Times, sem birta nú vanalega ekki hvaða vitleysu sem er [halda því fram að Rafa Benitez hafi endanlega gefist upp á Harry Kewell](http://www.timesonline.co.uk/tol/sport/football/premiership/liverpool/article1386811.ece) og að hann muni fara frá félaginu í sumar.
Einsog flestir vita þá stefndi Kewell á að spila í fyrri leiknum gegn Barcelona, en nú segist Rafa ekki hafa neina hugmynd hvenær Kewell verði tilbúinn að spila.
>?Harry is progressing, but with his situation we can?t say whether it?s one week or two weeks or whatever. We need to look at it day by day. I could say he could be back for two weeks, but we have to really wait and see.
Blaðamenn Times halda því svo fram að Kewell muni fara í sumar og að Tottenham sé líklegasti áfangastaðurinn að því gefnu að Kewell verði heill. Það er allavegana að verða ljóst að Liverpool getur ekki farið inní næsta tímabil í von eða óvon um að Harry Kewell verði heill og í sínu besta formi.
Mjög slæmar fréttir enda er heill Kewell einn okkar sterkasti og kreatívasti maður 🙁
Þessu ótengt þá er hér skemmtileg sýn á yfirtökuna á Liverpool:
http://football.guardian.co.uk/gallery/slideshow/0,,2012953,00.html
:biggrin:
Sorgarsaga….
Held að fáir leikmenn hafa valdið jafn miklum vonbrigðum í Liverpoolbúningnum. Miklar vonir bundnar við hann sem hann náði aldrei að standa undir. Meiðslin byrjuðu strax á fyrsta tímabili og þeim er ekki enn lokið og satt best að segja sér ekki fyrir endan á þeim.
Því miður sáum við aldrei þann Kewell sem átti frábæran feril hjá Leeds. Alltaf þegar hann var farin að gæla við að ná fyrri getu þá komu upp alvarleg meiðsli.
Skil vel að Benitez sé að gefast upp á þessu ástandi enda ekki hægt að treysta á Kewell vegna meiðslatíðni hans. Get ekki sagt að maður eigi eftir að sakna hans eitthvað sérstaklega enda hefur maður varla séð hann á vellinum,,,,frekar að maður sé svekktur yfir gengi hans hjá Liverpool og maður finni til með honum þar sem maður veit að hann myndi (og hefur) fórna sér fyrir klúbbinn.
Vil bara alls ekki missa Kewell. Á góðum degi einn af bestu leikmönnum úrvalsdeildarinna enda sýnda hann og sannaði bæði síðasta vetur og nú á HM í sumar að hann er heimsklassa leikmaður.
Ég held að þessi frétt sé rugl. Ég bara trúi ekki öðru.
Áfram Liverpool!
Ef fer svo horfir þá eru þessar fréttir ekkert sem kemur manni á óvart þe. að Kewell fari. Þá er ljóst að vinstri kantstaðan er orðinn ásamt hægri kantinum forgangsatriði að styrkja.
Kæmi ekki á óvart að Tottenham yrði endastöð Kewell en þeir hafa í gegnum tíðina verið duglegir að kaupa af okkur þá leikmenn sem við notum ekki eða eru mikið meiddir. Á síðustu 10 árum hafa þessir leikmenn farið til Tottenham.
John Scales var seldur á £2,600,000 (11.12.1996)
Øyvind Leonhardsen var seldur á £2,800,000 (06.08.1999)
Christian Ziege var seldur á £4,000,000 (17.07.2001)
Jamie Redknapp fór frítt (16.04.2002)
Enginn af þessum leikmönnum gerði garðinn frægan eftir dvöl sína hjá Liverpool. Fer Kewell sömu leið og fyrrnefndir leikmenn?
Vonandi nær hann sér að fullu í eitt skipti fyrir öll, spilar eins og ljónið það sem eftir er af þessu tímabili og skrifar undir nýjan samning við Liverpool. Líklegt… nei kannski ekki en maður má vona.
Mér finnst það ekki skipta neinu máli þótt hann fari, Hann var mjög góður í fótbolta, en það er orðið svo langt síðan að hann sýndi eitthvað að viti. Svo er líka þá bara fínt að kaupa einn öflugan á kanntinn í stað þess að bíða endalaust eftir Kewell.
Ég set líka spurningamerki við hversu hart hann er að leggja af sér til að ná heilsu, hef reyndar alltaf fundist hann óttaleg kelling.
áfram Liverpool..
Þetta er bara kjaftæði! The Times eru bara búnir að búa til frétt útfrá [þessum](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=448459&CPID=8&clid=14&lid=&title=Rafa+unsure+over+Kewell's+return) ummælum Rafa!
Hann segir ekkert nema bara hvernig Kewell gengur í baráttunni við meiðslin. Auðvitað hlýtur Rafa að vera orðinn þreyttur á þessum meiðslum hans. Kewell er það sjálfur og við hin líka. En við vonum öll að hann fái séns og nái að sanna sig. Ég vona bara að Rafa haldi líka í vonina.
>en það er orðið svo langt síðan að hann sýndi eitthvað að viti
Ég vil nú meina að Kewell hafi sýnt fín tilþrif á síðasta tímabili.
Ég hefði viljað kaupa topp vinstri kantmann og að Kewell yrði sem backup bæði á kantinum eða sem framherji. En þrátt fyrir að Times séu kannski að tapa sér aðeins, þá tel ég það verulega ólíklegt að Rafa fari inní næsta tímabil treystandi á Harry Kewell.
Við erum með leikmann á vinstri kanti sem er heimsklassa. Sýndi það og sannaði á síðasta tímabili og í sumar þrátt fyri mikil meiðsli.
Það er bara rugl að láta hann fara. Af hverju má hann ekki bara vera og þá back up fyrir einhvern annan heimsklassa. Yrði það ekki bara draumastaðan. Tveir heimsklassa á vinstri kanti.
Við skulum nú byrja á því að losa okkur við sulturnar áður en við losum okkur við þessa heimsklassa.
Áfram Liverpool!