Liðið gegn Chelsea

Byrjunarliðið gegn Chelsea er komið og það er … nánast sama lið og gegn Newcastle. Aðeins Emre Can fær annan séns eftir góða frammistöðu gegn Real í vikunni. Johnson, Lovren, Gerrard, Henderson, Coutinho, Sterling og Balotelli koma allir aftur inn:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Lovren – Moreno

Henderson – Gerrard – Can

Sterling – Balotelli – Coutinho

Bekkur: Jones, Toure, Lucas, Allen, Lallana, Borini, Lambert.

Ég er ósammála þessu liði. Virkilega ósammála. Ég varði Rodgers fyrir að gera breytingarnar gegn Real í vikunni en fyrst hann setur aftur inn allt liðið sem skeit á sig gegn Newcastle um síðustu helgi, hvað á maður þá að lesa í þennan Real-leik annað en að hann hafi bara verið að hvíla menn fyrir Chelsea? Fyrst Kolo Toure, Manquillo, Lucas, Lallana og Borini detta allir út þrátt fyrir að spila virkilega vel?

Ég vona að við vinnum þennan leik. Ef ekki á Rodgers skilið þá gagnrýni sem hann fær. Lovren, Coutinho, Balotelli, úff.

Lið Chelsea í dag er svona:

Courtois

Ivanovic – Terry – Cahill – Azpilicueta

Ramires – Matic – Fabregas

Oscar – Costa – Hazard

Áfram Liverpool! YNWA!

64 Comments

  1. “Insanity is doing the same thing over and over again and expecting different results” – Albert Einstein

    Enn setur hann Balo einan framm og Sterling á kanntinn!
    Chelsea halda hreinu í dag.

  2. Hefði allanvega verið til í að sjá King Kolo inná! Vinnum þetta 3-1 Costa fær rautt spjald eftir samskipti við Skrtel!

  3. Auðvita á kolo að vera þarna inni hefði viljað sjá Lallana og Borini inni fyrir Balo og Couthino enn BR velur þetta og fellur sjálfsagt með því líka,

  4. Ahh nú fæ ég allt í einu gáttaflökt. Og ekki dugir að taka lýsi.
    Alltaf bjartsýnn en einhvern veginn ekki núna.

    En þá verður bara sigurinn sætari.

    Ég er hræddur um að þessi uppstilling geti spilað leikinn upp í hendurnar á Chelsea og við verðum of opnir fyrir skyndisóknum blámanna.

    Upp með sokkana.
    YNWA

  5. Virkilega sorgleg uppstilling. Ég hef bara enga trú á þessu kerfi eða þeim leikmönnum sem eiga að spila. Hvaða skilaboð er verið að senda til þeirra sem spiluðu í vikunni? Eða þeirra sem virðast eiga fast sæti í liðinu sama hversu illa þeir spila? Ég sé stórt tap í spilunum og hef bara aldrei verið eins svartsýnn fyrir stórleik á Anfield.

  6. stórskrýtið…. eitt sem ég hjó eftir í podcastinu um daginn..enginn ykkar/okkar í raun skilur afhverju allir eru svona lélegir og spila undir getu….. getur verið þrátt fyrir að enginn hafi minnst á það að stjórinn sé búinn eða er að missa klefann? Klárt að ekki eru neinir af lykilmönnunum að gera það sem þeir eiga að gera.. pressa og spila 100%. Þegar það er einn eða tveir sem spila illa er það mögulega þeir sjálfir.. en þegar það er allt liðið leik eftir leik…. og svo fá leikmenn að spila sem spila sjaldan og svo hent helst uppí stúku í næsta leik….

    Það er eitthvað í gangi sem kemur ekki fram…

    en höldum í vonina YNWA

  7. Þetta gæti orðið leikurinn sem snýr við okkar gengi og við gætum hrokkið í gírinn og hreinlega unnið þennan leik 2-1 með mörkum frá Balotelli og Gerrard.

    Ég held því miður að það verði ekki raunin í dag. Chelski hafa verið það sterkir undanfarið og eru líklega ekki að fara að misstíga sig í dag. Costa annað hvort setur 2 mörk eða fer út af snemma meiddur. En þá taka bara aðrir við. Hversu typical væri það ef Remy setti eitt eða tvö mörk á móti liðinu sem hætti við að kaupa hann til að kaupa Balotelli.

    Mín spá er 0-3 , því miður.

    En vona þó að okkar menn stígi upp í dag

  8. Þetta kallast a? berja höf?inu vi? steininn! Helgi eftir helgi. En Áfram Liverpool koma svo!

  9. Ég trúi þessu ekki. mourinho er örugglega hlæjandi inní klefa núna. Brendan er hálfgerð gúnga að mínu mati að droppa King Kolo eftir frábæran leik gegn Real. Ég veit að þetta eru stór orð en við erum ekki að fara að skora í þessum leik né halda hreinu, svo tap verður niðurstaðan, því miður.

  10. Sammála þér Kristján Atli. Er virkilega ósáttur við þessa liðsuppstillingu og BR er að senda út skrýtin skilaboð.

    Vonandi treður hann skítugum ullarsokk upp í trantinn á okkur með sigri á eftir, en ef liðið tapar þá á hann virkilega skilið harða gagnrýni.

  11. Þið verðið að afsaka en mér fannst þetta ekkert frábært framistaða hjá liverpool gegn Real. Real var að vaða í færum og hefð átt að vinna þetta miklu stærra og væru þá menn að tala um að sjá þessa leikmenn spila?

    Ég var ánægður með liðsvalið gegn Real og nokkið sáttur við liðsvalið í dag. Hefði viljað skipta út Can fyrir Lallana og einfaldlega keyra á þetta í dag en ég treysti Rodgers og strákunum í rauða búningnumtil þess að gefa sig alla í verkefnið í dag.

    Chelsea er að mínu mati klárlega sigurstranglegra. Þeir eru með besta markvörð, bestu varnarlínu , besta varnarmiðjumann og stórhættulega leikmenn framávið til þess að skora.

    en það er ekki líkur eða nöfn á pappír sem vinna leiki og þurfum við að vona að liverpool eigi flottan leik og þá getur allt gerst.

  12. Þið eruð neikvæð sem er ekki gefandi tilfinning. Nú voru kraftlausar kanónur settar á bekk í mögulega stærsta leik tímabilsins gegn Real og fengu í leiðinni skilaboð; enginn árangur, engin verðlaun. Nú fá þær tækifæri til að sýna grimmd og sigurvilja gegn Chelsea annars vita þær að það er stutt á bekkinn aftur. Samt leiðinlegt fyrir Kolo og mögulega Borini. Tökum þetta 3-1.

  13. Ætla að vona að ég hafi rangt fyrir mér en ég tel að Liverpool eigi ekki sjens í þennan leik…ekki sjens. Þetta verður leikur kattarins að músinni. Þessi uppstilling hjá Rodgers er búin að sýna það á þessu tímabili að hún er ekki að ganga upp.

    Vona svo innilega að það séu einhverjar áherslubreytingar í uppstillingunni, það er nauðsynlegt að prófa eitthvað annað, eitthvað nýtt.

    Því lengur sem þú mokar á sama staðnum því dýpri verður holan!

  14. Ég þurfti að bíða með að mynda mér almennilega skoðun á þessu liðsvals-dæmi öllu saman hjá Rodgers. Mér fannst ég þurfa að bíða eftir því að sjá liðið í dag til að geta komist að því hvað mér fannst um þetta.

    Þegar ég sé liðið í dag þá er ég ekki sáttur ef að þeir sem koma inn nýttu ekki pásuna vel í að endurnæra sig og hugsa sinn gang. Það að Manquillo, Lucas, Borini og Toure eru hent á bekkinn eftir að hafa að mínu mati nýtt sín tækifæri vel í þeim leikjum sem þeir hafa spilað undanfarið finnst mér afar ósanngjarnt.

    Rodgers gaf í skyn að hann væri ekki að hvíla fyrir leikinn gegn Chelsea. Hann hafi valið lið sem hann taldi nógu sterkt og hrósaði mönnum fyrir að grípa tækifæri sín – þeir hafa nú allir sest á bekkinn nema Can sem fær að byrja og Markovic sem þarf bara að gjöra svo vel að koma sér vel fyrir uppi í stúku.

    Ég tók vel í þessa ákvörðun Rodgers gegn Real Madrid ef að menn fengu að vinna sér inn sæti í liðinu með góðri frammistöðu. Eftir fimm ára bið frá Meistaradeildinni mætir Liverpool sterkasta Real Madrid liði síðustu ára á Bernabeu – og ‘sterkasta’ liðið er hvílt. Það er hundfúlt.

    Þetta lið hefur skort hungur, kraft og áræðni í síðustu leikjum. Þeir sátu á bekknum í Madrid og fengu hvíld, nú skulu þeir og Rodgers sýna okkur eitthvað sem við höfum ekki séð frá liðinu lengi.

    Sjáum hvað setur…

  15. Týpískt liverpool að leggjast í vörn á heimavelli eftir að hafa skorað og fá á sig mark

  16. Einmitt, hættu pressunni um leið og þeir höfðu byrjað vel og skorað mark. Einkennilegt.

  17. Balotelli að byrja virkilega vel… búinn að taka 2 góð hlaup afturfyrir vörnina í byrjun og Cahill og Terry greinilega varkhárir við að fara framar. Hann tók svo líka lykilhlaup í markinu afturfyrir vörnina sem gerir það að verkum að miðverðirnir eru með hugann við Balo og mæta ekki í Can. Frábær byrjun… áfram svona!

  18. hversu erfitt er að skilja hvernig á að verjast hornspyrnum viku eftir viku ?

  19. Ánægður með Skrtel, láta manninn heyra það að hann sé fífl 😀

  20. Gaman að sjá pressuna frá Chelsea, þeir pressa okkur alveg upp í rassgat. En ef menn leysa þetta vel, eins og í markinu, þá er allt opið fyrir góða skyndisókn.

  21. Ég stend við mína spá frá því í gær. 2-1 fyrir Liverpool. Ég skil ekki þá sembara kasta inn hvíta flagginu fyrir “bardagann” HVAÐ ER AÐ ???? við skulum allavega spila leikinn fyrst gegn þessu óge……… liði.

    Ég vill sjá leikmenn Liverpool hlaupa úr sér lungun í dag, berjast um ALLA bolta og gefa þessum prímadonnum frá London engan tíma.

    BERJAST SVO FYRIR FUGLINN ! ! KOMA SVO ! ! !

  22. Costa vs. Skrtel, getur ekki annað en endað með rauðu spjaldi á annan hvorn þeirra.

  23. Einmitt , Sterling fær gult spjald fyrir að ramiers kýlir hann í andlitið ??? ekki ógeðið, costa fyrir öll spörkin , hættulega bakhrindingu og annað rugl.???

  24. Vonandi fer hann að flauta til hálfleiks. Annað mark Chelsea hangir yfir okkur.

  25. Eins gott að ég seldi Sterling úr fantasyliðinu mínu. Ég VISSI að hann yrði kýldur og fengi gult spjald fyrir. Basic.

  26. Við erum ekkert búnir að vera síðra liðið í heildina. Þegar leið á hálfleikinn fór rússneski olíuauðurinn að sækja meira.
    Svo er auðvitað með ólíkindum þetta spjald á sterling,,, hinn æðir með hendina í andlitið á honum… bara sjaldan séð aðra eins dómsgæslu.

  27. Jæja, við erum þó búnir að vera mun betri ensvartsæynustu menn þorðu að vona, við erum að berjast, enn er vörnin óstabíl, allt of langt á milli manna í vörninni og Gerrard oft seinn til baka. Nokkur atriði sem þarf að fara yfir í hálfleik og svo erum við bara í góðum séns í þeim seinni.

  28. Ansi er hann Gerrard orðinn hægur, cfc menn einfaldlega keyra á hann

  29. erum en að skapa okkur vandræði með að spila frá markmanni og aftustu mönnum,,verður að laga og hætta þessu,,koma boltanum fram… Hvernig gat þetta verið gult á Sterling???

  30. Við vitum að Chelsea eru með sterkari lið en þetta er alvöru leikur.

    Það er samt fáranlega fúlt að en eina ferðina erum við að fá á okkur mark úr föstu leikatriði.

    Eftir flottar 20 mín þá hefur spilið aðeins dottið niður hjá okkur og eigum við í vandræðum með að spila út úr vörnina okkar.

    Mér finnst Coutinho hafa verið mjög ógnandi og Balatelli að vinna vel fyrir liðið í þessum leik. Heldur boltanum vel og er að taka hlaup.
    Henderson er setur til höfuð Fabrages og er það að virka nokkuð vel, því að Fabregast er ekkert inní leiknum.

    Ég held að við þurfum bara aðeins að kyngja stoltinu og prófa að senda langa bolta oftar fram og vinna seinni boltan. Við gerðum það tvisvar sinnum og þá myndaðist mikið pláss fyrir framan vörnina þeira.

    p.s Costa er drullu leiðinlegur en djöfull væri gaman að spila með svona manni.

  31. Búið að vera erfitt, liðið er ekki að finna lausn á pressuvörn Chelsea, sem eru trekk í trekk að vinna boltann á vallarhelming Liverpool. Greinilegt að jöfnunarmarkið hafði mikil áhrif á sjálfstraustið en fram að því var liðið að spila virkilega vel. Þetta Chelsea lið er svakalega sterkt bæði varnarlega og sóknarlega. Lykilatriði að ná að setja pressu strax á þá um leið og bolti tapast ef ekki er möguleiki á pressu verð mennta að vera fljótir að falla tilbaka.

    Spurning hvort að það myndi henta betur að fara í 442 og reyna að pressa þá ofar og jafnframt að ná meiri ógn í sóknarleikinn

  32. Djöfull er samt Johnson að éta Hazard 🙂
    Verður maður ekki að hrósa honum þegar hann stendur sig vel…

  33. Ótrúlegt að Sterling hafi ekki fengið rautt fyrir að berja andlitinu á sér i olbogan á Ramires sem rétt slapp við meiðsli…
    Sýnir bara hversu slakir dómaranir á englandi eru.

  34. Já, ég bara gleymdi að nefna það Oddur, Glen er að eiga stórleik!

  35. Án þess að verja Ramires í þessu máli, þá er þetta til að byrja með brot á Sterling, stígur inn í hlaupaleið Ramires sem var á fullri ferð og ég er nokkuð viss um að hann hafi ekki rétt olnbogann í andlitið á Sterling vísvitandi, heldur um óviljaverk að ræða. Erfitt fyrir dómarann á sjá þétta.

  36. Hazard má eiga það, hann er helvíti góður í að stíga fyrir varnarmenn og sækja aukaspyrnur.

  37. #32

    Hindrun, sumsé að stíga inn í hlaupaleið er gult spjald. Er hinsvegar sammála að Ramires átti að fá gult einnig fyrir að setja höndina á undan sér.

  38. jæja Brendan… tekur 2 skástu mennina okkar útaf.. couthino og emre fyrir allen ( auðvitað) og borini .

  39. Omg hvað Henderson er lítið teknískur. Slæm boltameðferð og sendingar

  40. Þetta er ekkert flókið dæmi, okkur vantar bara betri leikmenn í þetta lið eins og þetta lýtur út, við erum aldrei að fara gera einhverjar rósir með þennan hóp.

    En og aftur kemur það betur og betur í ljós hvað top leikmenn eins og Suarez hafa mikil áhrif á liðið eins og hann gerði í fyrra og ég tala nú ekki um ef við hefðum 4-5 top leikmenn innan raða Liverpool þá væri hægt að gera kröfu á árangur en ekki með þennan hóp því miður.

    Síðan er alltaf spurning um þessi leikmannakaup sumarsins hvort þau eigi að skila einhverju á næstu árum og afhverju kaupir Liverpool ekki gæða leikmenn sem skila gæðum inná vellinum strax en ekki eftir nokkur ár ef heppnin er með okkur.

  41. Að halda með liði og drulla yfir það í hvert skipti sem illa gengur er einsog að kjósa framsókn og kvarta svo yfir spillingu.

  42. no :60 að halda með liði og samþykkja svona spilamennsku er hálfgerð meðvirkni. Vantar allt sjálfstraust í liðið og kaupin hjá Brendan eru bara hreint út léleg.
    Svo virðist hann alls ekki velja menn eftir frammistöðu. T.d Gerrard, sem er all time uppáhalds íþróttamaðurinn minn, má alveg fara útaf og sitja á bekknum, því hann er ekki að spila nógu vel. Svo liggur alveg fyrir að Borini átti skilið að byrja, ekki Balo og svo finnst mér líka að Kolo hefði átt skilið að byrja í stað Lövren.

  43. Alveg sammála. Það er bara þetta yfirdrull og niðurrif sem fer aðeins í taugarnar á mér. Sem er náttúrulega ákveðin meðvirkni, að ganga svona inní neikvæðnina. Fínn leikur hjá okkar mönnum gegn sterkasta liði deildarinnar en tapaðist sem er alltaf glatað.

Næsta mál á dagskrá…Chelsea

Tap gegn Chelsea