefist ansi fljótt upp á þeim strák. Hann hefur verið að koma með góða krossa þegar hann hefur fengið sénsinn, og er ég viss um að hann á eftir að vaxa með hverjum leiknum. Sama gildir með Gonzalez. Ég vil sjá þá báða í byrjunarliðinu, og leggja upp með hratt spil upp kantana. Væntanlega mun Riise halda sínu sæti, þrátt fyrir afspyrnu slakan leik síðast þar sem hann var gerður að algjöru fífli af Hleb. Svona vil ég því hafa liðið á morgun:

Reina

Finnan-Carra-Agger-Riise

Pennant-Xabi-Gerrard-Gonzalez

Crouch-Kuyt

Bekkurinn: Dudek, Sami, Zenden, Aurelio (eða Garcia ef heill) og Bellamy

Hverju skal um að spá? Þegar stórt er spurt, þá er oft afskaplega lítið um svör. Ég er þó bjartsýnn maður að eðlisfari og fæ mig hreinlega ekki til annars en að spá okkar mönnum sigri. Ég spái því að við vinnum nauman sigur 1-2, þar sem Gerrard rankar við sér úr rotinu og svo kemur félagi Dirk og hamrar inn öðru.

Koma svo…

10 Comments

  1. Sýnist Yakubu verða ansi hreint framsækinn í þessum leik :biggrin:

  2. Held að liðið verði svona og vona að liðið verði svona. Kæmi mér ekki á óvart ef Riise væri á kantinu fyrir Gonzalez og Warnock í bakverðinum eða Aurelio verði fyrir Gonzalez.

    Bíð spenntur eftir endurkomu Luis Garcia.

    Öruggur 2-1 sigur á morgun og útivallardraugurinn verður hrakkinn í burtu!

  3. Ég væri afskaplega sáttur ef að liðið yrði svona. Þetta er að mínu mati það sterkasta í stöðunni. Já, nema að Luis Garcia myndi auðvitað styrkja liðið á öðrum hvorum kantinum. Ég hef saknað hans mikið í síðustu leikjum.

  4. Ég er nú á þeirri skoðun að markaleysið á útivelli sé einfaldlega bara einhver stífla sem á eftir að bresta og ekki væri nú leiðinlegt ef hún myndi bresta á svipaðan hátt og á móti Newcastle í fyrra 🙂

  5. Ég tek undir með Einari að við höfum saknað Luis García mikið undanfarið. Vonandi eigum við hann verulega til góða á seinni hluta tímabilsins. Hann á ennþá svona 10-15 mörk eftir uppí kvótann. 😉

    Ég verð að viðurkenna að ég efast um að Gonzalez byrji inná. Hann hefur byrjað inná í tveimur leikjum í röð núna og því kæmi mér ekkert á óvart að sjá Warnock, Aurelio eða Zenden þarna í hans stað. Einnig er eitthvað sem hvíslar því að mér að Rafa muni fara í 4-5-1 í þessum leik, skilja Crouch eftir uppi á toppi með annað hvort Bellamy eða Kuyt sem vængmann öðrum megin (sem væri þó að sjálfsögðu bara byrjunarstaða).

    Persónulega, ef ég ætti að spá, myndi ég því hafa Zenden á miðjunni í stað Kuyt og Bellamy á vængnum í stað Gonzalez. En við sjáum til, það er ómögulegt að giska rétt á Rafa-uppstilingar. 🙂

  6. þá er það orðið offical García er meiddur og ekki með 😡

  7. Miðað við pressuna sem Rafa er undir þessa dagana (svo ekki sé minnst á leikmennina…sem hann keypti by the way), að þá hef ég ekki trú á öðru en að Liverpool Football Club bounce-i til baka á morgun með sigri. M´boro er hinsvegar ótrúlegt lið og hefur klárað stór lið á heimavelli sínum en samkvæmt liðsuppstillingu þeirra vs okkar TRÚI ÉG EKKI ÖÐRU en að við klárum leikinn! FJANDINN HAFI ÞAÐ!!!

  8. Eg var að lesa á liv.is að Steven væra á kantinum vegna þess að Pennant væri ekki nógu góður,ég verð bara að segja það að ekki hefur komið mikið frá kantinum þegar Steven er þar, leyfa Pennant að vera þar og gefa honum sjens í nokkrum leikjum,þótt að Steven sjé góður er hann bestur á miðjuni.Það verður að koma köntunum í gang þaðan hafa komið arfa slakar sendingar og framherjar hafa haft úr litlu að moða.Speeti og Pennant á kantana,gefa þeim sjens, vona það besta á morgun

  9. Er það ekki ansi hart að fara að sækja speki sína á vef landssambands íslenskra vélsleðamanna (liv.is)?? :biggrin2:

    Héðan á eoe.is/liverpool fær maður allt sem maður þarfnast…

    Góður útisigur hjá Liverpool – já ég er bjartsýnn – Kuyt með tvö, Gerrard með eitt og Riise eitt = sigur hjá okkur mönnum! (1:4)

Loksins!!!

Liðið gegn Boro: Gerrard á miðjunni, Agger í vörninni