Byrjunarliðið á Turf Moor

Þá er klárt hvernig stillt er upp í Burnley í dag…í 4ra stiga hita, 12 m/s og snjókomu.

Jones

Touré – Skrtel – Sakho

Henderson – Gerrard – Lucas – Markovic

Lallana – Sterling – Coutinho

Bekkur: Mignolet, Lambert, Moreno, Manquillo, Can, Balotelli, Ojo

Sama byrjunarlið og síðast, bendi sérstaklega á Sheyi Ojo á bekknum, 17 ára framherja sem hefur verið frábær fyrir yngri liðin í vetur.

Sennilega þarf meira á baráttunni eða halda en brattri spilamennsku, en við bara getum vonandi bæði.

KOMA SVO!!!!!

93 Comments

  1. lýst vel á þetta. burnley eiga ekki séns í okkur eg ætla að spa þessu 3-1 með 2 mörkum frá sterling og einu fra lallana koma svoooo !!!

  2. Brad fucking Jones jæja þurfum þá að skora minnst 3 ef þeir ná 2 skotum á markið þvi ekki fer hann að verja skot.

  3. Þetta verður okkar stærsti sigur á tímabilinu með mörkum frá alls konar mönnum og svo setur Ojo eitt í lokin. Það eru nú einu sinni jól 🙂
    YNWA

  4. Hættum að gagnrýna Brad Jones. Held að staðan sé sú að Liverpool er búið að kaupa markmann og Mignolet veit af því. Í stað þess að vera í marki með hálfum hug þá er hann að leita sér að nýju liði.

  5. Held að þetta verði baráttuleikur og fjarri því að enda með jafn stórum sigri og margir hafa spáð. Ég yrði persónulega mjög sáttur við eins marks sigur.

  6. Myndi sættast á eins marks sigur, en ég yrði ekki alveg fullkomlega sáttur miðað við hvernig liðið spilaði á móti Arsenal og færin sem urðu til á móti Man Utd t.d. En 3 stig eru alltaf 3 stig og það eitt skiptir máli uppá stigasöfnun að gera.

  7. Ef ekki 3 stig í dag, hvenær þá?

    Ekkert út á þetta byrjunarlið að setja.

  8. Gerrard má fá verðskuldaða hvíld. Smá hræddur að við töpum miðjunni í dag

  9. Góði GUÐ villtu vera svo góður að gefa okkur sannfærandi sigur í jólagjöf og helst lika að keppinautar okkar tapi stigum AMEN

    YOULL NEVER WALK ALONE

  10. Gleðilega hátíð félagar ! Ég vil bara 3 stig í dag , flottur 4-0 eða ljótur 1-0 bara 3 stig TAKK ! Væri samt gaman ef við 4-0 yfir þegar 10 min eru eftir bara til að sjá Ojo inná.

  11. Spái 0-4 og Ojo kemur inn á á 70. mínútu í stöðunni 0-3. Við höfum sjaldan tapað í föstudögum.

  12. Afsakið mig…. þetta er eitthvað skrítinn tengill!!! Svona er vont að geta ekki eytt eigin athugsemdum!!

  13. úff þetta byrjar nú ekki vel. Heimamenn virðast mun ákveðnari.

  14. Mér finnst þeir of kærulausir upp við teig Burnley, nenna ekki að hafa fyrir því að búa til eitthvað úr sókninni.

  15. Burnley menn virðast gjörsamlega hafa hertekið miðjuna. Við eigum ekki roð í miðjuna þeirra og engin hreyfing á þeim. Gerrard þarf að fá hvíld

  16. Rétt leit af skjánum og Mignolet allt í einu kominn inná, hvaða sirkus er þetta?

  17. Þetta er svo langlélegasta Liverpool lið sem ég hef séð lesið um og heyrt um andskotinn

  18. Sést að menn hafa verið að éta yfir sig á jafningi í gær. Alltof þungir og virka eins og þeir séu skítþunnir

  19. Það er grátbroslegt að horfa á miðju Burnley yfirspila miðju Liverpool. Það væri gaman að sjá muninn á launakostnaði þessara tveggja liða.

  20. Ótrúlegt að við séum að horfa á sama byrjunarlið og við horfum á gegn Arsenal.

  21. Hólmgeir #31: Þú ættir að lesa þér til um hvernig liðið var undir stjórn Roy Hodgson, það var hrikalegt tímabil…

  22. Áfram BR þú ert á réttri leið með þetta lið stið þig heilhuga

  23. Vá leiðinlegt að segja það en þetta er með því lélegasta sem ég hef séð til liðsins. Það nennir þessu engin. Er BR búinn að tapa klefanum ?

    Þakka fyrir Sakho í vörninni, ljósið myrkrinu. Markovich, Lallana og fleiri í ruglinu og geta ekki sent boltann á næsta mann.

  24. Er að spá í að slökkva á Liverpool-leiknum, mála herbergið og horfa á málninguna þorna.

  25. Við erum stálheppnir að vera ekki undir i hálfleik..

    Hreint út sagt ömurlegir og eigum ekkert skilið nema tap með svona spilamennsku

  26. Burnley er búið að vera betra en þeir hafa opnað sig líka. Það kemur ekkert úr Sterling. Spurning að færa hann aftar og setja Lambert eða Balotelli fremstann. Annars leiðinlegt að sjá liðið falla niður í þessa dýfu eftir að hafa spilað afbragðsvel gegn Arsenal.

  27. #36 ég er buinn að því og fór à leik þá hann var ekki buinn að eyða rumlega 200 mill punta eins og BR er buinn að gera og standa uppi með verra lið heldur enn þegar hann byrjaði að versla hvenar ællar þu ásamt fl að sjá það að þessi maður er gjörsamlega vonlaus maður það er ekki nóg með það að það sé ransóknar efni að þessi maður sé enn að stjórna þessu liði en að menn skyldu enn berja alblóðugum haus við stein og reyna að sjá framfarir hjá þessu liði og styðja hann í þessari óferð
    Sorry en er meira en pirraður á honum
    YNWA

  28. Liverpool bókstaflega geislar af rúnu sjálfstrausti þessar mínúturnar

  29. Heppni að þetta sé jafnt. Vont að vera búnir með eina skiptingu. Sakho virkilega flottur, eini sem virkilega verðskuldar hrós eftir fyrri hálfleik.

    Koma svo, Liverpool! Vakna og klára þetta!

  30. Ég er þúnglindur, ég var svo happýýý rétt áðan en þetta lið, sama liðið og yfirspilaði Arsenal, er algerlega bitlaust og það læðist að manni grunur um að enhver pub var heimsóttur á jólunum.

  31. Sælir felagar

    Omurlegt upplegg þessa leiks virðist snuast um að halda stiginu gegn liði i fallsæti. Omurlegt að horfa uppa þetta. Gera svo vel að fara að spila jakvæðan soknarbolta og hætta þessari helv . . . eymd.

    Það er nu þannig

    YNWA

  32. Úr skársta leik tímabilsins í þann versta (mögulega, þó ekki víst).

    Skil ekki af hverju í ósköpunum okkar besti miðjumaður þarf að vera wing-back og að Can sem var okkar besti maður á móti Chelsea hefur varla fengið mínútu síðan þá.

    Ef ég væri stjórinn hjá Burnley þá væri ég gjörsamlega brjálaður að vera ekki búin að skora hjá þessu drulluslappa Liverpool liði.

  33. Hvað er svo málið að geta ekki skallað boltan úr vörninn nema á næsta mótherja!?
    Eins gott að BR stokki upp í kerfinu eða breyti einhverju. Það er vandræðalegt að sjá LFC liggja í nauðvörn seinustu 20 mín í fyrrihálfleik.

  34. ja hérna,enn svona gengur þetta hjá miðlungsliðum einn og einn góður leikur svo bara aftur í sama farið,því miður.

  35. Vá hvað þetta er búið að vera vandræðalegt hjá Liverpool, höfum gjörsamlega tapað miðjunni og kannski eitt skot að marki. Þetta getur ekki endað vel ef hlutirnir breytast ekki strax í síðari hálfleik.

  36. úff…….þetta er með því ömurlegra.

    Allir miðjumennirnir hafa átt slæman leik, geta bara ekki haldið bolta. Það er eins og við séu manni færri. Hollingin á liðinu er stórfurðuleg og liðið lítur bara mjög illa út. Erum mjög heppnir að vera ekki undir. Hef verulega áhyggjur af okkar liði.

    En hey, seinni hálfleikur er eftir. Þetta verður varla mikið verra.

  37. Það er því miður úr mörgum lélegum frammistöðum Liverpool að velja í vetur en ég held að fyrri hálfleikur toppi þær allar. Miðjan er ekki með í leiknum, Coutinho, Lallana virkilega daprir. Ekkert spil, ekkert frumkvæði. Erum heppin að vera ekki undir.

  38. Það mætti halda að BR hafi skipað leikmönnum að gjöra svo vel að pressa ekki ofar en að miðlínu vallarins. Er hann mættur til Burnley til þess að sækja jafnteflið?

  39. Segir allt um leikinn þegar skiptinginn á Jones og Mignolet er hápunktur fyrri hálfleiks.

  40. SKELFILEGT! Rodgers horfir steinrunninn á algerlega clueless. Getur maðurinn ekki brugðist við þegar liðið er með allt niður um sig????

  41. Er þetta eitthvað grín. Er BR í einhverri keppni hversu mörgum leikmönnum er hægt að spila út úr stöðu.

    Botna ekki nokkurn skapaðan hlut í BR síðustu misseri.

  42. Vá vá Brendan er í ruglinu,,, tók Toure út af og setti Can inn, auðvita á hann að setja Can inn en þá fyrir Gerrard eða Lucas, taka Henderson af kantinum STRAX hann ræður ekki við þá stöðu púntur(færa hann á miðjuna,, setja td Balotelli inn og Sterling á kantinn.

    Ef Liverpool vinnur ekki þetta fall lið þá eru þeir PISSUDÚKKUR…

  43. Mörkum rignir inn í Úrvalsdeildinni og toppliðin skora hvert af öðru…………… jaaaa… nema á Turf Moor þar sem tvö miðlungslið reyna að halda stiginu.

  44. Hrikalega heppnir, nú pökkum við væntanlega í vörn og reynum að öllum mætti að halda þessu.

  45. Plís!!! ekki fara í nauðvörn núna út leikinn!

    Það vita allir hvar það endar!

  46. Tala um að fótboltinn geti verið óréttlátur en áfram LIVERPOOL

  47. Fyrir utan hvað þetta er leiðinlegt og 8 miðjumenn inná… Þá hljóta allir á bekknum að sjá hvað sterling er einmanna þarna frammi.
    og mark núna… ekki svo verðskuldað

  48. Þó svo að þetta hafi verið óverðskuldað er nú allt í lagi að fagna þessu strákar!!
    KOMA SVO BÆTA VIÐ!

  49. Var að fara skrifa hvað þetta væri helviti leiðinlegur leikur eins og flestir leikir þessa tímabils.
    Gott að fá eitt mark, kæmi mér hinsvegar ekkert á óvart að menn fara i vörn og tapa þessu niður.

    Verða hreinlega að halda þessu út, ekki hægt að tapa núna þegar stóru liðin vinna.
    Litla liðið Everton er hinsvegar að tapa 😉

  50. Er Mignolet alveg staurblindur? Boltinn á leiðinni ùtaf og gæjinn leyfir honum að fara í horn. Tekur hsálfa mínutu að skokka að boltanum og búa sig undir að spyrna í hann.

  51. Eg legg til að við kaupum annan markmann einhver sem styður það haha

  52. Það hljóta nú að vera einhver veikindi í leikmannahópnum. Annars hefði BR ekki tekið Jones og Toure úr liðinu.

  53. Guð minn fokking góður. BR tekur einn skásta leikmann liðsins útaf Coutunho fyrir gamlan hægan framherja. Ja hérna hér.

  54. Ég átta mig bara ekki á þessari spilamennsku hjá liðinu.

    Hvenær ætlar Lambert svo að læra rangstöðuregluna???

  55. Það geta verið þúsund ástæður sem við vitum ekkert um fyrir þessum skiptingum hjá Brendan….og við erum jú marki yfir og spilamennskan í seinni hefur skánað mikið. Erum að stýra þessu heim og þetta eru jú 3 stig.
    En rosalega er Mignolet kallinn í vandræðum. Maður er bara með lífið í lúkunum alltaf þegar gefið er aftur á hann…

  56. Jaja sigur þá skulum við reina að finna ástæðu til að hafa BR ennþá í brúnni hann er ju bestur eins og sést á spilamensku okkar manna eða getur verið að einhverjum finnist annað ??

  57. Sigur. Ekki beinlínis verðskuldaður en sigur samt sem áður. Seinni hálfleikurinn ögn skárri en sá fyrri hjá okkar mönnum en betur má ef duga skal.

  58. Kolo og Sakho héldu haus í fyrri hálfleik sem ekki verður sagt um aðra leikmenn. Hversvegna var ekki gamli maðurinn tekinn út af fyrir Emre Can og hvað átti að þýða að kippa Coutinho út af fyrir Lambert? Það hljóta að vera einhverjar skýringar á því nema Brendan sé búinn að missa glóruna. Stigin eru samt góð þó úrslitin séu varla sanngjörn miðað við gang leiksins.

Burnley á morgun

Burnley 0 – Liverpool 1