Liverpool 0 – Bolton 0

Viðfangsefni dagsins var fjórða umferð FA-bikarsins, Boltonmenn í heimsókn á Anfield.

Á degi sem má segja að hafi verið sá óvæntasti í mörg ár, í kjölfar þess að BRADFORD sló út Chelsea á Brúnni, City tapaði heima fyrir Middlesboro og Swansea, Southampton og Tottenham töpuðu sínum leikjum líka óvænt.

Þetta vissu allir þegar þeir hlupu inn á Anfield-grasið, dagur “giant-killing” heldur betur!

Rodgers gerði töluverðar breytingar frá síðasta leik og stillti svona upp:

Mignolet

Johnson – Can – Sakho

Manquillo – Henderson – Allen – Enrique

Lallana – Coutinho
Sterling

Bekkur: Ward, Lovren, Lambert, Lucas, Borini, Rossiter, Markovic.

Förum hratt yfir fyrri hálfleik. Hann var lélegur einfaldlega.

Nýju nöfnin í byrjunarliðinu voru ryðgaðir og skiluðu vondu verki í vörn og sókn. Sterling, Coutinho og Lallana virtus allir ætla að klára leikinn á einstaklingsframtaki eða langskotum. Bolton var hins vegar ekkert að gera sóknarlega heldur og alveg steindautt 0-0 í spilunum allan hálfleikinn.

Í hálfleik kom Markovic inn fyrir Enrique sem var víst að meiðast eitthvað smá…hans tími hlýtur að vera að líða.
En lítið breyttist við þessa skiptingu fyrst í stað. Upp úr mínútu 55 fór okkar lið þó að herða skrúfuna og vekja markmann Bolton aðeins, fyrst bjargaði hann með úthlaupi og varði síðan langskot. Á sama hátt fengu Bolton séns, Eiður skaut þó sem betur fer hátt yfir úr dauðafæri frá vítapunkti.

Skiptingar, Lucas og Borini inn fyrir vonlausa Allen og Manquillo. Sterling settur út á kant og Lucas í sína stöðu. Hendo hafði leyst hana fram að því.

Enn það sama. Lítið tempo, enginn ákafi. Einhvern veginn tilfinningin að verið væri að horfa frekar til London á þriðjudag en að klára þennan leik. Áttum að fá víti þegar Spearing fór í Hendo inní teig en ekkert dæmt…Borini fékk gott færi í uppbótartíma en skallaði framhjá og Hendo skaut hátt yfir stuttu seinna.

Lucas átti besta skotið úr síðustu sókninni en það var varið, stuttu seinna gall lokaflautið og við förum í annan leik, gegn Bolton á Macron Stadium. Gestirnir áttu það skilið út úr þessum leik.

Samantekt

Leiðinlegur leikur, sem markaðist af mörgum breytingum á byrjunarliði og algerum off-dag hjá sóknarmönnunum okkar sem voru hver öðrum hægari og slakari. Enginn þeirra sem fékk traust í dag getur verið glaður nema hugsanlega Johnson, aðrir sýndu ekki mikið.

Við áttum eitthvað um 20 skot en þau voru langflest af löngu færi og engin sköpuðu mikinn vanda.

Jákvæðast fannst mér að Emre Can lék vel í stöðu Skrtel og sýndi að hann getur leyst hana vel. Hann er minn maður leiksins.

Drífum okkur bara á Brúnna og gleyma þessu takk.

37 Comments

  1. eins og eg spáði i upphituninni jafntefli staðreynd, chelsea,city,southampton og tottenham úr leik við tökum þetta lið i seinni leiknum

  2. Ég vill nú ekki tala um þennan leik sem algjöra skitu, vorum með yfirhöndina allan tímann, gáfum jafnt sem engin færi á okkur og mér fannst sóknarsinnaðir menn reyna mikið en það er erfitt að komast í gegnum 6-8 manna múr. Markvörðurinn þeirra varði líka vel í tvígang, þá er ég að tala um heimsklassa markvörslu þegar hann varði frá Borini. Henderson var mjög góður, Lucas mjög góður þegar hann kom inná.

    Sterling átti slæman dag en Coutinho, Lallana og Markovic voru allir fínir. Allen og Manquillo skeeeeelfilegir. Með sóknarmann inná allan leikinn hefðum við sennilega unnið leikinn 2-0 eða stærra.

    Hlakka til að sjá næsta leik.

  3. Þessi leikur sýnir svart á hvítu hversu mikilvægt það væri að fá framherja í janúarglugganum. Sjáiði færin sem Sterling er að fá en í stað fyrir að skjóta þarf hann yfirleitt að taka 3-4 snúninga áður en hann loks skýtur. Sturridge er ekki að fara haldast heill lengi svo í guðanna bænum Rodgers, settu pening í framherja. Fokkin hell, að geta ekki sett eitt djöfulsins mark á Bolton er skammarlegt.

  4. Miklu betri síðarihálfleikur.

    Vill byðja menn um að anda inn og út. Við fengum fullt af tækifærum til þess að klára þennan leik og vorum trekk í trekk í góðri stöðu milli varnar og miðju.
    Markvörður Bolton maður leiksins og við áttum klárlega að fá víti þegar Spearing keyrir inní Henderson og þeir áttu að vera manni færi þegar Markovitch var að sleppa í gegn og maður á gulu spjaldi(aftastur) brýttur klárlega á honum.

    Bolton menn gáfu allt í leikinn en virkuðu mjög þreyttir síðustu 20 mín í leiknum.

    Sterling og Couthino áttu báðir dapran leik þar sem mér fannst þeir vera að reyna allt of mikið. Það reyndi lítið á varnarleikinn og Mignolet hafi ekki mikið að gera en við áttum auðvita að skora en það gekk ekki.

    FA Cup gengur einfaldlega út á það að komast áfram það gekk ekki í dag en liðið er ekki úr leik og er það númer 1,2 og 3 . Að klára bara næsta leik og komast áfram.

    Það þarf ekki nema að sjá hvað þessi keppni er frábær nema að skoða úrslit dagsins.

  5. Mér finnst alveg merkilegt að menn eins og Henderson, Lucas, Coutinho (sem átti reyndar eitt gott skot) geti hafa æft fótbolta frá unga aldri en geta varla hitt markið.
    Greinilegt að menn voru ekki með hausinn klárann í þetta verkefni.
    Ljósi punkturinn að fáum að sjá þá félaga Heskey og Gudjohnsen aftur í framlínunni á móti okkar mönnum.
    Nú er bara að klára Chelsea á Þriðjudaginn.

  6. Getur samt einhver hérna útskýrt hvað það er sem að Allen á að færa liðinu? Er það að covera vörnina eða er það að styrkja okkur sóknarlega?

  7. Mér fynnst sóknarmenn okkar hanga allt of lengi á boltanum enda voru leikmenn Bolton alltaf komnir með fullt af mönnum í vörn þegar sóknir ljúka. Annars góður leikur.

  8. Ekki samála leikskýrsluni að þetta hafi verið leiðinlegur leikur. Fullt af færum, hraða , flottum markvörslum, Heskey/Eiður/Spearing mættir og drama.

    P.s Er viss um að Sturridge og Balo verða tilbúinir í næsta leik.

  9. Fannst vanta mjög lítið uppá. Erum ennþá í FA eftir daginn og enn í bullandi séns.

    Saknaði Lambert í seinni hálfleik.

  10. Það jákvæða við þessi úrslit er að við fáum þá að sjá einn leik í viðból með okkar mönnum…

  11. Framtíðarmiðverðir Liverpool eru fundnir.

    Mamadou Sakho og Emre Can = Evrópusambandið.

  12. Sumsagt: Rodgers er búinn að afskrifa Balotelli.

  13. Gríðarlega pirrandi leikur gegn alls ekki góðu Bolton liði og afleit úrslit á heimavelli. SEX jafntefli í síðustu SJÖ leikjum á Anfield er skandall og eitthvað sem virkilega má hafa áhyggjur af.

    Augljósa skýringin á þessu er að á útivelli bakka liðin meira gegn Liverpool og öllum ætti að vera orðið ljóst að það er ekki nokkur maður í liðinu dag sem getur klárað færin sín sómasamlega með reglulegu millibili. Á góðum degi geta þeir allir skorað auðvitað en það vantar mann sem hefur þetta nánast sem meðfæddan hæfileika.

    Rickie Lambert sem reyndar skoraði gott mark í vikunni fær ekki einu sinni sénsinn í dag gegn 1.deildar liði. Landsliðsframherji Englandinga, af öllum leikjum í vetur hefði ég skilið það að setja hann inná í dag. Frammistaða Allen og Enrique komu þó líklega í veg fyrir það enda óþarfa skiptingar sem fóru í þá. Balotelli átti að vera komin í lag en er a.m.k. ekki í hóp og Borini er því miður bara ekki nógu góður og nýtir svona sénsa aldrei nokkurntíma. Þessa leikmenn mætti selja alla með tölu núna í janúar án þess að það myndi telja mikið og fá einn nothæfan mann í staðin, þó ekki væri nema bara á láni. Sex jafntefli á heimavelli í sjö leikjum og enginn af þessum byrjar inná í bikar gegn neðrideildarliði segir sýna sögu. Sterling hefur staðið sig vel sem sóknarmaður og er langbestur af þeim en hann er ekki góður slúttari og átti slæman dag í þessum leik.

    Ein skipting í þessum leik fór í það að losna við Joe Allen sem hélt áfram að vera algjörlega gangslaus fyrir liðið í vetur. Honum hefur farið töluvert langt aftur sem leikmaður í vetur og þessi frammistaða hans var mikil vonbrigði. Auðvitað verið frá vegna meiðsla og smá ryðgaður en það er ekki mikil afsökun gegn Bolton. Allen er tekinn útaf fyrir Lucas því að liðið þarf að sækja!!!

    Manquillo og Enrique byrjuðu síðan á vængjunum og veikti það liðið gríðarlega m.v. síðustu leiki og spurning hvort það hafi verið best að stilla upp varnarmönnum á báðum vængjum í þessum leik. Enrique var kannski meiddur en það kom engum á óvart að annarhvor þeirra færi útaf strax í hálfleik. Markovic var einn af okkar líflegri mönnum eftir að hann kom inná og guð minn góður Kevin Friend gunga að gefa ekki rautt spjald þegar brotið var gríðarlega augljóslega á honum, ótrúlega óþolandi dómari.

    Coutinho fannst mér eiga off dag og lítið heppnaðist hjá honum gegn þéttum varnarvegg Bolton. Lallana við hliðina á honum var þó mun verri og ég held að hann hafi verið meirra á rassgatinu í þessum leik heldur en standandi. Það gekk að ég held ekkert upp sem Lallana reyndi í dag.

    Sterling var síðan mjög dapur frammi gegn þéttri vörn Bolton og nýtti öll færin sem hann fékk mjög illa. Hann auðvitað skapaði megnið af þeim sjálfur og það eru fáir betri í því en hann en honum vantar þetta end product sárlega. Sáum það gegn Chelsea að hann getur þetta alveg.

    Bogdan var að verja yfir getu í dag en okkar menn voru ekkert að gera honum of erfitt fyrir og þegar skotið er 20-25 skotum fyrir utan teig á markmaðurinn oft “leik líf síns”.

    Can og Sakho fannst mér góðir í dag en þeir voru líka að kljást við Heskey og Eið Smára, samanlagt 73 ára. Henderson fannst mér okkar langbesti maður en Bolton gaf miðjuna svosem töluvert eftir.

    Þetta var engin heimsendir og klárlega ekki ef horft er á frammistöður Chelsea, City, Spurs, United og Southamton. Liverpool er ennþá með í keppninni. Algjörlega ömurlegt að þurfa annan leik á útivelli samt og þvílíkur óþarfi. Liverpool á að klára þetta Bolton lið á heimavelli, Heskey var í byrjunarliðinu hjá þeim og Eiður Smári spilaði 90 mínútur í dag vegna þess að samherjar hann voru gjörsamlega búnir á því og þurftu að fara frekar útaf.

    Eftir úrslit helgarinnar er ljóst að Rodgers fer all in í þessa keppni og líklega spilar okkar sterkasta lið seinni leikinn og það hjálpar ekki í þessu svakalega leikjaprógrammi sem er framundan.

    Aumingja tipparinn sem vissi það fyrir leik að honum dygði sigur Liverpool til að vinna 210 mkr. Ef það er eitthvað lið líklegt til að eyðileggja svona séns eru það því miður okkar menn þetta tímabilið gegn fyrstudeildar liði á heimavelli! Vonandi var þetta a.m.k. United maður

  14. Illa farið með færin í þessum leik og frekar súrt að na ekki að klára þetta, en frammistaða Kevin drasl Friend í leikjum okkar er alveg ótrúleg. Hvernig hann missti af því að reka ekki Bolton manninn útaf snemma í seinni hálfleik og þegar Spearing bodycheckaði Hendó undir lokin(mér er skítsama þótt markmaðurinn hefði alltaf náð þessum bolta þá má samt ekki brjóta á manninum inni í teig)fer að verða rannsóknarefni.

    Markovitch finnst mér alltaf vera vaxa meira og meira í sínum leik og verður flottur seinni part tímabilsins þegar (vonandi) hann getur farið að spila með alvöru striker í stað Borini !

  15. Nr. 14

    Þetta getur ekki verið eina ástæðan fyrir fjarveru hans enda Lambert ennþá í hóp. En ef hann er búinn að gefast upp á honum strax þarf að gera ráðstafanir núna strax í janúar. Þetta er sóknarmaður númer tvö fyrir tímabilið og maðurinn sem kom inn fyrir Suarez. Lambert er þriðji og Borini sá fjórði og hefur alls ekki verið velkominn þar sem af er þessu tímabili. Glætan að við getur treyst því að Sturridge haldist heill og hvað þá að hann komi inná af 100% krafti strax eftir fimm mánaða meiðsli.

    Ljóta vitleysan.

  16. Nú hefur Brendan Rodgers komið með þessi ummæli um Balo: “If you can’t press, you can’t be a part of the team. It doesn’t matter who the player is.”

    Í mínum huga virkar þetta þannig að Rodgers er reyna að gera manninn hungraðan til að berjast fyrir sæti sínu í liðinu. Ef hann segir svona getur það virkað á tvennan hátt fyrir leikmanninn, annað hvort fer hann í fýlu eða hann byrjar að berjast eins og ljón fyrir sæti sínu. Miðað við að þetta er Balotelli fer hann ábyggilega í fýlu og skilur ekkert í því hvers vegna allir séu svona á móti honum.

  17. Er ekki betra að stilla upp sínu besta liði heldur en að þurfa að spila annan leik og það á útivelli???????

  18. Afhverju í ósköpunum má ekki prófa striker úr unglingaliðinu eða akademíunni í svona leiki miðað við þessa jálka sem við eigum í framlínuna í dag???

  19. Enn og aftur verð ég að gagnrýna stjórann. Einn senter á móti neðrideildarliði á heimavelli!!!! Maður sem er ekki einu sinni senter og grútlélegur að klára færin sín (Sterling). Allen er sérkapituli út af fyrir sig og skilar aldrei neinu. Jose Enriqe er glataður og hefur ekki átt góðan leik í liverpoolbúningi nema í besta falli 2-3x. Þegar 25 mínútur eru eftir setjum við Lucas Leiva inn. Bolton mætir með tvo uppi á topp á Anfield en við með einn frammi. COME ON!!!!!

  20. Varamenn og tilfærslur höfðu ekki góð áhrif á stórliðin í dag. Við erum allavega ennþá með í keppninni og í dauðafæri að vinna hana. United og Arsenal einu sterku liðin ennþá eftir og mér finnst við vera með betra lið heldur en þau.

    Við erum náttúrulega fáránlega óstöðugir ennþá með engan alvöru markaskorara. Sterling sólar eins og Thierry Henry en slúttar eins og Ade Akinbye. Þetta er ekki gott mál en svosem engin ástæða til svartsýni.

  21. Ég velti fyrir mér hlutverki Joe Allen í þessu liði. Hverju skilar hann eiginlega til liðsins? Veit hann yfir höfuð hvað það er?

    Ég var að skoða einhverja tölfræði (deild og Evrópa) hjá honum sem telur 51. Í þessum leikjum lék hann 4613 mínútur og skoraði í þeim 2 mörk og átti 0 stoðsendingar. Að meðaltali hefur hann átt 0.56 marktilraunir, unnnið 0.28 skallaeinvígi en verið með 88.44% sendingahlutfall. Hér hef ég ekki tölfræði um lykilsendingar, væri áhugavert að sjá þær.

    Að auki hefur hann einnig skorað eitt mark í FA cup. Sigurhlutfall Liverpool með hann í liðinu er rétt um 50%. Hann kostaði svo 15 milljónir punda árið 2012 (Sturidge kostaði 12 milljónir).

    Pointið mitt er eiginlega: Er hægt að hugsa sé meiri farþega? Hann skilar engu en er ekki að gera neitt af sér svo hann skautar framhjá talsvert af gagnrýni, kannski ekki meðal stuðningsmanna en ég hef ekki orðið var við umfjöllun um hann í fjölmiðlum. Hann ER bara þarna!

  22. Hvað segir br. Við vorum frábærir, ha ha. Ég veit ekki hvar þessi maður er.

  23. Sturridge inn á móti West Ham um næstu helgi, fær jafnvel mínútur á móti Chelsea.

    Frábærar fréttir… http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/178608-positive-update-on-sturridge-comeback

    Spurning hverjir verða fyrstu XI þá? spilar BR sama kerfið áfram sem hefur virkað svo vel?
    Mignolet
    Can – Skrtel – Sakho
    Markovic – Henderson – Lucas – Moreno
    Coutinho – Sturridge – Sterling
    Fyrir hvern á Gerrard að detta inn, Lallana ætti að byrja líka, etc.
    Bara jákvætt.

  24. Sammála honum Babú mínum hérna eiginlega að öllu leyti, Hendo var góður en ég valdi Can því hann var að leysa nýja stöðu og gerði mjög vel. Þvílíkt monsterefni þar á ferð ef þið spyrjið mig.

    Á sama hátt er þessi FA bikar bara um það eitt að komast áfram og ég hef enn trú á því. Held að mjög margir hafi horft í næsta leik, bæði þjálfari og leikmenn, og þetta var alls enginn heimsendir.

    Svo er hárrétt hjá Babú varðandi heimaleikina. Lið sitja og í dag var nú ekki mikil ógn af langskyttum, það háir okkur og eitt af því sem þarf að hugsa fyrir þegar Stevie hættir.

    Hef oft talað um Allen, sá bætir engu við þetta lið og hlýtur að verða seldur. Það verður fullt af liðum til í að taka hann, en hann fellur aldrei inn í lið sem vill hápressu og spila hátempó sóknarfótbolta. Fínn spilari, en ekki fyrir okkur.

    Á sama hátt er þolinmæði mín gagnvart Manquillo að þverra og það á að hætta að gefa Enrique mínútur. Maðurinn er ekki góður í fótbolta og skrokkurinn augljóslega vonlaus. Manquillo er ekki góður varnarlega nema þegar hann reddar sér á tæklingum, svæðisvörn á afar illa við hann og missir leikmenn á bakvið sig trekk í trekk. Sóknarlega skilar hann engu.

    Þegar við förum til Bolton verður vonandi Flanno bara kominn inn í dæmið til að leysa þessa tvo endanlega af.

    Svo bara amen við framherjunum eins og Babú lýsir. Sterling er ekki nógu góður klárari auk þess sem hann er of lítið inni í leiknum upp á topp. Borini verður auðvitað seldur í sumar og það sem Rodgers segir um Balo þýðir að hann er ekki inni í plönum núna allavega…kannski á að prófa hann með Sturridge. Að sjálfsögðu átti Lambert að fá að byrja, hefði viljað að Coutinho hvíldi.

    En þetta er ekkert alvont heldur, við eigum hóp til að vinna í mörgum keppnum í einu, a.m.k. fáum við góða æfingu í því að spila fullt af leikjum á stuttum tíma, án gríns held ég að þjálfarateymið hafi gott af þeirri reynslu.

    Verst að Mourinho kemur með sína menn dýrvitlausa á þriðjudaginn…nema hann sé farinn í fýlu!

  25. Ekki var þetta merkilegt en greinilegt að menn voru að koma til baka úr meiðslum ásamt því að hugur manna var við þriðjudagsleikinn.

    Jákvætt fannst mér að halda hreinu og Sakho heldur áfram að impressa og að mínu viti er að hann að stimpla sig rosalega inn sem aðalnafnið í vörnina. Can öðlast dýrmæta reynslu með hverjum leiknum og gæti orðið einn af þessum leikmönnum sem þjálfarinn mun alltaf finna hlutverk innan liðsins, ég vona þó vissulega að hann nái að eigna sér stöðu á miðjunni í framtíðinni.

    Henderson var afar kraftmikill og sýndi mikla yfirferð og stjórnun á miðjunni, minn maður leiksins líklegast.

    Leiðinlegt fannst mér að sjá hversu langt við vorum eiginlega frá því að klára þennan leik, auðvitað áttum við skilið víti amk einu sinni og rautt spjald en þess fyrir utan var þetta bara ekki nægjanlega gott. Skipulagðar varnir eru orðnar meginreglan í fótbolta og þá dugar bara ekkert annað en klassa framherjar til þess að klára þessi miðlungslið. BR hefur einn slíkan en það er bara ekki nægjanlega gott eftir tæplega 3 ára veru hjá klúbbnum.

    Eitt sem svekkir mig líka mikið er að sjá hversu margir leikmenn hafa spilað í vetur sem farþegar. Margir þessara leikmanna eru mennirnir hans BR og því vona ég að hann nái rétta þetta meira af í sumar. Átakanlegast er að horfa á kaup liðsins á framherjum en slíkt hefur verið alveg galið ef undanskilinn er Sturridge.

    Ég er mjög ánægður með ummæli BR um balotelli, hann hefur í vetur ekkert sýnt sem réttlætir veru hans í byrjunarliðinu en Borini hefur þó ítrekað sýnt baráttu og vilja til þess að spila það kerfi sem stjórinn vill. Í versta falli fer balo í fýlu en spilamennskan hans getur vart versnað mikið meira og því horfi ég bara á mögulegt upside og það er að hann taki sig saman í andlitinu. Raunsæið segir manni samt að leikmaður sem í dag er 24 og hefur ekki tekið neinum sérstökum framförum frá 18 ára aldri ásamt því að hafa ekki náð sér almennilega á strik síðustu árin muni ekki koma til við þessa gagnrýni.

    Við fáum allavegana annan leik í FA cup og það er fullt af leikjum framundan sem fyrir stuðningsmann er nottla bara forréttindi.

    YNWA

  26. Enn og aftur þarf að eyða þremur skiptingum í leikmenn sem áttu ekkert að vera í byrjunarliðinu, Manquillo, Enrique og Allen. Ég er alveg viss um að við hefðum klárað þennan leik með Moreno og Markovic á köntunum og Rossiter/Lucas á miðjunni í stað Allen.

  27. Hvað fannst mönnum gott við þennan leik? Við erum á heimavelli, spilandi við lið sem er í næstu deild fyrir neðan og eru þar um miðja deild. Þeir koma og spila með tvo framherja og við varla neinn. Þetta á að vera skyldu sigur og ekkert annað. Þú spilar þennan leik til sigurs ekki til að ná í jafntefli til að fá annan leik. Það var augljóslega ekki spilað til sigurs í þessum leik, við máttum bara ekki tapa honum. Þessar skiptingarar sem gerðar voru í þessum leik voru algjörlega óþarfar. Þessir menn áttu ekki að vera inná í þessum leik. Þeir eru bara ekki nógu góðir, punktur.
    Við áttum góðan leik síðast, þar sem við vorum miklu betri heldur en efsta liðið í PL. Næsta leik erum við ekki góðir. Það er engin ógnun af okkar framherjum. Alltaf það sama, reyna tróða sér inn í vörnin, þó að þar sé fyrir her manna til að passa upp á markið. Ég hefði sett inn Lambert og látið þá þurfa eiga við hann. Við vorum í því líka að dæla boltum inn í teig og með menn sem eru varla meira en 170 cm í teignum og hafa sýnt að þeir geta varla skallað boltan.
    Ég held að við höfum gert jafntefli dag bara svo að engin fengi 13 rétta í 1×2.

    Áfram Liverpool

  28. Það er annars áhugavert að fáir sem enginn er að tala um að það þurfi að losna við Johnson úr liðinu. Eitthvað verið að slúðra um að hann sé búinn að samþykkja nýjan samning. Að mörgu leyti þarf liðið á því að halda að hafa einhverja reynslubolta áfram í liðinu.

  29. Shit happens. Ágætis leikur, hefðum auðvitað átt að setjann, Sterling var ekki að nýta sín færi osfr. Svona er þetta bara oft í þessari keppni, nóg af dæmum í kringum okkur úr þessari umferð.

  30. Greiningin hjá Babú hér að ofan er spot on frá A til Ö.

    Mínar helstu áhyggjur eru af þeim félögum hjá FSG. Það sjá ALLIR hversu mikið potential býr í þessu liði og stjórinn virðist vera að koma til líka (hættur að berja höfðinu við steininn) og það sjá líka ALLIR hvað það er sem vantar til þess að komplettera þetta lið; effektívan framhverja sem skorar og leggur upp mörk. Svoleiðis pésar kosta peninga, bæði í innkaupum og í launum og ég hef miklar áhyggjur af því að níska FSG og þeirra svokallaða “kaupstefna” muni verða okkar stærsta hindrun að viðunandi árangri (sem er sæti í meistaradeild að ári, annað er bónus). Að auki þá vita líka ALLIR að það er ekki hægt að treysta því að Sturridge haldist heill.

    Hvað liðinu vantar er æpandi augljóst. Upp með veskið FSG og sýnið hvað þið standið fyrir!

  31. Það sem mér fannst standa upp úr var hvað við erum með fáa leikmenn sem geta tekið góðar ákvarðanir. Mér finnst Sterling vera með lélegar ákvarðanatakanir og Coutinho vera með lélegt “end product”. Sterling fær ansi oft þrjá möguleika sem einkennast af því að hann verður að komast fram hjá varnarmanni til þess að skila boltanum í netið eða á næsta mann sem er í færi. Hann velur oftast versta kostinn. Það er til fullt af hægum og óteknískum leikmönnum með frábærar ákvarðanatakanir, það tekur þá brot úr sekúndu að velja besta kostinn af mögulegum 4.
    Ég vona innilega að Sterling bæti þetta, hann fékk nokkur tækifæri í gær til þess að “kötta” auðveldlega fram hjá varnarmanni þar sem hann gat sett boltann í fjærhornið eða auðveldlega fengið víti. Að mínu mati eru ákvarðanatökur það mikilvægasta sem leikmaður þarf að hafa.

    Coutinho finnst mér vera með góðar ákvarðanatökur, hann er fljótur að hugsa þegar hann tekur menn á og virðist alltaf vera með undankomuleið. Hinsvegar á hann það alltof oft til að klúðra úrslitasendingunni. Hann er kannski búinn að taka 2-3 menn á en nær ekki að þræða boltann á sóknarmann. Kannski vantar honum Sturridge til að taka hlaupin, en hann á það alltof oft til að týnast.

    Þetta fannst mér að leiknum í gær. Okkur vantar leikmenn með reynslu og tiltölulega fullmótaðann fótboltahaus. Fyrir mitt leyti átti Lambert alltaf að byrja þennan leik, það vantaði mann til þess að slútta þessum færum. Hann hefur staðið sig mjög vel undanfarið. Ég held að þetta hafi verið sérvitringsháttur hjá Rodgers eða það að hann sé að geyma hann fyrir Chelsea.

    Mér fannst Markovic koma sterkur inn í þennan leik, ég væri til í að sjá hann oftar vinstra megin.

  32. Hefði viljað sjá johnsoninn í full backinum. Tel þá stöðu henta honum best

Byrjunarliðið gegn Bolton

Samningsmál helsti höfuðverkur framtíðarinnar?