Minni á podcastið sem við félagarnir tókum upp í gær, mánudag.
Það virðast afskaplega fáir þarna úti hafa trú á að það sé líf eftir Luis Suarez. Aðdáendur annarra liða vilja meina að hann hafi dregið vagninn einn síns liðs, Daníel kallinn fékk jú að vera með, meira samt svona af því að hann væri litli bróðir hans Luis. Hann var svo sem allt í lagi, samt ekkert spes. Þetta endurspeglast í skoðunum spekinganna fyrir tímabilið 2014/15, nánast enginn spáir Liverpool topp fjórum (utan kop.is).
Þrátt fyrir að Roy Hodgson, vinur okkar, trúi ekki á tölfræði (fu#%&ng bollocks!) þá langar mig að skoða þessa meintu upprisu Liverpool, sem margir hverjir telja ótímabært bjartsýnishjal púlara, eitthvað sem kemur með hækkandi sól á hverju vori á meðan aðrir telja víst að risinn sé vaknaður.
Nýir eigendur, nýir tímar
Allt í kringum Liverpool FC breyttist til batnaðar við kaup FSG (Þá NESV) á hlut félaga Hicks og Gillet í LFC af Royal Bank of Scotland. Fjárhaginn ber þar fyrst að nefna (eins og ég skrifaði um í mars), en félagið var eins og kunnugt er á barmi gjaldþrots og losnaði undan tug milljón punda vaxtagreiðslu árlega vegna skuldsettrar yfirtöku þeirra félaga. Árangurinn innan vallar tók einnig miklum framförum, þó ekki fyrr en nýju eigendurnir tóku eina bestu ákvörðun í sögu klúbbsins og spörkuðu Roy Hodgson, sem hefur átt í erfiðleikum með að fá sæti á Anfield eftir það, en það er önnur (og skemmtileg) saga.
.
Það sem eftir lifði 2010/11 tímabilsins snéri Liverpool við hörmulegu gengi liðsins og náði fínu rönni seinni hluta tímabils.
Liðið náði ekki að fylgja eftir þessum árangri leiktíðina 2011/12 undir Dalglish, en náðu engu að síður flottum árangri í bikarkeppnunum. Unnu League Cup en töpuðu gegn Chelsea í úrlistaleik FA bikarsins.
Það var ávalt stefna FSG að koma með „sinn mann“ inn eftir kaupin, ungan þjálfara af nýja skólanum sem myndi spila sókndjarfan og spennandi fótbolta. Það má alveg færa rök fyrir því að næsta skref FSG hafi ákvarðað ákveðin þáttarskil hjá klúbbnum, jafnvel kynslóðarbil. Og um leið benda á að endurkoma Dalglish eigi stóran þátt í því hvar við erum í dag sem klúbbur eftir að hafa staðið á bjargbrúninni og starað ofan í hyldýpið. Bæði vegna leikmannakaupa sem og vegna þess að með ráðningu hans frestuðum við ráðningu á öðrum stjóra um 18 mánuði, eða þar til Brendan Rodgers komst á ratarinn. Hefðum aldrei farið þá leið í upphafi árs 2010.
Með ráðningu á Brendan Rodgers fórum við úr risaeðlufótbolta Hodgson og gamaldags 4-4-2 með stórann framherja á toppnum og fljóta kantmenn límda við hliðarlínuna hjá Dalglish (a-la- Shearer/Sutton lið Blackburn 1994/95) yfir í nútímalegri fótbolta. Meira í líkingu við það sem að Benitez hafði komið með inn í klúbbinn á sínum tíma en mönnum hafði tekist að rústa því nánast á met tíma.
Þetta gekk ekki átakalaust fyrir sig. Árangur hins nýja Liverpool liðs Brendan Rodgers var virkilega slæmur fyrstu 19 leikina. En liðið var talsvert undir stigasöfnun Dalglish, bæði 2010/11 sem og 2011/12.
Þessu fylgdi ákveðin pressa, að reka kónginn en ráða inn mann með ekkert track-record sem heitið getur og státar af verri árangri hjá LFC fyrsta hálfa árið en Dalglish gerði á sínu uppsagnarári.
Upprisa Liverpool
Eftir erfiða sex mánuði í starfi fóru hjólin að snúast fyrir alvöru í byrjun árs 2013. Það hefur vafalaust tekið nokkra mánuði fyrir leikmenn að komast inn í og kaupa aðferðafræði Brendan Rodgers, þó svo að ég sé á því að hún hafi breyst talsvert síðan tiki-taka trendaði í Liverpool borg hér sumarið 2012 og hver blaðamannafundurinn á fætur öðrum fjallaði um possession football.
Þessi „reynslustími“ ásamt kaupum í janúar glugganum hefur markað ótrúlegan viðsnúning innan vallar. Sturridge og Coutinho komu inn í janúar og breyttu leik liðsins svo um munaði. Markaskorunin hvíldi ekki lengur jafnt þungt á herðum Suarez og þarna fengum við tvo leikmenn sem gátu stigið upp og klárað leiki upp á sitt einsdæmi.
.
Liverpool fór úr tæplega 44% stigasöfnun (sem gerir 50 stig í 38 umferðum) í rúm 63% (72 stig yfir 38 umferðir) og töpuðu einungis 3 leikjum seinni hluta tímabilsins saman borið við 6 á þeim fyrri.
Það var því talsverð spenna sumarið 2013, en spekingar og aðdáendur annarra liða voru fljótir að benda á að það væri lítið mál að spila pressulaus eftir áramót og að þessi spilamennska myndi líklega ekki sjást ef liðið væri undir pressu og hefði að einhverju að keppa.
Annar slakur sumargluggi varð raunin 2013. Það er í raun ótrúlegt til þess að hugsa hve miklum framförum Liverpool liðið hefur tekið þrátt fyrir að einungis um 3-4 leikmenn af þeim 12 sem keyptir voru í þremur gluggum 2012-2013 voru að bæta eitthvað við liðið, gæðalega séð. Engu að síður tókst Brendan Rodgers að gera meistara-kandídata úr „draslinu“ sem Dalglish keypti (Dalglish og Comolli misstu starfið sem að hluta til má rekja til sumargluggans 2011) og restinni sem fékkst í arf úr brunarústum Hicks og Gillett tímabilsins.
Babu fjallaði um kaup okkar á dögunum í flottum pistli en að mínu mati (utan kaup nú í sumar, þurfa tíma áður en mat er lagt á þau) eru það bara Mignolet, Coutinho, Sturridge og hugsanlega Allen sem komu með eitthvað til liðsins og bættu það klárlega frá því sem fyrir var. Þetta eru fjórir leikmenn sem kostuðu s.a. 44,5 milljónir punda af 95,7 milljón punda brúttó eyðslu þessara þriggja leikmannaglugga.
Allt í einu var Liverpool farið úr því að vera með einn af elstu, dýrustu og mest óspennandi leikmannahópum deildarinnar yfir í að vera með eitt yngsta, efnilegasta og skemmtilegasta lið deildarinnar. Það og að fara úr Roy í Brendan, með millilendingu í Dalglish.
En jú jú, þessi uppgangur er allur Suarez að þakka.
Áhrif SAS
Að spila með tvo sóknarmenn er úrelt. Fimm manna miðja og jafnvel að spila án sóknarmanns er það sem tíðkast og ber árangur í dag. Vörn vinnur titla og allt það. Heyrðu nei, við erum með SAS. Reynum að afsanna þetta allt saman! Vitið þið hvað, það tókst næstum því! Fá á sig 3 mörk á Britannia, þá skorum við bara 5. Þetta var brilliant að horfa á, nema auðvitað þú sért Móri rútubílstjóri.
Brendan Rodgers spilaði með tvo sóknarmenn því þeir voru bara það góðir. Liverpool hefur ekki átt tvo þetta góða sóknarmenn síðan ég fór að fylgjast með boltanum. Ekki tvo 20+ marka menn. Í gegnum árin hefur okkar annar kostur verið Voronin eða N´gog. Það var auðvitað árið sem við státuðum af Owen og Fowler en thats it.
Suarez og Sturridge spiluðu RISA hlutverk í árangri liðsins á síðustu leiktíð. En það má samt sem áður ekki gleyma því að við fórnuðum að vissu leyti ákveðnu jafnvægi í liðinu með því að spila þeim báðum. Það verður heldur ekki horft fram hjá því að undir lok leiktíðar, þegar pressan var hvað mest, þá var það hvorki Suarez né Sturridge sem drógu vagninn, það voru 19 og 23 ára gamlir Englendingar.
Nú var Suarez alltaf í banni sína 8-10 leiki á tímabili og Sturridge meiddur í 2-3 mánuði. Og virtist það ekki hafa komið niður á úrslitunum frá því í janúar 2013:
Eins og sjá má hér að ofan þá er árangurinn mjög góður þegar þeir hafa ekki verið með (14 deildarleikir af 38 á síðustu leiktíð). Það segir þó ekki allt, þegar Suarez var í banni þá var Sturridge í öllum tilfellum leikfær og þegar Sturridge meiddist þá var Suarez ekki í banni. Liverpool hefur ekki leikið án þeirra beggja síðan í desember 2012, en þá tilheyrði Sturridge enn plastfánaliðinu í Lundúnum.
Ókey, þannig að við komum ekkert til með að sakna Suarez?
Jú, við komum klárlega til með að sakna hans. Tölfræðin getur aldrei svarað þessum spurningum ein og sér. Tölfræði tekur ekki tillit til plássins sem að Sturridge fékk útaf því hve fáránlega góður fótboltamaður Suarez er. Tölfræðin tekur ekki tillit til andlega þáttarins, þ.e. sparkið sem það gefur mönnum að hafa þriðja besta fótboltamann í heiminum sér við hlið þegar gengið er út á vígvöllinn. Tölfræði verður heldur ekki skipt út fyrir aðra tölfræði, þ.e. við getum ekki sagt að við höfum selt þrjátíu mörk og það nægi því að kaupa einn tuttugu marka mann og annan tíu marka mann og halda að við séum búnir að brúa bilið.
Suarez hafði margt umfram aðra leikmenn, en það sem maður dáðist hvað mest af var sigurviljinn, dugnaðurinn og sú staðreynd að hann missti ekki af einum leik vegna meiðsla hjá Liverpool, maðurinn er búinn til úr stáli (með beittar tennur).
Ósungnu hetjurnar
Brendan Rodgers er nú búinn að vera hjá Liverpool í rúm tvö ár. Ef við skiptum þessum tveimur árum upp í fjögur 19 leikja tímabil þá sést að einungis eitt 19 leikja tímabil er undir Champions League formi (þ.e. stigafjölda ef árangurinn er heimfærður yfir á heilt tímabil).
43,9% stigasöfnun skilar þér 50 stigum yfir heilt tímabil, 63,2% stigasöfnun skilar þér 72 stigum og 84,2% stigasöfnun skilar 96 stigum í hús.
Það sem er einnig forvitnilegt við þessa mynd hér að ofan er sú staðreynd að lið Rodgers eru talsvert sterkari síðari helming tímabilsins en þau eru þann fyrri. Þegar ég rak augun í þetta skoðaði ég einnig 2011/12 tímabilið hans með Swansea. Þar var félagið með 35,1% stigasöfnun í fyrstu 19 leikjunum en 47,4% í síðari 19.
Brendan Rodgers hefur heillað mig frá fyrsta degi. Hann hefur ávalt verið frábær í viðtölum en stóra spurningin var alltaf hvort hann gæti náð árangri til að bakka það upp. Hann tók við liði sem hafði endað í sjöunda, sjötta og áttunda sæti deildarinnar í að vera í CL formi átján mánuði af fyrstu tveimur árunum hans hjá Liverpool. Við þetta má svo bæta að á þessum 18 mánuðum hefur Liverpool tapað 10 deildarleikjum af 59, þar af 5 á útivelli gegn Chelsea, Man Utd, Arsenal og City. Alveg sama hve þykk Liverpool gleraugu þín eru þá eru þetta útivellir sem hafa reynst okkur mjög erfiðir í gegnum árin og ég a.m.k. myndi oftar en ekki þiggja jafntefli væri mér boðið það fyrir leik.
Hann tók við handónýtu liði þar sem að selja átti annan hvern mann að mati stuðningsmanna, krossfesta þrjá, brenna fjóra á báli og gefa rest. Var það ekki Gillett sem vildi senda Benitez ný æfingartæki til þess að bæta þáverandi leikmenn liðsins í stað þess að auka fé til leikmannakaupa? Hann hefði e.t.v. átt að senda honum Rodgers í staðinn! Það er erfitt að finna einhvern leikmann sem ekki hefur bætt sig undir stjórn Rodgers (þ.e. af þeim sem hafa spilað reglulega), líklega er það helst Glen Johnson, aðrir hafa tekið stórt skref fram á við. Meira að segja Englendingarnir, en þeir geta jú ekkert í fótbolta er okkur sagt.
Henderson var einn af þeim leikmönnum sem átti að gefa, eða svona næstum. Hann endaði meira að segja næstum því sem skiptimynt uppí Clint fokking Dempsey. Allt útaf því að okkur vantaði mörk. Í alvöru, Dempsey úr Fulham!
Rodgers breytti Henderson úr efnilegum vinnuhesti sem var lagður í einelti ef internet hryðjuverkamönnunum í einn allra besta miðjumann deildarinnar. Hann er ekki bara límið sem bindur vörn og miðju og miðju og sókn saman heldur er hann nú farinn að leggja upp mörk líka. Það besta við þetta allt saman er að það eru ennþá aðilar þarna úti sem sjá ekki mikilvægi hans fyrir Liverpool liðið, meira að segja nokkrir stuðningsmenn Liverpool. Á meðan stigasöfnun Liverpool án SAS var 63-72% þá er stigasöfnunin án Jordan Henderson öllu slakari:
En þetta er tölfræði, það er hægt að leika sér að tölum eins og maður vill, er það ekki? Ef einhver er ekki sannfærður þá skora ég á þann sama að horfa á Norwich, Chelsea og Crystal Palace leikina í lok síðustu leiktíðar þegar Henderson var í banni. Að mínu mati var rauða spjaldið hans í lok sigurleiksins gegn City sá tímapunktur þar sem við unnum bardagann en töpuðum stríðinu.
Ekkert SAS = SOS?
Nú þegar Sturridge er frá vegna meiðsla (shocking) þá verður leikurinn gegn Aston Villa sá fyrsti síðan í desember 2012 þar sem að hvorugur þeirra Suarez eða Sturridge verða í liðinu. Það verður því forvitnilegt að sjá hvernig liðið spilar án þessara leikmanna. Eitt er víst að við höfum ekki verið með svona sterkan leikmannahóp í fjöldamörg ár og ættum því að höndla það að einn eða tveir leikmenn detti í meiðsli/leikbann.
Ég er ekki að gera lítið úr brotthvarfi Suarez og reyna að telja mér og öðrum trú um að það komi ekki niður á árangri og spilamennsku liðsins. Þvert á móti. Ég hef verið í volæði í allt sumar útaf þessu og verið frekar svartsýnn. En ég hef aldrei verið jafn viss um það að Liverpool FC sé í réttum höndum . Þá er ég að tala um allt umhverfi liðsins, þjálfara, knattspyrnustjóra, eigendur, leikmannahóp og leikvallarmál.
Þetta góða gengi Liverpool síðustu 18 mánuði er ekki neinum einum einstaklingi að þakka, margir hafa lagt hönd á plóg. Stabílt umhverfi í kringum klúbbinn hefur mikið að segja, eigendur sem treysta og styðja við sinn knattspyrnustjóra, frábær ungur knattspyrnustjóri sem spilar hrikalega spennandi og flottan fótbolta og skiptir oftar um leikkerfi en Arry gefur viðtöl. Við erum með flotta blöndu af ungum og reynslumeiri leikmönnum og erum með einn allra yngsta hópinn í deildinni og miðað við þá spilamennsku sem margir leikmenn eru að sýna í liðinu rétt um tvítugt þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að aðrir leikmenn nái svipuðum hæðum haldi þeir áfram að bæta sig, rétt eins og Luis Suarez fór úr því að vera mjög góður knattspyrnumaður yfir í að vera heimsklassa undir Rodgers. Ég sá nú ekkert til Suarez þegar hann var 19 ára gamall en ég er tilbúinn að leggja ansi mikið undir að hann hafi ekki verið eins góður og Raheem okkar Sterling er í dag, hvað svo sem verður.
Það er ekkert gefið í þessu. Úrvalsdeildin er erfiðasta deild í heimi og það eru að mínu mati 4-5 klúbbar sem geta alveg orðið meistarar, en það er margt sem þarf að ganga upp.
Liverpool var ekki og er ekki eins manns lið, ekki frekar en United hafi verið það með RVP 2012/13 eða með Ronaldo þar á undan. Ef að Sir Alex Ferguson hefur kennt okkur eitthvað þá er það að liðsheildin og stabílt umhverfi eru langt um mikilvægara en stór nöfn í liðinu. Þetta virðist Brendan Rodgers gera sér fulla grein fyrir og er eins og biluð plata þegar hann segir aftur og aftur og aftur og aftur…..
Star of this team will always be the team
Nákvæmlega,vel mælt.Af því sögðu þá held ég að Rodger hafi lært stóra lexíu á síðustu leiktíð.Hann hefur sagt að liðið vinni ekki alla leikina”fallega” í vetur.Eftir á að hyggja hefði forljótt jafntefli á móti chelsea verið vel þegið og nú reynir svo sannarlega á kappann að velja rétta liðið,uppstillingu og upplegg nú þegar að Liverpool fer loksins að spila á móti stóru strákunum í meistaradeildinni.Þar höfum við einn kjúkling 24 ára sem getur unnið leiki og tapað leik upp á eigin spýtur:) In Brendan we trust Y.N.W.A!
(ps þessi 24 ára heitir Mario Balotelli)
Frábær pistill Eyþór. Maður er búinn að heyra endalaust tuð stuðningsmanna hinna liðanna síðan við seldum Suarez
“Ekki séns að þið náið meistaradeildarsæti aftur”,
“LFC var bara einn maður í fyrra og nú er hann seldur”
og svo framvegis
Tölfræðin segir sitt og við sýndum nákvæmlega hvað við getum í leiknum á móti tottenham. Ég er sammála mörgum með spá komandi gengis og ég held að LFC verði í þriðja sæti í deildinni. Einnig held ég að við séum orðnir áskrifendur að meistaradeildinni svo lengi sem við höfum Rodgers.
P.S. þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem að ég panicka ekki þegar okkar menn meiðast í landsleikjahléi, ótrúlega gaman að hafa breidd í liðinu.
Takk Kop menn fyrir frábæra pistla og ekki minnkar fjölbreytnin hjá ykkur. Spennandi vetur framundan og barátta á öllum vígstöðvum. Mennirnir sem hafa komið inn falla
að skipulagi stjórans og ég trúi því að þeir muni allir spila með hjartanu fyrir klúbbinn. En hvað er annars að frétta af endurkomu Flanno það hefur allavega farið framhjá mér ef það hefur komið skírt fram.
Takk takk allir
Björn
Skemmtileg og áhugaverð lesning.
Fyrir mér þá kom upprisan með nýjum eigendum. Eftir að hafa skoðað hvað þeir gerðu í hafnaboltanum í BNA, þá var ég strax bjartsýnn á framhaldið.
Þeir eru fyrst og fremst mjög skynsamir í sínum ákvarðanatökum og láta ekki tilfinningar stjórna neinu þar á bæ.
Rekstur klúbbsins lagaðist nánast strax þar sem þeirra pedigree náði fljótlega að lagfæra skuldastöðu klúbbsins og koma honum hægt og rólega á gyllta veginn.
Ráðning Rodgers var síðan frábær í kjölfarið og einmitt í anda þess sem þeir standa fyrir í íþróttinni.
Held að margir átti sig ekki á hversu mikilvægt það er að hafa stabíla og skynsama eigendur fyrir þessa klúbba. Þeir eru í þessu fyrir “the long run” – Íslendingar eru gjarnir á að heimta froðuárangur til skamms tíma í stað þess að hugsa um þetta sem langhlaup.
Upprisa Liverpool byrjaði þarna og tricklaði niður þaðan með góðri stjórn og svo góðum, ungum leikmannahóp.
YNWA
Takk fyrir frábæran pistil Eyþór
Flottur pistill Eyþór.
BR virðist hafa verið himnasending fyrir LFC. Hann eða Martinez, hefði ekki getað verið betra. Eini munurinn er að ég held að BR sé enn betri í man management eins og hefur sýnt sig. Held að strákar eins og Sterling og Henderson eigi honum mikið að þakka.
Guð minn almáttugur hvað ég er ánægður að vera ekki með risaeðlu eins og VanGal eða álíka mikilmennsku karaktera við stjórnvölinn.
Þessi pistill er þvílík “boba” að það hálfa væri nóg! 🙂
Það hefur greinilega mikil heimildavinna farið í smíði þessa pistils, sem er þakkarvert. Eitt stakk mig þó óneitanlega, og ég hreinlega verð að gera athugasemd við það:
“Tölfræðin tekur ekki tillit til andlega þáttarins, þ.e. sparkið sem það gefur mönnum að hafa þriðja besta fótboltamann í heiminum sér við hlið þegar gengið er út á vígvöllinn.”
Á síðasta tímabili þá var Luis Suarez einfaldlega besti leikmaður heims. Punktur. Ef menn ætla að gefa sér að Messi og Ronaldo hafi verið betri, þá er ég harður á því að sá veður í villu, sem leiðréttist þá hér með 🙂
En þetta er auðvitað tittlingaskítur og skiptir engu máli í stóra samhenginu.
Luis Suarez er farinn. Við horfum auðvitað fram á veginn, en það þýðir ekki að við lítum ekki yfir farinn veg, ánægðir yfir að hafa haft þvílíkan fótboltamann í okkar röðum.
Öll lið myndu sakna slíks leikmanns, og Liverpool er þar engin undantekning. Ég finn það t.d. sjálfur að ég er ekki jafnspenntur fyrir hvern leik, þar sem ég veit að hinn óútreiknanlegi spilar ekki lengur með okkur. Það er það sem við eigum eftir að sakna, held ég. Að vita aldrei hvað við megum eiga von á.
Brottför hans þarf þó ekkert að þýða endalok Liverpool FC. Menn halda bara áfram. Við höfum ennþá hryggjarsúluna í liðinu – Gerrard, Henderson, Sterling, Sturridge. Menn hætta bara ekkert allt í einu að vera góðir fótboltamenn. Góðir menn fara og aðrir koma í staðinn, þetta er gangur fótboltans.
Ég fer samt ekki ofan af því að sú staðreynd að missa besta leikmann okkar – og jafnframt besta leikmann heims – þýðir átómatískt að Liverpool FC hefur hér tekið tvö skref aftur á bak. Aftur á móti tel ég að okkar menn hafi tekið eitt skref fram á við með góðum kaupum í sumar. Þannig ég er í það minnsta bjartsýnn.
Ég er hins vegar ekki svo bjartsýnn að búast við að liðið verði meistari í vor, en við megum alveg leyfa okkur að hugsa þetta til næstu 2-3 ára. Mér segir svo hugur að fyrirliðinn okkar eigi eftir að lyfta titlinum á næstu 2 eða 3 árum – og um leið mun hann tilkynna að hann sé hættur knattspyrnuiðkun – bókstaflega á toppnum.
Homer
Þvílíkur pistill!
Það er eins og einhver hafi létt af mér miklu fargi við þessa lesningu, alveg kominn tími á svona pistil.
Það er held ég engin tilviljun að B.Rogers var ráðinn á sínum tíma af FSG. Maður hafði lesið um það hvernig þeir gerðu með hafnarboltaliðið og kom það mér ekkert á óvart að þeir færu á eftir metnaðarfullum og ungum þjálfara sem gæti stýrt skútunni til lengri tíma.
Það er engin furða að maður er bara hrikalega spenntur að sjá okkar lið spila þessa daganna, ég meina, lásuði þetta hérna fyrir ofan?
Studge er meiddur, verðum að horfast í augu við það, en ég er alveg hrikalega feginn að Henderson er heill eftir þetta hel***** hlé. Þar hefði ég orðið áhyggjufullur.
Hef fulla trú á því að Sterling, Balo og Marko muni ná saman í næsta leik….lásuð það fyst hér. Balo setur sitt fyrsta mark og Sterling leggur upp tvö og skorar eitt.
YNWA – In Rogers we trust!
Eyþór hver er sagan á bakvið Hodgson og banna honum að fá sæti 🙂 Væri gaman að heyra hana 🙂
Annars takk fyrir magnaðan pistill. Ótrúlegt að sjá hve mikið liðið saknar Henderson þegar hann er ekki með.
Enn ein tær snilldin hjá kop.is … 🙂 Takk fyrir frábæra grein meistari Eyþór.
Það verður bara spennandi að fylgjast með Liverpool í vetur… pælið í því ef Balotelli kaupin heppnast fullkomlega!! (Það er einn möguleikinn!) 🙂 Og Sterling… sem er hraðari en hann ræður stundum við sjálfur!! Einn sem getur haldið bolta þó hann sé með þrjá tveggja metra miðverði á bakinu og annar sem spólar sig í kringum þá eins og skopparakringla!! Þetta verður bara fjör. Svo kemur Sturridge inn í þetta með sína mögnuðu tækni og útsjónarsemi þegar líður á leiktíðina. Veisla framundan..
YNWA
Takk fyrir
Örn #9:
Hodgson kom hérna um árið og ætlaði að ganga beint til sætis í directors box, var ekki hleypt inn því þeir höfðu látið James Corden fá sætið, sem RH hélt að væri sitt.
Hann varð því að fá sér sæti hjá njósnurunum og varð víst alveg brjálaður. Þetta voru víst eh mistök við úthlutun á miðunum – Woy er vonandi búinn að jafna sig í dag. 😉
Takk fyrir frábæran pistil Eyþór, ég er algjörlega sammála því sem þar kemur fram. Einn af þeim mönnum sem við höfum bætt við okkur í sumar og ég er hvad spenntastur fyrir er Emre Can. Hann hélt áfram að heilla í landsleikjahléinu med Þyska U21. Átti mjög góðan leik í miðverðinum í fyrri leiknum og var síðan settur á miðjuna í leiknum í gær og lagði upp 3 mörk! Hann meiddist að vísu lítillega á ökkla en kláraði leikinn http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/liverpool-fc-international-watch-lazar-7746623
Andvarp……mikið var þetta góður pistill.
Og ég verð bara að segja það að aðstandendur þessa bloggsvæðis eru alveg til sóma og gefa okkur hinum ótrúlega mikið.
Þið eigið bæði hrós og þakkir skyldar !
:O)
Algerlega frábær pistill Eyþór, takk fyrir mig!
Klassa pistill og yfirferð yfir þetta sem við auðvitað óttumst hvað mest – áhrifin af sölunni á Suarez. Tek undir með þeim hér að ofan sem lýsa ánægju sinni með síðuna.
Eins og staðan er núna á liðinu er þetta lið sem hefur fjölmarga jafna og sterka leikmenn. Enginn sem stendur upp úr eins og á tímabili þar sem var leik eftir leik ekki hægt að tala um neinn sem mann leiksins annan en Suarez. Og menn voru farnir að velja mann leiksins sem var næstbestur.
Þessi pistill sýnir svo ekki verður um villst að Brendan Rodgers og Liverpool liðið hefur alveg það sem þarf til að lifa án Suarez. Leyfum þeim “spekingum” sem halda annað að gera það áfram, það er okkar liði í hag.
Það sem er kannski næsta verkefni Brendan Rodgers þegar verður búið að leysa fjarveru Suarez úr sóknarleiknum verður að finna playmaker sem getur leyst Steven Gerrard af. Fyrst um sinn, í vetur væntanlega, í minni leikjum, en skiptir síðan um hlutverk við hann og verður aðalmaðurinn á miðjunni. Vonandi á það eftir að taka ca. næstu þrjú tímabil að finna þann mann, þ.e. að ekki sé þörf á slíkum leikmanni fyrr. Og mögulega gæti hann komið úr okkar röðum.
Tekið af Twitter
PL table for last 38 games BR has been in charge of #LFC
MCFC. 86
CFC. 84
LFC. 81
AFC. 78
EFC. 71
THFC. 69
MUFC 62
PL table for the 79 league games BR has been in charge of #LFC
MCFC 170
CFC 166
AFC 157
MUFC 152
LFC 151
THFC 147
EFC 137
Óhætt að segja að hann er að standa sig nokkuð vel kallinn!