Sjáiði þetta? Þetta eru Gérard Houllier og Rafael Benítez að spjalla saman á leiðinni í flugvél til Portúgal sl. föstudag. Skv. frétt Liverpool Echo í dag þá fór vel á með þeim félögum og þeir virtust niðursokknir í fótboltaspjall bæði fyrir og eftir flug.
Einhvern veginn finnst mér þessi mynd svo einkennandi fyrir Liverpool FC. Gérard Houllier er greinilega nógu mikill maður til að óska Benítez góðs gengis, tala við hann og jafnvel gefa honum nokkur góð ráð varðandi leikmannahópinn sem hann erfir. Sem segir meira um Gérard Houllier en allar niðrandi blaðagreinar síðustu mánuða til samans. Hann er mikilmenni – og vonandi munu ráð hans koma Benítez að gagni.
Annars er gott að sjá að slúðurpressan hefur fleira en Stevie G á milli tannanna þessa dagana. Skv. Liverpool Echo gætu Blackburn og Man City viljað skipta á Robbie Fowler og Andy Cole. Hmmm … ég efa það, þótt það sé í sjálfu sér ekkert of vitlaus hugmynd. Í þessari sömu grein er síðan talað um að Benítez ætli sér að kaupa Vicénte, vængmann Valencia og Spánar, á um 8 milljónir punda. Sem væri frábær díll, að mínu mati.
Mánudagar: slúðurdagar. Það verður ekki miklar fréttir að hafa í dag – nema það sem varðar landsleikinn á eftir. England – Króatía er í beinni í kvöld og nú er bara spurningin hvort Owen skorar loksins!
ég vill bara þakka fyrir góða síðu. hún er klárlega sú besta sem er í boði hér lendis. gott framtak og alltaf nýjustu fréttir. haldið áfram.
ps. maður er hættur að skoða erlendar síður því maður fær þetta allt á einum stað hér…..
Það er afskaplega leiðinlegt að sjá svona góðan mann, sem Houllier virkilega er, hafa mistekist að snúa við Liverpool FC eins og hann vildi. Vissulega kom hann okkur úr algjörri vitleysu og yfir á vel viðráðanlegt plan sem Benitez fær núna að fást við. Ég vill óska honum bara góðs gengis í framtíðinni…ég veit að hann er að lesa þetta núna og að hann skilur íslensku :biggrin2:
PS: Ég vil taka undir með Inga hér að ofan og segja enn og aftur að þessi síða er frábær! Vonandi fáiði ekki leið á öllum kommentunum mínum hér í framtíðinni :rolleyes:
Takk kærlega fyrir hrósið, Ingi Já, og Eiki við viljum endilega fá sem flest komment, sérstaklega ef þau eru einsog þín, sem bæta einhverju í umræðuna.
Annars er þetta rosalega skemmtileg mynd. Gaman að sjá að Houllier er svo mikill maður að hann getur talað við arftaka sinn.
Hver er þetta annars með þeim? Veit það einhver?
Já… frábær síða.