Þá er komið í ljós hverjir fá það verkefni að koma okkur í 16 liða úrslit FA-bikarsins í vor.
Þeir eru eftirfarandi:
Mignolet
Manquillo – Can – Sakho
Johnson – Henderson – Allen – Enrique
Lallana – Coutinho
Sterling
Bekkur: Ward, Lovren, Lambert, Lucas, Borini, Rossiter, Markovic.
Margar breytingar, vel má vera að þetta sé allt önnur uppsetning en kemur í ljós…en liðið er sterkt og á að koma okkur áfram!
Hefði viljað sjá fleirri unglinga á bekknum og jafnvel einn-tvö í byrjunarliðinu.
Annars hrikalega sterkt lið sem ætti að fara ágætlega auðveldlega með Bolton.
Athyglisvert að sjá Manquillo í miðvarðahlutverki. Mér finnst þetta lið eiginlega dálítið varnarsinnað þar sem johnson og Enriqe eru miklu varnarsinnaðari en t.d Moreno og Marcovic.
Ég er frekar ósannspár maður en skal gerast grænmetisæta ef Liverpool vinnur ekki þennan leik.
Hrikalega öflugt lið sem byrjar og tippa á 5-0
Southampton, City og Chelsea að fara detta út takk fyrir!
Alveg 100% viss um að Johnson er frekar í miðverðinum og Manquillo í vængbakverðinum. Hefði viljað sjá Rossiter byrja í stað Allen.
Og Balotelli enn veikur?
Sterkt enn hálffurdulegt lid. Af hverju ekki ad gefa Lovren séns á ad spila sig inn?
OG Tottenham! haha
Hvað er í gangi!!!
Chelsea voru 2-0 yfir en tapa 2-4 fyrir BRADFORD CITY eftir að United slapp frá Cambridge …svo flettir maður áfram og sér City tapa fyrir Middlesboro’
Enski FA bikarinn er skemmtilegasta keppni í heimi…og ég vill vinna hana.
KOMA SVO!!!!!!!!!!!!!!!!1
chelsea,city ,tottenham og Southampton úr leik og verða ekki í drættinum fyrir 16 liða umferðinna
já og swansea.. hehhe
FACUP er auðvita skemmtilegasta keppni í heimi.
Man Utd gerir jafntefli við 4.deildar lið.
Chelsea 2-0 yfir en tapar 2-4 fyrir Brafdord
Man City tapar á heimavelli 0-2 gegn Boro
Tottenham eftir að hafa verið 1-0 yfir að tapa fyrir Leicester 1-2(mark á 90 mín)
Southampton að tapa fyrir C.Palace 2-3
Liverpool að fara að taka á móti Bolton og á ég von á hörkuleik og eins og þið sjáið getur allt gerst.
Watfrod með 7 mörk og Helguson ekki einu sinni á blaði
Er í alvörunni ekki að hægt að finna einhvern ungan og efnilegan í staðinn fyrir Allen?
Við skulum ekki hlægja að hinum fyrr en okkar leikur er búinn. Við höfum nú oft hrasað á þessu svelli…
Myndi segja að Johnson verði í miðverði frekar en annars ekki óvænt byrjunarlið. Johnson og Allen hafa ekki spilað mikið í þessu kerfi (ef eitthvað?) og því fínt að sjá hvernig þeir passa þarna inn, sérstaklega Allen sem hefur verið rosalega dapur í vetur.
Eins gott að vinna þennan leik núna eftir úrslit dagsins og gærdagsins. Leiðin er öllu greiðari á pappír í þessari keppni núna.
Hefði viljað sjá sterkara lið og ekki Joe Allen.
Bolton er lélegt lið en við verðum að passa okkur.
Hvað segið þið linkameistarar. Hvað virkar núna eftir að wiziwig var lokað? Rojadirecta er ekki með neina sérstaka linka sýnist mér núna.
Þetta verður skrautlegt held ég, bandarískir lýsendur! http://blabseal.de/bilbo/
Hvar er Balotelli ? Er hann buin að vera með flensu i margar vikur eða ?
Annars frábær úrslit i dag og nu mega okkar menn ekki klikka
Takk Jón Bragi, þessi virðist ágætur amk. eru auglýsingarnar það 🙂
http://www.livefootballol.com/streaming/english-fa-cup/24-01-2015-liverpool-bolton.html
hér eru nokkrir linkar
Jón bragi!!! meistari
Takk…
Ísland komið í 16 liða úrslit og vonandi gerir Liverpool slíkt hið sama!
Geggjað skot hjá Hendo!
Mills heppinn að sleppa með gult, dökkappelsínugult alveg!
er staddur á hóteli í Glasgow, fartölvunni stolið svo ég er að eiga æðislegan dag 🙂 bara með ipad, getur einhver snilingur bjargað mér um hlekk á leikinn?
Ef Sturridge væri frammi væri staðan 3-0. Sterling er alltof óákveðin og ofhugsar hlutina alltof þegar hann er kominn í gegn.
Manquillo ut – Markovic eda Borini inn
Rosalega er þetta nú eitthvað áhugalaust hjá okkar mönnum.
Alltaf það sama, Sterling tekur 3-4 snúninga inní teig og ekkert gerist????
Hrökkvum sjálfsagt ekki í gang fyrr en við lendum undir.
Coutinho & Enrique búnir að vera stórkostlega lélegir í þessum leik. Og svo Allen jafn týndur og alltaf. Á hann að stoppa sóknir eða búa til sóknarfæri? Veit það einhver?
Sæl og blessuð.
Greinilega eru nokkrir tappar í æðakerfinu. Allen og Johnson hægja á þessu og Jósef Hinriks er svolítið gloppóttur. Sterling er að fóta sig í þessu hlutverki en það er ekki auðvelt að koma boltanum inn með allar þessar Boltonlappir í kringum sig. Smá endurnýjun á mannskap ætti að tryggja þetta mark sem vantar!
kommassso!
Þetta er greinilega skemmtilegasta keppni í heimi;)
Þessi leikur er eitt mesta snoozefest sem ég hef séð.
Góð vörn en sóknarleikurinn ekki nægjanlega góður. Gaman að sjá hvort breytingar verði gerðar í hálfleik. það eru möguleikar í boði eins og setja Marcovic eða mögulega Lambert inn á.
sælt veri fólkið hérna h vernig er það i þessum bikar telur útivallarmark?
ja herna ekki viss um að við verðum í pottinum fyrir næstu umferð,þetta er nú bara hörmungar leikur.
Niels #26
Þetta virkar alltaf hjá mér
http://lfclivewire.com/
Algjör skita í fyrrhálfleik. Menn skulu vara sig á að vera að hlægja af öðrum liðum sem duttu út.
Myndi vilja sjá Markovich koma strax inn á í hálfleik og jafnvel Borini. Út með Enrique og/eða Manquillo.
Alls ekki skita í fyrri hálfleik, vorum mun betri og þurfti oft ekki mikið til þess að við skorum. Lítum mun betur út en ManUtd, City og Chelsea gerðu í dag og í gær.
Áfram nú Reds. Brotið á Markovic og maðurinn sem braut var síðasti maður og á gulu.
Ótrúlegt ef ekki er hægt að mótivera menn betur en þetta. BR sagðist ætla sér að vinna bikar , er það þá bara borgar bikarinn í liverpool borg ? Skita í fyrri hálfleik.
Menn eru að reyna alltof flókna hluti þar sem hraðinn nýtist ekki neitt, ef við reyndum jafn einfaldar leiðir og Bolton er að gera þá væri örugglega komið mark.
Hvað væl er þetta. Liverpool eru með algjöra stjórn á leiknum. Skapa flott færi enn spurning setja alvöru sóknarmann inn. Sterling á vera bakvið framherjan að skapa usla og ekki fremstur.
Sterling að eiga lélegan leik, spurning um að setja framherja inná
#43, einmitt. BR hefur ekki pung í að spila með tvo framherja á heimavelli gegn liði í næstu deild fyrir neðan okkur, ekki væl, vonbrigði og svekkelsi yfir “hugleysi ” í taktík BR í þessum leik, við látum andstæðingana alltaf líta vel út, sama hvað þeir heita.
Mörk vinna leiki , ekki possession !
Sterling er því miður alveg vonlaus að nýta sér þær stöður sem hann kemur sér í. Coutinho einnig dapur. Vill sjá bæði Lambert og Borini koma inn á fyrir Coutinho og Allen.
Lucas að koma inná, það á greinlega að halda þessu.
Skil ekki þetta tuð. Allt á yfirsnúningi hjá okkar mönnum. Eins og spólgraðir unglingar á balli.
Kemur á óvart að markmaður útiliðsins eigi leik lífs síns
Meiri vællinn alltaf hreint, veit ekki betur en að Chelsea hafi bara ekkert litið alltof vel út í síðasta leik, er ekki sátyur með jafntefli en úrslit hinna leikjanna sína svart á hvítu að það er ekki alveg það sama að mæta neðrideildarliðum.
Oooooog Borini skýtur í hornið þar sem markmaðurinn nánast stendur
Celski kemur mér bara ekkert við, né önnur lið. Ég ætlast bara til þess að við vinnum bolton á heimavelli !
Spilið út úr vörninni er allt annað með Can sem aftasta mann í stað Skertl. Veit að þetta er ekki yngsta né fljótasta framlína í heimi hjá Bolton. Can er samt flottur.
#45. Hvaða liðum voru Chelski og City að tapa?. Þótt lið séu i neðri deildum getur allt skeð í bikarkeppni. Liverpool þurfa bara vinna eitt – núll. ég væri sáttur við það.
Af hverju skjóta þessar drottningar ekki a helvítis markið???
Sammála algjörir sauðir við framan markið. Skotið í markið(ekki Lucas samt)
Þó svo chelsky og man abdul aghmed city hfi skitið á sig þá réttlætir það ekki að liverpool skíti á sig á móti neðri deildarliði á heimavelli :/
# 53. Auðvitað getur allt gerst, en það er undir frammistöðu liðsins komið hvað gerist, það er ekki eitthvað yfirnáttúrulegt. Celski og shitty voru bara með vanmat á andstæðinga sína, við ættum ekki að falla í þá gildru, en mér sýnist BR og allir aðrir vera með vanmat. Skítlélegt ! !
Baráttan er ósvkin og vorið er taplaust.
Höddi, auðvitað eigum við að sigra Bolton á heimavelli, “sama hvað liðið heitir tekst okkur að láta það líta vel út”. Var bara að benda á að það þarf ekki að fara nema einn leik aftur í tímann til að sjá að þetta er rangt.
Svo er annað að enginn hefur sagt að gengi hinna stóru liðanna réttlæti okkar gengi, aftur á móti sýnir það að þetta getur líka verið flókið fytir okkur óháð gæðum liðsins.
Hver einasti leikmaður, þjálfari og starfsmaður Liverpool fær algjöra falleinkunn í þessum leik. Hörmungar frammistaða að geta ekki skorað 1 mark á móti þessu liði. Með óbragð í munninum
Hvað kostar þessi grænklæddi hjá Bolton?
Er ósáttur við þetta en hugga mig við það að hafa gert best af stóru liðunum 😀
Liverpool fær svo mörg skotfæri fyrir utan teig í hverjum einasta leik að það eitt og sér myndi réttlæta kaup á Gylfa Sig.
Do it Brendan!….eða bara gefa Sturridge lýsi
Tek 100% undir # 60. Davíð , einn leikur af 20 sem við lítum vel út ( í possession) er það það sem þú ert ánægður með ? Jafntefli og (líta) vel út á vellinum ? Ég vill sigur í hverjum einasta leik, ekki þú greinilega , viltu bara vinna í possession ?
Jæja jæja, Liverpool þurfa læra að klára þessi færi sem þeir skapa. Þessi lönguskot voru ömurleg líka og þessi tilraun að láta Sterling spilla sem sóknarmann er bara ekki nógu árangursríkt.
Höddi, nei ég vil ekki vinna á possession og vil klárlega vinna hvern einasta leik, en passa mig samt á að líta raunsætt á hlutina og reyni eftir minni bestu getu að vera ekki að fara með rangt mál. Er töluvert ósáttur við það að ná ekki að sigra Bolton sem er í næstu deild fyrir neðan á okkar eigin heimavelli en ólíkt hinum liðunum fáum við annað tækifæri sem er jákvætt svona út af fyrir sig.