Liverpool 1-1 Everton

Grannaslagur Liverpool og Everton endaði með jafntefli í þetta skiptið eftir að Everton jafnaði í uppbótartíma þvert gegn gangi leiksins.

Daniel Sturridge var ekki klár í slaginn í dag en það voru Philippe Coutinho og Jordan Henderson sem komu aftur inn í hópinn. Jordan Henderson byrjaði á miðjunni með Steven Gerrard og Adam Lallana, Lazar Markovic og Raheem Sterling spiluðu fyrir aftan Balotelli.

Mignolet

Manquillo – Skrtel – Lovren – Moreno

Henderson – Gerrard – Lallana

Sterling – Balotelli – Markovic

Mér fannst mikil bæting á leik Liverpool frá því í síðustu leikjum. Leikmenn pressuðu af krafti og voru Lallana, Sterling og Balotelli fannst mér sérstaklega öflugir í hápressunni og skiluðu af sér flottri varnarvinnu. Miðjan var flott og fyrst og fremst fannst mér vörnin vel samstillt og flott.

Leikurinn byrjaði fjörlega og Gareth Barry lét af sér kveða. Hann straujaði Lallana á upphafsmínútu leiksins og fékk réttilegt gult spjald. Skömmu síðar slær hann hönd sinni í boltann eftir skot Sterling og hefði Liverpool átt að fá vítaspyrnu í kjölfarið og skömmu síðar braut hann klaufalega á Balotelli og hefði jafnvel verðskuldað annað gult spjald fyrir það en Atkinson dómari hafði það ekki í sér að spjalda hann aftur.

Liverpool stjórnaði leiknum nær allan tímann og sköpuðu fín færi, náðu oft góðum skotum á markið en Howard varði á köflum mjög vel í marki Everton. Howard kom þó engum vörnum við þegar fyrirliðinn Steven Gerrard þrumaði aukaspyrnu á mark Everton, hann kom þó hönd á boltann en endaði svo bara með boltanum í netinu. Liverpool komið með mjög sanngjarna forystu.

Það leit allt út fyrir að Liverpool myndi frekar bæta í heldur en að Everton myndi jafna. Skömmu eftir mark Liverpool fékk Balotelli dauðafæri en smá snerting frá Howard breytti flugi boltans sem hafnaði í þverslánni. Í kjölfar marksins fór Liverpool að halda boltanum betur á milli sín, pressuðu vel og voru ógnandi – eins og segir þá benti ekkert til þess að Everton kæmist aftur inn í leikinn.

Því miður þá gerðu þeir það í uppbótartíma þegar Phil Jagielka fyrirliði þeirra átti besta skot lífs síns og hamraði boltann viðstöðulaust fyrir utan teig upp í fjærskeytina og jafnaði metin. Ég meina…come on! Jagielka mun aldrei nokkurn tíman hitta boltann jafnvel á ævinni, ég skal fullyrða það!

Það var hrikalega fúlt að fá þetta mark á sig svona undir blálokin og Púllarar munu líta á þetta sem tvö töpuð stig. Jafntefli gerir mjög lítið fyrir okkur og verandi með pálmann í höndunum fram í loka andartök leiksins og missa það svo er hrikalega gremjulegt.

Maður leiksins: Það er erfitt og kannski smá ósanngjarnt að velja einn mann bestan í dag. Henderson og Gerrard voru mjög góðir á miðjunni í dag, Sterling var líflegur þegar leið á leikinn og Lallana var frábær. Balotelli skoraði ekki en var að koma sér í góðar stöður, hélt boltanum vel, tók virkan þátt í spilinu og vann mjög góða varnarvinnu. Bakverðirnir voru fínir í vörn og sókn og Lovren og Skrtel fannst mér virkilega góðir og synd að einhver óútskýranleg náttúruöfl leyfðu þeim ekki að fá clean sheet í dag!

Ég ætla að velja þrjá sem mér fannst standa hvað mest upp úr og fá að deila verðlaunum með sér. Lallana, Gerrard og Henderson.

Enn og aftur þá eru þetta hrikalega fúl tvö töpuð stig og leiðinlegt að leikurinn skuli hafa endað svona. Á jákvæðu nótunum þá leit liðið vel út í dag og margt sem við sáum í dag sem má byggja á – við þurfum bara að nýta færin ögn betur og klára leiki sem þennan.

Það er svo Meistaradeildin á miðvikudaginn og Sturridge er að koma til baka, við erum líklega alveg að detta í gang!

90 Comments

  1. a: Þótt að Jagielka mundi reyna þetta milljón sinnum þá mundi hann aldrei ná þessu aftur

    b: Hvernig í fjandanum fékk Barry að vera inná vellinum allan leikinn?

  2. Þetta jafntefli skrifast a Rodgers. Lætur liðið fara að reyna að verja stigið með 11 menn inn í vítateig í stað þess að reyna að spila fótbolta.

  3. ekki gátum við drullast til að vinna þetta ansk””(#&=&=”&#=”#$!”#!)

  4. Eins og ég sagði áðan, frík mark hjá liði sem var ekki að gera neitt í þessum leik. Liverpool allan daginn betri. En svona er þetta. Andskotinn.

  5. 7 stig eftir 6 umferðir…. viðurstyggileg frammistaða á þessu tímabili að flestu leiti þrátt fyrir ágætt run í dag.

    Það er full ástæða fyrir þungum áhyggjum.

    Titill er úr sögunni. Meistaradeildarsæti óraunhæft…

    Velkomnir í moðið kæru púllarar

  6. Sælir félagar

    Ég get ekki sagt að ég sé sáttur við stigið.. Þetta sýnir berlega hvað það er dýrt að misnota fleiri, fleiri færi og missa svo unninn leik niður í skítajafntefli. Auðvitað voru nokkur batamerki á liðinu en það er ef til vill fyrst fremst Lallana að þakka sem var langbesti maður liðsins. Aðrir voru á pari.

    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Annars er gaman að sjá Lalana og Balo, þetta er að koma, vantar Studge

  8. Helvítis leti. Að hanga á vítateignum seinasta korterið bauð þeim upp á skot fyrir utan teig.
    Miðjan alveg ofan í vörninni. Ótrúleg breyting á liðinu frá því í fyrra.

  9. Á 14 mínútu átti Barry að fá sitt annað gula spjald og við víti. Skelfilegur dómari leiksins ákvað að sleppa þessu mikilvæga atriði og hélt svo bara áfram að vera ómögulegur. Á báða bóga.

    Sláarskot, glæsilegar markvörslur frá Howard trekk í trekk og viðstöðulaust skot Jagielka af 40 metrunum syngur skeitunum. Þetta átti bara ekki að hafast í dag.

    En djöfull var gott að sjá hvernig okkar menn spiluðu. Gerrard var eins og nýr maður. Lallana ógnandi og flottur. Vörnin hélt vel allan leikinn og Skrtl og Lövren stóðu sig með prýði. Henderson eins og skopparakanína yfir völlinn og Sterling ógnandi. Nú þarf bara að fara að skora mörk! Margt jákvætt úr þessu þrátt fyrir ömurlegt jafntefli.

  10. Rosalega sorgleg úrslit. Ef við hefðum unnið leikinn þá hefðu allir talað um flottan vinnusigur og frábæra vörn, en svona er stutt á milli hláturs og gráturs. Þetta var mun betra en við erum búnir að sjá undanfarið hjá liðinu og sérstaklega ánægjulegt að sjá að Lallana er heldur betur að vinna sig inn í þetta lið. 7 stig af 18 verður að teljast ömurleg byrjun. Góðu frétttirnar eru þær að það eru enn 32 umferðir eftir af mótinu.

    Djöfull er maður samt svekktur.

  11. Grátleg 2 töpuð stig. Hefðum unnið þetta með Sturridge. Margt gott í gangi, hugarfarið og ákafinn nálægt þvi sem við viljum sjá og vörnin betri en undanfarið.

  12. Frábær leikur hjá liverpool og ég sáttur við liðið eftir leikinn í dag.

    Mér fannst Rodgers gera þetta taktískt 100%.
    Mér fannst það mjög skynsamlegt að liggja til baka síðustu 25 mín(þótt að við vorum ekkert minna með boltan en þeir og áttum hættulegri sóknir en þeir). Þeir voru ekki að fara að komast í gegnum þennan pakka og sköpuðu ekki eitt færi þrátt fyrir að vera marki undir.

    Þetta var auðvita 1 af 1000 að menn skora svona mark með langskoti langt fyrir utan vítateig og er ekkert sem hægt er að gera í svona mörkum.

    Liverpool voru að sigla þessum sigri fram á því í örugga höfn.

    Lallana var maður leiksins
    Sterling var frábær
    Lovren/Skrtel virkilega soldi
    Henderson/Gerrard áttu miðjuna
    Moreno var flottur á Lukaku (fyrir utan fyrstu sóknina í leiknum)

    Jújú menn sjá stöðuna í deildinni 7 stig eftir 6 umferðir og það á að reka þjálfaran og allt í fuck en þeir sem hafa vit á fótbolta sjá að þetta var frábær leikur hjá liverpool í dag og áttum við skilið 3 stig og mér fannst þetta best leikni liverpool leikinn á tímabilinu.

    Jú við unnum Tottenham leikinn en hann var alveg í járnum lengi vel og voru þeir alveg eins líklegir og við að skora í stöðuni 0-0 og líka eftir að við komust yfir en mér fannst við eiga leikinn gegn Everton.

    Koma svona Liverpool við tökum næsta leik og þá með Sturridge og Joe Allen mætta á svæðið.

  13. Fínn leikur, Everton reyndu ekki einu sinni að sækja í leiknum. Lallana góður, Sterling fínn, Gerrard og Henderson flottir, vörnin fín og coutinho kom vel inn í þetta.

    Svo kemur 40 metra sleggja frá hafsent, og menn farnir að kveðja meistaradeildarsætin (sem eru örfáum stigum frá). Eins og Liverpool hafi ekki sýnt gríðarleg batamerki í þessum leik.

    Svo kemur okkar hættulegasti framherji aftur. Þá verður dansað.

  14. Svekkjandi en engu að síður batamerki á liðinu og formkúrfan stígur hratt upp. Jöfnunarmarkmarkið var skorað af leikmanni sem ekki hefur skorað í tvö ár. Ótrúlegt mark sem hefur ekkert með dapran varnarleik að gera. Þvert á móti gaf vörnin ekki mörg færi á sér.

    Ég ætla að svekkja mig í 5 mínútur í viðbót en þá er það over and done og ég ætla að leyfa mér að hlakka til miðvikudagsins.

  15. Grátlegt. Liverpool betra liðið allan leikinn. Spilamennskan á köflum ágæt en vantar meiri hreyfanleika og tempó við teig andstæðinganna. Vonandi að spilamennskan haldi áfram að batna, þá koma góð úrslit í kjölfarið

  16. Mér fannst Liverpool spila vel fram að jöfnunarmarkinu (ef miðað er við fyrri frammistöður). Ég eiginlega næ því ekki af hverju við skoruðum ekki allavega þrjú mörk, Everton voru skelfilegir. Það sést svo glögglega hvað okkur vantar mikil gæði fram á við. Staðsetningarnar hjá Balotelli voru hræðilegar, það voru flottir krossar að koma inn í teig og svo fékk hann dauðafæri til að koma okkur í 2-1. Markovic gerði vel til baka en var ónothæfur fram á við. Það vantar svo mikil gæði í þetta lið.

    Ég ætla samt að hrósa vörninni, hún steig varla feilspor í leiknum. Moreno gjörsamlega átti Lukaku og Lovren kom með crucial tæklingar. Mér fannst innkoma Coutinho vera fín, hann lífgaði aðeins upp á þetta. Var einnig sáttur með Gerrard og Henderson.

    Liðið gerði vel í þessum leik, nú er bara að byggja ofan á þetta.

  17. Mer fannst okkar menn nokkuð góður í dag og spila leikinn heilt yfir mjog vel. Allt annað að sja liðið i dag en i siðustu leikjum og eg trui ekki oðru en þetta se að smella saman.

    Sóknarleikurinn verður allt annar þegar Sturridge kemur inn og þa mun einnig losna meira um Balotelli. Sturridge ma bara ekki lenda i þessum meiðslum.

    Eg var mjog ánægður með varnarleikinn i dag og einni fannst mer miðjan flott, Lallana og Henderson mjög flottir og Gerrard solid. Balotelli mjog duglegur og eina sem vantaði hja honum var mark en þau fara að koma um það er eg alveg viss um.

    Eg neita að fara i neikvæðnina og eg se ekki betur en að þetta se að smella saman.

    Að lokum legg eg það til að west ham vinni a old trafford 🙂

  18. Fannst þetta flottur leikur hjá okkar mönnum, góð barátta, gott flæði á boltanum og fullt af færum. Óheppnir að klára þetta ekki.

    Baló hörkuduglegur, Lallana flottur, Sterling sprækur, öflugir bakverðir og Gerrard með góðan leik.

    Ef við spilum svona bolta áfram þá hef ég litlar áhyggjur.

  19. öömurlegt áttum að fa viti og svo setti balo hann i slanna og svo kemur jagielka a 90 min og gerir þetta trui þessu ekki

  20. spot on #17

    Þetta er þéttur pakki og eina liðið sem hefur byrjað þetta mót að einhverju viti er Chelsea. Það er hins vegar alveg ljóst að takmark LFC þetta tímabil á að vera topp4. Ef liðið spilar svona í næstu leikjum og fá Allen og Sturridge inn í liðið þá er ég sannfærður um að við eigum eftir að byrja að moka inn stigum.

    Hættum allri bölsýni, þetta var heilt yfir flottur leikur en við söknum klárlega Sturridge og Allen gríðarlega.

  21. þetta er ótrúlegt að það skuli ekki vera hægt að fá meira flæði í sóknarleikinn……
    að gera jafntefli við lið sem er með tony hibbert í bakerði sem er 150 ára gamall og steingelda sókn er gjörsamlega fáránlegt……

    balotelli fannst mér aldrei ná neinum takti í leikinn sinn nema rétt svo síðustu 15 mínúturnar…
    fyrri hálfleikur hjá honum var hræðilegur stoppaði allar sóknir á síðasta þriðjung og hafði ekki hugmynd hvað hann átti að gera við boltann…
    góð innkoma hjá litla kútinum en engu að síður er þetta farið að leggjast á sálina hjá manni hvað nýju leikmennirnir engu í engum takti við léttleikandi liverpool liðið sem gladdi alla á síðasta tímabili.

    það er kominn tími til að vélin fari að dröslast í gang

  22. væri gaman að heyra hvað mönnum hér finnst um frammistöðu Balotelli og Marko….
    fyrir mig eru þeir vonbrigði,,,þá sérstaklega Marko alltof ragur við að skjóta og klunnalegur á bolta????

  23. Áttum þetta einfaldlega skilið. Þetta á það til að gerast þegar lið ganga ekki frá leikjunum enda er 1-0 ekkert forskot.

    Hef miklar áhyggjur af liðinu. Eftir sex leiki erum við einungis með 7 stig og -1 í markatölu.
    Vörnin er ömurleg og sóknin er verri ef eitthvað er. Við komumst upp með þetta í fyrra enda með bestu sókn í Evrópu. Með þetta lið erum við í mesta lagi að fara að ná 5. sæti í vetur. Það eru einfaldlega fjögur lið sem eru töluvert sterkari en við.

  24. Ég hef engar áhyggjur á liðinu.
    7 stig eftir 6 leiki er ekki góður árangur en það segjir mér að það séu 32 leikir eftir 96 stig í pottinum.

    Jákvæða það sem er að gerast
    Lallana er að komast í leikformi og lítur frábærlega út
    Við erum komnir með bakverði
    Gerrard virkaði ekki eins gamall í þessum leik og undanfarið
    Við erum í meistaradeildinni
    Sturridge/Joe Allen eru að fara að detta inn og Coutinho er byrjaður að spila aftur eftir smá meiðsli
    Liðið er byrjað að spila hraðar og virka virkilega hættulegir eftir að að manni fannst liðið alltof hægt í byrjun.
    Við fengum ekki á okkur mark eftir 1 -3 mín (en það hefur verið að gerast).
    Sterling hefur aldrei verið betri

    Þetta verður flott leiktíð.

    Setningar eins og
    ” Rodgers að drulla á sig”
    ” við náum ekki í top 10 með þetta lið”
    ” Skelfilegt lið”

    Dæma sig eiginlega sjálfar og vona ég að menn sem segja svona séu bara að segja þetta í pirring rétt eftir leik en ef ekki þá þarf liverpool ekki að svona stuðning að halda þessa stundina.

  25. Virkilega gaman að þessu eða þannig. Horfa svo á Utd bursta lið sem slátraði okkur fyrir viku.
    Við erum bara lélegir og það er ekkert flóknara en það.

  26. ágætur leikur en samt náðum ekki klára.
    Eins og staðan er núna er Man u, Arsenal, Man C og Chelsea mun betri lið en liverpool
    Topp 4 er nánst ómögulegt.
    Eru búnir að tapa of mörgum stigum.
    Öll stóru liðin voru búinn að skora nánst strax í sínum leikjum í dag.
    Það er staðreynd að það er erfitt að vera pollari í dag.

  27. Okkar menn geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki sett fleiri mörk í þessum leik.

    Og… að hafa ekki varist nógu vel í restina. Jú, Jagielka smellhitti boltann, en hann fékk líka boltann þannig. Það er alveg líklegt að menn skori þegar þeir fá svona skotfæri, hvort sem þeir heita Jagielka eða eitthvað annað.

    Málið er að við höldum áfram að vera algjörlega bitlausir fram á við. Besta merkið um það er að Gerrard skori eina mark leiksins úr aukaspyrnu.

    Ekki misskilja mig, leikurinn var nokkuð vel spilaður, sérstaklega varnarlega og Gerrard og Henderson voru frábærir á miðjunni. En… við getum bara lítið sem ekkert á fremsta helmingi vallarins.

    7 stig af 18 mögulegum er nú staðreynd, semsagt 11 stig töpuð eftir aðeins 6 leiki. Þetta er alveg skelfileg byrjun á tímabilinu, við verðum bara að horfast í augu við það.

    Eftir leiki dagsins þá eru góðar líkur á að united verði komnir fyrir ofan okkur í töflunni – sem er auðvitað bara ömurlegt og gerir slæma byrjun á tímabilinu ennþá verri.

    Ég hugsa að við getum algjörlega gleymt toppbaráttu þetta tímabilið. Það er auðvitað hundfúlt, en eitt helvítis árið.
    En gott og vel, maður var svosem ekki að búast við því þegar þjálfarinn er að reyna að púsla saman stærri hóp. En… ef Brendan Rodgers fer ekki að finna einhverjar lausnir, þá verður ansi erfitt að ætla að ná meistaradeildarsæti í vor.

    Ég vil sjá alla áherslu á deildina, því lágmarkskrafa er alltaf fjórða sætið.
    Liverpool án meistaradeildar er hrein og klár hörmung – svo ekki sé minnst á þá fjármuni sem liðið færi á mis við ef það er ekki í meistaradeildinni.

    Brendar Rodgers (og margir aðrir) hafa oft talað um að til að ná fjórða sætinu, þá þurfi að meðaltali 2 stig í leik.

    Eins og staðan er núna, þá erum við með 1,167 stig per leik og til að komast á ról þar sem við erum með 2 stig per leik þá þurfum við að vinna 5 leiki í röð. Brekkan er að verða ansi brött.

    Brendan Rodgers verslaði leikmenn fyrir 100 milljónir punda og nú er öll pressa á honum að ná að slípa saman hóp sem getur skorað mörk, varist og unnið leiki – en því miður er ég á því að það hafi verið RISASTÓR mistök að hafa ekki tímt að kaupa eina markamaskínu til að leysa hlutverk Suarez og ekki er hægt að fela sig á bak við það að engir slíkir hafi verið á lausu; það eru allir til sölu fyrir rétt verð.

    Jú, við erum með ungan hóp og leikmenn sem eiga framtíðina fyrir sér, en það þýðir lítið að vera að byggja upp gott lið ef það nær ekki topp fjórum, því þá eru bestu leikmennirnir fljótir að skipta um lið. Því endurtek ég; það er EKKERT MIKILVÆGARA en að ná topp fjórum í vor, allt annað er bónus!

    Afsakið langlokuna.

    Áfram Liverpool – að eilfíu, Amen.

  28. Rosalega margt jákvætt við leikinn, pressan komin til baka og leikmenn farnir að þekkja betur á hvorn annan. Ég held að þessi leikur gegn Boro hafi gefið Lallana mjög mikið.

    Allavega hundfúllt að tapa þessu en engin heimsendir, Það eru ekki nema 3 stig upp í annað sætið 🙂

  29. Sammála þessari leikskýrslu. Það eru hrein og klár batamerki á leik Liverpool og vonandi aðeins tímaspursmál hvenær liðið hrekkur í gang. Trúi því að það gerist þegar Sturridge kemur til baka.

    Einhvern veginn er ég ekki eins pirraður yfir þessu jafnteli og t.d tapinu gegn Aston villa og West Ham vegna þess að Liverpool spilaði mjög góðan bolta í dag og var miklu betra en Everton í þessum leik. Gamla góða hápressan var komin og hún var að skila mörgum góðum færum. Liverpool var virkilega óheppið hafa ekki skorað í fyrri hálfleik en svona er fótboltinn. Lukkudísirnar voru í Evrertonbúningi í dag – og því náði Everton að jafna í lokin.

    YNWA.

  30. Mér fannst liðið leika vel í þetta skiptið, og það er jákvætt. Vissulega vantaði svolítil gæði í sóknarleiknum, en þetta lofaði engu að síður góðu. Mignolet átti góðan leik, ekki hægt að saka hann um markið, og greip vel inn í þegar þess þurfti. Þetta var bara nauðsynlegt skref í þroskaferli þessa liðs. Ég er a.m.k. sallarólegur ennþá.

  31. Fata ekki BR, er með ADAM LALLANA allann tímann inná og það kom ekkert útúr honum en hans kannski besti leikur en ekkert er að gerast hjá honum. Svo að taka Mario Balotelli útaf og setja Rickie Lambert inná sem kemur varla við boltann þegar að hann er inná, í staðin að koma með miðjumann og að reyna að halda þessu. Liv, spilaði ekki göngu bolta á síðustu leiktíð en þetta fer að nálgast það, bara skil ekki BR, er hann að reyna að sanna það að þetta séu góð kaup með að láta td, Lallana að spila og spila þótt að ekkert komi útúr honum, ég er virkilerga fúll.

  32. Mjög góður leikur hjá okkar mönnum enda var maður farin að hafa svakalegar áhyggjur eftir síðustu leiki. Í dag bara fínn leikur sem við vorum virkilega óheppnir að missa niður í jafntefli. Hins vegar finnst mér liðið ekkert alltaf líta vel út þegar þeir eru að dúlla þetta með boltann til að drepa tímann – þá fyrst verður maður var við óöryggi. Þeir eru miklu betri í að keyra á andstæðingana. En flottur leikur og þetta lítur miklu betur út en áður.

    Hins vegar gengur þetta ekki með Mignolet mikið lengur – maðurinn er alveg úti að skíta þegar kemur að ákvörðunartökum hvort hann eigi að fara út á móti eða hanga á línunni – einnig er hann slæmur í ákvarðanatökum hvert hann á að senda boltann og veldur sjaldan bestu kostina. Ég trúi ekki öðru en Brendan geri eitthvað í þessum málum í janúarglugganum eða fái Valdes þegar hann er laus úr meiðslum.

  33. Góð samantekt á leiknum. Ánægður með að líta jákvætt á þetta. Liðið mun bæta sig leik eftir leik

  34. getur einhver útskýrt það fyrir mer afhverju zabaleta er ad spila med city eftir rauda spjaldid sidustu helgi

  35. #42 Hann fékk 2 gul spjöld á móti Chelsea um síðustu helgi sem gerir 1 leikja bann og tók út leikbannið á móti Sheffield Wednesday í bikarnum á miðvikudaginn síðasta!

  36. #34
    “Það er alveg líklegt að menn skori þegar þeir fá svona skotfæri, hvort sem þeir heita Jagielka eða eitthvað annað”

    Til hamingju þú vannst póst dagsins. Færð í verðlaun að fagna með næsta Man utd vini þínum úrslitum dagsins.

    P.s ég held að svona mörk koma ekki einu sinni á hverju ári og hvað þá að vera líkleg.

  37. Úff þetta blessaða markmanns grey sem við erum með er bara ekki að gera sig…. Óöruggur í öllum sínum aðgerðum sem leiðir til varnarmanna sem treysta ekki sínum markmanni og þurfa að detta dýpra niður, sem er alls ekki gott. V. Valdes kemur vonandi á free transfer og labbar inn í þetta lið og lokar búrinu, vonandi.

    Batakveðjur

  38. #39 Ég er ósammála þér varðandi Adam Lallana. Hann var okkar besti maður í dag

  39. Lallana týndist oft og tók margar rangar ákvarðanir, hann var samt ekki slæmur. Mér fannst Moreno bestur í dag. Hef séð fáa varnarmenn pakka Lukaku eins mikið saman og Moreno gerði í dag. Mér finnst hann einnig koma með góðar fyrirgjafir sem Balotelli er ekki nógu góður í að nýta.

  40. Við munum sjá á eftir Sakho þegar hann verður frábær varnarmaður í einhverju öðru liði

  41. Það hefur alltof oft að Liv, er með 1-0 stöðu en falla í sömu grifjuna aftur og aftur að drullast í jafntefli og Lallana var góður í lítilli tjörn en ræður ekki við þessa stóru, Joe Allen er betri.

  42. 12. sætið eftir leiki dagsins, neðar ef Tottenham vinnur. Það er Roy Hodgson klassi yfir þessu. Þessi staða var EKKI í lagi þegar Hodgson var með liðið, af hverju er þetta þá í lagi núna?

  43. Brynjar það er enginn að segja að þetta sé í lagi. En samanburður við Roy Hodgson! Really?!

  44. Eitt sem maður skilur ekki við ákvörðun um innáskiptingar en það er að taka Balotelli af velli, sem hafði verið bara ansi brattur í varnarhlutverkinu, og setja Lambert inn á sem auðvitað skilaði engri varnarvinnu. Ef það þurfti að taka Balotelli út af, þá setja Toure inn á. Aftur finnst manni menn ekki skilja mikilvægi þess að halda fengnum hlut. Toure hefði hugsanlega geta flækst fyrir skotinu eða spili Everton utan teigs.

  45. Everton voru daprir í dag,sýnist Liverpool hafa átt góðan dag þannig að????

  46. A. Balotelli er ekki búinn að sannfæra mig rassgat um að hann sé topp striker.
    B. Markovic stefnir hraðbyr í að verða eitt risaflopp.
    C. Everton voru ekki góðir í dag og þeirra bestu leikmenn eins og Lukaku voru slakir – við hefðum átt að nýta okkur það betur.
    D. Lovren sennilega að spila sinn besta leik í Liverpool treyju en gerði samt mistök í markinu.
    E. Rodgers þarf að fara gera upp við sig hvaða kerfi hann ætlar að notast við.
    F. Við erum með ömurleg 7 stig af 16 mögulegum.
    G. Aukaspyrna Gerrard var augnakonfekt og Mignolet var góður í þessum leik, loksins.

  47. Flottur leikur, ósanngjörn úrslit. Allt að koma hjá okkur 😉

  48. Liverpool eru búnir að kaupa leikmenn fyrir 116,8 m punda í sumar og lítið virðist koma úr þessum kaupum.
    “Liverpool doing what Spurs did last season. Selling an iPhone and buying a pager, a phone, a fax machine, a camera and a pen to replace it.”
    Þessi afsökun að leikmenn þurfi tíma að aðlagast finnst mér ekki vera við hæfi þegar verðmiðinn á leikmönnum er svona hár eins og
    Lallana 25m punda
    Markovic 19,8m punda
    Lovren 20 m punda
    Svona dýrir leikmenn eiga að mínu mati skila miklu meira en þeir hafa sýnt.

  49. Hvaða hvaða, ég sé ekki betur en að díselvélin sé að hitna!

    YNWA

  50. Einhver orðaði þetta sem bætingu frá undanförnum leikjum og er èg sammàla.

    Ég veit ekki enn hvað èg à að segja um Spænsku bakverðina okkar en èg treysti þeim ekki.

  51. Fer ekki að styttast í að miðjunni verði breytt aftur. Breytingin með Gerrard á síðasta vetri leiddi til mikillar sigurgöngu. Það virðist eins og það vanti að finna réttu samsetninguna á miðjuna. Spurning hvort það að prófa að færa Gerrard framar og setja Lucas í sína gömlu stöðu. Henderson með þeim. Frammi Balo, Sturridge og Sterling fyrir aftan þá. Hleypti kannski meira lífi í sóknina, myndi tengja Gerrard við annað hvort Sturridge eða Balotelli, líkt og tenging var á milli Gerrard og Torres og síðan Gerrard og Suarez. Gæti verið vinningsformúlan þennan veturinn.

  52. Á einhvern óskiljanlegan hátt þá Byrjar Lazar Markovic eftir að hafa Sannfært svo mikið sem engan! Hann er bara ekki nægilega góður til að spila á þessu Level-i.

  53. Elsku félagar, slökum aðeins á dramatíkinni hérna. Ömurlegt að lesa sum commentin hérna. Vissulega er byrjunin á þessu móti slæm en þetta er rétt að byrja. Ég er á því að við eigum að stefna á topp 4 þetta tímabil. Annað er að mínu mati óraunhæft. Chelsea og City eru klárlega sterkustu liðin og munu bítast um titilinn þetta tímabil.

    Þrátt fyrir þessa slæmu byrjun erum við aðeins 6 stigum á eftir 2. sætinu (Saints) og einungis 3 stigum á eftir 4. sætinu (Arsenal). Þetta er rétt að byrja og “bara” 96 stig eftir í pottinum.

    Fannst þetta flottur leikur hjá okkar mönnnum og við vorum bara hrikalega óheppnir að vinna þennan leik ekki, shit happens! Auðvitað er maður ógeðslega svekktur, en þessi spilamennska í dag var mörgum klössum fyrir ofan leiki okkar á móti West Ham og Villa. Hef fulla trú á að BR eigi eftir að koma okkur á sigurbraut. Krafan er 9 stig úr næstu þremur leikjum (WBA, QPR og Hull).

    Basel næst, get ekki beðið!

  54. Þvílíkar dramadrotnignar á síðunni! Liðið spilaði betur en í flestum leikjum í haust og er smátt og smátt að komast á skrið.
    PS: Einstaka sinnum missa menn sig hastarlega á þessari ágætu síðu: “Drulla upp á bak”, ” getur ekki rassgat”, “alagjör skita”. Það er þá sem maður veltir fyrir sér: “Er þetta ekki Liverpool síða?

  55. Byrjun þessa móts sýnir öðru fremur hversu mögnuð deild EPL er.
    Við erum að sjá ManUtd, Liverpool, Tottenham, Everton og fleiri sterk lið vera að tapa mörgum stigum. Minni liðin í ensku deildinni eru engan veginn þrjú gefins stig eins og í hinum stóru deildunum í Evrópu. Það er einmitt þetta sem gerir þetta svona óendanlega skemmtilegt, en jafnframt óendanlega svekkjandi líka á köflum. Tek það sjálfur fram að ég er stuðningsmaður djöflanna.

    Ég er búinn að horfa á næstum alla leiki Liverpool það sem af er tímabili. Fyrir mitt leyti var liðið mjög heppið gegn Southampton og Ludogoretzg, en að sama skapi óheppið í dag. Leikurinn í dag klárlega mikil framför hvað frammistöðu varðar. Þið ættuð að vera ánægðir með það, lítur út fyrir að þetta sé á réttri leið.

    Það er nokkuð ljóst hver tvö sterkustu lið deildarinnar eru, Chelsea og Man City munu líklegast berjast um titilinn. Ef við gefum okkur að þessi tvö lið verði í efstu tveimur sætunum er ljóst að aðeins tvö önnur munu ná CL sæti. Það verður því rosaleg brátta milli Liverpool, Man Utd, Arsenal og Tottenham um þessi sæti. Lið eins og Everton og Southampton gætu mögulega líka blandað sér í þetta (og jafnvel West Ham?).
    Magnað það sem nr. 64 bendir á hér að ofan, að þrátt fyrir slæma byrjun er Liverpool aðeins 6 stigum á eftir 2. sætinu (Saints) og einungis 3 stigum á eftir 4. sætinu (Arsenal). Deildin er einfaldlega galopin. Gaal-opin.

  56. Skil vel að menn séu svekktir yfir gengi liðsins hingað til en ég ætla að reyna að vera bjartsýnn.

    Það sem ég tek út úr leiknum í dag er að Liverpool voru að spila töluvert betur en þeir hafa gert í seinustu 4 leikjum.

    Næsta helgi verður góð fyrir okkar menn. Sturridge verður kominn aftur, við tökum 3 stig, jöfnum Arsenal að stigum og förum uppfyrir Man Utd eða Tottenham. Eða bara bæði!

  57. Við erum 3 stigum frá meistaradeildarsæti og menn byrjaðir að afskrifa það. Ja hérna hvað glasið er eitthvað tómt hjá sumum.

    Bjuggust menn við því að liðið myndið bara spila áfram blússandi sóknarbolta frá því í fyrra með fullt af nýjum mönnum sem þurfa að venjast kerfinu, besti striker heims farin og næst besti meiddur?

    City, Arsenal, Spurs og ég tala nú ekki um Manchester heilvítis United eru búin að hiksta og fara seint í gang. Chelsea er eina liðið sem er á rönni. Minni á það að Arsenal var með 7 stiga forskot á Liverpool 1. desember á síðasta tímabili og City var heilum 11 stigum á eftir Arsenal en vann samt titilinn.

    Comon you guys

    Nánast sami leikmannahópur verður ekkert ógeðslega lélegur á einu ári. Við eigum eftir að hrökkva í gang það tekur bara smá tíma og merki sáust í dag að við erum á réttri leið.

    Það var ekki svo mikil blóðtaka að missa Victor Moses fjanda kornið 🙂

  58. “If you can’t support us when we lose do not bother support us when we win”
    Var það ekki Shankly sem sagði þetta.

  59. ferlegt hvað menn eru eins og strá í vindi þegar kemur að gengi Liverpool …. easy does it! Þetta kemur hægt og rólega

  60. Eftir að hafa melt þennan leik í tíu tíma hef ég loks í mér geð til að tjá mig aðeins. Minn dómur:

    01 – Þetta var miklu betra. Ótrúlegt jöfnunarmark í uppbótartíma (sem enginn gat gert neitt við) breytir því ekki að frammistaða liðsins var miklu betri. Vörnin meira solid, miðjan frábær og flæðið í sóknarleiknum var gott.

    02 – Talandi um sóknarleikinn. Adam Lallana er gæðaleikmaður, það er að verða alveg ljóst. Hins vegar sýnist mér Lazar Markovic þurfa tíma og þolinmæði til að ná áttum á Englandi. Eins fannst mér AUGLJÓST að Mario Balotelli er að læra betur og betur inná kerfið okkar. Pressan hjá honum var frábær, vinnslan góð og hann vann haug af boltum fyrir liðið. Næsta skref hjá honum er að nýta færin sín betur en það hjálpar honum pottþétt þegar Sturridge verður kominn til baka til að taka smá af þeirri pressu af honum.

    03 – Ég skil ekki alveg ákvörðun Rodgers að velja Kolo Touré á bekkinn frekar en Mamadou Sakho en fannst það samt slappt hjá Frakkanum að storma í burtu og heim til sín. Enda baðst hann afsökunar á því á Twitter nú í kvöld. Eins og ég var spenntur fyrir komu Sakho virðist þetta ekki vera að gerast á milli hans og Rodgers og ég er orðinn mjög efins um að hann verði hjá okkur lengur en þetta tímabil. Hins vegar minni ég á að Martin Skrtel var í sömu stöðu fyrir tveimur árum hjá Rodgers, og Jordan Henderson líka. Sakho á enn séns.

    04 – Phil Jagielka. Af 35 metra færi. Viðstöðulaust, óverjandi í samskeytin. Í fyrsta (og pottþétt eina) skiptið á ferlinum. Í fyrra virtist allt falla með okkar mönnum, í ár er ég farinn að óttast hið gagnstæða.

    05 – Þetta var í alvöru allt annað, miklu betra hjá liðinu. Það er bitur pilla að kyngja að hafa bara fengið eitt stig úr þessum leik en fyrir þau ykkar sem eruð að skrifa hér inn eins og það sé allt í lamasessi hjá liðinu eftir þessa frammistöðu verð ég að segja að ég er ósammála ykkur.

    Bring on Basel. Evrópa, Sturridge inn og svo mætir Kop.is-hópurinn á Anfield eftir viku með sína góðu gæfu (og 100% sigurtölfræði) til að tryggja okkur góðan sigur á West Brom.

    Það eru heil 3 stig í Meistaradeildarsætið og 4 stig í City sem eru efstir af keppinautum okkar (utan Chelsea sem eru að stinga alla af). Endilega bíðið aðeins með að afskrifa liðið í nokkurri baráttu. Ef við komumst yfir erfiðan byrjunarhjallann með ekki meira á milli okkar og hinna liðanna verðum við í góðum málum, og ef liðið spilar áfram eins vel og í dag munu stigin byrja að flæða inn á ný.

    Samt, þetta fokking mark hjá Jagielka …

  61. Jæja,

    Þá er ég búinn með öndunaræfingarnar, jógað og göngutúrinn.

    Það er eitt sem fer meira í taugarnar á mér en órökstudd gagnrýni/neikvæðni sem oftast birtist í einni setningu með þremur upphrópunarmerkjum. Það er þegar fólk talar um neikvæðni og röfl þegar það er verið að gagnrýna liðið með rökum. Liðið, þjálfarinn og klúbburinn er ekkert frekar undanskilið gagnrýni en ég og þú erum í okkar starfi.

    Liverpool hefur, síðan ég byrjaði að fylgjast með liðinu, aldrei náð að snúa af leið eftir að hafa byrjað tímabil illa. Aldrei. Fact. Í raun hefur liðið bara átt þrjú virkilega góð tímabil í deild (atlögu að titli) síðan ég byrjaði að fylgast með af einhverju viti, í síðustu tvö skipti var það eftir mjög góða byrjun sem setti taktinn fyrir komandi tímabil.

    2008/2009 töpuðum við fyrsta leiknum 1.nóvember á útivelli gegn Tottenham.

    2013/2014 töpuðum við fyrsta leiknum 21. september, en næsta tap leit dagsins ljós 2. nóvember og vorum við á toppnum um jólin.

    Núna, 27. september 2014 er recordið okkar 2-1-3. Við erum búnir að tapa þremur leikjum áður en bretarnir fara úr sumartímanum, sem er jú helmingurinn af öllum okkar tapleikjum á síðustu leiktíð og einum tapleik meira en við töpuðum allt tímabilið 2008/09.

    Til þess að verða meistarar þá hafa lið þurft 80-89 stig síðustu fimm tímabil, eða 86 stig að meðaltali. Ef Liverpool ætlar að ná þessu takmarki þá þurfa þeir 79 stig í viðbót úr 32 leikjum. Það gerir að meðaltali 2,46 stig í leik eða 82,3% stigasöfnun. Til að setja þetta í samhengi þá er formið okkar í síðustu 19 leikjum síðasta tímabils 84,2%. Við þyrftum m.ö.o. að ná því flugi og halda því frá og með október þar til sú feita syngur.

    Til þess að vinna fjórða sætis bikarinn þá hafa lið þurft 68-79 stig síðustu fimm tímabil, eða 72 stig að meðaltali. Ef að Liverpool ætlar að ná þessu takmarki þá þurfa þeir 65 stig í viðbót úr 32 leikjum. Það gerir að meðaltali 2,03 stig í leik eða 67,71% stigasöfnun. Til að setja þetta í samhengi þá er formið okkar seinni hluta 2012/13 (eftir að Sturridge og Coutinho komu) var 63,2% og fyrri hluta 2013/14 (þegar við vorum á toppnum um jólin, hér er m.v. fyrstu 19 leikina) var einnig 63,2%.

    Á næsta ári kikkar inn nýr sjónvarpssamningur BT Sports. En sá samningur gildir frá og með 2015 til 2017. Við þetta eru sjónvarpstekjur ensku liðanna að aukast um s.a. 50 milljónir punda, eða s.a. 12 milljónir punda per lið. Það er því sífellt mikilvægara að komast í keppni þeirra bestu og væri það algjörlega ömurlegt að fara aftur úr því að vera komnir einu skrefi frá titlinum og lenda aftur í því að taka nokkur skref aftur á bak. Ég vil ekki hugsa það til enda.

    Það útilokar enginn fjórða sætið nú í september, en ef það er einhver þarna úti sem dreymir ennþá um það fyrsta þá skal ég bara segja það núna að það er ekki að fara gerast. En ef við ætlum svo mikið sem að vera í myndinni hvað fjórða sætið varðar þá þurfa leikmenn og stjóri að fara vakna og það strax. Tölfræðin lýgur ekki og við þetta hrikalega lélega stigasöfunarform og jafnvel lélegra hvað spilamennsku varðar verður að stoppa og það núna. Annars er þessi upprisa ekkert nema það sem aðrir vonuðu en við trúðum (trúum) ekki, one season wonder.

    Hvað þennan leik í dag varðar er ég nokkuð rólegur, þó ég sé hrikalega svekktur. Þetta var vissulega ALLT ALLT annað en síðustu leikir, en við skulum engu að síður hafa það í huga að Liverpool liðið sem endaði í 7 og 8 sæti hér fyrir nokkrum árum mætti nú oftast í United og Everton leikina. Það hefur aldrei verið issue. Nú er að halda þessum standard og sýna í hverri viku.

    Einnig þurfum við að fá fleiri leikmenn til að detta í gírinn, og þá sérstaklega þessa nýju. Við keyptum nánast heilt byrjunarlið og enn og aftur hafa fáir komið með eitthvað nýtt inn í liðið. Við erum ennþá uppá SAS komnir (Sturridge og Sterling). Auðvitað eru ekki margir leikir búnir og þeir eru ungir – en það er ekki bara hægt að hugsa til framtíðar, við lifum nú einu sinni í nútíðinni. En kaupstefnan er annar handleggur og mun ítarlegri. Kominn með nóg af fótbolta fyrir einn sólahring.

    Hvað varðar einstaka comment þá hló ég af þeim sem vildi fá Lallana útaf. Takk fyrir mig, náði aðeins að kæta mig eftir erfiðan dag.

    Njótið helgarinnar, YNWA

  62. Er ekki spurning um að allir leikmenn í hverjum leik fái að vera með markmanns hanska? Þá er ég ekki endilega að tala bara um atvikið í dag, heldur finnst mér lítið hafa verið dæmt þó menn baði út skönkunum á sér í allar áttir og fái boltann í hendurnar á sér, hef séð nokkra leiki í haust hjá ýmsum liðum þar sem ekkert er dæmt.

  63. Sumir bara trúa því ekki að Liverpool, liðið okkar geti spilað illa. Hvað þá heldur að sumir leikmenn séu bara ekki nógu góðir fyrir Liverpool. En stundum er sannleikurinn sár og sumir geta bara ekki höndlað sannleikann.
    Þessi leikur er ekki sá fyrsti sem endar svona fyrir okkur, við komnir yfir og lítið eftir. Hvað gerist ? Við fáum jöfnunarmark á okkur í lokinn. Hvað gerðist á síðasta þriðjudag ?.
    Í gamla daga(ég er núna ekki svo gamall) þá var Liverpool þekktir fyrir það að sækja á fullum krafti á lið þegar þeir voru búnir að skora mark. Hvenær er andstæðingurinn viðkvæmastur ? Þegar búið er að særa hann. Við virðumst ekki geta gefið síðasta höggið(knock out) í dag. Alltof mikið hugsað um að halda fengnum hlut, spilað aftur í stað þess að sækja á fullu. Hvað höfum við oft séð síðan BR tók við , að leikið sé með boltann að hornfánanum, helvíti oft, alltof oft. Sendingin hjá Sterling gegn Boro, kemur vegna skipana að ofan að reyna halda fengnum hlut, ekki sækja og drepa heldur bíða eftir klukkunni. Ef þú hefur trúna að þú getir klárað andstæðinginn, þá gerir þú það.
    Mér finnst að okkur vanti þetta drápseðli í okkar leik, viljan til að ganga frá liðunum, hvað sem það kostar, aldrei að hætta. Sumir leikmenn virðast hafa þetta, aðrir ekki. Luis hafði þetta og þetta smitaði út frá sér.
    Núna er hann ekki lengur í Liverpool og okkur vantar þann sem getur smitað menn af þessu drápseðli.
    Við þurfum að finna þann sem getur gert þetta, ef það tekst þá koma hinir og fylgja honum eftir.

    #72 hann Eyþór, er greinilega í þessum heimi, sér liðið eins og það er.

    En sumir sjá ekkert slæmt við liðið eins og það spilar í dag. Allt jákvætt við daginn í dag, nema þá kannski úrslitin. Það eru nefnilega úrslitin sem skipta máli, ekki hvernig þú spilar leikinn. Við skoruðum ekki nógu mörg mörk, vörðumst ekki nógu vel, þess vegna endaði leikurinn 1-1, en ekki með sigri. Leikurinn er ekki búinn fyrir en loka flautið gellur. Þú þarft að spila allan leikinn vel, verjast vel allan leikinn, ekki bara í 90 mínútur, heldur í 92 og stundum 95.
    Ég held að við séum með ágætis menn í liðinu okkar, það þarf bara að taka til í hausnum á flestum og koma smá drápseðli í þá aftur.

    ÁFRAM LIVERPOOL

  64. Eyþór nr 72. Ég held að það sé engin sem er að búast við því að við verðum meistarar í vor,

    En verður ekki að setja stöðu okkar aðeins í samhengi. Liðin sem við erum og ætlum okkur að keppa við um annað til fjórða sætið við eru líka í ruglinu. Það hlýtur að setja þetta í aðeins aðra stöðu. Ef við værum nú þegar 10 stigum á eftir Arsenal, City, ManU osfr þá myndi ég skilja þessa neikvæðni.

    EN við erum 1 stigi á eftir Tott og Man, 3 stigum eftir Arsenal, og 4 á eftir City, sem ég reyndar hef fulla trú eigi eftir að eigna sér 2.sætið í vor. Við erum því sennilega að fara að sjá keppni á milli okkar og Tott, Man, Ars og jafnvel Everton og sú keppni er í járnum svo vægt til orða sé tekið og hin liðn eru síst að spila betur, eða verr en við.

  65. Stórfurðulegt að horfa á þetta, 4 leikir komnir hjá Markovic, í nýju landi, í nýju líði. Samt er búið að afskrifa hann sem flopp.

    Menn strax búnir að afgreiða Balotelli sem ömurlegann.

    Menn fyrir ofan sem reyna að klína Everton markinu á Lovren. (í Alvörunni?)

    Erum 4 stigum á eftir City, eigum Can, Sturridge (vel 20 marka maður, sem menn virðast bara hundsa að vanti) og Joe Allen inni.

    Hvers vegna að panikka svona hrikalega og henda í heimsendaspár og drulla yfir nýja leikmenn sem enn eru að aðlagast.

    Djöfull eruð þið sumir leiðinlegir (ég veit málefnalegt).

  66. Þýðir ekkert að gráta þessi úrslit. Alveg ljóst að við áttum sigurinn skilið og litið við markinu að gera. Hefðum bara þurft að setja annað mark, sem gerðist nú næstum því, og ná í smá “buffer” og þá þarf meira en eitt slysaskot til að eyðileggja daginn.
    Vörnin var mjög góð allann leikinn. Maður sá þarna hvað Lövren hefur uppá að bjóða og var ég sérlega hrifinn af honum ásamt því að ég tel Moreno vera snilldarkaup.

  67. Eyþór#72

    Mjög athyglisverð, en jafnframt mjög niðurdrepandi, tölfræði hjá þér. Held samt að þú getur ekki horft fram hjá því að öll topp-liðin (þ.e. liðin sem við teljum að verði okkar aðalkeppinautar um topp 4, City, United, Arsenal, Spurs og jafnvel Everton) hafa einnig farið illa af stað. Chelsea eru hins vegar að stinga af.

    Ef fyrrnefnd lið hefðu byrjað mótið “eðlilega” þá værum við að tala um lágmark 6 – 8 stiga buffer og þá hefði ég haft mun meiri áhyggjur af tölfræðifaktornum sem þú gerir mjög svo góð skil. Þetta mót er búið að fara mjög einkennilega af stað og ég er nokkuð viss um að einhvers konar met hafi þegar verið slegið hvað varðar dapra stigasöfnun svokallaðra “topp-liða kandidata” eftir fyrstu 6 umferðirnar.

    Það er hins vegar alveg ljóst, eins og þú réttilega bendir á, að BR og strákarnir þurfa að girða sig í brók og það strax. Fleiri tapleikir og jafntefli eru einfaldlega ekki í boði á næstunni en við eigum West Brom, QPR og Hull í næstu þremur leikjum. Þetta eru leikir sem bara verða að vinnast ef við ætlum í alvöru að láta taka okkur alvarlega í þessum topp 4 slag.

    Er líka ekki að kaupa það, eins og einhver benti á í commentum hér að framan, að lið sem lenti í 2. sæti á síðasta tímabili verði einungis miðlungslið á næsta sísoni.

  68. Sælir.

    Fyrsta spá vetrarins verður auðvitað meingölluð enda lítið búið af mótinu.

    Mér sýnist enginn hafa skoðað stig miðað við sömu viðureignir í fyrra en hér koma nokkrar, sæmilega uppörvandi, staðreyndir:

    Arsenal hefur tapað þremur stigum miðað við sömu viðureignir í fyrra.
    Everton hefur tapað einu stigi miðað við sömu viðureignir í fyrra.
    Chelsea hefur bætt við sig þremur stigum miðað við sömu viðureignir í fyrra.
    Liverpool hefur tapað þremur stigum miðað við sömu viðureignir í fyrra.
    Manchester City hefur tapað tveimur stigum miðað við sömu viðureignir í fyrra.
    Manchester United hefur tapað tíu stigum miðað við sömu viðureignir í fyrra.
    Tottenham hefur bætt við sig einu stigi miðað við sömu viðureignir í fyrra.

    (Liðið í 1. sæti Championship í fyrra kemur inn í stað liðsins í 18. sæti EPL, 2. fyrir 19. og umspilsliðið fyrir 20. sætið.)

    Þessi mynd er auðvitað skökk eins og allar myndir sem hægt er að draga upp eftir sex umferðir. Til dæmis hefur Manchester United ekki leikið við eitt einasta lið í haust sem liðið vann ekki síðasta vetur (nema ný lið í deildinni) og hefur því ekkert tækifæri haft til að bæta sig.

    Það er því erfitt að spá fyrir um lokastöðuna. Sumir gætu freistast til að framreikna þessar tölur þannig að Liverpool tapi þremur stigum í hverjum sex umferðum sem eftir eru og eins með hin liðin. Sú spá reynist meingölluð: Liverpool endaði þá með 65 stig sem vissulega gæti gerst. En Chelsea endaði með 101 stig, sem verður að teljast ólíklegt. Og það sem enn ólíklegra er: Manchester United endaði með tvö stig (glöggir hafa tekið eftir að liðið er nú þegar með átta stig).

    Því ætla ég að fara aðra leið. Ég ætla bara að gera ráð fyrir að öll lið finni einhvers konar jafnvægi sem er nálægt árangrinum frá því í fyrra héðan af. Þá lítur þetta svona út:

    1. Chelsea 85
    2. Man City 84
    3. Liverpool 81
    4. Arsenal 76
    5. Everton 71
    6. Tottenham 70
    (Kannski neðar en) 7. Manchester United 54

    Ég er ekki að segja að ég haldi að þetta endi svona. En leitin að einhverri skynsamlegri spá út frá upplýsingunum sem við eigum endaði hér.

  69. Sælir félagar

    Skemmtileg tölfræði hjá Kára hér fyrir ofan og alls ekki óskynsamleg. Það má nefnilega reikna með að þessi lið (nema etv. MU) fari að ná jafnvægi í sinn leik. Það er að segja að þau fari að smella saman og leikmenn nái saman í þeim uppstillingum sem stjórarnir ætla sér að verði rauði þráðurinn í spilamennsku liðanna.

    Við sjáum til dæmis að BR hefur verið að breyta liðinu mikið það sem af er tímabilinu. Þar koma að visu meiðsli líka inní en hann á samt eftir að finna það lið sem spilar flesta leiki. Það má búast við að þegar BR er kominn með allan(?!) hópinn leikfæran þá sjáum við hver mænan í liðinu verður, þ.e. hverjir það verða sem spila flesta leiki og hverjir veða reglulegir skiptimenn.

    MU liðið hefur ekki mannskap til að uppfylla hugmyndir Gaal og feykisterk sóknarlína þeirra er til komin á kostnað varnar og miðju. Það á eftir að verða þeim dýrt. CFC er þegar í góðu jafnvægi enda breytingar þeirra liðs litlar og sama má segja um MC. Hvað Arsenal varðar þá er það lið sérkennilegt að því leyti að þar hafa breytingar verið litlar en liðið er samt ekki í jafnvægi og á misjafna leiki. Tottenham er á svipuðu róli en þar er þó nýr stjóri sem er að koma leikmönnum í skilning um hugmyndir sínar.

    Everton er í einhverju sérkennilegu ástandi. Frammistaða þeirra er afar léleg miðað við að þetta er óbreytt lið frá í fyrra, með sama stjóra og því litlar breytingar á leikmannahópi. meiðsli hafa samt verið að stríða þeim eitthvað.

    Miðað við þetta er líklegt að LFC eigi eftir að bæta sig mikið (mest?!) því breytingar þar hafa verið lang mestar á leikmannahópi. Þegar þessi hópur verður búinn að spila sig saman þá má búast við að liðið verði feykilega sterkt og fari á rönn sem gleður okkur stuðningmenn liðsins afskaplega mikið. Þessa sáust merki í leiknum við Everton og við skulum því vera glöð og ekki missa trúna.

    Það er nú þannig

    YNWA

  70. Þetta tímabil er ekki frábrugðið öðrum tímabilum, menn falla oft í þá gryfju.

    City var með 10 stig eftir fyrstu 6 umferðinar 2013/14. Eru með 11 í dag (+1)

    Chelsea var 11 stig eftir fyrstu 6 umferðirnar 2013/14. Eru með 16 í dag (+5)

    Arsenal var með 15 stig eftir fyrstu 6 umferðirnar 2013/14. Eru með 10 í dag (-5)

    United var með 7 stig eftir fyrstu 6 umferðinar 2013/14. Eru með 8 í dag (+1)

    Liverpool var með 13 stig eftir fyrstu 6 umferðirnar 2013/14. Eru með 7 í dag (-6).

    Þarna tek ég bara liðin sem kop.is spáði topp 5 þetta tímabilið. Ef við horfum framhjá Liverpool í þessum samanburði á milli tímabila þá er heildarstigafjöldinn eftir 6 leiki að aukast um eitt stig á milli tímabila hjá þessum fjórum liðum. Eina stóra breytingin er að Arsenal og Chelsea skipta nánast um stigafjölda. Annað er á pari.

    Ég fór um 8 ár aftur í tímann, það er nánast alltaf sama stigabil sem vinnur deildina. Sama má segja um topp fjóra. Það heldur því ekki vatni að segja að þetta tímabil sé one-off.

  71. Næstu 4 PL leikur eru WBA(h), QPR(ú), Hull(h) OG Newcastle(ú). Ef við klárum þessa leiki eins og ætlast má til verðum við í góðri stöðu þegar við mætum Chelsea á Anfield 8.nóvember þegar við hefnum fyrir ófarir síðasta tímabils. Við sem förum í kop ferðina munum persónulega sjá til þess að þetta run byrji með góðum sigri á laugardaginn. KOMASSO!

  72. Sæl öll.

    Mikið vildi ég óska að fótbolti hefði verið bannaður í vor og við myndum alltaf geta sagt ..já við erum í öðru sæti. Nei annars þá hefði ég ekkert að hlakka til /kvíða fyrir um helgar.

    Mér fannst ég sjá aðeins liðið eins og það spilaði í lok tímabils þarna á móti Everton en bara ekki nóg. Ég ætla því að taka þetta í mínar hendur og fara til Liverpool því miður ekki með Kop.is hópnum en vonandi rekst ég á þann skemmtilega hóp þegar ég verð búin að kenna þeim að spila fótbolta. En því verður ekki neitað að gamla geðveikin varðandi fótbolta er að skjóta upp kollinum aftur eitthvað sem ég hélt að hefði lagast á síðasta tímabili. Maður sveiflast á milli gleði og sorgar og þegar maður fer að hugsa um ástandið í veröldinni og gerir sér svo grein fyrir því að ástæðan fyrir mínu þunglyndi og mínum kvíða er ekki ástandið í Úkraínu eða yfirgangur ISIS nei það er fallegt fótboltalið í Liverpool sem ég hef meiri áhyggjur af en ástandið erlendis eða hækkun á matarskatti þá fer maður virkilega að efast um eigin geðheilsu. Það er víst best að viðurkenna það strax að það er geðveiki að styðja liðið sitt svona mikið en eitt er víst að ég kann ekkert annað og mikið rosalega er það nú skemmtilegt þegar vel gengur.

    En kæru félagar nú er ég búin að létta á mér og viðtekur undirbúningur fyrir ferðina til Mekka og ég vona að ég fái að fagna nokkrum mörkum.

    Þangað til næst
    YNWA

  73. Ég hef engan séð sem heldur því fram að deildin vinnist á 76 stigum, bara af því að öll toppliðin byrji svo illa. En ég er nú alveg á því að punkturinn minn um að leikjaniðurröðunin skipti máli haldi alveg. City úti og Villa heima ganga til dæmis bara bölvanlega hjá Liverpool alla jafna.

    Arsenal þurfti að mæta bæði Liverpool og Manchester United í fyrsta mánuðinum 2011-2012. Það varð til þess að liðið var neðar í töflunni fyrir áramót en það vildi og náði ekki að tylla sér upp í fjórða sætið sitt fyrr en á gamlársdag. Svo endaði það í þriðja sæti.

    Núna í fyrra var Arsenal á toppnum framan af en allir vissu sem vildu vita að stigasöfnunin miðað við sömu viðureignir tímabilið áður var bara mjög svipuð. Liverpool komst á toppinn í þrjá daga yfir heilugustu jóladagana, annars var Arsenal á toppnum frá 14. september allt þar til 8. febrúar þegar leikmenn þess voru leiddir til niðurlægingar á Anfield. Allir vita að 4. sætið reyndist þeirra griðastaður unir lokin.

    Mjög svipuð niðurstaða. Tvö verulega ólík tímabil, bara út af því hvernig leikirnir röðuðust.

    Þessi byrjun hefur gert stóra dæld í meistaravonir mínar; en að það sé gífurlega langur vegur í 3.-4. sætið er bara rangt.

  74. Voru í alvörunni einhverjir sem héldu því fram að þetta lið gæti unnið titilinn í ár?
    Liðið er klárlega veikara en í fyrra og þá hafa önnur lið styrkt sig til muna, Chelsea og Utd hvað mest. Það er ekkert lið að fara að skáka Chelsea í baráttunni um titilinn, einfaldlega langbesti hópurinn og besti stjórinn.

    Möguleikar okkar á 4. sætinu fara þó minnkandi ef þetta gengi ætlar að halda áfram. Ef menn ætla sér að vera með í þeirra baráttu, þá verða þeir að rífa sig strax í gang.

  75. Ég hef trú á Marko, tvítugur gutti með litla reynslu sem kemur frá einhverju krummaskuði…hvað getur klikkað?
    Vonandi nær hann tökum fljótt á enska boltanum svo að hann og Sturridge geti verið saman frammi með óbreytt lið úr síðasta leik fyrir aftan sig. Ætli það sé ekki bara okkar sterkasta lið í dag (fyrir utan King Flanagan auðvitað).

  76. Mjög svekkjandi úrslit en ég skil ekki fólk sem er að verja ákvörðun Sakho að yfirgefa völlinn , algjörlega óverjanleg og skammarleg hegðun sem hann sér sem betur fer eftir í dag, sama hvaða skoðun hann hafði ákvörðun Rodgers þá átti hann að sýna Rodgers og liðinu þá virðingu að vera á vellinum og styðja sína menn.

Grannaslagur 27.september

Ströggl