Samkvæmt BBC munu nýju eigendur Liverpool hafa ákveðið að fresta fyrstu skóflustungunum á nýja leikvangnum um nokkrar vikur til að fara betur yfir skipulagið á honum. Í fréttinni segir að þeir ætli meðal annars að skoða hvort stækka eigi (og megi) fyrirhugaðan áhorfendafjölda úr 60.000 í stærri tölu, þó svo að það sé ekki víst að komi til þess.
Þetta er að vísu ekki staðfest, BBC segir samkvæmt heimildum sínum (BBC understands) en ég efast um að sjálfur Phil McNulty, sem skrifar fréttina og er yfirmaður fótboltans á BBC, fari með svona nema hann sé með pottþétta heimild.
Leikvangurinn á að opna árið 2009 en maður verður bara að vona að þetta tefji ekki þá dagsetningu. Þetta er einmitt það sem ég bjóst við þar sem mikið hefur verið talað um hvað Bandaríkjamenn séu góðir að byggja leikvanga og hafa þeir kumpánar verið sérstaklega góðir í því skilst mér.
Mér þótti það frekar skrýtið að þeir muni því ekki breyta neinu eftir að þeir keyptu félagið en teikningarnar voru til fyrir löngu síðan. Þetta kemur því í raun ekki á óvart, ekki mér í það minnsta. Svo er aftur á móti spurning hvort einhverju verði breytt yfir höfuð….
Chris Bascombe, sá maður sem ég treysti best þegar kemur að fréttum um Liverpool, er einnig með viðtal við Rafa í Echo í dag. Þar kemur meðal annars fram að Gillett og Hicks koma til Englands þann 31. mars og þá vill Rafa setjast niður með þeim og ræða framtíð klúbbsins. Bascombe talar mikið um áhuga Real Madrid á Rafa og staðhæfir nánast að Capello verði rekinn í sumar. Real Madrid vilja víst Rafa, Mourinho eða Bernd Schuster sem nú stýrir Getafe. Ég vona að það verði Portúgali við stórnvölin hjá þeim á næsta tímabili, ég segi ekki annað 🙂
Þetta eru vægast sagt áhugaverðar fréttir. Talað er um að þeir séu að leitast við að fara með áhorfendafjöldann upp í 80,000+ og að einn aðalhvatinn að baki þeirri tölu sé sá að vera með stærri völl en Man Utd :laugh:
Það er allavega ljóst að það er metnaður í þessum mönnum að gera ekkert til hálfs. Hvort að þessu verður eða ekki, hvort þetta tefur byggingu nýs vallar mikið eða ekki, það er allavega ljóst að þetta eru menn sem þora og mér líst bara ágætlega á það.
Swing for the fences, uncle Tom and uncle George. 🙂
Eins og ég kom inná í morgun hafði ég áhyggjur af að þessi fyrirhugaði völlur væri of lítill þannig að mér líst vel á þetta! 🙂
Ég er fullkomlega sammála þessu. Af hverju ekki að staldra við í smástund og skoða þetta. Þá er bara hægt að halda áfram með upphaflega áætlunina ef þetta gengur ekki eftir. Það væri nú helvíti leiðinlegt að byggja 60.000 manna völl og komast svo að því að ennþá er fullt á langflesta leiki félagsins og færri komast að en vilja. Liverpool er það stór og sögufrægur klúbbur að það er örugglega ekkert fjarri lagi að 80.000 manna leikvangur standi undir sér í miðasölu. Og svo auðvitað að vera með stærri völl en manure. Ánægður með svona hugsunarhátt.
Ekki misskilja mig, þessi völlur verður flottur. En hann er nákvæmlega eins og svo ótrúlega margir nýjir vellir hér og þar, allt einhvern veginn straumlínulaga til dæmis. Ég vil völl sem er flottur, en sker sig aðeins úr á einhvern hátt.
ég var búinn að heyra tölunna 70000. :biggrin:
Ég held að það séu afskaplega litlar líkur á því að horfið verði frá því plani sem nú er í gangi. Það er hægara sagt en gert að stækka þetta mikið meira á þessum tímapunkti, til þess þyrfti að koma inn nýtt umsóknar og planning ferli, og þá sérstaklega út af samgöngumálum. Ég held að það verði hafist handa við byggingu 61.000 manna leikvangs innan tíðar.
Eina breytingin sem ég gæti trúað að yrði á þessu er sú að hann yrði byggður þannig að möguleiki væri á stækkun seinna meir. Ég held að málið sé komið allt of langt í ferlinu til að gera einhverjar stórtækar breytingar á þessu.
Sammála að hann er svolítið “Boltonlegur” við fyrstu sýn.
Gott þó að áhorfendur skuli vera alveg ofaní vellinum.
Það verður að vera möguleiki á stækkun. Annað er ekki hægt ef það á að sýna metnað og vera á sama velli í 50+ ár.
En ég hefði viljað sjá eitthvað annað heldur en “identikit stadium” eins og þeir kalla þessa velli í UK. Margir vellirnir að verða eins og Hilton Hótelin, alls staðar eins.
Má ég spyrja hvað það þýði að leikvangur sé “Boltonlegur”?
Þessar súlur þarna öskruðu Bolton á mig um leið og ég sá þær. Fyrir þá sem hafa séð Reebok stadium skilja þetta.
76.000 manna völlur … Mæli með að hann verði skírður “The Kop”
Sælir !!
Vissulega væri gaman að fá stærri völl og ég held að það sé svosem ekkert mál að fylla hann af td 70.000 manns í hverri viku. Leiðréttið mig ef ég fer með rétt mál en eru ekki um 50.000 manns á biðlista eftir ársmiðum hjá Liverpool? Þannig væri bara hægt að bæta við sætum fyrir þá, auk þess sem við þyrftum að selja stærri prósentutölu til andstæðinga okkar.
Mér finnst ég samt hafa lesið eitthvað um að það vær i ekki hægt að stækka hann en vonandi, og það er líklegast, að hann verði byggður svona eins og hann er núna, nema þá með þeim möguleika að hægt verði að stækka hann síðar meir.
Hérna er [önnur grein í Echo um þetta](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/) þar sem talað er um að eigendurnir vilji “match-a” Old Toilet þegar að kemur að áhorfendafjölda.
Verðum samt að athuga það að þessir 56 þús sem eru á biðlista, eru margir á vellinum á leikjum og fá miða eftir öðrum leiðum. Það er því ekki hægt að taka dæmið sem svo að bæta þessum biðlista við þau 45 þús sem komast á völlinn í dag.
Held einmitt að menn séu að skoða núna að gera þetta þannig úr garði að hægt sé að stækka í framtíðinni.