Seinni part næstkomandi laugardags ferðast Liverpool til Lundúna þar sem þeir munu mæta Stóra Sam og félögum í West Ham.
Síðastliðinn þriðjudag fengum við stuðningsmenn Liverpool loksins sopa af vatni eftir fjögur löng ár í eyðimörkini. Hvað er ég að bulla? Jú, að sjálfsögðu spiluðum við loksins aftur í Meistaradeildinni eftir að hafa verið úr keppninni í fjögur ár. FJÖGUR ÁR!
Langþráð endurkoma Liverpool í Meistaradeildina byrjaði ekki á flugeldasýningu líkt og margir gætu hafa vonað eða reiknað með. Liðið vann seiglusigur á spræku liði Ludogoretz frá Búlgaríu með því að Captain Fantastic, Steven Gerrard, tryggði 2-1 sigur með svellkaldri og öruggri vítaspyrnu í uppbótartíma. Þetta var ekki fallegasti eða glæstasti sigur sem við Púllarar höfum séð frá okkar mönnum í keppninni en þetta hafðist. Það var tæpt en hafðist.
Síðustu tvær frammistöður Liverpool hafa ekki verið sérlega sannfærandi. Leikmenn hafa átt einstaka rispur en heilt yfir var holningin á liðinu ekki alveg nægilega góð. Menn hafa ýmsar skoðanir á hvað það er sem hefur verið að haftra liðinu.
Meiðsli Daniel Sturridge hefur fengið Brendan Rodgers til að brjóta upp tígulmiðjuna sem var að ganga svo fínt áður. Mario Balotelli hefur leitt línuna og Adam Lallana og Markovic eða Sterling hafa spilað úti á köntunum. Það hefur ekki virkað sem skildi. Það má greinilega sjá að Lallana er ekki kominn í hundrað prósent stand. Lallana og Markovic meiddust báðir á undirbúningstímabilinu og Balotelli kom seint, það er því kannski ekki furða ef þeir eru ekki allir komnir á nákvæmlega sömu blaðsíðu en það kemur. Vonandi.
Jákvæðar fréttir berast frá Liverpool og virðist sem það styttist í að Daniel Sturridge, Joe Allen og Martin Skrtel verði klárir að nýju. Skrtel er farinn að æfa með liðinu aftur og Sturridge er farinn að taka sérhæfðar æfingar. Þeir verða kannski ekki klárir fyrir þennan leik en þá vonandi þann næsta.
Liverpool á líklega erfiðan leik fyrir höndum um helgina. Rodgers ferðast með sína menn yfir til Lundúna þar sem Sam Allardyce og fautar hans munu bjóða Liverpool velkomna á Boleyn Ground, mér líst alltaf betur á Upton Park nafnið – ekki að það skipti neinu máli!
Sullivan og Gold, eigendur West Ham tóku Sam Allardyce á teppið undir lok síðustu leiktíðar. Þrátt fyrir ágætan lokaárangur hjá Hömrunum hans Stóra Sam þá voru eigendurnir og stuðningsmenn ósáttir með þann ófagra fótbolta sem liðið hafði verið að bjóða upp á. Þeir gáfu Stóra Sam eitt tækifæri enn með einu skilyrði – hann þarf að sleppa beislinu af liði sínu og láta það spila góðan sóknarbolta. Afsakið mig aðeins…
Anda inn, anda út. Er í stífri baráttu við að kæfa niður skítaglottið sem myndast á andlitinu á mér þegar ég skrifa þetta
Stóri Sam með sóknarsinnað lið. Já, sjáum hvað mun gerast þar.
West Ham og Stóri Sam sýndu hve alvara þeim var með þessari hugdettu sinni og fengu til sín sóknarmenn á borð við Mauro Zarate, Enner Valencia, Diafra Sakho og Morgan Amalfitano. Þá fyrir voru leikmenn eins og Andy Carroll, Stewart Downing, Matt Jarvis og Ricardo Vaz Te ásamt ógleymdum Carlton Cole sem báru sóknarleik liðsins hvað mest uppi á síðustu leiktíð. Kevin Nolan er einnig mikil ógn í sóknarleik liðsins en hann er helvíti seigur í að ná í boltana sem detta út í boxið og að mæta í seinni bylgjuna.
West Ham er enn mjög þétt lið. Baráttuglaðir og seigir anskotar. Mætir liðið ekki af fullum krafti í leikinn verða þeir afar erfiðir viðureignar. Maður skelfur ekki á beinunum yfir sóknarlínu þeirra en þeir geta vel strítt og reynst erfiðir að brjóta niður og miðja þeirra er nokkuð sterk, sérstaklega eftir komu Alex Song frá Barcelona. Vörnin líka alltaf þétt eins og í flest öllum liðum Stóra Sam.
Í síðustu umferð gerði West Ham 2-2 jafntefli við Hull City. Þar áður töpuðu þeir heima gegn Southampton og Tottenham en unnu Crystal Palace úti.
Af okkar mönnum þá tel ég að Rodgers muni reyna aftur svipaða uppstillingu og hann hefur reynt gegn Aston Villa og Ludogoretz og mun líklega reyna það þar til Sturridge kemst í gang aftur. Ég held að byrjunarliðið verði svona nokkuð óbreytt frá því í síðasta leik. Ég hef á tilfinningunni að Lucas geti komið inn á miðjuna fyrir Coutinho sem hefur ekki byrjað leiktíðina nægilega vel. Valið stendur svo á milli Lallana og Markovic við hliðina á Sterling og Balotelli. Svona held ég að þetta muni líta út:
Mignolet
Manquillo – Lovren – Sakho – Moreno
Henderson – Gerrard – Lucas
Sterling – Balotelli – Lallana
Ég vona þó að við sjáum Rodgers stilla upp í tígulmiðju með Sterling í holunni og þá Lambert eða Borini með Balotelli frammi. Það virkar að því virðist best á okkar hóp að leggja leikina þannig upp og vonandi gerum við það.
Ég ætla spá því að við réttum úr kútnum í deildinni og vinnum 2-1 sigur á West Ham. Lallana opnar markareikning sinn fyrir Liverpool og Balotelli er dottinn í gang og skorar – by the way, mikið svakalega var þetta vel gert hjá honum í markinu gegn Ludogoretz. Styrkurinn, krafturinn og skottæknin var algjörlega frábær. Við höfum að ég held aldrei haft framherjatýpu eins og hann, hann er algjör power framherji. Ég get ekki beðið eftir því að sjá hann aftur við hliðina á Sturridge þar sem mun þá vonandi opnast meira pláss og meiri tími fyrir hann.
West Ham eru seigir og geta reynst erfiðir. Liverpool eru afar sterkir og með flottan hóp sóknarmanna sem mun koma til með að refsa West Ham. Þetta verður líklega ekki fallegt en þetta mun hafast og við fáum dýrmæt þrjú stig.
Flott upphitun en eru ekki fimm ár síðan að við vorum í Meistaradeildinni seinast?
Jón Bragi, held að Ólafur Haukur sé frekar að meina að þetta hafa verið fjögur tímabil án CL fyrir þetta
Eina sem hræðir mig í liðsvalinu hjá þér er Gerrard og Lucas saman.
Annars fínasta upphitun og sammála með lokatölur.
Ég segi Borini inn og Coutinho á bekkinn.
Tígulmiðja með Sterling fremstan og Lallana og Hendo á miðjunni með Gerrard sem djúpan.
Ég segi það lán í óláni að við séum í þessum meiðslamálum svona snemma. Mun styrkja hópinn til lengri tíma litið. Menn eins og Lallana, Borini, Balotelli ofl. strax hent út í djúpu laugina, hrikalega mikilvægt fyrir þá og Rodgers.
Ég ætla að spá sigri, og mér er alveg sama hvort það verði tæpur sigur. Bara að stigin þrjú bætist við þessi 6. Þá verðum við bara á pari miðað við allar breytingar og hræringar.
Eitthvað sem segir mér líka að Balotelli sé kominn á bragðið, vona að hann bíti ekki samt.
Sammála Bond.
Borini er þyrstur og graður, þurfum að fá einn kolgeggjaðan til að hlaupa af sér rassgatið. Aston Villa leikurinn var á hælunum. Einn rófulaus hundur og allir hinir fara að hlaupa. Það er bara alltaf þannig..
Úff, ég missti af Liverpool – Chelsea í fyrra, sem og Liverpool – Aston Villa um helgina vegna vinnu. Einu leikirnir sem ég hef misst af í meira en ár, held ég.
Nú stefnir í að ég missi líka af þessum leik. Sem betur fer er ég mjög gagna/evidence-drifinn maður og fullkomlega laus við (hjá)trú. Við erum sem sagt alltaf að fara að vinna þennan leik. 🙂
Rámaði í að við hefðum dottið út eftir áramótin 2010 en það var víst í desember 2009. Eru það ekki svona um það bil rúmlega fjögur og hálft ár sem við spiluðum ekki meistaradeildarleik og fjórar leiktíðir?
Allavega þá erum við komnir aftur og in the end þá er það allt sem skiptir máli! 🙂
Ég er sammála Rodgers um að liðið þurfi að komast í gang og það verði að fá tíma til þess. Þar að leiðandi á ég erfitt með að gíska hvernig þessi leikur fer. Ef leikmenn eins og Lallana, Sterling,Balotelli, Marcovic, Moreno,Manquillo, Sakho, lovren, mæta í leikinn á fullum styrk er ég ekki í nokkrum vafa að Liverpool rúllar yfir West Ham eins og vöfludei að hætti ömmu gömlu. Tel samt mun líklegra að þessi leikur verður harkleikur þar sem West Ham er ansi gott varnarlega séð og ekki gefa mikið af færum.
Þar sem ég er bjartsýnn að eðlisfari, ælta samt að segja að við rúllum yfir West Ham – 5-0 og liðið leiki á alls oddi. Í kjölfarið fari Liverpool vélin í gang og sigri næstu 15 leiki í röð og muni veita Chelsea og City harða baráttu um meistaradeildartitilinn.
Ég veit. Ég veit.. þetta er óskhyggja en fyrst Liverpool vann 13 leiki í röð í fyrra – þá eigum við að getað gert það aftur núna þegar allir leikmenn komast í toppform. Rauði herinn á svo mikið af alvöru leynivopnum og skriðdrekum um þessar mundir að hann gæti þessvegna hertekið England og étið lið eins og Arsenal í einum bita, breytt Chelsea í járnhrúgu og tætt miðlungsliðin í sig eins og hungrað mannætuljón.
Til þess að það gerist – þá þurfa öll rauðu hernaðarvopnin sem voru keypt voru í sumar að virka. Hef fulla trú á að það gerist.
Ég er ekki viss um að hann spili Lallana sem er ný kominn úr meiðslum og 3 leikir á 7 dögum gæti verið of mikið. Hef trú á að hann byrji með Marcovic. Svo er náttúrlega spurning hvenær hann kemur til með að hvíla Gerrard en það var búið að tala um að spara hann fyrri hluta tímabilsins til að hann yrði ferskur á seinni hlutanum.
Mignolet
Manquillo – Lovren – Sakho – Moreno
Lucas
Henderson – Marcovic
Sterling
Borini– Balotelli
Er þetta ekki dæmigerður leikur þar sem Lambert er stillt upp á topp, svo verða þeir, Moreno, Markovitz og sterling með fyrirgjafir hægri vinstri. Ná Stóra Sam á hans eigin bragði ?
Þetta verður þungt og erfitt en ég tel strakana okkar klára i verkefnið og við vinnum góðan 1-3 útisigur. Balotelli og Sterling með sitt hvort og nýja uppáhaldið mitt, Moreno smellir einu.
Echo segja líklegt að Skrtel byrji, http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/rodgers-urges-fans-stay-calm-7796349
já, já, það er alveg ljóst að liðið þarf tíma til að slípast betur til, engin spurning.
Enn………. þessi leikur á morgun verður að vinnast, það er ekkert flóknara. 6 eða 7 stig eftir 5 leiki verður engan vegin ásættanlegur árangur og bilið milli okkar og toppliðanna þá orðið of mikið.
Er bjartsýnn fyrir leikinn og á ekki von á öðru en að okkar menn mæti dýrvitlausir til leiks. West Ham mun ekki ráða við hraðann í leik okkar. Sammála byrjunarliðinu fyrir utan það að ég vil alls ekki sjá Lucas og Gerrard þarna saman. Gefum Kúta kallinum sénsinn, hann hlýtur að fara að hrökkva í gang.
Koma svo LFC, mössum þetta!
Jákvæða hliðin.
Það er ekki erfitt að sjá jákvæðu hliðarnar við tígulmiðjuna miðað við hvernig gengið hefur með hana en hvað er þá BR að hugsa? Hér er jákvæða hliðin við t.d. kerfið 4-2-3-1:
+ Virkaði frábærlega t.d. á móti Dortmund í æfingarleiknum þegar Coutinho spilaði almennilega og gæti vel virkað ef hann dettur í gang eða Sterling fari í holuna í kerfinu fyrir hann sem hann hefur ekki fengið ennþá nema þegar hefur verið skipt yfir í tígulmiðjun.
+ 45 millj. pund fóru í Lallana og Markovic og BR vill koma þeim í gang sem er ekki að gerast með tígulmiðjuna. Ef þeir komast í gang á köntunum gæti kerfið vel virkað
+ BR nýtur þess að breyta um leikkerfi í miðjum leikjum eins og við höfum oft séð og til að hann geti gert það þarf að finna hafa annað kerfi sem getur líka virkað
+ Síðasta tækifærið til að reyna það núna í næsta leik því þegar Sturridge verður kominn aftur er held ég alveg ljóst að hann og Balo verða frammi og tígulmiðja bakvið þá.
+ Það er frábær breydd í liðinu núna sem hentar kerfinu og þessi liðsuppstilling lítur ekkert svo illa út t.d. fyrir helgina:
Manquillo – Lovren – Sakho – Moreno
———– Gerrard – Henderson———-
—– Lallana – Sterling – Markovic —–
—————–Balotelli ——————–
Öll liðin sem við höfum spilað gegn eru fyrir ofan okkur í deildinni. Segir það eitthvað annað en að byrjunin hjá okkur hafi verið ansi strembin. Erfiðir leikir á móti góðum liðum. Við erum með marga nýja menn sem oft er gott að slíípa til í sk. léttari leikjum, við höfum ekki fengið marga slíka. Sjáið programið hjá chelsea, nánast allt slíkir leikir. Það er auðveldara að byrja þannig og efla sjálfstraustið með sigrum. Okkar menn eru að koma til og liðið er í dag þannig skipað að það á að geta unnið öll lið á góðum degi. Liverpool er liðið sem flestir hræðast og þannig á það að vera. Hlakka til þegar Suares uppgötvar að Liverpool er málið og kemur aftur eftir magran tíma í Barcelona.
YNWA
Ég vil sjá tígulmiðju með Sterling í holunni og Borini og Balotelli frammi, finnst Lambert of hægur fyrir svona vörn. Það þarf að vera hraður maður frammi sem tekur spretti þvers og krus og með því losnar 3 manna dekking á Balotelli og þá getur vörnin opnast upp á gátt. Helst vildi ég sjá Sterling með Balotelli uppi og þá Coutinho í holunni en velti því fyrir mér hvort Sterling sé orðinn nógu góður slúttari í þá stöðu. En allavegna ekki Balotelli einan uppi í einhverjum skallaboltatennis. Það koma alltaf nægar fyrirgjafir frá Moreno í hinni uppstillingunni, þannig að nóg verður um skallabolta, sem og í hornum og aukaspyrnum.
Eins og kom fram á einhverri vefsíðunni í dag þá stóð Sturridge sig það vel á æfingu í dag að vel kemur til greina að hann verði á bekknum. Tek undir það sem Roy Hodgson sagði þar að það væri ábyrgðaleysi að tefla Sturridge fram. Það er mjög mikilvægt að hann verði 100% fit fyrir næsta landsleikjahlé.
Irony was here
Ég veit að ef Coutinho spilar þennan leik þá muna hann eiga góðan leik, ég var nefnilega að taka hann úr fantasy-liðinu mínu.
Annars vill ég sjá tígul-miðju, vona að Rodgers átti sig á þessari vitleysu og viðurkenni það fyrir sjálfum sér og öðrum að þessi taktík sem hann hefur notað uppá síðkastið er ekki að virka, hann reynir vonandi ekki að troða sokk uppí kokið á okkur í allan vetur eins og Moyes reyndi allan síðasta vetur.
Méð tíugulmiðju vinnum við leikinn 4-1, annars fer þetta 1-0/0-1.
Sælir félagar
Leikurinn á morgun er leikur sem verður að vinnast að mínu viti. Það er tvennt sem kemur þar til. Hið fyrra er að ef við gerum jafntefli eða töpum þá liggur leiðin bara niður á við þar sem leikmenn missa trúna á sjálfa sig og getu liðsins. Í annan stað þá verður bilið í efstu liðin of breitt og mjög mikil orka mun fara í að brúa það bil.
Því segi ég að okkar menn muni mæta dýrvitlausir til leiks og berjast til vinnings frá fyrstu mínútu. Lokastaðan hið sígilda 1 – 3
það er nú þannig.
YNWA
Sá á twitter áðan líklegt byrjunarlið á morgun og finnst það bara hljóma ágætle.
———Mignolet———–
Javi-Skrtel-Lovren-Morene
———-Gerrard———
–Hendo——–Couthino —
———Sterling————
—Balotelli — Borini—
Á Coutinho skilið sæti í byrjunarliðinu eftir seinustu leiki? Nei…Alls ekki.
Ekki misskilja mig ég elska þennan dreng (no homo) og hann er fyrsta nafa á treygjuna mína þegar ég kaupi hana. Það loðir samt við hann að hann er lengi í gang. Ég man eftir á sama tíma í fyrra þá var hann að yfir hitta sendingar trekk og í trekk og alltaf að leita af úrslitasendingunni þó að önnur betri sending væri í boði.
Það er í hans blóði að fara beint á vörnina hvort sem það er að leita af öðrum eða á sjálfs síns vegum. Þessi drengur er töframaður en eins og honum er spilað núna á miðjunni hentar honum ekki. Hann á ekki að vera í þriggja manna miðju með Henderson og Gerrard. Hann á að vera á toppinum á tíglinunm. Það er kannski of sérhæft fyrir marga en hann virkar ekki á miðjunni eins og gegn Villa og Ludo þar sem hann þarf að sækja boltann afturfyrir miðjumenn andstæðinganna. Hann þrífst á því að fá bolta í svæði milli miðju og varnar andstæðinganna þar sem úrslitasendingarnar hans skipta máli.
Ef Lallana getur spilað leiki á viku þá vil ég sjá hann á miðjunni með Henderson með Gerrard fyrir aftan. Coutinho í 10-hlutverkinu og Balotelli og Sterling á toppnum.
Sælir,
vinsamleg ábending til ykkar KOPara , en ég ætlaði að renna yfir leikskýrsluna frá Aston Villa leiknum áðan, smellti á “leikskýrslur” og þá er hún ekki þar.. Það hefur gleymst að tagga hana sem leikskýrslu 😉 ..
Takk fyrir þetta Hlynur, búið að lagfæra.
Borini Balotelli Sterling
Lallana
Gerrard Henderson
Moreno Lovren Skrtel Manquillo
Mignolet
Þetta er 0-3 sigur pottþétt.
Borini er sprækur og hans tími er kominn, Markovic verður varamaður.
Skrtel fram yfir Sakho hjá mér.
Lallana fram yfir Coutinho í þessum leik.
Lambert reddar málunum af bekknum ef Balotelli er upptekinn af fiðrildum.
Lucas gæti byrjað inná en ég vill sjá Stóra Sam svitna svolítið og sækja á hann.
Go Liverpool!!
Liðið kemur alveg kreisí í þennan leik…
vinnum þetta 0-4…….. Balo með 2 ,,,sterling 1 og henderson 1
sáuð það fyrst hér 🙂
Málið er að það dugir ekkert annað en sigur, ég er að vinna með 2 West Ham mönnum sem hata LFC. Skil ekki hvernig sé hægt að hata LFC en það á eftir að auðvelda mér að mæta í vinnuna á mánudaginn ef við vinnum.
Vildi deila þessu með ykkur 😉
YNWA
Heldurðu að þeir hati LFC minna ef við vinnum;)?
Annars finnst mér það aðallega fréttnæmt að það skulu vera tveir West ham menn á sama vinnustaðnum, þetta hlýtur að vera með stærstu vinnustöðum landsins.
Var að horfa á liðsmyndina fyrir meistaradeildarleikinn í þessari færslu.
Gaman að lesa í andlitin.
Sterling svona loose coupled, enda óttalaus og villtur, óútreiknanlegur.
Coutinho dálítið utanveltu enda var hann það í leiknum.
En kóngurinn grjótharði, Steve G, mein gott. Eins og hann sé meitlaður í stein, þvílík skerpa og þvílíkur fókus.
Þetta er nákvæmlega það sem við höfum í honum sem er ómetanlegt fyrir liðið.
Annars munum við vinna West Ham 3-1 lokamarkið á 88. mín. eftir smá pressu frá hömrunum.
YNWA
Gleðilegan leikdag
Held og vona að við förum í tígulmiðju og Borini og Balo frammi tökum þennan leik 1-3 Balo , Sterling og Lovren með mörkin þá fæ ég fullt af stigum í Fantasy
Y.N.W.A
Veit einhver hvernig maður getur horft á leiki gegnum netið með Apple tölvu án þess að hlaða einhverju inn?
Aly Cissokho með stórglæsilegt mark! Það sem maður saknar hans…
ætli stóri sam reyni ekki einhvað svipað og síðast láta okkar menn leggja 4 km frá leikvanginum og hækka hitann inní búningsklefum hvað var það meira ?
Ibe búinn að skora fyrir Derby nokkrum mínútum eftir að hann kom inn á