Kop.is Podcast #64

Hér er þáttur númer sextíu og fjögur af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 64. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Babú) stjórnaði upptökum í dag þar sem Kristján Atli var staddur á bílaplani í Húsafelli í sumarleyfi og með okkur á línunni var Maggi í banastuði frá Hellissandi.

Helstu mál á dagskrá í dag var Heimsmeistaramótið og þá helst með áherslu á Þjóðverja, Englendinga, Brassa og Argentínumenn. Eins fórum við yfir söluna á Luis Suarez og líkleg næstu skref Liverpool á leikmannamarkaðnum. Hápunkti náði þátturinn þó er einhver ókunnug kona bauð Kristjáni Atla með sér i sturtu.

40 Comments

  1. Hvar er “download-takkinn” sem ég get sótt mp3-skrána, mér til hæginda?
    Veit að ég hef spurt áður um atriði í sambandi við podcöstin en mér er bara lífsins ómögulegt að spila þau almennilega. Eina sem ég get gert er að íta á “KOP.is podcast – 64. þáttur” þennan takka og þá byrjar podcastið. Síðan verð ég bara að hlusta none stop, get ekki sett á pásu og fæ alltaf byrjunina á podcastinu tvöfalt yfir síðustu mínotur þáttarins sem ég er að hlusta á. Ég hef hlustað nokkru sinnum bæði í tölvunni heima og eins í vinnunni og þetta er alltaf svona hjá mér.

  2. Skemmtilegt podcast eins og ávallt. Eitt sem ég er að velta fyrir mér. Hvað með Teixera, Borini, Suso, Ibe ? Hvar eru þessir menn í plönum BR og afhverju er svona einblínt á vinstri bakvörð þegar Glen Johnson var klárlega okkar veikasti hlekkur síðasta vetur? Er BR ekkert að spá í þessa stöðu? Fyrir utan að Glen er bráðum að detta á aldur.

  3. Gunnar #2 það á að duga að hægri klikka og gera save link as… =)

    Þá vistast það sem file inn á tölvunni sem þú getur spilað með einhverjum player.

  4. #2 Gunnar

    Ferlega þægilegt að hlusta á þetta í iTunes. Þá getur þú líka skutlað þessu á iPod/iPhone og hlustað í bílnum 🙂

  5. 7 og 8 flott lið en Johnson í alvöru maðurinn er hræðilegur ætla rétt að vona það að hann verði seldur og einhver alvöru RB verslaður þó svo að flannó sé magnaður

  6. #4 Unnar
    Takk kærlega 🙂 loksins eitthvað sem virkar fyrir tölvuþursinn mig 🙂

    #6 Ben
    hahaha, þú ert ekkert að gera þér grein fyrir því hvern þú ert að tala við.
    “iTunes,iPod,iPhone” hef ekki hugmynd um hvað þetta er :p …. Ég kannast við “I paid”

  7. Flott podcast strákar. Takk fyrir mig, of mikið fyrir mig af lofsöng um Þjóðverja, með fullri virðingu fyrir þeim og þeirra grasrótastarfi, sem skilar þessum árangri núna.

    Ég veit ekki, er ég einn um það að hafa áhyggjur af því hvað Arsenal, City og Celski eru að styrkja sig, á meðan við erum búnir að missa 30 marka mann úr okkar liði ?

    Er takmark næsta tímabils kannski það að fá á sig færri mörk, þó svo við skorum ekki eins mörg og síðasta ? Ef það er í spilunum hjá Brendan þá þurfum við að bæta við eins og tveimur varnarmönnum. Ég hef líka trú á því að við munum bæta við einum sóknarmanni enn. Hvort það verði, Bony, Remy eða Lukaku. Vill helst fá Lukaku.

  8. Djøfull er eg feginn ad thessi H&M keppni er buin! Nuna fer virkilega ad styttast i ensku deildina okkar og okkar menn nokkud vel hvildir 🙂

  9. Eitthvað segir mér maður eigi eftir að hata Diego Costa í Chelsea undir stjórn Mourinho. Úff.

  10. #18

    Ég hef einmitt svo sterklega á tilfinningunni að hann verði algjört flopp

  11. Flott viðbót við Liverpool liðið.

    En varðandi önnur lið sem við munum keppa við í vetur.

    Vona innilega að Chelsea gangi sem verst. Mourinho fer í mínar fínustu ástam Terry.

    City: æji get varla verið neitt sérstaklega pirraður yfir þeim, eiga alla peninga í heiminum og svo er Pellegrini þvílikur herramaður að maður getur ekki verið með mikil leiðindi gagnvart honum/þeim.

    Svo er það Utd. Hef aldrei þolað Evra, farinn, Rio, farinn, Ferguson, farinn, Hernandes, “farinn”, Nevillarnir farnir osfr. Ronney sleppur einhverra hluta vegna. En þeir gerðu vel í að fá Van Gaal, hann fer í taugarnar á mér og síðast en ekki síst RVP. Gjörsamlega óþolandi. Svo gekk þeim svo illa á síðasta tímabili að mér hefur oft verið verr við ManU en í auknablikinu en Hollendingarnir hjálpa vissulega til.

    Arsenal, þeir fóru aldrei í taugarnar á mér hér áður fyrr en eru farnir að gera það núna. Sérstaklega Wenger og úlpan hans. Skemmtilegt lið samt og varasamir djöflar.

    Tottenham, Everton. Tottenham hefur vinninginn, megi þeir rotna í höndum Levy.
    Everton, æji þeir eru bara litli bróðir, óþolandi en samt ekki ; )

    Spái því að við náum þriðja sætinu á ótrúlegan hátt, það væri meira en glæsilegur árangur hjá BR.

  12. Markovic komin til okkar. Eitthvað segir mer að vera mjog spenntur fyrir honum en samt gerði hann alveg heil 7 mörk í 49 leikjum fyrir Benfica síðasta vetur. Bebe hinn hlægilegi leikmaður Man utd naði að gera 13 mörk í Portúgal síðasta vetur með einhverju mikka mús liði þar.

    veit einhver eitthvað meira um þennan Markovic ? hverju eigum við að búast af honum ? er hann að fara styrkja okkar byrjunarlið eða þarf hann 1-3 ar til að bæta sig og verða betri leikmaður ?

  13. Markovic hefur unnið deildartitilinn með sínu liði allar fjórar leiktíðirnar sínar sem atvinnumaður. Þær verða vonandi 5 eftir næstu leiktíð 😉

  14. BR = Frábær

    Leikmannahópurinn = ekki alveg nógu góður þegar Súarez er farinn

    leikmannakaup = Ekki verð nógu góð. Horfum á hin toppliðin… Ég meina ARSENAL er að kaupa gæðaleikmenn og eru orðaðir við enn fleiri!

    Mín neikvæða spá er 5. sæti en mín allra bjartasta von er það 4.

  15. Er virkilega sáttur með kaupin á Markovic, held að þessi drengur sé gullmoli sem muni springa út undir stjórn BR. Svo bara vaða í Marco Reus og einn LB þá erum við good to go 🙂

  16. Er til eitthvað app á android sem er svipað iTunes og maður getur verið áskrifandi að podcast þáttum?

  17. Echo segja í kynningarfréttinni um Lazar að við séum ekki lengur að eltast Moreno. Ákaflega leiður yfir því ef satt reynist. Leyst rosa vel á guttann.

  18. #27 fói.. podcast republic er ad gera sig fyrir mig a android. Ekki alvwg jafn sterkt og itunes en dugar betur en onnur sem eg hef profad a droid

  19. Þeim sem hafa miklar áhyggjur af því hvað liðin í kringum okkur eru að kaupa, vil ég benda á síðasta tímabil. Við keyptum afar fáa leikmenn og notuðum þá fáu lítið sem ekkert. Á meðan versluðu lið fyrir hellings peninga allt í kringum okkur.

    Þótt Arsenal kaupi stórstjörnu á 40 milljónir þýðir það ekki að liðið muni bæta árangur sinn. Við getum keypt heilt lið eins og Totteham gerði, en við vitum hvernig það endaði.

    Brendan er með fullt af peningum á milli handanna og ungt og spennandi lið. Ég treysti því að hann sé að kaupa það sem hann telur uppá vanta.

  20. Okkur vantar bakverði, við eigum eftir að skora nóg af mörkum í vetur en vinstri og hægri bakvarðastöðunar er möst að styrkja..

  21. Það væri frábært að fá smá kynningarpistil um Lazar Markovic ef einhver pennana þekkir eitthvað til hans 🙂

  22. Fyrir þá sem eru með Android síma þá náið ykkur í eitthvað podcast forrit, ég er með podkicker, og setjið þessa addressu í subscribe: http://feeds.feedburner.com/KopisPodcast

    Og fyrst ég er byrjaður, þá í fyrsta lagi eru þessi podcast algjör snilld, en það má endilega byrja textann á færslunni á lýsingu á viðkomandi þætti og setja síðan upplýsingar um hvar er hægt að nálgast þáttinn neðst. Þetta kemur sem description á podcastinu í spilaranum.
    Takk fyrir mig..

  23. Brendan Rodgers er að gera góða hluti. Menn virðast bara sokknir í djúpan hyll við að missa Suarez. Það er líf eftir hans og Liverpool liðið í dag er sterkara á pappír enn öll liðin síðustu 15 árin. Fyrir utan kannski síðasta :O Við erum að vera komnir með stóran hóp og byrjunarliðið lýtur orðið flott út og það besta er þetta er ungt lið sem getur gert stórkostlega hluti eftir 2-4 ár. Við erum spoiled eftir síðasta tímabil. Uppbygginginn átti að taka lengri tíma Enn Suarez kom okkur þangað á einhvern ótrúlegan hátt, Gleymum ekki að Sterling átti Monster vor, Couthino var orðinn eins og hann átti sér að vera í vor, Sturridge var frábær á síðasta tímabili, Gerrard Fyrirliðinn sem mun berja menn áfram. Eruði virkilega að segja mér að þessir 4 myndu ekki að gera tilkall í byrjunarliðið hjá einhverjum af þessum topp 5 liðum? Farið nú að vakna að Liverpool liðið er meira enn bara einn kall sem er í banni til hvað 27 okt!! Við erum vaknaðir til lífs og við erum ekkert að fara í baráttu við United um eitthvað sæti sem gefur rétt á minni evrópubikar sem engin hefur áhuga á! upp með jákvæðinina og Bjóðum Markovic velkominn og leyfum okkur að dreyma um Reus Þá er þetta Silly season fullkomið fyrir mér 🙂

  24. Þetta er hópurinn sem ferðaðist til Danmörku og mætir Brøndby í dag

    1 Brad Jones
    5 Daniel Agger
    10 Philippe Coutinho
    21 Lucas Leiva
    24 Joe Allen
    26 Tiago Ilori
    29 Fabio Borini
    30 Suso
    33 Jordon Ibe
    34 Martin Kelly
    35 Conor Coady
    37 Martin Skrtel
    38 Jon Flanagan
    40 Krisztian Adorjan
    44 Brad Smith
    45 Philips
    46 Jordan Rossiter
    47 Andre Wisdom
    51 Lloyd Jones
    52 Danny Ward
    53 Joao Carlos Teixeira
    54 Kristoffer Peterson
    55 Stewart

    Vonandi að ungu strákarnir nýti hverja einustu mínútu sem þeir fá að spila og sýni hvað í þá er spunnið!
    YNWA

  25. Nú heyrir maður LFC orðað við Ben Davies hjá Swansea og menn eru strax byrjaðir að líkja honum við eitthver Konchesky kaup. Ég held að hann væri töluvert betri kostur en Bertrand t.d. þó Moreno/Rodríguez væri draumurinn. Ég hvet menn til að skoða þennan samanburð á Davies og Shaw sem Utd borgaði 30m fyrir. Talað er um 10-12m fyrir Davies.
    http://www.squawka.com/comparison-matrix#premier_league/2013/2014/ben_davies/126/64/831/0/p|premier_league/2013/2014/luke_shaw/64/64/747/43/p|premier_league/2013/2014/jon_flanagan/126/64/528/0/p#pass_completion/chances_created/goals_scored/interceptions/tackles_won#90

    Hérna er svo ágætis pistill um Markovic:
    http://www.goal.com/en-gb/news/2892/transfer-zone/2014/07/15/4960952/the-best-talent-at-19-since-messi-ronaldo-meet-lazar

  26. Get ekki verið sammála ykkur í Kop castinu að Lallana séu einu byrjunarliðskaupin. Markovic er keyptur á 20 milljónir og það er bara upphæð sem setur pressu á að hann noti hann í byrjunarliðið.

Upphitun lokið

Lazar Markovic boðinn velkominn