Padelli kominn (staðfest)

daniele_padelli_379_01.jpg

Liverpool hafa staðfest að [Daniele Padelli sé kominn til liðsins](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N154677070112-1458.htm). Til að byrja með verður hann að láni fram á sumar, en þá mun Liverpool hafa möguleika á að kaupa hann.

Padelli er markvörður ítalska U-21 árs landsliðsins. Sem þýðir að hjá Liverpool eru núna markmenn U-21 árs liða Ítalíu og Englands, þótt að Scott Carson sé auðvitað í láni hjá Charlton.

Einnig þá segja Sky frá því að Liverpool hafi komist að samkomulagi við sænskan klúbb um [kaup á Astrit Ajdarevic](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=441289&CPID=8&clid=14&lid=&title=REDS+TO+LAND+SWEDISH+STARLET), 16 ára sænskum framherja.

5 Comments

  1. Konan var sár yfir því að sjá ekki Garcia það sem eftir lifir tímabils, en þessi hefur létt lundina. Afar mikilvægt atriði þar sem þetta er það eina sem næra að vekja eitthvað sem nálgast áhuga á boltanum hjá henni.

    Annars líta þessir nýju pjakkar vel út á pappír getulega.

    Hef á tilfinningunni að Watford muni þurfa talkúm á bossann sökum sárinda eftir morgundaginn.
    YNWA

  2. Einhverstaðar las ég að menn væru að líkja þessum “nobody” við Patrice Luzi, Frakkanum sem engin sá eða man eftir hjá Liverpool. Þó ég voni auðvitað ekki, þá getur maður ekki annað en efast um þessi kaup.

    …tökum samt pólíönnuna á þetta og segjum að þetta sé ítalskur u-21 árs markvörður(spilaði leik þar sökum meiðsla annarra markvarða) og ítalir eru nú ekki beint þekktir fyrir lélega markverði. Maður verður að leyfa honum að njóta vafans. Hann kemst þó ekki í liðið hjá stórliðinu Crotone í ítölsku seria-b deildinni.

  3. Hvernig er ekki hægt að gleðjast yfir þessum kaupum? Það er ekki eins og við höfum valið hann framyfir einhver annan. Benitez bendir á góða staðreynd.

    “The fact he is once again with the under-21s for his national side tells you that we are signing a very good player”

    Svo er bara að sjá hvort hann spili sig inn í byrjunarliðið í framtíðinni. Ef ekki, þá var að minsta kosti reynt. Það er jákvætt að sjá eitthvað að gerast á leikmannamarkaðinum, hvort sem það voru úrslit leikjana gegn Arsenal eða ekki þá eru hlurir að gerast. Það er verið að auka samkeppni og breidd.

  4. Og eitt enn, djöfull er þetta “Pollíönnu” fyrirbæri orðið þreytt. Þetta orð er notað af öðrum hverjum manni á þessari síðu. Þetta svipar til þegar Árna J var veitt “uppreisn æru” og allir á landinu fóru að nota það eins og ekkert væri eðlilegra… bara pæling!!!

Watford á morgun.

Liðið gegn Watford