Staðan í lok árs

Jæja, þá er enski boltinn árið 2006 búinn og því ekki úr vegi að skoða stöðuna í deildinni. Öll liðin í efri hluta deildarinnar hafa leikið 21 leiki og staðan lítur svona út:

Man U: 53 stig
Chelsea: 47 stig
Bolton: 39 stig
Liverpool: 37 stig
Arsenal: 36 stig

Arsenal töpuðu áðan fyrir Sheffield United í leik þar sem miðjumaður spilaði í marki Sheffield United en þrátt fyrir það tókst Arsenal ekki að jafna. Gott mál.

Við erum því semsagt 10 stigum á eftir Chelsea og tveim stigum á eftir Bolton. Næsti leikur er einmitt gegn Bolton á Anfield, þannig að það er ljóst að ef við vinnum þann leik, þá verður þriðja sætið okkar.

Annars er margt athyglisvert við stöðuna. Það fyrsta er náttúrulega ótrúlegur árangur Man U. Þeir hafa unnið 17 leiki, gert 2 jafntefli og tapað tvisvar. Það er ótrúlegt. Reyndar má benda á að þeir eiga eftir að fara á Emirates, Anfield og Stamford Bridge og að þeir hafa sloppið nánast algerlega við meiðsli á þessu tímabili. Ólíkt Chelsea (sem hafa hrunið eftir að Terry meiddist), Liverpool (sem hafa verið með Kewell og Sissoko meidda lengi) og Arsenal (sem hafa misst Henry og Gallas stóran hluta tímabilsins), þá hafa Man U verið ótrúleg heppnir.

En þeir hafa einnig leikið frábæran fótbolta og maður hefur einfaldlega enga trú á öðru en að þeir vinni þá leiki sem þeir fara í. Þeir virka á mann einsog Chelsea í fyrra og fyrir tveim árum.

Chelsea hafa verið slappir að undanförnu og ég leyfi mér að fullyrða að ef að Liverpool hefði spilað við Chelsea án Terry og Cech í haust, þá hefði Liverpool farið með öruggan sigur af hólmi. Þeir virðast ótrúlega brothættir og maður setur stórt spurningamerki við lið sem verður svona slappt þegar besti varnarmaður þeirra meiðist.

Svo er það náttúrulega góður árangur Portsmouth og Bolton sem vekur athygli. Liverpool menn hafa núna tækifæri til að stoppa Bolton og hefna fyrir gríðarlega ósanngjarnt tap á Reebok fyrr á tímabilinu.

Eitt er sérstaklega ánægjulegt við stigatöfluna í lok árs og það er árangur Liverpool á Anfield. 10 leikir, 8 sigrar, tvö jafntefli og ekkert tap. 20 mörk skoruð og 3 skoruð af andstæðingum. Ekkert lið hefur náð betri árangri á heimavelli.

7 Comments

  1. Rétt sem Einar segir hér að ofan. Man Utd hafa verið mjög heppnir með að halda mannskapnum heilum. Kemur mér á óvart hversu brothættir Chelsea voru en þó held ég að flest lið í deildinni myndu fara á sama veg við að missa fyrirliða sinn og aðalmarkmann.

    Liverpool getur ekki kennt meiðslum um lélegan árangur, reyndar fóru hlutirnir ekki að ganga fyrr en að Sissoko datt út úr liðinu og Gerrard fór inná miðjuna. Tel ég að meiðsli hans hafi verið lán í óláni fyrir Liverpool þar sem að besta miðjuparinu var loksins stillt upp að mínu mati, Gerrard og Alonso.

    Varðandi Arsenal er Henry álíka mikilvægur fyrir þá og Gerrard fyrir Liverpool. Það er erfitt að fylla skarð hans.

    Næsti leikur er algjört MUST sigur leikur uppá framhaldið í deildinni.

  2. Bara að taka það fram að ég var alls ekki að kenna meiðslum um slæmt gengi Liverpool. Dettur það ekki í hug.

    En það er ljóst að ef að Man U hefðu misst sinn besta kantmann Ronaldo (einsog Liverpool) eða sinn besta varnarmann Vidic (einsog Chelsea) eða sinn besta sóknarmann Rooney (einsog Arsenal) þá hefði það haft áhrif á gengi liðsins.

    En þetta eru bara stór “ef” Í fyrra voru Man U óheppnir með meiðsli – í ár eru þeir heppnir. Það er grátlegt, en þeir hafa bara verið langbestir í ár.

    Ég er þó enn á því að ef þeir lenda í því að ef að einhver af Ferdinand, Vidic, Ronaldo eða Rooney meiðist í einhvern tíma, þá geti þeir verið brothættir. En á meðan allir þessir menn eru heilir, þá virðast þeir vera óstöðvandi.

  3. Frábær sigur hjá okkur í dag og ég held að árið 2007 verði gott fyrir okkur 🙂

    Ég vill þakka fyrir frábæra síðu sem hefur bjargað mér síðustu ár ( bjó í dk) og óska ykkur gleðilegt nýtt ár og þakka fyrir það gamla … Vona að árið 2007 verði ykkur öllum gleðilegt og gott . Kveðja KK

  4. Það er nú einhvern veginn þannig að manure vélin er og hefur verið nokkuð óstöðvandi. Síðastliðinn áratug hafa þeir verið í fyrstu 3 efstu sætunum og það segir meir en margt. Maður kemur í manns stað, hjá þeim, þó svo að maður myndi halda að það myndi hökkta hjá þeim ef þeir myndu missa Rooney, Ferdinand og þá sér í lagi Ronaldo (miðað við hvernig sá síðastnefndi er að spila þessa stundina). Hvað sem því líður þá er það ekki okkar að öfunda þá heldur að spýta í lófann og gera ennbetur en fyrir áramót… Útileikir okkar eru nú loksins að vinnast og er það bragabót á byrjun þessa “svarstýna” tímabils. Okkar feill hefur verið að hluta til vegna róteringa Mr. Rafa en svo má nú bara kenna óheppni um… Það að eiga 15+ marktilraunir vs. 0 hjá mótherja er ekkert nema óheppni…. Jæja nóg af rausi…

    Ritarar þessarar síðu fá klapp á bakið frá mér enda vegleg síða. Mínar skoðanir hafa ekki alltaf fallið í geð hjá ykkur :rolleyes:, en svona erum við misjöfn…. Við erum þó sammála því að Liverpool er best og biðin eftir þeim stóra er innan seilingar….!

    Ég vil nú óska Púllurum nær og fjær, gleðilegra áramóta og vona að nýja árið verði okkur verulega hagstætt.

    YNWA

  5. >Eigum við að segja að janúarslúðrið

    Jú, ég held að það sé óhætt að segja það. En þetta Beckham slúður hefur komið upp í ótal skipti, svo ég nenni varla að kippa mér upp við það. 🙂

  6. Vonandi að við náum að færa frábæran árangur á Anfield yfir á útileikina, þá sé ég því ekkert til fyrirstöðu að við endum tímabilið á góðum stað í deildinni.

    Hvað varðar janúar slúðrið þá tel ég að Rafa muni kaupa 3 leikmenn. Hægri kantmann, hægri bakvörð og miðjumann (þið heyrðuð þetta fyrst hérna).

Tottenham 0 – Liverpool 1

Bolton á morgun