Töluverð umræða hefur farið fram um stjórann okkar á ólíkum vefmiðlum síðustu daga.
Sú umræða er ekki sú fyrsta um stjórann hjá Liverpool, svosem frekar en aðra stjóra. Það er býsna algeng umræða að benda á mikilvægi þess sem eyðir leiktímanum í jakkafötunum á hliðarlínunni frekar en að skoða þá sem eru í íþróttabúningum inn á ca. 7000 fermetra grassvæðinu. Auðvitað á að taka þá umræðu þó hún fari stundum á skrýtna staði.
Mig langar þó til að benda fólki á að Brendan Rodgers tók við liði sem hafði verið fast í 7. – 8.sæti lengi og fór næst því að gera okkur að meisturum síðan 1990…þrátt fyrir allt gott sem aðrir stjórar hafa gert þá fór hann næst því. Og ekki benda á Suarez einan sem ástæðu þess.
Við höfum alltaf frá 1990 átt frábæra einstaklinga, en samt aldrei verið í baráttunni á lokadaginn síðan við urðum meistarar. Ég reyndar hef ekki áhyggjur af því að einu sinni sé velgja undir hans rassi frá eigendunum. Þeir hafa kynnst innviðum klúbbsins ágætlega og þessir innviður eru á allt öðrum stað, m.a. af hans völdum og þeirra sem hann treystir. Það má t.d. sjá á frábærri frammistöðu U-19 ára liðsins okkar gegn Real í vikunni og má þakka að hluta þeim mönnum og vinnubrögðum sem Rodgers valdi með sér. Þó auðvitað sé það eins þar og í aðalliðinu fyrst og síðast gæði leikmannanna sem ráða úrslitum.
Nú er á ferðinni í Liverpool ungur stjóri sem vantar töluvert uppá í reynslu. Það taldi ég helst á móti honum þegar hann var ráðinn, hann hafði aldrei stýrt stórklúbb með þeim væntingum sem það fylgir. Hann hafði aldrei stýrt Evrópuleik fyrr en hann kom á Anfield, hvað þá í Meistaradeildinni. Það mun taka tíma að læra…fyrir mér er Meistaradeildin í vetur bara súkkulaðimoli, við eigum engan séns á að vinna hana – hef sagt frá byrjun að það væri bara frábært að komast upp úr þessum riðli en við eigum ekki roð í þau stórlið sem eiga möguleika á að vinna þessa keppni í tveggja leikja seríu ef að við lendum gegn PSG, Bayern eða Barca svo að dæmi séu nefnd auk Real og sennilega Chelsea.
Næst þegar Rodgers fær það verkefni að taka á móti hágæðaheimsklassaliði á Anfield mun hann rýna í það sem hann gerði rangt…og rétt í þessari viðureign.
Hausverkur liðins er að mínu mati í dag mestur að það er skortur á sjálfstrausti í hópnum og það er ekkert hrist fram úr erminni að laga. Brendan hefur frá upphafi verið “stjóri leikmannanna” og þannig tæklar hann m.a. blaðamannafundina. Hann talar vel um leikmennina sína og er hluti hópsins. Það fíla ég. Hvers vegna ætti hann að drulla yfir leikmenn sem hafa örugglega farið eftir því sem hann lagði upp með núna gegn Real? Væri það vænlegt til árangurs í hópnum að hann skelli skuldinni á leikmennina??? Svoleiðis þjálfarar klára virðingu leikmanna sinna fljótlega. Bæði á Englandi og Íslandi.
En ég veit að það eru ekkert allir sammála mér þar. Margir vilja að stjórar “hrauni bara almennilega” yfir liðið sitt þegar það tapar. En ég tel þá nálgun að benda á undirmenn eina þegar illa fer bara almennt vonda starfsmannastjórnun. Líka hjá fótboltaliði. Menn vinna saman og menn tapa saman. Vel má vera (og mér finnst það líklegt miðað við það sem ég hef heyrt) að Rodgers fari vel yfir málin á æfingasvæðinu og sé ekki að draga neitt undan þar. En að nota blaðamannafundi og viðtöl til að koma á framfæri skilaboðum? Ekki fyrir mig.
Ég hef líka heyrt að Rodgers sé ákveðinn og mjög þrjóskur, það sé erfitt að hnika honum til…kannski bara íhaldssamur. Við sáum það í máli Pepe Reina og manni sýnist Sakho vera á svipuðum stað. Hvíslið fer nú hátt að hann hafi ekki verið sannfærður um kaupin á Sakho en látið til leiðast en sé búinn að gefast upp á Frakkanum.
Hann hefur aldrei á ferlinum unnið með stóra leikmannahópa á þann hátt að nota “squad-rotation”. Svipar svolítið til Mourinho þar frekar en t.d. Pellegrini og Wenger. En það er örugglega vegna þess að hann hefur ekki mikla reynslu af stórum leikmannahópi gæðaleikmanna. Svo þar á hann líka eftir að læra.
Sú umræða sem fer fram um það að hans tími sé liðinn er auðvitað birtingarmynd þess sem mér fannst ég upplifa í Liverpoolborg samhliða því sem ég les á kop.is. Við VILJUM SVO MIKIÐ að síðasta leiktímabil hafi verið hinn nýji mælikvarði á framtíð liðsins okkar. Við bjuggum til söngvana um “poetry in motion” og “now you’re gonna believe us”. Sungum þá brosandi, gengum svo langt að farið var að búa til vers þar sem Rodgers var líkt við Shankly…sem er auðvitað ekki réttur tímapunktur.
Svo höfum við þurft að hlusta á það í allt sumar hversu vonlaust liðið okkar verður…og í bakheilanum liggur sá vafi og grasserar, við erum bara aftur að lenda í 7. og 8.sæti. Eins og áður en Rodgers tók við.
Stemmingin á Anfield er slík stemming, kvíði fyrir því að hlutir gangi ekki upp ræður miklu, hræðsla við að við höfum verið “one season wonder”. Í leiknum við WBA stóðu menn argandi í Kop síðustu 15 mínúturnar setningar í miklum mæli eins og “ekki klúðra þessu (með f-orðið í aðalhlutverki)” frekar en að hvetja. Síðustu 5 mínúturnar var öskrið “get back” um leið og boltinn tapaðist. YNWA var í raun aldrei sungið í lok þess leiks, eitthvað lágróma raul sem dó út þegar WBA fór yfir miðju.
Heyrði í félaga mínum sem var á Real leiknum og hans lýsing var sú sama. Stressið mikið fyrir leik en söngurinn samt sterkur. Eftir fyrsta markið dó stemmingin og vaknaði í raun bara í vonarsöngvum YNWA. Svoleiðis bara er staðan, óvissa um framhald veldur kvíða.
Vonandi hefur ákveðnum botni verið náð á miðvikudaginn og við náum að sparka okkur þaðan strax núna gegn lærisveinum Steve Bruce. Fyrsta skrefið að halda hreinu og gaman væri að setja 2 – 3 mörk sem myndu draga úr kvíðanum og neikvæðninni.
En það er alls ekki gefið, klúbburinn okkar er að mínu viti enn í uppbyggingarfasa og ekki tilbúinn að berjast við Chelsea og Man City í Englandi, hvað þá stórlið Evrópu. Til þess þarf stjórinn og leikmannahópurinn meiri reynslu…en það góða við reynslu er að hún kemur alltaf að lokum, það þarf bara smá þolinmæði til.
Hana ætla ég að reyna að temja mér, líka gagnvart þeim samaðdáendum mínum sem deila henni ekki. Því þetta snýst um það að þeir ellefu sem stýra baráttunni hvert sinn nái að höndla aðstæðurnar vel!
Takk fyrir þetta Maggi.
Ég er mikill Rodgers maður, en eitt sem pirrar mig er að hann virðist leggja leikina eins upp óháð því hver mótherjinn er. Ef þetta hefði verið Chelsea sem hefði tekið á móti Real hefði Móri sett Obi Mikel eða Ramires með Matic á miðjuna. Rodgers (að því að mér sýnist) stillir liðinu eins upp sama hvort Hull, eða Real mætir í heimsókn.
Hvert er þitt take á þessari pælingu ?
Get alveg verið sammála þér með það Spearing að stundum hef ég velt fyrir mér hvort að uppleggið sé rétt. En það hefur ekki endilega leitt af sér það sem ég hef óttast.
Var ósammála svo aggressívu sóknaruppleggi þegar ég sá liðsuppstillinguna gegn Arsenal á Anfield í fyrra, fannst þá einmitt hann vera að stilla upp eins og við værum að spila við Cardiff…en hvernig fór það?
Svo ætlaði hann að gera eins gegn Chelsea og þar töpuðum við titlinum. 0-0 jafntefli hefði mögulega dugað okkur til að verða meistarar. Held reyndar að hann hefði bara bakkað í seinni hálfleik ef markið fræga hefði ekki komið til.
Það sem ergir mig mest er að mér finnst hann stundum bíða of lengi með að breyta uppleggi liðsins, virðist vera á Rafa línunni svolítið með að vera búinn að ákveða fyrirfram með skiptingar og halda sig við þær. Finnst þetta sérstaklega pirrandi þegar ég vill að við lokum leikjum, fáum of oft á okkur mörk í lok leikja. Þá treystir hann of mikið á að við höldum boltanum vel þegar ég myndi vilja setja bara meiri grimmd og baráttu á völlinn!!!
En á síðustu leiktíð sýndi hann svo oft frábæra taktíska hugsun og yfirvegun að ég lít framhjá þessu sem ég pirra mig á. Hann er ekki að keppa við neina “Mugga” í Englandi og mun held ég bara verða betri. Ég held að fasi LFC sé að byggja liðið hægt og yfirvegað upp í að verða risalið og einn hluti af því er að leyfa stjóranum að þroskast í þeim takti líka.
Vel ritað, vel mælt.
Ég er á því að eigendur okkar hafi gjörsamlega brugðist. Af hverju? Jú þeir eru með ákveðna “pólisíu” í leikmannakaupum sem er ekki vænleg til árángurs ef við horfum til þess umhverfis sem nú er við líði. United taka dýfu í fyrra en svara því með kaupum á leikmönnum sem eru í hæsta gæðaflokki, reyndar vantar þeim vörn en hvað í næsta glugga þegar Van Gaal sækir menn í þá stöður. Þar er hvergi til sparað.
Í einfeldni minni þá trúði ég því að eftir frábært tímabil í fyrra (sem var þó ROSALEG vonbrigði því jú við vorum með titilinn í okkar hendi) að þá myndi Liverpool styrkja hópinn um 1-2 WORLD CLASS leikmenn. Miðlar voru að orða okkur við Cavani, Benzema, Di Maria Reus og fleiri kappa. Á endanum náum við ekki í einn einasta á því kaliberi, því miður. Tvennum sögum fer af ástæðum þessa en það ber flestum saman um að stefna FSG í launa/kaup málum sé um að kenna. Það er eitthvað sem við verðum að horfast í augu við. Leikmannamarkaðurinn er ónýtur, vegna félaga eins og Chelsea, City (nú síðast PSG) auk risanna á Spáni. Upphæðir í leikmenn og launakostnaður er kominn út fyrir öll velsæmi en til þess að eiga séns, verða menn að spila með. Félag í stærðargráðu Liverpool verður að taka þátt að mínu mati, annars minnkar klúbburinn bara með hverju árinu. Í fyrra var gullið tækifæri á að hamra járnið á meðan það var heitt, komnir í CL og 2 stigum frá titlinum. Með fullri virðingu fyrir Lallana, Markovic, Lovren, Can, Lambert, Moreno, Origi og Balotelli… þá er ekkert af þessum leikmönnum WORLD CLASS. Gætu orðið það, margir efnilegir þó svo að Balotelli virðist vera verstu kaup í sögu LFC.
Þessir hlutir pirra mig mest. Við seljum besta leikmann veraldar en náum svo sannarlega í ekkert tilbaka sem er nálægt í sama kaliberi. Þarna eru eigendur okkar að klikka illilega. Þeir rýra verðgildi LFC, t.d ef liðið kemst ekki aftur í CL eftir þetta tímabil. Þá er trúin farin af félaginu, góðir leikmenn vilja ekki koma (ef við viljum kaupa þá) og eðlilega minnkar áhuginn á klúbbnum. Af hverju brutu menn ekki odd af oflæti sínu og fjárfestu í “alvöru” stjörnu? Veit að menn eru ennþá að hlæja af Man Udt en vitið til, þeirra framtíð er töluvert bjartari – þeim vantar jú vörn en að mínu mati á réttri leið. Á meðan finnst mér Liverpool vera að sökkva – stemmingin á Anfield er döpur – leikmenn hafa ekkert sjálfstraust – höndla ekki pressuna að eiga að vera topplið. Þessu kenni ég blákalt uppá stefnu okkar í leikmannakaupum.
Sammála HVERJU EINASTA ORÐI hjá Oddi nr. 3 hér að ofan.. Nákvæmlega það sem ég er að hugsa þessa dagana, upp á staf!
Ég teiknaði upp stöðuna eins og ég sé hana um BR og Liverpool. Mér finnst eðlilegur framgangur í gangi að við náum 4. sæti í vor, en síðasta tímabil fór auðvitað langt framúr öllum væntingum.
[img]https://pbs.twimg.com/media/B0tNC35CMAERhpp.jpg:large[/img]
Takk fyrir þetta Maggi.
Oddi & Hlynur. Þið verðið bara að sætta ykkur við það að Liverpool mun ekki og hefur ekki burði til að keppa við City, Chelsea, PSG og þessi lið um dýrustu bitanna. Það er ekki bara að kaupverðið verði kolruglað eins og t.d þegar PSG kaupir Luiz eða Cavani, launakostnaðurinn við þá er jafnvel svipuð upphæð á samningstímanum. Það er bara langleiðin í stækkunina á Anfield fyrir þessa tvo.
Það þýðir ekki að metnaðurinn sé ekki til staðar, bara að það sé lagt upp með annað módel. Sjáið árangur Dortmund og Atletico Madrid. Þar keppa þeir við mögnuðustu peningavélar íþróttarinnar. United þénar miklu meira en Liverpool og kaupir allar þessar stjörnur, en hvar eru þeir í deildinni. RVP er líklega með hærri laun en Sturridge, Sterling og Lallana til samans en samt skorar hann ekki neitt.
Liverpool verður aldrei (með þessa eigendur og vonandi lengur en það) neitt Galacticos eða Gaalacticos. Það verða ríkjandi spánarmeistarar Atletico heldur aldrei.
Það er hrikalega erfitt að sjá liðið okkar tapa 0-3 á Anfield á móti Real Madrid.
Það er sömuleiðis óþolandi að liðið hafi ekki unnið fleiri leiki það sem af er tímabili.
En …. við verðum að horfa raunsætt á málin.
1. Fyrir nokkrum árum var liðið gjaldþrota. Við vorum að fara Leeds leiðina!
2. Eigendurnir eru ekki meðal ríkastu eigendur knattspyrnuliða í heimi. Langur vegur frá því.
3. FFP reglurnar hafa líka breytt umhverfinu. Þvælast reyndar fyrir eigendunum núna.Þær hefðu betur komið fyrr en því verður ekki breytt.
4. Síðasta tímabil var framar öllum raunhæfum væntingum. Við spiluðum það á 14-15 leikmönnum. Áttum ekki fleiri! Við vorum ,,heppnir” að vera bara í einni keppni.
5. Það höfum verið án tveggja bestu leikmannana okkar frá síðasta tímabili. Þeir skoruðu 50 mörk samanlagtá síðasta tímabili. Það er stórkostlega vanmetið hvað það er dýrt að hafa ekki Sturridge í liðinu.
6. Leikurinn á móti Real sýndi í hvaða stöðu við erum. Real, Barca og Bayern eru í sérflokki í evrópuboltanum. Chelsea getur hugsanlega keppt við þau. MC á enn eftir að sýna að þeir geti það. Ítalirnir eru úr leik.
7. Rodgers er ekki orðinn vonlaus stjóri á nokkrum vikum.
Áætlun eigendana er mjög skýr. Við munum ekki kaupa dýrustu leikmennina. Það getur verið pirrandi en það eru ekki forsendur til að fara þá leið. Aðalatriðið er að ná topp 4 og ná eins langt í meistaradeildinni og mögulegt er. V ið eigum enn góða möguleika á því.
Rodgers þurfti að selja leikmenn sem voru á of háum launum. Þeir voru ekki allir slæmir eins og t.d. Kuyt og Reina.
Hann hefur náð frábærum árangri með mönnum eins og t.d. Sterling, Henderson, Coutinho, Sturridge, og Suarez hefur aldrei verið betri en undir stjórn Rodgers.
Fram til þessa hafa leikmannakaup Rodgers verið skynsamleg. Þau munu aldrei öll ganga upp. Það mun aldrei verða.
Augljóslega eiga nýju leikmennirnir eftir að sanna sig. Balotelli, Lovren, Can, Markovic eru dæmi um það.
Moreno, Lallana, Manquello byrja ágætlega.
Niðurstaðan:
Við verðum að sýna þolinmæði og styðja okkar lið. Rodgers er stjórinn okkar og við eigum að styðja hann þegar hann og liðið þarf á því að halda.
YNWA
Þeir sem hafa hlustað á mig í podcöstum vita það að við Oddi erum sammála um margt.
Mér fannst þó sumarið aðeins öðruvísi.
Við vitum að það var boðið í Benzema og hvernig það fór. Við vitum líka að við buðum Alexis Sanchez hærri samning en Arsenal. Eins og í fyrra þegar Atletico Madrid sagði já en Diego Costa sagði nei. Ég hef enn verulegar efasemdir um Di Maria kaupin, verðmiðinn er fullkomið bull og við erum ekki í þeirri stöðu að geta eytt um 60 milljónum punda i einn mann.
Blauti draumurinn er Reus auðvitað, Robben kannski fótboltalega en mikið væri erfitt að horfa upp á hann í alrauðu…fíla hann ekki.
Í staðinn var mikið keypt inn af mönnum sem þarf töluvert að vinna með. Sem var klárlega eitt af því sem þurfti að gera því breiddin í liðinu var of lítil. Núna er ágætis breidd en það vantar nýjan “marquee” leikmann. Það finnst mér allavega. En hann mun ekki fást í janúar held ég. Sé það ekki.
Til að við náum í slíkan leikmann þurfum við að ná CL sæti. Því ég held að í sumar hafi alveg sannast að menn eru til í að eyða peningum í rétta manninn, en leikmennirnir í þeim gæðaflokki eru annað hvort ekki alveg farnir að treysta verkefninu eða finnst Liverpool ekki spennandi kostur af einhverjum ástæðum.
Það finnst ekki öllum gaman að heyra það en ég er sannfærður um að “höfuðborgarfaktorinn” er alveg á fullri ferð í heimsfótboltanum. Leikmenn vilja búa í háborgum menningar ef þeir eiga þess kost og annað er sambærilegt. Það hefur m.a. meira að segja þýtt að lið með 2 – 3000 áhorfendur á leik hafa fengið til sín stór nöfn (Monaco).
En þetta eiga okkar menn að vita, þeir þurfa næsta sumar að einbeita sér að heimsklassakaupum og þá brjóta launastrúktúrinn. Þá verðum við vonandi búnir að búa til þrjá leikmenn sem nýtast okkur í hópnum með að hafa lánað Wisdom, Origi og Ibe í vetur til að viðhalda breiddinni.
Ef það klikkar þá verð ég aftur pirraður á leikmannastefnunni, mér fannst þeir reyna við þá stóru í sumar og síðan auka breiddina. Balo var wildcardið sem er vissulega enn að pirra okkur mikið og ég er GRÍÐARLEGA spenntur fyrir Origi.
Hvenær er eiginlega con á Sturridge til baka?
Mér fannst ráðning Rogers á sínum tíma röng vegna hans unga aldurs og reynsluleysis. En í fyrra varð ég mjög hrifin af spilamennsku liðsins. En núna hefur hann gert hroðaleg mistök í mannakaupum og spilamennskan er ömurleg eftir því. Svo ég vísi til Fergussons hjá Man UTD. Hann var með sama liðið og þegar annar tók við hrundi spilamennskan og sá var rekinn (því miður hahahaha). Þetta er eins og skák þú þarft að kunna mannganginn til að ná árngri. Mér sýnist því miður að Rogers ekki kunna hann. Og að kaupa mann eins og Ballotelli sýnir bara algjöra heimsku. Árangur liðsins er alfarið Rogers að kenna og að láta sér detta í hug að við gætum unnið Real Madrid með þessu liði er alveg út í hróa hött. Við Púllarar erum bara orðnir þreyttir á þessum stjóraskiptum og litla árngri. Jú,jú annað sætið í fyrra, en hver man eftir því. En hvað er hægt að gera, spyr sá sem ekki veit.
En áfram Liverpool!!!!!!!!!!!
Rodgers er búinn að standa sig frábærlega, það er loksins spilaður fótbolti á Anfield. Allir gera mistök og hann er búinn að gera ein svakaleg fyrir þetta tímabil og það tekur tíma að leiðrétta slíkt. Ég á von á liðinu sterku eftir áramót.
Manchester er ekki höfuðborg Englands síðast þegar ég tjekkaði á því, samt hrúgast þar inn dýrustu og launahæstu leikmenn heims.
Er það útaf fegurðinni, vatninu, miðbæjarfílingnum, leikskólunum……NEI.
It´s all about the money !
Liverpool er bara ekki að borga nóg.
Djöfull eru menn skammsýnir og neikvæðir, lord almighty.
Er ánægður með myndina frá Hjalta #5, því þetta er akkúratt staðan. Það var aldrei talað um að gera liðið að meisturum á 2 tímabilum. Liðið fór bara langt framúr væntingum í fyrra og má eiginlega segja að það hafi nánast allt gengið upp hjá okkur.. þangað til í blálokin. Voru endalaust margir leikir sem féllu með okkur og björguðust á seinustu metrunum í fyrra.
Í dag erum við í þeirri ömurlegri stöðu að vera án SAS, sem voru.. hvað hátt í 60 marka menn í fyrra saman ásamt því að vera oddurinn á spjótinu sem sóknin okkar var. Sóknin hjá okkur í dag er akkúratt eins og kústskaf, sem kemst ekki í gegnum neina vörn.
Balo hefur ekki gert neitt til að impressa mann, ég ætla samt ekki að afskrifa hann.. hann bara er ekki sama týpa af leikmanni og var á undan honum þarna.
Mætti frekar líta á vörnina okkar, sem er búið að eyða hvað mestum pening í seinustu tvö ár og hún versnar bara? Lovren sem átti að vera nýji Carra er ekki búinn að sýna að hann sé að gera neitt af viti.
Það er bara almenn vantrú og vonleysi í gangi í liðinu, efasemdir eftir slæman árangur og menn sakna bara Suarez og Sturridge hart.
Liverpool hefur líka ekki gert marquee signing í bara .. ég veit ekki hvað langan tíma, 4-5 ár? Suarez var ekki stórstjarna þegar að við keyptum hann.
Það er komið að því í janúar.
Góður pistill og fín umræða.
Ég vona bara að ég verði aldrei ráðinn í vinnu hjá þeim sem segja að Balo og hinir séu alveg vonlausir eftir tvo mánuði. Það er bara þannig að jafnvel þó að þú sért hæfileikaríkur og kunnir þitt fag getur það auðveldlega tekið þig uppí hálft ár að finna þig á nýjum stað og læra aðferðir sem notaðar eru á vinnustaðnum. Mér finnst mjög oft í þeim leikjum sem ég hef horft á í vetur að nýju mennirnir séu ekki að átta sig á hlaupunum sem að hinir taka og öfugt. Ég held að við verðum í strögli fram að áramótum hið minnsta,
Það sama gildir um vörnina, við erum með tvo til þrjá nýja í vörninni og það tekur tíma að læra að treysta samherjunum. (nema náttúrulega Glen Johnson, hann skánar held ég ekkert úr þessu).
Fín umræða og flottur pistill Maggi!!
Þetta lið er á miklu umbreytingarskeiði eftir glæsilegt tímabil undan. Ég trúi stundum vart eigin augum þegar ég les ummæli sumra hérna sem vilja að Rodgers fari. Þetta er þrátt fyrir allt maðurinn sem kom okkur í annað sætið í fyrra með því að láta liðið spila skemmtilegasta fótbolta ensku deildarinnar. Balotelli er þrátt fyrir allt 24 ára leikmaður sterkbyggður sem meiðist lítið sem ekkert. Það var vitað mál vinna þyrfti í framlagi hans og vinnslu. ÞAÐ VISSU ALLIR. Rodgers hefur einnig réttilega bent á að menn breytast ekki á einni nóttu. Ég trúi því sem Rodgers segir að Balotelli sé að leggja hart að sér og sú vinna á eftir að skila sér með tímanum.
Liverpool er ekki að fara sprengja sig í Di Maria kaupum menn þurfa bara að sætta sig við að það er mjög óskynsamleg áhættufjárfesting sem stútað gæti fjárhagi félagsins og allri uppbyggingunni sem átt hefur sér stað.
Ég er alveg sammála Hjalta #5. Við erum dálítið “victims of our own success” eftir síðasta tímabil. Enginn spáði okkur Meistaradeildarsæti í fyrra, en við vorum hársbreidd frá titlinum. Það er ákveðin uppbygging í gangi og hún tekur tíma.
Gengið verður misjafnt á þessu tímabili, nýir leikmenn eru að koma sér fyrir og við erum ekki nálægt því að vera komnir með pottþétt byrjunarlið. Það er auðvitað möst að vera í Meistaradeildinni á næstu tímabilum til að halda uppbyggingu áfram og við munum bæta okkur. Það var engin heppni að okkur gekk svona vel á síðasta tímabili. Rodgers vissi nákvæmlega hvað hann var að gera eftir að hafa lært á þennan leikmannahóp. Nú erum við með nýjan leikmannahóp og við þurfum stöðugleika.
Við erum ekki að fara í skyndilausnir eins og United og það þykir mér alveg ágætt. Við erum með ungt lið sem fær reynslu með hverjum einasta leik og verður betra með tíð og tíma.
Góð færsla.
Ég er sammála því að leikmenn Liverpool skorti aðallega sjálfstraust. Það er mér umhugsunarefni að lánsmaður frá Liverpool eins og T.d Andre Wisdom er með bestu mönnum WBA í jafnteflisleik á móti Man Und.
Svipaða sögu má segja um Aly Cissokho sem þótti hálfgert úrhrak þegar hann spilaði með Liverpool í fyrra en blómstrar núna í herbúðm Aston Villa. Hvernig stendur á því að einn besti varnarmaður Sothamton í fyrra nær varla að vera skugginn af sjálfum sér þegar hann er genginn til liðs við Liverpool. Ég get talið upp endalaus dæmi.
En þetta er rétt. Getan er klárlega til staðar en spurningin er hvernig á að ná henni fram. Ef ég hefði svarið væri ég örugglega stjóri Real Madrid í dag því það er hægara sagt en gert að vera í sporum herra Rodgers.
Sælir félagar
Ég vil byrja á tvennu: í fyrra lagi þakka Magga fyrir góðan og málefnalegan pistil sem segir flest það sem ég vildi sagt hafa. Í seinna tilvikinu vil ég benda Magnúsi #10 á það fyrst hann fór á annað borð að tala um Rudolf rauðnef að sá skauli spilaði ansi mörg mögur ár á Gamla Klósettinu áður en hann vann titil og munaði líklega einum leik að hann yrði rekinn á sínum tíma.
Þetta segir manni auðvitað ekkert annað en þolinmæði er dyggð sem ber að ástunda. Í dag vildi örugglega enginn(!?!) MU maður að Rudolf hefði verið rekinn á sínum tíma. Ég þekki líka MU gaura, hina mætustu menn, sem vildu reka Dolla nokkrum árum áður en hann hætti. Þá átti hann eftir að skila eitthvað 2 – 3 titlum í hús. Svo bullið sem maður heyrir um BR okkar ágæta stjóra og góðann dreng er úr öllu hófi.
Það er nú þannig.
YNWA
Brynjar#10
Cissokho að blómstra hjá Aston Villa?
nenni ekki að lesa svona bull, Villa hafa fengið 9 mörk á sig í seinustu þremur leikjum og Cissokho er kominn með tvö sjálfsmörk á tímabilinu.
Hefur verið skelfilegur hjá þeim
Edit: #Brynjar17 meina ég
síðast þegar eg checkadi þá vorum við í 5ta sæti í deildini eins og er…það er fínt að byggja ofan á það bara held eg ..vinna næsta leik troða sér í 4dja sæti og halda áfram.
Hætta væla undan hinu og þessu ég er viss um að mikil styrking verður þegar meistari Sturridge mætir á svæðið og jú vonandi sjáum við eitthverja styrkingu í januar en sæll hvað menn eru svartsýnir.
Held að þetta sé ekki svo mjög spurning um einstaklingana sem spila, heldur að þeir sem eru inná hverju sinni spili sem lið. Það er náttúrulega löngu ljóst að þetta eru allt saman annaðhvort landsliðsmenn eða tilvonandi landsliðsmenn, og að það hafa lið með “verri” einstaklinga unnið ýmiskonar mót. Liðið er ekki búið að hristast saman. Það tók Southampton ótrúlega skamman tíma að gera það eftir drastískar breytingar í sumar, en þarf greinilega lengri tíma fyrir okkar menn.
Persónulega vil ég engar stórbreytingar í næsta leikmannaglugga. Ef það er hægt að kaupa Reus þá má gera það. Annars held ég að þetta sé spurning um að spila í gang þessa menn sem eru fyrir í liðinu.
Þolinmæði er dyggð sagði Guðjón Þórðarson á sínum tíma, og hann vissi sko hvað hann söng ha?
Takk fyrir góðan pistil Maggi.
Fyrir mér er þetta tímabil í rauninni engin major vinbrigði hingað til. Eins og áður hefur komið fram þá var Brendan Rodgers að stýra liði í CL í fyrsta skipti á þessari leiktíð, sem er held ég mun erfiðara en menn gera sér grein fyrir. Held það hefði ekki skipt máli hvaða stjóri hefði stýrt liðinu gegn Real, við hefðum alltaf tapað, líka í fyrra. Ég segi þetta ekki af því að ég er svartsýnn heldur af því að Real er muuun sterkara lið og með leikmenn sem hafa spilað í CL í mörg tímabil og kunna þetta. Hvað voru margir í 18 manna hóp Liverpool sem höfðu spilað í CL fyrir þetta tímabil?
Varðandi Balotelli – miðað við umræðuna hér á síðuna í sumar þá virtust allir gera sér fullkomlega grein fyrir því að þarna værum við að næla í leikmann sem gæti orðið spútnik og gæti líka orðið flopp og flestir voru sammála um að það væri áhættunar virði að kaupa hann á 16 milljónir. Hann er líka ennþá ungur, ég vill gefa honum tíma.
Ég vill ekki dæma kaup sumarsins fyrr en eftir jólatörnina. Það er ekki hægt í október.
5. sæti í deild, ennþá í bikarnum og ekkert í neitt hrikalega slæmum málum í CL. Þetta er eitthvað sem við hefðum sætt okkur við á þessu tímabili fyrir 2 árum síðan. Tímabilið í fyrra var svo óraunverulegt að menn gera óraunhæfar kröfur á þessu tímabili.
Èg er enn ekki búinn að fyrirgefa Brendan hvernig hann talaði fyrir og lagði upp úrslitaleikinn við Chealsea í fyrra. Dramb er falli næst! Stundum turfa menn að vera klòkir og taka jafnteflid.
Það sjá allir vilja sjá það að ástæða góðs gengis okkar í fyrra var fyrst og fremst einn maður Luis Suarez. Með honum frammi áttu Sturridge og Sterrling einnig afbragðsmót en að krýna Brendan sem einhvern super þjàlfara er bara bull.
Honum skortir augljóslega dýpt og klòkindi sem menn eins Rafa, Mourinho og Ferguson hafa.
Ertu að tala um Rafa sem stýrir Napoli núna? Ef svo er, ekki setja hann í hóp með Ferguson og Mourinho.