Sunderland 0-1 Liverpool

Liverpool vann sannfærandi en ekki alveg nógu öruggan sigur á Sunderland.

Brendan kom ekki það mikið á óvart í uppstillingunni á byrjunarliðinu. Vörnin var eins og undanfarið með þá Can, Skrtel og Sakho, Moreno og Markovic sáu um að halda breiddinni á köntunum og Gerrard og Coutinho voru fyrir aftan Borini sem var í framlínunni. Sterling var ekki í hóp í dag þar sem honum var gefið smá frí enda búinn að spila mikið og þétt í vetur, verðskuldað frí.

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Markovic – Henderson – Lucas – Moreno

Gerrard – Coutinho
Borini

Bekkur: Ward, Enrique, Lovren, Moreno, Lambert, Balotelli, Rossiter

Lazar Markovic mætti til leiks í dag. Hann skaust í gegnum varnarlínu Sunderland í upphafi leiks og Wes Brown kom alltof seint í tæklingu og tók hann niður, klár vítaspyrna og spjald á Brown en dómari leiksins var ekki á því máli að dæma vítaspyrnuna.

Serbinn var aftur á ferðinni nokkrum mínútum síðan þegar hann, Gerrard og Borini áttu þvingaðasta einnar snertinga fótbolta sem ég hef séð lengi en það var nóg til að Markovic slapp í gegn og þröngvaði boltanum í gegnum klofið á markverði Sunderland. Liverpool komið yfir og Markovic minnti heldur betur á sig.

Liverpool stjórnaði leiknum og áttu nokkur fín hálffæri og hefðu getað og áttu í raun að gera það. Markovic ákvað að minna fólk aftur á að hann var inni á vellinum og eftir hálftíma leik átti hann þrumuskot sem hann klippti í tréverkið – það hefði verið ruddalegt mark.

Heimamenn reyndu aðeins að sækja í sig veðrið en ógnuðu ekkert í fyrri hálfleik. Liverpool með vel verðskuldaða forystu í fyrri hálfleik en eitthvað virðist Gerrard hafa meitt sig eða verið tæpur á slíku og Dejan Lovren kom inn fyrir hann í seinni hálfleik, sem þýddi að Can fór á vænginn og Markovic fyrir aftan Borini.

Sunderland menn mættu ákveðnari í seinni hálfleikinn og kom meiri barátta í þá. Skömmu eftir að seinni hálfleikur var flautaður á fékk Liam Bridcutt, leikmaður Sunderland, að líta sinn seinna gula spjald og var rekinn útaf. Frekar vægt að mínu mati og dómari leiksins þótti mér ekki með nægilega mikil tök á leiknum eins og sást á mínútunum eftir spjaldið.

Það fór að færast hiti í leikinn, tæklingarnar og lætin urðu meiri og spjöldin komu á færibandi og menn skiptust á að húðskamma dómarann. Í seinni hálfleik hefði Liverpool getað fengið vítaspyrnu þegar boltinn fór í höndina á varnarmanni Sunderland og Adam Johnson, þeirra besti maður, var ekki langt frá því að jafna en skot hans flöktaði mikið í loftinu og truflaði Mignolet sem kom engum vörnum við en boltinn endaði í slánni – sem betur fer!

Leikurinn fjaraði svo eiginlega út. Komu ekki mikið af alvöru færum og Liverpool líklega meira að reyna að sjá leikinn út heldur en að skora annað til að gera út um hann. Gott og vel, dómarinn flautaði loks leikinn af og Liverpool vann góðan sigur á Sunderland en hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk í dag.

Lucas þótti mér afar góður í dag, sem og Coutinho og Henderson á miðsvæðinu. Vörnin í fyrri hálfleik hélt áfram að vera flott með þá Can, Sakho og Skrtel – Can stóð sig líka fínt á hægri vængnum. Varamarkvörður okkar, Mignolet, átti fínan leik í dag fyrir utan skotið hjá Johnson sem ég veit ekki hvort megi skrifa á hann eða ekki en hann slapp með skrekkinn. Maður leiksins er klárlega Lazar Markovic, strákurinn var frábær í dag og heldur áfram að bæta sig líkt og hann hefur gert í síðustu leikjum. Hann skoraði fínt mark, hefði átt að fá víti, skaut í tréverkið og stóð sig afar vel í vörn og sókn. Mikið efni sem við eigum í honum.

Þetta er allt að mjakast í rétta átt hjá okkur virðist vera. Spilamennska liðsins orðin betri og holning á liðinu orðin meiri en hún var áður. Úrslitin eru að verða hagkvæmari þó maður gráti enn tvö töpuðu stigin gegn Leicester í síðasta deildarleik. Liverpool er nú, þó nokkur lið eigi leiki inni, fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti sem er nú ekki alsæmt miðað við hve útlitið virkaði svart fyrir ekki löngu síðan.

Leikmenn fá fínt frí fram að næsta leik sem er eftir viku á útivelli gegn Aston Villa – ég ætla að tippa á það hérna að Gerrard skori á móti þeim – og hver veit nema einhver breyting verði á leikmannahópi Liverpool í milli tíðinni. Sterling kemur þá líklega úthvíldur til baka og Sturridge gæti kannski dottið inn í leikmannahópinn fyrir leikinn. Við sjáum til.

54 Comments

  1. Markovic og Can að sýna af hverju þeir voru keyptir.

    Allt á réttri leið!

    YNWA

  2. Hreint lak jahérna, þessu átti ég ekki von á. Fín barátta í fyrri hálfleik en seinni hálfleik þarf að setja spurningamerki við þar sem vorum manni fleiri í um 40 mín.
    Feginn að ná stigunum samt. Markovic minn maður leiksins þó.
    Lucas fínn og gerði sitt vel ásamt Coutinho.
    Sakho og Skrtel góðir í vörninni og Can að koma sterkur inn.
    Lovren má hinsvegar vera sem mest utan vallar. Hefði líka vilja byrja með Balotelli frekan Borini samt.
    En 3 stig og það er allt sem skiptir máli.

  3. Já flottur leikur okkar manna og góður sigur. Hafði viljað fá annað mark til að hafa þetta öruggt og drepa niður von Sunderland manna að jafna.

  4. Sælir félagar.

    Þetta var bara frábær sigur. Alltaf erfitt að spila á móti 10 mönnum sem hafa engu að tapa.

    Markovic frábær og hans besti leikur fyrir Liverpool. Gott að sjá að Can og Moreno séu að koma vel inn í þetta. Hef tröllatrú á öllum þessum þrem nýju leikmönnum. Svo er Sakho virkilega góður og eiginlega aldrei í neinum vandræðum. Flottur leikmaður.

    Best af öll var samt að sjá gleðina eftir leikinn. Algerlega frábært að sjá Gerrard taka á móti leikmönnunum og brosið á þeim öllum. Eiginlega besta mómentið í leiknum.

    Áfram Liverpool!

  5. markovich virkilega sprækur og coutinho er orðinn að svindlkalli eins og gummi ben orðaði það. Glæsileg 3 stig og balotelli gerði meira á fyrstu 2 minutonum sínum heldur en borini í leiknum. nenni ekki að eyða orðum í sakho þvílíkt beast

  6. Gott að fá sigur, og það meira að segja 0-1.

    Merkilegt að sjá muninn á liðinu með Borini frammi sem var að draga varnarmenn út og suður og búa þannig til op fyrir liðsfélaga að hlaupa í á móti þegar Balo kom inn…… allt dautt.

    Bæði Lambert og Balo er alveg static og það er bara lífsnauðsynlegt fyrir þetta lið að hafa í það minnsta 2 strikera sem eru hreifanlegir og geta skorað

    Það er í það minnsta nóg af mönnum sem hægt er að setja í kringum þá.

    Kannski eru Sturridge og Origi að fara geta staðið undir því.

  7. Virkilega sterkur utisigur i dag og mikilvæg 3 stig en vid attum ad skora 3 mørk amk!

    Allt i retta att thratt fyrir stirdleikann.

  8. Gallinn með Balotelli, veit ekki hvort þið hafið tekið eftir því, er að hann leitar alltaf út fyrir teig í langskotið. Þegar Liverpool er í skyndisókn þá er hann oft að hlaupa í öfuga átt til að fá boltann. Legg til að þið tjékkið á þessu….þetta er alveg óþolandi. Hann er búinn að gera þetta síðan í fyrsta leik. Það verður að vera annar sóknarmaður með honum þarna frammi því að hann er að spila bara eins og Totti eða einhver, hann vill ekkert vera fremstur.

  9. Hvernig er hægt að vinna sanfærandi en ekki öruggan sigur 🙂

    Fyrirhálfleikur var frábær hjá okkar mönnum og áttum við að klára leikinn þá. Við þurftum að gera skiptingu í hálfleik vegna meiðsla hjá Gerrard og Lovren kom inn.
    Rodgers þurfti þá að ákveða sig hvort að hann ætlaði að láta Can á miðjuna og Henderson á kanntinn eða öfugt og gerði hann 100% rétt að láta Henderson halda sig á miðsvæðinu. Gerrard var búinn að vera frábær í fyrrihálfleik.

    Í þeim síðari misstu heimamenn mann útaf og var eins og það kom extra stress í okkar menn að mega ekki fá á sig mark manni fleiri og Sunderland menn gáfu aðeins meira í(í c.a 20 mín) og Sunderland virkaði hætulegir fljótlega eftir að þeira manni var vikið af velli. Coutinho reyndi allt sem hann gat til þess að jafna liðinn á vellinum með því að standa aftur fyrir framan A.Johnson sem var að taka aukaspyrnu en núna fékk hann ekki spjall.
    Mignolet var heppinn að fá ekki á sig skelfilegt mark og menn mega ekki gleyma því að Skrtel kom og bjargaði marki á síðustu stundu á meðan að Mignolet var að leita af ormum í grassinu.
    Liverpool fengu nokkur sinnum góð tækifæri til þess að gera eitthvað þegar þeir voru með yfirtölu á varnamenn Sunderland og með boltan rétt fyrir framan vítateigin en gerðu fóru illa með þá stöðu í leiknum.

    3 stig á erfiðum útivelli er niðurstaðan og maður bara sáttur við liðið.

    Mignolet 6 – Fyrir utan þetta skelfilega skot sem fór í slána á meðan að hann var á rassinum þá var hann nokkuð öruggur í dag.

    Skrtel 9 – var einfaldega frábær og bjargaði marki.

    Sako 8 – flottur leiknum hjá stráknum og var gaman að sjá hann koma áræðinn upp með boltan.

    Can 8 – flottur í miðverðinum og flottur í hægri wing back. Kraftur í stráknum(Virkilega flott kaup)

    Moreno 6 – Gerði lítið rangt en var ekki áberandi í dag

    Markovitch 9 – maður leiksins . Átti að fá víti , skoraði mark , duglegur og áræðinn(Virkilega flott kaup).

    Lucas 8 – eftir jójó leiki undanfarið þá átti hann mjög góðan leik í dag. Passaði vörnina og vann boltan trekk í trekk

    Gerrard 8 – Ath bara fyrirhálfleikur en hann var mjög góður og við söknuðum hans í þeim síðari.

    Henderson 7 – duglegur að vanda og lítið hægt að setja útá hans leiki nemað að maður vill sjá hann gera kannski aðeins betur framarlega á vellinum

    Coutinho 8 – var eins og svart og hvít. Var stórkostlegur í fyrirhálfeik en komst ekki í gang í þeim síðari(fær 9 fyrir fyrstu 45 en 7 fyrir síðari 45)

    Borini 6- hann spilaði mikilvægt hlutverk í fyrrihálfleik með dugnaði og pressu sem gerði það að verkum að Sunderland misstu oft boltan. Hann var á fullu eins og alltaf en það vantar eitthvað í hann því að maður finnst hann aldrei líklegur til þess að skora en alltaf líklegur til þess að láta reka sig af velli.

    Lovren 6 – fyrir utan skelfilega tæklingur þá átti hann nokkuð solid síðarihálfleik
    Balo 6 – lítil sem engin vinnsla í stráknum en hann getur verið hættulegur eins og sást þegar hann snéri W.Brown í hring inní teig.(eða var það Oshea? mann það ekki alveg).

    s.s Lallana frá í mánuð og Sterling í frí en þessir hafa verið frábærir undanfarið en liðið átti frábæran fyrihálfleik en ekki merkilega síðari en 3 stig eru það eina sem skiptir máli og fyrir það er maður sáttur.

    Aston Villa úti í næsta leik og verður Sterling mættur á svæðið og gæti ég sé uummm látum okkur sjá hver gæti dottið úr liðinu 🙂 Borini út og Sterling inn og vonandi verður Gerrard orðinn heill

  10. Lucas og Can bestir, Markovich syndi takta sem og Coutinho sem tarf ad laga skotfotinn og bæta ákvardanatöku sína. Annars hörmulegur seinni hálfleikur en stigin telja:)

  11. Sanngjarn sigur en hefði alveg mátt setja 1-2 mörk í viðbót í fyrri hálfleik sem var virkilega góður. Erfiður seinni hálfleikur en hafðist allt að lokum. Fínir sprettir hjá mörgum leikmönnum okkar og gaman að sjá Coutinho stjórna umferðinni.

    Vissulega er staðan í deildinni mikil vonbrigði. Það bjuggust flestir við fleiri stigum á þessum tímapunkti. Hinsvegar er 11 stig af síðustu 15 mögulegum alveg prýðileg uppskera og spilamennskan síðastliðinn mánuð verið mun betri en vikurnar þar á undan.

  12. Er þetta ekki skuldlaust leikur ungu mannanna: Can = 20, Markovich = 20, Moreno = 22, Sakho = 24 og Couthino = 22 og Henderson = 24.

    Þetta voru bestu menn Liverpool í leik sem spilaður var við vondar aðstæður.

    Veit á gott!

  13. Síst sannfærandi sigur og manni fannst einhvernveginn Sunderland alltaf vera líklegir til að koma sér aftur inn í leikinn, þrátt fyrir að vera manni færri.

    Markovic og Can voru flottir og maður gjörsamlega öskrar enn og aftur eftir því að Can og Henderson verði menn númer 1 og 2 í þessar miðjustöður. Einnig fannst mér Coutinho eiga flottan fyrri hálfleik þar sem hann fór fyrir pressu liðsins.

    Nú má Rodgers bara fara að skipta út þessu þriggja hafsenta kerfi og koma Can á miðjuna, Markovic framar og Skrtel og Sakho í miðvörðunum.

  14. Virkilega flott þrjú stig.
    Það að missa leikmann í byrjun seinni hálfleiks virtist brína Sunderland menn og gerðu þeir okkur oft erfitt fyrir.
    Samt fannst mér sigurinn aldrei vera í hættu þrátt fyrir að vera bara einu marki yfir.

    Sammála þeim sem mæra ungu mennina okkar í dag.

    Marcovic maður leiksins, hann er að vera sá draumur sem maður vonaðist eftir.

  15. Mér fannst frábært að sjá Gerrard taka á móti samherjum sínum i göngunum og gefa þeim fimmu og svona. gæjinn heldur bara áfram að vera með kennslu fyrir alla aðra fótboltamenn i heiminum hvernig eigi að vera alvöru fyrirliði.

    #11 ian rush held að sannfærandi en ekki öruggur sigur se bara liverpool stjórnadi leiknum nanast allann timann og Sunderland skapadi sér ekkert nema langskot adam johnson i slanna, þetta var mjög solid sigur góðir soknarlega hefdum getad sett 2-3 i vidbot og mjog þéttir og flottir til baka

  16. Sannfærandi en ekki öruggur sigur skilgreini ég þannig að við vorum með yfirhöndina allan leikinn en náum ekki að skora markið sem gerir alveg út um leikinn 🙂

    Skýrslan er komin.

  17. Hafði áhyggjur af þessum leik því við erum án Sterling, Lallana og að sjálfsögðu Sturridge. Svo virðist sem breiddin er farinn að segja til sín og það er alltaf minni vandamál að fylla í skörðin sem hágæðaleikmenn skilja eftir sig.

    Minni á að það eru eingöngu 4 stig í meistaradeildarsæti og miðað við hvað spilamennskan hefur stórbatnað þá er raunsæi að vera bjartsýnn á framhaldið. Sterkustu rökin fyrir því hvað Liverpool er búið að taka stórstigum framförum er að það eru rétt rúmir tveir máuðir síðan við spiluðum við Sunderland síðast í afleiddum jafnteflisleik á Andfield.

  18. Markovic klárlega maður leiksins. Meiriháttar framfarir hjá honum og hann virðist vera aðlagast vel. Það verður spennandi að fylgjast með honum vaxa seinni hluta mótsins.

    Virkilega góður vinnusigur. Sunderland er erfitt heim að sækja og þrjú stig eru vel þegin. Gætum verið einu stigi á eftir Arsenal eftir helgina og tveimur stigum á eftir Tottenham ef allt gengur að óskum.

    Fannst varnarlínan var virkilega sterk fyrir og Sunderland var ekki að komast mikið í svæðin fyrir aftan vörnina. Gott að ná að halda hreinu. Einnig finnst mér Lucas eiga hrós skilið fyrir sitt framlag í dag. Hann braut ófáar sóknir niður og hann fékk ekkert spjald!

    Henderson má alveg fara bóka stefnumót með Gylfa Sig og fara yfir aukaspyrnurnar. Ef ætlunin er að skjóta á markið úr aukaspyrnum þá á hann að draga sig tilbaka og láta aðra sjá um þá framkvæmd, eða þangað til hann er búinn að æfa sig nóg.

    Nú er bara að vona að Gerrard verði búinn að ná sér fyrir næstu helgi. Kærkomin vikuhvíld framundan og vonandi fáum við þá Sterling endurnærðan tilbaka. Heilt yfir þá er margt betra í leik liðsins í dag en fyrir einum mánuði síðan. Fleiri leikmenn eru að stíga upp og nýta tækifæri sín vel. Can, Markovic og Sakho eru allir að stíga úr skugganum og eru að festa í sig í sessi sem reglulegir byrjunarliðsmenn.

    Nú er bara að fylgja þessum sigri eftir en 3 stig á móti Villa gætu virkilega stimplað liðið inní baráttuna um fjórða sætið.

  19. Sælir félagar

    Takk fyrir góða skýrslu Ólafur Haukur. Þetta var býsna gott og varla neitt útá neinn að setja. Allir leikmenn fá hrós frá mér þó mér hafi fundist að Borini hafi mátt fara fyrr útaf fyrir Balo þar sem hann var alveg búiin og ég var skíthræddur um að hann fyki útaf þá og þegar. Lovren slapp í gegnum þetta og Minjo líka en ekkert umfram það. Frábærir voru Skrtel, Sakho, Chan, Coutinho (í fyrri en góður í seinni), Hendo, Gerrard og Marko. Góðir voru Lucas, Borini, Moreno og Balo. Sem sagt enginn lélegur og hreint lak sem er óvenjulegt og afar ánægjulegt.Ég spáði þessum leik 4 – 2 en eðlileg niðurstaða hefði verið 4 – 0 sem segir ansi mikið um sóknarleik liðsins í þessum leik.

    Það er greinilegt að liðið er að ná saman og það verður sífellt erfiðara að vinna þetta lið eftir því sem hraðinn og ógnin í sóknunni eykst. Sókn er nefnilega besta vörnin og andstæðingurinn skorar ekki meðan okkar menn halda boltanum og sækja. Vona að ekki komi bakslag í leiknum á Móti A. Villa sem er talið leiðinlegasta lið deildarinnar það sem af er.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  20. Glasið er alveg hálffullt eftir þennan leik . Maður er að sjá batamerki á leik manna þó að við eigum langt í land en það vantaði Sterling , Lallana , og Meistara Sturridge í þennan leik sem óðum styttist í að komi til baka.

    Auðvitað væri maður til í að sjá menn nýta færin sín betur en ég er nokk viss um það þegar við fáum mann sem getur klárað færinn sín eins og Sturridge til baka þá erum við að fara sjá mun fleiri mörk í leik vonandi.

  21. Góð 3 stig, Markovic og Can mjög góðir og virkilega að vaxa að mínu mati. Aðrir stóðu fyrir sínu, nema þessir ítalar tveir.
    Borini, engan vegin nógu eitthvað marksækinn, heppinn osfrv. er samt alltaf á fullu og á kannski skilið meira af tækifærum til að sýna sig. Balo er bara svona upp á funið, fínt að fá hann inná í 3-0 öruggum leik, en ekki í svona baráttu. Gæinn virðist því miður ekki hafa hjartað fyrir fótbolta.
    Lovren veit ekki alveg, glórulaus tækling þegar hann fékk gulaspjaldið en slapp annars í gegnum þennan leik.
    Markmaðurinn okkar fékk ekki á sig mark, er það ekki allt sem maður biður um?

    Sáttur poolari
    YNWA

  22. Gott að fá 3 stig en ég er ekki sáttur við liðið, stundum virðista sem engin þori að skjóta og eru að dóla þetta rétt fyrir ofan miðju og eftir að Liv var 1 fleirri þá var engin sókn í gangi og Sunderland bara meira með boltan, frekar slappt lið, enda vantar sóknarmenn en vonandi fer Sturritge að koma úr meiðslum, það vantar einhvern neista.

  23. Verulega góð frammistaða við erfiðar aðstæður að öllu leyti, bara það sem vantaði uppá var að nýta þau færi sem við vorum að skapa okkur.

    Sláarskot Markovic, Borini framhjá markmanninum og skotfæri Coutinho í seinni hefðu átt að skila minnst einu marki. Allir leikmenn komast vel frá sínu, styð klárlega valið á Markovic en fannst Sakho halda áfram að eiga frábæran leik.

    Einn sem menn gleyma í dag finnst mér var Lucas Leiva. Lýsti eftir honum í síðustu tveim leikjum en fannst hann FRÁBÆR í dag. sópaði upp fyrir framan vörnina og góður í að halda boltanum fljótandi.

    Svo leyfi ég mér að undrast yfir því að mönnum finnist ástæða til að skammast yfir Mignolet og Balotelli, en sennilega er það bara svona til að “minna okkur á” hvað þeir eru vonlausir. Í dag var rok og bleyta og Mignolet var öruggur í öllum sínum aðgerðum, vissulega hefði verið gaman að sjá hann fara í rétta átt þegar Johnson skaut þessu draumaskoti sem enginn hefði varið. Hann fór og kýldi nokkra erfiða, greip vel inní og sparkaði af öryggi. Einn af hans betri leikjum og gott að við erum farnir að halda hreinu.

    Borini er duglegur en ekki með tækni, Balo kom inná og tók á sig boltann minnst fjórum sinnum þegar við vorum að losa um pressu og var hundóheppinn þegar hann rann sloppinn næstum einn í gegn. Var góður í pressunni og var nálægt því að klára leikinn þegar hann vann boltann af Wes Brown í teignum en Pantillimon varði afskapleg vel þá.

    Svo að öllu leyti góð úrslit…fínt gengi á útivöllum heldur áfram og við með 75% árangur úr síðustu fimm umferðum. Nú er að halda áfram, klára Aston Villa og vera kominn í stöðu til að komast upp fyrir West Ham og Swansea varanlega eftir leikina við þá.

    Og mikið er nú gott að sjá Can, Markovic og Moreno vera farna að sýna okkur hvers vegna þeir voru keyptir. Við höfum séð allt gott til Lallana að undanförnu svo að skyndilega er þessi sumargluggi að líta betur út og ástæða til að slaka aðeins á dómhörkunni held ég. Með auknu sjálfstraust í varnarleiknum er ég viss um að Lovren fer að ná tökum á verunni hjá okkur, líkt og Sakho að undanförnu.

    Allavega finnst mér það hjóm eitt að tala orðið lengur um Coutinho og Sturridge sem einu góðu kaup BR. Þessi fimm nöfn sem eru í síðustu málsgrein virka allir á mig sem framtíðarmenn í liðinu okkar, sem er heldur betur spennandi…meðalaldur liðsins sem kláraði leikinn var tæplega 24ra ára…Martin Skrtel langelstur (30).

    Svo glasið hálffullt eftir daginn, þó auðvitað margt sé enn hægt að laga var þetta fínt.

    Rétt í lokin. Ekki láta draga ykkur inn í að láta eins og Bridcutt hafi ekki átt þessi spjöld skilin, í bæði skiptin að stoppa hröð upphlaup og það er áminningarinnar virði, þarf ekki alltaf að fótbrjóta. Hins vegar slapp Coutinho með skrekk, hefðum ekki getað kvartað yfir seinna gula þar!

  24. Tóku einhverjir fleiri eftir viðbrögðum Rodgers í einum af slöku útspörkum Mignolet sem fóru beint í innkast án þess að vera undir mikilli pressu?

    Lyfti upp höndunum og starði í átt að Migno og hristi svo hausinn. Held að það segi okkur að hann sé orðinn ansi pirraður á fótavinnu hans og BR er pottþétt á fullu að leita að markmanni.

  25. Bara algjör snilld. Markovic er maðurinn og hann er að detta í gírinn. Eins með Can, stór og sterkur samt með brassa-boltatækni verður líklega alveg hörku leikmaður þegar á líður. 3 stig í hús og það er það eina sem skiptir máli. Nú er að vona að aðrir leikir verði hagstæðir í dag og á morgun.

    YNWA

  26. Mikið er ég ánægður með þennan sigur. Núna bið ég um stöðugleika, ég vill sjá sömu spilamennsku í næsta leik. Markovic réttilega maður leiksins, Can fannst mér einnig frábær

    Kúdos til Rodgers og liðsins.

  27. Solid þrjú stig. Glaður með það. Ég fæ svo ekki nóg af myndbandinu af slárskotinu hans Markovic. Svipurinn á Connor Wickham er ÓBORGANLEGUR.

  28. Vona samt að við hættum að kaupa ítalskt, Dossena, Aqulani, Borini og Baló er allt sem segja þarf. Ítalskt virkar ekki hjá LFC.

  29. Ég er alveg sammála Magga nema að einu leyti. Um vin minn hann Balotelli. Ég er ekki sammála því að hann hafi pressað vel. Við vorum nokkrir félagar að horfa á leikinn og gerðum mikið grín að því hve mikið hann beið eftir boltanum, pressaði kannski einn mann en þegar hann gaf boltann frá sér þá elti hann ekki. Í eitt skiptið var Hendo á fullu að pressa upp á hægri, á meðan var Balo vinstra megin og stóð eins og stytta. Hendo öskraði þá hressilega á ítalann, skiljanlega. Ég er ennþá á “Balovagninum” en er sammála “Helginn” nr. 10. Maðurinn þarf að hafa framherja (lesist: Sturridge) með sér. Hann er frábær fótboltamaður en þarf að fá úr meiru að moða, hann býr það ekki til sjálfur með hápressu.

  30. Sá ekki leikinn í dag vegna vinnu en mín fyrst viðbrögð er ég sá úrslitin voru já flott , sigur , héldum hreinu , 3 stig. Segir allt sem segja þarf. Gott að ná að rífa sig upp eftir vonbrigði síðasta deildarleiks.

    Sáttur !

  31. Sæl og blessuð.

    Mikið var þetta nú ánægjulegt.

    Ég spáði því í blálok þarsíðustu færslu að leikurinn yrði hægur og að Borini-tómatsósan yrði bragðdauf. Sú varð ekki alveg raunin. Þvert á forspá mína stóðu Gerrard og Lucas sig með prýði og tempóið í fyrri hálfleik var verulega gott. Blessaður Langbarðinn, Borini er seinheppinn og var haldinn Downing-syndróminu í dag, síhlaupandi og vijlinn skein út úr brúnum augunum. En taugakerfið var ekki rétt stillt og á ögurstundu varð honum lítið úr verki. Synd og skömm að honum skyldi ekki auðnast að láta boltann leka réttu megin stangar. Hugsa að ég hefði sjálfur náð því, a.m.k. í nokkrum tilraunum.

    En hann hljóp og hann hljóp og það hafði áhrif til góðs. Vörnin riðlaðist oft. Maríus heillaði mig ekki. Ys og þys út af engu.

    Hvað um það – Markóvic er maður leiksins og maður dagsins. Þetta var meira en 20m. frammistaða. Þetta var á pari við nafna og Ronaldo . Hefði hann haft ærlegt sóknarlið með sér hefði þetta getað orðið sögulegt.

    En hvernig fannst ykkur renglulegi Rúmeninn í marki Kattanna? Er ekki bara að skipta á sléttu, ítalskt fyrir rúmenskt? Reyna aftur að versla markmann af Sunderland og sjá hvort það takist ekki betur í þetta skiptið? Svo er það bara að finna hvikan og markheppinn sóknarmann.

  32. Hvað er þetta með að liðið leki alltaf út löngu fyrir leik?

    Sá annars ekki leikinn en er afskaplega ánægður með þrjú stig og að halda hreinu. Bíð spenntur eftir Match of the day…þetta gæti allt gengið upp hjá okkur for hælvede.

  33. Og okkur vantaði Lallana, Sterling og Sturridge, mikið djöfull verður gaman þegar þessir koma inn aftur! Og já Spurs tapaði fyrir Palace, 4 sætið er rétt hjá okkur eftir allt sem gengið hefur á!
    Mér lýst bara andskoti vel á framhaldið.

  34. Varðandi Lucas Leiva: Hann átti afmæli í gær, hann var væntanlega að þakka fyrir afmæliskveðjurnar, ekki að þakka fyrir ferilinn! Róum okkur aðeins á panikinu

  35. Tók einhver eftir því þegar Markó skoraði þá hljóp Gerrard að honum faðmaði hann smá og fór síðan og tók gott öskursfagn og fleytti höndunum upp, á Liverpool stuðningsmenn. Þetta fagn er ekki búið að vera í takt við tímabilið. Það einhvernveginn skín af honum einhver gleði og maður sér það að það er ekki lengur stór poki á bakinu á honum lengur. Einnig fannst mér skemmtilegt að horfa á hann eftir leik, hrósa strákunum með risa bros. Skemmtilegt. Vonandi eigum við þennan Gerrard út seasonið.

    Mark-ó-vélin fær mitt MOM. Skrtel, Can, Coutinho og Sakho ekki langt undan. Svo fannst mér Mignolet þægilegur í dag. Var ekki að taka óþarfa snertingar, bara bomba honum í burtu. Ein slök hreinsun, set ekkert út á hann með sláarskotið, frábært skot, flökt og vindur. Vonandi sem koma skal.

    Allt á réttri leið.

  36. Þegar meistari Gerrard tók á móti leikmönnum eftir leikinn. Heiðursmaður

  37. væri einhver til í að setja inn motd þegar það er komið í heild sinni með fyrirfram þökk Svefnormur

  38. #40,

    Ég held að MOTD verði hér kl 22:30: http://cricfree.sx/watch/live/bbc-match-of-the-day-live-streaming

    Bookmarkaðu þessa slóð upp á highlights (þar með talið MOTD) eftir á: http://www.reddit.com/r/footballhighlights/new

    Hérna má svo finna leiki í heild sinni (einnig hágæða bookmark): http://www.reddit.com/r/footballdownload/new

    Síðasta slóðin (þar sem leikirnir koma í heild sinni) er í 99% tilvika laus við spoilers, svo fullkomið ef maður er reiðubúinn til að forðast alla fréttamiðla, vini og kunningja til að eiga leik til góða með tilheyrandi spennu. 🙂

  39. Flottur sigur á erfiðum útivelli við erfiðar aðstæður.

    Fyrri hálfleikur sérlega þægilegur eitthvað og flott flæði í leik liðsins, sérstaklega virtist virka vel varnarleikurinn og sjálfstraust yfir liðinu. Í seinni hálfleik fannst mér með innkomu lovren koma aðeins óöryggi en þó héldu menn alveg haus.

    Miðað við það sem hefur sést hjá borini í vetur þá finnst mér hann ekki nægjanlega góður fyrir liv, að mínu mati er hann flottur íþróttamaður og duglegur og skilur vissulega vel leikkerfið. Hans akkilesarhæll er hinsvegar að fyrsta touch er oft mjög lélegt og hann er afleiddur slúttari, þetta hefur mér fundist einkenna hans feril hjá liv þó svo vissulega hafi hann ekki spilað neitt sérlega mikið. En hann var svosem ekki að raða inn mörkunum meðan hann var í láni í fyrra hjá sunderland þó svo hann hafi staðið sig ágætlega. Balo hefur bæði verið óheppinn og verulega slakur stundum, ákvörðunartaka slæm og staðsetningar slæmar. Hann hefur þó jafnframt sýnt smá takta líka og ég held hann gæti alveg virkað í tveggja framherja kerfi þar sem hann hefur einhvern af svipuðum kaliberi og Sturridge. Það er ekkert launungarmál að klúbburinn hefur fyrir löngu áttað sig á hvað hann vilji gera með borini og mig grunar að þolinmæðin sé ekki mikil í garð balos. Það er í raun helvíti skítt að við skulum liggja með 3 strikera (lambert, borini, balo) og fjórða í láni (aspas) sem við sjáum ekki mikil not í eftir jafn stutta dvöl BR í starfi. Þetta er í raun helsta áhyggjuefni mitt gagnvart framtíðinni en þó horfi ég til þess að við gætum séð framlinu á næsta tímabili sem samanstendur af sturridge, origi, sterling og balo til að bakka þá upp og það gæti mögulega virkað vel.

    En þrátt fyrir vandamálin í fremstu línu þá er afar gama að sjá nokkra leikmenn vera að stíga upp. Sakho finnst mér hafa átt mesu framfarirnar og er að spila sína bestu leiki í liv búning að mínu mati…..þetta er kláralega frammistaðan sem maður vonaðist eftir frá þessum leikmanni og ef hann heldur þessu áfram þá erum við komnir með þann heljarleikmann sem okkur var lofað (marquee signing). Markovic og Can eru síðan búnir að taka stöðugum framförum og gefa manni trú á framhaldið. Einnig er Coutinho að spila toppleiki röð eftir röð, hann vantar bara svo innilega betri framherja til þess að slútta þessum sóknum svo hann þurfi ekki að reyna enda þær sjálfur með skoti en skotin hans eru eitt af því fáa í hans sóknarleik sem sárlega þarf að bæta. Afmælisbarnið í gær, lucas, var flottur og heldur áfram að vera dyggur þegn klúbbsins. Við höfum ekki svigrúm til þess að láta hann fara að mínu mati….mögulega getur can leyst hans stöðu af hólmi næsta vetur en þó held ég við hefðum gott af því að hafa þá tvo a.m.k.

    Rándýr sigur og frábært að breiddina skila sigri loksins. Áhugarvert að við eigum lallana, sterling, sturridge alla inni.

  40. Stórkostlegt að sjá ungu strákana – ekki síst kaupin úr síðustu 2-3 gluggum – stíga upp og sýna hvers vegna þeir voru keyptir. Markovic átti stórleik, Coutinho alltaf hættulegur, Can og Sakho skiluðu sínu líka mjög vel. Stungan frá Can upp í boxið hægra megin var alveg á Coutinho leveli! Coutinho væri svo einn af 4-5 bestu leikmönnum deildarinnar ef hann væri betri skotmaður/slúttari. Svakaleg tilhugsun þar á ferð.

    Ég gleðst ekki síður yfir ofantöldu en stigunum þremur. Við vorum að leika án Raheem Sterling, Adam Lallana og Daniel Sturridge. Þeir eru líklega þrír af ca fimm bestu framlínu (vængir+tíur+strikers) mönnum innan raða félagsins. Er ekki munur að hafa loksins smá breidd?

    Þetta er hrikalega spennandi hópur og vantar sáralítið upp á að hann eigi erindi í toppbaráttu. Heill Sturridge og afgerandi góður markvörður myndu að mínu mati ríða baggamuninn.

    Hér er flott útgáfa af sláarskotinu hans Markovic: http://gfycat.com/LividMealyArrowcrab

    3 cm neðar og þetta hefði lifað í highlight reels um langa framtíð. Þvílíkir karate kid taktar. 🙂

  41. Hann heitir Markovic, ekki Markovitch eða Markovich.

    Annars fínn leikur.

  42. Liverpool verður í mesta lagi 5 stigum á eftir meistaradeildarsæti eftir leiki morgundagsins og það er afrek útaf fyrir sig miðað við ömurlegt gengi framan af.
    Fullt af potential í þessu liði en manni finnst þetta lið ansi brothætt. Úrslitin virðast ráðast mikið af dagsforminu, þeas hversu mikið liðið er tilbúið að leggja á sig til að vinna þann daginn.

  43. Góður sigur en samt svo rosalega mikið ennþá að liðinu. Þeir sem halda í vonina um 4 sæti so sorry það er ekki að fara að gerast. Fyrri hálfleikur var flottur og Lfc skapaði fullt af færum og fengu ekki skot á markið en síðan kom pressa þegar Sunderland missi mann af velli og kapteinninn okkar fór af velli. Ef okkar áskæra lið lendir undir pressu þá guggna menn. Sem betur fer var ekki betra lið til að refsa okkur.

    Markvörðurinn okkar er búinn að missa allt sem heitir sjálfstraust og neglir boltanum fram vegna þess að hann þorir ekki fyrir sitt litla líf að gefa stutta sendingu.

    Varnarmennirnir okkar eru að hluta til ungir (Can og Moreno) og óreyndir sem gera mistök skiljanlega eða gamlir og með reynslu og eru ekki að höndla jobbið ( Skrtel og Lovren)

    Miðjan samanstendur af Henderson sem er nánast alltaf spilað í rangri stöðu (út á hægri kanti) Gerrard sem er að fara en ætti að geta verið 2 ár í viðbót en samt skugginn af sjálfum sér, Lucas sem er brýtur klaufalega af sér og var að kveðja á twitter í kvöld og síðan Couthinho sem ásamt Sterling (sem var bara í holliday á miðju tímabili) eru því miður einu og ég endurtek EINU ljósu punktarnir í þessu blessaða liði okkar. (jú ég gleymi Markovic)

    Framherjarnir þarf ég varla að nefna. Borini og Lambert öööö flottir fyrir WBA, Sunderland eða Stoke og síðan blessaður Balotelli sem getur ekki rassgat! Hvernig varð þessi maður stjórstjarna? Sýndi aldrei neitt með Inter, City eða Milan. Bara glefsur svona inn á milli. Vitleysina sem er grassandi bæði innan og utan vallar. Hann hefur aldrei tekið stórt tímabil eins og margir flottir framherjar sögunnar og ég nefni bara nokkra af fjölmörgum í nokkrum löndum og liðum; Vieri, Fowler,Messi, Ronaldo, Suarez, Nistelroy, Henry, Zlatan, Alan Shearer, Inshagi og fleiri og fleiri. Balotelli hefur ALDREI komi nálægt þessum mönnum í markaskorun og áhrif á liðið í heild.

    Kæru félagar ég varð bara aðeins að blása og sérstakleg eftir að Rodgers tjáði að það yrði rólegur mánuður á Anfield í leikmannakaupum. Það er því miður svo langt í land bæði í sambandi við leiksipulag og gæði í leikmannahóp að maður láti sig dreyma um eitthvað sem yljar manni. Ég óska eftir late late jólagjöf sem eru nýir eigendur og að þeir séu Sugar Daddy.

    Það er það eina sem virkar í dag.

  44. Svipurinn á leikmanni Sunderland í gifinu í leikrkýrslunni segir allt sem segja þar hahah

  45. Nú má þetta slúður um Fabian Delph sem arftaka Gerrard fara hætta núna! NÚNA

  46. Er lucas ad fara? Vona innilega ekki. Kikið bara á árangur liðsins síðan hann kom inn í liðið á nýjan leik. Allt annað bara…

  47. Sælir félagar

    Það eru allir ánægðir með þennan sigur og frammistöðu manna í þessum leik nema er til vill Fói#46. Hann blæs út og það er gott. Það er nefnilega ansi mikið til í því sem hann er að segja því miður. Ég hefi sem sagt sömu áhyggjur og hann varðandi orð BR um að ekki sé ástæða til að gera mikið í janúarglugganum. Það er vonandi bara blöff hjá stjóranum okkar og vonandi eru menn á fullu að finna t.d. alvöru markmann.

    Það er nefnilega þannig að þó Minjó hafi sloppið í gegnum þennan leik án þess að gefa mark þá hefði það nánast örugglega gerst á móti sterkara sóknarliði en Sunderland er. Þrátt fyrir að hann hafi verið með skárra móti og jafnvel gripið inní með sæmilegum hætti og kýlt boltann út úr teig einu sinni eða tvisvar þa er greinilegt að hann er ein taugahrúga þegar til kastanna kemur. Þannig að það sem Fói bendir á er áhyggjuefni fyrir okkur stuðningmenn.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  48. Nú verður maður að fara að éta það sem úti frýs enda fannst manni enginn leið út úr ógöngunum sem við voru í fyrir rúmum mánuði síðan og liðið spilaði alla leikir ömurlega. Núna eru fleiri leikir góðir og allt virðist þetta vera á réttri leið. Markovic auðvitað að koma þvílíkt sterkur inn, Can lík, Sacko líka og eitthvað mikið hefur gerst hjá Coutinho því hann er orðinn mun stöðugri í sínum leik og baráttan geislar af honum.

    Ég spyr bara. Eru samningamál Coutinho ekki örugglega í lagi? Þetta er gaur sem ég gæti trúað að lið eins og Barcelona eigi eftir að fara á eftir því hann lætur allt tikka á miðjunni og myndi smellpassa inn í það lið. Það setur leikmenn í hrikalega sterka stöðu þegar að þeir eru kannski bara með rúmt ár eftir af samningi og vita jafnvel af áhuga stóru liðanna og við viljum ekki lenda í því.

  49. Fabian Delph sem arftaki Gerrards hahahaha……… menn eru nú ekki með öllum mjalla.

  50. Ef að okkar menn hefðu drullast til að vinna Leicester um daginn að þá væru þeir í 5.sæti núna en myndu hugsanlega detta í 6 sæti eftir helgina en það er samt tveimur sætum ofar en þeir eru núna. Svona töpuð stig eru allt of dýr ef að fjórða sætið á að nást og eykur ekki beint bjartsýnina hjá manni en það er mikið eftir af deildinni þannig að það er allt hægt.

    YNWA!

Liðið gegn Sunderland

Liverpool nálægt því að selja Assaidi