Déjà vu

Rafael Benítez [í dag](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N155362070322-1054.htm):

>”I think it’s important the fans know **I am completely committed to Liverpool Football Club and I’m going nowhere.** I know there’s been a lot of speculation in the Spanish media linking me with Real Madrid.

>”Any manager would be honoured to be associated with such a famous club, especially as Madrid is my home city and also my former club. **However, I want to make it clear I am very happy at Anfield and very happy in England and I’m genuinely excited by what the future holds for Liverpool.**

>”I’ve had some extremely positive discussions with the new owners and share their enthusiasm and determination to take this club back to the very top.

>”I will be sitting down shortly with both Mr Gillett and Mr Hicks to discuss things face to face, but an enormous amount of work is already underway in preparation for the way forward.”

Getum við plíííís stoppað þessar blaðagreinar um Real Madrid núna?

9 Comments

  1. Þetta er sjení….

    ….og gott að heyra manninn hampa nýjum eigendum

  2. Þetta fer nú samt að verða gott. Þessar slúðursögur fara að vera árviss viðburður, og virðist koma með lóunni á hverju vori.

  3. Þetta er árlegur viðburður af því að Real Madríd haga sér eins og fávitar þegar kemur að þjálfaramálum. Hvers vegna í ósköpunum ætti Rafa að vilja fara þangað eins og þeir hafa komið fram við þjálfara síðustu fjögurra ára? Fabio Capello, sá goðsagnakenndi maður, er núverandi þjálfari og þeir eru þegar byrjaðir að freista næsta manns löngu áður en hans framtíð er gerð ljós. Þetta eru bara skíthælar sem sýna ekki rétta virðingu fyrir mér. Þetta eru sterk orð, en þessir menn eru að breyta stærsta klúbbi allra tíma í sirkus.

    Vissulega er Rafa Real-maður í húð og hár og því freistingin mikil, en á meðan þeir sýna mönnum ekki meiri virðingu en þetta hef ég ekki áhyggjur af því að hann fari. Ég held að Real-menn ættu bara að hætta þessu rugli og gefa Capello – einum besta þjálfara heims síðustu 20 ár – annað tímabil eða jafnvel tvö til að setja sitt mark á þetta lið þeirra. Það er ekki eðlilegt að krefjast þess að maðurinn vinni allt á sínu fyrsta tímabili eða verði ella rekinn.

  4. En strákar, eitt um Mr. Hicks og Mr. Gillett..
    Er ekki rétt hjá mér að þeir hafa ekki ennþá mætt á leik með Liverpool? allavega heyrði ég einhversstaðar að Barca leikurinn átti að vera fyrsti leikur þeirra kumpána uppí stúku en ég held að þeir hafi ekkert verið á þeim leik. Er ekki svolítið skrítið að menn sem kaupa fótbolltalið hafi ekki ennþá mætt á leik með því ? (Eggert Magnússon var strax mættur til London og hefur meira og minna verið þar, Abramovich hefur líklega verið á flestöllum leikjum með Chelsea..) Ég er kannski að fara með rangt orð um okkar menn en ég hef allavega aldrei séð þá á leikjum.

    Og eitt enn, eins og fréttin sem kom áðan inn á Fotbolti.net þar sem Hicks segir að hann hafi talað við Benitez í “gegnum e-mail” og gillett hafi talað “persónulega” við hann í síðustu viku.. Mér finnst þetta vera frekar ópersónuleg samskipti og hef einhvernveginn á tilfinningunni að þeir séu ekkert of mikið að spá og spauglera í okkar ástkæra liði….

  5. Jói, lestu [þetta](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_headline=i%2Dm-not-leaving%26method=full%26objectid=18791573%26siteid=50061-name_page.html).

    >”We’ve explained to Rafa, which he knows and I think is very comfortable with, that we don’t own the team yet. We will officially own the team some time next week when the tender closes.

    >**”It would be very inappropriate for us to start and have those kind of important meetings prior to being the owners.”**

  6. Jói þeir sögðu eftir Barca leikinn að þetta hefði verið ótrúleg lífsreynsla, rosalegt andrúmsloft og svo voru myndir af þeim í stúkunni á þeim leik.

  7. Benitez er snillingur og ég er mjög ánægður með að heyra þetta frá honum ef satt er.

  8. Já vel mælt strákar… Þetta hlaut að vera einhvernvegin svona, ég bara vissi þetta bara ekki.

  9. Ég er farinn að halda að þessir “burgeisar” hjá Real Madrid hafi fjölmiðlana þar í landi í vasanum. Svo apa sumir íslenskir íþróttafréttamenn allt þetta hörmungas bull upp hrátt. Mig langaði að garga þegar ég hlustaði á fréttaskýringu Hödda Magg á stöð2 um daginn um þessi mál. Þar sem hann lét í það skína að Rafa þráði ekkert heitar en að fara og það væri komið eitthvert ósætti við nýja eigendur. Þvílíkt andskotans kjaftæði……Urrrrrrrrrr.
    En Rafa er snillingur og lætur sem betur fer þessa vitleysu ekki slá sig út af laginu. Það endar með því að þessir vitleysingar hjá Real Madrid fá ekki til sín bestu þjálfara í heimi meðan þeir koma svona fram við þá þjálfara sem þeir hafa. Ég ætla að vona heitt og innilega að stjórnarbragurinn hjá Liverpool FC verði aldrei neitt í líkingu og hjá RM.
    YNWA
    Jón Halldór

Carragher og búningar

Momo kvartar undan augunum