KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD!
SJÁ UPPLÝSINGAR HÉR!
Mario Balotelli er Liverpool-leikmaður! Þetta staðfesti opinbera vefsíðan nú rétt í þessu! Hann kemur á 16m punda frá AC Milan og skrifar undir „langtímasamning“, hvað sem það þýðir.
Hann verður áhorfandi á leiknum í kvöld en verður í klefanum með liðinu og svo gjaldgengur í alla leiki frá og með morgundeginum.
Velkominn til Liverpool, Super Mario! Djöfull verður þetta áhugavert.
Minni á frábæra færslu Babú um Super Mario frá því um helgina. Eins bendi ég á þessa frábæru (og fyndnu) grein um komu hans til Liverpool.
FOCK JÁ!!!
Svo ég taki mér unglingamál í munn.
BESTI GLUGGI EVER!!!!
(Róar sig niður og bryður valíum með Absynthe)
Ég bjóst við Eto’o eða einhverjum frá Kænugarði sem ég hefði ekki vitneskju um að væri til. Momoplyanka var rosalega efnilegur og ……..
Mario Balo (f*****) Telli
B alotelli
O rigi
S terling
S turridge
!
Þessi langtímasamningur sem þú minnist á er eitthvað stuttur finnst mér ef eitthvað er að marka frá ecko að mig minnir þar sem að þeir tala um að hann skrifi undir 3 ára samning.
En þvílík snilld að fá þennan litskrúðuga og frábæra sóknarmann til liðsins.
Hann á vonandi eftir að blómstra þessi 2-3 ár sem hann verður hjá okkur. Stórkostlegur leikmaður á góðum degi en jafn lélegur á slæmum degi. YNWA!
Það snerti mig lítið þegar Súarez fór, en nú get ég gleymt honum alveg – Það er búið að fylla uppí skarðið.
Snilldin ein að fá þennan mann. Minnir mann á Dennis Rodman, alltaf líf og fjör í kringum hann.
Spennið beltin. Ég mæli einnig með hjálmum. Þessi leiktíð verður svakaleg.
Maður var búinn að sæta sig við það að fara úr rúsibananum með Suarez í venjulega klessubíla en klessubílarnir þurfa að bíða því að Super Mario er að fara með okkur í aðra rúsibanaferð og vona ég svo innilega að við förum meira upp en niður.
Velkominn Balotelli og megi mörk og gæfa fylgja því í fallegasta búning í heimi
Þetta eru frábærar fréttir. Vissulega er gleðin og eftirvæntingin örlítið efablandin, enda maðurinn þvílíkt ólíkindatól. En að fá leikmann með þessa hæfileika og reynslu, á þessum aldri, á 16 milljón pund á mögulega eftir að reynast eins og þjófnaður um hábjartan dag.
Hjá okkar ástkæra klúbbi hafa ótrúlega margir sóknarmenn þroskast og dafnað og átt sín bestu knattspyrnuár. Ef Balotelli gerir það líka, erum við komnir með alveg _svakalegan_ hóp til næstu 3-5 ára.
Ég held að við séum nýdottin inn í annað fáránlega skemmtilegt tímabil. Veislan heldur áfram!
JÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!
Hér með má glugginn loka mín vegna.
Eins og alltaf er “gluggafræði” eftir-á-fræði og vel má vera að þetta springi allt í andlit okkar, en það er alveg morgunljóst að við erum með sterkari leikmannahóp en í fyrra og að mínu mati með hóp sem getur keppt um alla mögulega titla.
Rodgers er enn og aftur að gleðja mig, það kallar á heilmikið sjálfstraust og traust á verkefninu að taka mann sem hefur valdið mörgum höfuðverkjum býsna víða þar sem að hann veit hvaða hæfileikar leynast í viðkomandi fótum og að þeir geta orðið til þess að skipta miklum sköpum.
Svei mér þá, nú kaupi ég mér bara FIFA ´15 og Football Manager því nú þarf maður ekki editorinn til að hafa gaman af Liverpool hópnum.
Verulega kátur. Verulega!
Mér finnst þetta vera fullkomið- alveg eins og þegar þeir staðfestu Chuck Norris í the Expendables-
Missti af flugeldasýningunni á Menningarnótt en virðist ætla að fá vikulegan skammt af því í vetur.
Benvenuto Balotelli! Buona fortuna Liverpool!
[img]http://24.media.tumblr.com/tumblr_melq00P0mN1r1z1zdo2_r1_500.gif[/img]
http://pbs.twimg.com/media/BBP9qQYCIAAoqFI.jpg
Ég er sammála Magga hér að ofan, Við erum loksins komnir með breidd í allt liðið. Klárir á allar vígstöðvar.
KOMA SVOOOO
Hrikalega spennandi dæmi að fá þennan súper dúper leikmann skástrik vitleysing sem vonandi verður hægt að temja!
Ef hann kemst á skrið hjá okkur þá verður sko gaman og var gaman fyrir! 🙂
Þetta verður áhugavert, ég bíð spenntur eftir fyrsta leik og er ég eflaust ekki sá eini. Það bíða núna menn í röðum eftir því að segja “ég sagði þetta, alveg hrikalega ofmetinn leikmaður”.
Við skulum bara bíða og sjá, BR er eflaust alveg með þetta á hreinu.
ÁFRAM LIVERPOOL
Þessi grein sem þú linkaðir er algjör snilld!
” By the second half of the season, Liverpool were ruining sides like Michael Bay ruins childhoods, and it was almost unnatural for us to win a game without scoring at least three times and often more. The very thought of facing the top two strikers in the league had defences shaking like a shitting dog.”
Hvar er best að horfa a LFC leiki a Akureyri?
Mignolet, Johnson, Lovren, Skrtel, Moreno/Gerrard, Allen Henderson/Coutinho Sturridge, Sterling
Sjùklegt, nú vinnum vid deildina, ekki spurning og kanski meistaradeildina líka…
Koma svo !
YNWA Super Mario, vid elskum tig
á sportvitanum niður við Eimskipshúsið
KOP- ICE, Sportvitinn heitir staðurinn á Akureyri