Leicester á morgun

Já, þið lásuð rétt, það er leikur Á MORGUN. Þeir koma alveg hreint í bunum þessa dagana og það er eins gott að menn séu aðeins búnir að hysja upp um sig brækurnar. Þessi upphitun verður í styttri kantinum, þar sem mikið er að gerast á Kop.is þessa dagana og podcast upptaka í kvöld. En fótboltinn er skrítinn og alveg ótrúlega fljótt sem veður getur skipast í lofti. Sáum það hérna á suðvesturhorninu í gær, brjálað veður um miðjan dag, svo nánast logn í nokkra tíma og svo allt í einu snælduvitlaust. Þannig er bara boltinn líka. 1-0 sigur á Stoke lyfti heldur betur brúinni hjá manni, þó svo að ekki hafi sést flugeldasýning a la síðasta tímabil. Við tökum öllum stigum með miklum þökkum þessa dagana.

Mótherjar okkar á morgun eru nýliðar Leicester. Þeir hafa ekki sigrað leik síðan þeir skelltu Manchester United þann 21. september. Það sem meira er, þeir hafa tapað 6 af þessum átta leikjum sem þeir hafa spilað síðan þá. Hinir tveir leikirnir voru jafntefli á heimavelli gegn Burnley annars vegar og Sunderland hins vegar. Ef við höldum áfram að rýna í tölfræðina þeirra, þá er það athyglisvert í meira lagi að þeir hafa aðeins skorað 4 mörk í þessum 8 leikjum. Þeir settu einmitt 5 mörk gegn Man.Utd. Þessi 4 mörk sem þeir hafa skorað síðan, komu í 2 leikjum. 2 í jafntefli gegn Burnley og 2 í tapi gegn QPR núna um helgina. Þeim sem sagt mistókst að skora í 6 af þessum 8 leikjum eftir þessi 5 mörk gegn Man.Utd. Svona vill þetta oft verða með nýliða í deildinni, það er oft erfiðast að mæta þeim í byrjun tímabilsins áður en búið er að berja úr þeim mestu gredduna eftir að hafa komist upp í efstu deild. Þeir gerðu einmitt jafntefli bæði við Arsenal og Everton á undan þessum Man.Utd leik.

Þeirra aðal markaskori er Leonardo Ulloa, en hann hefur sett 5 mörk í öllum keppnum fyrir þá. Aðrir hafa lítinn áhuga haft á að koma tuðrunni í netið, sumir eitthvað þó. Það kemur því ekkert á óvart að þeir séu neðstir í deildinni. Við skulum þó hafa eitt á tæru, það er styttra (stigalega) í Leicester en í Southampton í 3 sætinu. Það segir eiginlega allt um þetta stórfurðulega tímabil. Leicester eru sem sagt 7 stigum á eftir okkur, við erum 5 stigum frá CL sæti og 10 stigum frá öðru sætinu. Ein umferð getur breytt myndinni bara talsvert. Arsenal og Southampton annars vegar og Chelsea og Tottenham hins vegar, mætast innbyrðis á miðvikudaginn, þar tapast stig. Það er ennþá allt að keppa fyrir.

Ég sá nú ekki allan Stoke leikinn, í rauninni bara fyrri hálfleikinn. Mér skilst að ég hafi því sé slakari hluta leiksins, en mikið svaðalega finnst mér miklu meiri ró yfir hlutunum að hafa Lucas spilandi fyrir framan vörnina. Ég ætla svo sannarlega að vona að Brendan haldi áfram því setup-i, þó svo að ég sé hræddum um að hann hendi Stevie strax þar inn aftur. Ekki misskilja mig, ég vil fá Stevie inn í liðið aftur, bara ekki á kostnað Lucas. Ég vil fá hann inn á kostnað Joe Allen í þennan leik. Annars er ég líka svolítið af gamla skólanum, vil helst breyta sigurliði sem allra minnst. Ég held að meiðslalistinn hafi lítið breyst, þeir Sturridge, Sakho, Flanagan, Balotelli og Suso séu fjarverandi. Ég spái því að Brendan stilli þessu svona upp:

Mignolet

Johnson – Touré – Skrtel – Enrique

Henderson – Gerrard – Allen

Coutinho – Lambert – Sterling

Sem sagt Gerrard inn fyrir Lucas. Fjarvera Lallana úr liðinu fær mig áfram til að klóra mér í hausnum, finnst Coutinho fá alveg ótrúlega mikið af tækifærum miðað við hann og heildar frammistöður beggja. Ég er bjartur að vanda og spái því að við hölum inn þremur stigum til viðbótar á morgun. Höldum meira að segja hreinu annan leikinn í röð (hvenær gerðist það síðast?). Vinnum þetta 0-2 með mörkum Lambert og Sterling. Podcast í kvöld og allt að gerast.

21 Comments

  1. Ég er sammála því að sigurliði eigi að breyta sem allra minnst en á móti kemur að núna er að fara að koma törn leikja og því þarf að nýta hópinn eins og hægt er.
    Það er svo Sunderland á laugardaginn og Basel á þriðjudeginum.

    Það eru einna helst þessir gömlu refir sem þarf að huga að og ég gæti alveg séð Toure detta út fyrir Lovren því miður og einnig sé ég ekki að Enrique sem er nýkominn úr meiðslum geti spilað þennan leik á morgun.
    Ég myndi vilja sjá Lallana inn fyrir Allen og Gerrard áfram á bekknum eða inn fyrir Coutinho.

    Núna þarf að láta hné fylgja hviði og klára þennan leik og frá stig en auðvelt verður það ekki.

  2. Ég vill sjá Gerrard inn fyrir Allen (framar á miðjuna) og Lallana inn fyrir Coutinho.

    Magnað hvað Allen og Coutinho hafa leikið mikið á þessu tímabili mv. framistöður.

    Reyndar er einnig merkilegt að næstdýrasti leikmaður félagsins frá upphafi (Lallana) virðist aldrei endast heilann leik inná, hvort sem það er hjá okkur eða Southampton…

  3. Nú veit ég ekki hver testesterónstaðan á Rodgers er (Einar Örn er búinn að banna að punga menn) en ég vona að hún sé góð. Þ.e. að hann sjái að leikur gegn Leicester er nákvæmlega leikurinn til að tefla fram nýjum leikmönnum til að sýna að þeim er treystandi til að klára svona verkefni. Inn á með Can, spænsku bakverðina, Markovic, Lallana og Borini upp á topp.

    Rodgers er svo áhættufælinn að svo virðist sem hann þori ekki að spila þessum strákum enda hafa þeir koðnað niður hver á fætur öðrum. Rodgers á að horfa í augun á hverjum og einum þessara stráka og segja “farðu þarna út drengur og spilaðu fyrr Liverpool eins og þú munir deyja á morgun og að orðstír þinn hvíli á þessum leik”.

    Ég held að þessi uppstilling sem sýnd sé samt mun nær því sem boðið verður upp á.

  4. Helvíti er þetta gott. Ég skrifaði. “Nú veit ég ekki hver testesterónstaðan á Rodgers er (Einar Örn er búinn að banna að p-u-n-g-a menn)…”

    En sem sagt það sem að öllu jöfnu á við dinglandi leðurpoka með tveimur kúlum undir karlmönnum kom sem ” kjarka”.

    Svona uppeldisleg forræðishyggja er alveg dásamleg.

  5. Var einmitt að pæla í þessu – ég skrifaði komment í við síðasta pistil um að ég teldi ólíklegt að klúbburinn myndi punga (p.u.n.g.a.) út fyrir nýjum leikmönnum í janúar.

    Fannst það alveg merkilegt, því ég held hreinlega að ég hafi aldrei á ævinni notað sögnina að kjarka!

    En að efni pistilsins, leiknum gegn Leicester. Mjög mikilvægur leikur fyrir okkar menn, og algjörlega nauðsynlegt að taka 3 stig þarna.

    Bæði Lucas og Toure eiga skilið að byrja þennan leik eftir frammistöðu sína gegn Stoke – já og gegn Real Madrid um daginn einnig. Nú reynir á hvort Rodgers leyfir mönnum að vinna sér inn sæti í liðinu með frammistöðum sínum eða hvort hann eigi sér bara “sína” menn sem fá að spila …

    Eins og margir aðrir er ég ekkert að drepast úr bjartsýni, en ef menn geta ekki kjarkað sig í gang gegn liði sem hefur engan kjark og aðeins skorað 4 mörk í síðustu 8 leikjum, þá er einfaldlega kominn tími á að fá aðra menn inn með meiri og stærri kjark!

    Homer

  6. Ég dró óneitanlega augað í kjark þegar ég sá þetta lið. EN, nú skal öllu kjarkleysi snúið til betri vegar. Þó er vitað að sá sem er með stærsta kjarkinn er kannski ekki með mesta kjarkinn. Þá er rakaður kjarkur ekkert endilega betri en loðinn kjarkur en það kemur nú ekki þessu máli neitt við frekar en kjarkrottur og aurakjarkar.

    En fyrst var farið að kjarka út öllum þessum peningum fyrir leikmenn er lágmark að nota þá.

  7. BR er örugglega í þessum rituðum orðum með sveittan pung að finna út hvaða liðsuppstilling kemur best út.

  8. Veit ekki hvort ég hafi kjark í að rita inn innlegg enda bý ég ekki yfir þessum orðaforða.

    Fyrstu menn á blað eiga að vera Toure, Lucas, Lambert og Sterling. Hitt ræðst, sama hvaða leikmenn fá tækifæri þá verður þetta alltaf skildusigur.

  9. VÁ þessi komment eru fyndin ! (best að taka fram til að forðast misskilning að það er smá kaldhæðni falin í orðum mínum )

  10. Ég gæti vel trúað að við sjáum nokkrar breytingar frá síðustu leikjum. Veit ekki hvort leikformið á Lucasi bjóði upp á þriðja leikinn á viku, eftir að hafa verið ónotaður í langan tíma á unda. Sammála þeim sem kalla eftir Lallana inn og þá til að eiga Coutinho frískan varamann ef þörf væri á. Gæti trúað að Gerrard komi inn núna, verði svo hvíldur í næsta leik eins og kostur er til að vera frískur á móti Basel. Vildi gjarnar sjá Can koma inn í stað Allen. Svo er spurning hvort Borini hvíli Lambert fram á 75 mínútu!

    Að lokum: Ég er viss um að Chelsea tapað 1-0 fyrir Sunderland ef Borini hefði farið til svörtu kattanna!

  11. Mín liðsuppstilling er þessi.

    Mignolet
    Johnson – Skrtel – Toure – Einriqe
    – Lucas –
    – Henderson – Allen
    – Marcovic – Sterling
    – Borini

    Lambert er búinn að spila þrjá leiki á stuttum tíma og gæti því farið á bekkinn til að dreifa álaginu. Það stendur á fellur á dagsforminu hjá honum og þessvegna setti ég Borini fremstann þó mér finnist hann reyndar hálf bitlaus sóknarmaður. Vörnin er miklu traustari með Lukas sem varnartengilið og Toure sem miðvörð í hjarta varnarinnar og því hið besta mál að halda þeirri liðsuppstillingu áfram. Allen og Henderson vinna rosalega óeigingjarna hlaupavinnu fyrir liðið og eru því mjög nauðsynlegir á miðjuna að mínu mati.
    Ég set Marcovic inn í staðinn fyrir – Coutinhno því hann er miklu sneggri – og er meiri hlaupakanína…

    Með þessari liðsuppstillingu á að vera hægt að pressa meira en áður – því hver einasti leikmaður í miðju og sókn (fyrir utan Lukas kannski sem er meira að verja vörnina) eru leikmenn sem ættu að búa yfir miklum hraða og eiga að hafa mikið þol.

    Það gæti verið mjög sniðugt að hafa menn eins og Gerrard og Coutinho, á bekknum því þeir eru leikmenn – sem lið þurfa að aðlaga leikstíl gagnvart og því gæti það verið aukahausverkur fyrir lið að fá t.d Gerrard inn í hálfleik – þegar mótherjarnir eru farnir að þreytast.

  12. Mér finnst þessi comment brilliant (engin kaldhæðni) 🙂
    Sigur á morgun takk

  13. Er mjög bjartsýnn, lofðaði mér því að ef Liverppol vinnur tvo leiki í röð þá verður einn svona opnaður

  14. Ég myndi vilja sjá þetta byrja:
    Mignolet
    Johnson – Skrtel – Toure – Einriqe
    Lucas
    Henderson – Lalana
    Sterling
    Lanbert – Borini

    Fljótlega í seinni skipta Borini lambert eða Lalana fyrir Gerrard sem færi í holuna og Sterling færi þá annaðhvort fram eða á kantinn

  15. hjá Couthinho var það sama upp á tengingnum og venjulega … ef hann missir boltann hættir hann og lætur aðra týna upp ruslið eftir sig! Ég trúi ekki að hann fái að byrja næsta leik – vonandi hendir hann Lallana inn í liðið

  16. Maður kallar þetta kjarklausa uppstillingu ef rétt reynist, allt annað en kjarkurinn sem var á liðinu síðasta tímabil, þegar menn fóru í hvern og einn einasta leik, eins og þeir myndu deyja daginn eftir. Markahæstu menn sjást ekki í okkar liði á listanum fyrir þá markahæstu í deildinni, sem er merki um algjört kjarleysi.
    Menn kjörkuðu út einhverjum 120 milljónum punda og bjóða upp á lítla viðbót við kjarklaust liðið frá því í fyrra, hafa í raun frekar dregið kjarkinn úr liðinu frekar en hitt.
    Treysti því að menn bróki sig almennilega, komi inn á völlinn fullir af kjarki og áræði og lemji duglega á kjarklausum Lesterum.

    KOMA SVO !!!

  17. Ég held að við munum ekki sjá mikið af Gerrard sem djúpum á miðjunni á næstunni, ég held að minnsta kostir ef eitthvað er hægt að rýna í síðasta leik verði hann ekki fyrsti kostur í þá stöðu. Þegar hann kom inn á fyrir Lucas á móti Stoke sýndist mér Allen fara í hlutverk Lucas og Gerrard færðist framar á völlinn – eitthvað sem við viljum flestir sjá held ég eftir dapra byrjun á þessari leiktíð.

    Ég er ekki mesti aðdáandi Allen en hann komst ágætlega frá síðasta leik og hefði átt að skora í upplögðu færi.

    Það sem mér fannst líka jákvætt við síðasta leik er hversu fljótt Rodgers breytti og reyndi að verja stöðuna eftir að við skoruðum markið. Lallana var kominn á hliðarlínuna og skiptingin handan við hornið. Strax eftir markið bætti hann í vörnina og ákvað að treysta varnarleikinn og hætti við Lallana og setti Lovren inn. Mjög gott.

    Fyrir mína parta myndi ég vilja halda óbreyttu liði í kvöld en ef gera á breytingu þá Gerrard inn fyrir Allen eða hreinlega Gerrard inn fyrir Coutinho.

  18. Það er svo hrikalega mikilvægt að sigra i kvöld!! Kom on you reds!

  19. Í hroka mínum vil ég bara koma á framfæri að það á ekki að skipta hverjir í 20 manna hóp eiga að byrja leikinn. Ef Liverpool vinnur ekki þennan leik sannfæradi getum við gleymt meistaradeild og topp fjögur. Þá eru gæðin bara ekki meiri.

  20. Flott lið staðfest:
    Mignolet, Manquillo, Skrtel, Toure, Johnson, Lucas, Henderson, Gerrard, Sterling, Lallana, Lambert.

  21. Er leikmaður númer 27 örugglega að spila sömu íþrótt ? Það er eins og hann hafi villst úr NFL deildinni.

Fær Brendan að kaupa eður ei?

Kop.is Podcast #73