Einar sagði hér áðan frá afsögn Zaccheroni hjá Internazionale. Fyrir 10 dögum eða svo hefðu þessar fréttir valdið mér verulegum vonbrigðum, þar sem vitað er að Inter höfðu áhuga á að lokka Benítez til sín.
En ekki í dag. Skv. frétt BBCsport þá mun Liverpool FC halda blaðamannafund á fimmtudag eða föstudag að öllum líkindum, þar sem Rafael Benítez verður kynntur sem nýr framkvæmdarstjóri Liverpool FC.
Þar að auki hefur víða verið sagt frá því í kjölfar uppsagnar Zaccheronis að hinn ungi þjálfari Roberto Mancini hjá Lazio muni taka við liði Inter. T.d. má sjá fréttir um þetta á Fótbolta.net og hjá Morgunblaðinu.
Þannig að það er ekkert að óttast býst ég við. Þetta ætti að verða orðið opinbert í síðasta lagi á föstudag. Hjúkk!
Ok, þori samt ekki að fagna fyrr en ég sé hann á blaðamannafundinum 🙂
uff allveg komin tími til svo marr verði rólegur :laugh: