Mascherano löglegur!

Jæja, ég var víst búinn að lofa Kristjáni að halda upphituninni hans fyrir Barca leikinn efst á síðunni í smá tíma. Eeeeen…

… enska úrvalsdeildin hefur [gefið Javier Mascherano leyfi til að spila fyrir Liverpool](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N155044070220-1615.htm). Hæ hó jibbí jei og jibbí jei! 🙂

Það segir í fréttatilkynningu:

>”The Premier League is satisfied that the contractual arrangements proposed by Liverpool FC are consistent with its rules; particularly that the relationship between club and player is not subject to third-party influence.

Frábært mál!

Gerrard, Mascherano, Sissoko, Alonso og Zenden. Ekki slæmt!

15 Comments

  1. Frábært! Loksins drógu ákveðnir aðilar í ákveðnum samtökum í Englandi þumalputtana úr rassgatinu og leyfðu þetta. Það tók bara tuttugu fokking daga!

    Hann verður á bekknum á morgun og í byrjunarliðinu á laugardag. Spái því hér og nú!

    Og Einar, ég sagði að þetta væri í lagi ef eitthvað stórkostlegt gerðist. Ég myndi kalla þetta frekar stórar fréttir. 😉

  2. Kristján, vel skal vanda það sem lengi skal standa. 😉
    Ef Liverpool hefðu verið óþolinmóðir og pirraðir þá hefðum við kannski misst af honum. Liverpool vann hinsvegar náið með FA til að útkljá samningsmálin og uppskera nú.

    Er annars eitthvað meira komið í ljós með hver á leikmanninn? Hvað þurfum við að borga fyrir Macherano, ef þá eitthvað?

    Stórkostlegar fréttir annars, frábær leikmaður í alla staði og mun pottþétt styrkja Liverpool. Jibbí! :blush: :tongue:

  3. Enginn greiðsla ! Hvort sem þú trúir því eða ekki tókst Liverpool mönnum að gera nokkuð þokkalegan díl í þetta skiptið en þetta er 18 mánaða lánssamningur með held ég forrkaupsrétti í lok hans.

    Þannig að ef gripurinn reyndist gallaður er honum einfaldlega skilað. Frekar lítill kostnaður þó að vissulega séu laun inn í pakkanum (…eða eru kannski WH ennþá að borga hluta af launum hans ?, spyr sá sem ekki veit) miðað við það sem hefði getað orðið. Þannig að Javier hefur allt næsta tímabil og restina af þessu til að sanna sig.

    Verð bara að hrósa Parry og Co. fyrir nokkuð solid díl ! :biggrin2:

  4. Skv viðtali við Rafa þá hikar hann ekki við að nota Mascha á morgun (sjá á official síðu).

    Reyndar segist hann bíða leyfis FA sem ætti að koma fyrst Premier league og FIFA séu búnir að segja já…

    PS: Þarf að fara að læra að gera qoute hérna, áttu ekki að vera leiðbeiningar einhversstaðar???

  5. Þetta eru frábærar fréttir og ég er ekki í nokkrum vafa að þessi drengur mun standa sig vel með Liverpool.

    Javier kemur inná á morgun ef við erum yfir í hálfleik 🙂

  6. >PS: Þarf að fara að læra að gera qoute hérna, áttu ekki að vera leiðbeiningar einhversstaðar???

    Byrjar tilvitnunina á <blockquote> og endar á </blockquote>

  7. Það er allt í lagi, UEFA breyttu reglunum fyrir þetta tímabil þannig að nú má leikmaður spila í UEFA Cup eða Meistaradeildinni með einu liði fyrir áramót en má spila með öðru liði í hinni keppninni eftir áramót.

  8. Hefur örugglega komið fram áður en hefur farið framhjá mér – Hver er raunveruleg ástæða fyrir því að WH gat ekki notað hann?
    Veit einhver fyrir víst hvernig þessi samningur er – Höfum við t.d. forkaupsrétt á honum og fyrir þá hversu mikinn pen?

  9. Ef það er eitthvað að marka [þessa grein](http://www.dailymail.co.uk/pages/live/articles/sport/football.html?in_article_id=437452&in_page_id=1779)

    Þá erum við að borga Kia Joorabchian 10m punda fyrir “ráðandi eignarhlut” í Mascherano.

    West Ham munu síðan hugsanlega fá refsingu fyrir að hafa notað hann og Tevez of snemma og án tilskylins U18 leyfis.

    Mascherano hefur núna fullt leyfi til að spila með Liverpool í öllum keppnum. Spái því að hann verði á bekknum á morgun og komi inná í seinni hálfleik…

  10. Hann var á bónussamning hja WH. því fleiri leiki sem hann spilar því meiri pening þurftu þeir að borga honum. Eftir viss marga leiki þá hækkar greiðslan þvílikt.
    Hann var líklega búinn með síðasta leik fyrir hækkunina þess vegna spiluðu þeir honum ekki.

  11. Eins og komið hefur hér fram, þá vegna flækjustigsins er varðar eignarhald á honum, þá virðist þessi díll ekki lengur vera lánssamningur heldur bein kaup. Ég verð að viðurkenna það að ég græt það alls ekki því ég hef ofurtrú á þessum kappa.

  12. SSteinn, er ég að skilja þetta rétt, en í greininni þá hljómar einsog þessar 10 milljónir séu bæði kaupverð og launin hans í 1,5 ár.

    >Mascherano has moved to Anfield in a permanent 18-month deal that is rumoured to have cost in the region of £10million and made Joorabchian a very wealthy man.

    Er ég að misskilja eitthvað?

  13. Neibbs, þetta er einmitt eins og ég hef skilið þetta. Heildarpakkinn sé 10 millur punda og þá allt included. Geta vel verið að um sé að ræða einhverjar aukagreiðslur verði samið við hann um framlengingu á þessum 18 mánuðum.

Barcelona á morgun!

Byrjunarliðið komið!