Jæja, Liverpool unnu í kvöld fínan **úti**sigur á Íslendingaliði West Ham í London.
Það þýðir að liðið hefur unnið 5 leiki í röð í deildinni og að forskot Chelsea á Liverpool er komið niður í **tvö stig**, en Chelsea eiga leik til Blackburn á morgun til góða.
Nú verð ég eiginlega að játa mig sekan með það að ég var ansi duglegur við að skipta á mill stöðva í kvöld. Landsleikurinn gegn Dönum var auðvitað í gangi og einnig var fyrri hálfleikurinn á Upton Park einfaldlega frekar slappur og lítið í gangi.
Liðin voru nokkuð jöfn, og lítið markvert gerðist.
Allavegana, Rafa byrjaði með 3-4-3 líkt og gegn Watford.
Carragher – Agger – Hyypia
Finnan – Gerrard – Alonso – Riise
Bellamy – Kuyt – Crouch
Í byrjun seinni hálfleiks breyttist svo allt því eftir 11 sekúndur var **Dirk Kuyt** búinn að skora. Crouch tók boltann glæsilega niður eftir langa sendingu og sendi á Kuyt, sem skoraði með bogaskoti yfir Carroll af löngu færi. Frábært mark.
Eftir þetta stjórnaði Liverpool leiknum næstu 25 mínúturnar og gátu oft bætt við. Það gerðist svo að liðið komst í 2-0. Það mark kom eftir glæsilega sókn, sem byrjaði með samspili hjá Xabi og Gerrard, sem gaf svo langa sendingu fram á Bellamy sem gaf innfyrir á Riise, sem gaf svo boltann fyrir á **Peter Crouch** sem setti boltann í skeytin. Glæsilegt spil og glæsilegt mark hjá okkar mönnum.
Eftir þetta hélt ég að þetta yrði auðvelt, en svo datt spil Liverpool niður í eitthvað kæruleysi og eftir að liðið missti boltann klaufalega náði West Ham að minnka muninn þegar að Kepa Blanco skoraði eftir hraða sókn. West Ham var eftir það meira með boltann, án þess þó að ógna Reina að ráði.
—
**Maður leiksins**: Það er erfitt að velja einhvern sem stóð uppúr í kvöld. Ég ætla þó að veita heiðursverðlaun, sem að **Pepe Reina** fær í kvöld. Ég segi það og skrifa að mér hefur **aldrei** liðið jafnvel með mann í marki Liverpool einsog með Reina. Hann er einfaldlega stórkostlegur markvörður og að mínu mati er hann búinn að vera besti markvörðurinn í enska boltanum á þessu tímabili. Hann stjórnar vörninni, grípur inní skyndisóknir andstæðinganna, er öruggur í fyrirgjöfum og ver þá bolta sem koma á markið. Hann gat ekki neitt gert í marki West Ham í kvöld en hann hafði ekki fengið á sig mark allan janúar mánuð og núna hefur hann fengið á sig 2 mörk í síðustu 13 deildarleikjum.
Það er líka svo að annað árið í röð stefnir í það að Reina verði sá markvörður sem heldur oftast hreinu í úrvalsdeildinni. Hann hefur allavegana forskot í þeirri keppni núna.
Núna er bara að vona að Chelsea og Man U hiksti á mrgoun svo við getum minnkað forskotið á þau lið enn frekar. Munurinn er núna 2 stig í Chelsea og 8 stig í Man U.
Svo á laugardaginn koma Everton menn í heimsókn. Xabi verður í banni í þeim leik, þannig að vonandi verður Javier Mascherano orðinn leikmaður Liverpool fyrir þann tíma.
Furðulegt og algjörlega óþarft brot hjá Alonso þegar hann fékk gula spjaldið.Það hvarlaði einhvernveginn að mér að hann hefði verið að reyna að fá spjald fyrir þetta asnalega brot og með því koma sér í bann gegn Everton. Skil ekki til hvers að hanga svona í andstæðingnum þegar ekkert var í gangi. En góður sigur hjá okkar mönnum það skiptir víst öllu máli.
Fínn skyldusigur í kvöld, tvö stórgóð mörk og eitt kolólöglegt mark hjá West Ham. Rangstæða er rangstæða og það er bara þannig. En okkar menn héldu þetta út og unnu sigur á velli þar sem bæði United og Arsenal hafa tapað í vetur. Ég er sáttur.
Annars er slæmt að missa Alonso í bann gegn Everton. Þetta þýðir hins vegar að ef Momo er orðinn heill fyrir þann leik fer hann beint inní byrjunarliðið, ef ekki hann þá gætu sumir hér á þessari síðu glaðst mikið við að sjá Zenden í byrjunarliðinu. :laugh:
Alonso verður í banni á móti Newcastle, ekki Everton.
Mummi, fara menn ekki beint í bann við fimmta gula spjaldið í deild? Þú virðist vita meira en ég um málið. En allavega, ef hann fer í bann í þeim leik en ekki gegn Everton kemur Momo einfaldlega inn í þann leik. Og verður svo í byrjunarliðinu út tímabilið, sjáið til. 🙂
Mér er einhvern veginn alveg sama um þessi úrslit. Get ekki hætt að hugsa um landsleikinn. En jújú, sigur og allt það.
Ég held að Xabi sé í banni gegn Newcastle, það er einhver tveggja vikna regla í gangi á Englandi sem gerir það að verkum, eða ég held það allavega alveg örugglega.
Og markið kom eftir 9,9sek einar, rétt skal vera rétt :tongue:
já minnir alveg endilega að þeir hjá Sky hafi birt “Misses newcastle match”..
Það er áfrýjunarréttur á öllum leikbönnum í Englandi. Þess vegna missir hann ekki af Everton leiknum.
Annars ágætis sigur og góð mörk hjá senterunum sem annars áttu rólegann dag. Hver nennti eiginlega að horfa á þessa óskapnaðaríþrótt sem var verið að spila í Þýskalandi? Mikið er ég feginn að hún er að hverfa úr sjónvarpinu.
Ari, hvers vegna í ósköpunum ertu þá að koma inn á Liverpool síðu og hafa fyrir að kommenta ef þér er nákvæmlega sama um úrslit liðsins?
Góður og GILDUR sigur hjá okkar mönnum í kvöld. Fer ánægður að sofa :biggrin:
Pepe, þú ert snillingur.
Að mínu mati stóð Dirkinn upp úr, var frábær eins og oft áður og á skilið að vera maður leiksins. Ekki skemmdi fyrir að hann skoraði glæsilegt mark.
Kristján, aganefndin í Bretlandi hittist einu sinni í viku og tekur þessi mál fyrir. Hérna heima hittist hún á þriðjudögum, og ekki ólíklegt að þeir hafi apað upp eftir Bretunum. Varðandi uppsöfnuð spjöld, þá fara leikmenn ekki í sjálfkrafa bann fyrr en aganefnd hefur staðfest það. Bannið er þó oftar en ekki eiginlega sjálfkrafa bann þar sem ofast er leikið um helgar. Einu sjálfkröfu bönnin eru þegar leikmenn fá rautt spjald.
Daði, það er ekki áfrýjunarréttur á leikbönnum fyrir uppsöfnuð gul spjöld. Einu gulu spjöldin sem má mótmæla er þegar lið vilja meina að dómari hafi spjaldað rangan leikmann.
Þakka útskýringarar. Ég stóð einfaldlega í þeirri trú að þetta þýddi sjálfkrafa bann í næsta deildarleik, en það stafar þá sennilega af því að yfirleitt leika menn í deildinni um helgar og þá nær nefndin að funda og samþykkja bann á þriðjudegi fyrir næsta deildarleik. Í þetta skiptið gerist það ekki fyrr en eftir Everton-leikinn. Þeim bláu eflaust til mikillar mæðu. 🙂
>Maður leiksins: Það er erfitt að velja einhvern sem stóð uppúr í kvöld. Ég ætla þó að veita heiðursverðlaun, sem að Pepe Reina fær í kvöld. Ég segi það og skrifa að mér hefur aldrei liðið jafnvel með mann í marki Liverpool einsog með Reina. Hann er einfaldlega stórkostlegur markvörður og að mínu mati er hann búinn að vera besti markvörðurinn í enska boltanum á þessu tímabili. Hann stjórnar vörninni, grípur inní skyndisóknir andstæðinganna, er öruggur í fyrirgjöfum og ver þá bolta sem koma á markið. Hann gat ekki neitt gert í marki West Ham í kvöld en hann hafði ekki fengið á sig mark allan janúar mánuð og núna hefur hann fengið á sig 2 mörk í síðustu 13 deildarleikjum.
>Það er líka svo að annað árið í röð stefnir í það að Reina verði sá markvörður sem heldur oftast hreinu í úrvalsdeildinni. Hann hefur allavegana forskot í þeirri keppni núna.
Vil bara taka heilshugar undir þessir orð. Að mínu mati einn af 3 bestu markvörðum í heiminum í dag. Það er líka þetta extra sem hann er að taka og skiptir öllu um úrslit leikja. Skil Rafa ekki enn fyrir að hafa látið Dudek spila á móti Arsenal.
Góður sigur og það eru þessir leikir sem verða að vinnast til að árangur náist. Ánægður með Kuyt og allar líkur á að hann geti orðið miklu uppáhaldi hjá mér. Sendir bara frá sér jákvæða strauma strákurinn.
Áfram Liverpool!