Liverpool búið að hafa samband við Fifa vegna Mascherano.

mascherano_argentinecaptain.jpg Við höfum nú þegar skrifað þrjár greinar um hugsanleg kaup Liverpool á hinum argentínska Javier Mascherano:

[Mascherano til Liverpool eða ekki?](http://www.kop.is/gamalt/2007/01/05/5.53.06/)

[sagan endalausa](http://www.kop.is/gamalt/2007/01/05/16.48.34/)

[stutt um JM](http://www.kop.is/gamalt/2007/01/08/15.15.36/)

Og núna er ljóst að [Liverpool hefur sett sig í samband við FIFA vegna Mascherano](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=441906&CPID=8&clid=21&lid=2&title=Reds+make+Masch+enquiry&channel=football_home&) en það er óljóst hvort hann megi spila með þriðja félaginu á sama tímabilinu. Það er þar með ljóst í mínum augum að Liverpool hefur mikinn áhuga á þessum dreng og er ég þess fullviss að hann muni styrkja liðið.

8 Comments

  1. Eflaust mjög góður leikmaður en hefur ekki sýnt sitt rétta andlit í Englandi. Það er bara staðreynd að Suður-amerískum leikmönnum hefur gengið mjög illa að aðlagast enska boltanum, sama hversu góðir þeir hafa verið annarsstaðar. Get nefnt nokkra leikmenn sem voru frábærir í öðrum löndum en fundu sig ekki í Englandi, Juninho, Veron, Emerson, Asprilla og Silvinho.

    Það er bara staðreynd að það eru gífurleg viðbrigði að fara frá Ítalíu og Spáni og spila á Englandi, hvað þá að fara frá Suður-Ameríku til Englands að spila. Vissulega gæti reynst Liverpool liðinu vel en bind þó ekki miklar vonir við hann verði hann fenginn til liðsins.

  2. Er nú ekki sammála upptalningu þinni þarna. Juninho var instant success með Boro þegar hann kom og var seldur á svimandi fjárhæðir þaðan. Emerson var lítt þekktur og komst á blað hjá Boro og var bara assgoti sterkur. Silvinho var nú bara mjög góður og var það fyrst og fremst vegna þess hve Ashley Cole var góður, að honum var bolað út. Skiptar skoðanir eru svo með Asprilla, margur Newcastle maðurinn dýrkar þann mann ennþá.

    Þá stendur eftir Veron, sem allir geta verið sammála um að hafi verið algjört flopp.

    Við getum líka tekið menn eins og Heinze sem small beint inn í þetta.

    Í hnotskurn, þá held ég að þetta snúist fyrst og fremst um persónuna sjálfa og ekkert annað.

    Hef heyrt frá mjög fróðum manni að ástæðan fyrir litlum spilatíma Javier hjá West Ham sé fyrst og fremst vegna þess hvernig samningur hans er. Það eru víst ansi miklir fjármunir í húfi fyrir ákveðinn fjölda leikja sem hann spilar og það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að þeir eru tilbúnir að sleppa af honum hendinni núna.

    Þetta er allavega það sem maður hefur heyrt af þessu mjög svo skrítna máli.

  3. Mér fannst Asprilla magnaður á sínum tíma! og dýrka hann enn þó ég sé ekki Newcastle maður.

  4. Ég vill fá Heinze til Liverpool á 5 millj.

    Að bera saman Neill á 2 mill. og Heinze á 5 mill. þá er himinn og haf á milli þessara leikmanna.

    Heinze gæti orðið góður arftaki Finnan.

  5. Heinze er fyrst og fremst miðvörður en nytsamlegur einnig í vinstri bakverði.

  6. “Heinze er vinstri bakvörður.”

    Það þekkist nú samt alveg að menn spili “öfugan” bakvörð ef svo má segja prýðilega. Philipp Lahm er t.d. réttfættur, þótt hann hafi hafi góðan vinstri fót líka, og er vinstri bakvörð hjá Bayern München og þýska landsliðinu. En vissulega er hann örfættur, og myndi kannski ekki vera jafn sókndjarfur í hægri bakverði. Þá er líka spurning um hvort ManUnited myndu vilja selja hann til erkifjendanna. Heinze myndi eflaust styrkja Liverpool, en liðið þarf tæpast á honum að halda eins og staðan er í dag.

Lucas Neill kemur í vikunni

Mun Sheva spila á Anfield?