Voronin til Liverpool?

Talsvert margir fjölmiðlar, þar á meðal Sky [halda því fram að Andriy Voronin sé á leið til Liverpool í sumar](http://home.skysports.com/list.aspx?HLID=448976&CPID=8&title=Voronin+set+for+Reds+switch&lid=&channel=Football_Home&f=rss&clid=14) á frjálrsi sölu. Voronin sem er úkraínskur landsliðsmaður og leikur með Bayer Leverkusen er sagður hafa komist að samkomulagi við Liverpool.

Voronin hefur leikið í 10 ár í þýsku úrvalsdeildinni, með Mönchengladbach, Mainz, Köln og nú síðast Leverkusen (nokkur ár í 2. deildinni). Hjá Leverkusen spilaði hann í framlínunni með Dimitar Berbatov sem er núna hjá Tottenham. Á þessu tímabili hefur hann skorað 6 mörk í 20 leikjum. Alls hefur hann skorað 33 mörk í 108 leikjum. Einnig hefur hann leikið 36 landsleiki fyrir Úkraínu og skorað þar 4 mörk.

Ef þetta er rétt þá er það nokkuð ljóst að Voronin er hugsaður sem fjórði framherjinn í liðinu í stað Robbie Fowler, sem hefur ekki náð að sýna mikið á þessu tímabili.

10 Comments

  1. Afar kraftmikill leikmaður, það sem ég hef séð af honum. Klárlega betri kostur en Fowler (Guð blessi minningu Guðs) í fjórða strikerinn. Maður með margra ára reynslu af Meistaradeildinni og góð viðbót í hópinn fyrir engann pening, gott mál.

  2. Ég var nú að vonast til þess að það yrðu bara fengnir framherjar sem væru betri en þeir sem eru hjá klúbbnum nú þegar. Þá myndu þeir sem fyrir eru bara sjálfkrafa færast neðar í röð þeirri er við goggun er kennd. Mér finnst það einhvern vegin eina leiðin til að virkilega bæta framherjaflotann.

  3. Já kæru vinir og vinkonur, hvernig væri að nota bara peningana til að koma þeim frábæru leikmönnum sem við eigum í útleigu í betra form, ég nefni engin nöfn en það eru nokkrir ÞOKKALEGA góðir leikmenn sem við höfum ennþá í okkar röðum sem væri klárlega hægt að nýta í baráttuna í meistaradeildinni og líka í deildina góðu. Klárlega gott mál að fá góða menn í liðið en þetta gæti verið svolítið gott mál á þá leið til að koma hópnum á hærra plan, er þó ekki að segja að við séum eitthvað neðarlega í plönum.

    Ætil þetta sé rétta “Vonin” fyrir okkur? … veit ekki…

    Það er alveg ljóst að við gefum EKKERT eftir í leiknum á miðvikudaginn, sigur er bara það sem koma skal, ” * * * * * ” þetta segir allt sem segja þarf :biggrin2:

    Og koma svo …

    !!! A V A N T I LIVERPOOL !!!

  4. Hefur ekki Fowler skorað í nánast hverjum einasta leik sem hann hefur fengið að byrja inná? Auðvitað sýnir maður lítið þegar maður fær í mesta lagi 10 mínútur í hverjum leik og oft minna. Staðreyndin er hinsvegar að þegar maðurinn byrjar inná þá skorar hann. Hversu margir fleiri þannig menn eru tilbúnir að vera framherji okkar? Maðurinn er markamaskína. Við eigum að vera stoltir og ánægðir með að hafa hann.

  5. Hefur einnig spilað sem vinstri kantur með landsliðinu og er sáttur við það. Finnst heiður að fá að spila. Virðist vera með höfuðið í lagi, snöggur , sterkur og teknískur.

    Zenden fer norður og niður og Voronin kemur með breidd inn í hópinn.

  6. Bara svo það sé á hreinu, þá er ég aðdáandi Fowlers #1 og enginn skal saka mig um að vera ekki stoltur yfir að hafa hann og vil hafa hann í Liverpooltreyjunni eins lengi og hann stendur í lappirnar.

    En ég er einnig raunsær og ég hef séð alla þá leiki sem Fowler hefur spilað í vetur, þar á meðal leikina gegn Everton og Birmingham þar sem hann byrjaði inná og skoraði í hvorugum og hann er (það hryggir mig að segja það) kominn yfir léttasta hjallann og ég tel að Voronin myndi nýtast okkur betur sem 4. framherji en Fowler, sem má þó alveg vera 5. framherji. Eins mikið og ég dýrka Fowler þá dýrka ég Liverpool meira og við þurfum sterkari varaframherja en Fowler til að bæta okkur.

    Ekki leggja mér orð í munn og segja að ég sé ekki stoltur og ánægður með að Fowler sé hjá okkur því það er ég.

    YNWA

  7. Palli G. Það var enginn að leggja þér orð í munn, það sérðu ef þú kíkir á sjálfa færsluna og skoðar svo kommentin við hana. Kommentið þitt var ekki það merkilegt að ég þurfi að skrifa komment sem var sérstaklega ætlað þér. Rólegur bara, rólegur. Easy tiger.

  8. Úff! Takk fyrir að róa mig niður og benda mér á ómerkilegheit mín. :laugh:

  9. mér finnst nú bara að við ættum að bæta 2. og 3. framherja okkar ! Hafa Kuyt og fá svo tvo heimsklassamenn með honum… ekki alltaf einhverja miðlungsmenn…

Ha? WTF? (uppfært)

Yfirlýsing frá Rafa