Rafa um Mascherano

Jæja, Rafa er að tjá sig um Mascherano við fjölmiðla. Hann [segir](http://home.skysports.com/transferarticle.aspx?hlid=442514):

>”We are trying to find a solution with Fifa and believe we have a good case to appeal for the transfer to go ahead,”

>”People say we can’t do this deal, but why are there so many other examples?

>”I know of one player who played for four clubs in a year.

Það er svo sem nákvæmlega ekkert nýtt í þessu, en það er þó athyglisvert að Liverpool menn séu bjartsýnir á að þetta gangi í gegn.

Já, og [Darren Potter hefur verið seldur](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/w/wolverhampton_wanderers/6276263.stm) til Wolves fyrir 200.000 pund. Potter er 22 ára.

12 Comments

  1. Verð að segja að enn og aftur virðist janúar-glugginn vera að verða enn ein vonbrigðin hjá okkur. Held að það sé alveg ljóst að okkur vantar nauðsynlega hægri bakvörð. Nú er Neill úr sögunni og hvað þá? Hvað gerist ef Finnan meiðist? Neita að trúa því að Rafa kaupi ekki mann í stöðuna. Síðan held ég að Mascherano hefði getað orðið flott viðbót. Hann hefur allt að sanna og mv. HM í fyrra er ljóst að þar er á ferð frábær leikmaður. Ef það gengur ekki upp virðist lítið í gangi.

  2. Ég held að hann kaupi Mascherano þó að leikheimild fáist ekki núna. Hann þarf á honum að halda á næsta tímabili því að Xabi er búinn að biðja Rafa um að fá að fara til Real í sumar. Við fáum 25 m. punda fyrir hann en fáum Mascherano á aðeins 5 m.
    Í staðin getum við loksins keypt Alaves og einhvern vinstrifótarmann bara fyrir peninginn sem við fáum fyrir Xabi. Með þessu leysir Benítez vandamálið með þessa blessuðu kantmenn og líka góða vandamálið með að koma þessum miðjumönnum fyrir. Framtíðarmiðja Liverpool verður þá Gerrard og síðan skiptast Sissoko og Mashcerano á að spila.

    Þetta er mín kenning!

  3. Segðu Júlli, áhugaverð kenning hjá þér. Alonso er ekkert að fara til Real, og hægt er að fá það staðfest með að lesa viðtal við hann á Official síðunni. En að öðru, ég skil ekki afhverju við erum á fullu gasi að eltast við Mascherano, leikmann sem ekki kemst í lið í botnbaráttu. Erum líka vel mannaðir á miðjunni, þurfum að fókusera á að manna aðrar stöður á vellinum. Þurfum fyrst og fremst wingback hægra megin, náunga sem getur leyst Finnan af og einnig Pennant af á kantinum, frekar þunnskipaðir þar eftir að Garcia meiddist.

  4. Veggna Alaves það er klausa að það er hægt að kaupa upp samningin
    á 40 mil pund hann er nýbúinn að semja til 2009

  5. Alaves er lið í spænska boltanum. Alves er hins vegar leikmaður.

    Annars er dálítið fyndið að það voru ansi mrgir að hneykslast yfir því að við værum að kaupa Neill, en núna þegar kaupin eru ekki lengur uppá borðinu þá eru aðrir miður sín yfir því að þau hafi ekki farið í gegn og að það sýni metnaðarleysi og slíkt.

    Ekki það að ég sé að skjóta á einstaka ummæli, en þetta sýnir bara hversu erfitt er fyrir Rafa að þóknast öllum. 🙂

    Og Xabi er [ekki að fara neitt](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N154731070118-1119.htm)

  6. Einar – Rafa er ekki stjóri liðsins til að þóknast einum né neinum. Við gerum bara kröfu um að hann sinni starfinu sínu á sómasamlegan hátt.

    Ég held að hann hafi gert það. Aftur á móti höfum ég og margir stuðningsmenn Liverpool áhyggjur af leikmannamálum. Það er á hreinu að það þarf að styrkja liðið til að það nái að berjast um enska titilinn. Mestu vonbrigði þessa tímabils er það að við erum með slakara lið en í fyrra.

    Ég sá Neill fyrir mér sem byrjunarliðsmann. Sterkur karakter og varnarmaður sem einnig er fínn sóknarlega. Því miður er skortur á slíku í bakvarðarstöðunum okkar.

    Ég hef margoft lýst þeirri skoðun minni að til að liðið verði betra þurfi að kaupa mann sem er betri en þeir 11 bestu hjá liðinu. Mascerano er það ekki í augnablikinu en ungur aldur og frammistaðan hans í sumar með Argentínu segja mér að hann sé spennandi kostur að kaupa.

    Ég vona innilega að þessi leikmannagluggi verði ekki enn ein vonbrigðin. Fyrir mér væri 1 leikmaður sem gengi inn í besta byrjunarliðið okkar nóg fyrir mig.

    Ég verð svo bara að benda á það hversu gríðarlegt áfall var fyrir liðið að missa Garcia. Jú hann er svona í ökkla eða eyra leikmaður en hann er líka einn af þeim sem getur klárað leiki á eigin spýtur. Svoleiðis leikmenn eigum við ekki á hverju strái. Vonandi mætir hann sprækur til leiks næsta vetur.

    Ég hélt að ég ætti aldrei eftir að segja þetta en – er ekki bara málið að fá Cisse aftur nú í janúar. Það veitir ekki af smá hraða í sóknina okkar.

    Hvernig er svo með þessa ungu leikmenn okkar. Við erum að selja þá á smáaura á meðan ungir leikmenn manu og arsenal fara á 1 – 2 milljónir punda?

    Áfram Liverpool!

  7. Hef kannski ekki fylgst afar náið með þessum Fifa reglum um leikmannaskipti en mér sýnist að þær séu nokkuð skýrar – leikmaðurinn má ekki skipta um lið þrisvar á tímabili. Voru reglurnar því settar til að hægt væri að brjóta þær? Skilst að það séu fordæmi fyrir því að fara framhjá þeim en geta þá ekki öll lið farið fram á það að þau fái leikmann sem hefur skipt tvisvar áður um lið??? Býst við að menn yrðu enn grimmari ef t.d. Man. Utd. myndi láta reyna á þetta með einhvern leikmann, þá væru reglurnar skýrar, o.s.frv.
    Svo er hitt með yfirlýsingar leikmanna, hvort sem það er hjá okkur eða öðrum. Haldiði að Xabi myndi segja núna við fjölmiðla, samningsbundinn leikmaðurinn, að hann vildi fara frá liðinu þó svo að innst inni vildi hann það? Hef ekki trú á því. Athugið að ég er ekki að segja að hann vilji fara frá Liverpool, er einungis að benda á að það ætti að taka öllum yfirlýsingum með góðum fyrirvara. Fékk ekki t.d. Alan Pardew stuðningsyfirlýsingu Eggerts og co. en var rekinn rétt á eftir?

  8. >Einar – Rafa er ekki stjóri liðsins til að þóknast einum né neinum. Við gerum bara kröfu um að hann sinni starfinu sínu á sómasamlegan hátt.

    Já, ég veit það en málið er bara að kröfur manna um hvað sé að sinna starfinu á “sómasamlegan hátt” eru svo misjafnar að menn geta rifist um allt. 🙂

    En annars held ég að þú sért sá eini, sem hefur haldið því fram að Neill myndi ganga inní þetta lið – enda grunaði mig það nú fyrirfram. Ég var á því að hann myndi aldrei slá út Steve Finnan, en yrði hins vegar góð viðbót við hópinn.

  9. Reglur eru oft viðmið og oft á tíðum eru gerðar undantekningar frá þeim. Það virðist vera svo að það hafi tíðkast oft með akkúrat þessa reglu og hafa verið veittar fjölmargar undanþágur frá því hún var sett á laggirnar. Menn hafa þá helst verið að horfa til þess hverjir tapa og hverjir græða á henni. Núna er það þannig að allir hagsmunaaðilar græða á því að undanþága verði veitt. Verði hún ekki veitt, þá sitja West Ham uppi með mann sem þeir ætla sér ekki að nota, leikmaðurinn sjálfur mun því einnig tapa því hann er ekki að spila og svo liðið sem vill nota hann getur það ekki.

    Það eru dæmi um að leikmaður hafi spilað með fjórum liðum á þessum tíma, þannig að það lítur út fyrir að FIFA taki fyrir hverja beiðni fyrir sig og meti hana út frá aðstæðum.

  10. Hvað er pointið með reglu ef það er hægt að sækja um undanþágu?

  11. Held að enginn sem les eða skrifar á þessari síðu hafi komið nálægt þessu þegar þessar reglur voru samdar, né hvað það er til skrifað um það hvar og hvenær eigi að veita undanþágur frá henni. Þannig að þú ert bara einfaldlega ekki að spyrja rétta aðila Jónsi.

  12. Vertu ekki svona glær SSteinn. Er bara að ræða um tilgang reglna yfirhöfuð ef það þarf ekki nema að fylla eitt eyðublað til að sækja um undanþágu

Eru kaupin á Neill að klikka? (Uppfært: JÁ!)

Chelsea á morgun!