Leikmannakaup Liverpool

Tíminn er það eina sem getur skorið úr um þetta en þrátt fyrir frammistöðu hans á síðasta tímabili held ég að Luis Suarez hafi ekki verið mikilvægasti starfsmaður Liverpool F.C. heldur maðurinn sem gerði honum kleyft að spila eins vel og hann gerði.

Brendan Rodgers virkar á mann sem stjóri sem þarf ekki að kippa niður um sig fyrir framan hópinn í örvæntingafullri tilraun til að sýna hversu stórar hreðjar hann hefur.

Rodgers hefur sýnt það í verki með því að ekki bara koma Swansea upp um deild með því að spila sóknarbolta heldur með því að endurtaka leikinn í Úrvalsdeildinni með nánast sama hóp. Hann hefur snúið gengi og hugsunarhætti Liverpool við á tveimur tímabilum og það að stórum hluta með því að leggja traust sitt á unga og óreynda leikmenn og bullandi sóknarbolta. Það þarf hugrekki til að gera slíkt í því vinnuumhverfi sem Rodgers er að vinna og þetta hefur svínvirkað. Skiptir þá ekki hvort horft er til ungra og óslípaðra leikmanna eða stórstjarna, allir hafa stórbætt sig hjá Rodgers, sérstaklega sóknarlega.

Salan á Suarez er nánast útrædd og öllum ljóst að það er gríðarlega stórt skarð í sóknarleiknum sem þarf að fylla. Ef einhverntíma það var til leikmaður sem ekki á sér annan líkan þá er það Luis Suarez. Það þýðir samt ekki að ekki sé hægt að bæta liðið þrátt fyrir að hann sé farinn, alls ekki enda fótbolti ekki svona einfaldur. Eftir leikmannaglugga síðasta sumars og frammistöðu þeirra sem keyptir voru inn er með ólíkindum hversu nálægt Liverpool var að vinna deildina. Það helsta sem gerðist var að þeir leikmenn sem voru búnir að spila heilt tímabil undir stjórn Rodgers voru farnir að meðtaka mun betur hans hugmyndir og sáu hversu árangursrík hún var. Þetta var reyndar þegar hafið undir lok fyrsta tímabils Rodgers og ennþá er stór hluti hópsins ekki kominn á þann aldur sem leikmenn toppa vanalega.

Salan á Bale vs salan á Suarez
Tottenham er eðlilega það víti til varnaðar sem við horfum til og áhrif sölunnar á Bale á þeirra lið (sem var stigi frá sæti í meistaradeildinni) án hans. Þó skal tekið fram að þrátt fyrir söluna á Bale og það flopp sem leikmannaglugginn hjá þeim var munaði heilum þremur stigum á milli tímabila hjá Tottenham. Þeir voru með 72 stig lokatímabil Bale en 69 stig eftir síðasta vetur. Hvað ef fleiri en Eriksen hefðu náð að spila að eðlilegri getu? Eins má ekki gleyma að flestir þessara manna eru enn á fínum aldri og nú búnir að aðlagast lífinu á Englandi.

Helsta ástæðan fyrir því að ég fór að velta þessu fyrir mér og skoða leikmannaviðskipti Liverpool undanfarið er m.a. þetta skondna tíst

Persónulega á ég Samsung Galaxy og ef ég nota hann sem dæmi þá hef ég ekki efni á að eiga tvo í einu og var því í tómu tjóni þær þrjár vikur sem síminn var í meðferð um daginn (KAR hellti hann fullann árshátíðardag Liverpoolklúbbsins). Símafyrirtækið gaf mér í staðin algjöran Aspas síma. Liverpool hefur reyndar áður leyst fjarveru Suarez betur en ég símavesenið en punkturinn er að mögulega er betra að styrkja veikustu hlekki liðsins en að treysta nær eingöngu á einn leikmann sem btw. er ekki gott að treysta.

Liverpool er núna búið að kaupa hryggsúlu Southamton liðsins plús tvo af efnilegri leikmönnum Evrópu í dag. Lovren var besti varnarmaður Southamton í fyrra og spilaði mjög svipaðan fótbolta þar eins og hann mun gera undir stjórn Rodgers, verðið á honum er hátt og hefur hækkað mjög mikið á einu tímabili en líklega var það gott fyrir Liverpool að hann hafi fengið að aðlagast Englandi í eitt ár. Það er meira en Sakho sem hefði alveg mátt við því, báðir koma þeir úr Frönsku deildinni.

Lallana og Lambert sáu um stóran part sóknarleiks Southamton og styrkja hópinn a.m.k. mjög vel m.v. síðasta tímabil. Báðir duglegir leikmenn með ágæta reynslu sem fá líklega mikið að spila í vetur.

Can og Markovic fá líklega strax séns hjá Rodgers sem hefur sýnt það áður að hann treystir ungum leikmönnum mun fyrr en margir kollegar hans og lætur þá spila fótbolta sem hentar þeim hvað best. Báðir eru ákaflega spennandi og búa yfir mun meiri hraða en margan grunaði. Allir þessir leikmenn virðast mjög góðir íþróttamenn með afar gott hugarfar. Einhverjir þeirra eiga ekki eftir að slá í gegn, það gerist alltaf en vonandi bætum við árangur Tottenham.

Þar fyrir utan hefur byrjunarliði Liverpool frá síðasta vetri ekki mikið verið hróflað, við eigum ennþá alla hina sem við viljum halda.

Af hverju er ekki keypt stórt nafn?
Sjáum til hvað gerist í þessum glugga og útilokum ekkert en FSG virðast fyrir alvöru vera hugsa leikmannamarkaðinn öðruvísi en margir aðrir, a.m.k. öðruvísi en margir stuðningsmenn Liverpool myndu vilja sjá. “Þeir kaupa aldrei nein stór nöfn”, “þeir kaupa allt of mikið af bretum” og “þeir eru oftast mjög lengi að klára flesta kaupsamninga”. Flest höfum við látið eitthvað af þessum atriðum fara í taugarnar á okkur á einhverjum tímapunkti. Þetta með stóru nöfnin og bretana langar mig að skoða aðeins betur.

Alvöru leikmannakaup.
Eðlilega vilja margir sjá alvöru stjörnu koma í staðin þegar leikmaður er seldur á £75m, einhvern sem hefur sannað sig annarsstaðar og er tilbúinn í slaginn eins og skot hjá Liverpool, Alexis Sanchez hefði t.a.m. verið þannig leikmaður og á “ásættanlega” háa fjárhæð. Trikkið er þó að Liverpool hefur aldrei keypt þessa stjörnu, a.m.k. ekki sl. 15 ár. Liverpool hefur líklega aldrei keypt leikmann sem var á hátindi ferilsins og talinn meðal þeirra 10-15 bestu í heiminum. Hinsvegar hefur félagið oft keypt leikmenn sem ná þessum status hjá Liverpool og fara jafnvel fyrir mun hærri fjáhæð.

Tökum saman dýrustu leikmenn sem Liverpool hefur keypt frá 1999/00. Viðmiðið eru leikmenn sem kostuðu £10m eða meira. Tölurnar eru teknar af yfirburðasíðunni LFCHistory.net

Dýrustu leikmenn

Hafa ber í huga að t.d. Heskey og Diouf eru meðal dýrustu leikmannakaupa Liverpool m.v. núvirði, svipað dýrir og Andy Carroll. Cisse,

Diouf og Babel áttu allir að verða stórstjörnur en voru á endanum lítið annað en peningaeyðsla. Það er auðvitað huglægt mat hverst og eins í hvaða flokk leikmenn lenda og líklega dæma einhverjir t.d. Heskey betur eða setja Johnson strax í flokk vondra kaupa, þeir verða bara að vera ósammála mér hérna.

Allir þeir sem ég flokka sem góð kaup urðu þau nöfn sem þeir eru í dag meðan þeir voru leikmenn Liverpool. Henderson og Sturridge hefa báðir rúmlega tvöfaldað virði sitt og hinir voru allir seldir með hagnaði.

Hvað rest varðar þá var Meireles ekkert svakalegt flopp og heldur ekkert frábær kaup og því set ég hann þarna.

Dýrasti leikmaðurinn það sem af er þessum leikmannaglugga, Adam Lallana er líklega ekki að fara til Barca eða Real fyrir meiri pening en við borgum núna og er líklega ætlað að taka út sín bestu ár sem leikmaður Liverpool. Lovren og Sakho hafa alla burði til að verða öflugt miðvarðapar til margra ára. Markovic og Can eru mjög líklegir til að skapa sér alvöru nafn í fótboltaheiminum sem leikmenn Liverpool. Öll stóru leikmannakaupin hingað til eru áþekk því sem Liverpool hefur alltaf reynt að gera þegar kemur að stórum fjárútlátum, kaupa menn sem ættu að halda virði sínu eða auka það umtalsvert.

Kaup FSG á Breskum leikmönnum – Verðmunur
Frá tímabilinu 1999/00 til dagsins í dag hefur Liverpool keypt 28 leikmenn sem flokka má sem Breska, þ.e. leikmenn sem hafa farið upp yngri flokka í á Bretlandseyjum, flesta með reynslu af Úrvalsdeildinni áður en þeir komu til Liverpool. Á sama tíma hefur Liverpool keypt 77 leikmenn annarsstaðar að úr heiminum.

Úrtakið miðast við leikmenn sem spilað hafa 10 leiki eða voru keyptir á 0,5m eða meira. Ekki er heldur tekið neitt mið af lánsleikmönnum. Hafa ber í huga að upphæðir eru miðaðar við kaupverð á hverjum tíma fyrir sig, ekki núvirði sem væri réttara að nota og gæfi betri mynd. Eins er ekkert tekið mið af leikmannasölum eða launakostnaði sem skiptir ekki minna máli en kaupverð.

Allavega Liverpool hefur frá 1999/00 keypt 28 leikmenn og það skal kannski engan undra að þessum leikmannakaupum sé jafnan tekið með fyrirvara og tortryggni. Miðað við tölur af LFCHistory er kaupverðið á Breskum leikmönnum samtals 232m og meðalverð því 8,3m. Heildarkaupverð á erlendum leikmönnnum er hinsvegar 426m og meðalverð 5,5m. (Munum að núvirði myndi hækka þessar upphæðir umtalsvert og gefa mun betri mynd m.v. daginn í dag. Heskey og Diouf eru vel rúmlega 30m menn á núvirði).

Skoðum aðeins afhverju stuðningsmenn Liverpool taka breskum leikmannakaupum jafnan með fyrirvara. Fyrir tíma FSG voru þetta þeirra helstu afrek á leikmannamarkaðnum, munum að þetta er mun verra m.v. núvirði:
Jonjo Shelvey £1,7m, Joe Cole, Danny Wilson £2,0m, Brad Jones £2,3m, Paul Konchesky £3,5m, Glen Johnson £17,5m, Raheem Sterling £0,5m, Robbie Keane £19m, Craig Bellamy £6,0m, Jermaine Pennant £6,7m, Peter Crouch £7,0m, Jack Hobbs £0,75m, Scott Carson, £1,0m, Steve Finnan £3,5m, Harry Kewell £5,0m, Chris Kirkland £6,0m, Gary McAllister, Nick Barmby £6,0m, Emile Heskey £11,0m.

FSG hafa stundum verið sakaðir um að kaupa of mikið frá Bretlandseyjum og vissulega er eitthvað til í því. Ekki bættu þeir árangurinn í sínum fyrstu leikmannakaupum þegar þeir hentu 35m í Andy Carroll. Þeim til varnar hafa þeir aðeins verið með Breska knattspyrnustjóra og tóku nokkur ár í að koma sér upp njósnaradeild sem starfaði eftir þeirra hugmyndafræði. Sú deild tók fyrst til sín eftir endurnýjun í janúar 2013.

Svona er þetta undir stjórn FSG (notum áfram tölur LFCHistory sem reyndar virðast alltaf m.v. við hæsta mögulega verð).
Leikmannakaup FSG

FSG hefur keypt 10 leikmenn sem flokka má sem Breska. Þeir hafa á móti keypt 17 sem koma annarsstaðar að úr heiminum. 13 af 27 höfðu reynslu úr Úrvalsdeildinni áður en þeir gengu í raðir Liverpool.

Heildarkaupverð Bresku leikmannanna var 133,3m eða 13,3m að meðaltali á meðan aðrir leikmenn hafa samtals kostað 151,8m eða 8,9m að meðaltali. Hérna er núvirði ekki eins mikið að skekkja myndina.

Bretar virðast eins og allir vissu kosta meira en aðrir leikmenn og Liverpool undir stjórn FSG virðist leita að leikmönnum í Ensku Úrvalsdeildinni í helmingi tilvika. Það getur varla talist óeðlilegt m.v. að það er sama deild og Liverpool spilar, það er sú deild sem stjórinn þekkir hvað best og um leið ein besta deild í heimi.

FSG virðist leita aðeins meira inná Úrvalsdeildarmarkaðinn en gert hefur verið frá tímabilinu 1999/00 en hafa ber i huga að FSG hefur eingöngu haft stjóra frá Bretlandseyjum uppalda í enska boltanum. Knattspyrnustjórar leita langflestir á þann markað sem þeir þekkja best, Houllier verslaði mikið í Frakklandi þó deila megi um hvort hann hafi haft nokkurt vit á þeirri deild m.a. innkaupin. Benitez verslaði mikið á Spáni á meðan Roy Hod…(nei vá, skítt með hann).

Allir leikmenn sem keyptir hafa verið undir stjórn FSG hafa töluvert potential og hópurinn sem þeir hafa keypt (sem heild) er mjög líklegur til að hækka mjög mikið í verði. Einstaka leikmenn koma ekki til með að gera það eins og gengur og gerist en hópurinn sem heild kemur út í töluverðum plús. Kolo Toure og Rickie Lambert koma ódýrt með kosti sem hentar hópnum strax.

Einu leikmannakaupin sem töluvert erfitt er að skilja eru á hinum þá 27/28 ára gamla Stewart Downing fyrir tæplega 20m. Mögulega fer Lallana í þann hóp en hann er þó bæði betri og 2 árum yngri þegar hann kemur til Liverpool. Líklega mun FSG ekki kaupa annan Downing í bráð enda fór það svo að hann var seldur á töluvert lægri upphæð en hann var keyptur. Andy Carroll er mun frekar áhætta sem ætti ekki að koma á óvart að sjá FSG þora að taka.

Niðurstaða.
Salan á Suarez ætti alls ekki að koma eins illa við Liverpool og salan á Bale gerði hjá Spurs í fyrra. Rest af hópnum hjá Liverpool skoraði 70 mörk í deildinni í fyrra en það er meira en Tottenham hefur nokkurntíma gert í Úrvalsdeildinni. Bale var mun oftar að skera úr um öll stigin fyrir Tottenham á meðan hluti marka Suarez kom í leikjum sem þegar var búið að slátra. Ekki að ég vilji vanmeta þátt Suarez í að ganga frá þeim leikjum. Tottenham þurfti að breyta um leikstíl og fékk inn leikmenn með samtals 0 leiki í ensku úrvalseildinni. Það var gríðarleg áhætta og erfitt í liði sem var töluvert varnarsinnað, mun meira en Liverpool í fyrra.

Öll leikmannakaup Liverpool “meika sense”, Lovren og Lallana hafa þegar sannað sig í svipaðri tegund fótbolta í sömu deild sem minnkar áhættuna á að þeir floppi. Áhættan er auðvitað ennþá til staðar en þeir tikka í mörg box og það er vel hægt að skilja hugsunina á bak við þessi kaup. Persónulega óttast ég þó mest að Lallana verði mesta floppið af þeim sem búið er að kaupa nú þegar og hlakkar til er hann lætur við éta þessi orð ofan í maga

Eins er frábært að Liverpool er að landa sínum aðal skotmörkum sem er annað en verið hefur undanfarin ár. Lambert bíður upp á nýja möguleika í sóknarleiknum sem vantaði einstaka sinnum síðasta vetur. Borini eða nýr sóknarmaður getur svo varla verið verri en Aspas var í fyrra.

Can er svakalega spennandi leikmaður og fer að öllum líkindum beint í hópinn. Hann virkar heldur betur tilbúinn í slaginn, a.m.k. líkamlega og hefur hraða sem gæti orðið spennandi vopn úr hans stöðu. Can gæti gefið miðjunni gríðarlegan aukin kraft í vetur og næstu ár, kvikindið er bara 20 ára.

Markovic er svo ekta leikmaður sem ætti að springa út hjá Rodgers. Þeir sem fylgst hafa með Portúgölsku deildinni eru á því að hann sé líklega ekki tilbúinn í Úrvalsdeildina strax en sé mikið efni. Svipað og sagt var um Coutinho, Sterling og Sturridge áður en þeir sprungu út. Hvað þá Flanagan. M.ö.o. ef ég þekki Rodgers rétt fer Markovic beint í liðið.

Enn hefur ekki verið fyllt upp í alla veiku blettina en með því að skoða sögu Liverpool á leikmannamarkaðnum ætla ég að búa mig frekar undir 1-2 fleiri leikmenn sem styrkja hópinn frekar en stóru stjörnuna fyrir Suarez. Eins mikið og ég væri til í Marco Reus eða álíka nafn.

23 Comments

  1. Það verður fróðlegt að sjá hvað við náum að selja marga leikmenn í þessum glugga. Virðumst alltaf þurfa að lána menn áður en við seljum þá. Menn eins og Agger, Lucas, Reina, Kelly, Assaidi, Borini, Enrique og Coates gætu verið á förum. Þarna er gætum við fengið flottan pening til að styrkja liðið enn betur. Það er hinsvegar hægt að reikna með því að þeir verði lánaðir eins og vaninn er. Týpískt að Borini verði t.d. lánaður aftur til Sunderland þrátt fyrir 14m punda tilboð.

  2. Flott grein. Maður hefur einmitt vera að velta fyrir sér þessu atriði að það er lítið verið að kaupa rándýra leikmenn. Manni sýnist þeir soldið vera að vinna þetta eins og fjárfestir sem kaupir í sprotafyrirtækjum. Fjárfestirinn kaupir kannski í 20 fyrirtækjum vitandi það að 1-2 muni meika það. Vonandi er nú hlutfallið hærra þegar kemur að leikmannakaupunum. Þannig er auðvitað búið að gera frábær kaup í Coutinho, Sturridge og Henderson á meðan Aspas, Alberto og fleiri eru í tómu bulli og ekki líklegir til afreka. Samt alveg ljóst í mínum huga að heildamarkaðsverðmæti allra leikmanna sem við höfum keypt undanfarið er töluvert hærra en kaupverð þeirra var. En mikið væri ég nú samt til að fá Vidal og Reuse…..

  3. Flottur pistill að vana.
    Ég er nokkuð sáttur með kaupin hingað til og væri ég með fullan poka af sjálfatrausti líkt og margir aðrir ef við fengjum 3 leikmenn til okkar til viðbótar og losum okkur við 2-3 ólukkugripi. Það sem ég væri til í að sjá væri flottur fullback sem er ungur og spennandi t.d. rojo eða moreno sem hægt væri að fá í kringum 15 mills. Einn striker sem kann að skora mörk og er talinn 1 af top 20 strikerum í boltanum í dag og reyna að fá þann leikmann fyrir 20-30 mills og upp á móti losa okkur við borini á 14 mills sem sunderland voru nógu djarfir að bjóða. Þótt það séu líklega ekki margir sem eru á lausu en t.d. væri hægt að gera atlögu að Higuaín, dzeko, doumbia, Martínez og Lukaku/Benteke. Þetta eru allt spennandi sóknarmenn með flotta tölfræði og gæfu sóknarleiknum meira bit og fleirri mörk inn í liðið og væru allir raunhæf skotmörk. Enn síðast og síst vantar ein kaup sem öskra metnað og gætu gefið liðinu boost í sjálfatrausti eins og var raunin hjá Arsenal s.l. haust með tilkomu Özil. Og í þann pakka set ég Reus efstann á blað en einnig Vidal, Isco, Di Maria, Lucas og Arda Turan. Með þeim kaupum væri félagsmet líklega verðskuldlega slegið og þá sætum við eftir með 3 leikmenn sem mundu kosta félagið í kringum 80 milljónir punda ofan á þær tæplega 80 milljónir sem við höfum eytt nú þegar s.s. c.a. 160 milljónir í keypta leikmenn mínus súarez 75 milljónir punda + Borini 14 mills(vonandi) plús segjum kelly og assaidi fara á c.a. 12 millur og þá mundum við sitja eftir með nettó eyðslu uppá 59 milljónir samkvæmt þessu og það er undir þeirri upphæð sem gefið var að Rodgers mundi fá í glugganum og þá held ég að hver og einn einasti stuðningsmaður LFC í heiminum væri í skýjunum og við þyrftum ekkert að pæla í söknuði til súarez.
    P.S. það má eitthver forwarda þessu á Rodgers og FSG og sjá hvað þeir segja og geta gert úr þessu. Þrennuna á Anfield í vor!

  4. Nú hefur Harry Redknapp stjóri QPR stigið fram og vælt yfir að Liverpool hafi hætt við kaupin á Loic Rémy, það þykir mér styðja að eitthvað er að leikmanninum og Harry hafi viljað losna við hann.

    Það að Rémy hafi ekki staðist læknisskoðun gæti þess vegna verið tengt andlegu hliðinni hjá honum, kannski er hugarfarið ekki í lagi. Eða hvað? Það hljóta fleiri þættir en þeir líkamlegu að vera skoðaðir í þess háttar læknisskoðun er það ekki?

  5. Frábær pistill.
    Þetta er líka ástæðan fyrir því að við verðum sennilega aldrei meistarar.

  6. Kannski hefur Remy verið að sniffa eitthvað duft í nös sem hefur mælst í blóðprufum. Það myndi skýra vandræðaganginn?

  7. Þurfa ekki að vera eiturlyf gætu líka verið ólögleg bætiefni sem hefðu getað fellt hann á lyfjaprófi. En hvað sem það var að þá er ég svekktur að missa Remy.

    Annars frábær pistill eins og venjulega Babu.
    Ps. losaðu þig svo við Samsunginn og fáðu þér iPhone 🙂

  8. Vá, alvöru pistill!

    Nýjustu fregnir herma að Rodgers ætli sér þrjá leikmenn í viðbót. Sóknarmann og tvo bakverði.

    Vonandi allt leikmenn sem gera tilkall í byrjunarliðið, þá sérstaklega í hægri bak. Farið að fjara verulega undan Johnson undanfarið.

  9. Ljót að setja Heaskey í slæm kaup. Hann gerði vel fyrir liðið og átti eitt stórkostlegt tímabil þar sem við unnum þrjá bikara. Hann var aldrei rosalegur markaskorari en hann vann vel fyrir liðið, var mjög physical og skapaði mikla hættu með styrk og hraða
    Glen johnson var lélegur á síðasta tímabili og menn hafa verið,að afsaka það með meiðslum en hann var bara lélegur. Ég ætla samt að,segja að hann var góð kaup. Hann hefur,átt nokkur góð,tímabili með okkur og var á tímabili einn besti Hægri bakkvörður deildarinar.

    Annars er mér skítsama hvar gott kemur, bretar,asíu búar eða frá Finnlandi(sakna Hyypia). Á meðan að leikmenn leggja sig 100%fram fyrir,klúbbinn þá er ekki hægt að byðja um meira. Ég hef séð lata breta og duglega norðmenn í liðinu. Ég efast um að Man city aðdáendur séu að grenja núna yfir því að það vanti breta í liðið eða það séu of margir útlendingar.
    Ég treysti Rodgers og félögum til þess að halda áfram að gera góða hluti með liðið

    P.s ég held að Joe Allen eigi eftir að reynast okkur frábær kaup. Hef trú á þessum strák.

  10. Frábær pistill eins og alttaf Babu.

    Mig langar að benda á að af þeim liðum sem Suarez hefur spilað með, hefur ekkert lið eins mikla reynslu af því að spila án hans eins og Liverpool.
    We will survive, og rúmlega það 🙂

  11. Taka þennan Reus strax og ekkert rugl! Þá er þessi leikmannagluggi top class.

    Góður pistill. Takk.

  12. Harry Kewell er frá Ástralíu og því tæplega í flokki Breta

  13. Enda skilgreindi Babú þetta svona: “…sem flokka má sem Breska, þ.e. leikmenn sem hafa farið upp yngri flokka í á Bretlandseyjum, flesta með reynslu af Úrvalsdeildinni áður en þeir komu til Liverpool. ” sem klárlega setur Harry í þennan hóp.

  14. Kewell var kominn 14-15 ára til Leeds og á því eiginlega betur við í UK hópnum. Hann kom á sama tíma til Englands og Brett Emerton með úrvalsliði frá Ástralínu og báðir fengu samningsboð frá Leeds eftir 4 vikna trial. Kewell gat þó bara tekið því boði þar sem faðir hans er af enskum ættum, Emerton fékk ekki landvistarleyfi.

  15. Frábær pistill.

    Munurinn á kaupum Liverpool og Tottenham er meira og minna að byrjunarlið Liverpool breytist talsvert minna. Sturridge, Henderson, Sterling, Coutinho, Gerrard og Mignolet halda allir sínu sæti í liðinu þó hlutverk Gerrards minnki sennilega þegar líður á tímabilið. Við erum því hugsanlega að sjá eina breytingu fyrir utan varnarlínuna. Það getur varla talist skrítið að Liverpool breyti varnarlínu sinni eftir síðasta tímabil.

    Liverpool notaði 12 leikmenn í fleiri en 20 deildarleikjum. Við erum einfaldlega að laga það sem var að liðinu (breidd/samkeppni). Þú kaupir ekki Messi og Zlatan upp á breidd. Tottenham keypti framherja, 2 kantmenn, 4 miðjumenn og miðvörð meðan liðið hafði álíka slæma bakverði og við. Flestir af þessum leikmönnum áttu að fara beint inn í byrjunarliðið og enginn þeirra hafði reynslu úr ensku deildinni.

    Nokkuð viss um að flestir þeir sem tala endalaust um að “Liverpool sé að gera Tottenham” væru að tala um hvað Liverpool væri að gera lítið, ef við værum ekki að kaupa jafn marga og við höfum gert – erfitt að gera svona fólki til geðs. Það hefur alveg gerst með betri árangri en Tottenham að lið selji sinn besta mann og kaupa marga leikmenn fyrir peningin en auðvitað borgar sig ekkert að skoða það, Liverpool er bara að gera Tottenham, punktur!

    Vanalega lítið hrifinn af breskum leikmönnum. Finnst þeir almennt lélegri í fótbolta en aðrir. Það hafa þó sennilega aldrei verið fleiri góðir bretar hjá Liverpool (eftir stofnun EPL). Sturridge, Henderson, Sterling og Gerrard sennilega fjórir bestu leikmenn liðsins og margir aðrir góðir/efnilegir.

    Annars finnst mér voðalega skrítið að Sanchez hafi verið raunhæft en ekki Reus. Afhverju var Liverpool yfir höfuð á eftir honum ef svona kaup eru ekki í myndinni? Rodgers sagði að þau kaup sem þegar hafi verið gerð, hafi verið óháð Suarez sölunni (hvort sem það er satt eða ekki). Finnst voðalega skrítið ef Sanchez er #1, Remy #2. Nú er ég ekki að gera mér miklar vonir um leikmann eins og Reus en hvað í andskotanum vorum við að eltast við Sanchez ef við viljum ekki svona mann?

  16. Nr. 19

    Engin rök fyrir því að útiloka leikmann eins og Reus alveg og ekki verið að því hér. ManhattanDoc orðar þetta ágætlega að vanda:

    🙂

  17. Ég er alveg sammála þessu. Ég hef enga trú á svona kaupum. Ég bara skil Sanchez dæmið ekki.

  18. Þess má nú geta að Ástralía er í breska samveldinu og því er nú nær en fjær að kalla Kewell breta

    =)

  19. @15,16,22

    Látum þar við sitja drengir enda að sjálfsögðu ekkert aðalatriði og óþarfi að fara í lengri deilur út af svo smáum hlut.

    On topic: Mér finnst þetta vera stefna sem meikar sens fyrir klúbb í okkar stöðu, við erum ekki einn af fimm stærstu klúbbum heims seinustu 20 árin þegar kemur að titlum og ekki búnir að vera í meistaradeild seinustu ár. Þess vegna er líklega erfitt bæði peningalega og “frægðarlega” að berjast um svona þessa allra stærstu. Aftur á móti að ef vel gengur næstu ár að þá verður amk þægilegra að halda okkar stærstu nöfnum og það er það sem ég myndi vilja sjá gerast. Nota Dortmund stefnuna án þess að selja lykilmenn.

Lovren kominn (staðfest)

Origi kominn og farinn (staðfest)