Liðið sem mætir á White Hart lane er komið.
Mignolet
Manquilo – Sakho – Lovren – Moreno
Henderson – Gerrard – Allen – Sterling
Sturridge – Balotelli
Bekkur: Jones, Enrique, Toure, Lambert, Coutinho, Can, Markovic
Við tökum þetta!
Liðið sem mætir á White Hart lane er komið.
Mignolet
Manquilo – Sakho – Lovren – Moreno
Henderson – Gerrard – Allen – Sterling
Sturridge – Balotelli
Bekkur: Jones, Enrique, Toure, Lambert, Coutinho, Can, Markovic
Við tökum þetta!
Super-Mario-rússíbanninn fer af stað – þetta verður eitthvað.
Að eiga Lambert, Coutinho, Can, Markovic á bekknum er eins og blautur draumur!
Speeennnnntur
Hlakka mikið til að sjá Balotelli. Hef lengi langað að sjá Lovren-Sakho comboið í miðverðinum. Þetta verður áhugaverður leikur.
Veit að það eru ekki allir sammála mér en ég myndi vilja fá Markovic í staðinn fyrir Henderson, hefur spilað illa það sem af er og ég myndi vilja að Markovic fengi sénsinn og notaði hraða sinn því nú er maður í framlínu sem mun skora nokkur skallamörk í vetur. Held við missum breidd á vellinum með þessarri uppstillingu !!!
Vonandi skjátlar mér og Henderson skorar úrslitamarkið!
Er mjög spenntur en hóflega bjartsýnn. Það mun taka tíma að fínpússa þetta lið og þetta verður gríðarlega erfiður leikur. Vonandi tökum við þetta en ég myndi sætta mig við jafntefli. Geri engar athugasemdir við byrjunarliðið. Gerrard verður að stíga upp núna.
Koma svo LFC!
Vægast sagt drullu stressaður yfir þessari vörn. Hefði verið kjörið að geta spilað þá saman aðeins í pre-season. Vont þegar general prufan kemur í útileik á móti Spurs.
Annars lýst mér vel á að Balo byrji.
Frábært… Tökum þetta 1-3!!
ég er bara skíthræddur við varnarvinnuna…. verð bara að viðurkenna það að mér finnst fyrirliðinn okkar ekki vera á pari í undanförnum leikjum…. ég held að það verði lykillinn af sigri í dag ef gerrard verði ankerið á miðjunni og drepi sóknir tottara….
ekki sammála með henderson… hann er maðurinn sem pressar útum allan völl og er sá sem hefur verið hvað stöðugastur í leik liðsins………. og balotelli skorar í þessum leik
YNWA!!!!!
Tóm tjara að henda Balotelli beint í liðið. Menn eiga að vinna fyrir sætinu og hananú. Hefði viljað sjá Lambert byrja enda átti hann góða innkomu gegn City.
Já shit hvað þetta er spennandi byrjunarlið. Tígulmiðja með Sterling fremstan og öskrandi sókndjarfa bakverða. Og shit hvað Sturridge og Mario eiga eftir að hræða líftóruna úr vörn Spurs. Það er hins vegar rétt að varnarlínan er það sem maður er hvað óöruggastur með núna. En í grunninn er þetta fyrsta “heila” lið Brendan Rodgers. Þar sem hann hefur keypt nánast alla leikmennina í liðið.
Allir leikir sem Glen nokkur Johnson spilar ekki eru góðir leikir úff hrikalega spenntur fyrir að sjá Baló!!
Held að við séum að fara að fá á okkur 2+ mörk, spurning hvað við setjum.
Spái 2-2 og væri fyrirfram sáttur við þau málalok
Lallana semsagt ekki fit ?
Spenntur fylgist ég með, in the telly,
Hvernig varnarmenn skjálfa, like jelly,
Er hann tekur þá á,
Eða ryður þeim frá.
Vertu velkominn, prins Balotelli.
Frábært koma svo
Balotelli!
En ég hélt að Lallana hefði æft alla vikuna og væri tilbúinn. Var orðinn spenntur að sjá hann.
Hvar er Lucas. Er hann á förum. Ég vona það….
Upphitunin á TV2 í Norge býður upp á Darren Anderton sem sérfræðing. Merkilegt nokk er hann ekki meiddur, býst fastlega við því að sjá hann borinn út úr settinu í hálfleik eftir að hafa tognað við að teygja sig í kaffibollann.
Held að við getum því miður ekki gert ráð fyrir svipaðri útreið eins og Tottenham fékk á WHL síðast. Svo er vörnin ný, Lovren og Sakho hafa jú aldrei spilað saman áður, og þetta gæti orðið heilmikil prófraun fyrir liðið. Nú og svo er Tottenham liðið búið að spila sig saman síðan síðast, og búnir að vinna tvo fyrstu leikina. Ég er ekki nema svona hæfilega bjartsýnn á hvernig þetta mun ganga.
Svo má spyrja sig, hver er ástæðan fyrir því að Toure fær sénsinn á bekknum? Eru ekki Ilori og Coates ennþá í hópnum? Ekkert sérlega uppörvandi fyrir unga leikmenn eins og þá að fá ekki séns fram fyrir ellismellinn Kolo.
Eitthvað gott stream?
Hvaða siða er með live lysingu a leiknum. Get ekki streamað. Eða er til app?
efe: wiziwig.tv
21
Náðu í Acestream og notaðu Bloodzeed streamið.
http://acestream.org/
http://www.wiziwig.tv/broadcast.php?matchid=269496&part=sports
http://www.ustream.tv/channel/jesussavesthegoal
Lykilorð: thephenom
Þetta er einhvað,,,, frábært byrjunarlið hjá okkar mönnum… koma svo.
Jésús! Kristinn kernestet,af hverju ekki bara Gaupi?
Balo búinn að stimpla sig inn,hversu geðveikt hefði það verið ef að hann hefði skorað þarna!
Sterling!!!!!!!!!!
Djöfull elska ég þennan strák!
UNAÐUR!
Haha ja villi Henderson er bara drullu slappur eins og venjulega
Er eitthvað af þessum stream-um að virka hjá ykkur?
http://www.atdhestream.com/channel/flash/coolsport-10.html
Er alvarlega að íhuga að mutea bölvaðann imbann…
Fær bara hver sem er að lýsa leikjum hjá 365?
Skemmtilegur leikur, en ég er barasta ekki hrifinn af þessum manni sem lýsanda!
Það er ekki hægt að láta þennan mann lýsa Liverpool leikjum, ætli hann fatti það ekki hvað hatur hans a liverpool skin i gegn i lýsingunum hjá honum.
Gerrard með besta leik sinn á þessu tímabili.
Það er kannski bara ágætt að hafa kærnested… þá getum við púllarar með mismunandi skoðanir sameinast í andúð okkar á þessum drepleiðinlega spursara. (hann hlýtur að vera spursari miðað við lýsinguna)…
Eitt mark í þessum leik er ekki að fara ráða úrslitum…. hvílíkur leikur!!! Mamma mia… Balotelli… 🙂
Úffff! miðverðirnir okkar verða seint sagðir samstíga……….
Sælir drengir Ég er hérrna við grænland á sjó og næ engu sjónvarpi og varla hægt að karla þetta net samband mundi eitthver jákvæður snillingur vilja uppfæra hvað er að gerast í leiknum, ég er hérna þvílkt spenntur ! með fyrirframm þökkum 🙂
Davíð
41
Enda fyrsti leikur sem þeir spila saman
Stóri dómur eftir fyrri hálfleik:
Mignolet búinn að tryggja það að við leiðum í þessum leik án þess að fá beinlínis mikla aðstoð frá miðvörðunum sínum. Sérstaklega fannst mér Lovren kúka í deigið þegar hann fór upp í sama skallabolta og Sakho sem aftur opnaði fyrir dauðafærið.
Bakverðirnir búnir að vera allt í lagi, Manquillo betri að mínu mati en maður má víst ekki gleyma því að þeir eru báðir mjög ungir.
Miðjan finnst mér öll búin að spila vel. Hefur náð að verja vörnina og hápressan hefur staðið sig vel. Finnst Sterling minna mig á geitung í hápressunni.
Sturridge er orðinn algjörlega stórfenglegur leikmaður. Balo hefði átt að setja inn annan skallann en svona er þetta bara, þetta dettur í seinni hálfleik.
Over all, virkilega skemmtilegur leikur og úrvals afþreying.
Btw, þeir sem kvarta undan sendingargetu Mignolet ættu að horfa á Lloris, hann er búinn að vera arfa slakur.
Koma svo!
Er fólk virkilega ennþá að kaupa áskrift hjá 365?
Verðum að skora annað mark ef við ætlum að vinna leikinn. Þessi vörn er aldrei að fara að halda hreinu meðan Sakho og Lovren keppast um að gera mistök. Þá er Balotelli enganveginn klár í verkefnið og fyrirliðinn með misheppnaðar sendingar trekk í trekk.
Skemmtilegur leikur og verðskulduð staða í hálfleik.
Balo flottur og hefði getað verið búinn að setja tvö með smà heppni.
Og for the record, djöfull skal ég aldrei verzla við Bílabúð Benna.
Ef þið sjàið mig à nýjum Porche þà getið þið bókað að hann er keyptur erlendis.
Ánægður með stöðuna, Balo lookar vel, eðlilegt að vörnin sé óörugg með 4 menn sem aldrei hafa spilað áður saman. Hef áhyggjur af miðjunni, Allen bara ekki með og Gerrard virkar þungur og óöruggur.
Davíð, tékkaðu á http://www.tunein.com , þeir eru með beinar útvarpslýsingar úr PL , og þó netið sé of lélegt til að streyma video, gætirðu etv náð fínni útvarpshlustun 🙂 Hef brugðið á að hlusta yfir 3g í bílnum ef ég hef verið á ferðinni..
Það mætti halda að Kristinn Kærnested væri að spila þennan leik allavegana miðað við athyglina sem að hann fær á þessari síðu. Afhverju ætti Kristinn að hata Liverpool verandi Liverpool maður sjálfur?
Balotelli lítur ansi vel út í þessum leik, er mjög duglegur og öflugur fram á við.
Daniel #20
Ilori er farinn á lán til frakklands, coates er á sölulista þannig að það er ekkert óeðlilegt að maður sem neitar að fara frá liðinu vegna þess að hann vill taka þátt í uppganginum sem er í gangi hjá Liverpool 😉
Er ég einn um það að dást að því hversu mikið Baló er að taka þátt í varnaleiknum!! Það er unun að sjá þetta og ef þetta er eitthvað sem koma skal þá erum við in for a treat í vetur. Baló setur hann á 55 mín svo fær hann skiptingu á 70 mín og inn fyrir hann kemur marko. Lokatölur 0-3……… Mjög mjög mikilvægt að halda hreinu og gefa þessu miðvarðarpari sjálfstraust því ég sé alveg fyrir mér að þetta sé framtíðar par þarna í vörninni.
Balo flottur, vinnur vel og frábær í hold up. Óheppinn að vera ekki kominn á blað.
SG ólíkur sjálfum sér í dag, m.a.s. sendingarnar í tjóni.
Sterling er gullmoli og Sturridge hrikalega góður.
Koma svo, klára þetta!
Davíð , þetta stóð í maili sem év fékk frá tunein og fór eftir í bhrjun PL um daginn:
“Follow talkSPORT on TuneIn to get live updates, scores, and play-by-play for your favorite clubs and players”
Snæþór og Hlynur Aron , þakka ykkur kærlega fyrir ! <3 no homo 🙂
Víti!
Fokk já!
Dier er þvílíkur pappakassi. Frábært mark hjá Gerrard.
Hlynur var reyndar að komast að þvi að það eru engai hátalarar á þessari tölvu hérna haha en ég er að lesa textalýsingar líka þetta er bara snild ég verða að vera nægjusamur og þolimóður í þetta skypti, 0-2 SNILD
Mistök að selja Agger… miðverðir með allt niður um sig… kraftaverk ef við höldum hreinu.
Hlynur Aron > þúsund þakkir! Hef verið að leita að því hvar maður getur hlustað á lýsingu á leikjunum þar sem það hentar mér oft betur.
vá moreno
MORENO!!!!!!!!!!!!!
þVÍLÍK SNILLD!
OMG, þvílík opnun á markareikningi Moreno! Frááábærlega gert!
Moooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooreno!!!!!
ZOMG Moreno minnir mig á Riise. Legend.
MORENO!!!!
Þvílíkt mark hjá drengnum hann er búinn að vera frábær í þessum leik!
Þvílíkt mark! Þvílíkt andskotans hlaup! MOREEEENO!
Vá mann varla eftir svona marki hjá bakverði hjá okkar liði. Moreno velkominn til Liverpool
Norsararnir á TV2 farnir að líkja honum við Riise, ekki að spyrja að þessum andskotum.
MORENOOOOOOOOOOOOOOO!!!
Þvílíkt mark hjá Moreno !! Ekkert helv…. Crystal palace rugl núna !!
Eigum orðið left Wingfullbackstriker
Moreno verið mjög traustur varnarlega og svo frábær sóknarlega, búinn að strauja upp og niður völlinn allann leikinn af þvílíkum krafti. Ég hrifinn af því hversu orkumikill hann er.
Þrátt fyrir allar umhvartanir sem við höfum átt gagnvart vörninni okkar í dag að þá hefur Tottenham bara átt eitt skot á markið í leiknum. Þeir hljóta að vera að gera eitthvað rétt.
@HS (25), þetta er virkilega góður linkur… TAKK 🙂
menn verða aðeins að slaka á Moreno var herfilegur gegn City en flottur nuna gegn Spurs.
Gefum honum nokkra leiki og þá sjáum við hversu góður hann er. Fyrir viku var hann lélegasti vinstri bakvörður í úrvalsdeildinni og núna er hann allt í einu orðinn sá besti.
En djöfull er ég ánægður með byrjunina á tímabilinu!
José er enn á lífi.
Ég ætla að vera ósammála því að Moreno hafi verið herfilegur gegn city.
Hann gerði afdrifarík mistök, sem hann líklega lærir af, á móti einu sterkasta fótboltaliði heims og var refsað fyrir.
Heilt yfir leit hann annars vel út og er bara að undirstrika það hér að mínu mati.
Kiddi er harður Liverpool-maður.
Sorrý, það er hægt að segja að þessi lýsandi sé púllari (kaupi það ekki RASSGAT) en hann talar svo með endaþarminum á sér að það hálfa væri nóg!!!
Maður leiksins klárlega Raheem litli Sterling.
Flottur leikur. Solid frammistaða.
Nenniði samt að hætta að væla yfir þulinum. Það eru kannsi þrír að horfa á þetta frá 365 hinir eru bara sultuslakir með síns útlensku þuli.
Gamli segir: Flottur leikur, mér fannst markvarslan hjá Mignolet vera vendipunktur í leiknum. Þeir áttu aldrei sjens eftir það.
Moreno var aldrei herfilegur gegn City þó að hann hafi gefið þetta mark.
#25 HS
Takk fyrir mig. Kann virkilega að meta þetta.
Ágætis leikur. Frábært að halda hreinu þó það hefi verið smá heppnis. Gaman að sjá Balotelli. Þetta datt með Liverpool og Tottenham fundu ekki svör. Verðskuldað.
Kiddi er POOLARI og hefur farið svo oft à Anfield að er ekki með tölu à þvì ???? en þarf ekki að vera gòður lýsandi fyri þvì ????