Þetta er ekki vísun í frétt. Því miður. Þvert á móti er þessi örstutti pistill minn skrifaður frekar útaf gremju vegna fréttaleysis en einhverju öðru. Það er nefnilega heil vika síðan leikmannaglugginn lokaði, og eins og allir aðrir Púllarar bara verð ég að spyrja …
HVAÐ TEFUR ?!?
Í alvöru. Þessi vinnubrögð samtaka Úrvalsdeildarinnar ensku eru gjörsamlega óþolandi. Hvers vegna í ósköpunum getur það tekið heila viku að fá samþykki fyrir Javier Mascherano núna? Hann er enn í eigu sömu aðila og þegar hann fékk leikheimild í haust, við erum bara að fá hann að láni, og það er ljóst að það vilja allir aðilar málsins að hann fái leikheimild.
Hvernig væri að menn toguðu þumalputtana út úr eigin rassgötum og sinntu vinnunni sinni?!? Það tekur ekki undir neinum kringumstæðum HEILA FOKKING VIKU að samþykkja lán á leikmanni!
Fokking asnar. Já, þetta er ekki minn málefnalegasti pistill, en þetta er jú bloggsíða og ég verð að fá að blása út aðeins. Hvað er á milli eyrnanna á þessum vitleysingum í London?
😡
Loft?
Pappi?
Ég gefst upp.
Liverpool er búið að senda inn breytingar CL hópnum til UEFA. Arbeloa, Padelli og Mascherano eru allir með í hópnum en sá síðastnefndi með fyrirvara um keppnisleyfi.
Mascherano mun víst fá treyju nr. 20.
Gaman að sjá að þið þessir penu ungu menn getið einnig verið orðljótir og argir.
Frekar að fá útrás hér en með ofbeldi í miðbænum.
Las einhverstaðar að FA væri að reyna fá úr því skorið eitt skipti fyrir öll hver ætti núverandi samning við Javier.
Eitthvað sem engin virðist vita. Hið undarlegasta mál allt saman.
Góðar stundir
Gamli, ein spurning sem ég hef verið að velta fyrir mér. Hversu gamall ertu???
Við að lesa þetta heiti þitt þá ímynda ég mér alltaf sirka áttræðan mann með staf, sem er að uppgötva netið – en þú ert væntanlega eitthvað yngri en það.
Ég er bara forvitinn. 🙂
Í sambandi við þetta mál allt. Eru ekki liðin sem eru þarna á fallsvæðinu með West Ham ekki eitthvað að klaga liðið fyrir að hafa notað þá kumpána Mascherano og Tevez? Og mun það hafa áhrif á Liverpool? Og fá Liverpool Mascherano lánaðan frá West Ham eða þessu fyrirtæki sem á hann? Og mun ég koma fleiri spurningum fyrir í þessu kommenti?
LeBig
Ég er svo fyrir löngu búinn að missa allt álit á Enska Knattspyrnusambandinu. Þessi seinagangur hjá þeim núna kemur sko ekki á óvart. Það er eitthvað mikið að Enska FA.
Þetta lítur út fyrir mér að FA (enska knattspyrnusambandið) vilji láta það líta þannig út að þeir ráði í Englandi en ekki FIFA. Svona létta “power struggle” sem endar vitanlega með því að Javier fær leikheimild. Það eru enginn rök fyrir því að hann ætti ekki að fá það.
Ég var að vona að hann yrði klár fyrir leikinn gegn Newcastle þar sem Alonso er í banni.