Ef þessar fréttir reynast sannar verður það að teljast mjög slæmar fréttir fyrir PSV, og um leið jákvæðar fréttir fyrir Liverpool: Brasilíski varnarmaðurinn ALEX gæti verið frá út tímabilið, skv. SkySports.
Í fréttinni hér að ofan tjáir Ronald Koeman sig um málið og segir eftirfarandi um lærmeiðsli Alex:
>”We have to wait, but we think that there is a crack. If that’s the case, then we may be happy if he plays another game this season.”
Þetta eru svipað slæmar fréttir fyrir PSV og ef Gerrard, Carragher og Finnan myndu meiðast á einu bretti fyrir Liverpool. Svipað dæmi. PSV þurftu að spila Arsenal-einvígið án þriggja varnarmanna – Jan Kromkamp þar á meðal – og er víst talið ólíklegt að þeir komi aftur fyrir Liverpool-einvígið, þannig að það að missa Alex er skelfilegt fyrir þá.
Ekki misskilja mig, maður hrósar aldrei happi yfir meiðslum leikmanna andstæðinganna og ég er fullviss um að Liverpool getur unnið sterkasta lið PSV örugglega, en þessi meiðsli þeirra besta manns hafa mikil áhrif á einvígi liðanna.
Hvað finnst mönnum – eiga PSV möguleika án Alex?
Þetta er slæmt fyrir PSV en gott fyrir okkur, það sást hvað Alex er góður á móti Arsenal t.d þeirra besti maður.
Ég held að við vinnum þessa leiki á móti PSV og ég segji að fyrri leikurinn fari 2-1 fyrir Liverpool og svo vinnum við þá á Anfield 2-0..
Áfram Liverpool! YNWA 🙂
Maður skal aldrei segja aldrei því eins og með FA cup og Deildarbikarinn þá geta lítil lið með litla breidd og nánast enga hæfileika unnið stórlið eins og Liverpool. Það höfum við séð gerast hjá okkur áður þannig að þótt Alex sé meiddur þá má alls ekki, ég get ekki sagt það nógu oft, vanmeta getu PSV. Að þessu sinni mætum við liði þar sem að fyrirfram er talið og vitað að Liverpool er stærri klúbburinn með betri leikmenn innanborðs. Það hefur oft reynst Liverpool betur að vera liðið sem að er undirmagnarinn og ekki talið um mikla von sé að ræða samanber Chelsea, AC Milan, Barcelona, Juventus o. s.frv. Þannig að mitt input í þá umræðu, að þegar er komið svona langt í þessa keppni sterkustu félagsliða heims, þá má aldrei segja aldrei og Liverpool hefur sannað það á seinustu árum með frábærum árangri.
Áfram Liverpool YNWA
Ég er reyndar með þá kenningu að til að vinna þessa keppni sé bara best að fara erfiða leið, væri gaman að skoða leið sigurverara síðustu ára. Eins og þetta ár sem Man.Utd vann fóru þeir alveg hrikalega erfiða leið, strax frá riðlakeppni. Sama með Liverpool, slógu út stórliðin þar.
(Kannski hægt að segja að öll lið frá 16 liða úrstlitum séu stór, en þau eru mjög “misstór” og oft slakari lið sem slæðast með)
Hannes, við gætum verið að fara mjög svipaða leið og síðast. Reyndar svissast bara 8 og 16 liða úrslitin á.
Leverkusen/PSV, Barcelona/Juve, Chelsea/Chelsea, AC Milan/AC Milan.
Ha, ég bjartsýnn? 🙂
Raunsær. :biggrin:
skiptu út Valencia í undanúrslitunum og Bayern í úrslitum en annars þá held ég að dollann verði okkar í annað skipti á þremur árum ! :biggrin: :biggrin2:
YNWA
Þar sem það er einhver annar Hannes farinn að kommenta hérna mun ég(gamli Hannes) kalla mig Hannes Bjartmar héðan í frá!
Við tökum PSV með sitt sterkasta lið eða ekki, og förum svo alla leið! Verst að ég get ekki horft á Liverpool spila úrslitaleikinn því ég verð líklega í flugi milli Dubai og Singapore á sama tíma! 🙁
Já kannski ég “skreppi” bara til Grikklands þessa 3 daga sem restin af útskriftarhópnum verður í Singapore! 🙂
Er maður kannski aðeins kominn framúr sér? :tongue:
Hannes, það er auðvelt að breyta flugi hjá Emirates. Ég tala af reynslu. 🙂
Ok, þetta var skrýtið, svarið mitt kom á undan því sem ég var að svara! 🙂
Já, ég var að breyta tímanum á blogginu. Hann var vitlaus útaf breytingum á tíma útí USA.
Sorry Hannes, vissi ekki að það væri annar hannes hér:) Ég breyti bara nafninu mín.