Þetta er svo sem engin stórfrétt, en gott mál engu að síður. Pepe Reina [segist vilja framlengja samning](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=453492&CPID=8&clid=14&lid=2&title=Reina+wants+Reds+stay) sinn við Liverpool.
Reina hefur verið orðaður við nokkur spænsk lið, enda er hann klárlega einn af bestu markvörðum í heimi um þessar mundir þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára gamall. Reina segir:
>”I am happy here and want to stay. We will talk about a new deal in the summer.
>”I have two years left but I want to look beyond that. My wife and I have just had our first child and she’s a Scouser. Maybe next time I’ll have a son and he can play for Spain or England!”
Fínt mál. Einsog ég hef oft minnst á þá fylgir því verulega góð öryggistilfinning að sjá nafnið hans Reina í liðsuppstillingunni. Eftir smá hikst í byrjun tímabilsins þá hefur hann verið algjörlega frábær. Reina væri náttúrulega byrjunarmaður í landsliði í nær öllum löndum heims (fyrir utan hugsanlega Ítalíu, Tékkland og Spán), en hann hefur enn ekki náð að slá út hinn frábæra Casillas í spænska liðinu.
Hef aldrei skilið þessa Reinaa dýrkun. Hann kann ekki að fara í úthlaup
Ertu að grínast, Andri?
Andri ekki neitt rugl, Reina er frábær og einn albesti markmaður í heiminum!
Fyndið, fáir ef nokkrir eru jafn öflugir í úthlaupum og Reina!
Greinilegt að Reina hefur ekki mikið álit á kvennafótboltanum – ekki minnst á að stelpan hans geti spilað fyrir þau landslið :laugh:
Set spurningamerki við úthlaup kappans en þó vil ég gjarnan að samið verði við manninn.
Eru menn að grínast? Hvaðan í andskotanum kemur sú skoðun manna að Reina sé slæmur í úthlaupum, þegar það eru einmitt þau sem hann er hvað þekktastur fyrir, ásamt vörðum vítum?
Þetta er svipað og að halda því fram að Riise skjóti laust, eða að Bellamy sé ekki nógu fljótur á fæti. Hvað hafa menn fyrir sér í þessu? Getið þið nefnt eitt dæmi þar sem Reina átti lélegt úthlaup?
Það eina sem mér dettur í hug er markið sem Obafemi Martins skoraði fyrir Newcastle í febrúar, en þá var það í raun ekki úthlaupið sem var slæmt heldur spyrnan sem fór beint í Agger. David James var markvörður sem lét ósjaldan grípa sig í landhelgi með boltann, Reina hefur aldrei gerst sekur um slíkt. Og eins og ég sagði, þá er hann einmitt frægur fyrir úthlaupin. Ef þið hefðuð sagt að hann væri ekki nógu sterkur í fyrirgjöfum eða ekki nógu sterkur spyrnumaður hefði það verið eitthvað sem má ræða, en hann er frábær í úthlaupum.
Ég átti reyndar við inngrip hans í fyrirgjöfum. Hefur stundum verið frekar tæpur þar enda lágvaxinn. Ok?
Ókei, það bara hlaut að vera. Hann er nefnilega með þeim betri í bransanum einn á móti einum. En höndlun hans á fyrirgjöfum hefur oft verið umdeild, þar sem hann kýlir frekar en að grípa, og því þætti mér eðlilegra ef menn gagnrýndu það en úthlaupin.
Er það samt ekki Benítez sem ákvað að Reina ætti að kýla frekar en grípa? Mig minnir að ég hafi lesið það einhverstaðar
Ég skildi þetta alltaf sm að menn væru að tala um fyrirgjafirnar. Hélt að það væri yfirleitt það sem menn töluðu um þegar menn töluðu um úthlaup, þ.e. þegar hann hleypur út úr markinu. En hvað veit ég?
Jú, ég man eftir því líka Hallgrímur að Benitez sagði Reina að það væri öruggara að kýla boltann í stað þess að reyna að grípa.
Satt best að segja man ég ekki eftir mörgum mörkum sem koma eftir klúður Reina í fyrirgjöfum. En ætli það sé ekki aðallega vegna þess að Reina fær ekki á sig mörg mörk yfir höfuð. 🙂
Úthlaupin eru eitt af hans helstu styrkjum og gera þau okkur kleift að halda hárri varnarlínu sem er eitt af aðalástæðunum fyrir varnarmætti liðsins.