Byrjunarliðið gegn Wigan

Byrjunarliðið gegn Wigan er komið og það er ekki margt sem kemur á óvart. Crouch og Pennant missa sæti sín til Bellamy og Alonso en Rafa gerir semsagt tvær breytingar frá leiknum Portsmouth.

Liðið í dag:

Reina

Finnan – Hyypiä – Carragher – Agger

Luis Garcia – Gerrard – Alonso – Riise

Bellamy – Kuyt

Bekkurinn: Dudek, Fowler, Pennant, Paletta, Guthrie.

Semsagt, Crouch ekki einu sinni á bekknum…

Ég held að Rafa stilli liðinu upp svona en opinbera heimasíðan segir annars ekkert til um hvar hver spili. Ég vona amk að þetta sé svona, en vissulega gæti Gerrard verið á hægri kantinum, Carragher á miðjunni með Alonso, Garcia á vinstri, Riise í bakverðinum og Agger í miðverðinum.

Þetta kemur í ljós…

8 Comments

  1. Mér líst vel á þetta svona. Athyglisvert að Crouch skuli ekki einu sinni vera á bekknum. Hann hlýtur þá að vera meiddur.

    Bellamy verður ábyggilega dýrvitlaus og ég spái því að hann skori í dag. Við bara hljótum að fara að vinna á útivelli.

  2. …daddara daddara dururu !!!

    Markið hjá Kuyt var frábært og Bellamy hefur verið virikilega góður í þessum leik. Megi þetta halda áfram í síðari hálfleik.

    …daddara daddara dururu !!!

  3. :laugh: frábært bullandi sóknaruppstilling og nú líður að því að ég geti farið að skrifa benites með stórum staf 🙂 vonandi :tongue:

  4. Nostradamus !!

    Annars sagði ég líka á Arsenal spjallinu 5 mín fyrir leik að það væri að hefjast kennslustund á JJB.

    Fyrst Nostradamus er upptekið sætti ég mig við Njáll á Bergþórshvoli enda mun íslenskara.. :tongue:

Wigan á útivelli á morgun!

Wigan 0-4 Liverpool