Hodgson for England

Fjandinn, ég er fallinn. Enska landsliðið með fjölmarga leikmenn Liverpool er úr leik á HM og ég ætla að taka það lið aðeins saman. Kvóti fyrir fjölda pistla um Roy Hodgson er búinn en það er ekki hægt að skrifa um enska landsliðið án þess að fjalla aðallega um hann. Reyndar virðist Hodgson ennþá vera hafinn yfir gagnrýni á Englandi sem er með hreinum ólíkindum, stór hluti bresku pressunnar reynir að horfa í allt nema á hið afskaplega augljósa (stjórann) og sá hluti almennings sem hefur ekki þurft að afplána tíma undir stjórn Hodgson (hjá félagsliði) er jafn ginkeyptur. Hann virðist vera úr tefloni maðurinn og mér er fullkomlega fyrirmunað að skilja afhverju, bestu rökin sem ég hef heyrt núna eru þau að hann geti lítið gert enda með svo lélegan hóp, eitthvað sem er grínlaust sagt án þess að svo mikið sem horfa á hóp t.d. Kosta Ríka, Uruguay eða Ítalíu. Allt leikmenn sem eru að spila fyrir toppliðin í Ensku Úrvaldsdeildinni.

Enska Knattspyrnusambandið
Byrjum samt á byrjuninni, aðalvandamál Englendinga er að ég held ekki Hodgson per se, það byrjar ofar en hann hjá þeim sem réðu hann og ætla nú að halda honum. Helsáttir við stöðugasta meðalmennskumann allra tíma. Án þess að vilja endilega vera með fordóma gegn eldra fólki eða kafa djúpt ofan í hlutverk hvers og eins þá er þetta stjórn enska knattspyrnusambandsins eins og hún er í dag.

Fjórir Saman A

Fjórir Saman B
Fred Flintstone, Barney Rubble…

Er það nokkur furða að þessu hópur sé ekki að meðtaka helstu nýjungar í boltanum og innleiða stefnu sem er í takti við tímann og fá inn þjálfara til að framfylgja því? Gleymið því strax og ekki reyna að halda því fram að Hodgson sé maður sem nokkurt lið veðjar á sem hefur plan sem nær lengra en til 2 ára í senn. Flest lið hafa stigið þetta skref fyrir lifandis löngu og eru einmitt flest framar en England. Bara það að skoða hvað Þjóðverjar gerðu fyrir 10 árum væru svona 20 ár fram í tímann fyrir England.

Eins og ég segi ég nenni ekki að skoða hlutverk hvers og eins hjá FA og auðvitað er aldurinn ekkert endilega aðalatriði en Greg Dyke sem er stjórnarformaður er 67 ára gamall. David Gill er varaformaður og það nafn sem maður þekkir í þessum hópi og virtur í sínu fagi. Hann kom að því að ráða David Moyes fyrir ári síðan…til Manchester United.

Vandamálið er ekki bara Roy Hodgson, áður en hann verður látinn fara ættu þeir sem réðu hann virkilega að hugsa sinn gang og leyfa nýju blóði að koma inn og ráða nýjan mann til að stýra Enska landsliðinu. Mannskapurinn er alveg nógu góður og pressan á þeim hefur oft verið meiri, Hodgson var fyrir löngu búinn að tala væntingarnar niður á sitt level.

Núverandi stjórn myndi líklega horfa til Steve Bruce næst eða álíka spennandi “nútíma” stjóra.

Landsliðið
Vikurnar áður en Hodgson var rekinn frá Liverpool var stöðugt sungið um Kenny Dalglish milli þess sem sungið var um (í gríni) Hodgson for England. Breska pressan og aðrir bretar sem elska hann svona ofsalega máttu bara alveg endilega fá hann og hjálpi mér hvað hann hefur ekkert komið á óvart.

Persónulega er mér slétt sama um landsliðafótbolta og hef aldrei haldið með Englandi. Vegna fjölda leikmanna Liverpool reyndi ég þó aðeins núna en andúð mín á Hodgson er yfirsterkari sem og sú staðreynd að með því að falla úr leik strax eru 6 leikmenn Liverpool (mögulega fleiri) komnir í sumarfrí. Þessi vetur var langur á litlum hópi og sá næsti verður lengri. Það er stórskemmtilegt að sjá Hodgson í essinu sínu með öðru liði en Liverpool og ég hló upphátt þegar Luis Suarez afgreiddi þá, ef einhver maður átti skilið að afgreiða væntingar Englendinga þá var það hann.

Hodgson fékk það út fyrir leik að best væri að kveikja enn frekar í Suarez og tala um að hann væri ekki í heimsklassa ennþá. Suarez sem fór fyrir 3-4 milljón manna þjóð í undanúrslit á síðasta heimsmeistaramóti (var í banni þegar þeir duttu út) og vann S-Ameríku keppnina ári seinna. Besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar, sömu deildar og allir leikmenn Roy Hodgson eru að spila.

Það að tapa naumlega fyrir Ítalíu og Uruguay er kannski ekkert versti skandall í sögu fótboltans og raunar áttu Englendingar að fá mun meira úr báðum leikjum. Það er einmitt Hodgson, tapar naumlega og vinnur leiki með því að ná jafntefli. Ítalska landsliðið er eitt það veikasta sem ég man eftir frá þeim síðan ég fór að horfa á fótbolta reyndar, Paletta er í vörninni, Aquilani á miðjunni og 35 ára gamall Pirlo stjórnar öllu með Balotelli upp á topp. Uruguay er með tvo heimsklassa leikmenn á meðan rest kæmist líklega ekki í hópinn hjá Englendingum, annar miðvörðurinn var að spila sinn annan landsleik og 27. leik að ég held í heildina. England átti að vinna þennan riðil þó hann sé ágætlega sterkur. Bryan Ruiz er helsta hetja Kosta Ríka, tökum þá ekki með enda ekki búnir að mæta Englandi.

England er núna búið að spila sex leiki á stórmóti undir stjórn Roy Hodgson, hann vann eitt veikasta Sænska landslið sem ég man eftir og Úkraínu. Jafntefli gegn Frökkum og Ítalíu sem vann í vítaspyrnukeppni. Ágætt mót hjá enskum með kunnuglegum endi. Síðan þá hefur liðið ekkert þróast, leikur þeirra versnað ef eitthvað er. Mikið var gert þú því að liðið vann með miklum naumindum riðil sem innihélt Úkraínu, Svartfjallaland, Pólland, Moldavíu og San Marínó.

Paul Tomkins tók þetta vel saman í góðum pistli um daginn. Rest af færslunni verður út frá þeim pistli.

I can’t say that England are out because of Roy Hodgson, but it was obvious to any Liverpool fan that he wouldn’t get the same movement and incision from players like Raheem Sterling and Daniel Sturridge, because having spent six months watching his team on a weekly basis we knew that was not his style. Wayne Rooney and Danny Welbeck were also part of highly fluid sides for many years; up until the point where David Moyes and Roy Hodgson got hold of them. Or perhaps it’s mere coincidence that they’re more static under less-imaginative managers?

Bingó! Hodgson hlustaði á almannaróm og ætlaði nú aldeilis að sækja til sigurs, lét flesta sem hann hafði tök á að fá frá Liverpool byrja og hafði Welbeck og Rooney með. Málið er bara að þetta var alls ekkert sami fótboltinn. Gerrard var hafður í tveggja manna miðju með Henderson sem var við hliðina á honum, ekki fyrir framan hann. Fyrir framan þá voru bara sóknarmenn. Helsta vandamál Liverpool í vetur var hvað liðið lak mörgum mörkum inn og Gerrard átti nánast alla sína verstu leiki er liðið spilaði með tveggja manna miðju, eitthvað sem var löngu búið að fullreyna á Anfield. Hodgson missti af þessu og Gerrard átti ekki gott mót. Henderson var töluvert skárri þó reyndar séu ennþá til slatti af mönnum sem sjá ekki hvað hann gerir fyrir liðið. En tveggja manna miðja lendir í veseni gegn góðum liðum, sérstaklega ef annar er hefur bara helminginn af þeirri yfirferð sem hann hafði og fæ lítinn tíma til að teikna upp sóknarleikinn.

Rooney er stjarna liðsins og Hodgson vissi ekki hvernig hann átti að nota hann og var að breyta hans hlutverki í riðlakeppninni á HM. Welbeck sem hefur staðið sig ágætlega hjá Hodgson var settir á kantinn, þvílíkt cover sem hann gefur varnarlega og mikið hjálpar það líklega jafnvægi liðsins.

Sturridge upp á topp (og Sterling) eru svo víst ekkert góðir og voru bara heppnir að spila með Suarez í vetur, hver sem er væri víst eins góður og þeir hafa verið með mann eins og Suarez með sér, eða svo er sagt um þeirra framlag. Sturridge btw skoraði meira í vetur heldur en Michael Owen gerði nokkurntíman á heilu tímabili.

Tomkins áfram

Anyone who followed Liverpool in 2010/11 knows how awful the team played and how much intelligence-insulting guff the manager came out with, and yet Kopites were roundly slated by the media for not wanting to put up with a mediocre boss who went into games looking to not get beat 6-0 (his comment, honestly, before facing what was then a much less fearsome Manchester City side. With such rock-bottom aspirations, nothing is possible).

Hlakka mikið til þegar breskan pressan fær loksins nóg af Hodgsonbolta, lesið þessa grein hérna. Þetta er ótrúlegt alveg. Henry Winter er eins og parody af sjálfum sér.

Þetta er besta lýsingin sem hægt að nota á Hodgson

Through years of mastering a certain kind of coaching, Hodgson will bring a poor side up to average, keep an average side average, and bring a good side down to average. He is a thermostat set to ‘mild’.

Bestu þjálfararnir í boltanum eru með 55%-70% sigurhlutfall. Roy Hodgson hefur ALDREI verið með meira en 51,4% í neinu starfi síðan 1989. Hann hefur starfað hjá 16 mismunandi félagsliðum eða landsliðum síðan 1989 og aldrei náð árangri sem kemur honum í hóp þeirra bestu, hann er ótrúlega stöðugur í meðalmennsku sinni. Hvernig hann fékk starf sem stjóri Liverpool er mér ennþá ómögulegt að skilja en til að gæta sanngirni voru Gillett og Hicks eigendur þá. Það hvernig hann fékk starfið hjá Englandi kemur mér ekki jafn mikið á óvart, ég hef það litla trú á enska knattspyrnusambandinu. Innanveggja þar held ég að séu lítið annað en steinaldarmenn þegar kemur að fótboltafræðum.

Það er samt auðvitað eðlilegt að hann sé ekki með merkilegri prósentuhlutfall hjá liðum eins og Fulham og W.B.A. og fyrir utan spilamennsku þessara liða undir hans stjórn var hann að gera mjög góða hluti á þeirra mælikvarða. Tomkins tekur svipað dæmi um sambærilegan mann, Sam Allardyce hjá Bolton, frábær hjá þeim. Hvorugur þeirra á (eða ætti) að eiga séns á stærstu störfunum í boltanum.

Hodgson hefur nokkrum sinnum fengið mjög góðan séns á að a.m.k. bæta sigurhlutfall sitt. Hann tók við Blackburn sem þá var eitt af ríkustu og bestu liðunum á Englandi. Hann tók við Inter Milan og Udinese á Ítalíu. Hann fékk starfið hjá Liverpool og Englandi. Sigurhlutfallið er 40% hjá félagsliðunum og 50% með landsliðið.

Fabio Capello sem hrakin var úr starfi sem landsliðsþjálfari var með 67% sigurhlutfall með England og hefur aldrei verið með minna en 52% síðustu tvo áratugi. Hann hefur auðvitað fengið stærri lið á þessum tíma en það er heldur alls engin tilviljun, ekki frekar en að ekki er leitað til Hodgson. Capello er með 57% sigurhlutfall með Rússneska landsliðið sem er töluvert verra en það enska.

Tomkins hitti naglann vel á höfuðið að vanda:

With England Capello breezed two qualifying campaigns, and got out of the group at the 2010 World Cup, even if it was not a good tournament for the country. And yet only today Rio Ferdinand said that Capello “Fabio Capello lacked any warmth, and was too rigid”, as if warmth when getting better results is worse than chumminess when getting beaten. In England we value press-friendly losers more highly than fully-focused winners too busy for the boozer, and there’s one big problem the country faces right there. And don’t get me wrong – this isn’t a defence of Fabio Capello.

Þetta er svo satt og við ættum að þekkja þetta vel, breska pressan er nánast máttlaus þegar kemur að vinum þeirra í stjórastóli og munurinn á meðferð enskra stjóra vs erlendra er ævintýri líkastur oft á tíðum. Capello var svosem enginn engill og fótboltinn sem hann spilaði leiðinlegri en lokapróf. En fyrst hann var tekinn af lífi er ótrúlegt að Hodgson er ekki tekinn líka, hann er að ná töluvert verri árangri. Capello tók við liði (af hinum enska McClaren) sem komst ekki á EM 2008. Hann var skv. pressunni ekki að réttlæta sín fáránlega háu laun (£3.5m á ári). Roy Hodgson er sagður vera næst launahæsti landsliðsþjálfarinn á HM 2014.

Sver-Goran Erikson var ekki í vafa hver hans örlög hefðu orðið m.v. sama árangur og kom inná að væntingarnar sem gerðar voru til hans (og Capello) voru miklu meiri.

Hodgson er að gefa ungu leikmönnunum séns.
Ein mesta vitleysan er að Hodgson sé að fara með ungt landslið á HM og þannig byggja til framtíðar. Hann svosem tók ákveðna sénsa sem reyndar flestir hefðu tekið en þeir sátu flestir á bekknum þar til mótið var búið fyrir England. Meðalaldur byrjunarliðsins í báðum leikjum var 27 ára og 28 ára eftir skiptingarnar. Meðalaldur ónotaðra varamanna var 24,5 ár og samt eru Lampard og Milnir með í þeirri tölu. Liðið sem Hodgson notaði var alls ekkert ungt og ekki hægt að nota það sem afsökun.

Þetta þekkjum við vel og höfum oft farið yfir áður, Fulham lið Hodgson var að meðaltali 30 ára, þeir sem hann keypti til Liverpool voru einnig að meðaltali 30 ára, gamall stjóri sem treystir aðallega gömlum leikmönnum.

Það er auðvitað hægt að benda á Sterling og Barkley en hvorugur þeirra getur talist svipuð áhætta og Walcott var 17 ára. Sterling og Barkley hafa spilað í EPL í tvö ár og eru 19 og 20 ára. Reynslan verður engur að síður vonandi góð fyrir báða.

HM er engur að síður staður fyrir þá bestu sem eru í boði hverju sinni og mögulega ættu næstu þjálfarar Englendinga að horfa til Frakka sem skilja leikmenn eftir heima sem passa ekki í hópinn félagslega og liðið er skipað besta liðinu að mati þjálfarans, ekki endilega 11 bestu leikmönnum Frakklands. Hugarfarsmundur Didier Deschamps og Roy Hodgson er reyndar svo mikill að það tekur því ekki að ræða það, hugsa sér að við vorum að velta báðum kostum fyrir okkur þegar sá síðarnefndi fékk starfið hjá Liverpool.

Hópurinn
Sturridge var næst markahæstur á Englandi á síðasta tímabili og hefur núna skorað 35 mörk í 49 leikjum með Liverpool. Hann meira að segja klikkaði á eina vítinu sem hann tók. Rooney var fimmti markahæstur í afar döpru liði Man Utd og hefur skorað 200 mörk fyrir United (og 40 fyrir England). Það er erfitt að ímynda sér að betri þjálfari hefði ekki náð miklu meiru út úr þessum leikmönnum. Sterling er með í þeirri upptalingu þó hann hafi reyndar verið bestur í leiknum gegn Ítalíu. Hodgson reyndi að spila sóknarbolta en afar fáir voru að spila hlutverk sem hentaði þeirra hæfileikum best. Henderson og Gerrard höfum við þegar farið yfir.

There was never any sense that Hodgson’s England would play like Rodgers’ Liverpool because he just doesn’t set up that way. Hodgson seemed to pick the attacking players the ‘country wanted’, but didn’t deploy them properly because he has no experience of balancing a side in that manner. (And anyway, why the hell is he bowing to popular demand? Would Alex Ferguson? No! Would Jose Mourino? No! Did David Moyes? Yes. Moyes claimed that he couldn’t take Robin van Persie off in a game because the crowd would have got on his back.)

Hversu satt er þetta hjá Tomkins?

Varnarlínan er ekki sú sterkasta sem England hefur haft upp á að bjóða en engu að síður voru þetta menn sem eru að spila lykilhlutverk í góðum liðum í EPL gegn mörgum af bestu sóknarmönnum í Evrópu í hverri viku. Þetta voru heldur ekkert ungir pjakkar að gera byrjendamistök, aldur varnarlínunnar er 29, 28, 31, 29 ára, markmaðurinn er 27 ára og djúpi miðjumaðurinn er 34 ára.

Helst sýnist mér Steven Gerrard eiga að verða gerður að blórarböggli fyrir frammistöðu Englendinga, hann fór upp í skallabolta sem hann náði ekki og boltinn féll fyrir fætur Suarez sem var mun meira vakandi en miðvarðapar Englendinga og refsaði grimmilega. Annað skiptið í leiknum sem þeir gleymdu Suarez. Þeir voru reyndar teknir nokkuð hressilega í gegn eftir leik í breska sjónvarpinu og Jamie Carragher gerði svipaða hluti í Daily Mail daginn eftir.

Gerrard var ekki góður á þessu móti og gat ekki borðið England áfram í mótinu. Hodgson gerði honum alls enga greiða með að gefa honum nánast ekkert cover á miðjunni og ég sé ekki hvernig árangur Englendinga á að batna mikið næstu tvö árin haldi Hodgson áfram eins og allt stefnir í. Því vona ég heitt og innilega að Gerrard segi þetta gott með landsliðinu núna.

Endum þetta á tísti frá Tomkins sem ber saman árangur siðustu þjálfara Englendinga. Þrír góðir englendingar vs. tveir vondir útlendingar. Þetta er engin tilviljun.

Það verða a.m.k. tvö ár í næsta pistil sem fjallar svona mikið um núverandi landsliðsþjálfara Englendinga.

Það er þó töluvert skemmtilegra að skrifa um hann núna, Englendingar upp til hópa eiga hann virkilega skilið.

12 Comments

  1. Sælir félagar

    Ég gæti ekki verið meira sammála ykkur Tomkins Babú. Frábær pistill og endapunkturinn lýsandi dæmi.

    Það er nú þannig

    YNWA

  2. Babu þú átt heiður skilið fyrir að nenna að skrifa þennan pistil.

    Það er mín innilega von að Gerrard leggi landsliðsskóna á hilluna.

  3. Jæja… Suarez búin að bíta aftur …. Getur einhver gefið honum að borða meðan hann er á HM … Hvernig er það ef drengurinn er settur í leikbann mun það hafa áhrif í ensku deildinni eða bara með landsliðinu ?

  4. jæja nú verður að selja Suarez . Hann var að bíta leikmann aftur í leiknum gegn Ítalíu. Bara selja hann fyrir nógu mikið af pundum.

  5. suarez flottur..

    þetta bit minnkar vonandi likurnar a því að einhver vilji kaupa hann..

    vonum samt að þetta lækki ekki verðið a honum og hann fari samt..

    vona að þetta bit hafi tryggt okkur þjonustu hans eitt season i viðbot

  6. nei alls ekki selja hann.. eg stend með minum manni.

    hann hagaði ser fullkomlega síðasta vetur i rauðu treyjunni og það hvernig hann hagar ser með úrugvæ er eitthvað sem okkar mönnum kemur valla mikið við ..

  7. Maggi hann fer i bann hja landsliðinu ekki okkur sem ætti bara að hjalpa okkar mönnum að þirfa ekki að missa hann i landsleiki a næstunni

  8. Las einmitt þessa frábæru grein hjá Tomkins og gott hjá þér að gera pistil vegna hennar.

    Núna eru enskir búnir að gera máttlaust 0-0 jafntefli við Costa Ríka, því hlýtur Herra Hodgson að vera hæstánægður.

    Alveg ótrúlegt hvað enskir stuðningsmenn eru sérlega óheppnir með þennan fúla kokteil, þ.e. F.A. og þeirra buddy system með pappakössum eins og RH auk blaðamanna sem súpa allt sullið gagnrýnislaust.

    Krafan verður að koma frá þjóðinni um einhverjar breytingar.

England 1 Luis Suarez 2

Já það gerðist aftur…