Pongolle óviss um framtíðina.

Florent Simana-Pongolle var lánaður fyrir tímabilið til Recreativo de Huelva á Spáni. Liðið er nýliði í La Liga og hefur vegnað mjög vel á tímabilinu, er sem stendur í 7. sæti og þar með evrópusæti. Pongolle hefur einnig staðið sig afar vel og er nú þegar búinn að skorað 7 mörk þrátt fyrir að vera ekki með fast sæti í byrjunarliðinu.

Pongolle er [ánægður með dvölina á Spáni](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=446998&CPID=23&clid=14&lid=&title=Florent+unsure+of+Spain+switch&channel=&) en er samt óviss um framhaldið þe. hvort hann verði áfram hjá Recreativo, fari aftur til Liverpool eða verði seldur annað. Hann mun vera í góðu sambandi við Rafa og segir m.a. sjálfur:

“He always rings me when I score and asks me how I am. We get on well and he gives me advice”

Það hefur ekki farið framhjá honum frekar en öllum öðrum (í heiminum) að búið er að selja Liverpool:

“We don’t know what will happen because I understand two businessmen have just bought Liverpool.”

Ég hef ávallt verið afar hrifinn af Pongolle sem leikmanni og tel að hann eigi fullt erindi í 16 manna hóp liðsins. Ólíkt Le Tallec þá virðist Pongolle eflast við mótlæti og þrátt fyrir ungan aldur (22 ára) þá hefur hann gengið í gegnum margt á sínum stutta atvinnumannaferli. Að koma til Liverpool ungur að árum, gríðarlegar væntingar gerðar til hans (enda talaði Houllier oft um hann og Le Tallec sem snillinga), slíta krossbönd, þjálfaraskiptum og síðast en ekki síst fá ekki að spila reglulega.

Það er enginn vafi í mínum huga um getu drengsins, spurninginn er bara hvort hann passi inní framtíðaráform Rafa og hans leikkerfi. Ég hef séð nokkra leiki með Recreativo í vetur og hefur Pongolle ávallt staðið sig fantavel, hvort sem hann byrjar inná eða kemur af bekknum. Mig grunar að Rafa sjái hann fyrir sér sem framtíðar framherja og muni leysa td. Fowler af hólmi á næsta tímabili, hvort ég reynist sannspár kemur væntanlega í ljós í sumar.

Eitt er víst að framtíð Anthony Le Tallec hjá Liverpool er löngu ráðinn, hann fer!

4 Comments

  1. Já, ég er einn af þeim sem hrífst mjög af Pongolle og þykir mér hann mjög góður og mér finnst hann eiga skilið að fá einhverja sénsa. Hörku framherji, snöggur, lipur og getur skorað hvernig sem er og aðeins 22 ára.

    Yrði mikil synd að selja hann verð ég að segja.

  2. Hvað…! er ekki þegar búið að gefa Le Tallec… það var nú ljóti demanturinn :confused:

    YNWA

  3. Le Talle er í láni hjá Sochaux út tímabilið. Þar hefur hann spilað 8 leiki og skorað 2 mörk. Ég held að hann sé að standa sig þokkalega þar og verði væntanlega seldur þangað eftir tímabilið.

Jamie Carragher talar!

Newcastle á St. James Park á morgun.