Okkar menn héldu til Búlgaríu í kvöld og gerðu 2-2 jafntefli í gríðarlega ergilegum leik.
Brendan Rodgers gerði nokkrar breytingar á liðinu sem tapaði gegn Crystal Palace um helgina. Kolo Touré kom inn í stað Dejan Lovren í vörninni, Lucas Leiva fékk loksins tækifæri í varnartengiliðnum á meðan Steven Gerrard var færður framar á kostnað Philippe Coutinho. Þá kom Jordan Henderson á ný inn eftir veikindi í stað Adam Lallana:
Mignolet
Manquillo – Skrtel – Touré – Johnson
Henderson – Gerrard – Lucas – Allen – Sterling
Lambert
Bekkur: Jones, Lovren, Moreno (inn f. Sterling), Can, Coutinho, Lallana, Borini.
Það var fátt um fína drætti í þessum leik, það verður að segjast. Heimamenn lágu aftarlega og lokuðu svæðum og treystu á hættulegar skyndisóknir sem komu okkar mönnum nær alltaf í uppnám. Rodgers lagði áherslu á sterka miðju sem gæti verndað brothætta vörn okkar manna og því vorum við meira með boltann án þess þó að skapa mikið af viti fram á við.
Fyrsta markið kom strax á 3. mínútu. Eftir hnoð fyrir utan teig okkar manna fékk einn heimamanna allt í einu frítt skot á markið. Boltinn fór í grasið og þaðan í Mignolet sem reyndi að grípa hann en missti frá sér og Dani Abalo skoraði auðveldlega úr frákastinu. Skelfileg mistök Mignolet og okkar menn varla byrjaðir. Sem betur fer kom jöfnunarmarkið næstum strax, á 8. mínútu kom bolti inn fyrir á Rickie Lambert sem skallaði hann en missti aðeins frá sér, en náði þó öðrum skalla þökk sé sofandahætti hjá vörn og markverði Ludogorets. Hann setti boltann auðveldlega í fjærhornið í öðrum skallanum. 1-1 og Lambo búinn að skora í tveimur leikjum í röð.
Á 37. mínútu komst Liverpool svo yfir. Raheem Sterling slapp upp vinstri kantinn og gaf frábæra sendingu fyrir á fjær þar sem hægri kantmaðurinn Jordan Henderson kom aðvífandi og kláraði færið auðveldlega. 2-1 fyrir Liverpool í hálfleik. Eftir hlé gerðist nákvæmlega ekki neitt að neinu marki. Liverpool-menn þreyttust þegar leið á og heimamenn reyndu að pressa á jöfnunarmarkið án þess að skapa sér mikið. Sterling slapp einn í gegn á 81. mínútu og gat gert út um leikinn en skotið beint á markvörðinn.
Á 88. mínútu kom svo jöfnunarmarkið; hornspyrna frá hægri var skölluð áfram inn á fjærstöngina þar sem fimm varnarmenn Liverpool réðu ekki við einn sóknarmann Ludogorets. Það var Georgi Terziev sem skoraði markið og þar við sat, 2-2 jafntefli.
Surrounded by 5 Liverpool players Terziev still scored…. pic.twitter.com/r8NQZRPXqS
— MostarLFC (@MostarLFC) November 26, 2014
Liverpool have had a one goal lead after 85 mins six times in all comps this season.
They've lost that lead six times.
— Alex Shaw (@AlexShawESPN) November 26, 2014
Hvað getur maður sagt? Það er svo sem jákvætt að tapa ekki fimmta leiknum í röð og ég sagði fyrir leik að ég myndi þiggja jafntefli ef það gæfi okkur séns á að komast áfram með sigri í lokaleiknum gegn Basel á Anfield. Það stóðst, við náðum í betri úrslit en Basel sem töpuðu heima fyrir Real Madrid og því er staðan einföld: sigur á Anfield í lokaleik og við förum áfram, allt annað og þá er það líklega Evrópudeildin eftir áramót.
Þetta er jákvætt, ekki satt? Nema hvað, ef ég hefði þegið jafnteflið fyrir leik þá er ég algjörlega grautfúll yfir því hvernig það spilaðist í kvöld. Rodgers gerði að mínu mati (loksins) jákvæðar breytingar með því að taka Lovren út fyrir Kolo Touré í vörninni og að leyfa Lucas Leiva loksins að vernda vörnina en ég var ekki sáttur að sjá Johnson halda áfram í vinstri bakverði, og það kom á daginn að Ludogorets-menn sóttu nær eingöngu þeim megin upp með góðum árangri.
Þá verð ég að játa að ég skil ekki innáskiptingu Rodgers í kvöld, né hinar tvær sem hann gerði ekki. Gerrard er 34 ára, Lambert 32 ára og Johnson þrítugur og þeir voru allir orðnir mjög þreyttir og kraftlitlir þegar leið á seinni hálfleikinn. Þeir fengu allir að klára þennan leik, nánast á hnjánum af þreytu. Eins var Allen ekki með eftir hlé en fékk að klára þrátt fyrir að Can, Lallana og Coutinho væru allir á bekknum. Eina skiptingin var þegar þreyttur Sterling fékk hvíld í lokin og Alberto Moreno kom inná (til að hjálpa Johnson sem átti í erfiðleikum með að stöðva sóknir upp sín megin). Það skilaði þó litlu.
Fraus Rodgers á línunni? Er pressan að segja til sín? Hann virtist bara ekki hafa kjark í að gera meira. Ég var farinn að grátbiðja um að a.m.k. annar hvor af Gerrard og Lambert færu út af eftir 65 mínútur. Hann hefði getað sett Borini inn í pressuna fyrir þreyttan Lambert og svo annað hvort Lallana eða Coutinho fyrir Gerrard, og svo hefði ég viljað sjá Sterling eða Allen víkja fyrir Can í síðustu skiptingu. En nei, hann beið allt of lengi og tók svo loks Sterling út í nokkrar mínútur.
Verst af öllu er samt að hafa lagt svona mikla áherslu á sterka vörn og mjög mikla vernd frá miðjunni í dag og að það hafi samt engu skilað. Mignolet gefur þeim fyrsta markið og þetta lið bara getur ekki fyrir sitt litla líf klárað föst leikatriði í eins og einum leik. Það er ömurlegt að horfa upp á svona markvörslu og varnarvinnu þegar svona mikið liggur við.
Maður leiksins: Lambert skoraði í öðrum leiknum í röð, það er jákvætt (ég var búinn að gleyma hvernig heitur striker lítur út). Gerrard var betri í holunni en hann hefur verið undanfarnar vikur í varnartengiliðnum. Allen var fínn í fyrri hálfleik en vonlaus í þeim seinni, á meðan Henderson og Sterling voru flottir og unnu vel á köntunum. Manquillo varðist gríðarlega vel allan leikinn og hlýtur að vera að fara langt með að eigna sér þessa stöðu í bili, ekki síst á meðan allt slapp framhjá Johnson hinum megin. Kolo Touré og Skrtel stóðu sig ágætlega fyrir utan einn eða tvo skjálfta í fyrri hálfleik en bera auðvitað stóra ábyrgð með öðrum á öðru marki Ludogorets.
Ég ætla hins vegar að velja Lucas Leiva mann leiksins. Ég var hreinlega búinn að gleyma því hvernig það er að sjá leikmann sem hefur réttu staðsetningarnar til að loka á svæðin fyrir framan vörnina. Hann bara hlýtur að halda áfram þarna í næsta leik.
Næsti leikur er gegn Stoke City og það verður spennandi að sjá hversu ferskir Lambert, Gerrard, Johnson og Allen verða í þeim leik eftir örþreytandi 90 mínútur í kvöld. Afsakið á meðan ég æli.
Að við skulum vera í séns á að taka 2.sætið er mér hulin ráðgáta..
Heppnir. Átakanlegt. Fagna ekki stigi gegn Ludo. Farþegar liðsins eru of margir. .. vandinn er gríðarlegur.
Guð blessi Liverpool
Jæja ég átti von á tapi svo þetta er svosem umfram væntingar.
Maður er hættur að vera svekktur þegar við fáum á okkur mörk úr föstum leikatriðum. Það er bara spurning um henær en ekki ef þau koma.
Endurtek það sem ég sagði fyrr í dag………..
HaukurJ 26.11.2014 kl 13:13
Fínn pistill hér ofan. Sagt það áður og segi enn, vil sjá Stevie G. ofar á vellinum, hann á helling eftir þar. Annars á Rodgers bara hafa hann á bekknum.
Það er eitthvað meira en lítið að í okkar herbúðum og ég er ekki að sjá að Rodgers snúi lukkuhjólinu sér í vil alveg á næstunni. Gerist djarfur og spái okkur þó jafntefli á meðan Basel tapar fyrir Real og svo alvöru Anfield kvöld í síðustu umferð riðlakeppninnar.
Hvað var malið með að skipta bara einum inná ..mátti alveg skella frískum fótum inná síðustu minutur til að hjalpa þess vegna allt varnamenn i dont care bara loka og læs nei ..bíða eftir að rudorassgat jafnaði…
Hey þú þarna á hliðarlínunni, þú mátt gera 3 skiptingar. Þú þátt líka gera þessar skiptingar fyrir 80 mín!
Ef við getum ekki grísast með sigur gegn þesu Ludo liði, hvað verður þá gegn Basel og að þurfa vinna þann leik með 2 mörkum! Rodgers er bara búinn. Vill sjá fsg virkja plan: damage control og byrja að byggja fyrir næsta tímabil. Þetta er ekki ásættanlegt.
Jæja einhverjir eru farnir að skora en bara alltof seint, mun aldrei skilja þessi kaup í sumar og sagði það strax.
Punktur 1: Mignolet er ekki nógu góður markmaður.
Punktur 2: Rodgers kann ekki að skipuleggja varnarleik.
Punktur 3: Rodgers með slæmar og tilgangslausar skiptingar.
Punktur 4: Tveir leikmenn af sumarkaupum Rodgers byrjuðu þennan leik.
Punktur 5: Óskiljanlegt að nota ekki allar skiptingar í þessum leik….t.d. Lambert út og Borini inn.
Áfram Liverpool en það er deyfð yfir þessu liði sem lagast ekki nema með mikilli breytingu.
Davíð #7
Liverpool þurfa aðeins sigur gegn Basel til að fara áfram endum með stigi meira en þeir.
Dugar okkur að vinna Basel heima 5-0 til að komast áfram ?
Úff, sáuð þið svipinn á Rodgers þegar það var flautað til leiksloka. Það er farið að sjóðhitna undir honum líklegast.
Að treysta á heimavallarsigur á móti basel með þetta liverpool lið er eins og rússnesk rúlletta!!!!
Varnarleikurinn í báðum mörkum Ludogorets stingur í augun. Gott og vel, Rodgers vill ekki varnarþjálfara sér til aðstoðar. Kýs frekar að vinna með báðar hendur bundar aftan við bak.
Hvað þarf að gerast til að mælirinn fyllist?
Stjáni 10#
Já það er rétt hjá þér. Afsaka villuna
Hvað eru Ludo og Stebbi að gera í Meistaradeildinni. Ömurlegt lið. En göngugrindarfótbolti Liverpool dugði til að ná jafntefli. Mikið djöf……var þetta leiðinlegt. Nú ætla ég að setja á DVD-diskinn ,,Leiðin til Istanbul”, svo að ég sé ekki að svekkja mig á þessum ömurlega fótbolt okkar manna.
ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!
Átakanlega lélegt í kvöld. Vantar allan neista í liðið. Að mínu mati voru ludo sterkari en vantaði örlítil gæði til að klára leikinn. Skil síðan ekki þetta að nota ekki skiptingarnar. Held að það sé hræðsla hjá BR við að gera mistök. Spilið er alltof hægt og þetta að senda til baka á markvörð er alveg óþolandi.
Chelsea vinnur Shalke 5 – 0 á úti velli, city vinnur Bayern, Arsenal vinnur Dortmund en Liverpool gerir jafntefli við lið sem ég vissi ekki að væri til fyrir nokkrum mánuðum síðan. Í raun heppnir með jafntefli fannst þetta lið (sem ég kann ekki að skrifa) betra .
Fyrsti Liverpool leikurinn minn í margar vikur og mikið var margt í rugli.
Það er alltaf erfitt að taka stig á útivelli í CL og við getum á einhvern ótrúlegan hátt enn náð öðru sætinu í þessum riðli. Já, og við stoppuðum taphrinuna.
En að fara í leik gegn búlgörsku meisturunum með þessa uppstillingu og SAMT fá á sig tvö mörk. Það er með ólíkindum. Ég myndi svei mér þá þiggja varamarkmann Bayern Munchen tilbaka í þessu ástandi. Já, eða Dudek eða Kirkland. Mignolet er alveg í ruglinu.
Nenni ekki að pikka út rest, en að Rodgers skuli ekki skipta inn varamönnum með þennan bekk og menn í þessu ástandi lýsir einhverju stórfurðulegu í fari þessa manns, sem ég kann ekki alveg að meta.
En að geta tryggt sér sæti áfram með sigri gegn Basel á Anfield ætti að geta kveikt einhvern neista. Árið 2004 komumst við áfram með 3 sigrum, einu jafntefli og tveimur töpum. Fyrir síðasta leikinn vorum við búnir að tapa jafnmörgum og vinna. Meira jákvætt get ég ekki sagt í kvöld.
Kaupa Petr Cech í janúar, þótt hann verði dýrasti markmaður sögunnar.
Óöryggið er algert þegar boltinn nálgast teiginn og Simon á það allt skuldlaust.
Mignolet er vonlaus keeper, upp með veskið Johnny.
Klárlega sanngjörn úrslit ef maður er með Liverpool gleraugun.
Er ekki að fatt hvað er í gangi, það virðist ekki vera neitt til sem heitir skipulag. Þegar Liverpool virðist ætla að sækja hratt þá er alltaf róað leikinn niður og leift andstæðingum að koma sér í sínar stöður og drepa allt niður. Auk þess að það næst varla neitt spil upp, alltof mikið af feilsendingum.
Ég held hreinlega að Liverpool eigi það bara skilið að detta úr þessari keppni, þar sem þetta á að heita keppni þeirra bestu.
Veit ekki hvað BR getur gert, hann allavega virðist ekki vita það sjálfur kall anginn.
En samt sem áður bið ég til Fowlers að við komumst áfram og sínum þessu Basel liði úr hverju við erum gerðir 🙂
Y.N.W.A.
Jafntefli eða sigur skipti ekki öllu máli þar sem að Real Madrid gerði okkur stóran greiða í kvöld með því að leggja Basel. Reyndar mátti ekki miklu muna að Basel næði að stela stigi undir lokin sem hefði þýtt að Meistaradeildin væri búin í ár. Ætla að leyfa mér að hlakka til úrslitaleiks í Meistaradeild á Anfield gegn Basel. Það var alltaf ljóst að Liverpool myndi ekki duga jafntefli í þeirri viðureign, þannig að það verður spilað til sigurs þá. Það verður magnað kvöld.
Hvaða lið vann á ótrúlegan hátt lokaleik í riðlakeppni meistaradeildarinnar árið 2004? Sem komst í úrslitaleik og var 3-0 undir í hálfleik.
Ég slökki á Liverpool, nennti ekki að horfa. Hvernig fór sá leikur?
Ég vil Jones í markið þangað til í janúar.
Óöryggið og skortur á sjálfstrausti hjá Drakúla hefur slæm áhrif á vörnina,,, og í raun allt liðið.
Af hverju í anskotanum bíður BR að gera skiptingu fram á 80 mín gerrard farþegi lambert einnig, eg beið eftir j?fnunar markinu, það hlaut að koma þar sem hann BR var að þrjóskast âfram . Anskoti erum við að spila leiðinlega bolta. Ps við eigum enga veginn heima í CL.
Ef Rodgers ætlaði að verja þessi 3 stig í lokin, af hverju ekki að henda Can til þess að þétta miðjuna og aðra skiptingu ef bara til þess að tefja tímann og drepa niður leikinn? Sjáið hvað t.d. ALLIR þjálfarar gera þegar þeir reyna að tefja, þeir nota skiptingarnar.
Ég myndi vilja sjá þetta lið inná aftur. Finnst þetta mikil framför frá því að hafa einn upp á topp. Ég er sammála að Brendan þarf aðeins að chilla og gera skiptingar fyrr í leiknum. Afhverju kemur Lallana ekki inn fyrir Gerrard?
Ætli við verðum eins og Leeds-arar alltaf að þenja kassann og ylja okkur við minningar frá 2004.
Pínu fyndið ef það væri ekki svona sorglegt.
Svakalega erfið vallarskilirði í kvöld mikið frost og völlurinn einsog íslenskir vellir á vormánuðum,,,,, það skiptir mig engu máli svo lengi sem logir í arninum MiNUM,,,,,, mér fannst liðið hafa rétta hugarfarið núna, ólíkt því sem við sáum um helgina,,,, við erum vonandi ekki að fara að selja Lúkas í janúarmánuði þurfum hann nauðsynlega núna til að verjast þessari vitleysu sem hefur verið í gangi á miðjunni,,,,,, að skipta um þjálfara á þessum tímapunkti er kolrangt er ekkert að fara að gerast hvort eð er,,,,
Brendan Rodgers: “Wonderful character tonight. Disappointed in the goal at the end but it’s irrelevant. We were outstanding.
Ekki sammála að við hefðum verið outstanding, en við vorum þó betri en um síðustu helgi sem er framför
” Great effort by the players tonight I thought they were outstanding”
” It was wonderful character tonight”
“We showed wonderful resilience and kept our focus”
“Overall I was very very pleased with the performance”
Brendan Hodgson
Ég er með slæma sýkingu í augum og ekki alveg skýr í kollinum og ekki eins og ég á að mér að vera. Engu að síður ákvað ég að fara á barinn og horfa á seinni hálfleikinn í þessum leik. Þegar ég kom inn var verið að lýsa leik Liverpool í hátalarkerfinu. Ég settist niður og horfði. Í 5-6 mín eftir að ég kom á barinn horfði ég aðdáunaraugum á skjáinn og hugsaði “vá… það er allt annað að sjá Liverpool. Loksins eru þeir búnir að finna taktinn. Þetta er miklu betra. Frábært. Loksins framfarir”. Svo áttaði ég mig á því að ég var að horfa á rangan skjá. Ég var að horfa á Arsenal lekinn. Ég færði mig því til, til að horfa á Liverpool, og sá að framfarirnar eru ekki komnar enn.
Leikskýrslan er komin inn.
Eru þessi ummæli frá Rodgers alvöru? Það vantar bara að hann segi “a famous draw against formidable opponents.”
Flott að ná jafntefli. Lucas var klárlega maður leiksins, hann var pressandi út um allan völl. Verð Mér fannst miðvarðarparið fúnkera mun betur, einnig var skipulagið betra. Lovren né Skrtel virðast geta stjórnað vörn, þess vegna var gott að sjá Toure koma með reynsluna.
Hinsvegar skil ég ekki lengur hvernig við getum fengið þessi aulamörk á okkur. Ludogorets er um það bil 181 að meðaltali á hæð en ná samt að skora úr hornspyrnu, þetta er ferlegt. Ég skil heldur ekki af hverju Rodgers tók ekki Gerrard og Lambert útaf þar sem þeir voru alveg búnir á því og nánast gagnslausir undir lok venjulegs leiktíma. Fyrir mitt leiti vorum við heppnir að fá stig úr þessum leik. Mér sárnar í augun að sjá hversu slöpp pressan er hjá liðinu, enda var kennimerki klúbbsins að pressa sem heild í fyrra.
En annars frábært jafntefli gegn geysisterku liði Ludogorets frá Rassgati, ég meina Razgrad.
1. Liverpool á bullandi séns á að komast uppúr riðlinum
2. Liverpool sýndi framfarir
3. Lovren gerði engin mistök í vörninni í kvöld
-1. Leiðinlegt að sjá og heyra stuðningsmenn apa upp “Drakúlaið” eftir Bruce Grobbelaar, eins og það sé einhverjum til góðs.
Áfram Liverpool og þegar fer að ganga vel aftur, þá er enginn betri en Rodgers, hann vill spila skemtilegan bolta. Og það viljum við öll sjá.
Eins furðulega og það hljómar þá held ég að Jones væri betri kostur í markið. Hversu sorgleg staðreynd er það? Sérstaklega í ljósi þess að við vorum með Reina á launaskrá í sumar en seldum hann á útsöluverði.
Æji, ég nenni ekki að standa í þessu.. Ætla að sleppa því að telja upp allar ástæðurnar fyrir því að við erum gjörsamlega að gera í brækurnar leik eftir leik þar sem Rodgers mun hvorki taka mark á þeim, né gera neitt í þeim þó hann vissi þær sjálfur. Við þurfum kraftaverk, svo einfalt er það.
Skil ekki afhverju Lambert var ekki tekinn útaf í seinni hálfleik og fljótur maður settur fram, t.d. Sterling. Fullt af svæði sem Sterling, jafnvel Borini, hefðu getað unnið með.
En þetta var skásti leikur liðsins í langan tíma.
‘A ekki orð yfir þessum leiðindum sem þetta lið okkar bíður okkur uppá viku eftir viku sama drullan í sömu skál. Eitt kom þó út úr þessu að fyrirliðinn okkar á ekki að spila djúpur á miðjunni. heppni að vera í riðli með RM.
Bara vinna Basel, jú LFC vinnur oft leiki þegar þess virkilega þarf en þeir töpuðu bara 0-1 gegn Real í kvöld.
Það þarf gott kvöld í CL hjá Liverpool til að við komumst áfram 🙁
Heilt yfir lélegur leikur hjá okkar mönnum.
Sáum þó örlitla framför frá síðustu leikjum, tek það ekki af liðinu. En betur má ef duga skal.
Vörnin er ennþá í ruglinu og markmaðurinn okkar er bara alveg agalegur. Einnig hefðu Lambert og Sterling mátt nýta þau dauðafæri sem þeir fengu en fóru skelfilega með.
Rodgers heldur svo áfram að hegða sér óskiljanlega hvað varðar skiptingar (og liðsval).
Eins og staðan blasir við mér núna, þá spái ég því að ef liðið nær ekki að taka 6 stig í næstum þremur leikjum í deildinni (Stoke, Leicester, Sunderland) og að vinna Basel á Anfield, þá verði Rodgers látinn fjúka og að við verðum með nýjan mann í brúnni (eða þjálfaralausir) á móti United þann 14. desember. Vonum að raunin verði ekki sú.
Áfram Liverpool!
Brendan er nr 1 að tala um hugarfarið í þessum leik þar var mikil breyting frá síðustu leikjum,,,,,, sammála með gagnrýni á skiptingar í þessum leik,,,, gæti verið að við sjáum 4-5 breytingar í næsta leik ?
Sammála flestu í skýrslunni þinni Kristján en þó var ekki síður vandi okkar á vinstri vængnum að hann Raheem okkar varðist illa og Johnson fékk töluvert erfiðara verkefni varnarlega en Manquillo þar sem hann var oft einn gegn tveimur.
Svo tók ég ekki eftir því hvaða snillingur það var sem átti að koma í veg fyrir að skallað yrði af nær inn í horninu sem gaf jöfnunarmarkið en sá bara þarf nú heldur betur að horfa fast í spegilinn…shit hvað það var hryllileg vörn, áður en þessir fimm fengu séns að koma í veg fyrir að skallað yrði í markið.
Hins vegar held ég að hópurinn fari sáttur heim þrátt fyrir allt. Eftir fjögur töp þá var þarna smá stopp og þeir eiga í raun fáránlega mikinn séns á að komast áfram í þessari keppni…þó ég sé enn ekki viss um hvort það sé eitthvað spennandi kostur…að öðru leyti en peningalegu.
Hins vegar er alveg ljóst að Kolo vinur minn er nú ekki að fara að snúa þessum varnarleik við, hann var alveg off í kvöld fannst mér, frá því að eiga kjánalega tæklingu sem átti þátt í að búa til skotfærið í marki eitt, feilaði á boltanum og hélt ekki línu…ekki það að ég vilji fá Lovren inn en hann er klárlega ekki einn og sér vandinn í varnarleiknum.
Ég er svo ofboðslega sammála því að skiptingar kvöldsins sé rannsóknarefni. Sterling hálfmeiddur fannst mér síðasta hálftímann og Lambert búinn að hlaupa af sér fæturnar, Gerrard vissulega lúinn en ég held að Rodgers stóli á hann sem captain inni á vellinum þrátt fyrir þreytu…en þá var hægt að setja Can inn fyrir Allen eða bara Lallana og þá Hendo inní pakkann.
Það er alveg innilega ömurleg tölfræði sem Kristján bendir á að við höfum sex sinnum misst niður forystu frá mínútu 85!
Enn einu sinni fáum við á okkur mark úr föstu leikatriði, en er ekki stóra vandamálið að við náum aldrei tveggja marka forystu og erum því alltaf undri pressu. Gæti værið rangt hjá mér en ég held að seinasta skipti sem við náðum tveggja marka forystu hafi verið á móti Tottenham í byrjun tímabilsins sem er auðvitað ekki boðlegt!!!
Ég lýsi hneykslan minni á BR með að nýta ekki skiptingar þær sem leyfðar eru, þ.e.a.s. ÞRJÁR !
Algjörlega óskiljanlegt. ?!? Voru meiðsli á varamannabekknum….?
Vá ég bara skil ekki afhvernu BR notaði ekki allar skipti garnar. Hann var jú að auka breytina með Suarez peningunum. Gerrard var alveg búinn og jhonnson líka.
J Allen er nú bara eitt undrabarn í rauðum búning, endilega leiðréttið mig en ég bara sá ekki J Allen í leiknum.
Vona að Lfc vinni Basel, vona líka að við vinnum Stoke og svo næsta og næsta
Hvað varð um hann Thiago Ilori var var keyptur á 7 mp punda og stóð sig virkilega vel á Spáni í fyrra á láni. Hann getur varla verið verri kostur en það sem við höfum í dag.
Hef ekki séð fyrsta markið i leiknum en þar eru menn að gagnrýna Mikka,,,, mér fannst hann verja 2 bolta einstaklega vel sem skoppuðu stutt frá honum og breyttu um stefnu við að lenda í kartöflugarðinum,,,, þeir sem ekki hafa staðið í marki og fengið alvöru skot frá skotföstum fótboltamönnum ættu ekkert að hafa skoðun á þessu,,,,,,,
Er einhver hérna sem heldur að Liverpool vinni Basel í lokaumferðinni?
Rodgers er greinilega betri en Hodgon í að draga metnaðinn niður. Húrra fyrir jafntefli gegn… hvað heitir þetta lið aftur?
Ég held bara svei mér þá að hann Rodgers kallinn er búinn að missa það
Hérna er karakterinn mikli í tölum.
Ludogorets 2-2 Liverpool
Possession: 53%-47%
Shots: 18-8
Chances created: 12-5
Getum við farið að losa okkur við þennan mann, í alvöru talað.
Held að ein af ástæðum þess að varnaleikur liverpool er svona taugaveiklaður sé að við náum aldrei með tveggja marka forystu. Ef sterling hefði skorað úr færinu hefðum við alltaf unnið leikinn en af því okkur virðist af einhverjum ástæðum ekki getað náð þessari tveggja marka forystu erum við alltaf að fara missa þessa leiki niður í jafntefli eða tap því miður.
Það þarf eitthvað mikið að gerast til að Liverpool verði ekki í neðri hluta deildarinnar þetta tímabilið. Þetta lið er bara arfaslakt – menn geta alveg reynt að sjá eitthvað jákvætt með að við séum enn inni í þessum keppnum og hinum en OMG hvað er leiðinlegt að horfa á liðið spila. Fullt af tilgangslausum skrítnum sendingum, enginn broddur fram á við og við fengum bæði mörkin gefins í kvöld. Þetta er alveg óskiljanlegt allt saman.
Er næsti leikur við Stoke…eru þeir ekki góðir í föstum leikatriðum?
Held að menn geti aðeins farið að pípa sig niður í því að vera með #rodgersout, sjálfstraustið í liðinu er bara núll og það er nánast enginn að spila vel, nokkurntíman.
Ég vill sjá Gerrard tekinn úr liðinu núna strax bara. Það er alltaf leitað að honum til að búa til eitthvað spil og aðrir sem eru inná virðast missa sjálfstæði bara við að vera með hann inná.
Flott skýrsla sem segir mest allt sem segja þarf.
Ég hef töluverðar áhyggur af Brendan Rodgers eftir þennan leik og óttast að pressan sem er á honum og liðinu sé alls ekki að fara vel í hann frekar en leikmenn. Ég skil að hann verji sína leikmenn í fjölmiðlum og hann reynir að vera jákvæður en það bara gefur röng skilaboð að tala um frábæran karakter og gott stig á útivelli eftir þennan leik, þetta var bara hvorugt. Eins var liðið ekki að svara gagnrýnendum sínum á nokkurn hátt eins og Lambert sagði eftir leik þó vissulega hafi hans frammistaða verið jákvæð.
Þetta var í sjötta sinn sem Liverpool er með eins marks forystu á 85.mínútu og í sjötta skipti sem liðið tapar þeirri forystu niður. Betur er ekki hægt að lýsa því sem er að karakter þessa alltof brothætta liðs og það var alls ekkert að breytast í kvöld, þvert á móti.
Simon Mignolet verður aldrei aðalmarkmaður Liverpool á næsta tímabili, það verður augljósara með hverjum leik og ef allt er eðlilegt verður fengið inn betri markmann í janúar.
Rodgers gerði samt nokkrar breytingar sem kallað hefur verið á þó byrjunarliðið í dag hafi verið eitt það stirbusalegasta sem ég man eftir síðan Hodgson var stjóri félagsins með Poulsen á miðjunni. Ég var ekki að óska eftir Toure en hann kom inn fyrir Lovren og komst a.m.k. upp með sín helstu glappaskot í leiknum. Skrtel var nokkuð samur við sig og liðið lekur 2 mörkum að vanda.
Það var opið hús á hægri vængnum fyrir Ludogorets. Johnson er búinn að vera alvarlega slakur undanfarið og það hjálpar honum lítið að spila honum úr stöðu með Sterling fyrir framan sig sem hjálpar ekki mikið varnarlega. Ofan á það er miðvörðurinn við hliðina á Johnson líka að spila svolítið úr stöðu enda Toure og Skrtel alltaf spilað hægra megin.
Manquillo kom mun betur út hinumegin sem er ekki tilviljun, hann er bæði betri en Johnson og var með Henderson til að hjálpa sér varnarlega í þessum leik. Auk þess var miðvörðurinn við hliðina á honum að spila sína náttúrulegu stöðu. Þetta eru auðvitað smáatriði en allt telur þetta.
Loksins loksins var Gerrard tekinn úr stöðu varnartengiliðs og ég óttast að þetta hefði farið ennþá verr með hann þar, þessi varnartengiliðs tilraun er vonandi búin núna. Lucas kom inn og var ágætur þó Ludogorets hafi sótt full mikið fyrir minn smekk og fengið endalaust af föstum leikatriðum í grend við okkar mark. Ekki að það skrifist frekar á Lucas en aðra en varnarleikur liðsins í heild var ekkert spes.
Gerrard má ekki hvíla svo mikið sem eina sekúndu og var því fremstur á miðjunni fyrsta klukkutímann eða þar til hann var gjörsamlega sprunginn, þá fór hann framm og lét spretthlauparann Lambert um að vinna til baka fyrir sig. Hann var að gera það vel í nokkrar mínútur þar til hann sprakk líka. Coutinho, Lallana, Can og Borini horfðu bara á sauðslakir á bekknum á meðan.
Þetta setti ég á twitter rétt áður en Ludogorets jöfnuðu
Þetta var í takti við svipuð tíst frá nánast öllum á minni tímalínu. Ég get ekki útskýrt þessa skitu hjá Rodgers og sá er svo sannarlega ekkert að hjálpa sér í þessari pressu sem er að hlaðast á hann. Vörn Ludogorets var jafnvel verri en okkar og mér er fullkomlega fyrirmunað að skilja afhverju Rodgers setur ekki ferska fætur inná síðasta hálftímann til að bregðast við því að heimamenn hlaða sóknarmönnum inná og auka pressuna. Lambert, Gerrard og Sterling voru gjörsamlega sprungnir í restina og varnarvinnan frá þeim nánast engin undir það síðasta sem þýðir bara fleiri sóknir hinumegin.
Þessi föstu leikatriði þeirra töldu auðvitað á endanum og er þetta í þrettánda skipti sem Liverpool fær á sig mark eftir fast leikatriði í vetur. Það er ótrúlega lélegt og þjálfarateymið er alls ekki að bregðast nógu vel við þessu risavaxna vandamáli. Þetta vesen var ekkert að byrja á þessu tímabili.
Það er Ludogorets og Real Madríd að þakka að Liverpool á ennþá séns í þessari keppni og ég er ekki að sjá hvað Liverpool hefur að gera í 16-liða úrslit nema þá helst til að bæta fjárhaginn. Það er ömulegt að grísast yfir Ludogorets á heimavelli í uppbótartíma og ná aðeins stigi á útivelli í leik sem helst þurfti að vinnast. Hvað þá að missa niður forystuna gegn þeim í báðum leikjum á lokamínútunum. Liverpool er núna með 4 stig rétt eins og Ludogorets eftir fimm umferðir af sex og samt eru báðir leikirnir við þá að baki. Það eru raunar einu stig Liverpool í þessari keppni enn sem komið er.
Þetta breytir því ekki að Liverpool dugir það ennþá að vinna Basel á heimavelli til að komast áfram og fyrirfram hefðum við alveg tekið því. Þetta var svipað mikið basl hjá okkar mönnum árið 2005 🙂
Basel hefur hinsvegar slegið okkur úr leik á þessu stigi áður og ég óttast að þeir endurtaki leikinn, eins og staðan er núna er ekkert í leik Liverpool sem gefur tilefni til mikillar bjartsýni.
Næsti leikur er gegn Stoke á laugardaginn. Rodgers þarf að skoða það vel og vandlega hvort ekki megi hvíla menn eins og Gerrard og Allen þar. Glen Johnson á hinsvegar ekki að hvíla að mínu mati heldur bara taka úr liðinu. Ég fer í Aly Cissokho bolinn minn næst þegar ég sé hann í vinstri bakverðinum.
Maður leiksins að mínu mati klárlega Sterling og Henderson í öðru sæti. Fannst þeir bera af öðrum.
Niðurstaða, leikurinn mikil vonbrigði að mínu mati en það skipti blessunarlega ekki máli eftir allt saman. Vinnist leikurinn gegn Basel þá er mér alveg sama um þetta allt saman í Meistaradeildinni og verð búinn að gleyma riðlakeppninni í febrúar.
Stoke leikurinnn verður hinsvegar að vinnast, Liverpool hefur ekki unnið leik núna fimm leiki í röð. Ekki einu sinni gegn Ludogorets.
“ Great effort by the players tonight I thought they were outstanding“
Ertu fucking að grínast í okkur Hr. Rodgers???
Jæja, ekki unnið leik í síðustu fimm tilraunum, er einhver búin að fletta upp hvað er langt síðan það gerðist síðast?
Er Rodgers sá eini sem er ekki búin að fatta þetta með Mignolet?
Held að þær raddir sem heimta að Kolo Toure verði byrjunarliðsmaður muni þagna eftir þennan leik mikið átti blessaður kallinn dapran leik þrátt fyrir að hafa fengið töluvert meiri aðstoð heldur en miðverðinir fengu síðustu helgi
Mér fannst þetta bara ágæt framistaða hjá Liverpool. Þetta var engin glans leikur en í stöðuni 1-2 fyrir okkur þá voru við ótrúlega fagmanlegir í öllum okkar aðgerðum og ef við horfum á þetta frá sjónarhorni varnarleiks þá fékk Ludó 1 færi allan leikinn og það var markið sem þeir skoruðu úr á 89 mín úr föstu leikatriði(það voru auðvita stór misstök hjá Mignolet sem gáfu þeim fyrsta markið og lélegur markvörður hefði náð að handsama boltan en því miður erum við með skelfilegan svo að….
Þeir fengu varla færi og mér fannst við líklegri til þess að skora en þeir. Sterling átti auðvita að klára sitt færi og svo fannst mér að Lambert átti að klára skallan þegar dómarinn dæmdi aukaspyrnu á Henderson( mér fannst þetta bara 50-50 og ekki auka en skiptir ekki máli).
Markmiðið fyrir þennan leik var að búa til úrslitaleik gegn Basel á Anfield í síðstu umferð og það tókst. Þetta Basel lið er samt stórhættulegt og áttu eiginlega skilið stig gegn Real í kvöld því að þeir voru mjög hættulegir sóknarlega og héldu boltanum mjög vel.
Markmiðið í meistaradeildinni er númer 1,2 og 3 að komast í 16.liða úrslit, er það ekki? Ef það tekst þá skipta hinir leikirnir sem búnir voru gjörsamlega engu máli, því að ég veit ekki hversu oft maður hefur séð þessa frægu setningu um að framistaðan skiptir engu á meðan úrslitinn séu góð og ef liðið kemst í 16.liða úrslit þá er því markmiði náð.
Í sambandi við liðið í kvöld þá voru nokkrir góðir hlutir að gerast.
Númer 1 Vörninn leit alveg ágætlega út
Númer 2 Lucas verndar vörninna miklu betur
Númer 3 Mér fannst Joe Allen eiga fínan leik í kvöld eftir nokkra lélega leiki og Glen Var solid eftir nokkra lélega leiki.
Það sem vantaði samt var hraði framávið. Þeir voru farnir að sækja á mörgum mönum og að hafa Lambert(sem var góður) og Gerrard frami er nú ekki að láta andstæðingana hafa áhyggjur af hraðanum. Ég hefði tekið Gerrard útaf , sett Moreno á sinn stað og leyft Sterling að stinga þarna í restina.
Jæja úrslitaleikur framundan gegn sterku Basel liðið en ég hef trú á Anfield því að þar gerast Evrópuævintýrin.
Sá ekki leikinn, kannski sem betur fer, búinn að lesa reiðikommentin fram og til baka og nenni ekki lengur að fárast yfir þessu. Þetta er búið. Því var alveg við hæfi að detta inn á þetta hér á netinu áðan:
Lambert er kominn með fleiri mörk en Suarez þetta tímabilið…… 🙂
Þetta var nú alls ekki svo slæmt! Auðvitað ekki neitt frábært heldur, síður en svo. Útileikur í CL verður aldrei auðveldur.
Ludogorets eru merkilega vel skipulagðir, ná t.a.m. að nýta bakverðina frábærlega og eru steinuhættir í gagnsóknum.
Engu að síður er liðið vitaskuld ekki að spila neitt í líkingu við þeysireið síðasta tímabils. Það er þó ansi skiljanlegt þegar það vantar tvo langhættulegustu mennina og fjarvera þeirra hefur áhrif á miðjuna (vantar hlaupin, pressuna o.s.frv).
Uppleggið var OK í kvöld. Kolo hafði tvo valkosti með þessa sendingu sem leiddi til fyrra marks heimamanna: a) láta hana fara og b) tækla hana. Hefði aldrei náð boltanum án þess að fara niður og þar með gat hann ekki stýrt þessu almennilega. Loks skoppar boltinn gjörsamlega fáránlega svona 2-3m fyrir framan Mignolet. Hann var væntanlega búinn að ákveða að grípa boltann, en eftir á að hyggja hefði komið betur úr að slá hann út til hliðar.
Lambert var áræðinn (sem skilaði marki), Gerrard alveg prýðilegur (en gasaður síðasta hálftímann) og Sterling var að taka menn á og djöflast; það glitti aðeins í þann Raheem Sterling sem við sáum síðasta vor.
Jú, ég hefði reyndar þegið öðruvísi og snemmbærari skiptingar. SG og Lambert út frekar en Sterling t.d.
Samt, þetta var nú ekkert disaster í líkingu við CP úti, langt í frá.
Menn geta pirrað sig yfir ýmsum hlutum en fjandakornið, kvöldið í kvöld var batamerki.
1. Balans. Það var balans á liðinu í kvöld. Miðjan virkaði. Loksins. í fyrsta sinn í langan langan tíma var miðjan ekki sundurslitið hrúgald.
2. Lovren fékk hvíld. Menn geta deilt um það hvort Kolo hafi átt heimsmeistaraleik eður ei en hann fékk allaveganna að sína sig. Á meðan Lovren fékk að hvíla sig. Frábært.
3. Lucas var mættur og spilaði vel.
4. Gerrard var frelsaður úr varnartengiliðnum. Átti meira að segja marga prýðisgóða takta. Enda hörkuleikmaður. Lúnkinn að finna sér svæði og koma boltanum í svæði.
5. Lambert skoraði. 2 mörk í 2 leikjum.
6. Sterling var hress.
7. Við töpuðum ekki.
8. Liverpool er aftur orðið meritocracy. Ef þú spilar vel þá færðu sæti (Lucas, Toure.) Ef þú spilar illa (Lovren, Gerrard) þá reynum við að taka á því með að sitja þig á bekkinn eða finna hentugra hlutverk handa þér.
9. Nothing’s lost. Við erum á nákvæmlega þeim stað sem við ætluðum okkur fyrir leikinn. Þetta er ennþá í okkar höndum. Sigur hefði engu breytt.
***
Og menn mega ekki gleyma því að það er ekkert auðvelt að mæta með lemstrað sjálfstraust til Búlgaríu í -3 gráður og ætla sér að rústa heimamönnum. Við munum eftir gullaldarliði Liverpool sem iðulega datt út í Evrópukeppni þegar það þurfti að mæta í vetrarhörkurnar í austur-evrópu, þrátt fyrir að það gæti sundurspilað bestu liðin á Ítalíu, Spáni, Þýskalandi hvenær sem er.
Menn geta vissulega fókuserað á það neikvæða. Guð minn, ég get vart ímyndað mér auðveldara verkefni en að andskotast út í Brendan Rodgers og Liverpool liðið þessa leiktíðina. Alveg sjöþúsund tilefni, í það minnsta. En þessi leikur í dag var framför. Mikil framför. Eins og Gary Neville talaði um þá ferðu ekki frá því að sökka big tæm á versta formi ferils þíns í það að spila þinn besta leik á þreimur dögum. Það er ekki hægt. Fótbolti virkar ekki þannig. Kannski Football Manager. En ekki þess alvöru.
Og auðvitað er fullt sem þarf að laga. Shitloads. Þetta tekur tíma og á meðan hlutirnir færast í áttina þá getum við leyft okkur hóflega bjartsýni. Við skulum ekki pirra okkur á leikjunum í seinasta mánuði loksins þegar það sést skynsemi frá stjóranum og batamerki á liðinu.
***
p.s. Og menn geta drullað yfir Johnson eins og þeir vilja. Gjörið svo vel. Fólki getur fundist hann ekki vera nógu góður. Allt í lagi með það. En það er ástæða fyrir því að honum var treyst fyrir sæti í byrjunarliðinu í mikilvægum erfiðum útileik í evrópukeppni í -3 en ekki Moreno. Moreno var búinn að vera inná vellinum í 5 mínútur þegar hann var farinn að hugsa um eitthvað annað í föstu leikatriði sem kostaði okkur jöfnunarmarkið. Í guðanna bænum, skammið Rodgers fyrir að hafa treyst honum fyrir 10 mínútum, ekki fyrir því að hafa ekki haft hann í byrjunarliðinu!
Tek heilshugar undir með Kristni hér fyrir ofan. Batamerki á liðinu og stig á gríðarlegum erfiðum útivelli gegn liði sem er mun betra en menn hafa gefið sér.
Back to basics er eina ráðið þegar allt er á móti þér og það var Rodgers að gera í dag.
Held að meirihlutinn hérna inni hefði haft virkilega gott að hlusta á Carrager og Nevill eftir leik. Fínir punktar hjá þeim félögum.
Áfram Liverpool!
Mignolet út !!!
Ég sakna Suarez
Ég sakna Sturridge
Ég sakna Reina
Ég sakna varnarleiks
Ég sakna þess að við getum hreinu
Ég sakna sóknarleiks
Ég sakna Liverpool
Please come back ! !
Ég er united maður og var örugglega brjálaðri við þetta jöfnunarmark héldu en þegar united fær á sig United fær á sig svona síðbúin jöfnunarmark. En það var nú vegna þess að ég henti 6000 kalli á 2-1 sigur Liverpool manna.
Samt sem áður verður að styðja við lið sitt á svona erfiðum tímum, veit að þið hafið þurft að gera það meira en ég enda er ég fæddur 1984 og man nánast bara eftir góðum tímabilum hjá mínu félagi að undanskildu þessu leiðinda tímabili í fyrra sem þið munið allir að öllum líkindum eftir.
Reynið nú að horfa á björtu hliðarnar sem eru augljóslega ekkert af stórliðunum að spila vel nema bláliðarnir í London og Southampton spurning hvort þeir verði ekki bara í meistaradeildarsæti. City finnst mér alls ekki sannfærandi miðað við í fyrra allaveganna en Aguero virðist bera þetta lið á bakinu. Arsenal finnst mér reyndar byrjaðir að spila betur og voru flottir á móti okkur síðustu helgi og áttu skilið sigur en barnalegur varnarleikur varð þeim að falli enn eina ferðina. Við síðan erum alls ekki orðnir stöðugir og virðumst vera mjög brothættir. Varnarleikurinn er í molum og allir þar í meiðslum svo þarf að treysta á unglinga. Er ekki frá því að við værum með ykkur í neðri hlutanum ef ekki væri fyrir De gea sem er búin að vera magnaður.
Þið eruð með í CL í fyrsta skipti síðan 2010? Og eigið ennþá möguleika að komast áfram þar. Langt í 16 liða og spilamennskan að öllum líkindum orðin betri á þeim tíma.
Þannig ekki örvænta það er ekki enn kominn desember og fá lið að sýna fína drætti.
Eftir 23,30 þá kom eðliðleg umræða um barnið okkar sem er farið að hrjóta hástöfum núna YNWA,,,,,,, framundan er úrstlitaleikur við Basel á heimavelli okkar,,,,,,,, þar er algjörlega magnað miðað við spilamennsukuna hingað til,,,,,,,, ekki þurfum við að spila þá leiki aftur,,,, það sem okkar lið vantar núna er STUÐNINGUR þeir sýndu hugarfarið í kvöld, ,,,,
Morguninn eftir er aðeins annar fókus á mér allavega.
Að sjálfsögðu er í fínu lagi að Rodgers tali um karakter og að Lambert tali um perfomans. Eftir að hafa tapað öllum leikjum síðan um miðjan október er bara ekki neitt stóralvarlegt við að einhver léttir fylgi því að lenda undir, komast yfir og tapa ekki. Það að fara inn í síðasta leik á CL með það nóg að sigra hefur verið það sem Rodgers tók fyrir gærdaginn. Þetta var hænuskref en það fyrsta uppá við síðan við unnum Swansea í deildarbikarnum.
Það breytir ekkert því að hann átti að skipta þremur og allt það…en hvað átti hann að segja.
Shit hvað við vorum lélegir maður, afsakið mig! Sé ekki ástæðu fyrir því, ekki síst því stuðningurinn á vellinum var magnaður allan tímann og klefinn örugglega ekki með tárin og fýlusvipinn niður á hné…
Mér finnst menn bara ótrúlega jákvæðir eftir allt sem á undan er gengið. Að mínu viti eru ekki batamerki á liðinu – liðið er að fara niður á við. Við erum að grísa okkur í þennan úrslitaleik á móti Basel. Töpuðum auðveldlega á móti Basel í fyrsta leik, grísuðum á sigur á móti Ludo í öðrum leik, töpuðum auðveldlega fyrir Madrid í tveimur leikjum, vorum ótrúlega slappir á móti Ludo í gær og það kæmi mér einfaldlega á óvart ef við myndum vinna Basel í síðasta leik riðilsins.
Um helgina rúllaði Palace yfir okkur, Chelsea vann okkur þar á undan nokkuð þægilega á Anfield, Newcastle vann okkur, gerðum jafntefli við Hull í afar leiðinlegum leik og grísuðum þar á undan á sigur á móti QPR sem við áttum ekki skilið undir nokkrum kringumstæðum.
Já – þetta eru staðreyndirnar. Liðið hefur í besta falli verið sæmilegt í einhverjum af þessum leikjum en langoftast slakt þar sem marktækifæri hafa verið afar fá og langt á milli þeirra.
Staðan er einfaldlega þannig núna að það er enginn ástæða til bjartsýni og allir leikmenn líta frekar illa út. Kæmi mér ekkert á óvart að leikurinn á móti Stoke yrði leiðinlegast leikur tímabilsins.
En svona er þetta. Ég er a.m.k. búin að segja upp sportrásunum því mér finnst óbærilega leiðinlegt að horfa á fótboltann sem liðið býður upp á þessa dagana þar sem liðið er að skapa sér 1 til 2 hálffæri í leik.
Ef að við komumst í 16 úrslit og náum 4. sætinu í deildinni er það frábær árangur, og það er en möguleiki á þessu, meira að segja góður möguleiki. Ef okkur hefðu verið boðið það fyrir ári hefðum við tekið því mjög sáttir. Núna eru erfiðir tímar en þetta er allt að koma, Brendan er búinn að gera frábæra hluti þráttt fyrir hörmulegt gengi að undanförnu. Hann er að reyna að snúa þessu við og það var stórt skref að færa Gerrard framar, hann er í rauninni að viðurkenna mistök, og vonandi verður keyptur nýr DM og markmaður í glugganum.
Áfram Liverpool
Langar að leiðrétta þig númer 71.
Það er ekki góður möguleiki á meistaradeildarsæti þ.e. fjórða sætinu. Liverpool þarf að vera með meira en 2 stig að meðaltali í leik það sem eftir er af tímabili. Við erum í kringum 1 stig í dag.
Rodgers er vissulega að gera breytingar með Gerrard en þær koma full seint að mínu mati og mættu vera róttækari. T.d. hvíla Gerrard.
Persónulega finnst mér Rodgers ekki vera höndla það að stjórna liði sem tekur þátt í öllum keppnum og er með stóran leikmannahóp. Honum til varnar er þetta fyrsta skiptið sem hann er í þeim sporum og vonandi lærir hann á þessu.
Daginn eftir, nokkur atriði sem ég vildi bæta við leikskýrsluna:
01: Varðandi umræður um ummæli Rodgers. Ég segi eins og Maggi hér að ofan, ég skil vel að hann verji leik liðsins út á við og er svo pottþétt ekki að segja það sama við leikmennina bak við tjöldin. Hann segir þeim ekki að þetta hafi verið frábær frammistaða, það hlýtur að vera á hreinu. Þetta gera allir þjálfarar, ekki síst til að halda virðingu leikmanna og „missa ekki klefann“ eins og sagt er.
En það er munur á því hvernig þetta er orðað í fjölmiðlum og á meðan Rodgers hefur oft komist vel að orði við svekkjandi tækifæri þá hefur mér fundist í síðustu tveimur leikjum ákveðinn munur á. Ég horfi á viðtöl hans eftir Palace- og Ludogorets-leikina og sé mann sem er bersýnilega undir mikilli pressu og hann finnur fyrir henni. Sveittur, blæs út um á milli orða í viðtölum og svo framvegis. Líkamstjáningin er ekki góð.
Það þarf ekki að þýða að starfið sé í hættu hjá honum en það er engu að síður mikil pressa á honum og hann finnur fyrir henni. Hún sást líka í liðsuppstillingunni í gær og að mínu mati í því að hann fraus á hliðarlínunni í stað þess að stíga stóru (og nauðsynlegu) skrefin og taka markaskorarann sinn og fyrirliðann út af. Ef hann hefði gert það held ég að við hefðum ekki misst þetta niður í jafntefli.
Vonandi sýnir hann okkur að hann ráði við pressuna. Ef hann ætlar að frjósa svona undir álaginu er alveg eins gott að láta hann bara fara, sama hvað hann afrekaði á síðustu leiktíð. Koma svo Brendan!
02: Ein leiðinlegasta setningin í umræðunni hérna er þessi: „Okkur verður hvort eð er slátrað í 16-liða úrslitum ef við komumst áfram!“
Muna menn ekki eftir 2004/5? Liðið gat mjög lítið í riðlinum það árið og þurfti tveggja marka sigur á Olympiakos heima í lokaleiknum til að komast áfram. Og svo lenti liðið líka undir í fyrri hálfleik þess leiks. Það lið var ekki að spila eins og það ætti erindi í 16-liða úrslitin, en á einhvern ótrúlegan hátt (og í magnaðri stemningu á Anfield) tókst liðinu að skora þrjú mörk í seinni hálfleik (þökk sé Gerrard og frááábærum skiptingum Rafa Benítez) og rééééétt skreið áfram upp úr riðlinum.
Tæplega þremur mánuðum síðar var liðið komið í annan gír og straujaði Leverkusen heima og úti, sjokkeraði heiminn með því að slá fyrst Juventus og svo Chelsea út og þá kom þessi setning aftur: „Milan slátrar okkur í úrslitaleiknum hvort eð er.“ Nema að færri sögðu hana því menn voru svo uppteknir við að láta sig dreyma.
Og við munum öll hvernig það fór í Istanbúl kvöldið góða.
Þannig að plís, ekki segja mér að það sé nánast betra að komast ekki áfram til að sleppa við einhverja meinta niðurlægingu í 16-liða úrslitum. Við vitum ekkert hvernig fótbolta Liverpool verður að spila seint í febrúar þegar sú umferð fer fram. Þá verður Sturridge kannski kominn í gang á ný og jafnvel 1-2 leikmannakaup eftir janúar, þá verður Rodgers kannski búinn að ná tökum á ástandinu og rétta skútuna við. Og sama hvernig liðið er að spila þá er það alltaf Anfield í 16-liða úrslitum, ég lofa ykkur að ekkert stóru liðanna langar í það jafnvel eins og Liverpool er að spila í dag.
Þannig að plís, hættið þessu röfli um að okkur verði pottþétt slátrað ef við komumst áfram. Ég er að farast mig langar svo mikið upp úr þessum riðli til að geta hlakkað til 16-liða úrslita gegn einhverju stórliði. Það er engin trygging að Liverpool verði svona lélegir í fótbolta þá!
03: Aftur niður á jörðina; í dag er 27. nóvember og Liverpool vann síðast leik 28. október, gegn Swansea. Gengið síðan Liverpool vann síðast deildarleik (QPR 19. okt.) er: 1 sigur 2 jafntefli 5 töp. Djíses fokking kræst! Ég er ekki viss um að ég þori að horfa á Stoke-leikinn á laugardag.
Jákvætt: Henderson og Sterling voru sprækir og góðir í pressunni. Einnig virtist lambert nýtast liðinu mjög vel og fúnkera vel undir handleiðslu Gerrards sem var bakvið hann.ásamt því að skora sitt annað mark. Lucas þarf að vera í liðinu meðan sjálfstraustið er svona lítið, hann er ekki frábær en hann skilar sínu hlutverki vel og gefur smá balance í liðið.
Neikvætt: Mignolet er að spila sig útúr liðinu, gjörsamlega. Ég hefði viljað sjá aðrar og fleirri breytingar hjá stjóranum (grunar reyndar að Sterling hafi verið hvíldur fyrir helgina). Nánast allir leikmenn sem BR keypti í sumar njóta ekki lengur trausts og rétt komast á bekkinn.
Ef við komumst í topp 16 í CL þá er mér slétt sama hvernig þessi riðlakeppni spilaðist, það spyr enginn um það þegar í útsláttarkeppnina er komið og því er ég ekkert sjúklega pirraður eftir gærkvöldið, einfaldega útaf því að ég er drulluspenntur fyrir leiknum við Basel 9 des. Hinsvegar er ljóst að svona spilamennska mun ekki koma liðinu í CL á næsta ári og það hryggir mann mikið enda búið að leggja svo mikið á sig til þess að komast þangað.
Ég skil að vissu leiti að þjálfarinn skuli hafa snúið til þeirra manna sem hann þekkir mest til til þess að klára verkefnið en það er rosalega skrítið að sjá hátt í 100mp á bekknum meðan menn eru gjörsamlega á bensíngufunum nánast allan seinni hálfleikinn og ég held að þessi statistík um hvað liv hefur misst oft niður forrystu á lokamínútum sé gríðarlegt áhyggjuefni fyrir þjálfarateymið.
Það að Reina sé á tréverkinu hjá Bayern og Mignolet sé í markinu hjá okkur er nátturulega lögreglumál!
Annars þá held ég að það sé farið að hitna verulega undir Brendan Rodgers, enda eins og hann benti sjálfur á það gekk liðinu ekki vel á hans fyrsta tímabili en þar voru menn þó allavega að reyna, sýndu kjark og þor, skutu í slá og stöng. Núna er varla hægt að segja að liðið hafi áhuga á verkefninu. Jafnvel okkar eigin hetja og fyrirliði er á jogginu þegar andstæðingurinn er með boltann.
Auðvitað langar manni ekkert heitar en að Brendan Rodgers vinni sig aftur inn í hug og hjörtu okkar aðdáenda, en staðreyndin er sú að hans eigin leikmenn eru ekki að auðvelda honum það. Liðið er áhugalaust með öllu, leikmennirnir sem komu nýjir eru með framlag lang undir meðallagi og svo hegðar hann sér eins og frekt smábarn þegar kemur að því að velja í liðið og neitar að gera þær breytingar sem nánast allir sjá að þurfa að gerast.
Svo er það eitt þegar liðið spilar vel en lendir gegn ofjarli sínum, fótboltaliði sem er betra á öllum sviðum leiksins. Það sást á móti Madrid. Í gærkvöldi var um að ræða andstæðing sem samanlagt nær varla í þær tekjur árlega sem margir af þessum LFC spöðum eru með á viku. Engu að síður var ekki hægt að sjá það á velli að það væri tilfellið, hvorki fótboltalega séð, né á framlagi leikmanna.
Rodgers lætur það svo út úr sér að blaðamannafundi að liðið hafi leikið vel og að það hafi sýnt mikinn karakter. Fyrir mér að það ofureinfalt að LFC á að vera betri á öllum sviðum leiksins en Ludogoretz og þó að liðið lendi undir þá sýna menn það á vellinum að slíkt á ekki að gerast, og leiðrétta það. Fyrir mér flokkast það ekki undir karakter – heldur skildu leikmanna klúbbsins, gegn ekki stærri andstæðing.
Held að Rodgers hefði hreinlega gott af því að nálgast upptökur af sjálfum sér á blaðamannafundum stuttu eftir að hann tók við liðinu. Þar malar hann stanslaust um að Liverpool sé einn stærsti klúbbur í Evrópu og að hans markmið séu að koma liðinu aftur á þann stall sem það á heima á, meðal þeirra bestu. Það er alveg kristaltært að hann er löngu búin að gleyma fyrir hvaða klúbb hann starfar og það sem verra er að leikmennirnir eru augljóslega líka búnir að gleyma því. Slíkt er vinnuframlagið í undanförnum leikjum. Það á ekki að þurfa að biðja menn sem klæðast rauðu treyjunni um að berjast og hlaupa, slíkt á að vera staðalbúnaður.
Vandamálið er augljóslega stórt þegar að stórklúbbur eins og Liverpool sem vill spila “possession” knattspyrnu, nær varla 2-3 sendingum milli manna í röð, hvað þá að vera samanlagt minna með boltann en andstæðingurinn, lið frá Búlgaríu í meistaradeild í fyrsta sinn.
Úff þetta er svo átakanleg mynd.
http://www.101greatgoals.com/blog/social/liverpools-11-men-couldnt-stop-5-ludogorets-attackers-with-1-on-the-floor-picture/
Þá er nú bara betra að faðma menn að hætti Skrtel.
Maður er kominn með fiðring í magann fyrir leikinn gegn Basel ekki ósvipaðan fiðring og þegar við vorum í meistaradeildinni á seinasta áratug. Leikurinn var sem við bjuggumst við en ljósu punktarnir eru að Lambert er farinn að skora og nýtingin hans i færum er orðin góð.
Hvaða auli sem er gæti séð að það er eitthvað að hjá liðinu okkar. Ég er hinsvegar sannfærður um að ef FSG teldi að það er betri maður en BR til að koma og taka við þá hika þeir ekki við að reka hann. Vandamálið er það að sá maður er ekki á lausu og allir þeir sem eru betri en BR munu ekki koma til LFC þar sem þeir eru í betra starfi.
Varðandi 1.markið hjá Ludo þá á vissulega Mignolet að gera betur, en hvað með Kolo Toure?…frekar döpur og svifasein tækling í aðdraganda marksins. Mér finnst hann alltaf gera mistök þegar hann er inná.
Það er alþekkt í stjórnun að stjórnendur, sérstaklega þeir sem eru undir miklu álagi, kulna í starfi. Hafa verður í huga að Brendan Rodgers, eins og aðrir stjórar, gegnir tvenns konar hlutverki a.m.k.
Til einföldunar mætti segja að annað hlutverkið sé tæknilegs eðlis þ.e. að móta stefnuna, leggja upp taktík, þjálfa liðið og taka ákvarðanir. Ég efast ekkert um færni BR á þessu sviði; þetta er góður þjálfari, vel menntaður og vel skipulagður.
Hitt stóra hlutverkið er að vera leiðtogi hópsins. Það er vitanlega ekki mikið mál að vera leiðtogi þegar að allt leikur í lyndi og allir ánægðir. Þetta hlutverk kikkar hins vegar inn þegar að á móti blæs. Þá þarf að sýna í hvort maður sé úr stáli eða járni.
Leikurinn þar sem ég varð næstum því sannfærður að BR er ekki nógu góður var leikurinn við Crystal Palace. Sjóninn sem blasti við manni var úrræðalaus maður á hliðarlínunni. Eftir leikinn í viðtölum kom enn frekar í ljós að stjórinn okkar var beygður maður. Hann var ekki einu sinni reiður heldur skelfingu lostinn fullur af sjálfsásökunum. Ég hefði viljað sjá hann brjálaðan eða hreinlega fara ekki í viðtöl.
Það er svona móment sem greina á milli finnst mér. Þeir stjórar sem endast í þessari vinnu eru ekki bara góðir í taktík heldur töffarar. Shankly og Paisley voru gerðir úr stáli en ég óttast að okkar maður sé hreinlega of soft. Stundum þarf að sparka í rassgatið á mönnnum til að koma þeim af stað.
Ég sá ekki viðtölin við Brendan eftir leikinn en mér skilst að hann hafi verið bara nokkuð sáttur. Ég sá fyrri hálfleikinn og að mínum dómi vorum við lélegir og varð ekki hissa þegar að svo fór sem fór.
kræst….hvert erum við komin þegar við köllum eftir að Kolo Toure fái meiri spilatíma?
Ég er ekki sammála því að kolo hafi gert mistök í fyrsta markinu. Átti hann að láta boltann bara sigla framhjá? Ég set reyndar stórt spurningamerki afhverju Ludo gaurinn var með allt pláss í heiminum fyrir fyrir framan vörnina. Hefði haldið að þarna hefði einhver átt að vera að pikka upp hlaupið. Síðan er að mínu mati ekki hægt að reyna að afsaka Mignolet í þessu marki. Þetta voru einfaldlega ömurlegir markmannstilburðir.
Framundan er stórt og mikið prógram. Allt úrslitaleikir fyrir Brendan Rodgers!
All svakalegt Meistaradeildarkvöld framundan á Anfield, ég fagna því.
Munum að Liverpool fer aldrei, aldrei auðveldu leiðina????
Við skulum nú vera rólegir að tala um stál hjá Paisley karlinum, það var sko alls ekki hann sem var stálið, varla að hann opnaði munninn í klefanum, um þá hlið sá Ronnie nokkur Moran, Paisley var leikmannaþekkjarinn og taktíkerinn, Moran “sá um” klefann og agann.
Það er kannski helst það sem ég velti fyrir mér hjá Brendan Rodgers. Ég tek töluvert mark á mönnum eins og Luis Suarez og Steven Gerrard þegar þeir tala um stjóra og efast ekki í eina mínútu um það hann er frábær á æfingavellinum og leggur gríðarlega vinnu á sig til að mæta hverjum einstaklingi.
Honum hefur lengi verið legið á hálsi að eiga ekki plan B til ef að plan A er að klikka og það er einmitt kannski það sem mér finnst vera í gangi. Í teyminu hans er Pascoe vinur hans og hann Marsh, en ég velti fyrir mér hvort að hann ætti ekki að gerast djarfur og bæta við sig manni sem “confronterar” töluvert það sem hann er að hugsa. Því hann þarf aðstoð við það að mínu mati í dag, hann má ekki raða í kringum sig of mikið af já-mönnum, það er t.d. alveg klárt að Mike Marsh á ekkert input í þá pressu sem núna er á þjálfarateyminu.
Svo er rökstuðningur Kristjáns í 01 algerlega minn. Það er ekkert til meira óþolandi en þjálfari og/eða stjóri sem kemur eftir alla tapleiki eða dapra og lýsir því hvað allt sé ómögulegt. Það vita allir þeir sem hafa haft slíka menn við stjórnvölinn, einstaklingar sem benda ansi oft á aðra.
Ég man t.d. varla eftir því að heyra hann Mourinho tala illa um sitt lið, enda skilst mér á því sem ég heyri og hef fylgst með að þegar illa gengur spegli hann vandanum á sig…já eða dómara eða bendir í aðrar áttir.
Það er klárlega hægt að líta á þetta sem skref, að mínu viti er Ludogorets með meiri hæfileika en Crystal Palace sem fóru illa með okkur um helgina. En að sama skapi er ekki nokkur ástæða til þess að taka heljarstökk áfram heldur.
Bara sjá hvað kemur næst upp úr pakkanum og vona að það jákvæða, t.d. frammistaða Lucasar, Lambert og Manquillo helst í mínum augum gefi Rodgers eitthvað smá til að byggja upp fyrir næsta leik, sem er jú ansi hreint mikilvægur.
Svo er það að mínu mati klárlega þannig að ef okkur tekst að komast út úr storminum og á lygnan sjó höfum við lært margt um leikmennina og stjórann okkar.
Sem ég er algerlega sammála Kristjáni að er mjög stressaður og meðvitaður um sína stöðu víðs vegar. Hann veit alveg að í nútíma fótbolta hefðu bæði Shankly og Ferguson verið reknir löngu áður en glæsitímabil þeirra hófust og hann þarf árangur…strax.
Við munum sjá hvað í hann er spunnið, en mikið þætti mér gott ef hann færi út fyrir þægindarammann sinn og tæki Dalglish á þetta, sækti sér þjálfara sem bæta hann upp og hann þarf að rökstyðja sína vinnu fyrir…það langar mig mest núna.
Er Rodgers með nógu góða menn með sér í þjálfarateyminu? Nú veit ég ekkert um þennan Colin Pascoe eða Mike Marsh.
Ekki það að ég ætli að fara að verja vararleik Liverpool…EEEN, er ég að misskilja þessa tölfræði um að vera með eins marks forystu eftir 85 mínútur og tapa henni niður í öll skiptin? Liverpool komst 2-1 yfir gegn Southampton á 79.min og vann leikinn 2-1. Eins komst Liverpool 2-1 yfir gegn WBA á 61.min og vann þann leik líka 2-1.
Endilega bendið mér á hvað ég er ekki að skilja hérna. Annars væri ágætt að athuga aðeins hvað liggur á bakvið svona tölfræði áður henni er hent fram.
Sjá þessa vörn hjá okkur í marki 1 hjá Lodu. Lucas í ruglinu, Kolo með ömurlegri tælkingu og svo Migno í markinu.
Handerson brýtur af sér á fáránlegum stöðum (kringum vítarteiginn) trekk í trekk.
Mark 2 hjá Ludo gjöf frá okkur til þeirra.
Alla ártríðu, vilja og kraft vantar í allt hjá okkur.
OG Brendan er heigull, stendur kyrr á hliðarlínu og þorir ekki að skipta.
En Maggi af hverju segiru að Brendan eigi að taka Dalglish á þetta Brendan hefur verið að ná betri árangri en Dalglish gerði. Og af hverju helduru varnarþjálfari sé endilega lausnin það ekki beint verið að virka hjá Arsenal. Síðan hefur Brendan verið að ná góðum árangri með Liverpool og Swansea með þetta þjálfara lið og þennan leikstíll á hann að fara umbreyta þeirri hugmyndafræði af því að liði á í erfileikum núna?
#85 –
Móri hefur ítrekað gagnrýnt leikmenn sína hart í fjölmiðlum svo ég veit ekki alveg með hverju þú fylgist. 😉
Svona daginn eftir get ég alveg fallist á að þessi leikur var hænuskref í rétta átt og nokkur batamerki á liðinu. Mörkin okkar sýna að liðið á ennþá til snefil af þeim töktum sem sáust í fyrra. Að sama skapi sýna mörk Ludo hve gríðarlega brothætt vörnin okkar er, sérstaklega í föstum leikatriðum og það bara HLÝTUR að vera hægt að kenna mönnum hvernig á að verjast slíku. Ég er sammála þeim sem vilja setja Mignolet á bekkinn enda geta markmenn alveg haft gott af því rétt eins og aðrir leikmenn sbr. Joe Hart sem kom tvíelfdur eftir hvíld í fyrra. Varðandi Brendan blessaðann er ekki alveg komið að því að ég vilji sjá hann fara en hann er ekki mörgum leikjum frá því miðað við þá leiki sem framundan eru. Auðvitað væri ekki rétt af þjálfaranum að hrauna yfir liðið í fjölmiðlum en fyrr má nú rota en dauðrota með að hlaða menn svona lofi eftir frammistöðu sem er ennþá langt frá því sem menn gera kröfu til. Slíkt er merki um metnaðarleysi ala Hodgson í mínum huga. Hef þó enn á tilfinningunni að það þurfi alveg grátlega lítið til að koma þessu á réttan kjöl og er til í að gefa Brendan smá tíma til að stilla þetta af og vona svo innilega að það takist. En tapist næstu leikir, liðið dettur úr CL og jafnvel í fallsæti um áramót held ég að þolinmæði manna bresti.
Er þetta bara ekki orðið gott,það er alveg sama hversu hátt liðið leðjar upp á bak þá kemur BR gjammandi fram og lýsir gríðarlegri ánægju um vinnsluna í liðinu og frábæran karakter?? Þorir maðurinn ekki að tala mannamál og tala af heiðaleika um að gæðaleysið í þessum hóp, sem hann er nú búinn að kaupa að stæðstum hluta og er langt – langt undir kröfum aðdáenda klúbbsins.
Mín stærsta spurning við þenna leik í gær, afhverju gerði Rodgers ekki fleiri skiptingar? Lambert var orðinn þreyttur og hversu oft tapaði Sterling boltanum í seinni hálfleik? ég man ekki eftir góðri sendingu.
Jæja einn mánuður án sigurs, það þýðir bara eitt, það styttist í sigurleik.
Gleymum þessum leik í gær og horfum fram veginn, enda skipti hann víst ekki málI þegar upp var staðið.. Basel þarf að koma í úrslitaleik á Anfield og 12 maðurinn á eftir að koma okkur í gegnum það.
P.s byrjum á sigri á Stoke um helgina.
YNWA
Ég vona innilega að Lambert sé kominn í gang. Ástæðan er sú að þá er fullkomnlega réttlætanlegt að setja Balotelli á bekkinn. það mun kveikja í ítalanum því núna er hann kominn með raunverulega samkeppni um stöðu og hann neyðist til að leggja ennþá harðar að sér en nokkurn tíman áður. Ég vil því meina að Balotelli mun nú nýta hverja einustu innáskiptingu til þess að brjóta markamúrinn og vaða eld og brennisteina til þess að endurheimta sætið sitt í byrjunarliðinu.
Fyrir mér er ekkert fallegra en að sjá Lambert skora fyrir Liverpool miðað við hvað hann þurfti að hafa rosalega mikið fyrir því að fá að spila fyrir liðið. Hann virkar rosalega hógvær í viðtölum og þakklátur fyrir að fá að upplifa loksins Liverpooldrauminn. Einmitt út af þeirri ástæðu er hann minn uppáhaldsleikmaður Liverpool – þó Sterling,Gerrard og Sturridge eru óneitanlega miklu skemmtilegri fótboltamenn að horfa á.
Maggi #85
“þegar illa gengur spegli hann vandanum á sig…já eða dómara eða bendir í aðrar áttir.”
Þetta minnir mig á að þegar við Móri gengum upp Anfield Road og stúlkurnar grétu af gleði:
Að benda í aðrar áttir er unga stúlkan grætur
engu er um að kenna nema dómarafjandanum.
Ég er Mourinho mikli, sólbrúnn og sætur,
ég spegla mig í spegilsléttum vandanum.
Tel og veit að margt þarf að breytast hjá Liverpool til að ná þeim stöðugleika sem þarf til að ná árangri. *Spurning er með mannakaup undanfarið og stæðsta spurningarmerkið er nú hann Brendan. Hafði í fyrstu trú á honum en með tímanum og þegar reyna fer á virðist hann ekki hafa úrræði til taks.
Shit.
Það er ferski maðurinn, Moreno sem gerir þessi ótrúlegu mistök í dekkningunni í horninu…það finnst mér alveg einstaklega svekkjandi!!!
Jæja koparar,
Hvenær á að stytta manni stundir með podcasti?
Staðan er assgoti þung, augljóslega. En sem betur fer erum við ekki þeir einu að ströggla. Það er enginn að afskrifa Arsenal eða Man U í topp 4. Þessi lið eru samt bara rétt fyrir ofan okkur. Frammistaðan í CL hefur verið mjög slök en samt þurfum við ,,bara” að vinna Basel heima til að komast í 16 liða úrslit. Og ég tek undir það hvursu mikið bull sé með að við eigum ekki erindi þangað! For crying out loud, við erum búin að bíða eftir þessu CL sæti í ansi mörg ár!! Auðvitað gírum við okkur upp fyrir þann leik eins og hvern annan úrslitaleik. Ég nenni ekki einhverju manager-fíaskó núna. Ég vil sjá BR fara full-force í að reyna að ná Peter Cech inn í janúar. Ef það gengur þá so be it en við eigum klárlega að reyna. YNWA
Veit ekki frekar en aðrir hvað nákvæmlega er að. Þarf þó ekki að vera með mikið innsæi til að sjá að sjálfstraustið er ekki til staðar í liðinu um þessar mundir. *Greinilegt er að hvarf Luis frá síðasta tímabili er að vega þarna þungt. Hef þó þá trú að ástandið muni vart versna úr þessu. Kveðja Spesfróður. Sá sem veit ekki en hefur trú.
Það er ansi súrrealískt að mæta Basel í úrslitaleik um að komast áfram. Ef það er hægt að kickstarta sísoni á einhvern betri hátt (fyrir utan að vinna Móra eða United) þá væri það klárlega sigur á Basel. Þetta lið gefur manni bara slæmar drukknar minningar og er eitt af Bogeyliðum Liverpool sem þarf að flengja hressilega til að jafna metin. Þessi leikur verður eitthvað.
Menn tala um að þeir viti ekki hvað er að. Mér finnst það 100% augljóst. Búið að kaupa haug af miðlungsleikmönnum í sumar og á undanförnum árum þegar við hefðum frekar átt að kaupa 3 til 4 stórstjörnur sem þegar eru búnar að sanna sig t.d. Falcao, Pogba, Hummels, Di Maria – málið dautt og við værum í toppbaráttu. Þetta er það sem er að og því miður verður þetta ekki lagað auðveldlega núna. Leyfa síðan ungu leikmönnunum að koma inn í leiki og auka breiddina með þeim.
Tómt bull í leikmannakaupum. Öll lið sem ætla að vera í fremstu röð þurfa stórstjörnur í liðið sitt því þær vinna leikina. Það er enginn slík í okkar liði í dag eftir að Suarez fór og auðvitað Sturridge alltaf meiddur. Þetta er ástæðan – mjög einfalt.
Sælir félagar
Ég ætlaði reyndar ekki að taka þátt í þessum þræði en ákvað svo að gera það samt. Ekki það að ég komi með neitt nýtt eða muni leggja eitthvað til málanna sem þrói umræðuna lengra. Nei það held ég varla. Ég vil þó segja eftirfarandi eftir að hafa lesið yfir kommentin hér á undan nánast öll staf fyrir staf.
Það er ljóst að BR fraus á hliðarlínunni, þoldi ekki álagið(?!?) eða eitthvað. Það hefur líklega kostað sigur í þessum leik að nýta ekki skiptingarnar. Ekki að það breyti neinu um lokaniðurstöðu riðilsins en samt ömurlegt að vinna ekki þennan leik.
Það er ljóst að þrátt fyrir einhver batamerki á leik liðsins þá er það ekki í fyrsta skipti í vetur sem við höfum séð “batamerki á leik liðsins”. Nánast undantekningarlaust held ég hefur liðið sóað þeirri innistæðu strax í næsta leik og gott betur en það.
Það er ljóst að þrátt fyrir ferska uppsetningu á liðinu að mörgu leyti í þessum leik þá gat BR ekki fylgt því eftir á hliðarlínunni með skiptingum sem ef til vill hefðu leitt til sigurs.
Það er ljóst að Glen Johnson má fara til Ítalíu fyrir mér. Frammistaða hans er óafsakanleg og virðist tillegg hans í undanförnum leikjum fyrst og fremst snúast um að meiðast ekki. Maður með mikla hæfileika en ömurlegt hugarfar.
Það er ljóst að miðað við ofansagt eru afar litlar líkur á a) sigri í næsta leik, b) góðri frammistöðu stjórans, c) að stjórinn haldi haus á hliðarlínunni, d) að Glen Johnson verði ekki í liðinu, e) að Chan eða Lallana fái að spila næsta leik hvað þá Markovitz eða einhverjir þeir sem eru hvíldar þurfi eftir bekkjarsetur undanfarinna vikna, f) að Gerrard verði ekki skipt útaf þó hann fái hjartaslag á vellinum, g) að Borini komi inn með/eða í staðinn fyrir sprunginn Lambert.
Það er ljóst að þrátt fyrir ofan greint mun ég samt hafa trú á mínum mönnum og spá þessu skelfilega liði, með niðurbrotinn stjórann á hliðarlínunni, sigri í næsta leik.
Það er nú þannig
YNWA