Ég kom mér vel fyrir í sófanum heima um daginn. Fætur upp í loft. Nasl í fanginu. Ég ætlaði að fylgjast með u18 ára liði Liverpool taka á móti erkifjendum sínum í Manchester United og um leið gera það sem maður hefur reglulega gert, fylgjast með efniviðnum innan raða Liverpool.
Ég hafði ímyndað mér þægilegt áhorf og reiknaði með fínni afþreyingu og afslöppun. Annað kom á daginn. Áður en ég vissi af var naslið komið til hliðar, fæturnir niður á gólf og ég sat hallandi að sjónvarpinu. Kannski ekki ósvipuð stelling og maður er í þegar maður horfir á aðallið Liverpool spila.
Ásamt því að lifa mig mikið inn í leikinn þá komst maður ekki hjá því að taka eftir miklum sambærilegum þáttum í nálgun aðalliðsins og unglingaliðana á leikina sem þau spila. Death by football. Hraði, kraftur, áræðni og tækni. Mótherjinn kæfður með mikilli pressu, hröðum og beinskeyttum sóknum úr öllum áttum.
.
Í nokkur ár hefur átt sér stað mikil breyting á unglingastarfi félagsins. Stjórnendur og knattspyrnustjórar, eins og Rafael Benitez, Kenny Dalglish og Brendan Rodgers hafa lagt sitt að mörkum við að reyna að mynda stefnu félagsins í gegnum unglingastarfið og minnka bilið á milli unglingastarfs og aðalliðs.
Margt hefur áður verið ritað hér sem og annars staðar um unglingastarf félagsins, uppbyggingu og ávexti þess. Eitthvað af þessu kann því kannski að hljóma kunnulegt.
Í stjórnartíð Rafa Benítez byrjaði byltingin. Hann skipti út reyndum mönnum í stórum stöðum innan unglingastarfs Liverpool og fékk til að mynda til sín þá Jose Segura og Rodolfo Borrell sem áður höfðu starfað í unglingastarfi Barcelona.
Benítez vildi koma inn smá ‘Barcelona lit’ í unglingastarfið og nýta þá reynslu sem þessir tveir menn höfðu öðlast með því að starfa þar. Þeir voru samt fljótir að útiloka eitt, þetta var ekki að fara að breytast í Akademíu Barcelona færða yfir í rautt og til Englands. Nei, þeir ætluðu að nýta það sem enska knattspyrnan er þekkt fyrir; ástríða, kraftur, líkamlegur styrkur o.s.frv. en blanda við það leikskilningin og tæknina sem ræður ríkjum í löndum eins og Spáni. Það átti því að reyna að sameina þessa tvo heima.
Spólum aðeins fram í tímann. Borrell og Segura eru farnir úr unglingastarfinu. Brendan Rodgers tekur við stjórnartaumum hjá Liverpool. Kenny Dalglish hafði aðeins byrjað að geta nýtt sér unglingastarf félagsins áður en hann var látinn fara og þarna var kominn inn fyrrum unglingaliðsþjálfari og yfirlýstur stuðningsmaður þess að byggja upp á ungum leikmönnum sem hægt er að fræða og skapa í sinni mynd.
Rodgers hefur unnið afar gott starf með ungum aðalliðsleikmönnum félagsins eins og Raheem Sterling, Jordan Henderson, Daniel Sturridge, Jon Flanagan og Philippe Coutinho. Það vita allir, það sem ber kannski ekki eins mikið á er hve rosalega virkur og duglegur hann er í að minnka bilið á milli unglingastarfs og aðalliðs enn frekar.
Alex Inglethorpe, var eftir því sem ég best veit ráðinn sem nýr yfirmaður unglingastarfs félagsins en hann hafði áður starfað sem þjálfari u21 árs liðsins. Rodgers hafði sérstaklega leitað til hans í að taka við u21 árs liðinu þegar hann þjálfaði hjá Tottenham en Rodgers taldi hugmyndir Inglethorpe slá í takt við sínar. Neil Critchley var sömuleiðis metinn sem fullkominn kostur af Rodgers til að taka við u18 ára liðinu.
Með þessum ráðningum hafði Rodgers tekist að finna tvo mjög hæfa menn með sambærilegar hugmyndir til að reyna að slípa til demantana sem félagið á. Gera þá í kjölfarið tilbúna til að komast upp í aðalliðið.
Þeim Critchley, Inglethorpe og félögum hefur tekist vel að endurspegla nálgun og aðferðir Brendan Rodgers nokkuð vel. Lið þeirra hafa svipaðar áherslur og yfirferð og lið Rodgers sem auðveldar manni að sitja og horfa á þessa gutta spila og geta hugsað hvar þeir gætu passað í aðalliðið.
Í sumar sáum við strák eins og Adam Phillips koma inn í æfingahóp liðsins og fékk nokkrar mínútur í einhverjum æfingarleikjum. Hann kom inn í nokkrum stöðum og stóð sig þokkalega. Phillips er sextán ára gamall en er orðinn lykilmaður í u18 ára liðinu, æfir reglulega með aðalliðinu. Með u18 ára liðinu er hann að spila í hlutverki Steven Gerrard, aftastur á miðjunni og dreifandi spilinu. Líkt og Rossiter spilar reglulega með u21 árs liðinu. Þeir ganga upp í þessari stöðu og eftir einhver ár, þegar þeir gætu verið að brjóta sér leið inn í aðalliðið, þá ættu þeir að geta dottið beint inn í það hlutverk – þekkja hlutverk sitt, vita til hvers er ætlast af þeim og bilið á milli þess sem þeir gerðu með unglingaliðunum og eiga að gera með aðalliðinu minnkar.
Jordon Ibe, ein stærsta vonarstjarna Liverpool, sýndi frábæra takta á undirbúningstímabilinu. Hann er að upplagi kantmaður en í sumar var honum gefið traust til að sanna sig sem einhver sem passar inn í það sem Rodgers telur vera rétta formúlu fyrir sitt lið. Ibe þurfti að standa sig vel sem vængmaður/vængframherji í þriggja manna sóknarlínu (eins og við sáum í fyrstu tveimur leikjum leiktíðarinnar) og hann þurfti að sanna sig í holunni á milli tveggja framherja í demantskerfi líkt og Sterling spilar. Hann stóð sig mjög vel í báðum hlutverkum sem gæti gefið sterklega til kynna að hann ætti að geta vitað sín hlutverk og áherslur áður en hann kemur inn í liðið af alvöru.
Svona má lengi telja. Sóknartengiliðir, kantmenn og miðjumenn eins og Brannagan, Harry Wilson, Sheyi Ojo, Sergi Canos, Rossiter, Chirivella, Ryan Kent og fleiri sem þykja með þeim allra efnilegustu innan raða Liverpool eiga það allir sameiginlegt að vera fjölhæfir og hæfileikaríkir strákar, allir virðast líka geta gengið beint inn í uppstillingu aðalliðsins og vitað til hvers er ætlast af þeim í hvaða stöðu sem þeir kunna að geta spilað.
Við höfum séð miklar framfarir á unglingastarfi félagsins á nokkura ára tímabili en staðan á því er líklega betra en það hefur verið í mörg ár. Stefna félagsins og nálgun virðist vera farin að sjást í gegnum allt heila klabbið, frá aðalliði og niður í unglingaliðin. Við sjáum til dæmist leikmenn úr u16 ára liðinu detta vandræðalaust inn í u18 ára liðið, u18 ára liðið í u21 og svo framvegis.
Nú reiknar maður með að það beri ekki allt ávöxt strax, það eru kannski enn einhver ár í að þessir strákar (eða aðrir) brjóti sér leið inn í aðalliðið en eitt er víst að framtíðin er björt og Liverpool virðist vera búið að búa til sína ímynd og móta sína stefnu í gegnum allt félagið. Næstu ár gætu verið afar spennandi.
Off topic.
BR var að steðfesta að Can verði frá í 6 vikur eftir landsleikjahlé…
http://www.thisisanfield.com/2014/09/liverpool-confirm-injuries-joe-allen-emre-can-international-break/
Fínir punktar þarna Ólafur. Bendi líka á þessa grein þar sem fjallað er um hið gríðarlega stóra stökk frá því að vera efnilegur yfir í að vera góður.
http://www.thisisanfield.com/2014/09/liverpool-u21s-first-team-one-giant-leap/
Virkilega góður pistill, takk fyrir mig.
Ég er mjög bjartsýnn á það að á næstu árum komist fleiri leikmenn í gegnum akademíu Liverpool inn í aðalliðið einmitt vegna þess að búið er að samríma leikskipulag og fleira á milli aldursbila.
Annar snilldar pistill á örfáum dögum. Takk kærlega fyrir mig. Framtíðin er okkar.
Ædislegir pistlar strakar! Takk fyrir mig.
Ég hef verið að horfa á Liverpool TV frá því að það fór í loftið og hef ég því náð að fylgjast vel með ungliliðumliðsins.
Ég get sagt það með 100% samvisku að unglingastarfið hjá liverpool hefur aldrei verið eins spennandi og núna.
Ég treysti B.Rodgers að hann haldi áfram að leyfa ungum leikmönum að koma upp og fá tækifæri að sanna sig í aðaliðinu og að ef okkur vantar leikmenn til þess að vara backup fyrir aðaliðið þá líti hann fyrst á ungaleikmenn í klúbbnum áður en hann telur þess þörf að taka upp veskið.
Ef vel er haldið á spilunum þá þarf Liverpool ekki að vera að kaupa magn heldur gæði á næstum árum til þess að styrkja aðaliðið. Það eru að koma upp 3-4 rosalegir leikmenn upp á næstu 3-4 árum(tel reyndar Ibe inní þeim pakka) sem gera tilkall að fá tækifæri með aðaliði liverpool.
Ég held að við séum að fara í mikla uppsveiflu á næstum árum og ef rétt er haldið á spilunum þá erum við að fara að festa okkur í top 4 og vonandi að fara að berjast um titilinn á hverju ári, því að aðalstjörnurnar okkar eru mjög ungar að árum(fyrir utan Gerrard sem er komin yfir sín bestu ár).
Djöfull er gaman að elska þetta lið og fara með þeim í rússibanaferð á hverju ári og núna er ferðinn á uppleið.
“Ásamt því að lifa mig mikið inn í leikinn þá komst maður ekki hjá því að taka eftir miklum sambærilegum mun á nálgun aðalliðsins og unglingaliðana á leikina sem þau spila”
Ég næ bara ekki þessari setningu.
En annars flottur pistill! 🙂
Lengi getur gott batnað. Með þessari glæsilegu viðbót með Eyþóri og Ólafi Hauki í TeamKop þá er þessi síða algjörlega orðin stórkostleg. Gæðin í pistlunum, stjórnunin á spjallinu osfr gera þessa síðu einfaldlega ómetanlega fyrir LIverpool stuðningsmenn á íslandi. Engnin annar klúbbur kemst með hælana þar sem við erum með tærnar þegar kemur að spjalli og fróleik um okkar yndislega félag.
Ég þakka bara fyrir mig enn eina ferðina og ég segi það og skrifa að ég myndi glaður láta nokkrar krónur af hendi rakna ef það er það sem þarf til að halda þessari síðu gangandi um aldur og ævi. Þið gætuð þá allavegana tekið eitt bjórkvöld á vetri á kostnað okkar lesendanna.
Takk aftur.
Björn Torfi, ég þakka ábendinguna á þessari setningu. Hún make-ar að sjálfsögðu ekkert sense og var lagfærð! 🙂
Skemmtilegt að lesa þetta og mjög gaman að horfa á myndbandið frá United leiknum. Ótrúlegur efniviður hjá félaginu í dag, alveg upp í aðalliðið. Hefðum mátt dreifa þessu betur niður á sl. áratug því ég hef aldrei séð fleiri í yngri liðum Liverpool sem maður getur vel hugsað sér í liði Liverpool í framtíðinni eða öðrum Úrvalsdeildarklúbbum.
Kærar þakkir fyrir fróðlegan pistil, sem er sérlega góðut fyrir okkur sem fylgjumst ekki sérlega vel með því hvað er að gerast í yngri liðunum.
Ég verð hins vegar að halda áfram að biðja menn um að hætta að tala um “demantskerfi” og “demantsmiðjur”. Enska orðið “diamond” getur vissulega þýtt “demantur”, en í það getur líka þýtt “tígull” sem er rétta þýðingin í þessu samhengi. “Tígulkerfi” eða “tígulmiðja” gengur því vel upp, en “demantskerfi” og “demantsmiðja” meika engann sens.
Kannski er ég sá eini sem læt þetta fara í taugarnar á mér.