Chelsea á morgun

Á morgun mætir Liverpool lærisveinum Jose Mourinho í seinni leik undanúrslita Deildarbikarsins á Stamford Bridge. Fyrri leikur liðana endaði með 1-1 jafntefli þar sem að Eden Hazard kom Chelsea yfir með vítaspyrnu og Raheem Sterling jafnaði muninn með góðu marki.

Í fyrri viðureign liðana var Liverpool frábærir. Líklega einn besti leikur liðsins á leiktíðinni. Pressan í liðinu var frábær, liðið vel skipulagt og boltinn gekk vel á milli. Liðið skapaði fín færi en ef það hefði ekki verið fyrir frábæran markvörð Chelsea þá hefði Liverpool getað farið með stóran sigur af hólmi.

Jose Mourinho viðurkenndi eftir leikinn að stuðningsmenn Liverpool séu betri en stuðningsmenn Chelsea og Anfield væri betri en Stamford Bridge … eða svona eiginlega. Hann hrósaði stuðningsmönnum Liverpool eftir leikinn og gaf stúkunni klapp áður en hann gekk til búningsklefa eftir leik. Margt má segja um Mourinho en maðurinn kann að meta góða hluti þó hann viðurkenni það kannski ekki alltaf.

Mourinho: “If Stamford Bridge can give us 25% of the emotion Anfield gives Liverpool, I think we can do it. Liverpool, instead of 40,000 fans, they will have five or 10 (thousand).

“Chelsea, instead of 1,000, will have 40,000. I hope that can make a difference in the atmosphere.”

Bæði lið léku í FA bikarnum um síðastliðna helgi og ollu bæði lið vonbrigðum í leikjum sínum. Liverpool gerði markalaust jafntefli við Bolton á Anfield en Chelsea gerði gott betur og tapaði 4-2 gegn Bradford City á Stamford Bridge.

Chelsea hvíldu marga leikmenn sem byrjuðu inn á gegn Liverpool fyrir rúmri viku síðan, það voru aðeins Gary Cahill og Jon Obi Mikel sem byrjuðu báða leikina á meðan að Fabregas, Hazard og Willian komu inn á í 20 mínútur eða minna í þeim leik.

Liverpool hvíldi færri leikmenn gegn Bolton en sex leikmenn byrjuðu báða leikina og tveir sem byrjuðu gegn Chelsea komu inn á gegn Bolton, þar á meðal Markovic sem kom inn á í hálfleik sem er nokkuð drjúgt.

Ég held að reikna megi sterklega með að liðin verði svipuð og í fyrri leik liðana. Hazard, Willian, Fabregas, Costa, Terry og félagar munu koma aftur inn í byrjunarlið Chelsea. Líklega dettur Mikel út hjá Chelsea fyrir leikinn og líklegast kæmi þá Oscar inn í liðið. Mourinho mun líklega reyna að ná betri tökum á sóknarleiknum en í síðasta leik og hentar Oscar töluvert betur þar en Mikel.

Líklegt byrjunarlið Chelsea

Courtois

Ivanovic – Cahill – Terry – Luis

Fabregas – Matic

Willian – Oscar – Hazard
Costa

Af okkar mönnum þá tel ég líklegt að liðið verði eins og í síðasta leik ef Gerrard er heill heilsu annars gæti ég trúað að Lallana komi inn í hans stað. Lucas og Henderson verða á miðjunni, varnarlínan eins og síðast, Moreno og Markovic á vængjunum og Sterling leiðir línuna. Jákvæðar fréttir bárust frá Rodgers þegar hann sagði að hugsanlega gæti Sturridge tekið þátt í leiknum á morgun eða um helgina og yrði mikill styrkur að fá hann á bekkinn fyrir þennan leik.

Líklegt byrjunarlið Liverpool:

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Markovic – Henderson – Lucas – Moreno

Gerrard – Coutinho
Sterling

Bæði lið vilja vinna þennan titil þó hann sé ekki sá stærsti sem þessum liðum býðst og ég held að þetta verði jafn leikur og mun líklegast enda með jafntefli – eða þá í besta/versta falli mjög tæpum sigri annars liðsins. Chelsea verða líklega sterkari en í fyrri leiknum og þarf Liverpool að halda sama dampi og þeir gerðu í honum. Mín spá er 1-1 jafntefli eftir venjulegan leiktíma og úrslitin ráðast með Liverpool marki í framlengingu þegar Rickie Lambert kemur boltanum í netið.

Já, svo verður fróðlegt að fylgjast með þessari baráttu:

19 Comments

  1. Þessi svipur á Henderson er það hallærislegasta sem að ég hef á ævinni séð 😛 haha
    En þessi leikur verður kannski jafn fyrstu 60 min, en svo taka Chelsea menn þetta, spái 3-1, CostaX2, Fabregas og Gerrard.

  2. Yndislegt að sjá Henderson þarna ; )

    En eitt verð ég að segja, þið drengir eruð að toppa ykkur á þessari síðu undanfarið. Þvílík gæði í pistlunum sem eru farnir að koma inn nánast á hverjum degi. Maður hefur ekki undan að lesa þetta hjá ykkur, sem er frábært. Glæsileg upphitun að vanda.

  3. 2-2 í þriller, Henderson og Sterling með mörkin.

    Liverpool mætti síðan alveg setja Bojan á radarinn hjá sér.

  4. Takk fyrir flotta upphitun, ef ég væri í Football Manager og þyrfti að sjá um team talk fyrir leikinn þá mundi ég segja við þá “pick up where you left off”, ef þeir gera það þá á Móri og hans menn ekki séns.

    Annars að ölli gríni slepptu þá erum við í bullandi séns á að vinna bikar, fyrsta bikarinn undir stjórn Brendan Rodgers, liðið á að gefa allt í þennan leik og klára þennan bikar.

    KOMA SVO!

  5. Vonandi hvílir Móri einhverja á eftir fyrir Man City leikinn um helgina, þá er kannski smá von.

  6. Yndislegt hvað er alltaf stutt á milli leikja og ekki breytist það mikið næstu mánuðina! Ég spái því að okkar maður SG verði hetja leiksins. Það yrði eitthvað svo fallegt. Fallegt fyrir okkur og enn fallegra fyrir hann eftir ástarsögu hans og Móra.

    Að smá tölfræði fyrir leikinn þá eru 24,05% líkur á Liverpool sigri á Stamford Bridge. Hins vegar hefur Liverpool ekki unnið þar síðan 29. nóv 2011 þannig það verður á brattan að sækja.

    En með Mignolet í búrinu og Lambert-Leynivopn á bekknum þá er allt hægt.

    Come on you Reds!

  7. Ef ég man rétt þá hvíldi nú Móri nokkra í leiknum alræmda í vor, og ekki hjálpaði það okkar mönnum.

  8. Styttist alltaf í sigurleikinn á Brúnni vonandi verður hann núna,bara ekki Allen inná pleace,held að Ibe sé cuptied. Við förum áfram eftir framlengingu.

  9. Svo er í lagi að halda því til haga, ef einhver vissi það ekki, að útivallamörk gilda ekki í venjulegum leiktíma, aðeins í framlengingu.

  10. Jordon Ibe má væntanleg ekki spila og var þar af leiðandi látinn spila með u21 í gær gegn manuer

  11. Nr. 10

    Svo er í lagi að halda því til haga, ef einhver vissi það ekki, að útivallamörk gilda ekki í venjulegum leiktíma, aðeins í framlengingu.

    Sem er alveg handbolta vitlaus og ruglandi regla. Jafnvel ennþá heimskulegra en að hafa þetta tvo leiki bara á þessu stigi keppninnar.

  12. #3 Helginn – hann sleit víst krossbönd á hné í gær og verður líklegast frá í 6 mánuði 🙁

    Ég hef fulla trú á okkar mönnum og býst við hörkuleik, 0-1 og Gerrard með eina Olimpiakos neglu á 93 mín og hleypur Móra um koll í fagnaðarlátunum!!

    ps það er kominn tími á að Costa fá rautt og giska ég á að það verði fyrir olnboga á Hendó!

  13. Og liðið lekið að vanda. Líklega hafa þeir komið við hér og ákveðið að hlýða Ólafi Hauk því það er nákvæmlega eins og hann setur það upp.

  14. Ég myndi alveg henda pundum á rautt spjald í leiknum og Costa ofarlega í líkindareikningnum í því sambandi. #15, 3-3 er súper flott spá.

  15. Get ekki fengid leid a ad sja hvernig Hendo tæklar thennan gedsjukling i myndbrotinu.

    Thetta verdur slagur og vid erum underdogs. Thad er ekki ad astædulausu ad vid erum med betri arangur a utivelli enda refsum vid mun betur thegar hinir sækja en thegar vid thurfum ad gera thad.

    Min spa: 1-2. Sterling med bædi.

    YNWA!

  16. Ekkert skrítið að svipurinn á Hendo sé skrítinn, hann er að hugsa Er þessi “kall” virkilega 2 árum eldri en ég !? Og trúir því einhver að hann sé 26 ára ?

    Annars er ég skíthræddur við þennan leik , en liðið hefur verið að leika vel undanfarið og vonandi heldur það áfram , en verkefnið er ærið.

Samningsmál helsti höfuðverkur framtíðarinnar?

Liðið gegn Chelsea