Rafa stjóri mánaðarins.

Rafa Benitez hefur verið valinn [stjóri janúar mánaðar.](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=447251&CPID=8&clid=14&lid=2&title=Rafa+lands+manager+gong&channel=football_home&) Liverpool vann Bolton og Watford 3-0, Chelsea 2-0 og West Ham 2-1.

Til hamingju Rafa.

10 Comments

  1. ekki það að ef eitthvað lið má við því uppá síðkastið að minka markahlutfallið sitt þá er það við þá held ég að leikurinn hafi farið 20 😉 en frábært hjá rafa kallinum!!

  2. ekki það að ef eitthvað lið má við því uppá síðkastið að minka markahlutfallið sitt þá er það við þá held ég að leikurinn hafi farið 20 😉 en frábært hjá rafa kallinum!!

  3. Þetta er frábært fyrir karlinn og kemur á góðum tíma. Þetta sýnir nýjum eigendum að þeir eru með góðan mann í brúnni ekki það að ég haldi að þeir hafi efast um það. Svo er bara að taka Newcastle á morgun.

  4. Sorrý Aggi en ég varð að leiðrétta greinina þína. Chelsea skoruðu sko ekkert helvítis mark á okkur á Anfield þetta tímabilið! :biggrin:

    En kallinn í brúnni á þetta svo sannarlega skilið. Liðið skaraði framúr öðrum í janúar, svo einfalt er það nú bara. Verst að það getur ekki verið svoleiðis í hverjum mánuði. 😉

  5. ég er lítið sorrý yfir því… bara skammast mín að hafa gefið þessu liðið mark!

  6. Maður hefur lesið sögur af því að Rafa, Pako og Paco hafi verið ráðnir sem teymi, allir á sömu launum og Rafa bara andlitið út á við. Maður sér hvurslags liðsandi er yfir þessu á myndinni þar sem hann tekur á móti verðlaununum, þar er allt þjálfarateymið með honum, ekki bara hann einn.

    Held að það sé flott að það sé ekki bara einn maður sem stjórnar eins og einræðisherra heldur einhvers konar hópur, þó sumir hafi sjálfsagt meira vægi en aðrir, þá virðist þetta vera meira team effort í þjálfuninni en menn eiga að venjast. Gaman að því.

Newcastle á St. James Park á morgun.

Newcastle í dag frestað? Já? Nei?