Liðið gegn WBA

Rodgers stillir þessu svona upp í dag:

Mignolet

Manquillo – Skrtel – Lovren – Moreno

Henderson – Gerrard – Lallana

Sterling – Lambert – Coutinho

Sem sagt Balotelli, Markovic og Enrique fá sér sæti á bekknum í stað Lambert, Moreno og Lallana.

Á erfiðum tímum stíga sterkir menn fram.

koma svo, 3 stig takk!!

60 Comments

  1. Verð að lýsa yfir furðu að Lambert byrji þetta en vonandi kemst drengurinn í gang !

  2. Hefði viljað sja Balo ennþa frammi en eg treysti Rodgers, hef það a tilfinningunni að Lambert þurfi bara eitt mark og þa losar hann um mikla pressu og fer að skora slatta af mörkum.

    Eg spai 3-1 i dag.. lambert með 2

  3. #2 vona það svo sannarlega þurfum á 3 stigum að halda í dag , fá eitthvað sjálfstraust í menn sem virðist vanta sárlega.

  4. Rodgers fær fullt hús stiga. Sterkasta lið sem völ er á eins og sakir standa, Balo ekki sýnt að hann eigi skilið að byrja en nú er tími Lamberts að sýna það.

    Come on Reds
    YNWA

  5. Aldrei hvarlaði það að mér á síðustu leiktíð að framherji eins og Lambert myndi leiða okkar sókn næstu leiktíð. Sorry en þetta hræðilegt. Punktur.

  6. Er einhver með stream í góðum gæðum? BloodZeed er ekki að virka hjá mér og það eru ekkert spes gæði á firstrow.

  7. Það ætti nú að gleðja menn að Johnson er komin til baka. 🙂

    Annars vona ég heitt og innilega að Lambert hrökkvi í gang og setji hann snemma í þessum leik og við tökum 3 stig í kjölfarið.

  8. Fínasta byrjun á leiknum. Virðist vera grimmd í mönnum og vilji til að vinna þetta.

  9. Kannski ekki flottustu gæði sem sést hafa en er fullkomlega laus við allt hökt á þessu!

  10. Þetta er sorglegt, í fyrra vorum við að spila einn skemmtilegasta boltan með Suarez frammi en núna er maður nánast sofnaður fyrir hálfleik með Lambert frammi.

  11. Er þetta ekki það að komast niður á jörðina, liðið er bara í meðalmennsku í dag, ekkert í gangi því miður.

  12. Þetta er í alvörunni ekki hægt. Hvað gerðist með liðið eftir síðasta tímabil???

  13. Hvenær ætlar Rodgers að átta sig á því að það hentar ekki Liverpool að vera með hæga target centera?

  14. Er ekki allt í góðu hérna. Lambert er búin að hlaupa meira og skapa sér fleiri færi þessar 45 min heldur en Balotelli er búin að gera alla leikina sem hann hefur spilað. Svo ekki sé talað um að hann hefur allavega áhuga á því sem hann er að gera. Þetta er fyrsti byrjunarliðs leikurinn hans á þessu tímabili ef ég man rétt og hann er að skila sínu finnst mér allavega:)

  15. Sælir félagar!

    Ánægjuleg staða þó Lambert hefði mátt leggja grunn að 2 – 0 stöðu einn á móti markmanni. Vil fá Balo inn fyrir Lambert og Sterling fram með honum og svo Lazar Markovic í holuna og Cautinho útaf. Þannig mundi liðið skora amk 2 mörk í viðbót ef ekki 4. En gott að fá mark fyrir leikhlé.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  16. Liverpool er ekki að spila betur í þessum leik en Everton leiknum það er alveg ljóst en núna tekur maður stiginn ef þau eru í boði í staðinn fyrir framistöðu.

    Menn þurfa að átta sig á Lambert.
    Hann er þarna til þess að halda boltanum og koma honum hratt í spil og með hann inná þá er flæðið í leik liðsins mjög gott, Balo á það til að stopa boltan og hægja of mikið á sóknarleiknum.
    Þeir sem héldur að Lambert væri þarna inná til þess að taka menn á einn á einn og nota þennan engan hraða til þess að hjálpa sér sá hann greinilega ekki spila á síðustu leiktíð.

  17. Stærsti munurinn er að Henderson er kominn framar eins og hann var í fyrra. Síðan Cotinio kominn aftar til að sækja boltan og spila honum fram frekar en að láta Gerrard hafa hann til að slengja löngum og erfiðum sendingum fram.

  18. Gerrard labbar helminginn af hálfleiknum og það er oft svo mikið pláss milli hans og varnar, hann í raunini skilar littlu sóknarlega og er ekki að vinna varnarvinuna rétt, ég er bara ekki að ná þessu með hann…

  19. Ætlaði einmitt að benda á það sem Siggi #34 skrifar. Henderson var í fyrra að taka stanslaus hlaup að vítateignum sem rugluðu varnarmenn og gáfu SAS aukið pláss. Í ár hefur hann verið fastur á miðjunni í að hjálpa hinum aldurshnigna Gerrard. Mun sniðugra að taka Coutinho af kantinum þar sem hann hefur engan veginn fundið sig og láta hann bera upp boltann á miðjunni.
    Okkur skortir hraða frammávið og flott hjá Rodgers að nýta Duracell kanínuna okkar í það. Balotelli að koma inná bráðum. Verður fróðlegt fyrir hvern og hvernig við spilum.

  20. Hvurs lags djöfulsins rugl er þetta í Dejan Lovren????!!! Gefa þennan mann-allan daginn freark viljað Martin Kelly í hans stað. Alger vitleysingur

  21. Frábær dómari takk fyrir þetta gefa þeim víti og brotið er fyrir utan mannfjandi

  22. Erum komnir á sama level og aston villa, wba, stoke og sunderland. Komdu aftur Suraez !

  23. Lallana og Henderson by far bestir. En í gvuðanna bænum taktu Coutinho úr byrjunarliðinu.

  24. Gott að sjá Gerrard framar á vellinum, eftir að lucas kom inná. Mikið betri sóknarlega.

WBA á laugardag

Liverpool 2-1 WBA