Liðið gegn Tottenham

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD!
SJÁ UPPLÝSINGAR HÉR!

Enn er liðið að leka vel áður en það er kynnt.

Það er líklega styrkleikamerki þegar manni finnst Gerrard vera veiki hlekkurinn í liðinu en m.v. hvernig Rodgers stillir þessu upp í dag óttast ég að það geti orðið raunin. Hann hefur verið eins og old boys leikmaður á köflum á miðjunni en virðist koma aftast á miðjuna fyrir Lucas í dag. Fyrr í vetur hafði hann samt ekki Henderson eins nálægt sér í skítverkunum aftast og það gæti hjálpað honum í þessu leikkerfi. Ég er þó mjög hræddur um að þessi breyting veiki liðið mjög mikið, svo má ekki gleyma að þetta er þriðji leikur Gerrard á tæplega viku. Hef engu að síður ansi oft sé veikari hlekk hjá Liverpool en þetta, það er á hreinu.

Jordon Ibe er áfram í liðinu á kostnað Sterling sem er meiddur og því er það Markovic sem kemur inn í hópinn fyrir Lucas. Þetta gæti þó líka verið öfugt, Ibe á vængnum og Markovic fyrir framan.
Rumor - Gerrard
Bekkur: Ward, Johnson, Lovren, Lambert, Lallana, Allen, Balotelli
Stóra málið er samt að Sturridge byrjar inná sem er frábært. Síðasti leikur sem hann byrjaði var fyrri leikurinn gegn Tottenham, í ágúst.

Ekki er hægt að treysta 20m Lovren í vörnina, ekki Johnson heldur. Allen er ekki nógu góður til að spila á miðjunni, Gerrard er frekar valinn í þriðja skipti síðan á miðvikudaginn. Ibe er svo valinn fram yfir Lambert, Borini og Balotelli. Án þess að vilja gera lítið úr Ibe auðvitað. Lallana og Balotelli koma báðir á bekkinn í dag samt.

Sigur í kvöld væri risa risa stór.

Koma svo

147 Comments

  1. Það eru nokkur stór spurningamerki við leikinn í dag sem valda hóflegri bjartsýni, hjá mér a.m.k.

    Er Sturridge tilbúinn í að byrja leik? Getur nýorðinn 19 ára gutti spilað tvo flotta leiki á 4 dögum á hæsta leveli? Mun hápressan virka með Sturridge og Ibe og engan Lucas til að fylla upp í miðjusvæðið? Mun Eriksen finna endalaust speis í kringum örþreyttan Gerrard?

    Vonum það besta því við verðum að vinna þennan leik. Tap í dag og Europa league verður okkar besti séns á meistaradeild.

  2. Ég hef sjaldan séð jafn mörg L á bekknum

    2-1 sigur (Skrtel, Sturridge / Kane)

  3. Þetta lið á að vera nógu sterkt til þess að vinna Tottenham á heimavelli, það er bara þannig. Ef við vinnum ekki þá eigum við ekki skilið að vera að berjast um 4 sætið.

    Ég vona að GERRARD troði sokk í menn hérna og eigi frábæran leik.

    KOMA SVO LIVERPOOL ! ! !

  4. Vona að Hendo verði látinn spila aftar en Gerald. Kafteinnin er ekki að spila vel i varnar tengilið

  5. Mér líst mjög vel á liðið í dag en það er allveg á hreinu að allir þurfa að vera á deginum sínum ef við ætlum okkur að vinna sterkasta Tottenham lið sem mæt hefur á Anfield síðan að Bale fór til Real.
    Mín spá er að ef við náum að loka vel á Erikson í kvöld vinnum við leikinn 2-0.
    En er annars einhver búinn að finna link? 🙂

  6. Hlakka til að sjá Kútinn okkar fóðra Sturridge.

    Spái 3-1 með hat trick frá Sturridge auðvitað. Markið hjá spurs verður ,,who gives a shit”.

  7. Þetta verður hrikalega erfiður leikur í kvöld en ég skil ekki hvernig Rodgers fær það út að það sé betra á láta Gerrard spila svona stýft frekar en að nota 20 mp Lovren í vörnina og henda Can á miðjuna.
    En Gerrard er auðvitað Gerrard og hann getur alltaf töfrað eitthvað fram og ég vona að hann tryggi okkur 3 stig í kvöld.

    Flott að sjá Ibe halda stöðunni sinni og að Sturridge sé komin aftur.

  8. Sammála #7, smeykur um að Tottenham eigi eftir að rústa miðjunni hjá okkur. Gerrard er ekki DM…..

  9. Óska eftir link í kvöld.

    Mikilvægt að tapa ekki. Sé fyrir mér 1-1 leik.

  10. “Strímið” mitt virkar ekki … er einhver sem lumar á einhverju góðu

  11. Tottenham

    Spilar 4 -2-3-1

    Það eru þrír sóknartengiliðir og einn framherji og því hlýtur Gerrard að vera með þónokkra varnarskildu í þessum leik . Þar sem vörnin hjá liverpool er bara þriggja manna.

    Þetta verður fróðlegt að sjá hvernig þeir leysa úr þessu. Ekki gleyma því að Gerrard var settur í varnartengiliðin á sínum tíma þegar Lucas meiddist og var það hluti af velgegni Liverpool í fyrra.

  12. Þorri # 14:

    Ég fæ þessi skilaboð (og möguleikann á að slá inn password):

    Capacity limit reached. Please try again later.

  13. Þetta er líflegt! Og þeir eru ekkert að farast úr áreiðanleika miðverðir Tottenham…

  14. Islogi hann er aftastur og snertir aldrei boltan bara manninn við hefðum orðið fúlir að fá alavegana ekki víti í sömu sporum. En glæsilegt hjá Markovic og mikið rosalega er Ibe spennandi ungur leikmaður ef hann heldur svona áfram verður hann súperstjarna.

  15. Djöfull sem mér leiðast heimskulegar ákvarðanir Sakho! Hann er alltaf á ystu snös og það lúkkar líkt og hann sé að reyna að gera sitt besta til þess að missa boltann á hættulegum stöðum…? Hvað er málið? Þessar fokking lélegu þversendingar alla daga maður….

  16. Skrifast á að Sakho getur ekki hreinsað almennilega og ekki varist að sama skapi.

  17. Léleg vörn!!¨! Afhverju í andskotanum leggjumst við alltaf í vörn í stöðunni 1-0 á heimavelli?

  18. Gerrard og Henderson svooo ekki að virka. Bara leti að nenna ekki að elta mennina sína

  19. Guð minn almáttugur. Hreint út sagt ÖMURLEGIR varnartilburðir hjá Sakho.

  20. Ibe er að heilla með sínum leik. Can er mjög flottur og Migno var líka bara grátlega nálægt því að verja þetta lélega skot. Sakho þarf að girða sig í streng!

  21. Sáuð þig í markinu hjá Kane hvernig Gerrard bara stendur þarna og horfir á ? Hann þarf að fá hvíld og gott “peptalk”

  22. Þetta er bara ekki sama liðið á Lucas, langtum betri en Gerrard þessa dagana

  23. Sakho lítur ekki vel út í markinu enda átti hann Kane í þessu tilviki. En þarna spilaði Tottenham algjörlega inná veikleika leikkerfisins. Með því að láta kantarann leysa inn með boltann og síðan kemur hlaup frá miðjumanni inní miðjusvæðið.

    Tottenham er algjörlega að stjórna miðjunni hingað til 🙁

  24. Jesús , komið Gerrard af vellinum. Það er labbað í kringum hann….

  25. Það er bara málið, Stevie G er orðinn veiki hlekkurinn á miðjunni!

    Spursarar komast óhindrað upp að boxinu og kafteininn engin fyrirstaða!

  26. Verst að Brendan hefur ekki kjark eða gáfur til að taka Gerrard út! Það sjá þetta allir (nema kannski brendan)

  27. Við áttum fyrstu 10-15 mínúturnar en síðan þá er Tottenham búið að stjórna leiknum. Slæmt að horfa upp á þetta á Anfield.

    Finnst einnig eins og það heyrist meira í aðdáendum Tottenham heldur en okkar… sem er ömurlegt 🙁

  28. Finnst svolítið einföld lausn að benda bara á Gerrard. Coutinho búinn að vera í rugli líka. Hjálpar ekki til að Sturridge er greinilega og eðlilega mjög ryðgaður í frammlínunni. Það verður að skrifa þetta á allt liðið. Pressan er ekki nægjanlega áköf og hátt á vellinum.

  29. Það er bara svo mikið lykilatriði að fylla upp í holuna fyrir framan miðverðina. Og það er klárlega veiki hlekkurinn í augnablikinu.

  30. Spurs eru að spila þetta vel, pressa hátt og láta okkar menn ekki í friði, ekki ósvipað og við höfum verið að gera þegar við rúlluðum þeim upp í síðustu leikjum.

    Við þurfum bara að taka stjórnina aftur. Gerrard er týndur, Hendo líka. Coutinho er að reyna en Sturridge er assgoti ryðgaður. Ibe og Markovich eru að gera fína hluti.

    Finnst Spurs líka keyra rosalega á Sakho, það er greinilega skipun. Nú þurfa menn að stíga upp og láta ekki vaða yfir sig.

  31. Alveg rétt að það verður að fylla upp í holuna fyrir framan miðverðina og það er Gerrard ekki að gera. Hann er hinsvegar ekki sá eini sem hefur verið slappur í fyrri. Couthino virðist eiga einn af sínum “off” dögum og Sturridge er greinilega ekki tilbúinn. Hann verður það hinsvegar fyrr ef hann fær spilatíma..

  32. Útaf með Sakho áður en hann kostar okkur meira… Þetta er ekkert nema bull

  33. Ótrúlegt að refsa ekki fyrir þessa ömurlegu vörn hjá Spurs, aftur og aftur!

  34. Mér finnst hann full spjaldaglaður. Þetta er ekki netbolti.

  35. Ibe – er búinn að vera rosalegur. Spila meira upp á hann. Gerrard er reyndar að því en hann sendir ítrekað á hann og lætur hann um að keyra á vörnina.

    Annars rosalega jafn leikur. Gæti orðið mjög erfitt að vinna hann. Tottenham á heiður skilið að spila sóknarleik á móti sóknarliði. Fyrir vikið er leikurinn mjög opinn.

    Stóri vandinn er að sturridge er ekki að nýta dauðafærin sem hann fær – en þau eru búinn að vera ansi mörg í leiknum.

  36. Eru menn í alvöru að kvarta…….flottur leikur og svo sannanlega ættum við að vera yfir. Set hinsvegar spurningamerki við völlinn, hræðilegur að sjá.
    YNWA

  37. Fyrri hálfleikur búinn að vera afar góð afþreying. Sumir eru að spila vel og aðrir illa. Sá sem er að spila verst er klárlega Rose í bakverðinum hjá Tottenham. Aumingja maðurinn á eftir að vakna kaldsveittur í nótt með myndina af hælunum á Æbí brennda á sjónhimnuna.

    Örvæntum eigi, við vinnum þennan leik. KOMA SVOOO!!!

  38. Sæl og blessuð!

    Sturridge er hrappurinn í þessu spili. Hefði átt að vera búinn að skora tvö frekar en eitt og alls ekki ekki neitt. Frábær leikur og ef menn fara að nýta tækifærin þá fer þetta vel.

  39. Snjólfur
    Veit nú samt ekki hvern hann ætti að setja inn fyrir Gerrard, mun allavega ekki vilja fá Allen inná nema í neyðartilviki..

  40. lallana inn fyrir gerrard ljósi punkturinn er ibe djöfull er hann i góðu formi akkurat núna þetta fer 2-1 öðru hvoru meginn veltur a þvi hvað rodgers gerir varðandi skiptingar

  41. Hlýtur Sturridge ekki að vera bara meiddur ennþá? Hann sprettar ALDREI og virðist hlaupa á annarri löppinni. Menn hirða boltann af honum eins og sleikjó af krakka. Annar lélegasti maður liðsins í fyrri hálfleik.

  42. Finnst Henderson eiga ansi stóran þátt í markinu hjá Spurs þar sem að hann eltir ekki Lamela og þar af leiðandi þarf Sacho að fara úr sinni stöðu. Sacho samt búinn að vera fáranlega shaky. Einföld skilaboð til hans: komdu bara boltanum í burtu af hættusvæði!

  43. Þetta er alltof opinn leikur.
    Í hvert skipti sem Tottenham fer yfir miðju virka þeir hættulegir en að sama skapi má segja um okkar lið.

    Sakho og Couthino í harði baráttu um að vera lélegasti maður vallarins. Býð eftir að sjá tölfræðu um Sakho um hvað hann á margar heppnaðar sendingar en þegar maður horfir á hann þá er greinilegt að hann er alltaf ótrúlega tæpur með boltan.
    Couthinho var ömurlegur á móti Everton og er lélegur í dag.

    Ibe er búinn að vera stórkostlegur.

    Nú býð ég eftir að menn fari að tala um að liðið sakni Lucas o.s.frv. Já það væri gott að hafa Lucas en varnarleikur er samvinna liðsins og mennirnir hjá okkur er oft að hlaupa út úr stöðu og lýtur varnarleikurinn ekki vel út.

    En sáið þið hvað Rodgers gerði til þess að stopa að Tottenahm næði að skoða annað mark eftir að hafa tekið yfir miðsvæðið?
    Jú hann lét Couthinho detta niður á miðsvæðið með Gerrard og Henderson of og fórum við þá aftur að ná tökum á miðjuni.

    Svo er það Sturridge. Maður auðvita dæmir hann einfaldlega út á því að vera einn af 11 byrjunarliðsmönnum liðsins í dag og þá hefur hann einfaldlega verið lélegur en ef maður dæmir hann út frá því að þetta er leikmaður sem vantar greinilega leikform og sprengikraftinn sinn þá gefur maður honum séns(í fyrra þá hefði hann verið stungin einn í gegn en núna er hann með varnamennina í rassgatinu).

    Ég verð að segja að ég er ekki bjartsýn fyrir síðarihálfleik. Djöfull hefði verið frábært að hafa Sterling gegn þessu Tottenham liði. Fullt af plássi til þess að gera eitthvað og svæði til þess að hlaupa inní.

  44. Annars er fáranlegt að vera spila 343 og mesta vesenið er í miðri vörninni

  45. Gerrard er nú búinn að vera stoppa nokkrar sóknir en vandamálið er líka að vörnin fyrir framan hann er ekki að virka. Það er nákvæmlega engin pressa að koma frá Henderson, Markovic, Coutinho og Sturridge er einfaldlega ekki í ástandi til þess að spila hápressu. Það sem verra er að miðjumennirnir fyrir framan eru ekki að loka á sendingaleiðirnar inná svæðið hans Gerrard sem gerir það að verkum að Gerrard þarf að covera stórt svæði.

  46. væri til i lallana inna fyrir coutinho ef coutinho ætlar ekkert ad vakna lallana er mjog pressugladur og vinnur vel fyrir lidid og þad gæti verid þad sem vid þurfum annan mann a midjuna takk

  47. Af hverju skorum vi? alltaf næstum þvi flott mörk? Markovic skoti? á moti Sunderland gat ekki drullast inn, skoti? hja Ibe á moti Everton þurfti a? sjalfsög?u a? fara i stöngina og núna gat ekki “Zlatan-Style” hælskot hja Sturridge enda? inni heldur.

    Algjort “dick-move” hjá örlaganornum a? leyfa okkur ekki a? fá eitt flott mark. Díses

  48. Miðjumenn Liverpool vandamálið eins og stundum áður. Afleitir allir 3 í fyrri hálfleik (G, Hendo og Coutinho). Gef þeim seinni til þess að milja kleprana úr brókunum..

  49. Djöfulsins væll Gerrard þetta Gerrard hitt.
    Vilja menn taka Can úr vörninni í fjarveru Lucasar og setja hann í DM stöðunabog þá Lovren sem hefur ekki getað neitt síðan hann kom til okkar, nei takk Tottenham er að valda okkur þvilíkum vandræðum og ég gæti ekki hugsað mér Lovren inná í þessum leik.

    Hvað þá að biðja um Allen inná í stað Gerrard, ekki séns Gerrard er miklu betri leikmaður.

    Þótt hraðin sé rosalegur í leiknum sem er erfitt fyrir Gerrard þá er hann okkar besti kostur í fjarveru Lucasar.

    Þetta er hörkuleikur og maður sér að Sturridge á erfitt uppdráttar það vantar mikið uppá eftir svona mikla fjarveru frá boltanum.

    Koma svo.

  50. Endalaust kvart og kvein skilar engu. Frábær leikur tveggja mjög vel spilandi liða. Auðvitað eru mistök á báða bóga en heilt yfir sýnist mér við vera að skila fínu dagsverki hingað til. Spurning með að henda Lallana inn eftir ca tíu mín og keyra aðeins upp hraðann ? Maður spyr sig ?
    Þórarinn

  51. Hafið þið tekið eftir því að þegar við skorum þá er það aldrei neinum að kenna, en þegar við fáum á okkur mark þá er það alltaf einhverjum okkar manna að kenna…..merkilegt

  52. Bölvuð óheppni. Nú þarf að nýta allt sem kemur upp. Ibe frábær, Markovic duglegur, ryð í Sturridge.

    Coutinho þarf að detta inn.

    Loka betur þegar tottarar koma á miðja vörnina (Gerrard)

    Þetta hefst.
    YNWA

  53. Lovern in fyrir Gerald og setja Can á miðjuna, þegar Gerald er varnatengiliður missum við alltaf tökin á miðjunni, það þarf að leysa þetta því Lugas verður frá í mánuð og með svona miðju töpum við mörgum stigum.

  54. #60 Jamm, hver ef ekki Gerrard ef Lucas er meiddur. Allen ekki búinn að sýna að hann eigi skilið að byrja, kemur samt vonandi inná á 65 mín þegar Gerrard verður endanlega sprunginn.

  55. Tilviljun að vörnin sé farin að líta illa út þegar Gerrard er kominn inn í liðið fyrir Lucas? Nei.

    Það sem ég tek eftir í Tottenham markinu og er alveg óþolandi er að Henderson er eini miðjumaður Liverpool sem er að pressa Tottenham mennina og að reyna að ná boltanum af þeim. Á sama tíma er Gerrard bara áhorfandi eins og hann er búinn að vera flesta aðra leiki á tímabilinu. Rodgers verður að fara leggja meira traust á aðra miðjumenn í liðinu því að það er ekki hægt að hafa Gerrard þarna á miðri miðjunni.

  56. Sorry en sá engin þegar Can æddi útúr vörninni í markinu til að reyna redda Henderson? Sem varð til þess að Skrtel endaði með tvo og Sakho endaði vitlausu meginn við Kane? Eru menn bara að reyna kenna Gerrard um þetta? Gerrard átti ekki Lamela það var Henderson. Ég kenni honum mun meira um þetta mark en fyrirliðanum. Svo má alveg segja Coutinho að slaka aðeins á, hann hefur oft mun meiri tíma en hann heldur.

  57. 50/50 leikur þetta getur endað á beggja vegu, ég er helvíti hræddur við Kane, hann virðist getað skorðað hvar sem er, svo er ég hræddur við þessi tvö gulu spjöld sem varnarmenn okkar eru með á bakinu.

  58. væri gaman að sjá hversu fá mörk við höfum skorað eftir hörnspyrnur í ár miðað við í fyrra

  59. Kæri Steve, þú ert betri í boxi andstæðinganna en fyrir frama þitt eigið. Það máttu eiga!

  60. Það er enginn Gerrard hatari hérna, aðeins fólk með skoðanir á Liverpool

  61. LFC heppnir að vera ekki að tapa þessum leik verð ég að segja, Spurs að spila mun betur . Vonandi að þessi forysta nái að blása mönnum meiri kjark í brjóst. Finnst menn snúa sér of mikið í átt að eigin marki, hvað er það ?

  62. Eins og ég hef alltaf sagt er Mignolet ákaflega vandaður maður:) en grínlaust hafði hann gott af bekkjarsetunni.

  63. Að skora úr víti breytir því ekki að Gerrard er búinn að spila illa síðustu vikurnar og líka í kvöld.

  64. Það verður að taka Coutinho útaf, feilsendingar í hæsta gæðaflokki á hverju strái hjá honum í kvöld

  65. Ef við hefðum haft Sterling í vetur eða annan senter værum við mun ofar í töflunni.

  66. Aldrei aukaspyrna og fokking rangstæða. Feita draslið stendur ofan í þessu, er hann blindur??

  67. Aðalrökin fyrir því að setja Can ekki á miðjuna voru þau að það væri svo gott jafnvægi í liðinu um þessar mundir.

    Well… jafnvægi my ass. Það stendur ekki steinn yfir steini í varnarleik.

  68. Hvað er málið með þessa dómgæslu. Fyrst ætlaði hann ekki að dæma víti og svo gefur hann Tottenham aukaspyrnu uppúr þurru….

  69. hvernig gat þetta verið aukapyrna og gult, Gerrad allan tímann á undan í boltann, skelfilegur dómur.

  70. Jesús Pétur hvað menn geta klúðrað mörgum góðum færum. Magnað hvað þetta lið þarf alltaf mörg færi til að skora.

  71. Aldrei aukaspyrna, Dowd búinn að vera frekar lélegur, ætlaði Meira að segja að sleppa augljósu víti og er að missa sig í spjaldagleði. Ekki sáttur með hann né annan af aðstoðarmönnum hans.

  72. Nennir einhver að hringja í Rodgers og segja honum að gera breytingar núna ? Lallana fyrir Coutinho ? Balo fyrir Sturridge ?

  73. Er ekki allt í fxxxxxxx lagi…. -_- Þetta var púra víti.

  74. Hver er munurinn á þessari tæklingu +a Sturridge og tæklingunni hjá Gerrard ?

  75. Eins sárt og það gerist:

    – Aldrei aukaspyrna!

    – Alltaf rangstaða á Kane!

  76. Hvernig var ther tá brot öðruvísi heldur en tjáð sem SteveG fékk gult fyrir?
    Bara sitt hvoru megin vítateigslinunnar?

  77. Væli nú yfirleitt ekki yfir dómurum en núna stefnir í að dómarinn hirði af okkur stig. Mikið ósamræmi í dómum en klárlega leikur þar sem við eigum skilið þrjú stig.

  78. Elska þennan mann. Vona svo innilega að hann eigi eftir að blómstra hjá okkur. BAAAALOTELLI! KOOOMAAA SVOOOO!

  79. Loksins loksins Super Mario Fucking Balotelli vonandi kveikir þetta í kappanum.

  80. Super Mario! Frábært að sjá hann skora 🙂

    Auðvitað var hann ekkert að fagna – enda fagnar ekki póstmaðurinn þegar hann ber út póstinn 🙂

  81. Hah, svo að elta þetta ferlega slæsaða skot Can út að hliðarlínu – og ná því!

  82. Frábær sigur í kvöld, þessi leikur gat farið á báða vegu en Ballotelli kláraði þetta fyrir Liverpool

Tottenham á morgun

Liverpool – Tottenham 3-2