Jæja þá tökum við á móti Man U á morgun og ekki nóg með það þá verða þeir Kristján Atli, Sigursteinn, Einar Örn og Hjalti á vellinum. Það eitt segir okkur að við VERÐUM að vinna þennan leik. Í þessum töluðum orðum eru þeir í langferðabíl (ekkert kvenkyns með í þessari ferð) á leið til Liverpool frá London.
Fyrr í vetur spiluðum við á Old Trafford og töpuðum [sannfærandi 0-2 þar.](http://www.kop.is/gamalt/2006/10/22/13.41.29/) Það má ekki gerast aftur og bara það hversu illa við spiluðum í þeim leik hlýtur að kveikja í mönnum fyrir leikinn.
Við unnum Man U síðast í deildinni 24. apríl 2004 (á Old Trafford) og skoraði þá Danny Murphy eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Þannig að það er klárlega kominn tími á sigur gegn erkifjendunum frá Manchester. Eins og staðan er í dag þá er Man U í efsta sæti deildarinnar með 69 stig eftir 28 leiki, Chelsea með 60 stig eftir 27 leiki og Liverpool í þriðja sætinu með 53 stig eftir 28 leiki. Í fjórða er síðan Arsenal með 49 stig eftir 26 leiki.
Leikir gegn Man U er ávallt mikilvægir sama hvernig staða liðanna er í deildinni. Þetta er spurning um meira en 3 stig, þetta er spurning um stolt! ÞÚ VILT EKKI TAPA GEGN Man U ! Það er líka orðið langt um liðið síðan ég gat strítt Þóri Snæ vini mínum eftir að við höfum tekið hans menn í bakaríið. Á morgun mun það takast og ég verð óþolandi út næstu viku 🙂
Liverpool hefur ekki tapað leik í deildinni á heimavelli í ár og í rauninni höfum við ekki tapað á Anfield síðan [2.október 2005 og þá gegn Chelsea 1-4.](http://www.kop.is/gamalt/2005/10/02/17.13.55/) Ég hef ekki áhuga að fara nánar út þann leik hér né annarsstaðar. Liverpool hefur einnig ekki fengið á sig mark á þessu ári á heimavelli.
… og já reyndar má einnig benda á það að Man U hefur ekki tapað í 7 leikjum í röð.
Skv. BBC Sport þá er þetta hópurinn sem verður á morgun: Reina, Finnan, Agger, Carragher, Riise, Gerrard, Alonso, Sissoko, Pennant, Kuyt, Bellamy, Crouch, Gonzalez, Fowler, Hyypia, Dudek, Arbeloa, Zenden, Mascherano. Og út frá þessum hóp ætla ég að setja þetta byrjunalið upp:
Finnan – Carragher – Agger – Riise
Gerrard – Sissoko – Alonso – Gonzalez
Kuyt – Bellamy
Það er samt ómögulegt að segja til um hvaða liði Rafa stillir upp þar sem við eigum framundan leik í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar gegn BARCELONA á Anfield á þriðjudaginn. Vel má vera að hann hvíli einhverja lykilmenn s.s. Carragher, Gerrard, Alonso, Finnan, Kuyt o.s.frv. en ég skýt á að Rafa geri minni breytingar en margir búast við og stilli næstum upp sterkasta liðinu. Hann vill vinna þennan leik og þótt það sé stutt í leikinn gegn Barca þá ætti það að vera nægur tími fyrir menn að jafna sig.
Hvernig Ferguson stillir upp á morgun er mér slétt sama en Man U mætir Lille á miðvikudaginn og gætu þeir því einnig hvílt einhverja lykilmenn en þetta skýrist ekki fyrr en ca. klst. fyrir leik.
Það er ekki hægt að segja að leikirnir gegn Man U séu markaleikir en síðustu 6 leikir hafa endað 0-0, 0-1, 0-1, 1-2, 1-2, 1-0 þannig að það er nokkuð góð ágiskun að segja að við vinnum 1-0 tja eða töpum 0-1.
Ég sé okkur vinna þennan leik á morgun og líkurnar eru að það koma ekki fleiri en eitt mark í leknum en ég held að það sé klárt að af því strákarnir eru á leiknum þá kemur eitt aukamark frá einhverjum ólíklegum t.d. Finnan, Carragher eða Sissoko. Fyrra markið mun fyrirliðinn Gerrard skora eftir góða sendingu frá Alonso. Sem sagt 2-0 sigur og málið er látið!
Ég er ekkert öfundsjúkur út í þá nei nei! :biggrin:
Ekki ég heldur… hhmmmm
En ef við vinnum ekki þennan leik þá er það klárlega þeim að kenna!!!
Bellamy með þrennu (i wish) nei að öllu gamni sleppt 1-0 Bellamy skorar. Við verðum að vinna annars………………………………………………. fer ég að skæla
C´mon you reds
Bellamy með þrennu (i wish) nei að öllu gamni sleppt 1-0 Bellamy skorar. Við verðum að vinna annars………………………………………………. fer ég að skæla
C´mon you reds
Sorry, misti mig soldið
Ég vil sjá 4-5-1 uppstillingu með Sissoko(Mascherano), Alonso og Gerrard og Bellamy og Riise á köntunum. Er sammála Jan “Free Willy” Molby með það sem hann segir á BBC síðunni að LFC á góðan séns með því að flæða miðjuna með þessum ofangreindu miðjumönnum og loka á Scholes. Það er líka fínt að hafa Sissoko vinnandi fyrir aftan miðjuna til að taka upp svæðið sem Rooney vinnur á og stoppa skyndisóknir. En aðal ógnin í dag verður Ronaldo.
Ég er ekki yfir mig glaður að vita af evrópuleiknum í næstu viku því við viljum oft spila vitleysislega helgina áður. Núna má það ekki gerast. 3-1 Liverpool ef Benitez spilar 4-5-1, 1-1 ef hann spilar 4-4-2.
Hörku leikur…..nú er bara tíminn kominn!!!
Við verðum bara að vinna Man.Unt. í þetta skiptið.. :rolleyes:
Ég veit bara að ég verð límdur fyrir framann skjáinn…öskra af fögnuði ef okkar menn vinna en græt og leggst í þunglyndi ef við töpum og ef við gerum jafntefli…þá græt ég líka.. 🙁
Áfram Liverpool…..